Swansea úti – Interlull á enda.

Þegar það er komin upphitun fyrir upphitun á venjulegum deildarleik er ljóst að mönnum er farið að leiðast og kannski bara tími á upphitun. Það eru þrír dagar í leik samt og því ætla ég aðeins að skoða meira en næsta leik. Victor Moses er kynntur aðeins betur til sögunnar en við höfum áður gert síðan hann kom en saga hans er öllu áhugaverðari en maður gerði sér grein fyrir.

Þetta “Interlull” var reyndar eitt það skemmtilegasta sem ég man eftir og kom á ágætum tíma fyrir hópinn okkar (t.d. Allen, Toure, Sturridge, Cissokho, Johnson, Kewell). Liverpool vann Man Utd í síðasta leik og var það þriðji sigurleikurinn í röð á þessu tímabili. Liðið hefur verið á toppnum í tvær vikur ef það hefur ekki komið fram áður og síðan liðið spilaði síðast er búið að versla inn þrjá nýja leikmenn. Meira að segja íslenska landsliðið var að spila glimmrandi vel.

Ekkert af þessu breytir því þó að ég hef nánast talið niður í mínútum þar til þetta hlé endar. Ég gafst næstum því upp þegar ég frétti að þetta væri mánudagleikur.

Liverpool

Staðan í deildinni hefur verið skemmtileg undanfarið en ef við erum sanngjörn eru auðvitað bara þrír leikir búnir og enginn þeirra verið gegn sérstaklega erfiðum andstæðingum (3,2,1…).

Swansea úti er auðvitað fyrsta alvöru prófið á lið Brendan Rodgers á þessu tímabili. Við erum klárlega ekki að fara vinna fjórða deildarleikinn í röð, sjötta ef við teljum síðasta tímabil með líka? Er það nokkuð? Síðast þegar Liverpool vann fjóra fyrstu leiki tímabilsins var tímabilið 90/91 (og liðið vann þá átta leiki í röð).

Eftir að Rodgers tók við hefur það ekki verið neitt rosalega flókið að spá fyrir um byrjunarliðið, bæði vegna þess að hann virðist vera frekar íhaldssamur og eins vegna þess að hann hefur ekki haft nógu breiðan hóp. Hann talaði mikið um þetta á síðasta tímabili sem og í sumar og endaði gluggann á því að stórbæta einmitt breiddina í hópnum. Liðið velur sig enganvegin sjálft lengur og það er mikil samkeppni um nokkrar stöður (ekki allar) sem er einmitt það sem Rodgers fór fram á.

Mignolet er kannski ekki að sligast undan samkeppni en hann er nýr, hjá stærra liði en hann hefur áður verið og ólmur í að sanna sig. Sama var hægt að segja um Reina þegar hann kom til Liverpool en ekki síðustu ár. Eðlilega ef tekið er mið af því sem gekk á hjá félaginu. Þessi skipti hafa nú þegar skilað Liverpool stigum, eitthvað sem var ekki að gerast nægjanlega oft sl. ár.

Jose Enrique er allt í einu kominn með gríðarlega samkeppni um sína stöðu í liðinu sem er frábært. Bæði þar sem hann á það til að meiðast og eins þar sem hann þarf nauðsynlega á samkeppni að halda. Hann hefur spilað vel undanfarið og ætti ekkert að vera á leið úr liðinu, en missi hann hausinn aftur eru Cissokho og Sakho meira en klárir í að taka af honum stöðuna.

Stuðningsmenn Liverpool hafa haft áhyggjur af því í mörg ár að Jamie Carragher leggji skóna á hilluna, bæði hvað varðar mikilvægi innan valllar sem og utanvallar. Fyrr má nú aldeilis leggja áherslu á að fylla hans skarð. Samkeppni um stöðurnar tvær í miðverðinum hefur líklega aldrei verið harðari hjá Liverpool og það eru fá lið í heiminum sem eiga jafn gott úrval miðvarða.

Það er vonlaust að segja til um hver sé fyrsti kostur af Toure/Skrtel eða Agger/Sakho. Allir hafa spilað frábærlega undanfarið fyrir utan Sakho sem er á móti dýrasti varnarmaður í sögu félagsins. Fyrir utan þetta úrval eigum við Martin Kelly og Andre Wisdom sem báðir hafa spilað miðvörð upp unglingalið bæði Liverpool og Englands sem og Thiago Ilori sem er miðvörður U21 liðs Portúgal. Meira að segja í unglingaliðinu erum við með gríðarlegt efni í miðverðinum og ég hef ekki ennþá minnst á Sebastian Coates miðvörð Uruguay sem er eitt besta landslið í heiminum.

Hvað mikilvægi Carragher utan vallar varðar þá er vert að benda á að allt eru þetta landsliðsmenn í sínum aldursflokki og flestir hafa reynslu af því að vera fyrirliðar. Sá nýjasti er yngsti (eða einn yngsti) fyrirliði í sögu Franska boltans og varð það hjá einu stærsta félagi landsins.

Samkeppnin er ekki næg í hægri bakverði og aftast á miðjunni en engu að síður betri heldur en í fyrra. Wisdom er ári eldri núna. Kelly er að ná sér af meiðslum og Johnson er ekki mikið meiddur. Hvað miðjuna varðar er Lucas heill núna öfugt við síðasta tímabil.

Hvernig Rodgers púslar vörninni saman gegn Swansea er því ansi erfitt að segja til um en ég spái því að hann geri bara eina breytingu frá United leiknum og hún er augljós. Mignolet verður auðvitað á sínum stað. Enrique heldur sæti sínu í bakverðinum og ég held að hann breyti engu í miðverðinum heldur. Johnson er meiddur og Wisdom kemur inn fyrir hann. Kelly ætti að vera ansi nálægt því að geta byrjað leiki þar sem hann er kominn á bekkinn en þar sem Wisdom kom frekar inná gegn United tippa ég á að Rodgers haldi sig við hann.

