Kaupin á Simon Mignolet staðfest

Opinber heimasíða Liverpool staðfesti nú í kvöld kaupin á markmanni Sunderland og Belgíska landsliðsins Simon Mignolet.

Mignolet

Þetta kemur ekki beint á óvart fyrir okkur sem höfum fylgst vel með slúðrinu undanfarið en það er vissulega stórfrétt að Liverpool sé að kaupa markmann á £9m. Þetta er hæsta upphæð sem við höfum greitt fyrir markmann þó reyndar gæti ég trúað að Reina og Kirkland slagi í þetta verð m.v. núvirt gengi og eins setur þetta framtíð Pepe Reina í töluverða óvissu.

Hvern viltu sjá sem aðalmarkmann Liverpool næsta vetur?

 • Pepe Reina (53%, 369 Atkvæði)
 • Simon Mignolet (47%, 331 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 700

Loading ... Loading ...

Simon Mignolet er kannski ekki nafn sem maður hefði gefið mikinn gaum fyrir nokkrum vikum en eins og svo oft áður virðast þeir sem sjá um þessi mál hjá stórum félögum hafa aðeins meiri þekkingu (ekki alltaf raunin hjá Liverpool). Ekki bara er Mignolet leikmaður sem við hefðum átt að þekkja mun betur bara eftir síðasta tímabil heldur leikmaður sem hefur verið nokkuð þekkt nafn undanfarin ár í Evrópuboltanum. Þ.e. meðal þeirra sem sigta út efnilega leikmenn.

Sunderland keypti Mignolet 22 ára gamlan þann 17.júní 2010 fyrir £2m sem er þó nokkuð fyrir ungan varamarkmann. Steve Bruce þáverandi stjóri Sunderland vildi kaupa David James en fékk ekki og fór þess í stað að ráðum fyrrum lærisveins síns hjá Birmingham Nico Vaesen sem mælti með Mignolet. Hann var þá aðal markmaður Sint Truiden uppeldisfélags síns í Belgíu.

Mignolet komst í liðið hjá þeim 18 ára gamall árið 2006. Árið 2009 komst liðið upp í efstu deild með Mignolet í markinu og hélt sæti sínu í deildinni árið eftir. Það þótti töluvert afrek og Mignolet valinn markmaður ársins í Belgíu árið 2010, eitthvað sem hann hefði líklega átt að fá í Englandi árið 2013.

Hjá Sunderland átti hann að vera varamarkmaður fyrir landsliðsmarkmann Skota, Craig Gordon en fékk óvænt sæti í liðinu strax í ágúst það ár þegar Gordon meiddist. Gordon vann sæti sitt aftur nokkrum vikum seinna en meiddist aftur í febrúar og eftir það hefur Mignolet ekki litið um öxl. Keiren Westwood sem keytur var frá Coventry hefur aldrei náð að slá Belgíumanninn úr liðinu og var hann á tíma aðalmarkmaður landsliðsins sem er eitt það efnilegasta í heiminum í dag. Hann á 13 leiki fyrir Belga en er að berjast um stöðuna við Thibaut Courtois markmann Chelsea sem er á láni hjá A. Madríd. Það er því ljóst að hann er hvorki óvanur né hræðist samkeppni og horfir líklega á Liverpool sem betri stað til að sanna sig fyrir landsliðsþjálfara Belga fyrir HM á næsta ári.

Reyndar var Mignolet á mála hjá Sint Truiden til 14 ára aldurs sem miðjumaður en var þá látinn fara. Hann lýsir því svona í viðtali við Gaurdian hvernig það kom til að hann yrði markmaður.

Midfield was once an area Mignolet became obsessed with dominating but, at the age of 14, he was released by Sint-Truidense. Ever logical, he responded to this crushing blow by devising a credible plan B. “I turned goalkeeper,” he said. “My father had been one and we had a goal in the back garden. He’d taught me a bit about it so I thought I’d give it a go.

“I didn’t really know whether it was going to be a good choice or a bad one but I joined a small local team as a keeper and it turned out to be a really good decision. One year later it turned out that my old club wanted me again.”

Þarna (í viðtalinu við Guardian) kemur líka fram að hann er ekki mikið fyrir lífstílinn sem margir kollegar hans hafa tileinkað sér. Hann kláraði háskólanámið er hann var hjá Sunderland og talar nokkur tungumál reiprennandi (Flæmska/Hollenska, Franska, Þýska, Enska). Konan hans kláraði einnig nám sitt í lögfræði. Þetta þykir ekkert tiltökumál í mörgum af löndum Evrópu, hvað þá hér á landi en Bretinn hatar ekki að fjalla um svonalagað.

Hann hefur vaxið mjög í áliti hjá stuðningsmönnum Sunderland undanfarin ár og er í miklu uppáhaldi hjá þeim. Sérstaklega eftir þetta tímabil sem var afar erfitt hjá félaginu og er honum mikið til þakkað að liðið féll ekki um deild. Stuðningsmenn Sunderland völdu hann nánast einróma besta leikmann tímabilsins og hér má sjá nokkra þeirra gera grein fyrir atkvæði sínu.

Michael Graham: What more can be said about our Belgian ‘keeper? Never before has a Sunderland player seemed more obviously destined for the top than Simon Mignolet.

