Slúðrið að byrja

Það er lítið að frétta af Liverpool-liðinu þessa dagana. Menn eru sáttir eftir sigurinn á Spurs og búa sig undir næsta leik gegn Southampton eftir hálfa viku. Það er því um að gera að taka saman slúðurpakka, þann fyrsta fyrir komandi sumar sem nálgast óðfluga.

Tony Barrett hjá The Times segir að Rodgers sé að skoða eftirtalda leikmenn: Ashley Williams hjá Swansea, Stefan De Vrij og Bruno Martins Indi hjá Feyenoord, Hatem Ben Arfa hjá Newcastle (með möguleika á skiptum fyrir Andy Carroll), Christian Ericksen hjá Ajax og Lazar Markovic hjá Partizan Belgrad. Hann nefnir Williams og Ben Arfa sem helstu skotmörkin en auðvitað sé verið að skoða hóp leikmanna og enn ekkert öruggt í hverja verður boðið fyrst.

Þá nefnir hann að Rodgers sé að skoða möguleikann á að lána Suso á næstu leiktíð en að Raheem Sterling verði að sjálfsögðu í plönum hans. Barrett er nokkuð áreiðanleg heimild þannig að það er ágætt að hefja slúðurseasonið á honum.

David Maddock hjá Daily Mirror talar einnig um áætlanir Liverpool á leikmannamarkaði og vitnar í Rodgers um að mottó sumarsins verði „gæði, ekki magn“. Það hljómar vel í mínum eyrum. Að mínu mati er þetta leikmannahópur sem þarfnast 2-3 toppklassaleikmanna í viðbót, ekki hópur þar sem selja þarf fimm og kaupa sex. Carra fer, Suso er lánaður og 2-3 koma í staðinn. Þá er ég helsáttur með sumarið.

Þetta er opinn þráður, ræðið það sem þið viljið. Það er gaman að slúðra.

32 Comments

 1. Dominic King hjá Daily Mail talar einmitt um þetta líka og hann nefnir Kevin Gameiro og Tom Ince.

  Annars mjög spennandi nöfn sem þarna eru nefnd til sögunnar og manni hlakkar bara nokkuð til að félagsskipta glugginn í opnar í sumar ef þetta eru meðal helstu skotmarka félagsins.

 2. Ég er mjög ánægður reynist þetta rétt. Aðal skotmark Liverpool verður að vera miðvörður. Þar sem Carra hættir næsta tímabil þá höfum við einungis Coates uppá að hlaupa ef Agger eða Skrtel meiðast/fara í bann/eru lélegir. Það er einfaldlega ekki nægilega traustvekjandi í mín eyru. Spurning er þó hvort að Martin Kelly og Andre Wisdom fái að prófa sýnar stöður sem miðverðir með aðalliðinu.

  En að bæta við tveimur til þremur leikmönnum sem bæta liðið alveg eins og Sturridge og Coutinho hafa greinilega gert, þá er maður sáttur.
  Ég veit samt ekki hvort við þurfum á Cristian Eriksen halda. Það má ekki misskilja mig, mér hefur alltaf fundist hann frábær leikmaður og Liverpool hefði not fyrir hann, en ég ímynda mér að verðmiðinn á honum verði ekkert lítill. Með alla þá flóru miðjumanna sem við höfum, þá tel ég peningum betur varið annarsstaðar. Eins og staðan er í dag þá berjast Allen, Henderson og Shelvey um eitt pláss þar sem Gerrard og Lucas munu alltaf spila. Og í þeim tilfellum sem BR vill spila með Coutinho, Sturridge og Downing, þá er heldur ekki pláss fyrir neinn af þeim. Svo ég held að koma Eriksen sé ekki skynsamlegur kostur.

  Ég er hinsvegar mun spenntari fyrir Ben Arfa. Hann sé hann fyrir mér geta veitt downing samkeppni en með komu hans þá hefðum við Downing, Coutinho, Ben Arfa og Borini alla að keppast um tvö pláss. Og ekki má gleyma Sterling.

  Svo má ekki gleyma því að ungu strákarnir verða ári eldri og reynslunni ríkari og eðlilegt að þeir haldi áfram að fá hlutverk innan liðsins.

 3. Það er ágætt að byrja á þeim leikmönnum sem að eru líklegast á leiðinni út um hurðina.

