Opinn þráður – landsliðsþjálfari Englands

Helst langar manni bara til að fjalla um okkar landslið, þeir gera það að verkum nú orðið að meira að segja Steina finnst Interlull ekki alveg jafn leiðinlegt og áður. Þetta hlé kom reyndar á mjög góðum tíma fyrir Liverpool en var einnig rándýrt að því er virðist.

Markovic er sagður minna meiddur en óttast var í fyrstu en við vitum ekki hversu slæmt þetta var hjá Dejan Lovren, báðir fóru útaf í leikjum sinna liða um helgina.

Það er podcast á dagskrá í kvöld og því miður er ekki hægt að sleppa umræðu um vanhæfu Risaeðluna sem fær því verr og miður enn á ný að skipta sér af leikmönnum Liverpool. Hann hefur farið á kostum í vikunni, fyrst reyndi hann að skora stig með því að upplýsa pressuna um að Sterling hefði beðið um frí í leiknum gegn Eistum þar sem hann væri þreyttur. Hvað nákvæmlega hann ætlaði að græða á því að setja pressuna á þennan 19 ára leikmann og hans langmestu vonarstjörnu er vonlaust að skilja.

Því næst fór hann að efast um þjálfunaraðferðir Liverpool þegar kemur að Daniel Sturridge og segir hans meiðsli ekki vera að sér að kenna. Þetta (RITSKOÐAÐ af sjálfum mér) spilaði honum meiddum í 90.mínútur í fyrra til að sjá úr hverju hann væri gerður og fór svo gegn þjálfunaráætlun Liverpool núna og lét hann æfa á fullu gasi stuttu eftir leik. Daniel Sturridge hefur fjórum sinnum komið meiddur heim á skömmum tíma eftir að Hodgson hefur komist í tæri við hann og hann er samt nógu heimskur til að halda að vandamálið sem hjá Liverpool frekar en Englandi.

Förum betur yfir þetta í kvöld en hér eru tvær fínar greinar
Þessi er frá hjá Liverpool Echo.
Þessi er svo frá Paul Tomkins og er algjörlega frábær, spot on.
Tímalínan hjá King @raymondverheije er líka mjög hressandi hvað þetta málefni varðar.

Mikið vona ég að Brendan Rodgers pakki honum fullkomlega saman á næsta blaðamannafundi.

Þessi þráður er annars opinn

20 Comments

 1. Ég persónulega held að Sterling hafi bæði verið að hugsa um sjálfan sig og liðsheildina.
  Í fyrsta lagi hefur hann fundið að hann þyrfti á hvíld að halda. Og í öðru lagi lítur hann greinilega ekki það stórt á sig að hann telji þreyttan sig vera ómissandi í liðinu á kostnað einhvers annars leikmanns.

  Ég þoldi ekki Roy sem þjálfara Liverpool. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera biturleikinn í Svíþjóðarmeistaranum frá sjötíu og eitthvað yfir því að hafa verið látinn fara frá félaginu.

 2. Það að þessi maður hafi verið ráðinn landsliðsjálfari enska landsliðsins segir allt um enska knattspyrnusambandið og vanhæfni þeirra á öllum sviðum. Þessi maður er sér kapitúli í þessari kómedíu sem hefur staðið yfir undanfarna áratugi.

 3. Held ég hafi ekki misst af podcasti til þessa, en mun sleppa því að hlusta í kvöld. Bið að heilsa landsliðsþjálfara Englands. Góða skemmtun.

 4. Hef orðið var við að menn séu bölvandi landsleikjahléum í hvívetna. Getur það verið að það séu sömu menn og fögnuðu sigri Íslands í gær?
  Auðvitað vilja landsliðin nota sína bestu menn. Ég væri a.m.k. mjög leiður ef Gylfi, Kolbeinn og fleiri myndu ekki gefa kost á sér í landsliðið. Það er einfaldlega stórkostlegt að horfa á landsliðið okkar og vonandi verður það áfram þannig um ókomna tíð.