Það er nákvæmlega engin ástæða til að taka Skrtel úr liðinu og líklega gæfi það bara skrítin skilaboð. Hann var maður leiksins gegn United og Rodgers hefur hrósað honum í hástert eftir leik. Bæði fyrir frammistöðuna gegn United og eins fagmennsku undanfarna mánuði sem hafa verið erfiðir hjá Skrtel. Kolo Toure er á sama tíma búinn að vera tæpur vegna meiðsla og meðan Skrtel spilar eins og hann gerði gegn United er ekki ástæða til að setja hann aftur inn. Sakho þarf einnig að vinna sér sæti í liði sem hefur ekki fengið mark á sig og því engin ástæða fyrir því að henda honum beint í liðið. Hann hóf bara nýlega að æfa með Liverpool og verður í mesta lagi á bekknum spái ég.

Ég þekki Ilori ekki neitt en það er sama með hann og Sakho hann hefur ekkert æft með liðinu. Ég veit ekki hvort hann geti spilað stöðu hægri bakvarðar og hvað þá strax en upp á framhaldið sé ég ekki annað hlutverk raunhæft fyrir hann hjá Liverpool í vetur.

Lucas er svo fyrsta nafn á blað í byrjunarliði hjá mér og sérstaklega gegn liði eins og Swansea. Miðjan hjá okkur hefur samt ekki heillað mig eins mikið í upphafi móts og marga aðra greinilega og ég held að þeir hafi sloppið svolítið við gagnrýni þar sem við erum að vinna leikina. Sannleikurinn er að Liverpool hefur gefið hrikalega eftir í seinni hálfleik í öllum leikjum tímabilsins og það er mikið áhyggjuefni. Virkar eins og krafturinn bara klárist þegar líður á leikinn og liðið dettur miklu aftar. Þeir hafa alveg skilað góðu varnarhlutverki en ég get ekki leynt því að ég hef smá áhyggjur af þessu. Gerrard og Henderson verða engu að síður áfram á sínum stað held ég.

Coutinho verður áfram í nokkuð frjálsu hlutverki fremst á miðjunni og það er helst hann sem þarf að halda út lengur í leikjum Liverpool, vandamál sem við vissum svosem af fyrir þetta tímabil.

Eini leikmaðurinn sem ég sé fyrir mér koma inn í byrjunarliðið af þeim sem gengu til liðs við Liverpool eftir United leikinn er Victor Moses og þá fyrir Daniel Sturridge sem ég held að verði á bekknum. Iago Aspas fari þá upp á topp í þá stöðu sem hann þekkir best.

Svona yrði liðið þá

13.09.13 Liverpool gegn Swansea

Auðvitað vona ég að Sturridge sé í liðinu og Rodgers hefur ekkert útilokað að hann verði með frá byrjun en sagði þó að hann yrði ekki 100% og því efa ég að hann byrji inná. Komi Wisdom inn er ljóst að hægri vængurinn verði mun varnarsinnaðari og Henderson líklega eitthvað í hjálparvörn sem og inni á miðjunni. Lucas sópar upp fyrir Enrique sem ætti að passa vel saman við Moses sem hleypur mikið inn frá vinstri kanti og getur einnig unnið vel til baka. M.ö.o. ég held að hann Moses verði það næsta sem við höfum komst að finna eftirmann Dirk Kuyt fyrst að Borini var ekki sá leikmaður.

Fari það svo að við verðum án Sturridge (og Suarez) yrði þetta dauðafæri fyrir Aspas að sanna sig í því hlutverki sem hann þekkir best. Hann hefur ekki mikið spilað þá stöðu sem hann hefur byrjað í hjá Liverpool og skoraði öll sín mörk á Spáni sem nían hjá Celta Vigo. Hann gæti alveg náð vel saman við Coutinho og veit vel hvar markið er.

Victor Moses. 

Það verður að viðurkennast að líklega hafa flestir nýjir leikmenn Liverpool fengið meiri athygli heldur en Victor Moses. Blákalt þá er það bara alls ekki spennandi að fá varamann frá Chelsea þegar maður var að gera sér vonir um eitt af stóru nöfnunum á markaðnum. Moses er þekkt nafn á Englandi og því vorum við líklega ekki að skoða hann neitt nánar. Það voru töluverð mistök því saga hans er þannig að hún ætti að vera í sér færslu. Þessi upphitun er hinsvegar það snemma á ferðinni að við förum aðeins út af leið og kynnum okkur Moses betur.

Fortíð Moses er töluvert öðruvísi en maður kannski gerði sér grein fyrir og leið hans til Englands og hvað þá í það að vera atvinnumaður hjá einu af stærstu félögunum í boltanum er líklega efni í árifaríka kvikmynd. Líklega hefur enginn leikmaður Liverpool í dag átt eins erfiða æsku og þurft að hafa eins mikið fyrir því að ná þangað sem hann er í dag.

Moses er fæddur í Lagos höfuðborg Nígeríu en uppalinn í Kaduna í norðurhluta landsins. Foreldrar hans voru kristnitrúar, pabbi hans prestur og mamma hans starfaði með honum við að breiða út boðskapinn, áhrifafólk á svæðinu. Upp úr aldamótum kom til átaka milli trúarhópa er múslimar sem voru í meirihluta settu á sharia lög í landinu. Þúsundir kristnitrúaðra voru myrtir og fjölmörg dæmi um að prestar voru myrtir í kirkjum sínum (einföld google leit að Kaduna í myndabanka google er ekki við hæfi barna sem segir eitthvað um borgina).

Þrátt fyrir þetta hélt pabbi Moses ótrauður áfram allt til ársins 2002 er átökin blossuðu upp að nýju og foreldrar hans voru báðir myrtir á hrikalegan hátt er vígamenn kveiktu í kirkjunni með þau inn í húsinu. Moses sem var einkabarn var að leika sér í fótbolta (eins og alltaf) þegar þetta gerðist en var sóttur af frænda sínum sem óttaðist að sömu örlög biðu hans. Hann var í felum í viku áður en þeim tókst að lauma honum úr landi þaðan sem hann endaði í London og var tekinn í fóstur. Moses var ekkert einsdæmi og voru fjölmörg munarðarlaus börn flutt frá Nígeríu sem hælisleitendur.