  Skrtel held ég að sé á sínu seinasta tímabili nema að hann nái að heilla Rodgers seinustu vikurnar.
  Coates held ég að sé klárlega á leiðinni út enda hefur hann ekkert sýnt og við höfum Wilson, Wisdom og Kelly sem backup.
  Assaidi mun trúlegast yfirgefa félagið eftir misheppnaða dvöl hjá okkur. Hann býður ekki uppá neitt sem að Sterling getur ekki gert.
  Carragher leggur skóna því miður á hilluna.
  Jack Robinson hefur trúlega spilað sinn seinasta leik.
  Ég gæti séð John Flanagan yfirgefa félagið.
  Pacheco hefur væntanlega verið lánaður í seinasta sinn og hlýtur að verða seldur.

  Sem sagt 3 miðverðir og 2 bakverðir á leiðinni út að mínu mati, þannig að það ætti að liggja ljóst fyrir að það þarf að styrkja vörnina.

  Inn 2 stk varnarmenn, 1 stk miðjumaður og 1 stk sóknar/kantmaður

  Ég vil gæði en ekki magn.

 4. Ég veit ekki afhverju en ég hef aldrei haft mikla trú á slúðri í kringum Ashley Williams, sérstaklega ekki núna þegar Rodgers segir að hann sé kominn með mikið betra njósnarastarf heldur en hann var með í fyrra og mun betur í stakk búinn til að meta hvar hann þarf að bæta liðið og með hvaða leikmönnum.

  Ashley Williams er aldrei að fara ódýrt frá Swansea, hann er 29 ára og bara ekkert svona ofsalega góður þó hann hafi reyndar spilað vel í vetur og er á hátindi síns ferils. Held að slúður um þennan unga Hollending sem Rodgers hefur farið að skoða sé öllu líklegra.

  Við vitum engu að síður ekkert frekar en Tony Barrett hvað gerist í sumar. Rodgers er að segja alla réttu hlutina og þessi takmörk sem talað er um virka öll nokkuð raunhæf m.v. stefnu félagsins og verðmiða leikmanna.

  Annars held ég að takmarkið hvert einasta sumar sé og hafi verið að kaupa gæði frekar en magn, það verður ekkert öðruvísi í sumar og líklega losum við okkur við nokkra leikmenn og um helmingur þeirra sem kemur í staðin koma til með að finna sig. Næsta sumar er engu að síður risastórt fyrir félagið, við megum ekki við enn einum sumarglugganum sem fer nánast í vaskinn og fer ekki að skila neinu fyrr en í besta falli heilu ári eftir að kaupin voru frágengin. Eins vona ég að nánast enginn af þeim sem er að spila 15 eða fleiri leiki á þessu tímabili fari í sumar heldur verði bara byggt ofan á þetta lið og selt þá sem ekki eru að nýtast liðinu hvort eð er (Carroll, Coates, Assaidi + kjúklingar).

  Lykilatriði þar er auðvitað að byggja ofan á það sem við erum að gera núna, ekki breyta enn á ný fullkomlega um stefnu. Á síðasta tímabili spiluðu t.d. Kuyt, Maxi, Carroll, Bellamy og Adam allir stóra rullu en voru allir seldir eftir tímabilið. Hægt að réttlæta sölu á þeim öllum en þetta hjálpaði nákvæmlega ekkert til við að byggja upp stöðugleika.

 5. Ég held og vona að með komu þessa þjálfara sem vonandi mun verða hjá okkur í langan tíma (svo framarlega að hann standi sig auðvitað) að þá séum við loksins að fara að fá stöðugleika sem þarf til þess að ná árangri.
  Rodgers virðist vita hvernig leikmenn hann vill fá til liðsins og ef hann fær stuðning þá treysti ég honum fullkomnlega til þess að sjá til þess að liðið muni eflast með hverjum leikmannaglugga.
  Coutinho og Sturridge lofa góðu og ég vona að það verði frekar keyptir svoleiðis leikmenn heldur einhverjar oflaunaðar prímadonnur sem eru komnir á seinni hlutann á ferlinum.

 6. Las Hér að Manuel Iturra frá Malaga væri mjög líklega á leiðinni á free transfer. Sókndjarfur miðjumaður sem gæti þýtt að Shelvey verði látinn fara.

  Líst ekkert ægilega vel á Ashley Williams en það er ljóst að við þurfum 2-3 miðverði í sumar enda Carragher að hætta og Coates og Skrtel að fara sennilega líka. Við þurfum klárlega nýja Hyppia týpu í liðið. Einhvern góðan skallamann sem getur stjórnað vörninni.

  Svo þurfum við klárlega líkamlega sterkan miðju/varnarmiðjumann. Eitthvað verið að orða okkur enn og aftur við Feghouli hjá Valencia. Líst vel á það.
  Góðan vinstri bakvörð þurfum við sem og 1 alvöru sóknarmann. Ef við höldum svo Suarez, kjarnanum úr núverandi liði og liðsheildin góðri þá er alveg möguleiki að gera góða hluti á næsta tímabili.

