Þolinmæði þrautir vinnur…..

Fyrst, set hér inn tengil á póst Steina frá í gær vegna miðamála á Anfield í framtíðinni. Algjör skyldulesning fyrir okkur öll!

Í dag er málið svo að vera áfram þolinmóð en lesa fréttir sem berast. Af einskærum vilja tala ég ekki um leikmann Blackpool FC, enda nóg um sinn held ég. Þó er ný beygja í því máli að sagt er að beðið hafi verið um að Danny Wilson fari í lán þangað næsta vetur. Sjáum til.

Skrýtnari fréttir berast þó að utan í dag. Ekki hefur verið staðfest á opinberu síðunni en áreiðanlegir miðlar, síðast Liverpool Echo, segja frá því í dag að Sammy Lee og Liverpool hafi nú lokið samstarfi sínu. Ekki er vitað hvað olli, en þó virðast aukin völd Steve Clarke hafa orðið til þess að Lee hafi ákveðið að fara og sumir telja líklegt að Lee sé að fara að vinna með Allardyce nokkrum á West Ham. Þar fer góður biti í hundskjaft!

Á twitter er lítið rætt um þetta, en þó eru menn farnir að stinga upp á gömlum hetjum í þjálfarateymið, eins og Gary McAllister, Didi Hamann og Sami Hyypia. Sammy Lee var tenging við sögu klúbbsins og öllum finnst líklegast að einhver með þá vísun komi í stað Lee, en Clarke verði opinberlega Assistant manager.

Einnig greinir Echo-ið frá því að Connor Wickham muni líklega ganga til liðs við Sunderland í dag, fyrir 9 milljónir punda sem gætu endað í 13 milljónum. Liverpool muni þurfa að jafna það boð til að fá strákinn sem lýst hefur yfir vilja til að spila á Anfield. Þetta er auðvitað gríðarleg upphæð fyrir ungan strák og allt eins víst að ekki verði af því að við jöfnum boðið. Ef Sunderland kaupir Wickam er talið að þeir muni draga tilboð sitt í David N’Gog til baka.

Eins er komið spjall um það að ástæða þess að verið sé að skoða mál Meireles sé einfaldlega vegna þess að nú virðist sem Aquilani, Poulsen og Joe Cole verði áfram á Anfield og Raul karlinn sé sá eini “söluvænlegi” í þeim hópi. Gerrard, Lucas, Spearing, Cole, Shelvey, Meireles, Aquilani, Poulsen og Adam eru samtals 9 leikmenn að keppa um miðjuna, hugsanlega Henderson sá tíundi og augljóst að það er alltof mikið! Þeir þrír sem LFC vill helst selja eru allir á löngum og feitum samningum og alls ekki sjálfgefið að við losnum auðveldlega við þá! Ég kaupi alveg þessa skýringu en vona innilega að við losnum við þá þrjá sem við minnst þurfum!

Svo enda ég hér á verulega góðri grein um innkaupastefnu þá sem stunduð er þessa dagana hjá okkur. Tomkins er að mínu mati sá sem mest er mark takandi á og í þessari grein fer hann yfir breytinguna á unglingastarfinu og ræðir um það hvernig leikmenn eru valdir til félagsins. Þar sér maður strax hvers vegna Henderson varð fyrir valinu t.d., ungur maður sem í statistíkin hljóp einna mest í deildinni og átti einna flestar lykilsendingarnar líka, ungur og ferskur.

Þessa dagana horfum við mikið til þess að við höfum ekkert keypt og alls konar raddir komnar upp sem t.d. bera okkur saman við United. Við megum ekki gleyma því að á þeim bænum er ekki verið að glíma við þriggja ára hörmungasögu í leikmannakaupum þar sem Rafa var svikinn og síðan var peningum síðasta sumars eytt í vitleysu. Við þurfum að losna við “ónýta” leikmenn á alltof háum samningum og þurfum því að fara betur yfir málin. Á móti var alltaf ljóst að United þyrfti að kaupa markmann, auk þess sem Scholes og Hargreaves fylgdu í kjölfar Neville-systurinnar með að hverfa frá. Þeirra staða er önnur en okkar, við viljum ekki bæta við okkur 5 leikmönnum bara blint og halda samt Jovanovic, Kyrgiakos, Poulsen, Konchesky, Cole, N’Gog, Jones og jafnvel fleirum sem hafa verið boðaðir til æfinga í næstu viku. Vandinn verður líka að fá einhverja til að taka þessa menn frá okkur, það hlýtur að tefja okkur í leikmannamálunum.

In Dalglish and Comolli we have to trust!

79 Comments

 1. Mér hefur meistari Sammy Lee mátt fara fyrr. Mér hefur alltaf fundist hann ekki stöðunar sinnar virði. 
  Til dæmis gekk Benitez betur þegar Sammy fór til Bolton á sínum tíma og ekkert hefur gengið síðan hann kom til baka. 