Hann þekkti auðvitað engan í London og hafði varla farið út fyrir Kaduna fram að þessu. Hann var 11 ára þegar þetta gerðis og fékk að vera í Englandi sem hælisleitandi.

Það er sagt að hann hafi varla sagt orð fyrstu tvö árin eftir að hann kom til Englands og í raun opnaði hann sig ekki um þetta fyrr en árið 2009 er hann 18 ára gamall fór í viðtal við Oliver Holt á The Mirror.

Mæli sterklega með að þið lesið þessa grein og mögnuðu frásögn. Það er alveg ljóst að það er meira spunnið í þennan strák en maður kannski gerði sér grein fyrir.

Moses gekk inn á æfingu hjá liði í hverfinu og óskaði eftir að fá að vera með. Þar stóð hann strax upp úr og vakti athygli njósnara frá Crystal Palace sem gáfu honum samning. Þeir breyttu einnig skráningu hans sem hælisleitanda og komu honum að í góðum skóla ásamt því auðvitað að hann fékk góða þjálfun. Lykilmaður í þessu öllu var Neil Warnock þáverandi stjóri Palace og á Moses honum mikið að þakka og líklega hafa fáir haft eins mikil áhrif á feril hans og Warnock.

Moses var talinn eitt mesta efni Englands þegar hann var 16 ára, hann spilaði sem framherji og skoraði að vild. Neil Warnock sagði þegar Moses var 19 ára að hann væri nógu góður til að spila með einu af topp 4 liðunum á Englandi og færi pottþétt á það level á næstu árum, hvort sem Palace næði því eða ekki. Hann sagði að Moses væri eitt mesta efni sem hann hefði séð og var þegar farinn að nota hann í aðalliði Palace 17 ára. Þar var hann í uppáhaldi hjá áhorfendum sem og lykilmaður í U19 ára liði Englands.

Brendan Rodgers sagði frá því í gær að hann hafi skoðað hann þegar hann var hjá Chelsea og þeir voru svo gott sem búnir að ganga frá kaupum á honum þegar það datt upp fyrir, hann var meira að segja búinn að mæta á æfingar hjá unglingaliði Chelsea sem Rodgers stýrði. Moses vildi halda áfram að þróast með því að spila og hélt tryggð við Palace þrátt fyrir gríðarlegan áhuga stærri liða.

Hann fór ekki frá þeim fyrr en í janúar 2010 er Palace var í bullandi fjárhagsörðugleikum. Hann taldi sig tilbúinn í að taka skref upp á við og vildi spila í úrvalsdeildinni. Það var orðað hann við lið eins og City sem var talið mjög líklegt og eins risalið eins og Barcelona og Real Madríd sem fylgdust með þessum 19 ára strák. Hann ákvað þó frekar að fara í lið sem myndi gefa honum séns á að spila frekar en að vera á bekknum eða í varaliðum hjá stórliðunum. Því fór hann til Wigan þar sem hann varð einn af þeirra allra bestu mönnum og lykilmaður í að bjarga þeim frá falli tvö tímabil í röð.

Tölfræðin hans er ekkert rosaleg og alls ekkert svo spennandi fyrir kantmann en hún segir ekki alveg alla söguna og það gleymist jafnan hversu ungur hann er. Hjá Martinez (Wigan) var hann að spila hlutverk sem er ekki ósvipað því sem Rodgers ætlar honum hjá Liverpool. Hjá Chelsea fékk hann lítið að spila fyrr en Benitez tók við og setti hann í hlutverk sem við þekkjum vel sem Dirk Kuyt staðan, ekki að það sé mjög margt líkt með þeim… annað er útllitið.

Moses er gríðarlega fljótur og teknískur leikmaður. Hann er rosalegt vopn í skyndisóknum og líður best þegar hann fær smá pláss. Hann er stór og líkamlega sterkur og góður með báðum þó hann sé sagður vera réttfættur. Sendingar eru ekki sterkasta hlið Moses og hann reynir ekki mikið af draumasendindum, heldur sig frekar við það sem hann getur best (safe play) eða að taka menn bara á. Andstæðingum liða Moses hefur stundum gengið vel að loka á hann þegar þau liggja aftarlega og er það partur af hans leik sem þarf að laga.

Moses spilaði með flestum unglingalandsliðum Englands og var talinn nokkuð öruggur um að enda sem landsliðsmaður í framtíðinni. Hann ákvað þó að taka frekar boði Nígeríska landsliðsins þegar kallið kom frá þeim og var m.a. lykilmaður í sigurliði þeirra í Afríkukeppninni á þessu ári.

Eftir að hafa gert mér vonir um Mkhitaryan var Moses á láni ekki spennandi í mínum eyrum. En eftir að hafa skoðað hann aðeins betur skil ég a.m.k. hvað Rodgers er að hugsa með þessum samningi og ef maður hugsar út í það hljómar þetta ekkert ósvipað og með Daniel Sturridge. Þarna er nokkuð hrár leikmaður með gríðarlega hæfileika sem bara þarf að fá traustið hjá stórliði eftir að hafa svolítið gleymst hjá Chelsea.

Það var ekki af ástæðulausu að Chelsea keypti hann fyrir síðasta tímabil og hann spilaði stórt hlutverk hjá þeim. Aðdáendur Chelsea voru ekkert hrifnir af því að selja hann til Liverpool en eftir sumarið er samkeppnin um vinstri kantinn hjá Chelsea bara fáránleg.

Brendan Rodgers fær þó prik fyrir að lauma inn skoti á Chelsea er hann talaði um komu Moses til Liverpool.

“It’s a unique opportunity for him; he’s leaving a very good club, that has been successful, and he’s coming to one of the biggest clubs in the world.

“There are not many players that get a chance to do that. He’s coming here to prove himself.

