Ferguson pirraður út í Dalglish … Kelly Dalglish

Stundum bara þurfum við að hafa antí-United færslu á síðunni:

Pirraður? Hún spurði hann bara hvort góð frammistaða Lindegaard í kvöld þýddi að hann kæmi til greina gegn Chelsea í deildarleik um helgina. Og eins og venjulega blés gamli Sörinn í stríðslúðrana af nákvæmlega engri ástæðu …

… nema náttúrulega þeirri að sú sem spurði er Kelly Cates, áður Kelly Dalglish. Dóttir Kenny Dalglish.

Ég vona að hún hafi fengið símtal frá pabba sínum í kvöld. Ef Ferguson er svona pirraður út í hana, ímyndið ykkur hvernig hann verður í október þegar Dalglish og Rauði herinn hafa lækkað í honum rostann (í bili) á Anfield! 🙂

42 Comments

  1. Haha Þetta var bara mjög valid spurning. Skil ekki þessa vörn hjá kallinum. Smooth move ferguson(30 rock)

  2. Hehe. Gamla karluglan alltaf jafn helv. pirraður. Ætli hann setji ekki þennan fréttamann í bann.
    Verst að þessir fréttamenn hafa ekki bein í nefinu til að þrýsta almennilega á veiku blettina þegar hann tekur sín geðvonskuköst.

  3. Dóttir Kenny Daglish komst nær meistaradeildinni en hann mun nokkurntíman gera!

  4. @Kolbeinn Karlson

    Þú ert auðvitað mjög illa að þér greyið mitt! Farðu nú að hátta þig, grunnskólinn þinn byrja kennslu klukkan 8 í fyrramálið! 

  5. Kolbeinn Karlsson #5 greinilega mikill húmoristi.  Ég vil þó benda honum á að það er ekki vel séð að skrifa nafn konungsins rangt!  Það er ekki Daglish! Það er svona svipað eins og ég myndi kalla Kolbein ,,Kobleinn.”  Sem hann á kannski bara skilið fyrir örugglega versta brandara sem hefur sést hér á síðunni!
     

  6. Ég hlakka til að sjá Kolbein á spjallborðinu hér næsta vor þegar Liverpool tryggir sér rétt til að keppa í meistaradeildinni.   Láttu þá sjá þig litli manutta strákur.

  7. Verum ekki vondir við koblein. Hann er eflaust ágætur drengur sem á misgáfaðan föður 🙂

  8. Verum ekki svona hörundsárir. Þetta var ágætis djókur hjá Kobleini.

    En merkilegt hvað kallinn er stiggur, mjög svo eðlileg spurning. Hinsvegar fannst mér að United hafi mátt þakka fyrir þetta jafntefli í gær á erfiðum útivelli og því ætti gamli gamli að vera nokkuð sáttur í stað þess að vera með allt á hornum sér.

  9. Hvernig hefði Kenny brugðist við svona spuringu um Doni, þ.e.a.s ef hann hefði staðið sig svona vel? Hann hefði pottþétt helgið og sagt ,,We’ll see.”

    Sammála Guðna hér að ofan, grey drengurinn (Kobleinn ;)..) á ábyggilega misgáfaðan föður eða einhvern sem er mjög náinn….vont þegar að svona mönnum tekst að heilaþvo ungviðið, bitnar á öllu samfélaginu 😉

    YNWA – King Kenny we trust! 

  10. Djókurinn hjá Klofhleini særir mig djúpt. Ekki af því að hann hafi verið neitt sérstaklega meiðandi per se heldur minnir hann á hvað maður saknar þátttöku LFC í CL. Þetta er besti fótboltasirkus í heiminum en auðvitað ekki svipur hjá sjón án Rauða hersins. Never again!

    Ég ætla að halda með Bayern í keppninni í ár. Þeir litu vægast sagt vel út á móti Villareal.

