Steingeld miðja Liverpool

Það hefur legið fyrir í langan tíma að mesta svigrúm til bætinga í liði Liverpool er á miðjunni og leikaðferð Klopp gerir það hlutverk hvað erfiðast að fylla í liðinu. Naby Keita og Fabinho komu sumarið 2018 fyrir samtals um €100m. Ox kom sumarið áður fyrir €35m. Ágætis taktur í þeirri endurnýjun en síðan þá hefur Liverpool varla sett nokkurn pening í þessa stöðu vallarins þrátt fyrir að glíma við viðvarandi endalaus meiðsli Ox og Keita.

Ótrúlegt en satt þá hjálpaði ekkert að láta áreiðanlegasta miðjumanninn (Wijnaldum) fara þó að Thiago fyrir €22m séu sannarlega góð kaup og auðvitað tombóluverð fyrir slíkan leikmann. Vandamálið er að hann hefur alla tíð verið meiðslagjarn og frá því hann kom til Liverpool hefur hann spilað 54% deildarleikja fyrsta tímabilið, 45% á síðasta tímabili og 51% af þessu tímabili.

Liverpool þarf að hætta að reiða sig endalaust á þessa leikmenn sem geta ekki spilað nema helminginn af leikjunum. Ox og Keita ná því nota bene ekki nærri því samanlagt. Vonarstjarnan Curtis Jones hefur verið í nákvæmlega sama meiðslaflokki og Keita og Ox undanfarin ár. Liverpool verður að vera miklu meira brutal gagnvart svona leikmönnum.

Jordan Henderson er orðin 32 ára og álagið er farið að sjást greinilega, frasinn um að 70% af jörðinni sé cover-að af vatni og Jordan Henderson cover-i rest á alls ekki við lengur. Svipað hefur átt við um Fabinho á þessu tímabili þó hann sé blessunarlega aðeins farin að líkast sjálfum sér í síðustu leikjum.

Elliott og Carvalho eru spennandi framtíðarleikmenn, báðir undir tvítugu og hvorugur eignilegur miðjumaður.

Þetta er bara alls ekki nógu gott, meiðslalistinn er of langur og margir þessara leikmanna ekki lengur með þau gæði sem þarf. Það er sorglegt hvað Liverpool hefur ítrekað verið með dapran varamannabekk á þessu tímabili og lítið getað snúið leikjum með skiptingum, þvert á móti raunar.

Phillips, Milner, Ox, Tsimikas og Carvalho var vopnabúrið í dag, þetta er bara ekki nógu gott. Það er vissulega hægt að benda á Diaz, Jota, Keita, Arthur, Konate, Matip, Henderson og Jones en vandamálið er að það er ALLTAF hægt að benda á nokkurnvegin þannig lista leikmanna sem ekki geta verið í hóp, nöfnunum er aðeins róterað milli vikna kannski.

Miðjumenn Klopp eiga klárlega að bera hitan og þungan af skítverkunum í liðinu og gefa báðum bakvörðum og sóknarlínunni aukið frelsi. Liverpool er ekkert að finna upp hjólið þar samt og þetta á við hjá flestum liðum núorðið. Það sem af er þessu tímabili hefur Liverpool fengið á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik í deildinni og eins og við sáum í dag gegn Southampton gætu þau hæglega verið mun fleiri. Varnarleikur liðsins í heild er hræðilegur á mælikvarða Liverpool og miðjan klárlega hvað mest brothætt hvað það varðar. Þeim hefur gengið hroðalega að tengja saman vörn og sókn og hafa bara ekki orkuna lengur til að pressa andstæðinginn í drep. Það er ótrúlegt hvað mörg lið hafa hlaupið meira en Liverpool í vetur.

Þetta er í beinu samhengi við það hvernig meðalaldur þeirra miðjumanna sem Klopp hefur haft tiltæka hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Meðalaldur miðjumanna Liverpool í kringum 2017 var 26,6 ár en er um 30 ára það sem af er þessu tímabili þrátt fyrir að hinn 19 ára Harvey Elliott sé með í þeirri jöfnu. Sweet spot-ið var líklega 2018-20 en endurnýjun síðan þá fullkomlega staðnað.

