Damien Comolli tjáir sig

Á opinberu heimasíðunni er nú áhugavert viðtal við Damien Comolli yfirmann knattspyrnumála hjá Liverpool FC sem verulega vert er að lesa.

Í því kemur margt áhugavert fram sem kannski er vert að draga saman…

* Comolli er ánægður með innkaupin, þeir leikmenn sem við keyptum voru yfirleitt í topp 2 sætum yfir óskaða leikmenn í hverri stöðu. Hins vegar segir hann réttilega að hægt verði að dæma kaup þeirra í maí því þá komi í ljós hvort innkaupin virkuðu.

* Erfiðustu leikstöðurnar að fylla voru hafsent og vinstri bakvörður, einfaldlega vegna þess að þar eru ekki margir gæðaleikmenn á lausu. Því gladdi það félagið mikið að ná Coates og Enrique í lok gluggans (segir þetta okkur ekki að Cahill og Dann voru ekki hátt á okkar lista, þeir voru báðir til sölu).

* Hann fer yfir feril leikmannakaupa sem fer í gegnum njósnanetið og til hans. Það er svo Comolli sem fer til Dalglish og hann tekur endanlegar ákvarðanir og þegar kóngurinn er glaður fer Comolli og skrifstofustarfsliðið að vinna í flækjunni í gegnum tilboð og samningsgerð. Hann talar sérstaklega um kaupin á Suarez og síðan Coates í sumar sem erfiða leið að markmiðinu sem næst með undirskrift en er sýnilega mjög glaður með njósnanetið og starfsfólk klúbbsins. Frá því hann kom til starfa hefur njósnaranetið verið stækkað töluvert og teygir anga sína um allan heim.

* Hann er mjög ánægður með eigendurna í sumar. Hann fór á fund þeirra og gerði þeim ljóst að ef við ætluðum að verða samkeppnisfær í vetur yrði að byrja á að kaupa leikmenn, hvort sem tækist að selja strax eða bara í lok gluggans. Það sýndi vilja þeirra til að ná langt með félagið að þeir samþykktu það ákaflega fljótt og síðan náðist að hreinsa ótrúlega vel til í “dauðviðnum” undir lok gluggans, þannig að núna er “heilbrigðari” tala við æfingar á Melwood.

* Comolli leitar til leikmanna varðandi umsagnir þegar þeir þekkja til óskaðra leikmanna. Hann talaði við fyrirliðann um Henderson og Carroll, Hollendinginn fljúgandi varðandi Suarez. Þá vill hann vita hvernig þeir leggja sig fram á æfingum og hvernig karakterar þeir eru. Það ræður ekki úrslitum en fer inn í gagnabankann. Þessir þrír fengu góð meðmæli! Þegar kom að því að velja markman var það markmannsþjálfarinn John Achterberg sem hafði mest að segja.

* Raul Meireles bað um að fá að fara. Það er greinilega sameiginleg stefna allra yfirmanna félagsins að þegar leikmaður sýnir ákveðinn vilja í að fara þá sé honum veitt sú ósk. Portúgalinn knái hefur talað um ástæður þess að hann óskaði eftir að fara og þar með held ég að við sjáum skýringuna klára, svo er annað hvort við erum öll sátt við þessa stefnu. Ég er sammála henni, ef einhver vill fara frá Liverpool FC finnst mér ekki réttlætanlegt að halda honum, þó vissulega þurfi að ræða það hvort alvara liggur á bakvið ákvörðunina eða hvort um smá fýlu er að ræða.

* Alberto Aquilani vildi fá mikinn spilatíma, en Dalglish og þjálfarateymið töldu hann bara geta leyst eina stöðu á miðjunni, og í þeirri stöðu væri ákveðinn Steven Gerrard fyrsti kostur. Þá varð ljóst að vilji allra aðila var að finna nýtt lið fyrir Alberto. Aftur eitthvað sem við getum rætt töluvert en þá er allavega ljóst hver ástæða lánsins var og getum velt því fyrir okkur.

* Engin klásúla er að við höfum einhvern rétt á Edin Hazard. Helv****!

* Dani Pacheco og Peter Gulasci eru á “þróunarláni” í vetur. Ljóst að þeir ráða báðir vel við að spila með og við jafnaldra sína en félagið vill sjá þá spila í aðalliðum og þannig sjá hvort þeir eru tilbúnir í hlutverk hjá okkur. Hingað til hefur Pacheco ekki spilað mínútu fyrir Rayo Vallecano og Gulasci búinn að missa sæti sitt hjá Hull City svo ekki kannski mikil gleði þar. Aðra lánsmenn ræðir Comolli ekki.

* Comolli segir liðið ekki vera búið að marka sér stefnu í næstu innkaupum, nú þurfi að sjá frammistöðu leikmanna og liðsins á næstu mánuðum, hvar séu veikleikar sem þá þarf að fylla – en núna sé fókusinn á þá leikmenn sem eru hjá félaginu.

* Viðtalið endar hann á því að segja samband sitt við Kenny Dalglish frábært og staða Yfirmanns knattspyrnumála (Director of football) hjá liðinu sé að virka vel.

Svo, ýmislegt sem hægt er að ræða!

Myndin kemur frá www.liverpoolfc.tv

70 Comments

 1. Flott að lesa frá meistara Comolli, hann á hrós skilið fyrir hlutina sem hann hefur gert fyrir Liverpool FC.
   
  En annars held ég að innsláttarvilla sé í greininni (.tc) í endanum

 2. Commoli að gera góða hluti hjá okkur.
   
  Annars fynnst mér við ennþá þurfa að sætta okkur við ansi margt þegar kemur að leikmannakaupum eða sölum.
   
  T.d. þá vildum við fá þá Young og Jones en urðum að “sætta” okkur við Downing og Henderson. Sama mál gildir um Clichy, en ég tel ekkert endilega að Enrique sé ekki mikið verri kostur, ef hann er þá ekki bara betri kostur en frakkinn sí-vælandi.
  Það sama um leikmenn sem hafa verið seldir, þurftum að láta Torres fara (sem var kanski bara ágætt eftir-á að hyggja) og Meireles einnig.
   
  En virkilega gott starf að losna við þessa “deadwood” gaura eins og Konchesky, Poulsen, Jovanovic, Degen, N’Gog og Kyrgiakos. Ásamt auðvitað fleirum.
   
  Svo í framtíðinni þurfum við að fara að skapa okkur á nýjan leik þá stöðu að “laða að” leikmenn t.d. með meistaradeildarfótbolta og titlasöfnun. Annars komum við alltaf til með að missa stærstu og bestu bitana á leikmannamarkaðnum. Maður hefði t.d. ekki haft neitt á móti því að vera með Young, Jones og Aguero í staðinn fyrir Downing, Henderson og Carroll (sem btw. hefur ekki getað blautann með Liverpool).

 3. Sé ekki hvernig við “sættum” okkur við Henderson þegar hann var ein af fyrstu kaupum sumarsins.
  Mjög sáttur líka að við fengum Downing, hefði ekki verið leiðinlegt að fá Young líka en sú var raunin ekki. btw að bera saman Jones og Henderson ???

  Þar að auki að bera saman Carroll og Aguero, aguero sirka 3x/4x dýrari og hver segir að Aguero vildi koma? Ekkert sem segir okkur að Aguero hafi haft áhuga á Liverpool

   

 4. Ég var nú aldrei að tala um það að Aguero “vildi” eitthvað koma, ég sagði að í framtíðinni þyrftum við að skapa okkur þá stöðu að geta laðað að leikmenn eins og t.d. Aguero – hefði alveg eins getað sagt Mata eða einhvern annan. Mæli eindregið með að þú lesir þetta aftur vinur.
   
  Svo kostaði Aguero 38 milljónir punda á meðan að Carroll kostaði 35. Ég er nokkuð viss um að Aguero er mun betri leikmaður en Carroll, en Aguero er nátturulega á stjarnfræðilegum launum hjá City og kemur til með að kosta þá meira í framtíðinni heldur en Carroll – þó að ég sé nokkuð viss um að Aguero eigi eftir að skila meiru til City heldur en Carroll til Liverpool, en það er önnur saga.
   
  Svo til að rifja þetta aðeins upp þá ætluðu Liverpool að kaupa Jones, en þegar að það gekk ekki keyptum við Henderson. Hvort sem að það var planað áður en að kaupin á Jones duttu uppfyrir veit ég ekki en það leit út fyrir að Henderson væri að koma í staðin. Þ.e. ef það er ekki hægt að kaupa þann efnilegasta, þá kaupum við bara þann “næst”-efnilegasta.
   
  Fyrir utan að nefna það að Jones getur einnig spilað á miðjunni og í bakverði ásamt auðvitað miðvarðarstöðunni, þannig að hann getur leyst fleiri stöður en Henderson og þetta (þ.e.a.s. miðvarðarstaðan) var staða sem var í forgangi að kaupa leikmann í, ásamt auðvitað vinstri bak og hægri/vinstri kannti.
   

 5. Kæri hr. B

  Coates var keyptur í stað Jones, ekki Henderson.
  Jones er varnarmaður, Coates er varnarmaður, Henderson er ekki varnarmaður.
  Við vorum í viðræðum við Sunderland langt á undan B.burn vegna Jones.