At times it has seemed like he has been on a one-man mission to keep us up and in the end that is exactly what he did. He made big saves at big moments – it is what top goalkeepers do. I am not sure there will ever be a more worthy recipient of the Player Of The The Season award. Well played, sir.

og annar

Craig Clark: It comes as no surprise that Mignolet is player of the season. He’s been a consistent game saver on more than one occasion. That doesn’t really do him justice. In many ways he’s been our season saver. Crucial points earned against the likes of Fulham, Norwich and Southampton had as much to do with Mig’s reflexes as the goals we scored. He’s developed his game from raw talent, to brilliant goalkeeper, easily amongst the top 5 in the league. His shot stopping has never been in question but he now dominates his area and uses his physique superbly to deal with one on one situations. The weakest part of his game, his distribution, is coming along nicely too. Now we are left to hope our player of this season is still here next time around to help us push on up the table.

Mignolet fór að sjálfsögðu í viðtal við opinberu síðuna eftir að búið var að ganga frá öllu varðandi kaupin á honum og talaði eins og hann gerði ráð fyrir því að hann væri hingað kominn til að keppa við Reina um stöðuna. Frekar típískt viðtal við nýjan leikmann annars.


Við ræddum Mignolet nokkuð vel í Podcasti í gærkvöldi og voru skiptar skoðanir um þessi kaup sem og önnur. Allir vorum við sammála um að það yrði skrítið að sjá Reina fara og líklega geta flestir verið sammála um að hann er einn besti ef ekki besti markmaður sem við höfum átt sl. tvo áratugi, þó á móti megi segja að samkeppnin um þann heiður hjá svo stórum klúbbi ætti að vera harðari. Reina er vinsæll hjá stuðningsmönnum og virðist vera mikill karaktar innan liðsins en það er spurning hvort Rodgers (og FSG) sjái þessa stöðu sem eitthvað sem hægt er að bæta og það með lægri launakostnaði.

EPL Index tók saman smá tölfræði sem sýnir muninn á Reina og Mignolet. Það er auðvitað ekki alveg sanngjarnt að bera þá saman með þessum hætti. Þetta voru einhver verstu ár Reina (er hann farinn að dala?) og á móti er Mignolet hjá allt allt öðruvísi félagi.

Það segir allt sem segja þarf að ef Reina er að fara þá býst maður við því að það sé til Barcelona, sem er eitt besta lið í heiminum eða þá einhvers annars stórliðs sem bíður a.m.k. upp á evrópukeppni og líklega lið sem vill keppa um verðlaun. Þannig að það hringja alveg háværar viðvörunarbjöllur ef við erum að fá til okkar reynsluminni og ódýrari kost.

Á móti getur Reina ekki lifað á fornri frægð og sl. 2-3 ár hefur hann bara ekkert verið í þessum heimsklassa sem við höfum sagt hann vera. Hann fékk langan og mjög góðan samning áður en FSG tóku við (ef ég man rétt) og eins og hann hefur spilað síðan þeir eignuðust félagið er alveg 100% öruggt að það er ekki nein ánægja með hans framlegð til liðsins m.v. laun. Harkalegt en ég óttast að þannig sé það. Ef að hann fær boð frá sínu uppeldisfélagi er ekkert útilokað að FSG stökkvi á það og geri breytingar í markinu (Mignolet gæti verið fyrsta skrefið í þá átt).

Eins er ekkert útilokað að yngri maður með helling að sanna sé eitthvað sem bæti Liverpool. Reina hefur verið mjög öruggur um sitt sæti í liðinu og er á mjög góðum samningi hjá Liverpool og þarf mögulega gott spark í rassinn, fastara en Brad Jones getur sparkað.

Pepe Reina hefur verið einn af mínum uppálahds leikmönnum hjá Liverpool undanfarið en undanfarin ár er ekki hægt að horfa framhjá fjölmörgum dýrum mistökum hans og það fór mjög öfugt ofan í mig að heyra hann tala um hvað allt væri frábært á Spáni. Kannski þarf hann að breyta til og kannski þarf Liverpool að breyta til.

Höfum það samt alveg í huga að Reina hélt tryggð við Liverpool undanfarin ár og það er alls ekki honum einum um að kenna að tölfræði hans í búrinu sé verri undanfarin ár enda liðinu stýrt á fjóra mismunandi vegu alltaf með hann í markinu. 

Þessi kaup á Mignolet hljóta samt að segja okkur að það verði lendingin í sumar að kveðja Reina. Ég eins og margir aðrir trúi því einfaldlega ekki að Liverpool sé að kaupa svona dýran og góðan markmann til að keppa við Reina um stöðuna með það að leiðarljósi að halda þeim báðum. Það væri frábært ef það væri raunin en ég trúi því ekki. Ég myndi líklega sætta mig við sölu á Reina til stórliðs á meginlandi Evrópu ef hann sannarlega vill fara, en alls ekki til einhverra andstæðinga okkar í Englandi. Ef að orðrómurinn undanfarin ár um Reina til Arsenal yrði t.d. að veruleika yrði ég mjög ósáttur með FSG. Við eigum að reyna að ná Arsenal, ekki styrkja þá með okkar lykilmönnum.

Sama hvernig fer held ég að það sé ljóst að Liverpool verður ekki í vandræðum með markmannsstöðuna í vetur. Báðir markmennirnir okkar eru mjög góðir og þriðji markmaðurinn gerði sitt gagn þegar á þurfti að halda á síðasta timabili.