  Skulum hætta að bölva þegar þessi hlé koma – menn meiðast þar alveg eins og í deildarleikjum.

 5. Reyndar fynnst mér allveg stórfurðulegt hvernig Hodgson hegðar sér og hvað kemur út úr kjaftinum á honum. Fyrir það fyrsta Þá er einu alvarlegu meiðslin sem ég hef séð gerast hjá sjálfum klúbbnum þegar Lallana meiddist í sumar. í Fyrra keyrðum við á litlum hóp og náðum öðru sæti, Hvað hefði gerst ef Hodgson hefði ekki komist í Sturridge? í síðasta landsleikjahléi misstum við Sturridge – Can – Allen í meiðsli… þetta hlé koma Lovren – Markovic meiddir á millitíðinn meiddist engin hjá Liverpool Nema kannski Sakho? (agabann?) Fyrir mér er greinilega verið að gera rétt í Recovery deildinni og hámarka árangur leikmanna og fá sem mest út úr þeim. Við höfum verið Brenndir í gegnum tíðinna með meiðsli í gegnum sögunna. Muniði þegar Gerrard tók meiðslatímabilin 2? Gott ef sjálfur Hogdson hafi ekki verið með puttanna á liðinnu sama tíma.

  Svo er reyndar mesta heimska sem ég hef lesið í lengri tíma að varpa bombu á Sterling fyrir að hafa tilkynnt sig þreyttan. Enska pressan enski múgurinn ræðst á Sterling og ekki lítið. Nei í staðinn fyrir að tilkynna að hann valdi besta liðið til að spila þennan leik og hafði hugsað að koma Sterling inn á þegar hitt liðið væri þreytt,.,, Nei þá gerir hann Leikmanninum versta grikk með því að koma honum í sviðsljósið og gefa lúmskt á kjaftin á Sterling.. hann er þreyttur. hann nennir ekki að spila fyrir þjóð sína og bla bla bla ,,,,, Að þessi maður skuli hafa náð að komast í þetta sæti með þennan miðlungsárangur allt sitt líf

 6. Varðandi Podcast þá er Hodgson auðvitað sem allra minnst á dagskrá, þarf lítið að ræða hann þannig séð meira. KAR stýrir þessu þó í kvöld og hans óþol á RH er jafn mikið og mitt.

  Nr. 4 Caravel

  Lars og Heimir eru að því er ég best veit í góðu sambandi við félagslið leikmanna Íslands, spila þeim ekki meiddum í æfingaleikjum til að sjá hvað þeir eru harðir og fara ekki gegn áætlunum félagsliða sinna leikmanna. Því síður eru þeir ítrekað að skjóta á félagsliðin sem borga þessum mönnum launin og draga þeirra aðferðir í efa.

  Hodgson er sérstakt tilvik, a.m.k. hvað samskipti við Liverpool varðar. Ef að allir landsliðsþjálfarar væru eins í samskiptum sínum og meðhöndlun leikmanna og Hodgson hefur verið þá færi þetta einmitt að gerast mun oftar, félagslið myndu neita að senda sína leikmenn í verkefni með landsliðinu eða gera allt sem þau geta til að koma þeim undan þessum verkefnum, það hefur reyndar lengi verið við líði.

 7. Fjandinn hafi það að við förum að ræða Hodgson í heilan þátt. Það verður kannski eitthvað minnst á þetta en með öðrum formerkjum en bara að blóta Hodgson. (Ég hef ákveðinn flöt á þessu sem ég ræði við strákana í kvöld.)

  Nenni þessum manni annars alls ekki lengur.

 8. Það eru vissulega nýjir Roy punktar sem réttlæta smá rant. Ég er þó til í að hlusta verði sú umræða stutt og hnitmiðuð.

 9. Sjáum T.d Gylfa okkar. Ef hann hefði sagt við Lars að hann treysti sér ekki til þess að spila vegna þess að hann væri þreyttur þá er ég nokkuð viss um að Lars hefði tekið tillit til þess. Enda hagur allra að ganga ekki að leikmönnum endanlega lemstruðum.