Rúmlega 1,2 mörk fengin á sig í leik yfir heilt tímabil gera 46 mörk! Liverpool fékk 26 mörk á sig í fyrra! Ef að liðið er að leka svona rosalega mikið af mörkum myndi maður ætla að komi að einhverju leiti til baka í sóknarþunga hinumegin á vellinum. Aldeilis ekki, með því að bera saman beina þáttöku miðjumanna Liverpool í mörkum liðsins við kollega þeirra í hinum toppliðunum er augljóst hversu stórt þetta vandamál er.

Mörk af miðjunni

Til að einfalda þá miðum við miðjumenn skv. skilgreiningu á Wikipedia. Auðvitað er ekki hægt að flokka nútíma leikmenn svona niður en sama á við um öll lið og þetta eru nokkurnvegin þeir leikmenn liðanna sem skila hvað sambærilegustu hlutverki.

Hér er þáttaka miðjumanna liðanna í bæði stoðsendingum og mörkum.

Miðjumenn Man City með KDB í fararbroddi hafa komið að 37 mörkum í deildinni það sem af er þessu tímabili og 42 mörkum í öllum keppnum. Miðjumenn Liverpool hafa komið að tveimur mörkum með beinum hætti og fimm í öllum keppnum. Þetta er gjörsamlega sláandi tölfræði og hvað þá í ljósi þess að liðið míglekur mörkum hinumegin líka.

Á síðasta tímabili komu miðjumenn Liverpool að 28 mörkum í deildinni og 45 mörkum í öllum keppnum, gleymum ekki að Liverpool spilaði alla leiki sem í boði var að spila. Samanburður við Man City hvað þetta varðar er kannski ekki alveg sanngjarn enda spiluðu þeir lítið með eiginlegan striker en þeirra miðjumenn komu að 79 mörkum í deildinni og 122 mörkum alls! Chelsea og United sem voru í bölvuðu brasi fengu næstum helmingi meira frá miðsvæðinu sóknarlega en Liverpool.

Klopp aðeins til varnar þá er eins og það hvíli bölvun á hlutverki sóknartengiliðs hjá Liverpool undir hans stjórn. Eða þá að innkaupin hafi klikkað all verulega. Lallana sem hann fékk í arf sýndi oft fína takta en var alltaf meiddur. Ox kom í hans stað og náði 2,5 mánuðum í 100% formi áður en hann meiddist í 4 ár. Naby Keita er ekki beint sóknartengiliður en fremstur af miðjumönnum og hefur fengið mann til að sakna Harry Kewell hvað meiðsli varðar. Thiago spilar annanhvern leik tölfræðilega. Meira að segja smábarn eins og Elliott nær ekki nema 4 leikjum og dettur svo út heilt tímabil. Curtis Jones sem var einmitt ekki með í dag er alveg sama tóbakið.

Fabio Carvalho gæti orðið geggjað spennandi leikmaður í þessu hlutverki en Liverpool fyrir þetta tímabil vantaði 23-25 ára Fabio Carvalho, ekki 19 ára.

Tölfræðin brotin niður á lið

Skoðum aðeins betur tölfræðina niður á hvaða leikmenn um ræðir.

Man City

Kevin De Bruyne er auðvitað svindlkall í þessu City liði og það er á mörkunum að hægt sé að flokka Foden sem miðjumann m.v. hvaða hlutiverki hann gegnir hjá City. Jafnvel án þeirra eru Rodri, Gundogan og Silva að skila nákvæmlega því sem maður myndi ætla að væri svolítið lágmarkið hjá miðjumönnum í svo sterku liði. Öll þessi mörk þrátt fyrir að 100m Grealish hafi lítið lagt til málanna.

2022-23

Liverpool 

Naby Keita sem spilaði 1/3 af deildarleikjum síðasta tímabils kom að 4 mörkum í deildinni og sjö alls. Fabinho og Henderson sem spiluðu langmest ná hvorugur yfir 10 mörk (frekar en aðrir) þegar lagt er saman skoruðu mörk og stoðsendingar.

Höfum alveg í huga að þetta kom ekki beint að sök, Liverpool náði í 92 stig og fór í úrslit í bókstaflega öllum keppnum. Það er engin að segja að allt sé í hers höndum þó þetta tímabil hafi byrjað mjög illa og verið gríðarlga svekkjandi. Svigrúmið til bætinga virðist bara svo hroðalega augljóst.