 2. Ég sé eftir Sammy kallinum, ef satt reynist. En nýjir tímar kalla víst á breytingar..

 3. Það er eflaust ágætt að Sammy Lee hverfi á braut nýrra ævintýra… Ég er sáttur með kallinn og finn honum ekkert til foráttu.

  Fannst það best að hann talaði góða spænsku og trúi því að það hafi hjálpað til við að aðlaga suðrænu kempurnar sem komu til liðsins á undanförnum árum.

 4. Komið klárt að Wickham spilar með Sunderland.

  http://www.safc.com/news/20110629/black-cats-snap-up-wickham_2256213_2383586

  Var klárlega einn af þeim leikmönnum sem Liverpool vildi, en menn ekki til í að borga svo hátt verð fyrir hann.  Tíminn mun leiða í ljós hvað verður og hvort þetta er vegna þess að menn voru ekki viljugir eða bara unnu hægt.

  En þá held ég að David N’Gog verði ekki leikmaður Sunderland og við þurfum að selja hann annað.  Þetta sýnir líka enn einu sinni hvað sumarið verður flókið í leikmannakaupum, Sunderland eiga pening, eins og Aston Villa og Blackburn, bætast í hóp liðanna í topp 6 frá í fyrra og morgunljóst að menn munu þurfa að borga yfirverð fyrir flesta leikmenn, allavega þá með “heimalingastatus”.

 5. Var að lesa að Adam kemur ekki strax. Eitthvað meira vesen í gangi og tafir. Á meðan missum við að Wickham. Þetta sumar er að verða ein vonbrigði eftir ágætis byrjun þegar Henderson var keyftur. Mér fannst ekki spurning um að kaupa Wickham og selja Ngog til Sunderland. Núna sitjum við uppi með vonlausan Ngog og Sunderland með efnilegan Wickham. Við virðumst vera að missa af öllum feitustu bitunum og situm uppi með helvítis draslið sem fyrir var. Vona að eitthvað fari að breytast því annars eru þetta bara vonbrigði.

 6. Það var auðvitað mjög slæmt að missa af Wickham sérstaklega í ljósi þess að núna þarf að finna einhverja sem vilja kaupa N’Gog á yfir 5 millur og það hlýtur að vera erfitt.

 7. Þessi grein tomkins er alveg brilljant. Fullt af gullkornum sem hægt væri að pikka upp, en þetta verður aldrei endurtekið of oft: 

  “[Benitez] appointments – Barcelona duo Pep Segura and Redolfo Borrell, Liverpudlian Frank McParland and legend Kenny Dalglish – helped change that, to the point where the club currently has no fewer than six kids in the England U17 party at the youth World Cup, and a few weeks ago, five starlets starting for England U19s (and it may have been six had definite starter Jonjo Shelvey not been injured); all as part of 25 youth internationals now on the books. (Segura recently said that there were just two back in the summer of 2009.)

 8. En varðandi fréttaflutninginn þá reyni ég alltaf að fara með Malkovich-möntruna úr Dangerous Liaisons: “It’s beyond my control.” Virkar samt ekki alltaf.

 9. Þessar fréttir af Sammy Lee koma mér nákvæmlega ekkert á óvart enda hans staða aldrei verið alveg ljós eftir að Steve Clarke kom með Dalglish. Ég ætla samt ekkert að þykjast vita neitt um hvernig málin eru innanbúðar hjá Liverpool og veit ekkert nákvæmlega um hæfileika Lee utan þess að hann þekkir félagið út og inn, er virtur þjálfari á Englandi og var álitlegur kostur fyrir Rafa Benitez þegar hann vantaði aðstoðarmann. Líklega bæði sökum hæfni sem þjálfara og auðvitað þar sem hann talar spænsku eins og stór partur af liðinu gerði.

  Hann hætti samt þegar Benitez  tók við 2004 og fór að mig minnir þá til Bolton með Allardyce og var einnig þjálfari hjá landsliðinu áður en hann kom aftur á Anfield. Reyndar hefur Liverpool lítið sem ekkert getað eftir að Sammy Lee kom aftur en það er líklega minnst honum að kenna.

  En þetta brotthvarf hans veldur mér nákvæmlega engum áhyggjum, hann er líklega orðin aðeins úreltur þjálfari (Bolton hjá Fat Sam, Enska landsliðið og Liverpool með Hodgson hjálpa ekki ferilsskránni 🙂 og líklega, fyrst hann er að fara var komin smá þreyta eftir þrjú mjög erfið ár hjá Liverpool og stærra hlutverk hjá West Ham kannski meira spennandi heldur en 3-4 maður hjá Liverpool.

  Steve Clarke tekur hans stöðu bara og var líklega löngu búinn að því og þar sem hinn 568 ára gamli Mike Kelly fór líka þegar Hodgson var sagt að hypja sig er líklega ein stór þjálfarastaða laus hjá Liverpool sem ég efast ekki um að þeir fylli með einhverjum yngri og meira spennandi en Sammy Lee. Jafnvel gömlum nýhættum leikmanni eða t.d. næsta svona Villas Boas tölfræði nördi 🙂 Hver veit.

