Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi

logolfcislÞað er að vora og þá er að sjálfsögðu komið að árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hátíðin verður að þessu sinni haldin á Grand-hóteli þann 13. apríl n.k. og sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar er enginn annar en Dietmar Hamann. Um er að ræða alvöru hátíð með þríréttuðum matseðli, veislustjórn og lifandi tónlist á eftir. Það verða leikir og vinningar í boði, barinn verður opinn og svo mun Didi að sjálfsögðu sitja fyrir svörum og eflaust verða spurður um allt sem tengist Istanbúl, Rafa og Houllier, Gerrard og þar fram eftir götunum.

Nánari upplýsingar má finna á vef Liverpoolklúbbsins eða á Facebook. Við hjá Kop.is hvetjum ykkur til að láta sjá ykkur enda er það eitt það skemmtilegasta sem við lendum í þegar dyggir lesendur/spjallarar Kop.is koma og kynna sig á árshátíðinni. Það er gaman að setja andlit við nöfnin sem maður les í hverri viku hér á síðunni. 🙂

Endilega látið sjá ykkur, þetta verður þrælgaman!

2 Comments

  1. Búin að taka daginn frá, strauja kjólinn, og bíð bara tilbúin…..það er nefnilega ekki
    oft hér á landi sem fullt af Liverpoolstuðningsmönnum eru saman komnir án þess að leikur sé í gangi.

    Þetta kvöld göngum við alla vega ekki ein.

    YNWA

Slúðrið að byrja

Southampton á morgun