Mér lýst mjög vel á Simon Mignolet rétt eins og mér lýst líka vel á Pepe Reina. Belginn hefur þó Spánverjann að einu leyti alveg óumdeilanlega og líklega var það tekið með í kaupunum á honum. Sunderland aðdáendur sömdu besta lag um leikmann sem ég man eftir að hafa heyrt í langan langan tíma

Núna er félagið búið að styrkja hópinn (vona ég) með fjórum leikmönnum án þess að það sé öruggt að nokkur þeirra styrki eða komist strax í byrjunarliðið. Þeir bæta þó allir til muna það sem var á bekknum hjá okkur oft á tíðum í fyrra. Frábært að sjá að allt er á fullu á Melwood og rétt eins og í janúar er töluvert meiri fagmennska í gangi núna heldur en síðasta sumar og núna trúir maður að það sé verið að vinna eftir fyrirfram ákveðinni stefnu/plani. Næst hljótum við að sjá einhverja yfirgefa Liverpool og voandi fáum við 2-3 alvöru WOW kaup á næstu vikum. M.ö.o. ég er sáttur enn sem komið er svo lengi sem þessir fjórir voru bara upphitun.

54 Comments

 1. Jæja þá verður Reina hjá okkur í mesta lagi 1 tímabil í viðbót

 2. Þetta er fínt, Reina byrjar tímabilið og ef hann er með trúð þá stekkur mignolet inn! Reina fer síðan til Barca 2014 þegar valdes rennur út á samning..

 3. Held að mignolet byrji tímabilið hvort sem reina fer í sumar eða ekki. ókostur mignolet er sendingar til baka og reynsluleysi, en er mjög sterkur í markinu í föstum leikatriðum andstæðinganna

 4. Ég er hrikalega ánægður með kaupin á Mignolet. Mér fannst hann alveg klárlega einn af betri markvörðum Úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

  Reina hefur verið hrikalega flottur og mikilvægur partur af Liverpool á þeim árum sem hann hefur verið hjá félaginu. Sama hvað Mignolet, Reina og Rodgers hafa verið að segja þá reikna ég samt sterklega með því að hann muni koma til með að yfirgefa Liverpool í sumar svo það er alveg líklegt að svarið við þessari spurningu, um hvor þeirra ætti að byrja, leysi sig sjálf.

  Ef ég væri að setja saman byrjunarlið í fyrsta leikinn núna þá myndi ég líklega velja Mignolet. Af hverju?

  Taki maður mið á því formi sem þeir tveir hafa verið í á síðustu leiktíð þá hefur Mignolet klárlega vinninginn. Hann hefur verið í hörku formi fyrir Sunderland, verið vel á tánum og varið helling af skotum sem hann hefur fengið á sig (sem hafa verið mörg enda var hann með mjög slaka vörn fyrir framan sig). Hann varði gífurlega vel á mikilvægum tímapunktum fyrir Sunderland í baráttu þar sem hvert stig vóg þungt og má segja ða hann hafi unnið þeim inn töluvert af stigum með þeim.

  Á hinn boginn hefur Reina verið í nokkuri lægð á síðustu leiktíðum og ekki verið sá Reina sem hann var áður. Hann hefur virst nokkuð einbeitingalaus og ekki náð mikið af þessum ,,úrslitavörslum” sem manni finnst aðrir markmenn hafa verið að ná og kannski frekar að tapa stigum heldur en að vinna þau. Undir lok síðastliðinnar leiktíðar fór hann að spýta töluvert í lófa sína og datt í ágætt form.

  Miðað við formið þá tæki ég Mignolet þó hjartað í manni getur ómögulega hent Reina úr liðinu ,,cold turkey”. Vonandi að samkeppnin, muni það eftir allt enda þannig að báðir verði í leikmannahópi Liverpool er félagaskiptaglugganum lokar, muni fá báða leikmennina til að bæta sinn enn frekar, halda þeim á tánum og reynast Liverpool mjög vel.

  Mignolet fær mitt atkvæði.

 5. Trúi ekki að við séum að kaupa markvörð fyrir svona háa uppæð til að veita samkeppni. Lið einsog Barcelona, Bayern, City, Chelsea eiga pening en eru ekki með svona dýra menn á bekknum. Okkar ástkæri Pepe hlýtur hreinlega að vera á förum. Finnst við ekki hafa efni á því að verja slíkum fjárhæðum í markvörð þegar aðrar stöður öskra á að vera bættar.

  Ég er sáttur með kaupin hingað til en ég vonast þó eftir að fá inn tvo sterka leikmenn sem koma beint inn í byrjunarliðið. Miðvörð annars vegar og sóknarmann/sóknartengilið hinsvegar.

 6. P.S. Ég geri kröfur á að hann standi sig strax og þurfi ekki mikinn tíma til að aðlagast. Markvörður sem kostar þennan pening á einfaldlega að vera klár. Vona að svo sé.

 7. Af hverju er það svona öruggt að Reina fari – hlýtur Rodgers þá ekki að þurfa að kaupa annan markmann í staðinn þá til að veita Mignolet samkeppnina sem hann hefur talað um að þurfi um markmannsstöðuna? Hann getur ekki bara verið að kaupa nýjan mann til að vera fyrir framan Brad Jones í röðinni er það?