  En eins og ég segi þá veit ég ekkert um það hvað Sammy Lee hefur náð að þróa isg sem þjálfari eða þá hvaða álit innanbúðar menn á Melwood hafa á honum, hann er samt af gamla skólanum í besta falli og kannski kominn tími á einhvern ferskari. Efast samt ekkert um að þetta sé frábær kall og eigi allt gott skilið frá klúbbnum og verði kvaddur með mikilli virðingu.

  Hvað Conor Wickham varðar þá hef ég ennþá minni áhyggjur af því að missa af honum, einfaldlega af þeirri ástæðu að ef okkur hefði virkilega langað að fá hann þá hefðum við fengið hann, simple as that. Þetta er mikið efni og spennandi ungur leikmaður sem maður hefði haldið að væri gaman að fá á Anfield, en á móti þá man ég ekki eftir að hafa séð hann spila heilan leik og efast um að hann myndi nýtast okkur svo ýkja mikið næstu 2 tímabilin enda bara 18 ára.
  Fyrir hann er líklega mikið sterkara að fara 18 ára til Sunderland og fá að spila helling heldur en á bekkinn hjá okkur og staðna þar.

  Það er samt ekki þar með sagt að maður er ekki farinn að fá smá ónota tilfinningu yfir því hvað það tekur skelfilega langan tíma að ganga frá þessum leikmannamálum. Þ.e. á þeim leikmönnum sem “vitað er” að við erum að sækjast eftir. Það á ekki að taka tvo leikmannaglugga og 50 daga að ganga frá kaupum á Charlie Adam frá Blackpool sem er 1.deildarlið FFS. Þetta minnir mann aðeins á Liverpool undanfarina ára og það er ekki gott mál. En ég ætla engu að síður ekki að úthúða FSG mönnum neitt fyrr en þá í fyrsta lagi 1.sept. enda ekkert vaninn að vera búin með mörg leikmannakaup 1.júlí.

  Það sem pirrar mann er að þeir stefndu á að vera búnir með mest öll leikmannakaup áður en liðið hæfi æfingar og það er ekki að ganga eftir, eins virðist ekki vera nokkur einasti áhugi á þeim leikmönnum sem við viljum losna við.

  Líklega og vonandi er ég þó að stressa mig of snemma enda vikan alls ekki úti ennþá, því síður mánuðurinn og hvað þá leikmannaglugginn.

 10. Mér hefði fundist kjörið að matcha boð Sunderland í Wickham og selja þeim í staðinn N’gog.

  Hvað Sammy Lee varðar mun ég sakna hans vegna sögunnar og sláandi líkingu við Gary Busey, en að öðru leyti fínt að hann rói á önnur mið. Væri afskaplega gaman að fá Didi eða Sami í staðinn.

  Rétt sem Maggi segir, Liverpool á erfiðara með að næla í stóru bitana og erfitt verkefni að losna við feitu launatékkana. Comolii og Dalslish hafa samt ekki sýnt neinn hænuhug og hafa keypt góða menn á fult af pening.

  Það væri leiðinlegt ef Mereiles færi… góður leikmaður sem hefur verið góður þjónn Liverpool á sínu fyrsta tímabili.

  Mig langar að sjá Keisuke Honda í Liverpool búning í lok sumarsins. Fanta góður leikmaður sem getur bætt liðið okkar um heilan helling. allavega er ég mjög hrifinn af kauða, treyjusalan í Asíu ein og sér mun fara langa leið með að borga kaupverðið á honum…

 11. Eins og er rakið skilmerkilega hér eru leikmannakaupin þetta árið mjög flókin. Það væri forvitnilegt að sjá Excel skjalið sem Comolli og Dalglish eru að vinna með. Vandamálið er að hafa rétta röð á dílunum því LFC þarf ekki aðeins að kaupa réttu leikmennina heldur einnig að selja leikmenn sem eru núna hrein fjárhagsleg byrði.

  Þetta flækir málin heldur betur. Þau félög sem hafa áhuga á leikmönnum sem LFC þarf að losna við eru ekkert að flýta sér. Tíminn vinnur með þeim og ekki síst ef LFC kaupir leikmann/menn og gæti endað með að neyðast til að setja upp á brunaútsölu til að lækka rekstarkostnað.

  Það kemur alltaf fram í seinna verkinu það sem gert er í því fyrra og þessi störukeppni, sem augljóslega er að tefja innkaupin, er fyrst og fremst sök fyrri eigenda og þjálfara.

  Ég hef samt engar áhyggjur. Það er býsna góð strategía í gangi og ekki að sjá neina taugaveiklun þótt allt sé ekki að ganga upp. Liðið verður byggt upp á breskri fótboltahefð með alþjóðlegum flair. Mjög flott konsept að mínum dómi. Dalglish er hægt og bítandi að setja saman mjög gott fótboltalið sem er sterkara en það sem hann endaði síðasta tímabil með. LFC verður ekki neitt lamb að leika sér við þetta sísonið spái ég.