 7. Nr.7

  Manuel Iturra er reyndar varnartengiliður en ekki sókndjarfur miðjumaður. Ef það er eitthvað til í þessu þá er klárlega verið að finna mann til að rótera/bakka upp Lucas.

 8. Fyrir utan að ég held að hann láti Shelvey seint fara. Hann fær örugglega a.m.k. eitt season í viðbót til að sanna sig.

 9. Það yrði sannarlega athyglisvert ef Ashley Williams yrði allt í einu liðsfélagi Suarez í ljósi þessara ummæla sem Williams lét hafa eftir sér „Suarez is arrogant, big-mouth, diver… I want to knock him out, blasts Williams“

  Williams þyrfti ekki að taka nema eina æfingu með Suarez að þá sæi hann hversu mikill snillingur, gæðablóð og einstakur karakter hann er að fyrstu ummæli Williams í fyrsta viðtali yrðu eitthvað á þessa leið.

  “Suarez is just unbelieavable and an amazing individual and of course an outstanding player who gives his all in every second he´s on the pitch and even on Melwood he´s always focused on improving and learning, what can I say…… I just love the guy!”

 10. Hvað um Xabi Alonso?, ekki buinn að skrifa undir samning ennþá við madrid og talaði um að langa að koma til Englands aftur, legend hjá félaginu elskar liverpool og er með gífurlega reynslu og á besta aldri. Mundi líka ekki vera dýr held ég, hef verið að sjá eitthvað slúður um það en ekkert sem er áreiðanlegt en vá hvað maður væri til í að fá þann kappa aftur heim.

 11. Væri til í Ince til að keppa við Downing… Ben Arfa væri sennilega bara fenginn ef við ætlum okkur að selja Downing, miðað við launa bracketið sem er í gangi hjá félaginu…

  Get séð Kelly taka við af Coates og djöfull væri ég til í Kolo Toure fyrir Carra (ólíklegt)…

  Get séð Brendan ná í einhvern spilandi miðvörð úr evrópuboltanum til að leysa Skrtl af hólmi…

 12. Ég er alveg óvenju bjartsýnn fyrir næsta glugga. Við erum alveg með nokkra menn sem við megum við því að losa okkur við til að losa um peninga. Við erum með sterkt byrjunarlið sem ég hef ekkert á móti því að hafa eins á næsta tímabili. Við munum þurfa nýja/n miðvörð/miðverði og við munum þurfa 2-3 leikmenn sem styrkja hópinn.

  Svo lengi sem við missum engan úr byrjunarliðinu í sumar, þá er ég bjartsýnn, því þetta lið sem er komið á skrið núna mun pottþétt bæta sig á næsta tímabili.

 13. Sammála með Xabi Alonso….kaupum bara hann…þá vinnum við deildina og förum svo í meistaradeildina og vinnum hana, Fergie fer í fílu og hættir og júnæded detta í dífu næstu árin… sándar gúdd fyrir mér ! 🙂

 14. Við þurfum 2 miðverði í liðið okkar í sumar. Þá fyrst fara mörkin að fækka eins og mörkin sem við fengum á okkur á móti tottenham ( það er að segja hár bolti inn í teig og ég að hlaupa inn í eldhús haldandi fyrir augun að vona það besta, gjörsamlega á tauginni) Og svo er ég ánægður með að flestir séu komnir með sömu skoðun og ég í þessu máli. Enda hef ég verið eins og rispuð plata síðustu 2-3 á með þessa skoðun mína. Og ef það er hægt að skifta á Carroll og Ben Arfa þá er það góður díll. Svo væri ég hrikalega til í á fá Alexis Sanchez, þessi náungi gæti leist margar stöður. Og að lokum kæru vinir þá held ég að við séum mikklu nær topp 4 liðunum en margir halda. Og hvað er svo að frétta af mönnum sem vilja reka BR??!!!!!!!

 15. Tek undir með Sigga #21

  Félagi minn sagði einmitt fyrir nokkrum árum síðan að liv þyrfti að huga að því að finna alvöru replacement fyrir Carra og vissulega var það gert með því að gera Agger og Skrtel að fyrstu kostum en því miður þá hafa meiðsli, brotthvarf leikmanna og á köflum ekki nægjanlega öruggar frammistöður gert það að verkum að við þurfum að styrkja þessa stöðu allverulega.

