Opinn þráður – EM 2012

Jæja, þar sem EM er byrjað þá er svo sem ekki mikið að gerast í kringum Liverpool.

Daniel Agger var frábær í sigri Dana gegn Hollandi í gær. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þessi frábæri leikmaður hafi verið næst besti varnarmaður okkar á síðasta tímabili. Pepe Reina mun svo væntanlega sitja á bekknum fyrir Spán gegn Ítalíu í kvöld.

Þegar ég spáði í því gær þá fannst mér eitthvað vera óvenju lítið af Liverpool mönnum á EM í ár. Það eru 8 Liverpool menn sem spila fyrir 3 lið og þar af munu Liverpool menn líklega bara spila einhverjar mínútur fyrir tvö lið – það er Agger fyrir Danmörk og svo Johnson, Gerrard, Carroll og Downing fyrir England (Reina, Henderson og Kelly mun líklega ekki spila eina mínútu).

Þegar ég fór að skoða þetta þá er þetta ekki svo ólíkt því sem var fyrir 4 árum. Þá voru 6 leikmenn Liverpool í EM hópunum. Degen var í svissneska hópnum, Kuyt var lykilmaður í hollenska liðinu og Ryan Babel meiddist rétt fyrir mót en hefði eflaust verið mikilvægur í hollenska liðinu (þetta var í þá daga þegar að við töldum að Ryan Babel myndi slá í gegn á EM). Auk þeirra voru svo þeir Torres, Alonso, Arbeloa og Reina í spænska liðinu. Það sem skekkir samanburðinn er auðvitað að England komst ekki á EM 2008, en Gerrard og Carragher hefðu líklega verið með á mótinu.

Aðal spennan fyrir okkur sem Liverpool stuðningsmenn verður auðvitað að sjá enska liðið – sérstaklega er ég spenntur fyrir því að sjá Andy Carroll líklega fá sjensinn í fyrstu tveim leikjunum og svo er auðvitað gaman að sjá Steven Gerrard sem fyrirliða.

En allavegana, þessi þráður er opinn.

32 Comments

 1. Pæling að gefa Agger fyrirliðabandið, sjaldan séð hann spila svona vel eins og hann gerði í gær með bandið utan um handlegginn.

 2. Hann ætti í það minnsta að verða varafyrirliði núna þegar Carra fær enn minna hlutverk í liðinu og svo mætti vel prufa hæfni hans á vítapunktinum, allavega setti hann eitt úr vítí fyrir Dani í einhverjum leik um daginn og ekki veitir okkur af að finna nýja vítaskyttu eftir hroðalega nýtingu á vítum í vetur.

 3. Ég held að Ítalía gæti unnið Spán í þessum leik, því miður, því Spánn er mitt lið. Ég er 99% á því að Balotelli klárar ekki 90 mín í þessum leik, hann verður annað hvort rekin útaf eða tekin útaf. 🙂

 4. Spànn tekur þetta i seinni halfleik, athyglisvert samt að Spanverjar tefla engum senter upp i byrjunarliðinu hja ser. Kerfið þeirra er bara eins og 4-6 eða 4-2-4 … kannski að Torres komi bara inna og geri sigurmark i dag…

 5. ítalirnir hafa verið þungamiðja allskonar spillinga og meiðsla…. svo þetta kemur smá á óvart… en ítalska aðaslmerkið hefur alltaf verið varnaleikurinn og þeir eru klárlega að spila inná sína bestu kosti…. en spanjólarnir eru framherjalausir og það er að há þeim soldið í þessum leik…. svo líka þetta mottó hjá þeim… alltaf að reyna spila boltanum í markið… kemur mér ekkert á óvart ef ítalía vinnur þennan leik

 6. torres er eini leikmaður spænska liðsins sem getur ekki sent boltann ! !

 7. Hann hefur þó margt annað. Vel tímasett hlaup, hraða með og án bolta og svo hafði hann eitt sinn gríðarlegan hæfileika til að klára færin. Nokkuð viss um að ef þessi leikur hefði átt sér stað fyrir nokkrum árum þegar hann var upp á sitt besta hjá Liverpool þá hefði hann sett 1 til 2 í þessum leik.

 8. Ítalía verður meistari, sagan er alla vega með þeim.
  Það var veðmálaskandall á Ítalíu 1982 og 2006 og bæði árin urðu þeir heimsmeistarar 🙂

 9. Er ekkert að gerast í slúðri? lifi í voninni að það sé verið að vinna ötullega að fá sterka leikmenn til LFC ef einhver veit eitthvað eða hefur heyrt eitthvað eða lesið, þá væri gaman að lesa það hér Áfram Spánn

  P.S Takk fyrir frábæra síðu.