  Eitt er líka alveg víst; LFC ætlar ekki að endurtaka mistökin og kaupa handónýta útlendinga eða útbrunna heimamenn, hvað þá að grípa til örþrifaráða.

  Meðal margra stuðningsmanna LFC gætir of mikillar óþreyju og óraunsæis. Klúbburinn var keyptur sem langtímafjárfesting af bandarískum bísnissmönnum sem eru annars vegar sérfræðingar í framvirkum samningum (Henry) og hins vegar rekstri (Werner). Þolinmæði, útsjónarsemi og raunsæi er helsta dyggð þessara manna. Það er alveg pottþétt að LFC er með backup áætlun ef hlutirnir fokkast of mikið upp.

  Sammy Lee skiptir engu máli í stóru myndinni en ég mun sakna Meireles sem er frábær spilari fari svo að hann hverfi á braut.

 12. Held að við ættum bara að taka ofan, kinka kolli og skála fyrir Lee.

  Það má vel vera að það var komin tími á hann. Má vel vera að hans tími væri komin og farinn. Má alveg deila um hvort Lee eða Clarke vinni betur með Daglish. En það er ekki hægt að deila um að hann er Liverpool through and through og það er sérlega Liverpool-rautt blóð sem rennur um hjarta hans.
  Takk Lee og gangi þér (mátulega) vel hvert sem þú ferð.

 13. Ég er sallarólegur yfir leikmannakaupum sumarsins, skil eiginlega ekki alveg af hverju menn eru að stressa sig. Það eru rúmlega tveir mánuðir eftir til að kaupa og selja leikmenn, meira en nægur tími til að gera það sem þarf að gera. Þótt það sé ekki kominn vinstri bakvörður eða kantmaður í dag er ekki þar með sagt að það muni ekki gerast. Bara að það mun taka tíma að fá réttu mennina inn á réttu forsendunum (þ.e. rétt verð, rétt laun, réttur leikmaður).

  FSG hafa þegar sýnt að þeir eru ekki til í að borga meira en þeir telja að leikmaður sé virði (Wickham) og að þeir eru með skýran launastrúktúr sem verður ekki brotinn fyrir nokkurn mann (Marveaux, Friedel, Doni) en um leið hafa þeir sýnt að það eru til peningar fyrir réttu mennina (Suarez, Carroll, Henderson).

  Lykilatriðin í þessu að mínu mati eru að FSG eru í öllum tilfellum að ákveða hvort leikmaður kemur eða ekki. Marveaux kom ekki af því að FSG neituðu að jafna launaboð Newcastle. Þeir ákváðu að bjóða honum ekki það sem þurfti til að hann kæmi. FSG ákváðu að bjóða Friedel og Doni sína samninga og hækkuðu þá ekki. FSG ákváðu að hækka ekki tilboðið í Wickham – fannst hann greinilega 8m punda virði en ekki 13m punda – og því fór hann annað. Þessir leikmenn væru allir Liverpool-menn í dag ef FSG hefðu verið til í að bjóða meira í þá. FSG ákváðu. Það er bara jákvætt.

  Eina skiptið sem við getum sagt að FSG hafi misst af er með Phil Jones, í raun og veru. Sá leikmaður er sá eini sem hafði það sem hann vildi á borðinu frá okkur og öðru liði og valdi hreinlega hitt liðið frekar. Þar misstum við af, en það er sá eini sem við höfum misst af í sumar. Alilr hinir komu ekki af því að FSG ákváðu að taka þá ekki.

  Ég er sallarólegur. Þetta tekur tíma, það eru margir kostir í stöðunni og það er pottþétt verið að vinna langa vinnudaga á Melwood núna til að tryggja að þetta reddist allt saman. Panikkum 1. september yfir því að það séu holur í leikmannahópnum, ekki 29. júní.

 14. #17 Kristján

  Ég skil bara ekki af hverju við reyndum ekki að selja N’Gog til Sunderland og punga meira út fyrir Wickham í staðinn… Sérstaklega þegar Sunderland hefur ekki áhuga á N’gog eftir Wickham kaupin og erfiðara því að losa frakkann…

 15. Halló halló halló
   
  Slökum á að sumarglugginn sé ónýtur og þetta stefni í eitthver svaka vonbrigðasumar.. Það er ekki einu sinni búið að opna fyrir Evrópumarkaðinn. Við erum síðan í janúar búnir að tryggja okkur Andy Carroll, Luis Suarez og núna síðast Jordan Henderson. Farnir eru Babel og Torres. Þetta lítur allt saman mjög vel út og enginn ástæða til að örvænta. Get ekki ímyndað mér að KD sé hættur að versla leikmenn inn í sumar. Vonum svo að fljótlega í júlí getum við farið að losa okkur við menn eins og Poulsen ofl.