 8. Er bra nokkuð sáttur með að landa Mignolet, finnst Reina samt sem áður betri markvörður eins og staðan er í dag, en Mignolet er klárlega kandídad í að verða enn betri! Verð að viðurkenna að mer list vel á það sem BR sagði í viðtalinu á talksport.. Með að hann vildi hafa samkeppni um allar stöður í liðinu…. En við sjáum hvað setur… Vona að við náum nú að lenda 1-2 hákörlum.. s.s. Mkhtiytarian Twitter: @ragnarsson10 Blog: kopice86.wordpress.com

 9. Pepe Reina byrjar fyrstu 45 mínuturnar svo skiptum við mignolet inn á í hálfleik. Þá eru allir ánægðir.

 10. Þetta verður svipað eins og þegar Tottenham keyptu Hugo Lloris í liðið fyrir Brad Friedel. Rodgers mun segja á yfirborðinu að enginn leikmaður Liverpool eigi víst byrjunarliðssæti og hann vilji samkeppni um stöður, vilji halda þeim báðum. Hjá Tottenham byrjaði Friedel tímabilið í fyrra en Lloris tók svo alveg yfir. Ég held þó að Reina verði örugglega seldur og byrji ekkert þetta tímabil.

  Það hvernig þetta var framkvæmt með því að kaupa Mignolet strax finnst mér gefa til kynna að Reina hafi mögulega neitað að taka á sig launalækkun og FSG vilji losna við hann strax í sumar. Sérstaklega vegna hversu Reina tók undir með hvað hann vorkenndi Suarez. Bara mín kenning. Hann sé orðinn expendable fígúra innan hópsins og bæti ekki liðsheildina lengur því hann sé farinn að búa til flokkadrætti innan Liverpool og veikja samningsstöðu okkar varðandi Úrúgvæjann. Svo hefur hann líka dalað soldið sem markvörður.

  Það meikar allavega engan sens að eyða 9m punda af þeim fremur litla pening sem var til leikmannakaupa í að búa til einhverja gervisamkeppni um 1 stöðu. Spái því að samningar munu takast rétt fyrir lok gluggans um sölu á honum. Það sést líka á öllum kommentum sem Reina hefur verið að missa útúr sér að hugurinn hans er kominn annað.

  Reina fer í lok sumars. Það er bara þannig.

 11. Ja ef menn geta keypt annars þennan fína markvörð á 9 milljónir punda og þykjast svo ætla að halda Reina líka til að auka samkeppni um markmannstöðuna þá bara hljóta menn að eiga slatta af seðlum til að spreða i sumar.

  Ég er á því eins og flestir að Reina sé að fara en ef svo fer er Rodgers að skíta á sig nýbúin að segja að hann sé að Kaupa Mignole til að veita Reina samkeppni um stöðuna og hann einfaldlega vilji alvöru samkeppni um allar stöður í liðinu, þessi ummæli Rodgers eru dásamleg ef hann i alvöru ætlar að halda Reina en á hinn bóginn eru þessi ummæli ömurleg ef hann selur Reina.

  Annars tek ég alfarið undir þessi orð Babú í upphafsgreininni og er hjartanlega sammála þeim..
  Næst hljótum við að sjá einhverja yfirgefa Liverpool og voandi fáum við 2-3 alvöru WOW kaup á næstu vikum. M.ö.o. ég er sáttur enn sem komið er svo lengi sem þessir fjórir voru bara upphitun.

 12. Verð að bæta því við að þetta lag sem þeir sömdu um drenginn er eins og gaupi myndi orða það GARGANDI SNILLD….

 13. Ég get ekki sagt að þessir fjórir leikmenn sem keyptir hafa verið munu breyta miklu fyrir okkur – eða færa okkur ofar í töflunni. Mignolet er í sjálfu sér stærstu kaupin og það er nokkuð ljóst að þeir verða ekki báðir hjá okkur í haust. Markmannsstaðan var án vafa veikleiki í vetur og þess vegna er Rodgers einfaldlega að bæta úr þeim veikleika. Þessi staða var hins vegar ekki stærsti veikleikinn, hann heitir að verjast föstum leikatriðum. Mignolet getur hjálpað til þar en fyrst og fremst vantar betri miðvörð heldur en þeir sem eru fyrir hjá félaginu. Það hefur ekki verið gert, Kolo Toure er varla betri en Martin Skrtel.
  Sóknarlega hefur töluvert verið gert en þau kaup eru bæði happdrættismiði. Báðir gætu blómstrað eða klikkað. Ég vil ekki sjá neina sölu fram á við nema ef vera skyldi Assaidi. Downing þarf að vera áfram, bæði til að þrýsta á aðra sem eru þarna, helst vildi ég hafa hann sem möguleika á bekk. Ég hef sagt áður að við þurfum að hafa marga sóknarkosti, bæði sem byrjunarliðsmenn og ekki síður sem kosti inn af bekknum.

  En eins og ég segi, ég er ekki spenntur og sé okkur ekki hafa færst upp í töflunni með þessum kaupum sem eru nú þegar komin.

 14. Mignolet frábær í teignum, Reina frábær í löppunum, gerum Reina bara að sweeper og málið leyst.

  Samkeppni er af hinu góða sagði olíufélagið.

 15. Flott að fà Mignolet. Topp markmaður sem hefur unnið marca leiki fyrir Sunderland. En eitt hérna…reiðbrennandi?? Please segðu mér að þetta sé grìn?? Reiprennandi er orðið sem verið var að leita að 🙂

  Innskot babu: Haha takk, lagað.