 10. Djöfull er ég ánægður með að Rúv sé með leikina í HD : )
  Vel gert.

 11. Jamm, lélegar lýsingar eru partur af þettu því miður, sama hvort horft er á Rúv eða Stöð2Sport, líklega má taka inn í jöfnuna flest allar sjónvarpsstöðvar sem sýna fótbolta : )

 12. Það var eins og Balotelli hefði verið í hægri endursýningu þegar hann komst í gegn… Ömurlega lélegt hjá þessum kjaftaski, enda var hann étinn.

  Annars stórkostleg veisla í gangi og ég grét krókódílartárum að sjá Torres og Alonso spila fyrir Spán, vildi óska þess að þeir hefðu ekki farið frá Liverpool. Ætli staðan hefði ekki verið aðeins betri í deildinni með þá tvo sem fastamenn.

  Annars verður þetta eins og venjulega, þýska stálið kemur og hirðir einhverjar medalíur.

 13. Scott Slater?@scottslater_

  Liverpool are trying to sign Kalou it seems…

  Scott Slater nokkuð áreiðanlegur þegar það kemur að twitter. Hvað svo sem verður.

  Hvað finnst mönnum um þetta ? Er vissulega búin með samninginn en eins og Friedman sagði :

  “There’s no such thing as a free lunch”

  Væri þetta ekki ágætis viðbót, að því gefnu að hann sé ekki að fá 5 ára samning á 100k+ á viku ?

 14. Áhugavert að lesa slúðrið um Kalou til LFC. Óvitlaust að skoða þann möguleika ef að stráksi er ekki of fégráðugur í launum eða eingreiðslum (signing on fee). Hann er kannski ekki leikmaður í hæsta gæðaflokk en hann hefur reynst Chelskí happadrjúgur gegnum tíðina og með ansi öfluga ferilskrá. Seigur að skora mikilvæg mörk líkt og Kuyt hefur verið fyrir okkur.

  Augljósir kostir við að fá hann: Ekkert kaupverð, á góðum aldri, reynslu af PL og toppbaráttu. Rodgers ætti að þekkja vel til hans getu og karakters eftir að leiðir þeirra lágu saman hjá Chelskí. Passar vel inn í taktíkina og leikskipulag, getur fyllt skarð Kuyt og Maxi (ef/þegar hann fer) sem vængframherji.

  Helstu vankantar: háar launakröfur, ekki 100% byrjunarliðsmaður (samt fínn í hópinn).

  Virkar samt ekki alveg á mann sem hinn dæmigerði “púlari”, sérstaklega eftir helbláa fortíð sína. En hann gæti verið afar gagnlegur engu að síður.

 15. Ekki er enska liðið líklegt til að skora í dag. Senteraparið með samtals 15 mörk í vetur og Terry er næstmarkahæstur ásamt Young með 6 mörk. Miðjan samtals með 10 mörk. Benzema er einn með 32 mörk í vetur!!

 16. Lögreglunni hefur borist tilkynning, það finnast engir englendingar á vallarhelmingi frakkana. Leit hefur verið hafinn og er búist við tilkynningu frá lögreglunni innan tíðar.

 17. Þetta var nokkuð sterkt hjá Englendingum. Fá stig á móti sterkasta liðinu í riðlinum og eiga svo Svía og Úkraínumenn eftir. Frábær varnarleikur hjá Enska liðinu allan leikinn, og pirrandi að þetta skot hans Nasri fyrir utan teig hafi lekið inn. Engu að síður vel gert hjá honum.

  Johnson fannst mér sprækur framávið og grjótharður í vörninni. Gerrard mjög góður, og flott að sjá Henderson koma inná. Að mínu mati á Carroll að spila svona leiki þar sem uppleggið er að verjast, því hann getur tekið betur á móti boltanum frá miðjumönnunum og varnarmönnunum og haldið honum á meðan liðið er að færa sig upp völlinn. Welbeck var of mikið í því að æða gegn allri frönsku vörninni þegar hann fékk boltann á miðjunni, án þess að nokkur englendingur væri kominn í hjálpina.

  Flottur varnarleikur hjá Enska liðinu í dag, en ég hef trú á því að við fáum að sjá meiri sóknarleik frá þeim gegn Svíum og Úkraínumönnum.

 18. Furða mig samt á því að Igor Biscan sé ekki í landsliðshóp Króatíu…..

 19. Hefði viljað sjá Carroll þarna á móti þessum kjúklingum í vörninni hjá Frakklandi, trúi ekki öðru en að hann byrji á móti Svíum þar sem þessi svarti þarna úr liðinu sem ég man ekki hvað heitir gat ekki neitt. Vil sjá Liverpool spila næsta leik 3-5-2.

  Kelly - Lescott- Ashley Cole
  Johnson - Gerrard - Parker - Henderson - Milner
  CARROLL!! - Defoe

  Ósigrandi lið að mínu mati ef að holningin er góð annars fer þetta allt eftir karakternum í liðinu og dagsforminu líka.

