Bikarúrslitaleikur U18 gegn Villa

Við höfum nú sjaldnast verið með sérstaka leikþræði fyrir U18 eða U23, en við gerum örlitla undantekningu þar á í þetta skiptið. Enda talsvert í húfi, bikarúrslitaleikur hvorki meira né minna.

Liðinu er stillt upp eins og í undanúrslitaleiknum:

Davies

Bradley – Quansah – Koumetio – Norris

Shephenson – Morton

Corness – Balagizi – Musialowski

Woltman

Bekkur: Jonas, Mrozek, Wilson, Chambers, Frauendorf, Mabaya, Bajcetic

Ég vona a.m.k. að ég sé ekki að klúðra uppstillingunni eitthvað svakalega, manni hefur sýnst Woltman gjarnan vera fremstur en Balagizi meira í holunni. Við sjáum líklega hvort þetta sé eitthvað mjög fjarri lagi á fyrstu mínútum.

Villa menn mæta með 5 leikmenn sem spiluðu bikarleikinn í janúar gegn aðalliðinu, svo þar eru guttar sem eru ekki alveg blautir á bak við eyrun.

Leikurinn er sýndur á BT Sport, og sjálfsagt hægt að ná að horfa á hann í beinni eftir einhverjum smá krókaleiðum.

2 Comments

  1. Villa komið í 2-0 eftir 12 mínútur, byrjar ekki vel hjá okkar mönnum.

  2. Okkar menn hefðu nú átt að minnka muninn í 2-1, en það var líka næstum því eina skiptið sem það hefur sést til Musialowski. Woltman afskaplega einn eitthvað uppi á topp.

    2

Liverpool 2-0 Crystal Palace

Gullkastið – Þetta er loksins búið!