 6. Ég er nú ekkert með númerið hjá Comolli og hef ekki talað við hann lengi en ég er nú nokkuð viss um að þar sem kaupin á Jones gengu ekki upp þá var fengið Coates í staðin. Þó að Henderson hafi komið fljótlega eftir að Jones fór til Utd þá er mjög ólíklegt að þetta hafi snúist eitthvað um annað hvort Henderson eða Jones. Líklegra er að þeir voru báðir keyptir á svipuðum tíma til að liðin væru búin að negla þá niður fyrir EM u21.

  Annars gaman af þessu viðtali við Comolli og frábært að sjá að hann og Dalglish ná vel saman, sérstaklega eftir þær efasemdaraddir sem voru um hann eftir veru hans hjá Spurs.

  Reyndar held ég að margir hjá Spurs væru alveg til í að banna Redknapp að sjá um leikmannakaup og fá Comolli í þetta aftur.

 7. Það átti alltaf að styrkja miðju & vörn. Ekki eitt stk mann sem er uppalinn varnarmaður en getur leyst varnartengilið – Henderson er ekki varnartengiliður frekar en Jones sé skapandi miðjumaður.

 8. * Alberto Aquilani vildi fá mikinn spilatíma, en Dalglish og þjálfarateymið töldu hann bara geta leyst eina stöðu á miðjunni, og í þeirri stöðu væri ákveðinn Steven Gerrard fyrsti kostur. Þá varð ljóst að vilji allra aðila var að finna nýtt lið fyrir Alberto. Aftur eitthvað sem við getum rætt töluvert en þá er allavega ljóst hver ástæða lánsins var og getum velt því fyrir okkur.

  Afhverju ætti Gerrad að halda Aquilani úr liðinu ? Gerrard er nú varla play-maker þannig bara að skella Aquilani í play-maker rulluna og spila þá með Downing – Aquilani – Gerrard og Lucas fyrir aftan eða bara Aquilani-Gerrard og Downing í 3 manna framlínu. Síðan er alltaf verið að ræða hvort besta staða Gerrards sé ekki holan á milli miðju og sóknar, hafa hann bara þar og Aquilani á miðjunni.

  Mér líst minna á C.Adam með hverjum leiknum eginlega, já auðvitað eru fáir leikir búnir og liðið að slípast saman, nýjir menn þurfa tíma og allt það en ég bara bjóst við meiru frá þessum manni sérstaklega eftir allt hype-ið sem var í kringum hann. 

  Ég er ekki frá því að liðið væri mikið betur sett með Gerrard í holunni og Aquilani vs. Adam í play-maker rólinu. Sérstaklega eftir að Meireles ákvað að fara.Samkeppni er góð og þá spilar bara sá sem er að standa sig betur..
   

 9. Skil ekki ástæðuna með að Aquilani hafi verið látin fara útaf spilatíma sem ekki var hægt að lofa honum, þar sem leikmaður að nafni Gerrard sé fyrsti kostur í stöðuna. Einnig er ég mjög ósáttur með söluna á Meireles, sama hverjar ástæðurnar fyrir því eru. Það sem þið einhverjir lesið eftirfarandi er mín skoðun og alls ekki byrja á einhverju bulli um að hann sé kóngurinn og bla bla bla. Undanfarin 2 tímabil hefur Gerrard verið skugginn af sjálfum sér, fyrir utan einstaka leiki. Í raun í flestum þessara leikja síðustu 2 árin hefur hann verið skelfilegur, ömurlegar sendingar, slæmar ákvarðanir, hengjandi haus og virkilega lélegur fyrirliði yfirleitt. Auk þess hefur hann verið oft frá vegna meiðsla og erfitt að stóla á hann sem leiðtoga og jafnvel lykilmann. Auðvitað er Gerrard í toppformi besti miðjumaður heims og byrjunarmaður í öllum liðum heims, en hann hefur bara verið svo fjarri því eftir tímabilið 08/09 þegar við vorum svo nálægt því að vinna EPL. Og kannski er það skoðun fleiri hérna eins og það er mín að þetta byrjar með sölunni á Alonso. Það fór allt niður á við eftir þetta 08/09 tímabilið eins og við öll vitum.
  Þegar Meireles kom síðasta tímabil var loksins kominn leikmaður sem gat stjórnað spilinu á miðjunni og var eitthvað í líkindum við Alonso kallinn. Hér kemur ein staðreynd. Meireles er heimsklassa miðjumaður, Adam er það ekki.Of snemmt að dæma hann en augljóst er að hann er langt í frá á pari við Meireles og Aquilani. Ok, liðið hefur tekið miklum breytingum eftir sumarið og að ýmsu leyti til batnaðar en miðjan, ekki kantar, heldur central svæðið finnst mér orðið mun lakara. Núna er svo komið að allir eru að bíða eftir Gerrard komi til baka og taki að sér play-maker hlutverkið. Maður sem hefur verið í besta falli miðlungsleikmaður síðustu 2 árin (það er slatta langur tími) og meiðslasögu sem er mikið áhyggjuefni.
  Bara til gamans þá set ég upp 2 afbrigði af miðju sem LFC gæti stillt upp í dag ef stjórnendur hefðu ekki verið svona æstir í losna við Aqua og hreinlega bara komið í veg fyrir að Meireles færi(eða bara koma betur fram við hann, hann átti skilið launahækkun). Þessi miðja tekur mið af að Gerrard er fjarverandi og stillt upp ef um 3ja manna miðju sé að ræða. Það virðist oft vera uppi á teningnum undanfarið.
           Lucas
  Adam      Henderson
  eða
         Lucas
  Meireles Aquilani
  Öss öss öss, hvað voru Comoli og Kenny að spá!? 🙂
   

 10. @12 “Mér líst minna á C.Adam með hverjum leiknum eginlega, já auðvitað eru fáir leikir búnir og liðið að slípast saman, nýjir menn þurfa tíma og allt það en ég bara bjóst við meiru frá þessum manni sérstaklega eftir allt hype-ið sem var í kringum hann. “
  Adam er kominn með tvær stoðsendingar og eitt mark í fjórum leikjum. Hann var að spila síðasta leik sennilega tæpur af meiðslum. – Til hvers ætlastu af honum? – Að hann skori þrennu í hverjum leik og blási sápukúlum framan í myndavélina þegar hann fagnar marki?
  Já og að segja að Gerrard sé ekki playmaker……. shiiiii….
   
  YNWA
   

 11. Afsakið ef ég er ekki að ná þessu en ég bara skil þessa setningu ekki

  “Engin klásúla er að við höfum einhvern rétt á Edin Hazard. Helv****!” 

 12. Hössi: Gerrard hefur aldrei  spilað í holunni undir Dalglish. Suárez hefur yfirleitt tekið það hlutverk að sér með góðum árangri. Aquilani var því alltaf að fara að taka sæti af hinum miðjumönnunum og því skiljanlegt að hann hafi viljað fara, auk þess sem ítalski boltinn hentar honum óneitanlega betur.

  Flott viðtal, ýmsu óljósu komið á hreint. Þetta er greinilega toppnáungi. 

 13. Hér dásama allir Comolli, en ég er ekki eins sannfærður. Getur einhver sannfært mig um að hann hafi til dæmis gert eitthvað sem einhver annar (ekki Parry!) hefði ekki getað gert? Comolli hefur bara keypt fullt af leikmönnum, nokkrum gæðaleikmönnum en hver annar hefði ekki getað gert það (fyrir utan Parry!)?

   Þegar Comolli var fenginn til félagsins þá heyrðust sögur um að hann væri svo naskur á að finna unga og efnilega leikmenn á spottprís. Fyrir utan Coatez (sem btw er algjörlega óskrifað blað), þá hefur lítið sést til þessa hæfileika hjá Comolli.

   Hann fær vissulega stóran plús, jafnvel tvo, fyrir að hafa keypt Suarez, en ég myndi líka segja að sá leikmaður sé sá eini sem hafi ,,hækkað” verðmiða sinn hingað til.

  Ég ætla allavega að bíða með að dæma Comolli, þó mér finnist hálf skrítið að tala um snilldina hans þegar hann hefur ekki gert mikið meira en venjulegur “director of football” hjá venjulegu toppliði gæti gert. Ég er að spá í að gefa hún þetta tímabil og næsta sumar, áður en ég kveð upp með það hvort Comolli sé þessi snillingur eða bara meðaljón.co.uk.

  Homer 

 14. Homer, það hafa nú líka verið að detta inn einhver nöfn í yngri liðin hjá okkur. . og ekk má gleima tiltektarafrekinu sem Comolli á stóran þátt í.

 15. @Homer. Er það virkilega það sem þú hefðir viljað, að Comolli hefði farið að hrúga inn unglingum í liðið sem þyrftu einhver ár til að verða góðir (a la Wenger)? Ég held að það sé augljóslega stefnan núna að kaupa góða leikmenn, sem eru enn að bæta sig og geta strax komið inn í liðið. Ég ætla ekki að fara að lofa Comolli en mikið djöfulli hafa leikmannakaupin batnað með tilkomu Comolli, John W. Henry og Dalglish. Hvort það sé einum, tveim eða öllum að þakka, þá finnst mér Comolli allavega eiga hrós skilið.

 16. #7 – Magginn: At.Madrid lánuðu Pacheco frá sér til Rayo. Ég skil þennan samning ekki en svona er þetta víst.

  #18 – Hómer: Coates er varla óskrifað blað. Suður-Ameríku meistari með landsliði sínu, unnið efstu deild í úrugvæ með félagsliði og valinn ungur leikmaður mótsins á Copa America. Ekki með EPL reynslu en samt alls ekki óskrifað blað. 