 16. #18  Var ekki Liverpool búið að samþykkja tilboð frá Sunderland? En N’gog fer fram á svo há laun hjá Sunderland að það virðist vera dottið út af borðinu, sérstaklega eftir þessi kaup á Wickham.

 17. Þótt ekki sé ástæða til að örvænta má alveg hafa áhyggjur. Það er greinilegt hver forgangsröðunin er og hvaða skilaboð er verið að gefa til söluliða. Það á ekki að greiða fáránlegar summur fyrir leikmenn og það er vel í aðra röndina. Í hina röndina er það ekki vel. Rick Parry var allavega eftir að hann hætti, talinn ómögulegur á leikmannamarkaði, fyrir akkúrat þetta attitjúd. Benítez kvartaði yfir því að hafa oftar en ekki þurft að sætta sig við 2-3 kost vegna “sparnaðar” Parry. Hver veit nema Wickham verði næsti Pato eða Ronaldo. Og hann verði næst seldur til Man Utd. fyrir 28 milljónir eftir 3 ár. En eins og ég segi, engin ástæða til að örvænta, þetta er flóknara en í tölvuleikjunum og það er nóg eftir af glugganum. En það er klárt að menn verða að kaupa amk. 3 nýja leikmenn ef stefna á í topp4 í deildinni. Þá kemur mér ekkert við hvað verður losað út af þeim sem ekki verða notaðir, en því fleiri af þeim burtu, því betra.

 18. Það sem Nr.21 Ívar Örn sagði.

  Það er smá munur á því að ræða þetta og lýsa yfir smá áhyggjum þegar við erum í basli með að landa okkar target-um og síðan að vera örvænta eitthvað. Sé ekki að neinn hérna sé eitthvað að örvænta strax.

  Eins er ég mjög sammála Ívari Erni í því að ætla ekki að fara hrósa FSG eitthvað sérstaklega fyrir nákvæmlega það sem við hötuðum Rick Parry fyrir að gera. Það er frekar mikill Ragnar Reykás í því.

  Stefna þeirra er samt góð og ég hef alveg trú á að þeir pungi því út sem þarf þegar til þess kemur og hafi hingað til ekki verið að tapa mikið af mikilvægum leikmönnum sökum nísku. Þ.e. hingað til hef ég ekki séð þá vera mikið að spara aurinn en henda krónunni líkt og Parry gerði allt of oft. Á meðan FSG er að landa Carroll, Suarez og Henderson en missa af Marveaux, Doni (sem er bölvaður dóni) og Fridel þá er ég mjög rólegur.

 19. Af hverju í fjáranum erum við með haug af mönnum sem geta spilað á miðri miðjunni (Shelvey, Spearing, Lucas, Meireles, Cole, Poulsen, Gerrard, Henderson, Maxi, Aquilani) og að leita að þeim ellefta!!! Vantar breidd á vængina og vinstri bakvörð, og þeir þyrftu að vera vængmenn að upplagi en ekki miðjumenn eða strikerar sem er búið að þvinga á kantinn. Svo væri ekkert að nýjum striker í viðbót. Ef við kaupum Adam, þá getum við stillt upp heilu liði með mönnum sem eru miðjumenn að upplagi.

 20. Ég er formlega hættur að fylgjast með transferinu þetta sumar…. það er ekkert lengur sem bendir til þess að ég verði ánægður með kaupin enn eitt sumarið. Kíki á þetta 1 sept og vona að ég hafi rangt fyrir mér.

 21. Ívar Örn, Babú og fleiri – finnst ykkur ekki vera munur á því hvernig Rick Parry vann hlutina á vorin og því hvernig FSG eru að vinna þá? Babú, varstu búinn að lesa bókina sem ég lánaði þér? Og segir samt svona hluti?

  Parry var vanur að fara í frí til Barbados eftir tímabilið, akkúrat á þeim tíma sem Rafa vildi vera að vinna í að tryggja sér takmörk fyrir sumarið. FSG-liðar hafa skv. öllum fréttum verið að vinna hörðum höndum að þessu síðan tímabilinu lauk. Hlutirnir gerðust hægt hjá Parry af því að hann fór í frí, var bara ekkert á svæðinu á meðan Gerrard beið eftir að fá nýjan samning sumarið 2005, á meðan Aston Villa biðu eftir að við kláruðum Barry-kaupin 2008, og svo framvegis. Ekkert svoleiðis í gangi í sumar.

 22. KAR við erum auðvitað að tala um að FSG vill ekki borga “of mikið” fyrir vissa leikmenn rétt eins og FSG virðist vera að gera núna sbr. Wickham. Sama mátti alveg segja um Parry, nema hvað hann hafði bara svo oft rangt fyrir sér.

  Það er það sem við erum að meina, a.m.k. ég.