En já ég var að hita upp fyrir leikinn á mánudaginn.

Swansea

Vonandi getur Liverpool mjög fljótlega farið að nálgast leiki eins og gegn Swansea úti með meiri hroka en við höfum leyft okkur undanfarin ár. Swansea undir stjórn Rodgers spilaði það vel gegn Liverpool að við tókum af þeim stjórann og á síðasta tímabili var gengi Liverpool gegn þeim ekkert merkilegt á útivelli. Raunar hefur Liverpool gegnið bölvanlega með Swansea á útivellli í deildarkeppni. Tölfræðin er svona:

Away – P: 12 W: 2 D: 3 L: 7 F: 18 A: 23 GD: -5.

Það þarf samt að taka með í reikninginn að liðin voru ekkert saman í deild í um 30 ár fyrir þar síðasta tímabil.

Liðin mættust þrisvar á síðasta tímabili, fyrst hentu þeir okkur af öryggi út úr deildarbikarnum með 3-1 sigri á Anfield. Afar döpur frammistaða okkar manna sem voru þarna alls ekki búnir að slípast saman undir stjórn Rodgers.

Mánuði seinna mættust liðin á The Liberty Stadium þar sem leikar enduðu 0-0. Liverpool var mun betra í leiknum en með Suarez í framlíunni í þeim leik voru þeir Downing og Sterling. Það sem við áttum á bekknum til að hrista upp í þessu voru þeir Joe Cole og núvernadi leikmaður Swansea Jonjo Shelvey. Innkoma þeirra skilaði engu rétt eins og vanalega á síðasta tímabili.

Síðasta viðureign liðanna fór svo fram í febrúar sl. er liðin mættust á Anfield, eitthvað segir mér að margir hér séu búnir að gleyma þeim leik. Þar voru okkar menn heldur hressari og gjörsamlega burstuðu Swansea. Suarez var í fararbroddi en þetta var fyrsti leikur Coutinho í byrjunarliði sem hann fagnaði með því að skora. Sturridge var líka í liðinu eftir meiðsli. Það var líka í þessum leik sem Borini fór úr axlarlið og var frá út tímabilið. Liverpool vann þennan leik 5-0 og hefði hæglega getað unnið hann með mun meiri mun. Liverpool átti 35 skot á markið gegn þremur frá Swannsea og endaði með þessum sigri slæman kafla þar sem liðið hafði ekki unnið í fimm leiki í röð.

Ef ég man rétt var Swansea með fókusinn á bikarúrslit í deildarbikarnum er kom að þessum leik en þeir stilltu samt fram sterku liði. Fyrir þennan leik (17.febrúar) var Swansea með eins stigs forskot á Liverpool. Liverpool náði að snúa því við og endaði með 15 stigum meira en Swansea. Raunar hefur gengi liðana verið gríðarlega ólíkt síðan þau mættust síðast. Swansea hefur unnið einn leik á þessu tímabili, gegn WBA sem var aðeins annar sigur þeirra í síðustu þrettán leikjum. Hinir tveir leikirnir í deildinni á þessu tímabili voru reyndar gegn United sem þeir töpuðu 1-4 og gegn Tottenhan sem fór 1-0 fyrir Spurs.

Liverpool hefur á sama tíma ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum og aðeins tapað einum af síðustu 15. Liðið hefur núna unnið 5 deildarleiki í röð og geta því alveg farið með sjálfstraust inn í þennan leik.

Það er þó hættulegt að bera saman gengi Swansea eftir áramót í fyrra vs. fyrir áramót núna því álagið var klárlega farið að segja til sín hjá þeim á síðasta tímabili. Á móti kemur að álagið á þeim verður töluvert meira á þessu tímabili og bara næsta vika er ansi þétt hjá þeim.

Þeir hafa nú þegar spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og tryggt þáttökurétt í riðlakeppninni þar. Eftir leikinn gegn Liverpool eiga þeir Valencia á fimmtudaginn á Mestalla sem er líklega eitt mest spennandi verkefni sem Swansea hefur tekið þátt í. Eftir þann leik eiga þeir svo deildarleik strax aftur á sunnudaginn. Deildarbikar eftir það í miðri viku og svo aftur deildarleik.

Það verður því púsluspil hjá Laudrup að nýta hópinn rétt og dreifa álaginu, hann segir að deildin sé í forgangi hjá sér en við þekkjum vel hvernig álag í bikarkeppnum getur truflað deildina. Swansea er búið að styrkja hópinn fyrir einmitt þetta og líklega skiptir leikjaprógrammið ekki miklu máli í leiknum gegn Liverpool enda allir úthvíldir. Án þess að kanna það frekar giska ég á að Swansea eigi færri landsliðsmenn heldur en Liverpool og koma því ferskari til leiks en okkar menn sem voru flestir að spila með landsliðum sínum.

Hópinn hjá Swansea ættum við að vera farin að þekkja sæmilega þó þeir bjóði ekki upp á nein risanöfn. Bara góðir leikmenn og gott lið með mjög öflugan þjálfara.

Swansea keypti auðvitað Jonjo Shelvey af okkur fyrir þetta tímabil og hefur hann farið beint í byrjunarliðið hjá þeim og virðist hafa staðið sig ágætlega. Hann fór á blaðamannafund fyrir leikinn gegn sínum gömlu félögum og talaði vel um Liverpool en sagðist jafnframt vera mjög sáttur hjá Swansea.

Ef við göngum út frá því að lið Swansea verði eins og liðið sem vann W.B.A þá væri byrjunarliðið ca. svona

13.09.13 - Lið SwanseaÞarna stingur mann strax að það er er enginn Leon Britton. Gott mál ef hann er ekki í liðinu en ég trúi ekki að Shelvey slái hann út ef báðir eru heilir. Þekki ekki þennan Canas sem kom fyrir þetta tímabil á frjálsri sölu frá Betis.