 17. Ef einhver var að pæla…. í CL í kvöld eru þrír fyrrverandi leikmenn Liverpool í byrjunarliðum hjá Arsenal og Chelsea. Benayoun on Meireles ekki taldir nógu góðir sem byrjunarliðsmenn (reyndar alveg sammála með Yossi) og við vitum öll söguna um Torres. 
  #EnginnAðPæla

 18. Það er ekkert óeðlilegt, eftir fjóra leiki og 7 stig að menn vilji bíða með að sjá árangur Comolli af leikmannakaupum. Hann, ásamt Dalglish, hefur vissulega yngt liðið, klárlega bætt það og aukið breiddina. Það hefur kostað mikla peninga og það eru sérstaklega tvenn kaup, á Henderson og Carroll sem virka tvímælis, og það er fyrst og fremst vegna verðmiðans. Við gleymum því oft að þeir eru enn mjög ungir og einkenni ungra leikmanna er óstöðugleiki. Henderson virkar mun eldri leikmaður en hann er sökum útsjónarsemi. Carroll hefur óneitanlega valdið vonbrigðum og kemst ekki í liðið eins og er.

  Að ná að losna við alla óþarfa leikmenn á einu bretti er sennilega hvað mesta afrekið sem hann hefur unnið. Meireles og Aquilani sölurnar orka tvímælis því allir vita að þar fara gæðaleikmenn. Hins vegar hafa þær sögur verið raktar rækilega síðustu vikurnar. 

  Þannig held ég að Homer mæli hér manna heilastur (þó ekki varðandi allt) þegar hann segir að við þurfum að sjá þetta tímabil allt áður en dómur verður kveðinn upp um snilld Comolli. En viðtalið skýrir margt.  

 19. Homer, ertu ekki til í að gefa okkur aðeins nákvæmari tímasetningu á það hvenær þú kveður upp endanlegan dóm yfir störfum Damien Comolli? Persónulega get ég varla beðið og vil ekki missa af því.

 20. # 22

  Gummi áttu þá við að fyrst þrír fyrrverandi leikmenn LFC eru að spila í CL núna fyrir Chelsea og Arsenal að þá sé Liverpool sem gat ekki notað þá, betur mannað en Chelsea og Arsenal til samans? 

 21. #25
   
  Alls ekki, finnst merkilegt hvað menn sem höfðu lítið hlutverk hjá Liverpool fá stór hlutverk hjá öðrum stórum klúbbum. Sýnir meir áherslur hjá þjálfurum frekar en gæði leikmannahóps, a.m.k. í tilfellum Yossi og Raul. Tilfelli Yossi fellur þó líklega meira undir að ekkert annað var í boði og þeir á síðasta séns – hann fór ekki einu sinni í læknisskoðun!

 22. Rétt Yossi var algjör neyðarkaup og nýtur góðs af því.  

  Og sennilega eru Chelsea að spila Meireles vegna þess að Lampard er varla svipur hjá sjón það sem af er tímabili.  Torres er svo kafli út af fyrir sig, svona eins og rándýr jakkaföt sem maður þrjóskast til þess að nota þótt að þau fari manni kannski ekki alltof vel, bara vegna þess að maður borgaði svo mikinn pening fyrir þau.

  Persónulega fannst mér kaup Chelsea á Meireles ekki Chelsea-leg.  Hefði haldið að þeir hefðu getað keypt yngri og dýrari leikmann sem væri svona stjarna í fæðingu?

 23. Fjórir fyrrum LFC gaurar að spila í CL núna, Aquilani var að koma inn á hjá AC Milan á móti Barca…

 24. Sorglegt – fjórir fyrrum leikmenn LFC að spila í CL í kvöld.  En ekki liðið sjálft.

 25. Homer nr. 18 ertu ekki að grínast??? hann kaupir til sín fullt af gæðaleikmönnum og svo losar hann í burtu 11 leikmenn sem hafa ekkert erindi í liðið. Nú er breiddin mjög góð allar stöður mannaðar. Þetta allt hefur hann gert í tveimur félagsskiptagluggum ef hann er ekki að standa sig vel hvað þá? Dalglish og Komolli eru búnir að standa sig ótrúlega vel og komolli er enginn næsti Parry.

 26. Hvað ætli það þurfi marga pósta til að sumir fatti verðið á Carroll og hvernig það kom til?

  Það er svo oft búið að segja það að þessar 35M punda urðu til þannig að á síðustu klukkustundum janúargluggans, þegar ljóst var að Torres ætlaði sér að fara, að Torres var Chel$ki boðið gegn því að við fengjum einhvern í staðin plús 15M punda = opinn tékki frá Rússanum. Newcastle gátu því leift sér að pumpa upp verðið á gaurnum (enda þeir að missa sinn aðal sóknarmann á síðustu stund gluggans og gátu ekki fengið neinn í staðin) og við borguðum þeim fyrir hann með því að rétta þeim Rússapeninga.

  Hefðum við keypt Carroll á góðum sumardegi á 35M punda? Það veit svo sem enginn þannig að erfitt er að segja til um en ég stór efa það að þessi upphæð hefði verið greidd fyrir hann. Þess vegna finnst mér alveg gersamlega út úr gatslitinni kú að tala um að “við” hefðum borgað 35M fyrir einhvern sem hugsanlega/mögulega á eftir að skíta upp á bak og að það hafi því verið slæmt move hjá Comolli.

  Eins finnst mér nánast drep fyndið þegar menn eru búnir að ákveða hverjir voru okkar fyrstu kostir í ákveðnar stöður. Kannski eru sumir hér á póstlista hjá Comolli og félögum og hafa því inside info. Þá þurfum við sennilega ekkert að rökræða neitt í framtíðinni……dæs. 

 27. Rosalega saknar maður þess að sjá Liverpool ekki í Meistaradeildinni. Rosalegt að sjá Arsenal spila á Signal Iduna Park í stemmingunni vitandi það að það er í minnsta lagi ár þar til við spilum í þessari keppni aftur.

 28. Raul Mereles var formlega kynntur sem leikmaður Chelsea í gær og þar tók hann skýrt framm að stjórn Liverpool hafi beðið hann um að fara fram á sölu ! og hann hafi ekki gert það fyrr en A.V.Boas og Chelsea hafi komið til sögunar ! 

  Þegar þið talið um að það þýði ekki að reyna að halda leikmönnum sem vilja fara þá er ég alveg sammála ykkur !! En með Mereles er það lýgi og bull! heimskuleg sala á góðum leikmanni ! http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/14823977.stm

   

 29. Lóki,

  Nú er þetta bara orð gegn orði, við vitum ekkert annan vegin eða hinn, deal with it. Hættu svo að æsa þig yfir hlutum sem að þú getur ekki breytt, hann er farinn og það var ekki þitt að ákveða neitt í neinu hvað þetta varðar.

  Í staðinn fyrir óþarfa röfl um hluti sem nú tilheyra fortíðinni ættum við allir/öll að styðja okkar menn í því sem er að gerast og á eftir að gerast.

  Loki, ég vona líka að ég hljómi ekki eins og asni fyrir að nota orð eins og röfl og æsing, það hljómar bara þannig á prenti. (Vonandi, hehe)

  Y.N.W.A 

 30. Tek það fram að þetta er einungis mín skoðun og óþarfa skot á það eru afþökkuð.

  @17 “Hössi: Gerrard hefur aldrei  spilað í holunni undir Dalglish. Suárez hefur yfirleitt tekið það hlutverk að sér með góðum árangri. Aquilani var því alltaf að fara að taka sæti af hinum miðjumönnunum og því skiljanlegt að hann hafi viljað fara, auk þess sem ítalski boltinn hentar honum óneitanlega betur.”

  Nei Gerrard hefur ekki spilað í holunni síðan að Dalglish kom en það breytir því ekki að þetta er sú staða sem ljós hans hefur hvað mest skynið (finnst mér allavegana). Ég held að enginn neiti því að hann er FRÁBÆR leikmaður en seinustu 2 árin er hann búinn að vera skuggin af sjálfum sér og mikið meiddur.
  Afhverju ættum við þá ekki að setja hann í þessa stöðu þegar hann er heill þar sem hann spilar hvað best og setja Suarez efst ? (hann er nú framherji og býst ég við að hann standi sig vel þar) Þá gæti Aquilani verið á miðjunni sem play-maker á kostnað C.Adam EF hann væri að standa sig betur, auðvitað myndi ég frekar vilja C.Adam í liðinu ef hann er að gera betri hluti.. 

  @14 “Adam er kominn með tvær stoðsendingar og eitt mark í fjórum leikjum. Hann var að spila síðasta leik sennilega tæpur af meiðslum. – Til hvers ætlastu af honum? – Að hann skori þrennu í hverjum leik og blási sápukúlum framan í myndavélina þegar hann fagnar marki?
  Já og að segja að Gerrard sé ekki playmaker……. shiiiii….”

