Lagerhreinsun ReAct

ReAct hefur hafið lagerhreinsun á 2012-2013 búning Liverpool, en í boði er bæði aðal- og varabúningur félagsins.

Verðin eru geggjuð eins og sjá má hér fyrir neðan:

Treyjur, stutt- og langerma á aðeins 4.990 kr.
Stuttbuxur á aðeins 2.990 kr.
Sokkar á aðeins 990 kr.
Barnasett (3.mán-5ára), treyja, buxur og sokkar á aðeins 4.990 kr.

Sama verð er á aðal- og varabúningnum!

ReAct er í Bæjarlind 4, 201 Kópavogi, Sími: 571 9210, en einnig er hægt að versla á sömu verðum í gegnum vefverslunina á ReAct.is.

ReAct er með mesta úrval landsins af Liverpool vörum!

12 Comments

 1. Verslaði mér eina aðaltreyju langerma, mjög ánægður með þau kaup.

 2. keypti treyjur út í englandi í mai þar kostuðu þær 2770 krónur svo þetta er ekkert spes.

 3. óskar segir:
  28.06.2013 kl. 08:06 keypti treyjur út í englandi í mai þar kostuðu þær 2770 krónur svo þetta er ekkert spes.

  bættu við flugmiða á þessar 2770kr og spurðu þig aftur hvort er ódýrara 🙂

 4. Ef þú reiknar miðaverðið til englands inn í verðið á treyjunum hvað kostuðu þær þá?

 5. Komm on strákar,ég efast um að gæinn hafi gert sér sér ferð til Englands til að kaupa Liverpool treyjur þó áhuginn sé mikill!!!

 6. Væri til í að vita hvar hann fékk official LFC treyju á u.þ.b. 15 pund í Bretlandi áður en ég fer að röfla um hvort það sé rétt eða rangt að bæta við kostnaðinum fyrir fluginu til Bretlands í jöfnuna.

 7. verst að mér finnst treyjurnar hræðilegar annars myndi ég stökkva á þetta tilboð. og svo þarf ég að bíða í heilt tímabil í viðbót til að versla mér treyju, þar að segja ef grínistarnir í hönnunardeild Warrior Sport verða ekki búnir að finna sér annað lið til að gera grín af. því ef ekki þá verður biðin lengri.

Kaupin á Simon Mignolet staðfest

Opinn þráður – Gúrkutíð