Byrjunarliðið gegn Swansea

Rodgers er búinn að ákveða hverjir byrja á Liberty Stadium í kvöld.

Liðið er eftirfarandi:

Mignolet

Wisdom – Skrtel – Sakho- Enrique

Gerrard – Lucas
Henderson – Coutinho – Moses

Sturridge

Bekkur: Jones, Toure, Alberto, Aspas, Sterling, Ibe, Kelly.

Kemur kannski á óvart að sjá Sakho bara strax í liðinu og Kolo á bekknum, en það er ljóst að Frakkinn hefur náð að gleðja menn á æfingum.

Agger ekki í hóp, sem hlýtur að vera út af meiðslum. Moses byrjar og á kostnað Aspas.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

116 Comments

  1. Staðfest breyting rétt fyrir leik að Agger dettur úr hóp og Sakho fer þá beint í byrjunarliðið…alvöru.

  2. Líst vel á þetta lið. Eigum að taka Swansea þessu liði.
    Vona að Aggerinn sé ekki mikið meiddur.

  3. Mjög áhugavert….get ekki beðið eftir að sjá Sakho og Moses. Klárlega meira spennandi byrjunarlið en mætti á liberty stadium í fyrra 🙂

  4. Vá hvað að flott að geta kallað inn á mann eins og Sakho þegar að Aggerinn dettur óvænt út.
    Verður spennandi að fylgjast með Moses og Sakho í dag og vonandi koma þeirr inní þetta af fullum krafti.

  5. Grunaði svo sem að Moses ætti góðan sjéns að byrja inná, en ekki Sakho, samt ekkert að því, vonandi á hann eftir að eiga góðan fyrsta leik með Liverpool. Byrjunarlið Swansea er líka alveg ágætt, þeir eru með fínt lið, en við erum með betra lið. Vonandi er hugarfarið rétt og hungrið og að fjórði sigurleikurinn verði staðreynd eftir þessa viðureign.

    Hlakka til að sjá nýju leikmennina spila 🙂

  6. Ég er smá smeykur. Þetta er í rauninni finnst mér fyrsti leikur tímabilsins þar sem hafsentarnir þurfa að kljást við tvo mjög sterka sóknarmenn en ekki bara einn. Það var nóg að stoppa Benteke til að lama sóknarleik Aston Villa og hver átti að stíga upp hjá United fyrst Van Persie átti ekki góðan leik og Rooney ekki með, Cleverley? Ég man ekki einu sinni hver var frammi í Stoke leiknum. Í dag verður hinn nautsterki Bony frammi en auk þess þarf að hafa gætur á Michu sem oft er óútreiknanlegur.
    Þar á ofan eru Swansea svo þekktir fyrir öflugt kantspil og Johnson meiddur. Í mínum huga verður því Lucas í algjöru lykilhlutverki í dag.

  7. VÁ… fullorðins að henda Sakho beint í liðið. voru þetta meiðsli á síðustu metrunum hjá Agger, vita menn það?

  8. 2-2 í kvöld í hörkuskemmtilegum leik. Vörnin verður óhjákvæmilega ósamstillt.

  9. Já Agger fékk eitthvað smá högg á æfingu í gær, ætlaði að reyna að spila en var ekki 100% og því gott að vera með skrímslið í liðinu.

    Þetta Swansea lið er mjög sterkt og átti Tottenham í vandræðum með að vinna þá á sínum heimavelli.
    Ég er mjög stressaður fyrir þessum leik og verð ég að segja að ég hef ekki mikla trú á Wisdom en ég vona að hann standi sig.
    Virkilega ánægður með að Rodgers lætur Moses strax inn í liðið eftir að Aspas hefur átt tvo slappa leiki í röð( hef samt trú á stráknum).
    Spái 0-0 í hörkuleik

  10. Þessi verður erfiður og mjög spennandi að sjá nýju mennina. Mjög gott að Canas byrjar ekki, hann hefur virkað á mig sem góður varnartengiliður og Shelvey er nú ekki sá besti í að verjast, vona að þetta skili Cautinho meira frelsi og þremur stigum

    YNWA

  11. Mjög smeykur við það að breyta vörn svona mikið milli leikja. Wisdom var nógu mikið stress en Sakho talar ekki einu sinni sama tungumál og aðrir í liðinu í dag.

    Á móti er rosalega gott að eiga svona breidd núna í þessa stöðu. Báðir miðverðirnir sem byrjuðu tímabilið hjá okkur eru núna meiddir eða tæpir.

    Bjóst annars við að Aspas héldi sæti sínu í liðinu frekar en Moses en það verður óneitanlega spennandi að sjá hvaða áhrif hann hefur á sóknarleikinn.

