Byrjunarliðin á Anfield gegn Ajax

 

Evrópustórveldið Ajax er mætt á Anfield í Meistaradeildinni í lykilleik um örlög beggja í D-riðli. Laskaðir og lúnir Liverpool-liðar eiga möguleika á að tryggja sér sigur í riðlinum en Ajax þurfa að vinna til að halda voninni á lífi.

Liðin liggja fyrir og það er strax stórfrétt í því formi að Alisson er hvíldur vegna vöðvavandræða og Caoimhen Kelleher fær byrjunarliðstreyjuna á undan mistækum Adrian. Matip mætir aftur í miðja vörnina eftir helgarfrí og fyrirliðinn Henderson byrjar loks eftir meiðslavesen:

Andstæðingarnir frá Amsterdam stilla sínu liði upp á eftirfarandi hátt:

Upphitunarlagið ber þess merki að þrátt fyrir að Rauði herinn sé meiðslahrjáður, örmagna og örþreyttur þá erum við enn á lífi!

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

25 Comments

  1. Vona að Alisson sé ekki alvarlega meiddur. Sjö, níu, þrettán…

    En samt spennandi að sjá Kvívin spreyta sig í markinu.

    1
  2. Haltir leiða halta, uff – Hvað verður eiginlega gert i Januarglugganum ?

    1
  3. Það er varla að maður þekki nöfnin á varamannabekknum en vonandi verður þetta til að breiddin aukist

    2
  4. Eitthvað slúður sagði Allison með covid veit ekki meira.

    En án djokser

    1
    • smávægileg meiðsli aftan í læri. Missir líklega af Wolves og Mydtjylland leiknum

  5. Afhverju stjórnar Ajax með 64% posession og tvöfalt fleiri sendingar…..? Á Anfield no less….

    1
  6. Við verðum að stjórna þessu leik, fá Rhys inná fyrir Jones og setja Fab á miðjuna með Gini og Hendó !

    2
  7. Mér sýnist Kelleher vera jafnvígur á báða fætur. Það er klárlega kostur fyrir markmann í nútímafótbolta.

    3
    • Þarf sóknarmaðurinn ekki að vera í „ótvíræðu marktækifæri”?

  8. Sæl öll
    Adrian hefur spilað sinn síðasta leik með aðalliði LIVERPOOL, eru þið ekki að grínast með Kelleher. Góður í fótunum og hentar í LIVERPOOL mikið betur en Adrian. Annað……ef Schuurs fæst fyrir 30M að þá taka hann í janúar. Hann stendur vel í Mané og það er erfitt verkefni. Ef meiðslasaga hans er minni en hjá Matip og Gomes þá bara taka hann strax….þetta er trukkur með hraða.

    2
    • Ég ætti líka mun auðveldara að höndla mistök frá Kellegher en Adrian.

      Vondum að Adrian sé búinn hjá LFC. Ég get amk ekki meir af honum.

      Schuurs lofar góðu

      1
  9. hryllingur að horfa uppá slúttin frá Firmino. Hvar værum við ef hann nýtti einhver af þessum dauðafærum?

  10. Kelleher frábær, æðislegt mark hjá Curtis Jones og hver bætti sig og bætti allan leikinn? Neco Williams!

    Þetta var kvöld ungu mannanna!

    4
  11. Frábær sigur og ótrúlega vel gert hjá Kelleher! Núna getum við stillt upp unglingaliðinu í Danmörku enda búnir að vinna riðilinn. Mjög vel gert og geggjað að sjá Klopparann hlaupa inn á og faðma írska strákinn. Ég vil miklu frekar nota hann upp á framtíðina að gera en að nota Adrian.

    4
  12. Frábær úrslit og enn betri á Ítalíu. Núna er hægt að fara í leikinn í Danmörku bara með sama lið og gegn Villa í desembermánuði í fyrra þegar adalliðid var í Katar. Eg myndi án djóks skilja eftir alla leikmenn sem eru í fyrstu 13-16 heima. Fá núna frí fram á sunnudag sem er meira en undanfarið og ekki væri verra að fá svo aðra viku þar á eftir fyrir þessa kalla sem spila mest. Trúi ekki öðru en að um miðjan des verði nokkrir komnir til baka úr meiðslum.

    Frábært að vinna ridilinn það skiptir oft máli með lakari andstæðing í 16 og það sem mestu skiptir líka með seinni leikinn á heimavelli 🙂

Gullkastið – Bullandi mótvindur

Liverpool 1-0 Ajax