  Að öðru leiti er ég ekki að líkja FSG og Comolli og þeirra vinnubrögðum við Parry og fyrri eigendur. Ég trúi því a.m.k. að hefði Dalglish viljað fá Wickham þá hefði hann fengið hann. Eins hafa FSG staðið sig vel og sannarlega borgað það sem þurfti til að næla í Carroll, Suarez og Henderson.

  Benitez var engu að síður með nokkra leikmenn sem hann vildi ólmur fá (og fengi líklega hjá FSG) en Parry sparaði aurinn en henti krónunni. Eini munurinn t.d. á Walcott, Ramsey, Pato, Malouda o.fl. sem Benitez vildi sannarlega fá og stökkbreyttust í verði örfáum árum eftir að Benitez vildi fá þá og Wickham núna er sá að ég trúi því að Dalglish vildi ekki svona ólmur fá þennan leikmann.

  Hvað “leti” Rick Parry varðar og sumarfrí hans í júní þá er ég ekkert að tala um það og hef engar áhyggjur af því að FSG séu svo vitlausir og efast nákvæmlega ekkert um að þeir séu að vinna 24/7 í því að bæta liðið fyrir næsta tímabil.

  Eins og kom fram í þessari bók sem þú talar um þá var Parry með allt of mikið á sinni könnu og gerði flest allt illa. Comolli er sagður sofa lítið sem ekkert og hann er nánast því bara að hugsa út í það hvernig best sé að bæta leikmannahópinn fyrir næsta tímabil.
  2.sept fær hann síðan sitt frí, frá 15:30 til 16:00 enda sagður vinnualki.

 23. Við vorum aldrei orðaðir Henderson en síðan allt í einu buðum við í hann 13 kúlum í hann
  Ég er að segja að við gætum verið að reyna að fá hvern sem er þarna á markaðinum og þið ættuð ekki að fara að trúa öllum þessum slúður sögum og það getur hvað sem er verið bara bull
  Ég er líka alveg viss um að kenny og commoli séu að reyna að kaupa eða selja menn svo við verðum bara að bíða og sýna þolinmæði

 24. Kobbi er ekki bara alveg tilvalið að spá í slúðri næsta árs á næsta ári? 🙂

  Metro er síðan ekkert alltaf með þetta svo ég taki ekki sterkar til orða.

 25. Ég ætla að taka hér undir með Babu. Ég er ekki í neinni örvæntingu að bíða eftir hvaða leikmenn koma og fara. En menn hafa fullan rétt á að vera efins enda eins og menn höfðu gefið út þá átti leikmannahópur Liverpool að vera klár á fyrstu æfingu undirbúningstímabils. Það er betra að segja ekkert og svíkja ekkert en að lofa öllu og svíkja allt. Ekki það að menn séu að gera það heldur er kannski fullmikið tekið upp í sig hjá eigenda knattspyrnuliðs sem er enn að læra inn á þá íþrótt sem að knattspyrnan er. Ég hef engan efa að þessir miklu snillingar Henry og Werner sé gríðarlegir bisnessmenn enda sýna allir listar á Wall Street að þar fari menn með viti. En að kaupa leikmann í evrópskum fótbolta í dag er ekki það sama og að versla leikmann í hafnaboltalið. Reglurnar, launaþakið og allt það sem er í amerískum íþróttum sér til þess að menn keppa allir á jafnréttisgrundvelli. Viðskiptin eru allt önnur og þegar þú ert með samkeppnisaðila sem eru tilbúnir að borga hvað sem er í leikmenn og þeim hvaða laun sem er þá er ekkert annað til ráða en að ´´step up your game´´ eða fókusa á að ala upp leikmenn og vona það besta. Með því er ég ekki að segja að menn fari að púlla þetta ARAB style heldur þurfa menn að vinna hraðar, vera fyrr á ferðinni og ekki kasta krónunni fyrir aurinn um of! Maður hefur það svo á tilfinningunni að menn séu frekar að reyna að þreyta menn í að selja þeim leikmenn ódýrara heldur en bara að fara inn og út eins hratt og hægt er. En ég vona að Comolli, Dalglish og þeir félagar hjá FSG láti mig bara éta orðin mín og sanni eitt skipti fyrir allt að ég hef ekki hundsvit á því hvað ég segi og að þeir séu sérfræðingarnir 🙂 Ekki það að mikil sönnunarbirgði sé þörf þar á bæ! 🙂

 26. Jú jú, fannst þetta bara áhugavert og ef satt er þá sýnir þetta að Wickham er með metnað fyrir að ná lengra en Sunderland í framtíðinni. Verður gaman að fylgjast með honum næsta vetur.

 27. Hér er það sem hann segir um þau loforð að kaupa inn snemma:
   
  @LFCNigerian: Sir what is going on.. things is not going according to plan. u promiss early signing. noting happen. Man u 3 player now
  JWH: Abuh, some things happen early and some late. The important thing is that things happen. Sometimes what you avoid is important.