  12. “No one wants to grow up to be a Gary Neville” – Carra

    Djöfull elska ég Carragher.

  13. Carra með comment kvöldins á Sky.
    Fullback er annað hvort failed winger eða failed center back, með Gary Neville við hliðina á sér. Snillingur.

  14. Hlakka mikið til að sjá Sakho, vonandi ná þeir þokkalega saman þarna aftast…

  15. Okkar menn bara að slátar þessu !
    Segji bara ef united vinnur þarna 1-4, hvernig erum við að fara að vinna ?
    Þetta er besta lið englands !

  16. Ég er greinilega að fara að græða vel á að vera með Shelvey í fantasy. Strax kominn með mark OG assist!

  17. “So in four minutes, we’ve seen why Liverpool bought Shelvey, and why they sold him”

  18. Henderson er skrímsli! Segi það og skrifa, framtíðar fyrirliði Liverpool.

  19. siggi #29: acestream://d293c82146aa6c2904e45ff305ae0f38dc5b329d

    Og vá, Djöfull var þetta vel gert hjá Moses, að sleppa við hornfánann og þessi kross!

  20. Úff, við erum að skíta á okkur núna. Náum vonandi að halda jöfnu fram að hálfleik.

  21. Gulli (34): Shelvey er búinn að sýna þér tvisvar í dag af hverju hann var seldur. Glórulausar sendingar hjá manninum.

  22. Glæsilegt hjá Moses, Shelvey að sýna af hverju hann var ekki nógu góður fyrir Liverpool.

  23. ekkert smá fjörugur leikur. Verð líka að hrósa dómaranum, hann lætur þetta fljóta ansi vel.

  24. 41

    Hann er 21 árs og er allt í öllu hjá Swansea og Liverpool.

    Toppaðu það.

  25. Chelsea er prýðilegur feeder klúbbur, það er búið að sýna sig! 🙂

  26. Mikið finnst mér hann Wisdom vera shaky í þessum leikjum sem hann hefur spilað fyrir Liverpool. Annars sér maður vel hvað vörnin er ósamstill í þessum leik.

  27. Sakho er ekki að heilla svona á þessum fyrstu mínútum. Búinn að selja sig 3 sinnum og gefið Swansea færi í kjölfarið.

  28. Shelvey var hjá okkur og lofaði góðu og gerði sumt gott.. til dæmis að rífa kjaft við Gamla rauðnef…. og fyrir það verður hans minnst… en ég hálf vorkenni manninum í fyrri hálfleik…. að vera svona óheppinn að koma með sendingar á fyrrum félaga sína sem verða að mörkum…. ekki gott að vera nýkominn til liðs og ætla að spila sig í liðið með þessar svakalegu afdrifaríku sendingar…

  29. Þessi Jonjo Shelvey er betri fyrr Liverpool en þegar hann fékk launin sín þaðan

  30. Nú er bara að eiga sterkan seinni hálfleik…sem á leiktíðinni hingað til hefur verið okkar helsti akkilesarhæll

  31. Skrtel er svakalegur í dag. Hann er með stríðssár eftir þennan fyrri hálfleik. Sakho á eftir að koma til en það var viðbúið að menn væru ósamstíga í vörninni. Sóknarleikurinn er frábær og flott innstimplun hjá Moses. Shelvey er greinilega óstyrkur að spila gegn sínum gömlu félögum og er vanur að finna rauða treyju til að gefa á.

  32. Verð að segja að varnarleikur liðsins lítur virkilega illa út. Þeir eru að fá mikið pláss fyrir framan vörnina þar sem 18 milljónpunda kallinn og Skrtel bakka frá sínum leikmanni.

    18 milljón punda kallinn að selja sig trekk í trekk og Swansea gera eina rétta og einangra á móti Wisdom( sem verður að fá meiri hjálp).

    Moses að stimpla sig vel inn í liðið en liðið verður að spila miklu betur ef þeir ætla sér að fá eitthvað út úr þessum leik. Minolet og Skrtel eru búnir að koma í veg fyrir að við séum búinn að fá á okkur jöfnunarmark(spurning um að Toure komi inná í hálfleik).

  33. Alveg rólegir. Leikurinn er ekki búinn! 🙂

    Einhver með djúsí sopcast link ?
    eða eitthvað þar sem maður þarf ekki að installa einhverju drasli.

  34. Sæl öll.

    Haldið þið að Mourhino sé að senda Brendan SMS sem hljóðar eitthvað á þessa leið.” Dude I want them back…both of them now. Love Jose…?

    Bíð spennt eftir seinni hálfleik en ætla að leggja til að í framtíðinni byrjum við á seinni hálfleiknum þar sem hann er alltaf erfiðari en sá fyrri.