Klúðrið á leikmannamarkaðnum, lánsdíllinn á Arthur Melo og svona núna fréttir af söluferli félagsins segja okkur að eitthvað sé ekki alveg rétt á bak við tjöldin. Innkaup Liverpool fyrir Covid voru nokkuð rock solid og brugðist við ef þörf var á því. Það klikkaði all hressilega í sumar og við sjáum það svo augljóslega með svona samanburði.

Framlag miðjumanna Liverpool, bæði í vörn og sókn hefur verið lítið annað en vandræðalegt og skammarlegt. Svo lélegt að félagið verður að nýta tímann meðan deildin er í fríi til að landa einum alvöru valkosti sem hægt er að klára strax í janúar og vera tilbúið með þann næsta strax í sumar.

Næsta haust ættu Naby Keita, Ox og Milner ekki að vera partur af miðjumannahópi Liverpool fyrir nýtt tímabil. Jordan Henderson færist vonandi í svipað hlutverk og Milner hefur verið að gegna og ef Curtis Jones nær engum takti fram að vori þyrfti að setja hann í þennan flokk einnig. Þetta eru 3-5 leikmenn. Leikmannakaupin í þessa stöðu þurfa líka að miða að því að draga úr mikilvægi Thiago fyrir leik liðsins. Jude Bellingham sem dæmi og 1-2 tímabil með Thiago væri draumurinn.

Arsenal 

Arteta rétt eins og Guardiola er að fá MIKLU meira sóknarlega frá sínum miðjumönnum en Klopp. Það sem af er þessu tímabili hefur m.a.s. Granít Xhaka komið að sjö mörkum hjá Arsenal. Þeir eiga Emile Smith-Rowe alveg inni í vetur. Miðjan hjá þeim hefur komið að 25 mörkum í deildinni, okkar er með tvö mörk, Elliott (mark) og Milner (stoðsending). Þetta er bara kjánalegt.

Chelsea

Chelsea liðið með öll sín vandræði fá töluvert meira frá miðsvæðinu en Liverpool. Mason Mount þar sérstaklega drjúgur en auðvitað spurning hvort rétt sé að flokka hann sem miðjumann. Ef hann er tekin út úr jöfnunni eru þeir í svipuðum málum og Liverpool. Tölfræði Jorghino er svo auðvitað skökk líka þar sem hann er vítaskytta liðsins.

Tottenham

Conte skipti nánast alveg um miðju fyrir þetta tímabil og á reyndar ennþá eftir að fá eitthvað framlag frá nýju miðjumönnum liðsins. Bentancour sem kom í janúar nota bene skoraði tvö í þessari umferð og snarlagar tölfræðina. En til að einfalda þá var Spurs ekki að fá nóg frá miðsvæðinu og hreinsaði nánast alveg út fyrir vikið. Það er bara Hojbjerg eftir hjá þeim af þeim miðjumönnum sem hófu síðasta tímabil. Liverpool þarf að hugsa þetta nokkuð svipað núna.

Man Utd

Bruno Penandes er auðvitað helmingurinn af tölfræðinni hjá miðjunönnum United auk þess sem Pogba var drjúgur í stoðsendingum. Ekkert merkileg tölfræði hjá miðjumönnum United sóknarlega en samt svo miklu betri en Liverpool er að fá frá sínu miðsvæði.

 

Að þessu öllu sögðu eru nýjar (enn einu sinni) fréttir af mögulegum fjárfestum. Talað um fjársterka aðila frá Bandaríkjunum sem hafa verið í viðræðum við FSG í nokkuð langan tíma og séu ástæðan fyrir því að þessi bolti fór að rúlla meira en hann hefur verið að gera. Í kjölfarið hafi svo mikið fleiri áhugasamnir fjárfestar að borðinu.

Vonandi gengur svonalagað nógu hratt fyrir sig að Liverpool hafi bolmagn í að taka smá sénsa í janúarglugganum. Þeir þurfa að gera það.

24 Comments

 1. Flott yfirferð. Það vantar Martinelli í Arsenal tölfræðina. Ætti frekar að flokkast sem miðjumaður en sóknarmaður en er kannski á gráu svæði eins og Foden og Saka. Eins mætti jafnvel hafa Rashford með þótt hann spili oftast frammi.