 16. sælir félagar

  Enn ein kaupin gengin í gegn, þvílíkt sem menn eru að vinna baki brotnu í sumarleyfinu sínu hjá okkar ástkæra klúbbi og er það vel.

  Nánast öll nöfn sem hafa verið mikið í umræðunni eru núna búinn að skrifa undir hjá liv að Mkhitaryan undanskildum. Vonandi náum við honum inn líka því einhvern veginn hef ég ekki mikla trú á að við kaupum fleirri menn á þeim kaliber nema að suarez verði seldur.

  Ég sagði það í vor að ég vonaðist til þess að klúbburinn þyrfti ekki að standa í því að fjárfesta í dýrum markmanni því það væru aðrar stöður sem væru meira aðkallandi á uppfærslu. Síðan gerðist það að Reina var ítrekað orðaður við Barcelona enda ljóst að þeirra aðalmarkmaður yrði bara eina leiktíð í viðbót, mér dettur helst í hug að klúbbnum hafi huggnast illa að hafa mann í markinu sem væri með hugann við annan klúbb (þó svo að Reina hafi vissulega sýnt mikla tryggð við Liv undanfarin ár) og viljað grípa til aðgerða strax áður en hann væri kominn með bakið upp við vegginn.

  Hvað varðar Mignolet vs Reina umræðuna þá hef ég ekki trú á því að Mignolet hafi skrifað undir til þess eins að hanga á bekknum á HM ári. Sama má segja um Reina og hallast ég því að því að sá síðarnefndi muni hverfa frá og er leiðinlegt að sjá á eftir þessum flotta markmanni. Hvað varðar sterka nærveru hans í klefanum þá vil ég nú samt segja það að liv hefur verið töluvert frá toppnum undanfarin ár og því ætla ég ekki að taka það of nærri mér ef við missum lykilleikmenn því þessir menn hafa einfaldlega ekki náð að lyfta klúbbnum á þann stað þar sem stuðningsmennirnir vilja hafa hann (þó svo að vissulega séu nú ótalmargar ástæður fyrir löku gengi klúbbsins til viðbótar).

  Að því gefnu að Mignolet fari í byrjunarliðið þá held ég að það sé ekki að fara að veikja byrjunarliðið og vonandi kemur það til með að styrkja okkur og ljóst að þarna er líklegast verið að leggja grunn að framtíðaruppbyggingu varnarinnar hjá okkur undir stjórn BR.

  Ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu saman og man hreint ekki eftir jafn áhugaverðu transfer sumri og þessu…..þó svo að flest þessara nafna séu óskrifuð blöð í mínum huga en það er líklegast það sem gerir þetta svona spennandi.

  YNWA

  Twitter: @lapas

 17. Núna þarf að klára Mkhitaryan eða Eriksen og þá er sóknarþunginn orðinn flottur og þá þurfum við klassa miðvörð og vinstri bakvörð til að setja pressu á Enrique.

 18. Það kæmi ekki á óvart ef Reina færi til Barca í sumar. Markmið Barca væri þá að Reina myndi taka yfir af Valdes í rólegheitum í vetur. Þetta myndi minnka áhættu Barca af markmansskiptunum. Ef þetta er raunin þá er mjög gott hjá Liverpool að ganga frá kaupum á markmanni núna þar sem samningsstaðan er mun sterkari með Reina í liðinu heldur en að fara að semja um verð á markmanni eftir að Reina er farinn. Okkar menn virðast standa mjög fagmannlega að leikmannaskiptum þessa dagana.

 19. Kannski er ekki jafn lítill peningur til og menn hafa haldið.
  jafnvel sjá menn hjá Liverpool fram á að þetta sé rétti tíminn til að “push forward” og keyra á toppinn næstu 1-3 árinn með öflugan mannskap.
  Kannski er þetta árið sem við ætlum að eyða fúlgum og verða aftur þeta afl sem við höfum alltaf verið og eigum að vera…
  Kannski … Why not !!

  Ég held við séum ekki hættir á markaðnum ekki næstum því !
  Spái 3-4 inn í viðbót
  YNWA

 20. Best fyrir alla nema kanski okkur að Reina fari strax. Barcelona með mun þéttara leikjaplan til að skipta út markvörðum og halda þeim báðum ánægðum. Bæði Valdes og Reina eru það milir Barca menn að þeir gera það sem er best fyrir klúbbinn. Aldrei þessu vant er smá smuga á landsliðsplássinu fyrir nýjann markvörð og held það sé fátt sem Barcelona vilji frekar en að eiga aftur spænkska landsliðsmarkvörðinn og sá þeirra sem stendur sig betur á ágætismöguleika á að spila á HM. Held það þurfi ekki meiri hvatningu til að standa sig en það. Hvað Liverpool varðar þá held ég að það sé betra að takast á við brotthvarf Reina strax og læra að vinna með nýjum markverði en að skipta um skoðun á miðju tímabili og þurfa að byrja upp á nýtt næsta vor.

 21. Reina hlýtur að fara í næstu þremur leikmannaskiptagluggum, þessum meðtöldum.

  Hvað statistíkina sem sett er fram varðar er erfitt að bera saman markvörð Sunderland og markvörð Liverpool. En vert að ræða.