  Já tvær stoðsendingar og eitt mark í fjórum leikjum er flottur árangur er alls ekki að neita því og já hann var eithvað tæpur. Nei ég er ekki að búast við þrennu í hverjum leik og sápukúlum, ég er að búast við sendingum sem að rata á samherja og að hann búi til sóknir. Eithvað sem hann hefur ekkert verið gera af viti.
  Eina sem ég veit um hann er að hann stóð sig vel fyrri hluta seinasta tímabils og var mjög flottur þá, mér finnst hann bara alls ekki vera búinn að sína það andlit í þessum heilu fjóru leikjum sem búnir eru né á undirbúningstímabilinu.
  Auðvitað er hann hjá nýjum klúbb með nýjum leikmönnum og þarf að aðlagast en á meðan við frammistöður hans í Liverpool treyju hingað til þá tel ÉG að hann sé ekki rétti maðurinn í play-maker stöðuna hjá Liverpool. Auðvitað get ég haft kolrangt fyrir mér og verð ég mjög glaður ef ég þarf að éta þessi orð ofan í mig.

  Annars finnst mér Gerrard alls ekki vera play-maker, Alonso var það alltaf og eftir að hann fór þá finnst mér Gerrard hafa farið líka (andlega). Ég sé hann fyrir mér sem leikmann í holunni sem flakkar á milli sóknar og miðju, hvar sem hans krafta er þörf þar á milli þá er hann mættur og svæðið og hjálpar til að brjóta niður vörnina þar sem hún er sterkust. Það kalla ég allavegana ekki play-maker. 

 31. 34# ég er ekkert “svo” æstur sko það er bara alltaf verið að seigja þetta, að hann hafi viljað losna. sérstaklega hér inná. Hann seigir ekki og þessi yfirlýsing kom út eina mín í lokun gluggans sem er skrítið.. Þetta er góður leikmaður sem ég vildi halda hjá liðinu. Sást greinilega hvað okkur vantaði hann á móti stoke þegar Kuyt og Adam voru með drulluna okkur vantaði hann líka inná á móti sunderland. sást bara hversu ferskur hann var á móti Arsenal þegar hann kom inn. og með Chelsea um helgina. Þegar Torres fór var maður stressaður En Suarez nokkur kom í staðin ! finnst hafa vantað Mereles En á samt vona á að það gleymist með endurkomu Gerrard! 

 32. Síðan hvenær varð það sjálfgefið að þegar leikmaður fer frá klúbbi að þá eru hans orð sjálfgefin þau sönnu en ekki orð klúbbsins? Þegar öllu er á botninn hvolft þá höfum við ekki hundsvit á því og þá er spurning, hvort styður maður leikmann eða klúbb í fótbolta?

 33. @Villi #20: Nei, ég get ekki séð að ég hafi verið að kalla eftir því, að hrúga inn einhverjum unglingum Arsenal-style. Heldur var ég bara að segja að Comolli kom inn með ákveðið orðspor á sér, og margir stuðningsmenn hafa benda iðulega á þessa snilligáfu hans til marks um hversu gott starf hann skilar af sér. Gott eða slæmt, ég skal ekki segja, en kannski er bara ágætt að hafa báða fætur á jörðinni og fá að vera pínu raunsær.

  @Gísli Óskars #21: Jú, Coatez er algjörlega óskrifað blað. Ég bara skil ekki hvernig hann getur ekki verið neitt annað. Ekki spilað einn einasta leik fyrir Liverpool, enginn veit hvernig hann passar í liðið eða þá bara hvort hann passar. Menn horfa bara á orðspor hans, ,,besti ungi leikmaðurinn á Copa America” og toppmaður í félagsliðinu þar, en það er bara himinn og haf á milli þess að vera góður í S-Ameríku og vera svo góður á Englandi. Coatez er og verður óskrifað blað þangað til að hann fær tækifæri til sýna hvað hann getur. 

  @Magnús T #24: Hahaha… sniðugur. Eða nei. Comolli verður bara dæmdur af verkum sínum á hverjum tíma, en þú tókst eflaust eftir því að ég tók það ekki af honum að hann hefur keypt nokkra gæðaleikmenn. Og sérstakan heiður á hann skilinn fyrir að hafa selt marga ansi takmarkaða leikmenn. En persónulega vil ég sjá hvernig allir þessir leikmenn ná saman, áður en ég fer að hefja hann upp til skýjanna. Og ég þarf meira en 4 eða 5 leiki til þess, það er alveg klárt.

   Homer

 34. Ég er bara nokkuð sammála Homer, Comolli á virkilegt hrós skilið fyrir að losa okkur við deadwood en við eigum samt eftir að sjá hvort að kaupin hafi verið góð eða hvort þau passi eithvað saman í lið.

  Fyrir mér á hann 50% hrós skilið, ég ætla allavegana að sjá til hvernig nýju leikmennirnir standa sig og dæma hin 50 prósentin út frá því meðal annars.. 

 35. Lóki, AUÐVITAÐ sagði klúbburinn honum að setja fram skriflega beiðni. Hann vildi fara, sá bara stjörnur þegar hann vissi að Villa-Boas vildi hann og þá hefur klúbburinn sagt honum að hann fengi ekki að fara nema setja fram skriflega beiðni….ekkert óeðlilegt þarna og salan ennþá jafn auðskiljanleg af hálfu Liverpool.

 36. Er það ekki Dalglish sem tekur endanlegar ákvarðanir um leikmannakaupin ?

  Hvernig er þá hægt að sakast við Comolli ef einhverjir menn standa sig ekki ?

  Comolli gerði vel í þessum glugga, held að það sé engin spurning og það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá okkur núna á markaðnum miðað við það sem hefur verið í gangi hjá okkur undanfarin ár. Og að losna við alla þessa “auka” menn er bara snilldin ein.

  Held að menn ættu bara að vera sáttir við stöðuna í dag í staðinn fyrir að væla endalaust yfir öllu. 

 37. #31 Jói
  Skil vel hvað þú ert að segja með verðið á Carroll, en ef þú lítur til þess að leikmaðurinn var fenginn til okkar meiddur á hné, spilaði aðeins örfáa leiki í byrjunarliði og þegar öllu var á botninn hvolft ekki í nógu góðu formi til að spila 90 mín í PL.
   
  Þá hefði nú maður með vit á peningum átt peningana inn á bankabók þangað til vorið eftir og keypt Carroll á 15 m. punda.
   
  Annars getur vel verið að við hefðum þá ekki fengið 50 m. punda fyrir Torres frá Chelsea, en maður hafði nú á tilfinningunni þegar þau viðskipti fóru fram að Liverpool hefði getað sett hvaða verðmiða sem er. #rússagullið

 38. @38 Homer, þú orðar þetta nú ekki mjög vel með Coates. Segir að hann sé óskrifað blað þar sem hann hefur aldrei spilað leik fyrir Liverpool, sem hann hefur ekki gert og ekkert að því. En miðað við það hvernig þú orðar þetta þá eru allir leikmenn sem ekki spila með Liverpool óskrifað blað.  Þannig að ef Liverpool kaupir Messi þá er hann líka óskrifað blað  😉
  Tek það samt fram að ég skil alveg hvað þú meinar með þessu. 

 39. Andy Carroll var kostur Dalglish nr. 1 í framherjastöðuna um leið og hann fann það að Torres yrði ekki snúið.  Hann hefur sagt frá byrjun að ástæða þess að Liverpool gerði samning til 2016 við drenginn (fimm og hálft ár) væri vegna þess að hann þyrfti tíma til að ná sínum hæfileikum.  Það var semsagt verið að kaupa hráan talent.
  Ég minni okkur líka á það sem FSG sögðu í allan fyrravetur og það sem af er vetri.  Félagið var í mun verra standi en þeir reiknuðu með og öll plön þeirra miðast við það að vera til lengri tíma.  Þeir gefa sér markmiðið að ná fjórða sæti í vetur og þannig geta keypt inn í liðið svo að það geri atlögu að titlum frá haustinu 2012.
  Á sama tíma hafa þeir alltaf talað um að forsenda þess að við náum að keppa á jafnréttisgrundvelli vera þá að fjármagnsreglur FIFA muni taka gildi og verði framfylgt.  Það þarf ekki mannvitsbrekku til að sjá að það er ekki einfalt að ætla að keppa við Rússagull og Arabasilfur á jafnréttisgrundvelli. Nema kannski með því að kaupa unga menn og búa til lið á löngum tíma.
   