  3
  • Þetta var ekkert sett upp sem heilög vísindi og það eru klárlega leikmenn þarna flokkaðir sem miðjumenn sem ættu kannski ekki að vera það. Samt ekki af leikmönnum Liverpool. Ég er samt mikið meira að fókus-a á miðjumenn og alls ekki að meina sóknarmenn eins og Martinelli og Rasford. Þá væri ég að telja Salah og Diaz með líka.

   Hvort sem þessar tölur séu 100% réttar, þ.e. hvort þessir menn hafi skorað eða lagt upp sem miðjumenn eða meira sóknarmenn breytir það því ekki að framlag miðjumanna Liverpool er sláandi í öllum samanburði.

   3
   • Áttaði mig á því, enda nefndirðu þann fyrirvara í færslunni. Ég er meira að benda á að samanburðurinn gæti verið enn óhagstæðari fyrir LFC ef við höfum fleiri á gráu svæði inni í honum. En rétt að Salah og Diaz gætu vissulega bætt hann fyrir okkur, lít samt á þá meira sem sóknarmenn en t.d. Martinelli þótt sá síðastnefndi hafi oftast verið að spila sem einn þriggja fremstu á þessu tímabili með Jesus og Saka.

    3
   • Ok ég skal halda mig rólegan fanst eins og ég hafi lesið að hann hafi verið búinn að gera fyrsta tilboð en örugglega eitthvað slúður bull.

    YNWA

 2. Þetta er lýgilega svipuð greining á málefninu eins og ég var búinn að setja þetta upp í kollinum á mér.
  Við erum nefnilega ennþá með fjandi sterka vörn, og skæða sókn, sem eru að gjalda fyrir ómarkvissa miðju. Þess vegna er mjög slæmt ef það tekur langan tíma að laga miðjuna, því þá er hættan að varnar og/eða sóknarmennirnir verði komnir af sínu besta þegar það loksins tekst. Þannig myndum við ekki ná að “jútilæsa” þá á meðan það er hægt, líkt og við gerðum þegar við urðum meistarar.

  Staðreyndin er bara, þrátt fyrir öll þessu meiðsli, þá er miðjan ekki spennandi og oft eru þeir leikmenn sem eru meiddir, ekkert að fara að bæta þetta hvort eð er. Þarna á ég við að þegar við erum að afsaka slakt gengi með því að meiðslalistinn sé langur, er stór hluti af honum ekki að fara að breyta neinu þó menn væru heilir. Ox, Keita, Curtis, svona sem dæmi.

  Harvey Elliot er að gera góða hluti, drengurinn er ungur og það að brjótast inní svona lið er ekki auðvelt. Mér finnst menn samt stundum fara aðeins overboard í hrósinu. Það sem við þurfum er talsvert sterkara framlag, og eiga svo menn eins og hann á bekknum. Elliot nýtur auðvitað góðs af því að vera með menn eins og Salah og Firmino í kringum sig. Mér þykir þó enn vanta talsvert uppá að hann ætti að spila svona mikið hjá liði sem vill vera í topp 4. Ekki misskilja mig, ég elska drenginn, en hann á eftir að þróast, ná yfirvegun og bæta sig.

  Varðandi kaup, og FSG, þá finnst mér FSG heilt yfir hafa staðið sig vel. Ég þarf ekkert að þylja upp allt það jákvæða sem þeir hafa gert, en það er öllum augljóst. Auðvitað hefðum við átt að styrkja miðjuna, en ég held að Klopp hafi líka gert svolítil mistök þar. Við megum nefnilega ekki sleppa því að minnast á það, að Liverpool hefur gert mistök á leikmannamarkaðnum (eins og öll lið). Svigrúmið fyrir mistök hjá okkur, er bara svo miklu minna en hjá þeim liðum sem geta eytt endalaust af peningum. Við viljum að klúbburinn sé sjálfbær , eða eigendurnir vilja það allavega, og ef við hugsum það aðeins, er það þá eitthvað skrítið ?

  Hver vill kaupa fyrirtæki, og þurfa að borga með fjárfestingunni á hverju einasta ári ? Það hlýtur að teljast nokkuð eðlilegt að menn sem kaupa fyrirtæki á 400 milljón pund, fái einhvern arð af sinni fjárfestingu, annars er það bara léleg fjárfesting, og betra að hafa peninginn inná trompbók hjá Sparisjóði Þingeyinga.