    Þangað til næst YNWA

  35. Þetta er besti leikur Jonjo fyrir Liverpool frá upphafi 🙂 Sakho flottur og Moses með þvílíkt mark. 2-1 í hálfleik ekki slæmt!

  36. Góður og skemmtilegur leikur.

    Það neikvæða: Sakho virkar pínu stressaður/æstur og vantar reynslu að spila í þessari deild en er að gera margt gott. Mignolet þéttur í markinu en það vantar talsvert uppá að hann dreifi boltanum út frá marki. Wisdom þarf að bæta ýmislegt í sínum leik. Coutinho ekki alveg 100% en… svo gæti þessi snilldar sending komið.

    Það jákvæða: Moses er virkilega góður leikmaður og flott að fá leikmann sem kann á þessa deild. Markið hans frábært og hún skal ekki vanmetin hjálpin sem hann fékki í því marki – fimm leikmenn hlaupa að markinu að bjóða sig og splundra þannig vörn Swansea sem gerir það að verkum að Moses fær tiltölulega frítt skot sem hann afgreiðir vel. Surridge eru að verða kaup aldarinnar. Fjögur mörk í fjórum leikjum, er það ekki bara langleiðina að verða met hjá klúbbnum? Lucas, Henderson og Gerrard eru flottir í þessum leik.

  37. Skrtel maður fyrri hálfleiksins að mínu mati.

    Snillingur þessi Victor – er þetta ekki örugglega maðurinn hennar Leoncie?

  38. Kristján Moses #60,

    Acestream er í fínu lagi, byggt á VLC með modified bittorrent bakenda. Laust við alla óværu og margir bestu straumarnir nota það. 🙂

  39. Búið að breyta þremur af fjórum varnarmönnum frá því í fyrsta leik, einn af þeim búinn að vera hjá klúbbnum í rúmar tvær vikur, eitt stykki Wisdom og svo hálfdjúpfrystur Squirtle. ef þeir fá ekki á sig fleiri mörk í þessum leik er það nánast á við kraftaverk.

  40. Miðað við hvernig shelvey er að spila fyrir liverpool þá hlakkar mig til að mæta West ham

  41. Mér finnst nú Sakho bara lýta illa út í báðum mörkunum sem við erum búnir að fá á okkur…

  42. Menn þurfa nú að seilast ansi langt til þess að kenna Sakho um mark númer 2. Auðvitað stígur hann upp með strækernum, varla á hann að leyfa Bony að snúa þarna og keyra á vörnina.

  43. liðið er í eitthverjum spilavandræðum þarna fremmst þessa stundina menn verða að rífa sig upp…

  44. Ef einhver er búinn að vera slakur í dag í vörninni þá er það wisdom hef áhyggjur af hægri bakvarðar stöðunni ef Johnson er meiddur.

  45. Voðalega kemur þetta ekki á óvart Liverpool… Eftir því sem fleiri mínutur líða af leiknum því meira einstefna verður þetta alltaf hjá andstæðingnum… Swansea er bara líklegari til að taka öll stiginn enn að Liverpool haldi jöfnu…

  46. Það er erfitt að benda eingöngu á vörnina. Miðjan hefur algjörlega horfið í seinni hálfleik. Það fer allt í gegnum hana og við höldum engum bolta.Lítil pressa og miðjan fallin alltof aftarlega, veit ekki á gott.

  47. við skulum samt hafa það í huga að Swansea er með gott lið og á heimavelli.
    jafntefli eru ekkert ömurleg úrslit.

  48. Það er eins og það séu helmingi fleirri Swansea menn inná vellinum en Liverpool menn.

  49. hmm, svona hafa allir okkar leikir á þessu tímabili. Í hinum þremur vorum við heppnir að fá ekki á mörk

  50. komment #26 er frábært, spurning um að taka ekki liverpool steríótýpuna alla leið vinur, aðeins að fara fram úr sér, það eru ekki einu sinni búnar 5 umferðir í deildinni.

  51. Við áttum fyrri hálfleikinn

    Swansea þann seinni.

    Maður leiksins án nokkurs vafa Shelvey.

    Áttum aldrei að láta hann fara!

    Moses og Sturridge eru með þetta!

  52. 94: Sammála. Gerrard reyndi allt of margar Hollywood sendingar. Það var eins og við hefðum ekki úthaldið í að spila hávörnina okkar nema í 50 mínútur, svo voru menn bara sprungnir.

    Engu að síður. Gott að fá þetta stig á útivelli. Swansea hafa verið bananahýði fyrir ansi mörg lið síðustu tvö tímabil.

