Gullkastið – Þetta er loksins búið!

Gullkastið 10 ára í dag

Gullkastið er 10 ára í dag en fyrsti þáttur fór í loftið Istanbul daginn árið 2011. Til hamingu við sjálfir. Djöfull sem þetta hefur verið gaman og það var sannarlega létt yfir okkur í þætti vikunnar. Liverpool er komið í Meistaradeildina og náði m.a.s. 3.sæti. Uppgjör á tímabilinu á matseðlinum í dag, mikið djöfull er gott að þetta tímabil er búið og það næsta er ekki ónýtt eins og stefndi í lengi vel.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 336

27 Comments

 1. Ég held að það sé ágætt að hafa í huga að þrátt fyrir allt tal um að hversu illa Liverpool hefur staðið sig í vetur þá hefur liðið náð í jafnmörg stig síðustu þrjú tímabil og ofurlið Manchester City (markatalan að vísu miklu verri).

  Líka að ef maður klippir út þennan skelfilega fjórtán leikja kafla (frá West Brom til Fulham) þar sem Liverpool fékk bara 12 stig, þá var liðið með 2,375 stig í leik sem myndi gera 90+ stig yfir heilt tímabil.

  Það þýðir auðvitað ekki að Liverpool hefði átt að vinna titilinn en ég held að það sýni að þetta er ennþá frábært lið og ég hef fulla trú á að þeir rúlli upp deildinni næsta vetur þó að ekki verði verslað mikið, svo framarlega sem þeir verða ekki jafn fáranlega óheppnir með meiðsli og á þessu tímabili.

  Einnig mun það hjálpa að margir virðast halda að Liverpoolblaðran sé sprungin og verða ekki tilbúnir þegar Liverpoolhraðlestin keyrir yfir þá í haust.

  12
  • Þess vegna hefði það verið svo ofboðslega ósanngjarnt ef þetta tímabil hefði líka eyðilagt það næsta. Þetta lið er alveg á pari við Man City eins og þú bendir á bókstaflega m.v. undanfarin þrjú ár. Klopp er samt búinn að eyða 4-5 minna nettó í leikmenn síðan þeir tóku við liðunum. Pep tók btw við miklu betra liði í ofanálag.

   8
 2. Ég væri til í De Paul frá Udinese til að replacea Gini. Framsækin duglegur miðjumaður sem átti frábært tímabil á Ítalíu. Bissouma frá Brighton til að styrkja miðjusvæðið í stað Keita væru frábær skipti. Konate og Kabab viðbót í miðvarðastöðurnar og hafa 5 til taks í þeirri stöðu. Það væri ekki vitlaust að sækja hægri bakvörð í stað Neco sem ég væri til í að færi í útlán ásamt Rhys. Elliot og Minamino eru spurningarmerki. Elliot fyrir Shaqiri er örugglega ideal uppá launakostnað og fleirra. Origi út fyrir níu.

  Gini, Origi, Keita, Shaq, Adrian, Grujic, Wilson, Minamino út.
  Bissouma, De Paul, Kabab, Konate, RB og Striker inn.

  koma svo Klopp og Edwards.

  2
 3. Ég er ekkert svo viss um að Liverpool sé að fara að kaupa marga leikmenn, það gætu komið 2-3 en ekki mikið meira. Aftur á móti fara örugglega 5-6 frá okkur. Það virðist á hreinu að við ætlum ekki að kaupa Kabab og að Konate sé að koma inn í staðin.
  Svo þurfum við allavega einn miðjumann fyrir Gini, og einn í viðbót ef að Keita vill fara.

  2
  • Er Curtis Jones ekki tibúinn að taka við af Wijnaldum…finnst Curtis vera betri framávið en varnarlega er Wijnaldum betri…vonandi verður Keita gefinn einn séns í viðbót hefur eitthvað sem aðrir hafa ekki ef hann helst heill…

   2
 4. Með kaupum á Konate þá er hann væntanlega hugsaður að spila með Van Dijk, og Joe Gomez er þá væntanlega sem 3 kostur og backup fyrir Trent.
  Nema að hann muni breyta til og fara í vinsæla 3-5-2 kerfið með Robbo og Trent sem vængbakverðir með minni varnarskyldu.

  2
  • Konate er alls ekki kominn í sama gæðaflokk og Gomez/Matip ef maður miða við þessa nokkra leiki sem maður hefur séð með honum.
   Svo að Konate er meira hugsaður sem næsti maður inn og framtíðarmaður sem á að læra af Van Dijk og taka við keflinu þegar hann er hættur.

   2
 5. Sturluð staðreynd samt ! Það voru bara þrjú lið sem fengu á sig færri mörk en við í deildinni, City,Chelsea og Arsenal ! Pælið í því, ov samt spiluðum við á allavega 16 mismunandi miðvarðar uppstillingum. Hversu klikkað er það, utd fær á sig fleiri mörk !

  Áfram Villareal á morgun 😉

  4
 6. Have fengum við annars marga leikmenn tilbaka úr landsliðsverkefnum með covid ? Fáránlegt að halda þetta Copa America mót.