  Hinn möguleikinn er svo að eigendurnir séu bara ekkert í buisness, heldur einhverjum sportwashing, sugardaddy leik, eins og eigendur City, PSG og (áður) Chelsea. Ég fullyrði að það er bara engin stemmning fyrir slíkum eigendum hjá stuðningsmönnum Liverpool.

  Ef seldur verður hlutur í Liverpool, tryggir það heldur ekkert fjármagn til leikmannakaupa. Eigendurnir eru þá að selja hlutinn, og það eru þeir sem fá peninginn, og það er eðlilegt. Það er þeirra ávöxtun.

  Að þessu sögðu, þá hefur maður sèð hérna menn koma inn eftir tapleiki, og úthúða bæði Klopp og eigendunum og vilja hvortveggja burt. Við skulum aðeins slaka á. Við erum með bókstaflegt svindl lið í þessari deild, en erum samt tiltölulega nýbúnir að vinna hana, og höfum verið að keppa um alla titla.

  Ef einhver hefði sagt við mig, þegar Liverpool var búið að ganga sína eyðimerkurgöngu í 30 ár án titils (þess stóra), myndirðu taka því ef þér byðist Englandsmeistaratitillinn, Evróputitillinn, heimsmeistaratitil, fleiri minni bikarar, ný æfingaaðstaða og klúbbnum yrði aftur komið á samkeppnishæfan stað, ef það þýddi að við þyrftum aðeins að ströggla í kjölfarið ? Þá hefði ég alltaf sagt já!!
  Því við megum ekki gleyma því að við vorum bara fastir þar! Við vorum fastir í því að það var bara æði ef við náðum 4.sæti, vorum enganveginn samkeppnishæfir á markaðnum, og fanbase-ið á heimsvísu (og þar með tekjur) voru í lágmarki. Eitt og eitt síson þar sem liðið strögglar, er hátíð miðað við það sem var.

  Þess vegna er allt tal um Klopp í burtu, bara fáránlegt, þótt vissulega sé hann ekkert hafinn yfir gagnrýni. Það sama á eiginlega við um FSG.

  En við þurfum að styrkja miðjuna verulega, losna við OX og Keita, og hafa miðjuna það sterka að Elliot verði bara okkar super sub. Það á ekki að koma nálægt leikmönnum annarra liða næstu tvö árin sem hafa mikla meiðslasögu, og endurskoða verulega þá hluti innan klúbbsins sem gætu verið að valda þessum meiðslum.

  Insjallah
  Carl Berg

  30
 3. Einar þvílíkt og annað eins að hafa penna eins og þig og ykkur sem eruð hér á Kop.is og ég vill bara þakka fyrir mig að halda uppi þessa frábæru síðu þar sem við getum rætt um Liverpool í blíðu og stríðu.

  Er hjartanlega sammála þessu sem er farið yfir miðjan hjá okkur er big probelm eins og er..á pappír leit þetta ekki illa út en eins og er upp talið þegar helmingurinn af þeim er í meiðslum og menn að eldast þá erum við bara ekki með þessa miðju sem var sí pressandi eins og áður það sést greinilega.

  Elskum allir Hendo en hann er bara kominn á þennan aldur og plús að meiðast það er ekki að gera honum neina greiða.
  Ox og Keita eru búnir fyrir mér og voru það fyrir þetta tímabil.
  Ef Milner leggur skóna á hillu þá myndi maður vilja sjá hann til aðstoðar í teymi Liverpool í framtíðini þetta er höfðingi og með gríðarlega reynslu.

  Held að flestir stuðningsmenn hafi beðið um styrkingu á miðsvæðið þrátt fyrir góð kaup á Carvalho sem er virkilega spennandi leikmaður en við þurfum proven heimsklassa leikmenn til að styrkja okkur frekar og það hefur komið vel í ljós.

  Eigum svo að hætta að vera klúbbur sem er að halda í meiðslapésa í fleiri ár útaf því þeir eru nice gaurar í real life það bara virkar ekki fyrir liðið.
  Hvernig Ox til dæmis hefur haldist þarna í öll þessi ár með 50% mætingu held að í flest öllum vinnum væri búið að láta mann fara og með eh um 500 þús pund á mánuði fyrir það er bara ekki ásættanlegt.
  Ljósi punkturinn hjá honum hann er allavega mættur aftur ég vona hann haldist heill þá núna ..betra seint en aldrei.