  Reina rústar sendingahlutfallinu. Án þess að ég muni það er ég nokkuð viss um að Mignolet hafi verið uppálagt að koma boltanum langt frá markinu en Reina reyndi alltaf að koma boltanum á miðvörð eða Allen. Varla er sanngjarnt að bera þá saman á þennan hátt. Þó að Reina sé klárlega betri að þessu leyti er munurinn kannski ekki svona mikill.

  Reina tekur hlutfall hreinna marka og leikja. Hrein mörk eru ofmetin. Fyrst og fremst á að líta á hlutfall marka fenginna á sig og leikja, svo er nokkurn veginn (ekki alveg kannski) tilviljun háð hvernig hrein mörk raðast.

  En það er allt í góðu, vegna þess að Reina fékk á sig færri mörk. Góðs viti fyrir Pepe en liðið fyrir framan markvörðinn hefur of mikil áhrif til að munurinn sé sérstaklega marktækur.

  Nú er komið að því að Mignolet raði inn stigum. Mignolet ver oftar en Reina. Vá, hvað það segir okkur ekki rassgat á meðan við höfum ekki fjölda skota með í reikningnum.

  Mignolet ver hærra hlutfall skota sem koma á hann. Þá skiptir engu hvort öll skot eru tekin með, bara skot af stuttu færi eða úr dauðafæri. Ég á erfitt með að sjá einhverja skekkju í þessum mælingum. Þeir léku leiki við sömu lið (nokkurn veginn) og menn vanda sig nú jafn-vel hvort sem Reina eða Mignolet stendur fyrir framan þá. Þessi statistík er því sú eina sem mark er á takandi!

  Enn vantar statistík um hversu mikið þeir eigna sér teiginn í háloftunum, ég hef enga slíka undir höndum en tilfinning mín er að Mignolet sé enginn sérstakur eftirbátur hjartans Spánverjans okkar.

  Kannski hefðu verið gott að fá tölur um fleiri tímabil aftur í tímann en ef við horfum fram á veginn gæti verið að Mignolet sé rísandi stjarna en Reina fallandi.

  Ég setti því ‘x’ við Mignolet vegna þess að svona blasir raunveruleikinn við okkur. Blákaldur og napur.

 22. Raunveruleikinn er kannski ekki napur en það sem ég á við er ég vildi helzt setja ‘x’ við gamla góða Reina vegna þess að það er djúpt á margra ára menkrösjinu.

 23. Komnir:

  Kolo Toure – Frítt
  Luis Alberto – 7m.
  Iago Aspas – 7m.
  Simon Mignolet – 9m.

  Farnir:

  Andy Carroll – 15m.
  Danny Wilson – ??
  Jamie Carragher – hættur

  Ef við segjum að Brendan hafi fengið 25 miljónir punda fyrir þessa leiktíð, þá er ca. 17 milljónir eftir í bankanum til þess að fjárfesta. Hvar á eftir að styrkja liðið?

  Miðvörður hlýtur að vera “must” og svo annað hvort bakvörður eða djúpur miðjumaður. Næsta mál hlýtur þó að vera að selja einhverja leikmenn á móti? Downing? Assaidi? Skrtel? Coates? Hvað halda menn?

 24. Maður vill að framherjinn sinn skori. Það er hægt að vinna vel fyrir liðið, vera sterkur leiðtogi, leggja upp og bla bla en at the end of the day á maðurinn að skora.
  Það sama á við um markmenn. Sama hversu góðir þeir eru á öllum sviðum þá vill maður að þeir verji á mikilvægum augnablikum….make big saves at big moments.

  Nú getur verið að Mignolet sé ekki eins mikill stjórnandi eða að sparka út úr markinu en ef hann er að verja úr dauðafærum þá á enginn eftir að sakna Reina.

 25. Flott að vera kominn með markvörð sem mun berjast við Reina um stöðuna. Samkeppni er holl, sást bara hjá De Gea þar sem hann var vonlaus á sínu fyrsta tímabil hjá Man Utd og var sífellt settur á bekkinn í stað Lindegaard, en í fyrra var hann besti markvörður deildarinnar.

  Besta við þetta er að ef Reina skyldi fara í sumar eða næsta að þá þurfum við ekkert að spá í markvarðarmálunum. Annars vona ég að Liverpool aðdáendur leggist ekki eins lágt og Chelsea aðdáendur og fari að stela söngvum og borðum um Mignolet.

 26. Babú gerði samt slæman leik að setja þetta lag um Mignole herna inná síðuna, þetta helvítis lag er buið að söngla i hausnum á mer stanslaust siðan í gærlvoldi…

  O MIGNOLE O MIGNOLE O MIGNOLE O MIGNOLE O MIGNOLE O MIGNOLE O MIGNOLE O MINGLOE O MIGNOLE O MIGNLEO O MIGNOLE O MIGNOLE

 27. Þetta lag er búið að vera pikkfast í hausnum á mér í allan dag. Eru einhver dæmi um það að liði taki leikmanna söngva frá öðrum liðum? Þetta er fáranlega gott.

 28. Verður Pepe ekki bara eitt ár í viðbót og kennir þessum sendingar og annað því hann vill örruglega gera gott fyrir Liverpool ég held það(vonandi)

 29. Er þetta ekki Liverpool núna bara?
  feitletraðir gætu hugsanlega verið seldir

  Suarez – Sturridge,- Borini ( Alberto – Aspas – Sterling )

  Lucas – Coutinho – Gerrard (Allen – Henderson – Shelvey )

  Enrique – Agger – Skrtel – Johnson ( Downing – K.Toure – Coates – Kelly )

  Mignolet ( Reina )

 30. Óþolandi hvað Suarez er sniðugur. Þetta player power er óþolandi en ekkert við þessu að gera. Hann og umboðsmenn hans eru að spila sínum spilum mjög vel út, búnir að gera forráðamenn Liverpool brjálaða, að því er virðist, og stuðningsmenn líka.