 7. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og spjallið, gaman að því. Hefði viljað og vil fá dýpra spjall um hverjir koma og hverjir fara. Mér sýnist á öllu að Keita, Saq og Origi séu örugglega að fara en Ox verði áfram. Mér finnst mikil eftirsjá í þeim hæfileikum sem Keita býr yfir en hann hefur sjaldan sýnt þá því miður. Jones og Elliot verða örugglega í hópi í sumar og á næstu leiktíð. Adrian fer næstum örugglega og Williams fer á lán. Hvað huldumannin Ben Davis varðar veit enginn en ég veit ekki með Ben Woodburn og Leighton Clarkson og fleiri sem eru í jaðri hópsins.

  Ég er sammála Magga með Grealish. Mér finnst hann áhugaverðasti miðjumaðurinn á Englandi í dag. Hann er 25 ára og er að komast á hátind ferils síns og á eftir allavega 5 ár í topp formi og getur komið inn á miðjuna og vintra megin í þriggja manna sókn. Gríðarlega skapandi og hættulegur leikmaður sem getur haldið heilu liði á floti (A. Villa).Konate er nánast örugglega að koma og svo þarf að selja Matip og fá mann sem er ef til vill ekki eins góður en er þó hægt að treysta á meira en 20% tímabilsins og þar er ég sammála Steina. Ég tel líka að það þurfi að kaupa þungavigtar sóknarmann sem eykur samkeppni fremst og getur komið með nýja vídd í sóknarleikinn.

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
  • Það verður nú að vera eitthvað um að spjalla í næstu þáttum. Það er ansi langt í næsta leik og talsvert rými fyrir dýpri umræður um leikmannahópinn og hugsanlegar viðbætur.

   11
 8. Ég hváði þegar Maggi sagðist sjá grænt þegar hann sér Tuchel, svo fattaði ég að okkur finnst auðvitað jákvætt þegar við sjáum rautt.
  Mér líst vel á þetta nýja máltæki hjá Magga.

  6
  • Réttast hefði auðvitað verið ef hann segðist hafa séð blátt.

   7
 9. Mikið er auðvelt að samgleðjast Alberto Moreno.
  En þórðargleðin er reyndar ennþá stærri ástæða fyrir gleðinni hjá mér.

  5
 10. Mikið gat ég skemmt mér yfir óförum Utd og De Gea. Í kvöld upplifði maður alvöru karma. Fyrir hverja einustu vítaspyrnu hjá þeim gulu gekk De Gea að þeim sem tók vítið og reyndi að taka þá á taugum. Sá eini sem fór svo á taugum á vítapunktinum var De Gea sjálfur. Algjörlega priceless!

  17
  • Hann er svo innilega ekki með þetta 😀
   Það er alveg yndislegt að vera hérna í Noregi og fylgjast með óförum OGS (only group stages) en vonandi fær hann 10 ára samning svo þetta ástand geti haldið áfram. Annars er best að einbeita sér að okkar mönnum en þetta var vissulega frábært 😀

   5
 11. Eigum við ekki að splæsa í einhvern bikar fyrir OSG svo hann verði ekki rekinn?

  4
 12. Veit það er silly season núna en verið að tala um að Youri Tielemans frá Leicester sé á lista hjá Liverpool hvað finnst mönnum um þennan leikmann væri hægt að tala um hann sem staðgengil fyrir Wijnaldum ?

  Það sem maður hefur séð af honum þá er hann góður leikmaður og á góðum aldri 24 ára.

  4
 13. Sælir félagar

  Já það var gaman að fylgjast með niðurgangi “Obosslega Getulítill Strákur” í gær. Vonandi verður hann á Trafford næstu tíu árin með þetta ofmetna lið sitt. Hvað Youri Tielemans varðar þá er ég ekki hrifinn af honum. Sést ekki heilu leikina, skorar einstaka grísmörk en leggur stundum upp færi. Stórlega ofmetinn leikmaður að mínu mati svona eins og Ross Barkley var á sínum tíma en flestir eru farnir að átta sig á hvað hann er takmarkaður leikmaður. Jack Grealish er minn leikmaður á Englandi en líklega erfitt að fá hann nema fyrir stórfé.

  Það er nú þannig

  YNWA

  2
  • Þú talaðir nú mikið fyrir lúxusleikmanninum Kai Havertz í fyrra sumar.

   Youri Tielemans er klassa leikmaður á besta aldri og yrði frábær viðbót við Liverpool hópinn.

   4
 14. Ég tók eftir einu í þættinum að við reynum stundum að bera saman meiðslin okkar við önnur lið. Málið er bara að Virgil er einstakur. Enginn Mcgurrí hjá manhjúg eða einhver annar leikmaður er hægt að líkja við hann. Enda erum við að tala um besta fótboltamanna veraldar. Hann er, eins og einn norski félaginn minn sagði, að hann er eins og önnur tegund. Vonandi fáum við hann aftur heilan og vonandi mun neverton aldrei ná neinum árangri með þessum slátrurum þarna innanborðs.

Bikarúrslitaleikur U18 gegn Villa

Ibrahima Konate til Liverpool (Staðfest)