  YNWA kæru félagar við munum koma sterkari til baka eftir HM ég er viss um það.

  10
 4. Þó allir okkar miðjumenn séu heilir þá erum við með miðlungs miðju, þetta er búið að vera vandamál liverpool í mörg ár, mín skoðun er að halda fabinho í byrjunarliðinu og kaupa 2 heimsklassa sem fara beint í byrjunarlið, má svo lengi deila um hverjir eigi að fara og hverjir fái á verma bekkinn.

  6
 5. Sælir félagar

  Takk fyrir þennan frábæra pistil Einar Matthias. Þetta er það sem maður hefur haft á tilfinningunni án þess þó að hafa tölfræðiupplýsingar sem sýna fram á það. Ég hefi líka áhyggjur að hversu vörnin er veik í föstum leikatriðum samanber markið sem liðið fékk á sig í síðasta leik. Þar er ekki (varla) hægt að kenna miðjunni um. Í opnum leik hefur miðjan verndað vörnina illa og það hefir kostað. Hitt er líka ljóst samkvæmt þínum upplýsingum að sóknin líður fyrir veika miðju. Líklegt er að bætt og betri miðja bæti leik liðsins á béðum endum vallarins og vonandi verður ráðin bót á því í janúar og svo enn betur á sumri komanda.

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
 6. Er hægt að splæsa í lögiltan dómstúlk og snara þessu yfir á þýsku og senda á Klopp.

  4
 7. 39 dagar þangað til Liverpool spilar næst leik. ÞRJÁTÍU OG NÍU DAGAR!

  Støn og suk… eins og sagt var í dönsku Andrés blöðunum…

  6
 8. Áttaði mig á því, enda nefndirðu þann fyrirvara í færslunni. Ég er meira að benda á að samanburðurinn gæti verið enn óhagstæðari fyrir LFC ef við höfum fleiri á gráu svæði inni í honum. En rétt að Salah og Diaz gætu vissulega bætt hann fyrir okkur, lít samt á þá meira sem sóknarmenn en t.d. Martinelli þótt sá síðastnefndi hafi oftast verið að spila sem einn þriggja fremstu á þessu tímabili með Jesus og Saka.

 9. Það sem mér fynnst verst við miðjuna okkar er aldurssamsetninginn á henni Henderson 32 Thiago 31 FaBinho 29 þetta eiga vera okkar bestu þrír Ox 29 Keita 27 Arthur 26 meidda þennan hjá okkur á prime aldri enn lítið hægt að treysta á tá sem skilur okkur með super sub Milner 36 Jones 21 Elliot 19. Það sem er liggur við lyginni líkast þa er mest hægt að treysta á að Milner se i standi fyrir leik! Alltof alltof margir á miðjunni með lélega mætingu á game day! Keita Ox Jones skelfilegir Thiago eins og hann er geggjaður mætir að meðaltali annan hvern leik i vinnu það er ekki alveg nógu gott. Henderson ræður ekki við álagið lengur mjög dregið ur honum. Samt kaupa heila miðju inn í þetta lið kostar ekki minna enn 300 milljón punda Jude strax 100-130 ef menn halda að næsti eigandi sem kaupir liverpool lætur liðið reka sig sjálfbært eyðir ekki krónu i hjálpa liðinu þa getum við kvatt það að keppa um titla meðan miðjan er svona hræðilega steingeld

  2
  • Það segir nokkurnveginn sjálft, að öll lið þurfa að geta rekið sig sjálf, líkt og öll önnur fyrirtæki. Annars enda þau bara á hausnum eins og Leiftur og Leeds hérna um árið. Undantekningin frá þessu eru þessi lið sem eru notuð í einhverskonar sportwashing, og stuðningsmenn Liverpool, sérstaklega í Liverpool, hafa bara engan áhuga á að láta nota liðið sitt á þann hátt.

   Ef lið eyðir meiru en kemur í kassann, þá endar það einfaldlega illa, til lengri tíma. Um það eru fjölmörg dæmi í þessari deild þar sem lið eru með allt í skrúfunni í peningamálunum og lifa í raun bara á veltunni.

   4
 10. Mukesh Ambani að eignast klúbbinn Indverji sem èg verð að viðurkenna að èg veit ekkert um annað en að hann er 8 ríkasti maður heims þannig að hann á aur kallinn !.

