Gullkastið – Bullandi mótvindur

Það er ekki margt sem dettur með Liverpool þessa dagana og ljóst að liðið er í smá krísu á toppi deildarinnar eins og Bill Shankly orðaði það einu sinni. Það hefur ekki fallið vafaatriði með Liverpool það sem af er tímabili og videodómgæslukerfið í heild sinni hefur undirstrikað það sem áður var haldið fram um enska dómara, þeir eru ekki nálægt þeim gæðum sem þeir halda að þeir séu. Kerfið eins og þeir nota það er handónýtt.

Rán í uppbótartíma gegn Brighton, hroðalegt tap gegn Atalanta og ennþá meiri meiðsli. Það eru ekki alltaf jólin en það er blessunarlega farið að styttast í þau.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 313

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

4 Comments

  1. Manni sýnist að það séu alltaf fleiri og fleiri að komast á þá skoðun að það eigi að breyta rangstöðuútfærslunni. Þ.e. að sleppa því að teikna línur, og láta augað ráða. Ef það sést ekki greinilega að sóknarmaðurinn sé rangstæður, þá fær hann að njóta vafans.

    Ég vona að þetta verði tekið upp hið fyrsta. Ekki það að við vitum að þetta virkar auðvitað ekki aftur í tímann (sem þýðir að markið sem Salah skoraði gegn Brighton og Hendo gegn Everton verða ekki dæmd gild eftirá), og við vitum líka fullvel að fyrsta markið sem verður dæmt gilt samkvæmt þeim reglum verður skorað GEGN Liverpool.

    Ég er samt á því að það þurfi að gera þessa breytingu.

    7
  2. Og Alisson er meiddur líka núna. Einmitt það sem við máttum ekki við!

  3. Það er mjög forvitnilegt að hlusta á þetta. Ég held að margir geri sér EKKi grein fyrir því hversu gallað VAR er á Englandi. Ég fæ á tilfinninguna að ákvarðanir séu teknar út frá því hverjir spila og það sé verið að reyna að stjórna aðstæðum. Eitt atvik til eða frá skiptir engu en núna er komið ákveðið mynstur í þetta. Dómarinn sem klúðraði Evertónsbullinu er settur aftur inn og á mói okkur. Það er sterk skítafýla af þessu.

    Auðvitað á ekki að hægja á myndinni. Það er alltaf hægt að finna eitthvað sem hægt er að dæma á og þessi rangstæðureglustika er stórkostlegt ævintýri. Svo slapp Mcguire með kung fu hálstak inn í teig í VAR-leik?!? Það er mjög vond lykt af þessu.

  4. VARðandi VAR. Mér finnst bara ekki skýrt hver ætlunin er að ná fram með þessari tækni. Er það að bæta leikinn? Ef svo, þá fyrir hverja? Er það fyrir leikmenn, dómara, áhorfendur eða einhverja aðra kannski? Eins og verið er að beita þessu í dag, þá má leiða líkur að því að leikurinn sé áhugaverðari fyrir dómarana og þá helst þá sem sitja í Stockley Park. Það er ábyggilega gaman fyrir dómara að leika sér með svona tækni og geta stoppað leikina til að mæla millimetra sem er eitthvað sem þeir hafa sannarlega ekki getað gert áður. En ég fæ ekki séð að aðrir séu að hagnast á þessu og svo sannarlega er skemmtanagildið farið mikið niður á við.
    Mér sýnist lika að markmiðið sé alls ekki að fókusa á “clear and obvious errors” sem mér fannst vera göfugt og gáfulegt markmið á sínum tíma. Þess í stað virðast þeir sem stýra verkefninu vera að reyna að útrýma öllum mögulegum (og ómögulegum) brotum úr leiknum. Stundum er farið að leita að brotum þar sem ekkert brot var að finna og nota svo tæknina til að búa nánast til brot. Þegar í eðlilegu leikflæði var augljóslega ekkert brot þá hefur í einvherjum tilfellum verið hægt að telja dómara trú um að um brot hafi verið að ræða þegar hægt er á mynd og hún jafnvel stöðvuð til að sýna fram á snertingu. Á þannig augnablikum verður snerting að höfuðsynd knattspyrnunnar og nánast undantekningarlaust dæmt brot. Vítið á Robbo er ágætis dæmi um þetta. Augljóslega ekkert brot í eðlilegu leikflæði og engin að kalla eftir neinu, nema kannski Wellbeck. Þegar atvikið er skoðað í slomo og myndin stoppuð þá má jú greina snertingu og eins og allir vita má alls ekki snerta menn í fótboltaleik. Ef að þessi snerting hefði ekki átt sér stað, þá hefði það breytt nákvæmnlega engu, Robbo hefði lúðrað boltanum af enn meiri festu og Wellbeck hefði dottið án þess að ná til boltans, eini munurinn er að Andy hefði náð betri snertingu við boltann. En það skiptir auðvitað engu máli þegar horft er á hæga endursýningu af takkaskó snerta annan takkaskó innan vítateigs, það er bara víti hjá VAR.
    Ef að tilgangurinn er að dæma á öll brot sem eiga sér stað í leiknum og gera fótboltann þannig að 100% villulausum leik, þá skulum við bara segja það og hætt að tala um eitthvað “clear and obvious” dæmi. Stoppa leikinn eftir allar hornspyrnur eða föst leikatriði yfir höfuð og grandskoða svo hvort það hafi ekki örugglega verið brot einhversstaðar. Jafnvel bara gera alltaf hlé þegar boltinn fer úr leik og fara yfir allt sem á undan hafði gerst og fullvissa um að ekkert brot, engin snerting eða neitt annað ólöglegt hafi átt sér stað. Þannig mætti gera starf dómarans mun skemmtilegra og jafnvel koma í veg fyrir eina einustu dómaravillu.
    Við sem höfum gaman af að horfa á fótbolta myndum þá finna okkur eitthvað annað að gera og skoða bara úrslitin daginn eftir.

Dregið í FA bikarnum

Byrjunarliðin á Anfield gegn Ajax