 10. Sérkennilegt hvað Roy Hodgson minnir mig á söngkonuna Florence Foster Jenkins. Florence þessi var algjörlega laus við hæfileika til söngs án þess að gera sér grein fyrir því sjálf. Hún gaf út eina plötu sem hún kallaði “The glory of the human voice”. Þessi plata fékk hins vegar fljótlega gælunafnið “The murder of the high C” meðal tónlistaráhugamanna.

  Hodgson hefur á skömmum tíma framkallað marga hlátra meðal sérfræðinga líkt og Florence kerlingin forðum. Hann skilur ekki nútímalega aðferðir til líkamlegrar þjálfunar íþróttamanna sumum til undrunar en öðrum, eins og Brendan Rodgers og öðrum stjórum með menn í enska landsliðinu, til skelfingar. Hann virðist vita jafnvel enn minna um sálrænan þátt þjálfunar eða getur einhver nefnt mér þjálfara, hvað þá landsliðsþjálfara, sem nánast í sömu andrá gerir lítið úr fyrirliðanum sínum og espar upp ensku fjölmiðlana til að hjóla í 19 ára strák og helstu vonarstjörnu landsliðsins fyrir að gera það eina rétta í stöðunni? Þetta er svo barnalegt að engu tali tekur. Ekki einu sinni Gaua Þórðar dytti annað eins í hug.

  Hodgson er einhvern veginn manngerð sem maður nær ekki utanum. Á vissan hátt vorkennir maður honum fyrir að vera svona vonlaus en í næstu andrá man maður að þetta er gaur sem er meðal ríkustu stjóra á Englandi. Hodgson fær 3,5m punda (næstum 700 m ISK) á ári fyrir að þjálfa landsliðiðið.

  Hlakka til podkastsins en vona að menn tapi sér ekki í langri umræðu um Hodgson garminn. He’s ain’t worth the space!

 11. Englendingar eru búnir að gefa það út að næsti þjálfari verði hugsanlega útlendingur…..held að það sé óvitlaus hugmynd þegar valið stendur á milli Hodgson og Redknapp ( Big Sam er víst brjálaður að hafa ekki verið inn í myndinni )

 12. Risa like á podkast í kvöld …….Mun aldrei missa af podkasti .. veit sem er að menn munu aldrei ræða hodgeson heilan þátt hehehe :)….það er á hreinu

 13. Er að spá í að hafa challenge í kvöld. Bannað að nefna Hodgson á nafn og bjór á línuna fyrir þann sem klikkar. Gef þessu minna en korter og er 100% á að KAR klúðrar þessu.

 14. Mér finnst að BR ætti að reyna að fá Martin Ödegaard… eða reyna að tryggja sér að forkaupsrétt á honum í framtíðinni… Það sem maður hefur séð af þessum strák þá hefur hann gríðarlega mikla hæfileika og ég verð að segja að eftir að ég sá að hann er gallharður LFC aðdáandi þá hef ég haldið með honum.. Bara til að setja eitthvað smá svona off topic og eitthvað sem er ekki um risaeðluna Wroy Hodgson

 15. Afhverju dregur Brendan Rodgers ekki alla Leikmenn Liverpool úr Landsliðsverkefnum Englands á meðan þessi Risaeðla situr við Stjórnartaumana?

  Ég veit að ef að Sturridge, Sterling, Hendo og Co. Myndu draga sig sjálfir út þá yrðu þeir gjörsamlega afhausaðir af Þröngsýnum Stuðningsmönnum Englands og Ensku Pressunni sjálfri.. Þá væri gott ef Rodgers gæti bara yfirlýst að Hann hafi skipað Leikmönnum að taka ekki þátt í Verkefnum Englands á meðan Woy væri þarna.

 16. lokaorð KAR og Magga í podcasti#66 eru gull. Er ást þeirra á Þórsliðinu ennþá til staðar 🙂

Ferðasaga – Hópferð Kop.is á Liverpool – W.B.A.

Kop.is Podcast #70