 28. Gary McAllister, Sami Hyypia og Robbie Fowler í þjálfarateimið takk! Sé þetta fyrir mér.. McAllister, Hyypia, Fowler og Dalglish á hliðarlínunni á næsta tímabili. Mmmmm sweeeat….

 29. Ég verð að seigja að mér finnst þeim ekki vera að ganga nógu vel í leikmannamálum reyndar finnst mer þeir vera með drulluna uppá bak í þeim ! Það hafa allir verið að hæpa þetta upp sem rosa kaup sumar og það strax, klára öll kaup fyrir Asíu ferð. Comolli og FSG snillingar á markaðnum búnir að eyða heilum mánuði í að elltast við Friedel, Doni, Young, Downing, Adam, Wickham, Hendersson, Jones, Clichy, Marvaux og ábyggilega fleiri en höfum aðeins fengið einn af þeim. Og að þeir þykkist einhvað ætla að vera með nýsku því þeir tími ekki að borga of mikið gengur bara ekki upp því þeir eru nú þegar búnir að borga 35 fyrir Carroll og 18 sirka fyrir Hendersson við hverju búast þeir ?? Og svo gengur ekkert að selja sem ég skil reyndar mjög vel fullt af lelegum leikmönnum á stjörnu samningum en að ætla þá að fara að selja einu góðu kaupin sem hafa verið gerð síðastliðin 2+ ár er ömurlegt. 

  þetta lítur alls ekki vel út! United að standa sig miklu betur og ef við ætlum að fara að reyna að státa einhvað af þessum liðum við á næsta tímabili þurfa þeir að fara að spýta í lófana. því annars á maður bara von á transfer request frá Jose Reina 30 ágúst !

  Vonast eftir góðum næstu tvemur vikum!

 30. Lóki #36 það eru rúmir 2 mánuðir eftir af félagsskiptaglagganum og það á meira segja eftir að opna evrópugluggann og helmingurinn af leikmönnum sem þú taldir upp er bara slúður og eitthvað sem Liverpool var aldrei að eltast við og ef eitthvað er að marka nýustu fréttir frá áreiðnlegum miðlum þá fara bæði Adam og Downing að koma á næstu dögum þannig að vertu bara rólegur með að segja að það sé ekkert að gerast hef ekki séð í mörg ár leikmann keyptann til Liverpool í júní. IN KENNY WE TRUST

 31. #34 – þetta er klárlega brandari sumarsins. Þó svo að sumarútsölurnar séu hafnar í smáralind ofl stöðum sé ég ekki hversvegna í veröldinni A.Madrid ætti að lækka verðmiðan á verðmætasta leikmanni sínum – og það á meðan hann er með landsliði Argentínu að undirbúa sig fyrir C.A. Þetta “slúður” er verra en O´shea brandarinn og segir meira en mörg orð um þessa síðu að birta þetta bull.

 32. Auðvitað er allt annað að sjá – allavega svona utanfrá – hvernig gengið er í mál. Mér finnst ótrúlegt að menn sem sáu um leikmannakaup og sölur hjá félaginu hafi farið í frí í félagsskiptaglugganum. Það er eins og að setja senterinn sinn í sumarfrí síðustu þrjár vikurnar á tímabilinu. Vonandi er sá tími liðinn. Manni virðist samt sem þetta gangi ekki allt upp og við erum að missa transfer-target annað. FSG-menn, ásamt Comolli, verða dæmdir þegar þessi gluggi er búinn, 31. ágúst. Bæði hvað varðar kaup og sölur. Það er rétt sem kemur fram í greininni að það er erfitt að losa út slakari leikmenn á ofurlaunum en það verður samt að gerast þótt það kosti einhverja peninga. Til langs tíma mun það borga sig og þessir leikmenn, Jovanovic, Poulsen og Cole geta hæglega nýst fjölda liða. Selja þá fyrir 2-3 millur hvern og taka þátt í launakostnaði fyrsta árið t.d. Eins og Monaco gerði við Eið Smára hjá Stoke.

  Það er líka rétt sem að sos og loki segja, haugur af miðjumönnum, verið að fókusa á varamarkmann og fleiri stöður sem eru ekki vital, verið að skoða að selja einn besta miðjumanninn meðan almennir stuðningsmenn æpa eftir kantmönnum og vinstri bakverði.

 33. En hvernig er það, er ekkert hægt að rifta samningunum við Poulsen, Jovanovic, Ngog, Cole, Konnchesky og alla þessa gaura og koma þeim af launalistanum?

