Gullkastið – Kærkomið frí

Óhætt að segja að þetta hefur verið vonbrigðatímabil hingað til og líklega bara áægætt að fá þetta fáránlega Sportwashing festival frí núna næstu 5-6 vikurnar. Það hefur hinsvegar verið nóg um að vera innan sem utan vallar í boltanum undanfarna daga. Sigurleikir í deild og deildarbikar, Eigendamál Liverpool, Hágrenjandi Ronaldo, Hörmuleg tölfræði miðjumanna Liverpool o.fl.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 404

3 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir góðan þátt og skemmtilegt spjall. Það var mér til ánægju að heyra ykkur spekingana vera sammála mér um frammistöðu varnarinnar í seinni hálfleik síðasta leiks. Ég fékk bágt á öðrum þræði fyrir að segja það hreint út að við hefðum getað tapað síðasta leik ef ekki hefði verið fyrir þrjár heimsklassa vörslur Alisson í leiknum. Það er svo aftur umræðuefni af hverju liðið drabbast svona niður í seinni hálfleik – leik eftir leik? Annars bara góður. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 2. Sælir aftur félagar

  Hvað spá varðar fyrir “heinstramótið” þá verða Brassarnir heimsmeistarar og Urugay kemur mest á óvart bara svo það sé sagt.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 3. Takk fyrir góðan þátt.
  Það sem ég tók helst eftir var að Maggi viðurkenndi að hann horfi á Everton spila, hvers vegna skyldi hann annars segja að það sé enginn munur á fotbolta á Höfn og í Liverpool?

Steingeld miðja Liverpool

Liverpool í Desember