  Hvað aðrar stöður varðar þá held ég að það muni nú eitthvað líka ráðast af því hvort við komumst í Europa league. Ef það tekst ekki þá tel ég að mögulega verði stigið varlega til jarðar enn og aftur í þessum efnum…..ekki það að ég haldi að það sé neitt svo slæmt, liðið er að bæta sig og það er bara mikilvæg að hugsa til liðinna ára og muna að ef rétti maðurinn er ekki til staðar þá getur bara verið betra að bíða í staðinn fyrir að reisa sér hurðarás um öxl og hafa síðan ekki efni á rétta manninum þegar þar að kemur.

  Klúbburinn er á finni leið….það vantar ekkert svo mikið upp á að við nálgumst þau lið sem við berum okkur saman við.

 16. Ég held að það sé nóg að kaupa Zlatan. Hann verður meistari í öllum liðum sem hann fer til.

 17. Og hvað er svo að frétta af mönnum sem vilja reka BR??!!!!!!!

  Góður punktur Siggi Scheving

 18. Tek undir með Hjalta Magg #14, meistara Xabi myndi ég taka opnum örmum á Anfield hvenær sem er. Ég er líka á þeirri skoðun að þótt það sé frábært að kaupa inn unga og efnilega leikmenn með mikinn potential og hátt (líklegt) resale value, þá þurfi að blanda slíkum leikmönnum saman við “wise old heads”. Var ekki Gary Mac á 36. ári þegar hann kom? Ég horfi ennþá stundum á þessa hér til að ylja mér um hjartarætur:

  http://m.youtube.com/watch?v=6-bc0wWMNT0

 19. Þá er það staðfest. Spurs eru ekkert án Bale. Held að þjálfari þeirra hafa skotið sig í fótinn með því að segja að Suarez beri allt Liverpool liðið á herðum sér.

 20. Í upphafi árs vildu flestir að Liverpool myndi skipta Downing út fyrir annan leikmann. Vissulega hefur leikur hans snarbatnað, en í ljósi þess að hann verður 29 ára í sumar þá held ég að hann verði að sýna mikinn stöðugleika út þessa leiktíð til að tryggja áframhaldandi veru sína hjá klúbbnum.

 21. Get ekki beðið eftir leiknum á laugardaginn. Það er orðið svo virkilega gaman að fylgjast með liðinu spila eins og þeir hafa verið að spila undanfarið, Er að vonast eftir stöðugleika og góðu rönni hjá okkar mönnum núna. KOMA SVO….YNWA

 22. Pepe, Skrtel, Downing mætti alveg upgrade-a í byrjunarliðinu, backup í miðverðinum, fyrir Enrique og fyrir Lucas mætti bæta við og fleiri sóknarmöguleika hugsanlega?

  Það er hægt að styrkja liðið töluvert. Liðið er hörkufint á góðum degi en rosalega óstöðugt. Ég er helvíti mikið til í Ben Arfa á kantinn hjá okkur. Hann er baneitraður í góðu liði held ég. Væri illa gaman að sjá C.Eriksen koma þótt litlar líkur séu á því.

  Annars vona ég bara að það verði fundnir einhverjir góðir frá meginlandinu en ekki einhverjir miðlungs úr ensku deildinni.

  Hef trú á að liðið verði þokkalega fínt á næstu leiktíð. Finnst Liverpool skulda S.Gerrard eitt gott tímabil meðan hann er ennþá í heimsklassa. Hef áhyggjur af því að hann sé farinn að taka enska landsliðið fram yfir Liverpool eins og síðasta sumar þar sem hann gaf allt í botn og var hálfbúinn á því með okkur fyrstu mánuðina. Liverpool stendur og fellur töluvert með Gerrard sem er ekki alveg nógu sniðugt.

 23. Nr. 30
  Upphitun ætti að detta inn bráðum enda vinnudagur rétt að klárast. KAR var að mér sýndist kominn með bleikt svitaband á ennið og í skærgulan hlýrarbol tilbúinn í upphitun.

 24. Sælir/ar. Langaði bara að henda inn smá viðtali við Suarez, tekið fyrir Tottenham leikinn (en ótengt honum), fyrir þau ykkar sem hafa ekki séð það og hafið áhuga. Stutt viðtal, mjög uppörvandi og hann talar fína ensku orðið karlinn (byrar reyndar viðtalið á móðurmálinu).

  Indæll og einlægur gaur. Það er heilbrigð man-love í gangi hérna megin, við fyrstu sýn reyndar, og hann er ekkert að fara neitt á næstunni – sem er eins gott. Ég hef ekki verið hrifinn af leikmanni, á sama hátt, síðan ég dýrkaði Maradona þegar ég var lítill og horfði á hann spila. (ath. ég er ekki að segja að hann sé jafn góður og sá besti ever…)

  http://www.youtube.com/watch?v=w_SwoLXQZT0

Liverpool 3 – Tottenham 2

Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi