EM og slúður – opinn þráður

EM á fullu og margt auðvitað að ræða þar, þrír LFC menn tóku þátt í skelfilegum leik Englands í gær, Gerrard og Johnson voru nú að mínu mati með skástu mönnum hjá enskum og það að Henderson kom inná þýðir að hann verður ekki með á ÓL sem er gríðarlega jákvætt.

En þá að slúðri sem er aðeins að fara af stað. Echoið fer reglulega yfir marktækt slúður og þar virðist áherslan liggja í vængframherjastöðunum. Daniel Sturridge og Salomon Kalou eru hávær nöfn í umræðunni, Rodgers þekkir Kalou vel og það virðast vera alvöru heimildir fyrir því að sá áhugi sé raunverulegur. Þarna er líka talað um að Daniel Sturridge vilji fara frá Chelsea og við séum að skoða það og síðan eru langsóttari miðlar að tala um Elijaro Elia hjá Juventus sem valkost í stöðunni.

Aquilani virðist á sama hátt vera staðráðinn í að fara til Ítalíu, sem er nú bara “ekki-frétt” í rauninni. Það hefur verið hans vilji núna í tvö ár og ljóst að hann hefur ekki áhuga á að spila í Englandi. Fair enough, vonandi bara klárast málið nú endanlega og karlinn þarf ekki að vera lánaður einn ganginn enn. Suso virðist verða lánaður næsta vetur til að fá mínútur og líklegast í dag er það 1.deildarliðið Bristol City.

Annars er allt opið í umræðunni.

84 Comments

 1. Hendi þessum póstum mínum hér inn á nýja þráðinn. Týpísk tímasetning hehehe:

  Hér eru tvær frábærar samantektir um Gylfa Sig eða Ziggy Stardust eins og hann verður bráðum kallaður. Biðst forláts fyrirfram ef einhver hefur linkað á þetta áður, enginn þrumuþjófnaður tilætlaður.

  Hin fyrri er tölfræðileg úttekt Paisley Gates á Ziggy og samanburður við SteG. Afar áhugavert.

  Svo hefur snillingurinn MilanKakaBaros tekið saman stórfínt myndband með töktum Gylfa í vetur, sérstaklega áberandi hversu góður víkingurinn er í stungusendingum ásamt skotvissunni alkunnu.

  Nú vantar bara einhvern af innanbúðarmönnunum með traust slúður til að fara að staðfesta hið óumflýjanlega

 2. Til viðbótar var áhugavert slúður í gær um þar sem verið var að linka okkur við 8 millu punda kaup á 20 ára afsprengi La Masia, pjakkur að nafni Cristian Tello. Öskufljótur vængframherji sem getur spilað beggja vegna vallarins, leikstíll í ætt við Sinclair sem Rodgers var með hjá Swansea. Beinskeyttur en ennþá hrár leikmaður og Barcelona ku vera til í að lána eða selja hann fyrir 10 mill evra, sérstaklega í ljósi þess að hann á 1 ár eftir af núverandi samningi.

  Þetta gæti að einhverju leyti verið letileg endurvinnsla á fréttum en LFC voru linkaðir fyrr í vetur við Tello og þá var Comolli bendlaður við þann áhuga. En þessi linkur tikkar í ansi mörg box um það sem LFC vantar, aldur, verð, taktík og leikstíl. Væri frekar úthugsað af Rodgers að fá ungan Barca-pjakk til að spila tiki-taka og eflaust hefur Segura grandskoðað kauða sem spilaði 22 leiki og skoraði 7 mörk í öllum keppnum í vetur.

  Í þessu þúvarpi þá kemur hann inná í Copa del Rey og setur 2 mörk í slátrun Barca á neðrideildarliðinu L’Hospitalet. Fylgdi ekki sögunni hvort leikmenn L’Hospitalet þurftu að fara á spítala eftir útreiðina.

 3. Kalou yrði þá enn einn leikmaður LFC sem breytir ekki leikjum og skorar lítið sem ekkert.
  Frekar vil ég Gylfa sem einmitt er svolítill x-factor.

 4. Joseph Musker
  Gylfi Sigurdsson will be an #LFC player when the transfer window opens in July, Swansea have admitted defeat in the race to sign him.

  Gaman að þessu!

 5. Kalou yrði þá enn einn leikmaður LFC sem breytir ekki leikjum og skorar lítið sem ekkert.

  @ Trausti Two Times (#3)

  Hann er nú ekki eins handónýtur þú gefur í skyn. Skv. wiki spilaði hann 244 leiki í öllum keppnum á 6 tímabilum með Chelskí og skoraði 60 mörk og með 40 stoðsendingar. Það er því mark eða stoðsending í yfir 40% leikja og það þrátt fyrir að í tæplega helming leikja kemur hann inn af bekknum. Goals/assists per mínútu er því nokkuð gott hjá honum. Hjá Feyenoord var hann með mark í öðrum hverjum leik áður en hann kom til Chelskí (42 mörk í 80 leikjum).

  Til viðbótar við þetta þá hefur hann oft verið að spila í toppleikjunum og byrjaði t.d. inná gegn LFC í FA Cup Final og í CL Final gegn Bayern. Hefur verið lunkinn við að setja mikilvæg mörk og skorað tvisvar gegn ManYoo, Newcastle og Everton ásamt hat-trick gegn Stoke og CL-mörkum gegn Inter, Benfica og Atletico Madrid. Þetta er enginn amlóði og vel yfir meðallagi.

  Hann minnir mann ansi mikið á Kuyt ef eitthvað er; vinnusamur, fórnar sér fyrir liðið, skorar mikilvæg mörk og jafnvel með betra markarecord en Dirk. Ég er sjálfur ekkert brjálæðislega spenntur fyrir honum en þetta er alveg gæðaleikmaður. Þó hann sé ekki world class þá er hann vel þess virði að hafa í sínu liði, sérstaklega á frjálsri sölu. Einnig er kostur að Rodgers þekkir til hans og að hann ætti að passa inn í okkar taktík og þá stöðu sem er vanmönnuðu hjá okkur. Við eigum hins vegar ekki að sprengja bankann til að fá hann og ef hann vill koma til okkar þá verður hann að sýna það og sanna.

 6. Mér skilst að þeir hjá Chelsea kalli hann Kalouless (clueless), held nú samt að þetta sé leikmaður sem við gætum vel notað. Einhver þarf að koma í staðinn fyrir Kuyt, það er ljóst.

 7. Leiðrétting:

  Dreg það til baka að Salomon Kalou sé máske með betra markarecord en Kuyt. Eru skuggalega líkir með þá statistík en Kuyt er með 0,249 mark í leik en Kalou 0,246 í leik 🙂 Genatískur arftaki Kuyt greinilega!

 8. Kalou er náttúrulega kantframherji, þannig menn eiga kannski ekki að vera að búast við 20 marka manni, fæstir kantframherjar sem eru þannig. Fínn leikmaður á free transfer

 9. Þeir sem vilja sjá Gylfa í illa photoshoppaðari LFC treyju geta leitað upp FB account séð og heyrt eða séð forsíðu í verslun sem selur þetta sorp.
  Verður samt að segja að þrátt fyrir að þetta photoshop sé ekkert til að hrópa húrra yfir þá er kallinn flottur í LFC treyjunni!

 10. “…Henderson kom inná þýðir að hann verður ekki með á ÓL sem er gríðarlega jákvætt.”
  Af hverju er það jákvætt. Maðurinn er afleitur knattspyrnumaður. Vonandi að Rodgers geri það bærilegt fyrir mig að horfa liðið mitt aftur. Stór liður í því yrði að losa okkur við Henderson.

 11. Ég er akkúrat ekkert spenntur fyrir Kalou. Hann kæmi reyndar frítt og er fínn squad player. En ég held að hann yrði í sama hlutverki hjá LFC og hann er í hjá Chelskí. Ekki reglulegur byrjunarliðsmaður og kemur frekar inn af bekknum. Er það nokkuð sem hann er að leitast eftir?

  En mér finnst hann betri en Kuyt. Mun betri á boltanum og með betri hlaup. Öruggara skot líka.

 12. Helgi #12

  Hvað ertu að meina ? Ég get skilið að menn hafi pirrast á því á stundum að hann væri ekki nægjanlega afgerandi en gæjinn er 21 árs og sýndi takta sem gætu leitt hann til þess að verða framúrskarandi bæði í deildinni og landsliðinu.
  Hann er nú þegar einn mest metnasti leikmaður enska “set-up”sins þar sem hann hefur leitt u-21 liðið sem fyrirliði. Það gefur til kynna að drengurinn sé andlega vel þroskaður og svo sér maður á leik hans að hann hefur “engine” eins og ungur Steven Gerrard sem vonandi kemur til með að klikka við pressuboltann sem boðaður hefur verið. Hann hefur líka sýnt útsjónarsemi í sendingum á loka þriðjungnum og svo er ég líka mjög hrifinn af fyrstu snertingar þríhyrningum sem hann reynir út um allan völl og held að BR sjái mikil tækifæri í honum.
  Það er öllum ljóst að hann getur bætt sig helling enda ungur en ef þið hafið sé 188bet challenge vídjóin þá er það sönnun fyrir því að “touchið” er til staðar.
  Ég held að hann eins og margir hafi þjáðst af skorti á sjálfstrausti á síðasta tímabili en hann þarf að hafa meiri trú á að geta tekið leikina hálstaki og “impose himself”.
  Að lokum held ég að hann hafi spilað meira á síðasta tímabili en reiknað var með og svo sáum við öll hversu mikil sóun það var að spila honum á kanntinum og því finnst mér ósanngjarnt að dæma hann út frá því enda hann bara fylla upp í stöðu sem þjálfarinn bað hann um.

  Ætla ekki að þykjast vera alvitur en þetta með Hendo finnst mér liggja í augum uppi og það er í raun ótrúlegt hvað margir setja hann undir sama hatt og Downing+Adam sem misheppnuð kaup.
  Strákurinn er með skottið fullt af hæfileikum og miðað við aldur þá hef ég akkurat engar áhyggjur af honum.

  Held að hans aðal gagnrýnendur séu þeir aðdáendur sem BR talaði um sem grúppu nr. 3.
  “The third group are the critics and you never change them ever. Ever. If you win 4-0 it should have been five, if you win the league you should have won three. But I will never worry about that group, because you can never affect them.”

  Það dugir engin óþolinmæði á Anfield næstu árin enda margoft komið fram í máli allra sem standa að klúbbnum að við erum í uppbyggingar ferli og ég er rúmlega 100% viss um að Hendo er ætlað stórt hlutverk í þeim áætlunum.

 13. æji VÅÅÅ getur ekki bara komind 1. july NUNA !

  eg vinn i tannig vinnu ad eg er a netinu allan daginn, tad ma allveg fara ad gerast eitthvad, og eitthver adeins meira spennandi nøfn.
  af øllu tessu er eg lang spenntastur fyrir Gylfa, hef engan åhuga a neinum ødrum sem hefur verid nefndur til søgunar.. kominn timi a ad syna okkur stjørnurnar!

  when the sun goes down, the stars come out 😉

 14. Helgi #12.

  Það er svo gaman að endurtaka en mig langar að benda þér á eitt sem ég er búinn að segja svona 10x núna hérna á kop. Drengurinn er 22 á árinu og hefur þegar öðlast mikla reynslu í PL. Jú hann átti vissulega ekki stjörnu tímabil seinasta tímabil en hvaða Liverpool leikmaður átti það sem lék fyrir framan vörnina?

  Að við séum að afskrifa leikmanninn einungis eftir eitt tímabil er alveg fáranlegt. Þarf ekki að endurtaka aldurinn aftur. Hefði verið hlustað á menn eins og þig væri einn okkar langbesti leikmaður ekki með okkur núna. Við úthrópuðum Lucas Leiva þegar hann var á aldrinum 20-22 en eftir að hafa sýnt traust af Liverpool allan þennan tíma sannaði drengurinn sig svo sannarlega.

  Einnig man ég eftir að hafa lesið einhverntíman að Henderson væri alltaf seinastur af æfingarsvæðinu því hann væri sjálfur að reyna bæta sig og legði mikinn metnað í allar æfingar. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það en ef þetta reynist rétt þá hef ég fulla trú á stráknum. Við megum ekki krossfesta þessa ungu stráka ef þeir eru ekki okkur bestu leikmenn strax á fyrsta tímabili.

  Svo er spurning hvað þú vilt í staðin og gæti verið betra? Ef við seljum Henderson núna mun það að öllum líkindum verða á lægra verði en hann var keyptur. Svo spurningin er, viltu selja hann á undirverði og fara leita að miðjumanni sem allt eins er ekkert betri. Við verðum að átta okkur á því að Liverpool er ekkert að fara berjast um þessi langstærstu bita sem allir slefa yfir.

  Sjálfur vill ég frekar halda 22 ára gömlum Henderson með góða reynslu af ensku deildinni og af PL heldur en að fara leita að leikmanni sem kostar örugglega slatta og við höfum ekkert frekari hugmynd hvort hann passi í liðið eða ekki.

 15. Held að menn verði að átta sig á því að efst á dagskrá hjá Rodgers er að mynda sem fyrst sterka liðsheild og innleiða sína taktík og leikskipulag. Hans kaup munu endurspegla það og því væri eðlilegt að sjá leikmenn sem hann gjörþekkir eða passa í hans taktík koma til LFC.

  Eflaust mun hann gefa sér betri tíma í að skoða og meta leikmenn með hærri verðmiða ásamt því að við munum ekki eyða stórfúlgum í sumar útaf efnahag og CL-fjarveru. Leon Britton hjá Swansea kostaði bara 400 þús.pund en var með eina bestu sendingarprósentu í Evrópu á sl. tímabili. Hærri en Xavi hjá Barca.

  Gylfi, Kalou og Borini eru kannski ekki stærstu nöfnin en gætu samt verið stórfínir í að þétta raðirnar og innleiða hans leikskipulag. Þannig mun Rodgers líka reyna að ná sem mestu út úr þeim mannskap sem fyrir er hjá klúbbnum.

  Pælið í þessum “efnahagsreikning” fyrir sumarið ef við gefum okkur að eitthvað af þessum sem linkaðir eru við okkur kæmu:

  INN
  Gylfi fyrir 7 mill. og 40 þús.pund í laun
  Tello fyrir 8 mill. og 40 þús.pund í laun
  Borrini fyrir 8 mill og 60 þús.pund í laun
  Kalou fyrir 0 mill og 80 þús.pund í laun
  Diame fyrir 0 mill og 40 þús.pund í laun

  Samtals 23 mill út og um 260 þús.pund í laun

  ÚT
  Kuyt fyrir 1 mill og 90 þús.pund í laun
  Aqua fyrir 3 mill og 80 þús.pund í laun
  Maxi fyrir 1 mill og 80 þús.pund í laun

  Samtals 5 mill inn og um 250 þús.pund í laun

  Samanlagt væri heildareyðslan bara um 18 millur og launapakkinn sambærilegur. Samt værum við búnir að yngja upp í mannskapnum og með 5 leikmenn í stað 3 (aukin breidd). Ef að heildareyðsla sumarsins ætti að vera um 30-40 millur þá væri peningur eftir fyrir ein stórinnkaup á bilinu 15-20 millur. Enn fleiri möguleikar ef að Downing væri fórnað og seldur fyrir 12 millur eða svo.

  Þetta væri fyrir mér afar vel heppnuð innkaup.

 16. Hlutirnir mega nú alveg fara gerast hraðar hjá okkur. Rauðnefur er nú þegar búinn að kaupa Kagawa og Nick Powell.

 17. Varðandi Henderson í vetur fannst mér eitt helsta vandamál hans vera það að hann virtist ekki vera nægilega viss um hlutverk sitt í liðinu. Oftast spilaði Henderson á hægri kanti og stundum virtist hlutverk hans vera að færa sig inn á miðjuna, á meðan Suarez spilaði ákveðið sóknarhlutverk hægra megin. Henderson hafði líka varnarhlutverk um að covera bakvarðarstöðuna þar sem greinilegt var að Johnson og Suarez var ætlað að sækja hægra megin.

  Johnson og Suarez voru mikið frá og þannig virtist hlutverk Henderson breytast mikið milli leikja, var líka færður inn á miðjuna þar sem hann stóð sig yfirleitt betur.

  Svipað vandamál virtist vera að hrjá Adam eftir að Lucas meiddist, þá bættist á hann varnarskylda sem varð einhvern veginn til þess að hann var hvorki að spila sem varnartengiliður né leikstjórnandi.

  Keny Dalglish sýndi það í vetur að hann er ekki lengur sérlega klókur taktíker og var einfaldlega ekki að ná því besta út úr mannskapnum.

  Nýi stjóri okkar er þekktur fyrir gott skipulag og í Swansea liðinu virtist hver maður vita nákvæmlega sitt hlutverk. Fyrst BR gat komið Joe Allen í hóp bestu miðjumanna í úrvalsdeildinni þá held ég að hann geti gert Henderson að öllu því menn vonuðust eftir að kaupverð hans myndi skila.

  En veit einhver hvers vegna Kalou samdi ekki við Chelsea?

 18. Rólegir hvað varðar Henderson. 1.tímabil manna er alltaf erfitt og sérstaklega hjá stórliði einsog LFC.
  Ég sé fyrir mér hann,Gerard og gylfa fyrir framan sem best spilandi miðju ensku deildarinnar á komandi tímabili.
  Með vonandi tello eða kalou á hægri og Stewart á vinstri. með svo snillingin luiz frammi sem á pottþétt eftir að springa út með þessa menn sér við hlið.
  Nú er ég viss um að eitthverjir brosi en ég held að luiz eigi eftir að springa út næsta tímabil, alvöru bolti fær hann í lappirnar og gerir allt vitlaust.. þannig er hann bestur, og verður bestur í ensku deildinni næsta tímabil í þessum tiki taki bolta.
  Næsta ár leggst gríðarlega vel í mig ég er mjög bjartsýnn á að sá stóri láti sjá sig og mer finst við eiga það skilið.. (spurning hvað FA segir )
  LFC

 19. Kalou yrði að mínu mati mjög fínn kostur fyrir okkur í þessa kantframherjastöðu. Ég hef verið nokkuð hrifinn af honum en skil samt mætavel ef stuðningsmenn Chelsea hafa verið pirraðir á honum stundum enda á hann það til að taka rangar ákvarðanir og bregðast bogalistin (svipað og með Theo Walcott) en er samt mjög góður leikmaður.

  Ég tæki honum fagnandi til Liverpool ef hann væri til í að koma hingað á sanngjörnum launum. Klárlega leikmaður sem við gætum notað en hann toppar ekki óskalistann minn.

  Eins og Peter Beardsley talar um þá er alls ekki ólíklegt að Rodgers muni leita til leikmanna sem hann hefur áður unnið með eða þekkja til kerfis/stíl sem hann vill að lið sín spili. Dæmin sem hann nefnir svo eru mjög góð og sýna það hvernig hægt væri að styrkja liðið töluvert í sumar án þess að vera að eyða einhverjum heilum helling af pening. Ef þetta dæmi gengi upp og þetta yrðu sumarkaup Liverpool þá verð ég að segja að ég yrði bara nokkuð sáttur.

  Mig minnir að ég hafi einhvern tímann lesið Rodgers segja það að þeir leikmenn sem hann vill hafa í sínum liðum eru menn sem eru með góða fótboltaheila eru útsjónarsamir, duglegir og góðir í að spila boltanum. Þetta mun að ég held einkenna svolítið kaup Liverpool í sumar.

 20. @ David Ingi (#21)

  Lestu innlegg nr.2 í þessum spjallþræði, þar skrifa ég um Tello.

  Borini er ungur ítalskur landsliðsmaður sem var í Chelskí og Rodgers þekkir frá tíma sínum með varaliðið þar. Var linkaður við okkur nýlega.

  Persónulega líst mér frábærlega á Gylfa, ágætlega á Kalou og Tello en ekkert spes á Diame eða Borini. En málið er ekki nákvæmlega hvaða dæmi maður tekur heldur þá staðreynd að við getum ekki eytt stórum upphæðum í 1-2 menn eins og staðan er í sumar. Við verðum að vera útsjónasamir og snjallir.

  Margir verða að sætta sig við það að stærstu nöfnin koma líklega ekki til Anfield í sumar. En það er ekki þar með sagt að þeir leikmenn sem kosta minna eða séu lægra skrifaðir geti ekki gert gagn í heildarmyndinni eða jafnvel orðið stjörnur. Ég treysti Rodgers vel til að ná meira en margur annar út úr þeim mannskap sem hann stýrir. Gefum honum og hans valkostum séns.

 21. Borini var einnig lánaður til Rodgers hjá Swansea á síðasta tímabili og skoraði einhver 6 mörk í 8 leikjum held ég. Þ.á.m. í úrslitaleiknum í umspilinu.

 22. Ég vill sjá Liverpool reyna fá Dzagoev, hann virðist hafa allann pakkann og myndi henta þessum bolta hjá okkur. Hann á ekki nema 6 mánuði eftir af samningi sínum.

 23. Það eru margir spennandi kostir í stöðunni og gaman að sjá nýja tegund af leikmönnum orðaða við félagið, snöggir teknískir leikmenn.

  Ibrahim Affaley hjá
  Tello hjá Barcelona
  Eljero Elía hjá Juventus
  Sturridge Hjá Chelsea
  Fabio Borini hjá Roma
  Gylfi hjá Hoffenheim

  Allt eru þetta ungir strákar sem hafa alla burði til þess að verða klassaleikmenn.
  Flestir mjög snöggir og allir góðir með boltann.
  Ég er allavega orðinn ansi spenntur fyrir sumrinu.

 24. Dave Maddock á Mirror með frétt í kvöld um að Gylfi fari til Liverpool að loknum kurteisisspjalli og virðingarvotti við Swansea. Maddock oft sæmileg heimild á Merseyside.

  Diame líklega á leið til West Ham. Spurning hvort það þýði að þeir fylgi ekki eftir téðum áhuga sínum á Claudio Yacob sem ég hef mun meiri áhuga á sem varnarsinnuðum miðjumanni en Diame.

 25. Maddock oft sæmileg heimild á Merseyside.

  Sérstaklega þegar hann skellti upp fyrirsögninni “RACIST” með mynd af Suarez. Klassablaðamaður þarna á ferð. Myndi skeina mér með hans skrifum ef ég hefði aðgang að þeim á pappírsformi.

 26. Vá hvað ég varð pirraður þegar ég las comment #12 frá Helga!
  (Fékk svona tilfinningu eins og þegar konan mín segir að það séu bara afgangar í matinn í kvöld)

  Það er í lagi að hafa skoðanir en að láta svona lagað útur sér er hrein skita!

  15 og #17 sögðu það sem ég hugsaði.

  Annars er ég nokkuð hress bara.. en þú? 🙂

 27. @ Elías (#31)

  Ég sagði að hann væri sæmileg heimild en ekki að hann væri klassablaðamaður eða að hans skoðanir væru góðar. Stór munur þar á. Maddock og Mirror fóru algerlega yfir strikið í Suarez-málinu og eiga skömm skilið fyrir það en það gerir hann ekki marklausan þegar kemur að miðlun upplýsinga sem hann hefur aflað. Hefur verið skríbent á Merseyside í áratug eða meira, með góðu og illu. Annars eru fréttir varðandi Gylfa allar á einn veg þannig að vonandi er þetta byggt á góðum heimildum.

  Svo geturðu nálgast erlend dagblöð í Eymundson eða prentað út skrifin hans Maddock ef þig langar að gera alvöru úr síðustu málsgrein þinni.

 28. En hvernig er það, er Kenny ekki farinn að skrifa pistla í Mirror?

 29. @Peter Beardsley

  Takk kærlega fyrir tetta vinur
  og thumb upp fyrir sidustu malsgrein tina i commenti 34 hahaha

 30. 35

  En hvernig er það, er Kenny ekki farinn að skrifa pistla í Mirror?

  Jú, merkilegt nokk. Kannski misminnir mig, en voru blaðamenn frá Mirror ekki bannaðir á Anfield í stuttan tíma eftir þessa racist fyrirsögn þeirra og skrif almennt í Suarez-Evra málinu ?

  Annars vona ég virkilega að það sé fótur fyrir þessu Gylfa slúðri, flottur leikmaður sem væri “stuldur” á 6-7 mp.

 31. eg held ad eg tori ad leggja allt undir a ad Gylfi komi til Liverpool i sumar !!
  eg held ad eina sem muni stoppa tad væri ef scum mundu bjoda i hann

 32. Eftir að hafa horft á enska parkera bussinum i markteignum á móti frönskum þá tók ég eftir að Gerrard var að spila stórleik sem varnarsinnaður miðjumaður og þarf þá nokkuð að vera að spá meira í þá stöðu hjá Liverpool.
  Gerrard getur bara leyst Lucas af ef á þarf að halda og nota frekar þessa litlu peninga sem FSG virðast eiga i fljóta sóknarmenn.

 33. Umbinn hans Kalou opnar á að hann komi til Liverpool skv. Liverpool Echo. Það virðist því ekki rétt sem Schalke talaði um að hann vildi endilega yfirgefa England. En ekkert formlegt gerst ennþá.

  Linse said: “There are conversations going on, and of course when that is happening then you must be careful what you say.

  “Liverpool can speak for themselves, and Schalke can speak for themselves. That is fine.

  “Of course Liverpool is a very big club, in terms of support and in terms of history.

  “It is definitely positive to hear that a big club like them are showing an interest in Salomon, though it is too early to say anything definitive at this stage.”

 34. @LFC_210
  @Birkir Örn Pétursson

  Ég vona að þið hafið rétt fyrir ykkur. Hef þó lúmskan grun um að svo sé ekki.
  Ég hef ekki lagst í neina rannsóknarvinnu en langar að spyrja að einu: Hversu algengt er það í afreksknattspyrnu (þá er ég ekki að tala um þegar Ísland tekur U-21 landliðið fram yfir A-landsliðið) að framtíðarstjörnur séu enn í yngri landsliðum þjóða sinna þegar þeir eru orðnir 21 árs?

 35. Ég held í fullri alvöru að Mirror hafi ekki frétt nokkurn skapaðan hlut um Gylfa Sigurðsson og þar sem Dave Maddock, blaðamaður með litla sem enga virðingu meðal stuðningsmanna LFC eftir þennan vetur, er á bak við þetta býst ég fastlega við að hann hafi fyrst núna verið að þýða frétt mbl.is og rúv.is frá því um daginn. Enda kemur nákvæmlega ekkert nýtt fram í frétt Mirror þó það hljómar reyndar mjög furðulega að mínu mati að leikmaður “vilji ekki” semja við Liverpool strax þar sem hann þarf að afsaka sig persónulega við nýjan þjálfara annars liðs fyrst, þetta virkar ekki svona!

  Álit mitt á Mirror hefur aldrei verið mikið þó þar leynist góðir pistlahöfundar inn á milli eins og Brian Reade, en þeir þjóna hagsmunum Mirror fyrst og fremst og Reade fannst mér m.a. sýna það í vetur er hann sökk á wich hunt vagninn gegn Suarez, en fá blöð í heiminum voru eins hlutdræg í umfjöllun sinni og The Mirror, löngu áður en “dómurinn” kom út. Þegar ég segi dómurinn þá er ég auðvitað að meina þessi skýrsla um Suarez málið sem var ekkert annað en eitt versta cover up í seinni tíð sem fjölmiðlar og almenningur stukku á með öllu gagnrýnislaust án þess að þar væri að finna neinar sannanir.

  Þegar íslensku miðlarnir sem við treystum, Echo eða opinbera síðan segja eitthvað nýtt um Gylfa skal ég trúa því, ekki Maddock á The Mirror.

  Annað, varðandi Kalou

  “It is definitely positive to hear that a big club like them are showing an interest in Salomon, though it is too early to say anything definitive at this stage.”

  Þetta hljómar ansi mikið eins og umboðsmaður að auglýsa sinn leikmann, veit ekki hvað það er en ég er mjög lítið spenntur fyrir Kalou og grunar að hann endi á ítalíu eða jafnvel í Tyrklandi eða álíka deild. Grunar að hann sé mjög dýr free transfer leikmaður.

 36. Tökum bara dæmi um síðasta sumar hjá nokkrum landsliðum:

  Danmörk:
  Christian Eriksen

  England:
  Chris Smalling
  Danny Welbeck
  Daniel Sturridge
  Kyle Walker
  Jack Rodwell

  Spánn:
  Javi Martinez
  Bojan
  Mata
  Capel
  De Gea
  Thiago
  Muniain

  Dæmin eru endalaus hreint út sagt, þannig að þessi punktur hjá þér heldur ekki vatni.

 37. @ Babu (#43)

  Enda sagði ég bara “sæmilegur”, ekki örugg, skotheld eða góð heimild. Bara sæmileg 🙂 Held að næsta allir hér skilji stigsmuninn á marktækni heimildanna sem er í ágætri fylgni við gæði á miðlunum sjálfum. Allir fullorðnir og með fattarann í gangi.

  Þessi frétt, endurunnin eða með upplýsingamola að baki, kveður fastar að orði um að Gylfi komi til LFC og talar um að Gylfi vilji sýna Swansea “respect”. Þess vegna er hún fréttnæm eins og sést á enduvarpi 443.is, fotbolti.net og allra annara íslenskra sportmiðla um þetta. Ég var nú bara að gera nákvæmlega það sama og miðla þessu til Kopverja.

  Eftir því sem ég hef lesið á spjallborðum RAWK og This is Anfield þá mælist það bara vel fyrir ef satt er og sýni ákveðinn klassa hjá Gylfa og Rodgers. Þar hefur líka lítið borið á því að menn séu að skjóta sendiboðann (1-2 komment um Maddock) heldur aðallega vonast eftir að fréttin reynist rétt og að Gylfi komi til okkar. Enda nokkuð ólíklegt að Maddock sjálfur hafi staðið fyrir fyrirsögninni sem mest fór fyrir brjóstið á okkur Púlurum, venjulega í höndum ritstjóranna. Fyrirsögnin fór illa með baklandið hans Maddock og ekki honum til hagsbóta. Mirror voru hins vegar líka með fyrirsagnir eins og þessa.

  Annars er ansi merkilegt að King Kenny er ekki móðgaðri út í Mirror en svo að hann skrifar núna pistla þar. Er KKD þá orðinn ómarktækur og léleg heimild? hehehe Maddock er ekkert merkilegur pappír og Mirror ekki heldur þó þeir séu í raun skástir af götublöðunum. Er ekki í eigu Murdoch sem er plús og oft verið mjög virðingarverðir í umfjöllun um stríðsátök, pólitík o.fl. Líka þessi snilld. En það voru líka pistlahöfundar á Guardian, Times og fleiri miðlum sem fóru offari í Suarez-málinu. Ég ætla ekki að fara að afskrifa allt sem þaðan kemur fyrir því. Menn mega ögn slaka á í upphlaupunum. Sumir slá reyndar aldrei hendinni á móti góðri móðgun. Það er bara þeirra mál.

 38. Það væri frábært að fá Gylfa. Myndi létta mína lund eftir vonbrigðin með brotthvarf Dalglish. Skiptir í mínum huga engu að hann sé Íslendingur. Hefur allt að bera sem góður knattspyrnumaður og með toppstykkið í lagi. Er nákvæmlega leikmaður sem ég held að Liverpool þarfnast. Maður sem leggur upp mörk og er alltaf líklegur komist hann í skotfæri.

  Fyrir utan þessar fréttir finnst mér lítið spennandi að gerast hjá liðinu. Blasir við að Kanarnir hafa ekki mikil fjárráð og ekki reiðubúnir að leggja mikinn pening í félagið. Það er reyndar ótrúlegt að fylgjast með því hvað þeir sleppa í umræðunni. Getuleysi þeirra er svo yfirþyrmandi augljóst.

  Eitthvað það alsúrasta sem ég hef heyrt er svo vangaveltur um að selja Henderson. Ungur leikmaður sem stóð sig oft á tíðum ágætlega á síðasta ári. Algjörlega framtíðarmaður og mun væntanlega spila flesta leiki liðsins á næstu leiktíð. Ef svo fer sem horfir að hvorki leikmenn né þjálfarar fái meira en eitt ár til að sanna sig þá mun Liverpool eiga erfitt uppdráttar í framtíðinni.

  Ég hef ákveðið að styðja Rodgers með ráðum og dáðum á næstu leiktíð. Fyrst og fremst vegna þess að hann gerði það að skilyrði að ekki myndi starfa yfir honum yfirmaður knattspyrnumála. Einhver heimskasta hugmynd sem ég hef heyrt undanfarið. Enn líka vegna þess að hann mun halda áfram því góða starfi sem Kenny Dalglish hóf hjá Liverpool. Kenny vildi að liðið myndi halda boltanum og spila með jörðinni. Kenny varði leikmenn sína fram í rauðan dauðann. Kenny byggði liðið sitt upp á ungum leikmönnum og var að byggja upp til framtíðar. Það mun Rodgers gera líka.

  Nú er boltinn hjá eigendum félagsins.

 39. 45

  Ég ætla ekki að fara að afskrifa allt sem þaðan kemur fyrir því. Menn
  mega ögn slaka á í upphlaupunum. Sumir slá reyndar aldrei hendinni á
  móti góðri móðgun. Það er bara þeirra mál.

  Ég held að það sé alls ekki verið að skjóta á þig – og þetta er eflaust betri og traustari heimild en caughtoffside, goal.com og þess háttar rusl. (sama á við um 433.is og fotbolta.net – sem er sama síða, bara sitthvort lúkkið). Frekar undirliggjandi pirringur út í Mirror menn, og þá sérstaklega títtnefndann Maddock, sem átti verstu fyrirsögn Suarez-Evra fíaskósins, og var úr mörgum að velja (burt séð frá því hvort hann hafi valið hana eða ritstjórinn).

  Skulum bara vona að það sé e-h sannleikskorn í þessu, flestir virðast vera að notast við þessa frétt Mirror í morgun. Sbr slúðurpakki BBC:

  Phil McNulty?@philmcnulty

  And more on Gylfi Sigurdsson to Liverpool today – a move that has
  grown increasingly likely since Brendan Rodgers switched to Anfield

  Annars tek ég undir með Steina í #44, Helgi hefði kanski átt að leggjast í smá rannsóknarvinnu – já eða bara leggja höfuðið í bleyti 😉

 40. Fyrst þetta er opinn þráður, þá langar mig að spyrja Ingimund (33):

  Þú verður pirraður ef konan þín segir að það séu bara afgangar í matinn í kvöld … – eldarðu þá ekki bara sjálfur og verður ligeglad? 🙂

 41. Svosem sammála um að dæma ekki blöðin bara út frá Suarez málinu enda var Mirror ekkert merkilegur pappír fyrir herferð þeirra gegn Suarez. Ekki Maddock heldur. Eins er ég alls ekki að lasta þig neitt fyrir að benda á þessa frétt hérna á kop, alls ekki. Var bara að segja mitt álit á því hversu marktækur þessi miðill væri og hversu lítið (ekkert) nýtt kemur þarna fram.

  Það sem Suarez málið gerði ágætlega samt var að minna mann á afhverju breska pressan er svona lágt skrifuð hjá fólki og velja úr þá blaðamenn sem maður tekur ekkert mark á. Þetta var bara eitt mál af mörgum þar sem reynt er að taka mann af lífi án þess að fyrir því sé mikill fótur. Nokkrir blaðamenn á Guardian tóku t.a.m. mjög góða dýfu í því máli fannst mér sem og hjá The Times þó þar held ég að umfjöllunin hafi verið á aðeins hærra plani (dettur samt ekki í hug að borga fyrir að lesa þetta blað).

  Já og varðandi fyrirsagnirnar þá er þetta einhver versta afsökun blaðamanna sem ég hef heyrt. Blaðamaðurinn setur nafn sitt við fréttina sem hann skrifar, fyrirsögnin er partur af því og hann er dæmdur af lesendum fyrir þetta allt.

  Hér eru svo önnur dæmi um hlutlaust mat blaðamanna Mirror í Suarez málinu:
  Lipton http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/blogs/mirror-football-blog/Martin-Lipton-on-Luis-Suarez-racism-ban-The-FA-have-acted-with-honour-article845001.html

  Holt http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/blogs/mirror-football-blog/Why-Luis-Suarez-s-eight-game-ban-for-racism-is-absolutely-right-Oliver-Holt-opinion-article845018.html

  Maddock http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/blogs/mirror-football-blog/Luis-Suarez-banned-eight-games-for-racism-Suarez-has-let-down-himself-his-club-his-manager-and-his-sport-by-David-Maddock-the-Mirror-Liverpool-correspondent-article845010.html

  Þarna er ekki enn komið að fagnaðarlátum Mirror manna yfir 8 leikja banni LS sem þeir föguðu með feitletruðu RACIST og skrifuðu fullkomlega gagnrýnilaust um “dóm” FA. Engin furða að menn sem voru búnir að segja sína skoðun svona umbúðalaust hafi ekki reynt að skoða málið hlutlaust, enda væri allt annað en fullkomin “sekt” Suarez óþægilegt fyrir þá.

  Annars er það mitt álit að mikilvægi blaða og blaðamanna sé á miklu undanhaldi og með tilkomu twitter og bloggsíða sem skrifaðar eru af góðum pennum verða æsifrétta fyrirsagnir blaðanna sífellt meira pínlegar. Joey Barton t.a.m. segir ekki oft eitthvað af viti en hann hitti naglann á höfuðið þegar hann segir að blaðamenn hafi líklega ekki fagnað tilkomu twitter þar sem leikmenn, félög, umbar eða hver sem er getur bara sagt sína hlið milliliðalaust.

 42. @ Eyþór Guðj. (#47)

  Já, já, ég er sallarólegur yfir þessu 🙂 Það falla öll vötn til Gylfafjarðar í þessum fréttum og manni finnst líkurnar aukast með hverjum degi. Svo er Laudrup að þokast í áttina að því að taka við Swansea. Gylfi getur því farið að dusta rykið af grunnskóladönskunni og hringt í meistara Michael til að ljúka kurteisishjalinu:

  Gylfi: Hej, hej, jeg tror at Leverpostej bliver boldklubben for mig. Jeg er meget jolly cola med det og Anfield bliver fanta fint.

  Laudrup: Skidegodt!

  Varðandi þetta 21 árs landsliðadæmi þá rekur Ssteini mörg góð dæmi en einnig má nefna Carragher sem spilaði alveg þar til að hann var ógjaldgengur sökum aldurs (22 ára) og átti leikjamet með undir 21 árs liði Englands í nokkur ár. Lampard spilaði líka marga leiki með u21 (19 leiki) og svo kom aðalliðið í eðlilegu framhaldi. Mun oftar sem þetta gerist svona og dæmin um undrabörn eins og Owen, Rooney og co. eru sjaldgjæfir heldur en hitt.

 43. djöfull eru enn margir hér sem halda upp á Henderson…. sáuð þið ekki leikina í vetur ? ég sá alla leikina og var að brjálast yfir því að hann skyldi alltaf vera í liðinu, þessi dæmalausu rök , hann er efnilegur , hann mun verða , hann er bara 22. ára. Ef við ætlum að halda honum og byggja liðið á honum, þá skulum við sætta okkur við 7-15 sæti í deildinni… hann er í besta falli average, eins og alltof margir í liðinu í dag. hvernig eigum við að dæma Henderson? á framtíðinn? eða hvernig hann spilaði þegar hann var 20. ára? sagði ekki Bill Shankly enginn er betri eða verri en síðasti leikur ? þannig eigum við að meta leikmenn ískalt, en ekki vera með einhverja rómatík um hvað ef og hann mun og þess háttar. Ég fylgdist líkas með u-21 hjá englendingum, á EM… og hann gat ekkert þar heldur

 44. @ Babu (#49)

  Ég geri greinarmun á fréttum og heimildum annars vegar og skoðunum og pistlaskrifum hins vegar. Enda stendur opinion við öll þau skrif sem þú vitnar til þarna. Spurning hvernig umfjöllunin verður ef/þegar Terry verður dæmdur sekur. Einu blöðin sem manni fannst sýna sanngirni og vilja til vandaðrar umfjöllunar voru Liverpool Echo og Telegraph með Bascombe og Rory Smith enda tekur maður meira mark á þeim fyrir vikið.

  En sumarið er of stutt til að vera að rifja upp ömurlegheitin í kringum Suarez-málið. Ég fæ bara kaldan svitahroll við að hugsa til baka um þann tíma. Maður var foxillur og fjúkandi reiður alla daga yfir óréttlæti heimsins og ósanngirni bresku pressunnar. Oft má skítt kyrrt liggja.

  Ég er sammála þér með að mikilvægi dagblaðanna sé að fjara út. Sala og dreifing dagblaðanna hefur hrunið síðan árið 2000 og minnkað í um eða yfir helming hjá flestum blöðum á Englandi. Twitter er svo farið að þrengja ansi mikið þeim með skúbb og oft má greina biturleika eða pirring hjá stóru blöðunum útaf þróun mála, sérstaklega Times sem ég held að ætli að gefast upp á að rukka fyrir sínar netfréttir.

  Varðandi að umbinn hans Kalou sé að auglýsa sinn mann þá hljómar þetta nú glettilega líkt því sem Gylfi sagði um áhuga LFC á sér:

  Ég hef sagt að minn vilji sé að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni og Liverpool kemur alveg til greina. Liverpool er stór klúbbur sem á sér glæsilega sögu. Enska úrvalsdeildin er sá vettvangur sem ég vil vera á og vonandi fer svo að ég spili áfram í þeirri deild.

  Mér finnst umbinn samt frekar varkár í orðum og tekur fram að ekkert sé staðfest enn eða formleg tilboð. Maður þekkir samt alveg gamla trixið að linka leikmenn við LFC til að flýta fyrir sölu. Orðið ansi þreytt trix. En Huub Stevens hefur samt orðrétt linkað Liverpool við Kalou og núna gerir umbinn það líka (báðar fréttir í Echo). Varla er Schalke, keppinautur LFC um starfskrafta Kalou, að aðstoða umbann við að auglýsa hann til sölu? Sérstaklega þar sem þeir vilja landa honum sjálfir. Það er því örugglega eitthvað þarna að baki, sérstaklega miðað við tengsl Kalou við Rodgers, fjárhagsstöðu okkar og að Kalou passar vel inn í leikstöðu og taktík.

  Við eigum hinsvegar alls ekki að sprengja bankann til að landa honum og hann á bara að koma á sanngjörnum og eðlilegum launum. Væri fínn liðsmaður en alls ekki bráðnauðsynlegur. Verður að vilja koma hingað til að fórna sér fyrir málstað LFC. Ef hann vill vera í CL og fá hærri laun þá má hann bara fara eitthvað annað. Komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja.

 45. duncan jenkins?@duncanjenkinsFC

  @harts_s @ElmoRed2011 sigurdson is pretty much a certainty mates

  Næsti :o)

 46. Siguróli 51

  Þú hefur þá vonandi séð að Henderson var iðulega spilað úr stöðu, út á kanti en ekki á miðjunni. Og þú hefur vonandi líka séð að það var stór munur á frammistöðu hans eftir því hvort hann fékk að spila “sína” stöðu eða ekki.

  Ef þú hefur ekki tekið eftir þessu ráðlegg ég þér að panta tíma hjá augnlækni.

 47. Breaking news : Manchester city’s member of the scouting team, highly rated Dave fallows has joined Liverpool. he is likely to be appointed as head of the scouting and recruitment (oliverkaytimes)

 48. Nr. 52

  Ég geri greinarmun á fréttum og heimildum annars vegar og skoðunum og pistlaskrifum hins vegar. Enda stendur opinion við öll þau skrif sem þú vitnar til þarna.

  Alveg sammála þér þarna, en þegar ég les svona sterka skoðun blaðamanna hefur það að sjálfsögðu áhrif á þær “fréttir” sem ég sé sömu menn skrifa um sama málefni. Enda er það jafnan alveg jafn litað. Þessu er alveg eins farið hér á landi.

  Þegar ég les skoðanir þriggja (reyndar fleiri Mirror menn sem tjáðu sig um þetta á sömu nótum) þá fer ég að dæma miðilin í heild sinni.

  Varðandi Kalou þá vissi ég ekki af því að Huub Stevens hefði orðað hann við LFC. Talandi um það þá held ég að Þýskaland gæti einmitt líka verið fínn áfangastaður fyrir hann.

 49. Doddi #48

  Heyrðu jú ég nefnilega geri það af og til hehe, en maður tekur nú bara svona til orðana stundum 😉

  Annars þá er ég mjög ánægður með að fá Kalou ef hann kemur, fínt að fá hann inn fyrir Maxi eða Kuyt.

 50. Fyndið þegar menn segja að hinn og þessi blaðamaður eða spekúlant séu “áreiðanleg heimild” á Anfield. Yfirleitt hrikalega litað af einhverju einu réttu atviki sem þessi tiltekni maður hafði af tilviljun rétt fyrir sér en búið að gleyma hinum hundrað þegar hann var að tala út um rassgatið á sér.

 51. Gummi, nefndu leik eða leiki ( get ekki ímyndað mér að þú finnir fleiri en 1) þar sem Henderson heillaði þig svona svakalega upp úr skónum ? en það skal viðurkennt , hann er flottur án bolta

 52. Jæja menn farnir að ræða Suarez málið aftur, vorum við ekki búin að jarða það?

  En ég ætla að koma með skúbb fyrir ykkur strákar mínir sem er ekki í neinum miðlum. Minn heimildamaður er landsliðsmaður í knattspyrnu og deilir fréttum af sjálfum sér og öðrum, innan velsæmismarka að sjálfsögðu. En þessi ungi og efnilegi landsliðsmaður í knattspyrnu tjáði við annan mann að Gylfi væri á leið til Liverpool og það væri alveg pottþétt hans áfangastaður. Þannig þið getið bókað Gylfa í Liverpool treyju næsta haust 🙂 Ég þekki því miður engan í landsliði Fílabeinsstrandar þannig ég get ekkert sagt um Kalou 🙂

 53. Þeir sem eru að gagnrýna Henderson. Ég fæ oft á tilfinninguna með svona menn að þeir hafi bara ekki hundsvit á knattspyrnu, Henderson var ekkert að brillera í vetur en ég ásamt fleirum sá strax hvað býr í þeim dreng, frábær haus, les leikinn vel, vinnusamur með góðar sendingar. Hann minnti mig strax á Lampard, svona gaur sem getur stungið sér í gegn og ég held hann verði mjög öflugur miðjumaður sem mun skila 10-20 mörkum á hverri leiktíð. Hef engar áhyggjur af honum.

  Af þeim sem eru orðaðir við okkur þessa dagana er ég mest spenntur fyrir Gylfa, Adam Johnson, Sturridge og Tello hjá Barcelona. Vonandi rætist eitthvað af þessu.

  En best að fara að tilla sér yfir Em, maður hefur enn ekki misst af leik í þeirri keppni og ætla ALS ekki að fara byrja á því núna þegar dagskráin er eins og í dag.

 54. @ Haukur Logi (#60)

  Brilliant! Þetta er öllu áreiðanlegri heimild en Maddock hehehe 🙂

  En varðandi Jordan. Ég get skilið að vissu leyti af hverju Henderson er svona illa metinn og þá er það helst í sambandi við háan verðmiða. Alveg hægt að svekkja sig á því hvað hefði verið hægt að kaupa annað fyrir þessa upphæð. En ef hann hefði kostað helmingi minna eða uppalinn úr okkar akademíu þá er ég viss um að menn sæju hann í öðru ljósi: efnilegur, duglegur og öflugur miðjuspilari með fínt spil og ágæt skot. Við værum mun meira að hrósa honum ef hann væri fæddur scouser.

  Í sinni bestu stöðu þá hefur hann átt nokkra fína leiki. Síðast í sigrinum á Chelskí (skoraði mark), en einnig fínar frammistöður gegn Wolves úti (0-3 sigur), Newcastle heima (stoðsending) og Bolton heima (mark). Mér finnst hann ekkert mikið síðri leikmaður en t.d. Scott Parker og líkur honum í leikstíl. Mátti vart á milli sjá þegar þeim var skipt fyrir hvorn annan í England – Frakkland. Einnig var Lampard ekkert world class á þessum aldri hjá West Ham eða fyrstu árin hjá Chelskí. Frank fór fyrst almennilega í gang um 25 ára aldurinn og blómstraði þá. Verðum að gefa Jordan séns á að gefa slíkt hið sama. Ég er viss um að rétt notaður mun hann fúnkera betur og bæta sig. Hef trú á honum.

 55. Jæja já Gylfi bara að koma og allt að gerast …. ætla nú samt að bíða rólegur eftir að hann tjái sig sjálfur , en vona að hann komi til okkar og geri liðið betra 🙂
  En hvað varðar Kalou þá er ég til, ef hann er gráðugur í að spila fyrir LIVERPOOL og er til í að vera með að byggja upp framtíðar lið , ef hann er gráðugur á seðla þá NEI TAKK .
  En hvað með Olivier Giroud …. hann er falur fyrir um 12 mill , en hvað leikmenn varðar þá held ég að BR eigi eftir að ná því besta út úr þeim sem fyrir eru svo ég vill bara versla leikmenn sem vilja koma til LIVERPOOL ….. til að byggja upp lið sem á eftir að vinna marga marga bikara og þar með vera í nýju GULLALDARLIÐI LIVERPOOL .

 56. Ég skil ekki hvernig menn nenna að pæla í þessu “silly season” eins og margir gera hérna. Hlutirnir gerast ekkert fljótar þó svo að menn séu 24/7 á netinu og á F5 takkanum allan daginn.

  Gylfi kemur bara ef hann kemur, og ef ekki þá fer hann eitthvað annað. Menn á Anfield eru að vinna vinnuna sína og þetta kemur allt með kalda vatninu.

  Best er bara að njóta EM2012 og láta hitt hafa sinn gang.

  YNWA

 57. Verdammt erum við Deutshararnir góðir. Gomez hjá Liverpool síðasta vetur 48 mörk og 3 í stöng.

  Búin að færa októberfest fram um þrjá mánuði

  Ein prosit ein prosit og skál 🙂

 58. er ég sá eini sem er engan veginn að meika að fá salomon kalou ?

 59. Þýska stálið traðkaði á hollenska túlipanunum!

  Get ekki beðið eftir einhverju djúsí staðfestingum, fer aaaalveg að verða óþolinmóður og ég þyki nú frekar þolinmóð týpa 🙂

 60. Verulega flott lesning sem Gummi bendir á í #67.

  Verður virkilega gaman að sjá hvernig Spánverjarnir munu leika gegn Írum á morgun, þar gætum við verið að ímynda okkur að sjá Liverpool spila heima við Stoke í vetur.

  Tiki-taka við djúpar varnarlínur er challengið sem gaman verður að takast á við, Barca mistókst það í vetur og nú er að sjá hvað Spánverjarnir rúlla með í þessu móti…

 61. Rauðnefur var á eftir Henderson allan þar-síðasta vetur, getum þakkað fyrir að hann fór ekki þangað. Þegar united spilaði hvað best í upphafi síðustu leiktíðar var Tom Cleverly að spila eins og kóngur á miðjunni hjá þeim, var alltaf mættur í þríhyrninginn og lét þá tikka alveg hrikalega vel. Hann meiddist svo með haustinu og united liðið náði sér aldrei á sama skrið aftur þó þeir hafi vissulega verið hársbreidd frá titlinum þegar upp var staðið.
  Það sem ég er að benda á með þessu er að Henderson er nákvæmlega sami leikmaður nema þá að ég myndi margfalda hæfileikana með þremur miðað við Cleverly…

  Næsta season verður Hendo lykill í leikaðferð Rogers, get lofað því 🙂

 62. Hann meiddist svo með haustinu og united liðið náði sér aldrei á sama
  skrið aftur þó þeir hafi vissulega verið hársbreidd frá titlinum þegar
  upp var staðið.

  Skil svosem hvað þú meinar þó þetta sé bölvað kjaftæði hjá þér enda var United með 89 stig í vetur og 89 mörk í deildinni. Þeir náðu sér svo sannarlega alveg á strik án Cleverley og rúmlega það og voru bókstaflega mínútu frá titlinum.

 63. Þeir voru að grænda út úrslit mest allt seasonið án þess að spila góða knattspyrnu, ég er að tala um í upphafi tímabils þegar þeir tóku Arsenal 8-2, Chelsea 3-1, Tottenham 3-0 og Bolton 5-0 þarna litu þeir út fyrir að vera gjörsamlega óstöðvandi.

  Svo meiðist Cleverly og þeir gera í kjölfarið jafntefli við Stoke og Liverpool, tapa 1-6 fyrir City og fara svo á run þar sem þeir eru að vinna 1-0 aftur og aftur…

  En bölvað kjaftæði hjá mér, þú ert þokkalegur 🙂

 64. Sæll Siguróli,

  Ég held við þurfum ekkert að missa okkur í umræðum um Henderson. Get samt sagt að hann hefur ekki beint heillað mig ennþá og ætla því ekkert að þylja upp slíka leiki. Peter Beardsley #64 kemur með nokkra ágæta punkta að mínu mati, og reyndar aðrir hér líka. Ég gæti bætt FA úrslitaleiknum við eftir að Carrol kom inná. Ég var á leiknum og að mínu mati blómstraði Jordan eftir að Spearing hætti að þvælast fyrir honum.

  Verðmiðinn var hár, kannski of hár. Hann er þó ungur, Ferguson sýndi honum áhuga og ég tel að hann hafi hæfileika. Hann getur orðið mikilvægur hlekkur í liðinu á næstu árum en ég tel ekki að liðið verði byggt upp í kringum hann. Við eigum að gefa honum séns en jafnframt að nota hann rétt.

  Kv, Gummi

 65. Málið með Henderson er að ef hann verður hjá okkur í tíu ár þá er hann ekki mjög dýr.

  Er búin að fylgjast með mótinu og mér finnst málið vera hver passar með Suarez. Schweinsteiger passar með Gomez og ef ég man rétt var Suarez keyptur til að passa með Torres.

  Er samt ekki alveg að sjá einhvern sérstakann á þessu móti meira liðsheildinn að funkera.

 66. Er það að yfirlögðu ráði að þriðja hver lína á þessari síðu er látin hristast?

  Þarf ég gleraugu?
  Er browserinn minn að brjálast?
  Var einhver að fokka í css skránum ykkar?

  Kíkið á málið.
  Annars eru Þjóðverjarnir klössum fyrir ofan aðra í náriðlinum. Eru líklegastir alla leið.
  18 ára guttinn í vinstri bakverðinum hjá Hollendingum átti vægast sagt erfitt kvöld. Fer í reynslubankann hjá honum en vil bara minna menn á að vera ekki að taka menn af lífi sem eru ennþá gjaldgengir í unglingaliðin (aka Hendo)

 67. Línurnar hristast líka hjá mér ef ég skoða síðuna í IE en ekki í öðrum vöfrum.

 68. Les það útum allt núna að United mennirnir skjálfa af hræðslu við komu Gylfa til okkar. Þeir vita það alveg að nái hann sér á strik að þá verðum við fyrir ofan þá næsta vetur .
  Alltaf gaman að sjá þessa united menn skjálfa á beinunum af hræðslu við okkur.

Opinn þráður – EM 2012

Redknapp rekinn, slúður og sjónvarpsdíll – opinn þráður