  Úkraínumenn mæta annars með alveg ógnarsterkt lið til leiks þetta árið og sjaldan hefur maður séð þá svona sterka á stórmóti áður. Einn heitasti framherjinn í dag Andriy Schevschenko með 2 ótrúleg mörk sem Carroll sjálfur hefði verið ánægður með. Zlatan ekki að sýna sitt rétta andlit, hann er bara ekki með hausinn í lagi! Voronin búinn að klippa taglið af sér og finnst mér eins og hann sé ekki alveg sami leikmaðurinn eftir það, var lélegur í leiknum og bara ekkert góður, slakastur í úkraníska landsliðinu, enda svikari!

 20. Það eru svakalegir fordómar gagnvart knattspyrnumönnum með öðruvísi hár. Hvað sem þeir heita, Assou Ekotto, Fellaini eða Voronin. Það virðist sjaldan hægt að skrifa um þá nema uppnefna þá. Ótrúlegur ósiður að mínu mati.

 21. Friðgeir Ragnar says:
  12.06.2012 at 09:03
  Það eru svakalegir fordómar gagnvart knattspyrnumönnum með öðruvísi hár. Hvað sem þeir heita, Assou Ekotto, Fellaini eða Voronin. Það virðist sjaldan hægt að skrifa um þá nema uppnefna þá. Ótrúlegur ósiður að mínu mati.

  en að kalla þá alla bara einu nafni ? Hárvillinga ? 🙂

  finnst það samt enginn ósiður að gera grín af karlmönnum með fyndið eða ljótt hár

  fyndið er bara fyndið

  😉

 22. Friðgeir, vissulega ósiður mikill, en maður á bara erfitt með sig þegar menn flagga þessu:

 23. Hér eru tvær frábærar samantektir um Gylfa Sig eða Ziggy Stardust eins og hann verður bráðum kallaður. Biðst forláts fyrirfram ef einhver hefur linkað á þetta áður, enginn þrumuþjófnaður tilætlaður.

  Hin fyrri er tölfræðileg úttekt Paisley Gates á Ziggy og samanburður við SteG. Afar áhugavert.

  Svo hefur snillingurinn MilanKakaBaros tekið saman stórfínt myndband með töktum Gylfa í vetur, sérstaklega áberandi hversu góður víkingurinn er í stungusendingum ásamt skotvissunni alkunnu.

  Nú vantar bara einhvern af innanbúðarmönnunum með traust slúður til að fara að staðfesta hið óumflýjanlega 🙂

 24. Til viðbótar var áhugavert slúður í gær um þar sem verið var að linka okkur við 8 millu punda kaup á 20 ára afsprengi La Masia, pjakkur að nafni Cristian Tello. Öskufljótur vængframherji sem getur spilað beggja vegna vallarins, leikstíll í ætt við Sinclair sem Rodgers var með hjá Swansea. Beinskeyttur en ennþá hrár leikmaður og Barcelona ku vera til í að lána eða selja hann fyrir 10 mill evra, sérstaklega í ljósi þess að hann á 1 ár eftir af núverandi samningi.

  Þetta gæti að einhverju leyti verið letileg endurvinnsla á fréttum en LFC voru linkaðir fyrr í vetur við Tello og þá var Comolli bendlaður við þann áhuga. En þessi linkur tikkar í ansi mörg box um það sem LFC vantar, aldur, verð, taktík og leikstíl. Væri frekar úthugsað af Rodgers að fá ungan Barca-pjakk til að spila tiki-taka og eflaust hefur Segura grandskoðað kauða sem spilaði 22 leiki og skoraði 7 mörk í öllum keppnum í vetur.

  Í þessu þúvarpi þá kemur hann inná í Copa del Rey og setur 2 mörk í slátrun Barca á neðrideildarliðinu L’Hospitalet. Fylgdi ekki sögunni hvort leikmenn L’Hospitalet þurftu að fara á spítala eftir útreiðina.

 25. Hendi þessum póstum mínum hér inn á nýja þráðinn. Týpísk tímasetning hehehe:

  Hér eru tvær frábærar samantektir um Gylfa Sig eða Ziggy Stardust eins og hann verður bráðum kallaður. Biðst forláts fyrirfram ef einhver hefur linkað á þetta áður, enginn þrumuþjófnaður tilætlaður.

  Hin fyrri er tölfræðileg úttekt Paisley Gates á Ziggy og samanburður við SteG. Afar áhugavert.

  Svo hefur snillingurinn MilanKakaBaros tekið saman stórfínt myndband með töktum Gylfa í vetur, sérstaklega áberandi hversu góður víkingurinn er í stungusendingum ásamt skotvissunni alkunnu.

  Nú vantar bara einhvern af innanbúðarmönnunum með traust slúður til að fara að staðfesta hið óumflýjanlega

Opinn þráður – Nýr haus

EM og slúður – opinn þráður