  Þetta eru grundvallarlínurnar og sumarið hefur skilað okkur ótrúlegu hreinsunarstarfi þannig að launaseðill félagsins er nú loksins nokkuð eðlilegur.  Á sama hátt hafa frá því í janúar verið keyptir leikmenn í lykilstöður og eins og kemur fram í viðtalinu við Comolli er nú meiningin að sjá hvernig þessir leikmenn slípast saman áður en frekari fjárfestingar fara í gang.
  Sem mér finnst ákaflega gáfulegt.  Mér sýnist t.d. mesta vandræðastaða okkar í dag vera hægri bakvarðarstaðan, þar sem bæði Johnson og Kelly eru stanslaust meiddir.  Ef sú staða verður áfram í gegnum veturinn þarf ekki að velta því fyrir sér að farið verður í það að skoða Flanagan betur og / eða kaupa nýjan.
  Svo kemur umræðan um Meireles og Aqua og Adam.  Aquilani er teknískur miðjumaður, með flottar sendingar og góð skot.  Frá upphafi hans ferils hefur veikleiki hans verið varnarvinnan, það var m.a. talað um það þegar hann fór frá Ítalíu.  Í þeim leikjum sem hann lék vel í sumar þá var það gegn liðum þar sem lítið þurfti að sinna slíkri vinnu.  Í Valencialeiknum á Anfield gerðist það ca. 10 sinnum í leiknum að farið var í að hápressa varnarmennina og þá kom augljós veikleiki í ljós hjá Aqua, hans maður var nær alltaf sá sem leysti vanda Valencia, því hann var alltof langt frá.
  Eftir það hefur hann ekki komið upp á okkar borð, Dalglish er að reyna að setja upp miðjuna sína með étaranum Lucas og síðan manni sem getur sótt og varist, Adam.  Lucas – Aquilani var aldrei raunhæfur kostur og í raun má það sama segja um Meireles sem átti varla tæklingu í fyrra, en vissulega góður fram á við.
  Bæði Meireles og Aqua bjuggu því við það að sjá fram á það að vera að berjast við Gerraard um sætið, það vildi Aqua alls ekki og alveg ljóst að þegar Meireles sá að Dalglish notaði Henderson umfram sig þá var hans hugur ákveðinn.  Hann vildi fara til Chelsea – það hefur hann sagt – og annað skiptir ekki máli finnst mér!
  Við erum því vissulega “þunn” á miðjunni, sér í lagi ef Adam mun eiga erfitt.  En það er nákvæmlega það sem Comolli á við þegar hann segir þá ætla að skoða samsetningu liðsins.  Ég er viss um það að staðan inni á miðjunni er eitthvað sem er uppi á borðum stjórnarinnar í vetur, þó ég hafi mikla trú á Charlie Adam þrátt fyrir erfiðan leik gegn Stoke.  Hann var frábær gegn Bolton og Arsenal að mínu mati!
  Lucas er orðin “fastastærð” á miðjunni og ef Gerrard er heill mun hann verða það líka.  Adam og Henderson verða þeir sem flakka með, þó kannski Suarez eða Kuyt komi að málum líka í 4-4-1-1 útfærslum.  Conor Coady held ég svo jafnvel að verði kostur framan við Spearing þegar líður á veturinn sem backup fyrir Lucas.
   
  En allt þarf að skoðast út frá þeim grundvallarpunkti að það er ekki verið að fara með “fulla inngjöf” í átt að titlinum, heldur verið að nýta veturinn í að stíga stórt skref áfram og síðan fara í gírinn sumarið 2012.  Fram að því mun margt koma í ljós og alveg viðbúið að við munum skipta um skoðun á mörgu, hvort sem er leikmenn eða leikaðferðir.  Liðið er í breytingaferli og við verðum alltaf að hafa það bak við eyru og hnakka!

 40. Mjög gott viðtal við Comolli og gefur okkur meiri innsýn inn í það sem gerist á bak við tjöldin. Hvernig sumir eru enn með miklar efasemdir um hann eftir hin frábæru störf í sumar er ofar mínum skilningi. Hann styrkti liðið í öllum þeim stöðum sem þurfti að styrkja, losaði okkur við rekaviðinn og stórbætti launastrúktúrinn. Þetta gerði hann á hálfu ári fyrir u.þ.b. 30-35 millur ef allt er tekið til og dregið frá.

  Vel unnið? Neihei, algjörlega frábærlega unnið! Skoðið klaufaganginn hjá Levy & Wenger þetta sumarið til að átta ykkur á fagmennskunni þegar hún blasir við ykkur. Þar sem við höfum ekki stórfúlgur til að dauðrota keppinautana þá þurfum við að vera klárari og klókari en hinir og Comolli er svo sannarlega að standa sig í toppstykkinu hvað það varðar.

  Og að tala um að Parry hefði allt eins geta gert þetta?? Hvar hafið þið verið síðasta áratuginn?? Í frumskógi nútímafótboltans er þetta svo margfalt meira og flóknara en í þá daga er tilboð var faxað á milli klúbba og málin afgreidd á einum eftirmiðdegi. Í dag þarf að díla við gráðuga umboðsmenn, klásúlur út og suður ásamt ímyndarréttindum og hvaðeina. Að fá Coates, Adam, Enrique, Bellamy og Doni á innan við 20 millur er fáránlega vel að verki staðið. Fáum þessa 5 gæðaleikmenn á innan við það sem Manchester United borgaði fyrir Phil Jones. Svo greiðum við einfaldlega markaðsverð fyrir Downing & Henderson og ég er sannfærður um að það verði peningum vel varið til skemmri og lengri tíma litið.

  Fyrir þá sem tala um að Comolli sé ekki að skila neinum ungstirnum ennþá að þá hafið þið ekki alveg verið að fylgjast nógu vel með. Fyrir það fyrsta þá mun tíminn leiða í ljós hvort að 16 ára pjakkur verði frábær kaup en í sumar höfum við fengið SJÖ efnilega stráka til okkar:
  Alex O’Hanlon, Jerome Sinclair, Lloyd Jones, Vyllian Bijev, Marco Bueno, Nacho og Ryan McLaughlin. Af þessum þykja O’Hanlon og Bueno sérstaklega efnilegir og var mikill slagur við önnur stórlið að fá þá. En áhersla Kenny og Comolli hefur líka verið að gefa þeim öfluga efnivið sem fyrir er hjá félaginu séns enda ótrúlega margir enskir landsliðsmenn í yngri flokkunum. Því vilja þeir ekki kaupa í þær stöður sem mikil efni eru að koma upp í til að gefa þeim séns á að bæta sig.

  Biturleikinn vegna Meireles er líka farinn út fyrir öll eðlilegheit í svona skrifum hjá Tigon (#13):

  Þegar Meireles kom síðasta tímabil var loksins kominn leikmaður sem gat stjórnað spilinu á miðjunni og var eitthvað í líkindum við Alonso kallinn. Hér kemur ein staðreynd. Meireles er heimsklassa miðjumaður, Adam er það ekki.Of snemmt að dæma hann en augljóst er að hann er langt í frá á pari við Meireles og Aquilani.

  “Of snemmt að dæma” segir hann en best að dæma samt hehehe Hið huglæga mat hans Tigon á gæðum Meireles getur varla verið minni staðreynd enda bara matsatriði hvers og eins. En þetta virðist samt vera rauði þráður þeirra sem eru ósáttir við söluna að Meireles hafi verið í heimsklassa. Í alvöru?? Flokkið þið hann í alvöru í sama klassa og Iniesta, Xavi, Alonso, Schweinsteiger, Ya Ya, Fabregas, Gerrard eða Essien?? Og þá er ég bara að nefna leikmenn í álíka stöðum sem eru sannkallaðir heimsklassa leikmenn (að mínu mati og hálfs heimsins).

  Vísbending 1: Heimsklassa leikmenn seljast sjaldnast undir 20 millum á hápunkti sinnar getu og aldursstigs nema eitthvað annað komi til (free transfer eða stutt í samningi). Ya Ya Toure fór á 24 mill, Xabi Alonso á 30 og Fabregas á 33 millur. Sérðu mynstrið? Við keyptum Meireles á 12 og seldum hann á 12. Það er hans markaðsvirði. Hálfdrættingur eða þriðjungsdrættingur á við dæmigerðan heimsklassa miðjumann. Punktur.

  Vísbending 2: Að gamni renndi ég yfir nokkra samsetta lista af bestu 50 eða 100 leikmönnum í heimi. Misgóðir listar en Meireles kom ekki fyrir á neinum þeirra. Aldrei. Skora á menn að finna hann á álíka lista (bannað að búa hann til sjálfur). Tja, nema að í heiminum séu mörg hundruð af heimsklassa leikmönnum en þá er sú skilgreining orðin víðari en Kyrrahafið (en klárlega ekki jafn djúp).

  Það er einnig nokkuð ljóst að Meireles átti 1 frábæran mánuð á síðasta tímabili en restin var ágæt, miðlungs eða jafnvel slök. Adam átti frábært hálft tímabil áður en pústið fór að gefa sig hjá honum og hans liði. Hann var samt áfram besti maður síns liðs og var skorandi beint úr aukaspyrnu á Old Trafford í síðasta leik tímabilsins. Adam var að mínu mati betri en Meireles í fyrra. Enda var hann valinn af sínum jafningjum í hóp þeirra bestu í PFA Players’ Player of the Year. Það er mun merkilegri heldur en vinsældaverðlaunin PFA Fans’ Player of the Year sem Meireles vann í netkosningu en það sannar mun frekar fjölda netóðra Púlara en að hann hafi verið besti maður síðasta tímabils sem ég held að engum detti í hug að fullyrða (eða hvað?). 

  Aðalatriðið sem er aðalmálið í þessu öllu saman: HANN VILDI FARA!!!!!!!!

  SBB (Selja, Búið, Bless)

 41. Ég vil nú bíða með að hampa snilligáfu Comolli. En sé það honum að þakka að Suarez hafi verið keyptur þá fer hann vissulega vel af stað í sínu starfi.
   
  Kaupin á Enrique voru enginn brainer. Okkur sárvantaði vinstri bakvörð, og þurftum ekki að leita langt. Það ótrúlega var að Arsenal eða önnur spænsk lið veittu okkur ekki samkeppni um þennan gæðaleikmann.
   
  Ég er líka sérlega bjartsýnn á að Downing eigi eftir að reynast okkur vel, auk þess sem maður bíður spenntur eftir Coates.
  Kannski eru Coates kaupin sem sýna snilli Comolli,, en hin sumarkaupin hugsa ég að Dalglish hefði getað séð hjálparlaust um. Ég var nú eiginlega að vonast eftir fleiri ungum og óslípuðum demöntum í sumar.
  Það var þó ákveðið og flott statement að sjá svo marga ónytjunga yfirgefa klúbbinn í sumar.