    WE ARE TOP OF THE LEAGUE, SAY WE ARE TOP OF THE LEAGUE!!

  53. Niðurstaða:

    Vörnin – eitt orð léleg, en mun verða betri vona ég!

    Miðja – ágæt inná milli en stundum svoldið týnd!

    Sókn – Það á að nægja að skora 2 mörk en hins vegar týndir undir restina!

  54. Þetta var algjörlega hræðilega spilamennska. Swansea leit út eins og Barcelona á vellinum og Liverpool gat ekki haldið knettinum í 10 sekúndur. 1 stig miklu meira en það sem hægt væri að biðja um eftir þessa frammistöðu. Hvað er málið með Liverpool og bakka niðrí vítateig í öllum 4 leikjum “vetrarins”?

  55. Ég er alveg á því núna að Brendan sé að segja eitthvað rugl í hálf leik … alltaf sama sagan í seinni

  56. Af hverju efum við að spila svona vel alla fyrri hálfleika og illa þá seinni. það þarf að laga þetta ef ekki á illa að fara.

    við vorum heppnir að ná stigi hér, og á móti stoke hefðum við átta að tapa tveim likt og á móti Villa. einu stigin sem við höfum fengið sem við egum skilið er þau á móti Schum utd.

  57. Munaði um Coutinho í seinni en mikið hlakka ég til að fá GJ til baka , eigum svo Agger og LS inni já og Cissokho. En mikið var gaman að sjá þá spila í fyrri en seinni úfff það gengur bara ekki að spila vel í 50 mín …

  58. Við skulum ekki detta í leiðinlegapakkan.
    jafntefli gegn þessu vel spilandi liði á útivelli.

    við eigum en Suarez inni, ég er viss um að hann hefði getað haldið boltanum innan liðsins.
    mér fannst miðjan hrynja svolitið eftir að countinho fór af velli.
    Menn duttu svolítið í þessar kick and hope sendingar þegar leið á.

    Annars er þetta enginn dauði upp á framhaldið.

  59. Er ég einn að finnast þessi útspörk minna á kick and run sem Carra stundaði á tímabilli með okkur boltinn fram en endar mjög sjaldan hjá okkar mönnum…en hvað um það stig og við á toppinn getum ekki kvartað yfir því 😀

  60. Sú staðreynd að þetta endaði sem jafntefli fer minnst í taugarnar á mér varðandi þennan leik. Það sem fer rosalega í mig hjá Liverpool er sú staðreynd að liðið virðist ekki nenn/hafa þol í nema fyrri hálfleik. Liverpool er búið með 4 leiki á þessu tímabili en liðið bara spilað 4 fyrri hálfleiki og svo bara verið á afturhælunum í nauðavörn í seinni hálfleik.

    Hver leikur er 90 mínútur og ég heimta það að hver sá maður sem klæðist treyju Liverpool gefi sig allann í verkefnið og hætti þessum áhugalausu seinni hálfleikjum. Vill ekki sjá leikmenn sem eru nýlega komnir inná bara á jogginu, þeir eiga að vera eins og hungruð ljón og berjast um alla bolta.

  61. mér fannst botnin detta úr þessu er Coutinho fór af velli rétt að vona að hann sé ekki frá, gátum ekki blautan í seinn og heppnir að halda jöfnu, við verðum að klára leikina passa að detta ekki svona aftur.

  62. Fr´bær fyrri hálfleikur, gott flæði og Coutinhio var driffjöðurinn í þessu öllu að mínu mati. Moses var fínn fyrstu 50 min en efti það var hann kominn á framdrifið, Sturridge var líka fínní fyrri en sá seinni var ekki hans besti.
    Verð að segja að mér finnst markmaður sem er ok þá vera langt á eftir Reina með útspörk, þau eru nánast öll þannig að hrein tilviljun ræður hver þau enda.
    Einnig hef ég ákveðnar efasemdir með Aspas sem mér fannst ekki komast í takt við leikinn sem og Sterling. Kolo Toure var líka ekki alveg að smella.
    Fannst Sko koma til Skretel var fínn Gerrard …hmm Henderson fínn í fyrri var ekki alveg eins í seinni.
    Lucas var ok en mér finnst hann ekki alveg vera meika það eftir meiðsli en vonandi er það að koma.
    Felli tár yfir því að sjá Chr Ericsen brillera hjá Tottenham. sniff sniff…

  63. nr. 110 Kalla það ekki væl að gagnrýna liðið fyrir ömurlegann seinnihálfleik enn eina ferðina. Ef að menn ætla ná árangri þar að gera betur en þetta þó svo að séum á toppnum.

Swansea úti – Interlull á enda.

Swansea 2 – Liverpool 2