  Nú vilja allt í einu margir bara selja hann af því hann er fífl og það er líklega það sem hann vill, ef þessar fréttir eru réttar, að hann hafi byrjað að ræða við Real Madrid um kaup og kjör.

  Vel spilað Luis, ef þetta er málið verður þín ekki minnst mjög fallega hjá Liverpool. Ekki frekar en Torres. Þetta er sorglegt. held að enginn hefði orðið fúll ef hann hefði bara gefið út yfirlýsingu, sagst vilja spila í Meistaradeildinni og prófa sig í nýrri deild. Þakkar fyrir stuðninginn á erfiðum tímum hjá Englandi og fara formlega fram á sölu.

  Það hefði ekki verið neitt mál að hálfu stuðningsmanna amk, og hans hefði verið minnst af hlýhug, að mestu leiti, sem einn hæfileikaríkasti leikmaður sem hefur spilað í rauðu treyjunni.

  En ef þetta er málið, að hann fer á bakvið klúbbinn og vælir osfv, þá horfir þetta öðruvísi við.

  Tek það fram að ég mynda mér enn enga skoðun á málinu, treysti ekki þessum fréttum. Ennþá amk.

  Sjá frétt á Mbl.is sem vitnar meðal annars í Marca og Telegraph.

 31. Ef þessar fréttir eru sannar þá getur maður varla dulið vonbrigði sín með framgöngu LS7 í þessu máli öllu saman. Miðað við það sem á undan hefur gengið þá finnst manni æ ólíklegra að hann muni spila í rauðu treyjunni komandi haust.

  Ef að verður þá vona ég að við náum að kaupa klassa framtíðarvarnarmann og cover fyrir lucas í staðinn. Þetta mál er gríðarlega svekkjandi, sérstaklega þar sem klúbburinn hefur verið duglegur að bæta mönnum hópinn síðustu vikurnar.

  Ég skal viðurkenna það að ég hreinlega sé drenginn ekki spila aftur fyrir Liverpool.

 32. Held að maður bíði nú eftir því að Liverpool og Suarez tali saman áður en maður fer að æsa sig yfir einhverju sem kemur frá í Marca. Held að það sé verið að gefa þeim skítadreifara töluvert of mikið credit.

  Ef Suarez er búinn að semja við Real Madríd vona ég að klúbburinn neiti öllum boðum í hann frá þeim og láti hann spila næsta season, sama þó honum langi það eða ekki.

  Enn sem komið er kaupi ég ekki helminginn af þessu slúðri. Líklegra að þeir séu að semja út frá viðtölum hans í Uruguay.

 33. Suarez hefur engan rétt á að fara núna. Það er nákvæmlega sama í gangi með hann og Ronaldo á sínum tíma. Það að Real komi kallandi á ekki að vera nein ávísun á að taka upp ferðatöskuna. Hann er á samning hjá Liverpool og þeir hafa fullt leyfi til að neita tilboðum. Venjulegur gangur í svona leikmannavæli er að þeir taki allavega eitt tímabil til viðbótar áður en þeim er leyft að væla sig í burtu og er Suarez engin undantekning á því.

  Mér finnst klúbburinn hafa gert mjög vel hingað til og einungis sagt að hann er ekki til sölu. Það verður því engin sala og allavega engin útsala.

 34. Hmm… Mignolet fékk treyju nr. 22 þýðir það þá að Reina verði áfram ?

  er ekki alltaf markmaður nr.1 í treyju nr.1 ? 🙂

 35. Reina er nú í treyju 25 þannig að það er ekkert að marka það.

  En vitiði hvort að Liverpool gætu farið í hart við Real ef að þetta sé satt
  http://www.liverpool.is/News/Item/16236

  Segjum sem svo að Real og Suarez séu búnir að ná samkomulegi, geta Liverpool menn þá ekki kært Real ?

 36. Velti því fyrir mér hvort að ástæðan fyrir því að Luis Alberto sé ekki kominn með númer líka sé einfaldlega sökum þess að hann eigi að erfa sjöuna af nafna sínum…

 37. Luis Alberto er sagður bíða eftir treyju númer 11, sem gerist etv þegar Assaidi er farinn.

 38. ef að þetta er rétt með suarez sem sagt er þá ættum við að sýna honum hvar davíð kaupir ölið og láta hann spila með varaliðinu í vetur. Selja hann svo til Stoke eftir tímabilið.

  Menn eiga ekki að komast upp með svona kjaftæði.

 39. Ef Luis Alberto er að bíða eftir treyju númer 11 og Aspas var að fá treyju númer 9, er þá ekki nokkuð ljóst að það verða engin “stór” kaup í sumar?

  Aspas og Alberto er nokkuð spennandi en þeir eru varla menn til þess að fara (ef Suarez fer t.d.) með liðið á topp4 eða hvað haldið þið?

  Eða er pælingin sú að kaupa ekki fleiri sóknarmenn nema Suarez fari, þá nýjan sem fær númer 7?