 42. Comolli: Búinn að gera fína hluti, losa okkur við marga leikmenn sem vildum ekkert með hafa. Coates er spennandi kaup á 7 millur sem er ekkert í dag.(vona að hann standi sig) 

  Aqulani: Flottur leikmaður, held að maður sé eiginlega svoldið svekktur að hann hafi aldrei fengið alvöru tækifæri, en Daglish finnst hann ekki vera tilbúinn að byrja, og ekk geta notað hann nógu mikið. Það liggur alltaf eithvað meira á bakvið slíkt. Ef KD væri hrifin af Aqulani þá hefði hann ekki lánað hann, hann er einnig á góðum launum. (Og hann er bara á láni)

  Meireles: Gríðalega góður leikmaður, og ég sá rosalega eftir honum. Eins og á móti Stoke þá vantaði einhvern annan(Suarez) creative til þess að búa til, hlaupa í eyður. En enn og aftur þá er eithvað meira á bakvið þessa sölu. Hvort það sé samband á milli KD og Meiró eða KD finnst hann bara ekki þurfa á honum eða hann er ekki í framtíðarplönum, þá er það góð spurning? En hann vildi ekki hafa hann áfram það er bara þannig!

  Carrol: Ég er einn af þeim sem hugsa alltaf um verðið og já það er 15-20 mill. of mikið, en hann var að standa sig á þeim tíma hjá Newc. Og já við hefðum geta fengið svo miklu betri leikmenn en hann að mínu mati. En ég ætla vona það að hann bæti sig og verði flottur. Aldrei 35 millj. virði en fari að skila inn mörkum og stoðsendingum, hann virkar voða þungur og hægur, sem ég skil ekki, er ekki búinn að vera meiddur. Hann þarf að fara gíra sig upp.

  Er ekki spurning að fá bara Torres tilbaka á 25 🙂
  barar góður í einni treyju

  YNWA 

 43. #42 B  Lestu svar Magga #44 Segir allt það sem þarf og meria til um tilurð Carroll hjá okkur. Auk þess kostaði hann okkur ekki krónu heldur fengum við hann + 15M punda gegn því að losna við mann sem hefur ekki ennþá fundið hausinn á sér og náð að skrúfa hann á. Ef allt fer á versta veg þá seljum við Carroll eftir einhvern tíma og leysum inn hagnað af þessu öllu. Er það ekki peningavit?

 44. @Peter Beardsley #45:

  Og tala um að Parry hefði allt eins getað gert þetta?? Hvar hafið þið verið síðasta áratuginn??

   Ég sé hvergi að einhver hafi sagt að Parry hefði getað unnið sama starf og Comolli. Ég minntist á Parry í fyrsta svari mínu (#18) og tek þar fram að þó ég telji aðra hafa vel getað gert það sama og Comolli hafi gert, þá eigi það einmitt ekki við um Parry. Enda þarf maður ekki að vera með mikið hærri greindarvísitölu en kartafla til að vita hvers megnugur Parry er/var, en það er auðvitað önnur ella 🙂

  Homer 

 45. Ef við segjum að Carroll sé með 60.000 pund á viku (sem eru reyndar bara grunnlaun skv. flestum miðlum Bretlands) og 5 ára samning eins og kom fram einhverstaðar hér að framan.
  Þá gera þetta samtals 15,6 milljónir punda og þar með er hagnaðurinn af þessu dæmi farinn. Þó að ég geri mér fyllilega grein fyrir því að líklegast hafi Torres verið á hærri launum – en hann var þó allavega að setjann, þó að það væri gert með hangandi haus.
   
  Fyrir utan það að ég gat ekki betur séð í gær að Torres væri í ágætu standi, lagði upp bæði mörk Chelsea í CL.

 46. @ Jói #5 (#48)
  Hárrétt hjá þér. Carroll mun áfram hafa verðmæti sem enskur stormsenter á besta aldri, jafnvel þó að hlutirnir gangi ekki upp hjá LFC en það kemur bara í ljós. Eins og Maggi bendir á þá er hann hrár en hæfileikaríkur og hefur því mikið svigrúm til framfara. Hann þyrfti að standa sig ansi illa til að söluverðið færi undir 20 millur eða svo og mörg lið í deildinni verða alltaf áhugasöm um hann.

  Það er eins og menn séu ógurlega fljótir að gleyma hvernig staða mála var hjá okkur á þessum síðustu dögum sölugluggans í janúar. Torres setur okkur alveg upp við vegg með sinni sölubeiðni og sá vilji til brottfarar er vopn í höndum Chelskí til að halda verðinu niðri. Af fregnum að dæma var hann metinn á um 40 millur eða svo á þeim tímapunkti.

  Á klókan hátt snúa LFC (Comolli og/eða Henry) spjótunum að Chelskí með því að setja þau skilyrði fyrir sölunni að kaupa sér mann í staðinn að eigin vali (Kenny’s) plús 15 millur ofan á. Þannig að í staðinn fyrir að rembast við að prútta um kaupverðið í kapp við tímann eru hagsmunir LFC settir á oddinn, bæði fjárhagslega en einnig fótboltalega til að minnka áfallið við að missa sína helstu stjörnu. Ef e-ð er að marka slúðrið þá skoðuðum við einnig að fá Mario Gomez eða Llorente en þeir eru keimlíkir leikmenn og Carroll varðandi líkamsburði og með alþjóðlegan gæðastimpil en þó ekki PL-reynslu. Bayern vildi víst ekki selja en lítið er vitað um hug beggja leikmanna eða launakröfur o.fl.

  Á endanum verður það ofan á að fá Carroll, ungan, efnilegan og enskan stormsenter, og fyrsta tilboð er 25 millur sem hefði þýtt söluverð upp á 40 mill fyrir Torres. Það væri í sjálfu sér eðlilegt verðmat á báðum mönnum en þar sem Newcastle hafði vit á að hafna því þá hækkum við okkar tilboð (á kostnað Chelskí) um tvisvar sinnum 5 millur. Þar með er Chelskí stillt upp við vegg og settir þeir afarkostir að kyngja uppsprengdu verði á báðum mönnum eða að gleyma þessu. Roman ræður ríkjum í ruglinu og skrifaði upp á þetta í von um að vinna CL. Enn sem komið er borgaði hann fyrir dýrasta staka mark í sögu fótboltans.

  Á þeim tíma er þetta frábær lausn í erfiðri stöðu, jafnvel þó að Carroll hafi verið meiddur. Andrúmsloftið snögg skánaði sem leiddi til meiri velgengni inná vellinum. Hugsanlega minnkaði líka pressan á Suarez sem arftaka Torres við metkaupin á Carroll og hann stóð sig framar öllum vonum. Menn mega nefnilega ekki vanmeta hinn sálfræðilega þátt í þessu þegar talað er um að bíða bara með söluandvirði Torres inná bankabók til sumarsins. Vonin um nýtt upphaf og bjarta framtíð er margra milljóna virði og gulls ígildi í sálfræði fótboltans.

  Hvort að Carroll verði Shearer no.2 eins og menn hafa Kenny grunaðan um að vilja breyta honum í kemur bara ljós á lengri tíma en nú er liðinn. Ef einhver gæti náð því besta út úr Andy þá er það Kenny og við verðum bara að treysta hans mati á því ögn lengur. En þetta endalausa tal um verðmiðann er orðið þreytt og þarf að skoðast í sögulegu samhengi og valkostunum á þeim tíma. Ég er persónulega mjög sáttur við hvernig úr þessu öllu saman hefur spilast sama hvernig Carroll mun koma út.

 47. Ég tók ákvörðun um það á sínum tíma að tala ekki um Torres…eeeeeeeeen!
   
  Eitt er að pirra sig á Carroll en að láta það í loftið að við hefðum átt að halda Spánverjanum sem verið hafði í fýlu um langa hríð.  Carra, Gerrard og Skrtel greindu frá því mjög fljótlega eftir brotthvarf hans að það hafi verið það eina rétta fyrir klúbbinn, og Dalglish sagði okkur að herramannasið að eftir að ljóst varð að Torres vildi fara snerist dæmið bara um það að hann færi um leið og við værum búin að finna mann í númerið hans.
  Fernando Torres taldi sig númeri of stóran fyrir Liverpool og félaga sína.  Síðan hann fór hefur hann ekkert sýnt sem bendir til þess að hann hafi náð fyrri hæðum, kemst t.d. ekki lengur í spænska landsliðshópinn mín kæru.  Vissulega hefur Liverpool dottið niður úr sínum hæstu hæðum, en ekki undir neinum kringumstæðum eigum við að bregðast við framkomu eins og þeirri sem Torres sýndi á annan hátt en við gerðum.  Seldum hann á yfirverði, það er alveg ljóst að hann er ekki t.d. 17 milljónum punda betri en Fabregas, fengum tvo framherja í staðinn og leyfum öðrum aðdáendum og þjálfurum að díla við fýluköstin hans!
   
  Eins og kemur fram hér í pisti #51 þá er einn lykilþátturinn í velgengni er mórallinn á æfingavellinum og það er algerlega 10000% á hreinu að þar hefur verið tekin dramatísk beygja upp á við, ekki síst með brotthvarfi.

 48. Held nú að allir hafi verið búnir að átta sig á því að tími Torres hjá Liverpool var búinn.
   
  Samt er partur af manni sem fynsnt eins og við ættum að geta gert betur en að fá mann sem kemst ekki í starting 11 í staðinn.
   