  11. Mæli með að hér eftir verði hún köllu Lady Kelly Cates.

    Sá þetta í gær og hló mig máttlausan yfir viðbrögðum gamla rauðs. Sennilega ekki margir sem ná að gera hann svona óstyggan aðrir en Dalglish-ar  🙂

  12. Skil ekki yfir hverju maðurinn var pirraður, fullkomlega eðlileg spurning hjá stelpunni en samt bara gaman að sjá kallinn pirrast yfir engu

  13. Það er nokkur ljóst að gamli fór bara í andlega köku andspænis glæsilegu afkvæmi Kóngsins.
    Meira að segja sjarmör eins og ég og smoothtalker í áratugi hefði eflaust sagt eitthvað bjánalegt króaður inní horni af þessu glæsikvendi 🙂

  14. “nokkuð” sko.
    Vantar “edit comment” fyrir svona þumalputta pikkara eins og mig.

  15. Nokkuð skondið að sjá kallinn pirrast svona yfir saklausri spurningu.
    En alveg jafn sorglegt að sjá ykkur pirrast svona yfir saklausu skoti frá Kolbeini.
    Þó svo hann sé villutrúar og hafi náð að skjóta góðu skoti á okkur þá sé ég bara ekki þörfina fyrir það að gera lítið úr manninum og hvað þá hans fjölskyldu.
    Það sveið undan skotinu, en það var gott grín engu að síður, að geta ekki tekið því eins og maður setur mann bara á sama plan og þann sem við erum að gera grín af í vídeóinu. 

    Mostly harmless. 

  16. Er sammála Gunnari #19.  Óþarfi að fara í köku þótt að einhver komi með djók á stöðu LFC í CL.  Ég meina þessi póstur á að vera grín á kostnað man.utd manna og þarna fengum við það bara til baka.  Ekkert að því.

  17. Sammála því að svör við ummælum Kolbeins eru ekki alveg að gera sig að mínu mati. Mikið frekar væri að benda strákgreyinu á að Dalglish hefur nú unnið meistaradeildina oftar en Rauðnefur og það þrátt fyrir að hafa ekki mátt taka þátt er hann var stjóri Liverpool með liðið á hátindinum.

    Annars varðandi pirringinn í gamla skarfinum þá hreinlega hitti hann bara ekki á réttann tíma til að vinna sér inn hrósið fyrir að “hafa nú aldeilis tekið fréttamanninn á beinið”. Enginn vafi á því að það fer í hann að þetta er dóttir Dalglish (sem er btw. þekkt fréttakona í UK) en því miður fyrir Rauðnef var þetta bara fullkomlega lögmæt spurning og lætur hann líta út eins og kjána.

    Einhverjir stjórar væru taldir vera “cracking up…” eftir svona bíó. En það á líklega ekki við um breska stjóra.

    Annars er nú smá spurning hvernig daninn sem var í marki United á að taka þessu, hann virðist vera svo pirraður á því að krakkinn sem hann keypti á morðfjár sé ekki betri en Lindegard sem þeir eiga fyrir að það er ósvífni að spyrja hvort De Gea gæti hugsanlega misst sæti sitt.

    Magnað.

  18. He’s cracking up.
    He’s cracking up
    He’s cracking.
    Fergie’s cracking up.

  19. Maður hefði jú haldið að það væri takmark leikmanna… þ.e. að spila vel til að eiga fast sæti í byrjunarliðinu.
    Einkennileg skilaboð til leikmanna sem hafa spilað vel, að það sé fáránleg spurning hver verði í liðinu næst því það sé búið að ákveða það !!!

  20. Hmm, mér fannst hann nú ekkert sérstaklega pirraður. Kannski af því að ég var búinn að lesa kommentin hérna bjóst ég hálfpartinn við einhverju fúllyndi og hárþurrku frá kalli, en þetta var nú frekar góðlátlegt. Ég held satt að segja að fólk sé að lesa eitthvað í þetta sem er ekki til staðar. Sem breytir því ekki að Ferguson er og verður a silly bugger

  21. Mér finnst hann meira paranojaður en pirraður. Eins og hann haldi að þetta verði notað gegn sér síðar meir ef De Gea er ekki að fara að standa sig næstu helgi. Kelly elskan er pottþétt ekki að fara að gera það en allir hinir blaðahákarlarnir gætu nýtt sér tækifærið fyrst að karlinn sýnir á sér snöggan blett. Nú vona ég engan veginn að Lindegaard standi sig vel enda markvörður Manchester United en það væri ansi skondið ef að Daninn stæði sig það vel að þeir enduðu með dýrasta varamarkvörð í heimi 🙂

    En hér er ögn heitari mynd af prinsessunni. Góður vangasvipur eða þannig…
    http://www.thespoiler.co.uk/wp-content/uploads/2011/01/football-women-kelly-dalglish.jpg

  22. Djöfull hugnast mér illa síðasta setningin í pistlinum…  Mér er meinilla við það sem mætti kalla “jinx”!

  23. Það getur ekki verið að jafn forljótur maður og Dalglish er eigi svona fallega dóttir.Spurning hvað konan hans hefur verið að sýsla á sínum tíma.