Framherjinn Wilfred Bony er svona tröllabarn sem Liverpool á alltaf í vandræðum með og því eins gott að slökkt verði á honum. Við höfum nú þegar séð varnarmenn Liverpool slökkva á Benteke og Van Persie og því um að gera að halda því áfram. Bony er líka eini af sóknarlínu Swansea sem var í burtu með landsliðinu.

Spá:

Ég er alltaf að búa mig undir skellinn og var nokkuð viss um að hann kæmi gegn United. Líklega eru ennþá meiri líkur á honum núna eftir að við höfum svifið á toppnum sl. tvær vikur. Engu að síður getum við kannski á einhverjum tímapunkti farið að skoða tölfræðina hjá Liverpool undanfarið og byrjað að taka þetta lið alvarlega. Eitt tap í 15 deildarleikjum og 11 sigrar er bara nokkuð góð afkoma.

Liverpool á eftir að tapa stigum í vetur sem liðið á ekki að tapa og það á eftir að svíða. Tap gegn Swansea væri enginn heimsendir en myndi nokkurnvegin núlla út góðan sigur í síðustu umferð. Þetta er leikur sem við eigum heimta þrjú stig úr, alltaf.

Hvað úrslit varðar ætla ég að fara millivegin og spá því að þetta verði 1-1 jafntefli í afar jöfnum leik. Mignolet fær á sig fyrsta mark tímabilsins og þetta verður mun erfiðari leikur heldur en fyrstu þrír leikir ársins. Gerrard bjargar okkur fyrir horn með marki úr víti í seinni hálfleik eftir að Michu kemur Swansea yfir í fyrri hálfleik.

Hvernig sem fer þá er enski boltinn a.m.k. að fara rúlla á ný

67 Comments

  1. Gaman að sjá hvað hópurinn er miklu þéttari en í fyrra og fleiri möguleikar í sóknarlínunni. Ég man í fyrra þegar Sterling þá 17 ára og Downing voru helstu sóknarvopnin okkar fyrir utan Suarez. Aspas er kominn inn fyrir Borini sem eru mjög góð skipti (þó Aspas þurfi hafragraut og kjet inn í matarprógamið sitt).
    Nú er hægt að stilla upp nokkrum mismunandi sóknaruppstillingum eftir því hvað hentar á móti varnarlínu mótherjanna.

    Ég er líka ánægður með að sjá Laudrup skjálfa í hnjánum þar sem Sturridge verður í hónum. Reyndar finnst mér ekkert óeðlilegt við að leikmaður spili leik 6 dögum eftir að hafa verið meiddur í landsleik! En Sturridge sýnir Laudup vonandi að það er minnsta mál.

    Sammála Babu að þetta verður gríðarlega erfiður leikur á móti fljótum og brögðóttum Swansea. Samt er svo traustvekjandi að hafa Gerrard og Lucas á miðri miðjunni og stjórna spilinu. Reynslan er svo mikið að við eigum auðveldara með að tækla lið sem sækja hratt heldur en áður þegar Lucas virkaði sá eini sem átti að taka á móti sóknarbylgjum andstæðingana, enda var hann oftast yfirmannaður á fyrri helmingi síðasta tímabils (og sumir sögðu hann spila illa sem var ósanngjarnt).

    Enn einn 1-0 sigurinn fyrir Liverpool er á leiðinni!!

  2. Ég veit að Kewell var mikið á meiðslalistanum hjá okkur en er ekki óþarfi að hafa hann ennþá þar? 🙂

  3. Þetta tók sinn tíma að lesa og ég veit ekki hversu margfaldan lestrar-tíma það hefur tekið að skrifa þetta en ég giska á ca 50-faldan. Verð að fara og kaupa mér stærri hatt til að geta tekið ofan fyrir Babu!

    Er mjög spenntur fyrir byrjunar-liðinu og þá sérstaklega Moses. Verður mjög gaman að sjá hann spila. Vona að við fáum að sjá marga nýja menn á mánudaginn en ekkert endilega í byrjunarliðinu!

    Nú er bara að gleyma sér í einhverju öðru en fótbolta um helgina og ranka við sér á mánudag! Góða helgi félagar!

  4. Frábær pistill, takk.
    Afar áhugaverð lesning um Victor Moses. Piturinn á sannarlega skilið virðingu okkar.
    Annað sem er afar skemmtilegt er hvað liðið er að þroskast. Í fyrra var stillt upp mjög ungu liði í einhverri bikarkeppni. Menn nefndu að ef liðið kæmi til Íslands og upp kæmi einhver pest í hópnum lentu margir liðsmannanna á Barnaspítala Hringsins – enda yngri en 18 ára! !!
    Nú er semsagt breyting þar á, sem er gott (með fullri virðingu fyrir Barnaspítala Hringsins!)
    🙂

  5. Jæja þið hinir Kop-strákar, þarna er Babú enn einu sinni búinn að hækka viðmiðunina á upphitun. Þetta var frábær upphitun og núna á maður svo góðu að venjast að hér eftir heimta ég auka umfjöllun og rýni á einum leikmanni Liverpool í kaupbæti með upphituninni 🙂

    Hvar endar þetta eiginlega, verðum við ekki að fara að halda úti kop.net (domain nafn sem er til sölu 🙂 ) og leggjast út í þýðingar á pistlunum ykkar svo að restin af heiminum megi njóta ykkar líka?

  6. Flott upphitun að öllu leyti utan spárinnar. Mér finnst alltaf smánarlegt að taka einhvern fjandans raunsæispól í hæðina!! Þetta er fótbolti en ekki skattframtal. Auðvitað spáum við sætum sigri… hvað erþetta!!!?

  7. Arsenal og Tottenham komnir upp að hlið okkar skv. töflunni.
    City að misstíga sig aftur sem er alltaf gott. Chelsea fara á toppinn þegar þeir vinna Everton núna á eftir. Það er ljóst að við verðum bara að gjöra svo vel að halda áfram að vinna leikina okkar.