  Vonast þó eftir því að risinn fari að vakna og við spilum skemmtilegann bolta þó að hann sé inná vellinum.

 49. Andy Carroll kom meiddur til Liverpool og náði ekki að aðlagast né koma sér í form undir lok síðasta tímabils. Hann átti nokkur góð moment og gaf ágæt fyrirheit (City leikurinn) en ekki mikið meira en það. Yfir sumarið er búið að breyta liðinu töluvert og leikstílnum í takti við það. M.a. erum við búin að fá nýjan vinstri kantmann og vinstri bakvörð, tvo nýja miðjumenn og höfum ekki ennþá notað okkar besta miðjumann/leikmann. Það eru 4 leikir búnir í deild og einn í deildarbikar og Andy Carroll hefur ekki einu sinni spilað þa alla. Það er alls alls alls ekki búið að slípa þetta lið endanlega til.
  Ég meina coma on, gefið manninum smá séns og róum okkur í að missa legvatnið þó þessi kaup gangi ekki upp alveg eins og skot. Andy Carroll sýndi það hjá Newcastle á síðasta tímabili (og árið áður) að hann ætti a.m.k. að fá að njóta vafans hjá stuðningsmönnum Liverpool og hefur alla burði og mjög gott tækifæri til að verða gríðarlega öflugur leikmaður Liverpool, jafnvel strax í næstu leikjum.

  Hann var mjög dapur gegn Exeter t.d. en skoraði reyndar mjög gott mark, gegn Stoke voru aðrir leikmenn frekar daprir og svona gengur þetta bara fyrir sig, sérstaklega með nýja leikmenn sem eru ennþá að læra inn á hvorn annan.

  Andy Carroll er alls ekki Fernando Torres og það er mikilvægt að fólk fari að skilja þau einföldu vísindi. Þegar El Nino var upp á sitt besta var hann á heimsmælikvarða og með lið og leikkerfi á bak við sig sem náði því besta út úr honum. Þegar svona leikmaður er seldur er ekkert hægt að fá annan alveg eins í staðin á punktinum, rétt eins og það er ekkert öruggt að sá leikmaður nái sér eins vel á strik í nýju og allt öðruvísi liði. Ég vildi ekki skipta á Carroll og Torres, fyrir 31.jan vildi ég reyndar ekki skipta á nokkrum einasta leikmanni í heiminum og Torres. En úr því sem komið var voru þetta góð skipti og vel unnið hjá eigendum Liverpool sem hjóluðu strax í sárið og nelgdu target sem þeir ætluðu sér að negla við næsta tækifæri. Upphæðirnar fyrir báða eru ótrúlegar en þannig er þessi markaður bara í dag og níurnar eru helvíti dýrar.

  Carroll er samt allt önnur týpa af leikmanni en getur alveg orðið jafn mikilvægur og getur gefið okkur eitthvað sem vantaði mestallann tímann sem Torres var á mála hjá okkur, hæð, styrk og kraft á síðasta þriðjungi vallarins. Torres sem hefur ekki einu sinni meiðsli til að afsaka sig með hefur nú gengið ennþá verr að aðlagast hjá Chelsea en Carroll hjá Liverpool þó ég myndi nú ekki útiloka spánverjann strax, ekki frekar en Carroll.

  Ég veit ekkert hvernig Carroll mun koma út en ég hef ennþá mikla trú á honum og er ekkert að stressa mig yfir því að hann hafi kostað félagið 35m punda, frekar vildi ég landa þessum bita og borga þá 5-10 m meira fyrir það heldur en að missa af honum líkt og við höfum alltaf gert og fá Charlton Cole eða Ola Tivionen í staðin. Eina sem ég veit er að kaup sumarsins gera það að verkum að liðið lítur mikið betur út upp á að ná að nýta styrkleika Carroll og Kenny Dalglish á svo sannarlega skilið að njóta vafans lengur en 4-5 leiki á þessu tímabili. Hann náði að gera Blackburn að meisturum með Shearer og Sutton skorandi af vild. Sá sem getur það með Sutton getur unnið með Carroll.

 50. @ Homer (#49)

  Rétt skal vera rétt og þú tókst vissulega fram að Parry væri undanskilinn í þessu. Biðst forláts á þessu. En ég er því alveg ósammála að bara “einhver annar” hefði getað gert þetta. Það er fjarska auðvelt að skella því fram en það er allt annar raunveruleiki að standa í því. Comolli tekst að landa nokkrum eftirsóttum leikmönnum á undirverði og það án þess að yfirborga þeim í launum.

  T.d. var leikfléttan með Adam & Enrique klárlega að bíða passlega lengi fram á sumarið til að pína verðið niður og ná að tryggja að ekki myndist uppboð eða opna dyrnar á að keppinautar steli honum. Sama með Coates & Bellamy en þrátt fyrir áhuga liða til að stela honum í síðustu metrunum þá landar hann dílnum. Ekkert að því að gefa kredit fyrir það. Eflaust hefði hvaða toppklassa football director getað gert það sama en segðu það við Spurs og Arsenal sem ákveða að hafa ekki einn slíkan 🙂

  Sjálfur vill Comolli ekki vera dæmdur strax af sínum verkum þannig að þú og hann eruð sammála hvað það varðar. Orðsporið með að finna unga og efnilega leikmenn stendur alveg fyrir sínu ef vel er að gáð á ferilskránni og þeir efnilegu sem hann hefur keypt nú þegar (Coates, Henderson og þessir 7 sem ég nefndi) verða bara dæmdir með tíð og tíma. Vegna þess góða efniviðar á aldrinum 17-20 ára hjá akademíunni þá mun Comolli fara sér rólega í að fá pjakka á þeim aldri nema að um sé að ræða framúrskarandi efnivið.

  Hér er t.d. einn þeirra nýjustu, Ryan McLaughlin:
  http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/irish/9430398.stm

  @ B (#50)

  Ekki mikil lógík í að reikna þetta svona nema akkúrat með því að bera það saman við launamismuninn á Torres. Ef að sá launamismunur væri reiknaður á þessum 5,5 árum eins og þú gerir (sem mér finnst þó ekki skynsamlegt að gera því við vitum ekki hversu lengi Carroll verður hjá okkur) að þá gerðu 50 þús.per viku munur á þeim um yfir 14 milljón punda sparnað (286 vikur x 50).

  Mér finnst það fullmiklar reiknikúnstnir en einfalt er á líta á að bara á þann tíma sem liðinn er frá þessum “framherjabíttum”. Á þessum 33 vikum sem liðnar eru höfum við sparað okkur 1,65 millur í launamismun þeirra í milli og við höfum fengið fleiri mörk út úr okkar manni en Chelskí. Og hvor mun svo græða eða tapa meira þegar þessir herramenn halda sína leið frá hvorum klúbb fyrir sig? Ég geri mér lógískar væntingar til þess að við fáum nær þessum 35 m. en Chelskí nái nálægt sínum 50 millum eða í versta falli álíka miklar afskriftir. Þetta mun einmitt allt teljast okkur í hag þegar Financial Fair Play kikkar inn nema að Man City og Chelskí takist að svindla sér í gegnum það kerfi.

 51. Töff hjá King Kenny. Spjalla bara við dómarana yfir tebolla:
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2037386/Kenny-Dalglish-wants-contact-referees.html

  Flott hjá Joe Cole (stoðsendingin, ekki söngurinn).
  http://www.joe.ie/football/football-news/video-joe-cole-needs-a-lille-bit-of-help-as-he-serenades-teammates-0015827-1

  Ógáfulegt hjá Eccleston. Var ekki líklegur til að meika það upp í meistaraflokk LFC og þetta hjálpar ekki til:
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2037175/Nathan-Eccleston-9-11-conspiracy-claim-Twitter-Liverpool-striker-investigation.html

 52. Gaman þegar menn eru að reyna að skrifa sig gáfulegri en hið frábæra staff sem við höfum núna á Anfield.

  Ég væri til í að vinna þarna þar sem lausnamiðaður drifkraftur ræður ríkjum og mórallinn er örugglega frábær.
  Allir hafa sitt hlutverk og allir treysta öllum fyrir sínum hlutverkum.

  Sterkasta vopnið er að menn skilja að það tekur smá tíma að þróast þangað sem klúbburinn á að vera og menn eru með roadmappið á hreinu.

  Mér finnst Mr. Beardsley vera alveg með þetta.

  Ég er amk. glaður í hjarta og læt ekki leik og leik raska því. Það verða nokkrar gæsahúðirnar í vetur og engri pulsu skipt inná.  Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur.

             

 53. Peter Beardsley #56

  Það eru nú ansi mörg rökin sem benda í þá átt að strákgreyjið(Eccelston) hafi bara alveg hárrétt fyrir sér…en ætli það séu ekki bara örfáir aðilar sem vita hvað nákvæmlega gerðist þarna. Allavega líta Bush & co ekkert sérstaklega vel þegar kemur að mörgum þáttum 9/11.

  Hinsvegar er alveg rétt að strákurinn á auðvitað ekkert að vera að tjá sig um þetta nema þá helst að votta fjölskyldum árásanna samúð eða eitthvað slíkt. 

 54. #58 .. þó ég vilji alls ekki fara út í þessa umræðu hér, en þá finnst mér þú ekki mega nota orðið “rök” í þessu samhengi þar sem engin haldbær rök styðja þessa fullyrðingu hans(Nathan Eccleston).