  24. #29.  Dóttir mín er 11 ára og henni finnst Kóngurinn mikið krútt!
    #19.  Ég held að flestir séu nú ekki mikið að pirrast út í Koblein, þetta ristir held ég ekki djúpt.  Þannig að ég held að óþarfi sé að dramatisera þetta of mikið. En..eitt er víst…húmor er kostulegt fyrirbæri.  Það sem einum finnst fyndið finnst öðrum ekkert fyndið.  
    Að öðru. Ég var að lesa viðtal við Kónginn og ég hugsaði með mér, ótrúlega erum við Púlarar heppnir að hafa þennan mann í brúnni!  Það er svo gaman að hafa stjóra sem kann sitt fag og hann ræðir hlutina alltaf af þvílíkri skynsemi og visku.
    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/boss-eyes-london-double

  25. jæja tottenham að spila með varaliðið í europa league.. redknapp vill greinilega hafa menn ferska á móti Liverpool.. Manni er farið að hlakka til leiksins. of erfitt að hafa leiki bara á 7-8 daga fresti

  26. Marteinn, sýndu nú smá kurteisi.

    En er einhver hér sem getur upplýst mig um hvort það sé komið eitthvað return date fyrir Gerrard?

  27. Ég fór að spá í einu eru menn kannski að misskilja orð Kolbeins, var hann kannski að meina að dóttir Dalglish hafi komist nær meistaradeildinni heldur en alex ferguson. Ef þið lesið þetta aftur “Dóttir Kenny Daglish komst nær meistaradeildinni en hann mun nokkurntíman gera!”

    Ég gæti verið á algjörum villigötum en það er aðeins einn maður sem getur svarað því og það er Kolbeinn sjálfur……… 

     

  28. Mér er nú nokkuð sama hvað gerðist í þessum leik, viðtali eða hver tók viðtalið en vil bara benda á það augljósa þetta er LIVERPOOL síða og við erum með mynd af ferguson á henni. Þessi grein hefði frá upphafi aldrei átt að vera birt og legg ég til að henni verði hent út.

  29. Eru allir hérna þroskaheftir? Ég brosti út í annað af ummælum Kolbeins. 

    Það góða við þetta er samt að Ferguson er augljóslega með áhyggjur af markmannsstöðunni, hefur sennilega áhyggjur af því að annað ævintýri sé að hefjast eins og þegar Schmeichel hætti.

  30. Ég legg til að það komi ný frétt á þessa síðu, mér verður hálf óglatt að það fyrsta sem að maður sér þegar maður kemur inn á hana er smettið á fergie.

  31. “Ef Ferguson er svona pirraður út í hana, ímyndið ykkur hvernig hann verður í október þegar Dalglish og Rauði herinn hafa lækkað í honum rostann (í bili) á Anfield! :)”

    JINX

    Ef leikurinn fer illa þá verður pistlahöfundur gerður að blóraböggli 😉

  32. Viðurkenni að ég hló smá upphátt að kommenti kobleins…. og svo aftur þegar ég skrifaði kobleinn.

  33. Dalglish vann evrópukeppni meistaraliða en ekki meistaradeildina svo það sé á hreinu… allt öðruvísi keppni það.
    En af orðum ykkar að dæma mætti ætla að Sirinn eigi ekki sjens í ykkar mann. vegna þeirrar staðreyndar að þið verðið í meistaradeild að ári.
    Eru menn bara búnir að bóka það ? mér sýnist þetta nú allt vera að detta úr höndunum á ykkur og “rauðnefur” geri enn og aftur grín að ykkur, sem hann hefur jú gert í mörg ár.
    Enginn titill á anfiled i þetta mörg ár hlýtur að vera farið að valda mikilli gremju á meðal ykkar liverpoolmanna. skil það vel.
    En svona er þetta drengir.

Damien Comolli tjáir sig

Opinn þráður