  Kannski ætti maður svo ekki að pæla í þessum númerum, menn hafa alveg meikða það með töluna 32 eða 45 eða 20 á bakinu.

 40. Ingó
  Eins og gamla tuggan segir þá er ekki alltaf hægt að taka mark á youtube klippum. Eins er alltaf hægt að tryggja það að tónlistin sé ömurleg. EN ég gef þér það að þessi gaur lítur ofboðslega vel út. Listamaður.

 41. Suarez seldur á 40, DeuloFeu keyptur á 15, fær sjöuna, málið dautt.

  YNWA

 42. Láki!

  Ég yrði alveg sáttur við það.
  Þessi kappi á eftir að verða með þeim bestu það er ég viss um.

 43. Er það ekki alveg pottþett að sogur um að surez se með klasulu i samning um að hann megi fara fyrir 40 kulur se algert kjaftæði ??

  Real þykist ætla að fa hann fyrir minna en 40. Biddu halló eru menn i draumaheimi eða ? Ef einhver hja liverpool tekur tilboði uppa minna en 50 milljónir i drenginn þa a að loka þann aðila samstundis inna geðdeild og henda lyklinum af deildinni. Eg vill sja ollar menn setja 55-60 milljon punda verðmiða a hann og segja að hann fari ekki fet nema su upphæð se boðinn það er að segja ef hann er ekki með klàsulu sem eg trúi ekki að se satt.

  Menn eru víst eitthvað farnir að spa hvort suarez hafi akveðið að bíta ivanovich til þess að nota það sem afsökun að hann gæti ekki verið lengur a englandi og þyrfti að komast i burtu, ja það er spurning….

  Eg held við seum ekki að fa mkhiteryan en eg hefði sætt mig við að missa suarez ef við fengjum mkhiteryan og benteke i staðinn og jafnvel þennan kauða fra barcelona líka. ..

  Ef real ætlar að fa suarez þa finnst mer að viðeigum að biðja um 40-45 kulur og xabi alonso i kaupbæti….

 44. Echo segir í dag að Reina, Skrtel, Coates og Downing geti allir farið í sumar. Ofan á það er búið að selja Carroll og Shelvey er að fara líka + Assaidi Þá gætum við fengið tæpar 3 milljónir fyrir Tom Ince ef hann verður seldur.

  Samanlagt ættum við að raka inn um 61 milljón pundum; Reina (12), Skrtel (10), Carroll (15) Coates (5), Shelvey (5), Downing (8) Assaidi (3) og Ince (3). Þetta eru bara getgátur svosem.

  Búið er að kaupa: Aspas (8), Alberto (7), Mignolet (9) og Toure (0), samtals 24 milljónir. Gróft mat (maður veit aldrei nákvæmt kaupverð + bónusa osfv).

  Nettó gróði gæti því verið eftir þetta allt um 37 milljónir punda. Talsverður sparnaður í launum líka (Carra, Reina, Skrtel og Downing).

  Ef eigendurnir bæta við þetta 25 milljónum gætum við ennþá verið með 62 milljónir punda til að kaupa leikmenn, sem er slatti.

  Segjum að við kaupaum Mkhitaryan (25) og Papa (15) þá eigum við enn 22 milljónir eftir…. Og samt erum við enn með Suarez!

  Seljum Suarez á 48 milljónir og við eigum 70 milljónir. Tello, Delefeu og Wanayama? Kannski vinstri bakvörð líka. Það gætu samt þýtt of margar breytingar á einu tímabili…

  Vangaveltur. Sumarfrí framundan og lítið að gera í vinnunni 🙂

 45. Ef við höldum áfram og skoðum þá leikmenn eftir stöðum, eftir sölur, þá er hópurinn svona (eðlilega geta menn spilað aðrar stöður líka, Suarez getur spilað fremstur td og Henderson sem framliggjandi miðjumaður osfv):

  Framherjar: Sturridge. Borini.

  Framliggjandi miðjumenn/kantmenn: Suarez, Aspas, Coutinho, Suso, Sterling, Luis Alberto.

  Miðjumenn: Gerrard, Lucas, Henderson, Allen.

  Varnarmenn: Enrique, Johnson, Agger, Toure, Kelly, Wisdom.

  Markmenn: Mignolet, Jones.

  Auk þess tel ég ekki kjúklinga sem geta spilað ef í harðbakkann slær, eða í einstaka deildabikarleikjum osfv, td Coady, Flanagan, McLaughlin, Ibe, Morgan osfv. En okkur vantar alvöru gæði. Ég tel samt Kelly og Wisdom með í aðalliðinu. Myndi þó reyndar vilja lána bæði Suso og Sterling.

  Það er augljóst að það vantar ennþá meiri gæði í þennan hóp, en hvað er hægt að kaupa marga menn án þess að þurfa að segja ENN einu sinni, “þetta tímabil er bara svona til þess að menn geti spilað sig saman…tökum þetta bara næst.”

  Það gengur ekki. Það þarf að kaupa menn sem geta haft áhrif strax.

  Hvernig er best að eyða 60 milljónum til að bæta þennan hóp?

 46. Ég tel þetta frábær kaup.
  Mér fanst þessi gaukur alltaf næst besti markvörður deildarinnar á eftir okkar manni.
  Fáum hann á 9 millz, hvað fór DeGea á til united ? 17? og getur ekki rassgat!

Kop.is Podcast #39

Lagerhreinsun ReAct