 55. Í það minnsta eru margar vel rökstuddar kenningar til um þetta….eins og t.d. heimildamyndir eins og Zeitgeist og fleirri sýna framá.

 56. #60 .. Ef þú skoðar öll “rökin” sem koma fram í Zeitgeist, beitir svokallaðri vísindalegri aðferð, þá sérðu strax að þetta er í rauninni rökleysa. Allaveganna þegar það kemur að 9/11.

  Ég skil samt alveg að margir detti í þá gryfju að trúa svona samsæriskenningum, þegar maður horfir á Zeitgeist virðist þetta ganga allt upp sem þeir segja þar og vera svo augljóst. Ekki hafa allir tímann í að rannsaka málið dýpra sjálfur.
  Þetta  er eins og með tungllendinguna, enginn heilvita maður reynir að halda því fram að hún hafi ekki átt sér stað. Nema þá að hafa sleppt því algjörlega að kynna sér málið, en þá ætti sá aðili ekkert að vera að tjá sig um það.

 57. Takk fyrir Helgi (#57). Ég fékk einmitt netta gæsahúð við að hugsa til þess sem þú nefndir: ingen pølsemand igen på Anfield! Aldrig! En gangi honum vel hjá sínu nýja félagi og hér eru myndir af honum á nýja heimavellinum.

  @ Haukur Guðjónsson (#58)

  Ég tók reyndar enga afstöðu til innihalds orða Eccleston, né til morðsins á JFK eða tunglgöngunnar 🙂 Það er bara hreint út sagt ógáfulegt verandi með bandaríska eigendur að skella svona afstöðu fram opinberlega við þetta tilefni. Næst móðgar hann McDonalds eða Coca Cola og þá verður hann seldur strax!

 58. Þetta er auðvitað einstaklega klaufalegt hjá Nathan Eccleston, og má eflaust skrifa þetta á ungan aldur.
  Hann hefur að sjálfsögðu rétt á sinni skoðun, en svona lagað getur aldrei orðið honum til framdráttar á ferlinum.
   
  Hann mun eflaust á einhvernhátt draga þetta til baka eða halda því fram að hakkari hafi sett þetta á Twitter ; )
   
  En síðan hvenær er Ecclestone “ekki líklegur til að meika það upp í meistaraflokk LFC” Peter Beardsley?
  Ég hélt að hann væri mjög efnilegur.

 59. @ Hafliði (#63)

  Eccleston þótti efnilegur en hefur lítið gert til að standa undir því síðustu misserin, í það minnsta í LFC-klassa. Hefur hraða og sæmilegt skot, en frekar einhæfur, með litla vídd og takmarkaðan boltabrein. Þetta byggi ég bæði á mínum eigin augum og einnig á afar góðri umræðu á vefsíðu This is Anfield en þeir fjalla afar faglega um yngri flokkana á sínum spjallsíðum.

  Fékk góða sénsa hjá Hodgson í fyrra í Evródeildinni en heillaði lítið og ekki fengið innlit síðan Kenny tók við. Hefur spilað grunsamlega fáa landsleiki fyrir yngri landslið Englands eða bara einn leik fyrir u17 ára liðið. Það er frekar slappt í samanburði við aðrar vonarstjörnur eins og Sterling sem er álíka týpa af leikmanni. Einnig Tom Ince (8 leikir samanlagt fyrir England u17 & u19) sem þótti jafnvel efnilegri en Eccleston, en hann var full frekur til fjársins og fleiri leikja og fór því til Blackpool.

  Eccleston komst ekki á bekkinn gegn Exeter og ekki heldur í neinum af æfingaleikjunum í sumar. Hann verður 21 árs í vetur og kjúklingaaldrinum lýkur senn. Sé hann varla bæta sig nógu mikið úr þessu en svo sem aldrei að segja aldrei. Ef hann kemst ekki á bekkinn gegn Brighton þá sér maður varla hvenær hann ætti að fá sénsinn ef ekki í deildarbikarnum. Sterling er klárlega hærra metinn og margfalt efnilegri að mínu viti og fær frekar þau breik sem gefast.

  Var með númer 39 hjá aðalliðinu í fyrra en Bellamy fékk það núna og Eccleston hefur ekkert nýtt númer fengið í staðinn. Ágætis vísbending um stöðu hans og væntanleg örlög. Verður líklega lánaður fyrr en síðar. Var orðrómur um að hann liti full stórt á sig miðað við getu en þótti vera duglegur að puða í sumar í von um séns eða að vera keyptur (linkaður sterklega við Fulham). Þetta mál hjálpar honum því lítið hjá LFC.

  Ég væri til í að veðja kippu af tékkneskum flöskubjór um að hann spili ekki aftur fyrir aðalliðið. Joe Cole eða Pacheco eru líklegri til þess að spila fleiri leiki fyrir LFC en hann. Ef einhver er til í að taka veðmálinu látið mig þá vita.

  Vonandi svarar þetta spurningunni 🙂

 60. Varðandi Andy nokkurn Carroll þá get ég viðurkennt það að ég varð töluvert spenntari yfir því að Liverpool væri að kaupa Carroll heldur en Suarez og ég var ekki lítið spenntur fyrir Suarez. Ég hef fylgst vel með Carroll rúm tvö síðustu ár og eftir að hafa séð hvað þessi strákur getur gert þá held ég að Liverpool hafi einmitt þennan “hráa talent” sem menn hafa verið að minnast á hérna að ofan.

  Við höfum séð einn leik þar sem Carroll hefur farið hamförum og í þeim leik spilaði Liverpool næst besta leik sinn á síðustu leiktíð, í þeim leik skoraði Carroll einmitt tvö glæsileg mörk og var allt í öllu í sóknarleik liðsins – alveg eins og hann hafði gert hjá Newcastle þegar hann var þar. Hann glímdi við meiðsli, þurfti að spila sig í form sem var ekki auðvelt vegna þeirrar pressu sem fylgdir verðmiða hans, mögulega byrjaði hann að spila of snemma fyrir Liverpool. Það er allavega allt annað að sjá til leikmannsins í dag, hann er ekki enn farinn að skora reglulega en hreyfanleiki, styrkur hans og það sem hann skorti í fyrra er allt að komast í betra stand. Honum vantar líklega bara mörkin núna.

  Menn vilja gjarnan tala um Carroll sem næsta Alan Shearer, Duncan Ferguson eða jafnvel Teddy Sheringham en ég veit ekki alveg hvort hann minnir mig á þá. Ef ég ætti að benda einn leikmann sem mér finnst Carroll minna mig á í leikstíl þá er það gamla markamaskínan Christian Vieri. Ég myndi nú alls ekki gráta það ef við hefðum “næsta Vieri” í röðum Liverpool! 😉 

 61. Gott dæmi um það að Ecclestone sé ekki í myndinni hjá Kenny Dalglish er að, í fyrsta lagi er búið að taka númerið af honum, og í öðru lagi þá er hann ekki lengur í æfingahópi aðalliðsins eins og hann var gjarnan í á síðustu leiktíð og þegar Rafa var við stjórn.

  Hann hefur alveg talent og allt það en vandamál hans eru frekar hugræn og þar gæti hundurinn verið grafinn. 

 62. @ 64 og 66
  Já ok, takk fyrir þetta.
  Hann er greinilega á útleið hjá félaginu.

 63. Hef svolítið verið að velta því fyrir mér, ætli Torres fáist ekki fyrir lítið í Janúar? Væri þá ekki bara snilld að kaupa hann aftur og setja hann frammi með Suares? Hann var jú duglegur að skora með Liverpool! Bara svona smá vangaveltur!
   

 64. Gísli Óskars #61

  Zeitgeist setti þetta mjög vel upp og sýndu framá að ansi mörg atriði voru í besta falli vafasöm í þessum árásum. En fyrst þú segir þau rökleysu(sem ég skil nú ekki alveg því það eru birt viðtöl og sýndar upptökur af hinu og þessu) endilega útskýrðu fyrir mér afhverju þetta er rökleysa. Má vera að þú hafir rétt fyrir þér, en hingað til hef ég ekki séð neitt sem bendir til þess og þangað til mun ég halda áfram að trúa samsæriskenningunni.

  Með tunglgönguna veit ég í raun ekkert um, hef ekkert kynnt mér hana. En það sem fær mig þó til að efast svakalega um hana er að afhverju hafa ekki orðið neinar framfarir á þessum 40+ árum síðan þetta á að hafa gerst? Afhverju hefur ekki einhver annar stigið á tunglið eftir alla þessa tækniframfarir? Eins og ég segji, ég veit ekkert hvort þeir fóru á tunglið eða ekki, en þetta eitt og sér fær mig til að efast. 

 65. #61…Nennirðu að útskýra þetta betur fyrir mér. “Beita vísindalegri aðferð og þá kemur í ljós að þetta er rökleysa”. Kannski er ég bara svona slow en skil ekki hvað þú meinar.
   
  Hef horft á 2 samsærismyndir um 9/11 og ef maður setur til hliðar allt þetta vafasama sem kemur fram um turnanna og 3ju bygginguna sem hrundi og pælir aðeins í Pentagon þá er enginn að fara segja mér að það flaug flugvél á þá byggingu. Hvað þá Jumbo 747 eða hvað sem þær nú heita.
   
  En athyglisvert að Comoli umræðan er komið út í 9/11 conspiracy talk.

Óheppni, klúður eða bæði?

Ferguson pirraður út í Dalglish … Kelly Dalglish