  YNWA

  2
  • Mukesh Ambani ‘statement’ clarifies position on Liverpool and possible FSG sale
   Indian multi-billionaire Mukesh Ambani is not in the race to purchase Liverpool, according to reports in his home country.

   2
   • Við eigum örugglega eftir að sjá fullt af nöfnum á næstunni, til viðbótar við þau sem búið er að nefna. Slúðurblöðin eiga eftir að smjatta vel á þessu. Þumalputtareglan verður held ég alltaf, að það sé marklaust slúður, þangað til að viðræður eru beinlínis hafnar.

    Mér þykir þetta engin óskastaða fyrir klúbbinn, og þessi óvissa og slúðrið í kringum hana, hjálpar klúbbnum ekki neitt.

    Insjallah
    Carl Berg

    3
   • Gerði replay á ranga færslu sorry sjá replay hér ofar við ranga færslu.

    YNWA

 11. Bravó! Frábær greining!
  Var í svipuðum pælingum fyrir nokkru, en þá skoðaði ég meiðslalista félagana í fyrra. Liverpool var með áberandi verstu tölfræði hvað varðar fjarveru miðjumanna.

  Það segir sitt að á síðustu leiktíð var Milner EINI miðjumaður Liverpool sem var með færri daga frá vegna meiðsla en meðaltal miðjumanna Manchester City. Sem sagt: af 6 miðjumönnum liðsins voru 5 lengur frá en meðaltal ManC.
  Sérlega súrt með tillit til að það voru helst meiðsli eins miðjumanns hjá ManC sem hækkaði meðaltal þeirra. Þannig voru bara 2 af 7 hjá þeim sem voru yfir meðaldagafjölda, en 6 af 7 hjá okkur.

  Svo er það frekar súrt að það er eins og Ox sé búin að gefast upp. Hann er að fá mínútur og núna er sjensinn hans til að réttlæta árs framlengingu EÐA selja sig til annars liðs. Hann er t.d. sá sem væri líklegastur til að skora utan teigs. En það er lítið að koma út honum þegar hann fær tíma. Miðað við það sem hann hefur sýnt þá er hann annaðhvort að hætta eftir tímabilið eða endar í Kórdrengjum (við hlið Keita)

  2
 12. Takk fyrir góða greiningu.

  Smá taktísk viðbót.

  * Eftir að Wijnaldum fór spilaði Mane oft eins og 1.5 stöður þar sem hann var gríðarlega duglegur að loka vinstri hliðinni varnarlega. Þetta fríaði Fabino til að geta spilað kannski ca. 60:40 hægri:vinstri. Það munaði um það þar sem hann var því oft að hreinsa upp fyrir TAA og halda miðjunni þangað til að hann kom til baka. Bæði Diaz og Nunez vantar þarna í verkfærasettið það sem Mane hafði
  * 541 eða 5311 hefur verið að virka mjög vel á móti okkur. Við sjáum hæga dútlara á miðjunni sem hafa ekki orku til að pressa hátt og ekki hraða til að komast til baka. Það skiptir engu máli hvort að Milner geti hlaupið maraþon á innan við 3 klst ef hann getur ekki haldið í yngri menn í snerpu.
  * Það sem er mest pirrandi við þetta er að okkur vantar ekki 3x $60-75 milljóna leikmenn. Okkur vantar 4x $15-25 miljóna leikmenn sem eru ungir, þindarlausir, og hungraðir. Við erum svo einstaklega fyrirsjáanlegir á miðjunni að íslenska landsliðið gæti haldið jöfnu á móti okkur með smá gjólu í Laugardalnum

  3
 13. En þær skítafréttir af Jota! Kemur ekki aftur úr meiðslum fyrr en jan/feb…

  • Kemur satt að segja ekkert á óvart. Allt tal um að hann yrði tilbúinn strax eftir HM var einfaldlega einhver algjör bjartsýni miðað við eðli meiðslanna. Ég verð satt að segja bara feginn ef hann spilar eitthvað á tímabilinu.

   3
  • Hann er farinn að minna á Sturridge hérna í den..meiddur 75% af tímabilinu.
   Maður batt vonir við hann er en því miður búinn að sjá þetta núna of oft áður.
   Vonandi er Diaz ekki í sama pakka.

   4

3-1 Sigur á Southampton! (skýrsla uppfærð)

Gullkastið – Kærkomið frí