    Arsenal vörnin fannst mér ekki sannfærandi í dag, í raun hefði Sunderland átt að vinna þá, a.m.k. ná jafntefli. Þeir voru það nálægt því en Arsenal sluppu vel þarna. Sóknarlega eru þeir í góðum málum. City voru bara ekki að sýna neitt, fóru í raun ekki í gang fyrr en 5 mínútur voru eftir. Svo var magnað að sjá Gylfa standa upp úr á meðal þessara stórstjarna í Tottenham og væntanlega var hann maður leiksins. Tottenham eiga eftir að vera mjög ofarlega spái ég.

  8. Nr. 7

    Vona að þetta sé létt grín hjá þér frekar en að þetta fari í alvöru í taugarnar á þér en þar sem ég hef séð svona ummæli áður á síðunni svara ég þessu og beini því til þeirra sem láta þetta í alvörunni fara í taugarnar á sér.

    A – Slakið á í upphrópunarmerkjunum og setjið fram ykkar eigin spá og vangaveltur.

    B – Samkvæmt jinx fræðingi síðunnar (Kristjáni Atla) skiptir litlu sem engu máli hvernig menn eru að spá í upphitun þar sem skrifað er á íslensku á síðunni (þetta er ekki staðfest).

    C – Þetta er til gamans gert og endurspeglar frekar (a.m.k. hjá mér) það hvernig ég held að leikurinn fari frekar en hvernig ég vona að hann fari.

    p.s. Goggurinn

    Ég veit svo ekki hvað þú ert að spá þegar þú skilar inn skattframtalinu en grunar að skatturinn ætti að skoða það nánar 🙂

  9. Ótrúlega flott upphitun Babu. 🙂 Ég hræðist þennan leik pínu lítið. Swansea eru með gott lið en ég vona samt að Liverpool komi í þennan leik fullir af sjálftrausti og vinni góðan sigur.
    Swansea byrjuðu á erfiðum leikjum þetta tímabil, tap á móti manutta og tottenham, svo sigur á wba, eru með 3 stig og eiga svo leik í Europa league þremur dögum eftir leikinn við Liverpool.
    Í fyrsta skipti í langan tíma er byrjunarliðið ekki sjálfvalið, nú höfum við BREIDD í hópnum og hungraða leikmenn á bekk sem eru að ég held með rétta hugarfarið og hungrið í að spila og vinna fótboltaleiki.
    Ég ætla samt að gerast svo djarfur að spá okkur sigri í þessum leik, 1-2. Gerrard og Aspas með mörkin.

    p.s. gaman að sjá litla liðið frá Liverpool vera marki yfir á móti celski í hálfleik 😉

  10. Stórkoslegt að sjá að við þurfum bara jafntefli á mánudaginn á móti Swansea til að komast aftur á toppinn… Get alveg vanist þessu 😉

  11. Merkilegt til þess að hugsa að ef við hefðum tapað fyrir Man U. þá værum við í 9.sæti í dag. Á svipuðum slóðum og nær allt síðasta tímabil. Hvert stig væri mikilvægt í baráttunni um 4.sætið. Tap fyrir Swansea væri algjört þunglyndi.

  12. Sko! Swansea á eftir að vera i vandræðum i vetur. þeir eru ekki sterkari en i fyrra en liðin fyrir ofan þá eru það klárlega. LFC vinnur leikinn. Mark my words.

  13. Alveg stórkostlegt… Þvílík fegurð og snilld að hafa svona síðu. Þetta gerir okkur púllarana bara ennþá meira stolta fyrir vikið.

    Ég er skíthræddur við Swansea-leikinn, alveg skíthræddur EN ég hef svo mikla trú á verkefni okkar manna að ég ætla að spá vinnusigri og það mun koma öllum á óvart að við vinnum 0-1 með marki frá Sturridge.

    Núna sitjum við á toppnum ásamt arsenal og tottenham en eigum leik inni á þá. Þetta er bara eins og í gamla daga!

    Flott byrjun hjá múrínhjó, hann er alveg að brillera með þetta tjelskí lið. Kannski er hann einfaldlega að missa tötsið, allavega virkar hann hundpirraður á bekknum sem og leikmennirnir inn á vellinum, yndislegt alveg. Gaman líka að sjá hvað Willian smellpassar í liðið svona strax.

    Sama má segja með city liðið, mjög sannfærandi start hjá þeim á tímabilinu og maður finnur sigurlyktina af þeim langar leiðir.

    Come on Liverpool!

  14. Snilldar pistill Babu. Gefur manni aukna dýpt í Victor Moses sem eykur bara á tilfinningaþáttinn þegar maður fylgist með liðinu. Ég hef trú á þessum dreng og held að hann eigi eftir að blómstra í vetur undir stjórn BR. Verst að það mun sennilega verða til þess að hann spilar bara þennan eina vetur með okkur.

    Ég er sallarólegur yfir þessum leik. Liðið er gott og á góðu rönni. Held að það verði áframhald þar á.

  15. 2-0 liverpool…… aspas með bæði!!! og mignolet ver víti……………

  16. Hvílík upphitun…..ég hneigi mig djúpt.

    Swansea liðið er bráðskemmtilegt lið sem reynir að leika nokkuð léttleikandi bolta og sækja. Ég held í raun að sterkasta vopnið okkar sé að sækja af krafti á þá og vona að við skorum fleirri mörk en þeir. Enda hefur mér fundist vörnin þeirra nett tæp….allavegana í tveimur af fyrstu þremur deildarleikjunum.

    Bony og Michu verða hættulegir enda báðir líkamlega sterkir. Hinsvegar eru styrkleikar sérstaklega Michu öllum kunnir og liðið mun taka hann grafalvarlega. Er mjög spenntur að sjá hvernig hópurinn verður í þessum leik, verðum allavegana alltaf með öflugri hóp heldur en á móti þeim síðasta haust 🙂

    kv
    al

  17. Takk BABU – þú ert algjör meistari!

    Smá útúr dúr …

    þoli ekki svona fyrirsagnir Aldrei spurning í sigri Man Utd

    Hvað halda blaðamenn eiginlega að þeir séu!

    A V A N T I – L I V E R P O O L

  18. Ef ég hefði þurft að leggja undir á einn leik af fyrstu fjórum sem Liverpool myndi vinna, hefði þessi leikur orðið fyrir valinu. Sé enga ástæðu fyrir afhverju við ættum ekki að vinna þennan leik, nema gölluð líkindafræði.

    Það eru jafn miklar líkur á að sömu lottó tölurnar komi upp eftir viku og komu í kvöld, og að þær verði fimm fæðingardagar fjölskyldunnar.

    Við höfum meiri gæði í öllum stöðum núna en Swansea, og með eins ofur hæpað lið og Swansea, er ekki hægt að búast við vanmati. Ég veit ekki hvað margir þessir punditar, jafnvel á Sky Sports voru að reykja þegar þeir spáðu þessu liði í meistaradeildarsætisbaráttu.

    Ég þakka upphitunina og þá miklu vinnu sem pistlahöfundar leggja í þessa síðu sem er í miklum metum hjá mér. Hins vegar er ég knúinn til að vera ósammála pistlahöfundi og spá Liverpool sigri. 0-2 og Lucas á eftir að verða blótsyrði í fjölskyldu Michu næstu 4 kynslóðirnar.

  19. Takk fyrir skemmtilega upphitun á upphitunni. Þó að þessi leikur eins og margir hafa komið inná sé ógnvekjandi þá verðum við stuðningsmennirnir að hugsa eins og sigurvegarar. Hvernig er staðan, hvað getum við gert og fá út bestu niðurstöðu. Hef fulla trú á okkur mönnum og hreinlega sé okkur halda efsta sætinu allt til loka tímabilsins.

  20. Alvöru upphitun og mig langar að knús Victor Moses eftir lesturinn. Úrslitin aftur á móti eru skrifuð í skýin. Við vinnum 1-0 og Sturridge skorar. Förum ekki að breyta neitt.

  21. rosalega verður gaman að vera með fimm stiga forskot á titilbaráttuliðin eftir aðeins fjóra leiki.

  22. Ef Laudrup hefur eitthvað horft á Liverpool síðustu ár fer Bony beinustu leið á toppinn hjá þeim. Algjört moster í boxinu þessi gæji!

  23. Sælir félagar

    Eins og einhver segir hér fyrir ofan þá setur Babu ný viðmið með þessarri uppitun. Snilldarverk. Hvað leikinn varðar þá held ég áfram að spá mínum tveggja marka sigrum þó ekki hafi það gengið eftir hingað til. Sem sagt 1 – 3 og svo sem ekki meira um það að segja.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  24. Ég held þetta verði hörkuleikur, tvö skemmtilegaustu spilandi liðin, held það væri ótrúlegt afrek að ná að vinna fjóra fyrstu leikina, hvað þá að halda hreinu í þeim, en það er nákvæmlega það sem ég held að gerist.

    við erum sterkari á blaði og velli en svanirnir og þess vegna tóm tjara að spá því að við töpum stigi í þessum leik, og þar sem við getum vel verið með bestu vörnina og markmann í deildinni þá er ekkert óvitlaust að spá því að við fáum ekki á okkur mark.

    það hefur verið dálitið djúpt á mörkum hjá okkur á þessari leiktíð en ég vona það kemur til með að breytast í þessum leik, með veikar framlínu á síðustu leiktíð vorum við að skora grimmt.

    ég spái 3 núll fyrir okkur og ég vona að Aspast fari í gang og skori eitthvað að mörkum sem skipta máli.

    mín von er að við förum að fá mörk í leik liðsinns þannig að þegar Suarez kemur úr banninu, þá verði það ekki sjálgefið að hann fari í byrjunarliðið.

  25. Hlakka til næsta leik. Þurfum minnta kosti jafntefli till vera á toppnum. Væri allveg sáttur með það. Langar sjá Aspas byrja sérstaklega í sinni stöðu sem framherji. Hef ekki séð mikið frá honum hingað til.
    Ég spái 2-0 sigur okkar manna. Aspas og Henderson með mörkin.

  26. Babu!!!!!

    Svona spár fara svo í taugarnar á mér að mér liggur við að skíta gillinæðinni sem lafir út um hringvöðvann á mér!

    Nei svo sannarlega fer þetta ekki í taugar mínar.

    Hvað upphrópunarmerkin varðar þá er þetta orðinn hvimleiður ávani til þess eins ætlaður að gera mig breiðari =P

    Að lokum hefur tækninni fleytt þvílíkt fram undir það síðasta að skattframtalið þarf maður vart að skoða lengur og er það hið besta mál.

    Þetta var (umdeilanlega létt) grín…

    Skál í sigur á morgun =) =D

    ps.

    Meiriháttar upphitun

  27. Frábær upphitun.

    Swansea er sterkt lið með góðan framkvæmdastjóra.

    Ég treysti því samt sem áður að okkar menn eyðileggi ekki daginn fyrir Gerrard.

    0-1 Henderson með markið.

    YNWA

  28. Virkilega góð samantekt um Moses. Hann á virðingu skilið.

    Það eina sem trufar mig með hann er að við sömdum ekki um kauprétt á honum. Það er augljóst að Chelski vill ekki tapa á fleiri samningum við okkur. Sbr. Sturridge, Torres, Benayoun.

    Ef hann stendur sig vel sem ég held að hann muni gera þá gæti verið erfitt að kaupa hann á sanngjörnu verði.

    Ánægður með gluggann þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá Mkhitaryan eða Willian, en það er ekki á allt kosið.

    Breiddin er meiri en hún var en hef áhyggjur af hvað gerist ef Lucas meiðist.

    Það hefði hugsanlega verið skynsamlegt að fá Barry að láni.

  29. Kewell djókurinn er bara engan veginn að fá eins mikla athygli og hann á að fá, frábært allt saman.

  30. ég vona að Aspas kallinn verði ekki Voronin 2, skori í öllum æfingaleikjum og svo ekki söguna meir

  31. Þessi góða byrjun hjá okkur er svolítið eins og að kaupa glænýjan bíl uppúr kassanum. Fyrsta rispan mun koma, ekki spurning hvort, heldur hvenær. Vonandi ekki á morgun samt.

    Skemmtileg upphitun!

  32. Mignolet, Toure (RB) Skrtel, Agger, Enrique, Gerrard, Lucas, Henderson, Aspas, Coutinho, Sturridge. Moses mun svo koma inn á í seinni hálfleik

  33. Neieieieneineineineineineen HVAÐA NEIKVÆÐNI ER ÞETTA!

    (athugasemd til mín sjálfs – muna að nota bara 1 ! )

    LIVERPOOOOOOOL VINNUR LEIKINN Í KVÖLD 🙂

    A V A N T I – L I V E R P O O L

  34. Frábær upphitun, takk Babu. Eg spái þvi ad lidid verdi svona: Mignolet, Toure (RB) Skrtel, Agger, Enrique, Gerrard, Lucas, Henderson, Aspas, Coutinho, Sturridge. Moses mun svo koma inn á í seinni hálfleik

  35. Loksins gameday – þetta var löng bið.
    Upphitunin er svo rosaleg að það þarf að ræsa windows. Enginn tími til að fletta á mobile til að komast að commentunum.

    Datt í góðan fílíng fyrir leiknum með morgunkaffinu.
    Verður ekkert walkinthepark, hörkuleikur sem við tökum.

    Ég held að Kolo muni eiga sitt í að mótivera liðið í klefanum. Hann veit að það þarf að vinna svona leiki til að vera á toppnum og lætur guttana heyra það. Hver leikur er bikarleikur.

    YNWA

  36. Orðrómurinn á tístinu segir að Moses muni trúlega koma við sögu í sínum fyrsta leik með Liverpool OG að Sturridge eigi sæti í byrjunarliðinu.

    Skrímslið Sakho og Llori þurfa að bíða eftir sínum fyrsta leik.

    Mikið svakalega er ég spenntur fyrir þessum leik! Sú hugsun að vinna í kvöld og innbyrða 12 stig af 12 so far er fáránlega góð en ég er hæfilega bjartsýnn. Swansea er u í slæmri stöðu í deildinni eftir lélega byrjun og mæta örugglega trylltir til leiks.

    KOMA SVO LIVERPOOL!

  37. Segið mér eitt, er hægt að nálgast upptöku af leiknun strax eftir leik a netinu? Vegna algers taktleysis er eg boðinn i matarboð hja antisportistum i kvöld. Bjargið mer!

  38. Nr. 45. Alltaf að fresta matarboðinu þangað til á morgun.

    Annars koma inn löng highlights á 101greatgoals.com, og leikurinn er oft settur allur inn á vinsælar Torrent síður, hef ég heyrt…

  39. Hvað er eiginlega að þér þú þarna Babú eða hvað þú vilt kalla þig? Getur þú ekki bara hunskast til að koma með hefðbundna upphitun? Nei, aldeilis ekki, þú þarft auðvitað að gera líf okkar hinna pennanna að living hell. Hvernig í ósköpunum heldur þú að það verði núna fyrir okkur að hita upp, hvað heldur þú að lesendur segi þegar þeir fá bara 1.000 orða upphitun fyrir næsta leik gegn Notts County? Hvernig væri nú að sýna smá metnaðarleysi í þessu kallinn minn? Þú ert hér með fordæmdur og ég skora á KAR að bekkja þig.

    Btw. Frábær hitun

  40. En er einhver ástæða til að ætla annað en að Sakho verði í hópnum á eftir ? Er búið að gefa eitthvað út sem gefur til kynna að hann taki ekki þátt í leiknum ?

  41. Ég hef einstaka sinnum farið á “heimavöllinn”, þ.e. þann pöbb sem fær það sæmdarheiti hverju sinni. Oft erfitt að ná borði á góðum stað þar sem það er þegar búið að taka frá flest borðin. Hvernig virkar þetta eiginlega, þarf maður að koma fyrr um daginn á viðkomandi stað og biðja um að láta taka frá ákveðið borð?
    Eða getur maður pantað borð bara fast, þ.e. á þann hátt að borð númer x sé alltaf frátekið fyrir ákveðinn hóp?
    Er hægt að hringja og láta taka frá borð?

  42. Bara það að Gerrard sé captain í 400asta skipti gerir mig sallarólegan fyrir kvöldinu. Captain-inn sér til þess að ég fari sáttur að sofa, hvort sem hann skori eða ekki.

  43. Sammála no 54, hef oft komið á þann pöbb sem á að vera okkar home og þá er búið að taka frá öll borðin, annaðhvort mæta menn tímanlega eða ekki, þýðir ekkert að PANTA borð fyrirfram og einhver einn eða jafnvel enginn mætir fyrr á á leiktíma, fáránlegt að koma að tómu húsi en öll borð upptekinn.

  44. Frá Flórída sendum við 6 hjón bar(áttu)kveðju. Við munum horfa á leikinn á Millers Alehouse og setja stóran svip á staðinn. Nú þegar er lagið okkar búið að spilast og syngjast af okkur í sundlauginni í 32ja stiga hita en bjórinn er heldur kaldari. Koma svo…… YNWA.

  45. Sakho og Moses byrja 😀

    The Reds XI in full: Mignolet, Wisdom, Skrtel, Sakho, Enrique, Lucas, Gerrard, Henderson, Coutinho, Moses, Sturridge.

    Subs: Jones, Toure, Alberto, Aspas, Sterling, Ibe, Kelly.

  46. The Reds team in full is: Mignolet, Wisdom, Skrtel, Sakho, Enrique, Lucas, Gerrard, Henderson, Coutinho, Moses, Sturridge.

  47. Hahaha Carragher “Nobody wants to grow up and be a full-back! Nobody grows up and says I want to be like Gary Neville!”.

Upphitun fyrir upphitun fyrir Swansea (Opinn þráður)

Byrjunarliðið gegn Swansea