 34. 37# ég er alveg slakur ennþá og sagði eimmitt  að ég sé að vona eftir góðum næstu tvemur vikum. því þá opnar í Evrópu og það eru u.þ.b 2 vikur í að þeir fari í æfingaferðina gæti trúað að margt geti gerst á þessum tíma. EN geturu nefnt mer einn sem við ætluðum aldrei að fá því ég held reyndar að ég hafi nánast bara talið upp leikmenn sem var MEIRA en bara slúður held að það se nokkuð staðfest að við höfum gert formlegt tilboð í alla þessa leikmenn nema þá kannski Wickham og Downing en allir áræðinlegustu miðlarnir erum samt líka búnir að nefna þá. Það hefur t.d. komið grein á þessari síðu um alla þessa leikmenn og tilboð í samkvæmt öruggum heimildum/miðlum. Kristjan atli og Babu og þeir hér hafa ekki verið að henda upp pistlum hér um leikmenn sem eiga að vera koma og verið að taka það frá cauchtoffside, metro eða s#n.

  En það má alveg viðurkennast að að júni hefur verið smá vonbrigði miðað við hverju við Poolarar bjuggumst stax í upphafi sumars. En mánuðirinn lítur töluvert betur út ef Adam klárast í þessari viku.
  svo vil ég sjá 35 milljón punda tilboð í Aguero á föstudaginn !

 35. það er t.d. Clichy sá einhverjar fréttir um það fyrir nokkrum vikum og svo ekki neitt meira. Líka Marvaux hann átti að vera búinn að semja við Liverpool en fer svo newcastle þannig að það hefur ábyggilega verið bara rugl
   

 36. Marvaux fór alla leið í læknisskoðun en var síðan akki ánægður með launin (kannski sem betur fer) þannig að hann er sá leikmaður sem var hvað næst því að koma af öllum þessum mönnum og það var staðfest af áræðanlegum fréttamönnum að Liverpool hafi gert 5 milljón punda tilboð í Clichy ! þannig að alllir þessir menn voru meira en slúður og það hefur verið eyddur tími í að reyna að fá þá og ég vona enn að við fáum Adam og Clichy

 37. Hérna, getur einhver útskýrt eitt smáatriði fyrir mér.

  Af hverju étur annar hver maður upp það sem ástæðu fyrir því að Comolli og Kenny séu ekki að kaupa meginlandsleikmenn að meginlandsglugginn opni ekki fyrr en 1. júlí? Var United ekki að tilkynna díl við De Gea? Er Atlitico frá einhverju öðru meginlandi heldur en Evrópu?

  1. júlí opnunin skiptir máli þegar kemur að því að selja leikmenn til meginlandsliða (sem vonandi gerist þegar hann opnar) en ætti ekki að hafa mikil áhrif á kaup. Menn þurfa að leita eitthvað annað til að skýra þetta furðulega bretablæti og miðjumannaofkaup.

 38. Sælir félagar.
  Það er alltaf jafn gaman að lesa þessa síðu og sjá mismunandi skoðanir manna á málefnum Liverpool FC. Það sem eg get helst gagnrýnt FGS, Comolli o.f.l fyrir er að það er hálfpartinn búið að gefa út að Liverpool verði “all in” í sumar og því nýta önnur lið sér það til að hækka verðmiðana á þeim leikmönnum sem við höfum áhuga á.
  Ég held hinsvegar að við þurfum ekkert að örvænta, nýjir leikmenn verða keyptir. Persóulega hef ég lengi verið þeirrar skoðunnar að breskir leikmenn séu líklegastir til árángurs, þ.e. til langs tíma, þar sem þeir fá ekki heimþrá og vilja hverfa á braut sökum heimþrár eignkonunnar o.s.frv.
  Það er ákveðinn póker í gangi, auðvitað vilja Villa ekki selja sinn besta mann án þess að finna eftirmann o.s.frv. Mögulega ganga plön FGS ekki eftir um að vera með fullmannaðan hóp þegar æfingar byrja en ég er sannfærður um að leikmannahópur LFC verður sterkari í byrjun næsta tímabils en í enda þess síðasta.
  Góðir hlutir gerast hægt.

 39. Voðalega geta menn verið að röfla yfir þessum leikmannakaupum endalaust. Það er eitt lið af þessum topp 6 liðum sem er búið að kaupa einhverjar leikmenn. United en þeir voru líka að missa sinn aðalmarkvörð, bakvörð og tvo miðjumenn. Chelsea, Arsenal, Tottenham og City hafa nú ekki verið að fá neitt mikið af leikmönnum til sín. Menn ættu nú alveg að vera vanir því að það gerist ósköp fátt í júní annað en að slúður miðlarnir eru að gera allt sem þeir geta til að selja sín blöð. 1. júlí opnar leikmannaglugginn og þá fara nú hlutirnir að gerast.
   
  Varðandi þjálfaramálin þá finnst mér það bara vera augljóst að Fowler á að vera tekinn inn í það teimi.

 40. Virðist vera að skýrast meir og meir að Aquilani sé að koma aftur til okkar og verði með okkur á næsta seasoni. Ég er spenntur fyrir því, Benites sagði að hann væri ekki keyptur fyrir upphafsseasonið sitt (sem hann var meiddur á en spilaði nokkra leiki) heldur það næsta (sem Hodgson lánaði hann út á) og árin á eftir (sem er núna). Núna ættum við því að sjá hvað það var sem Benites sá við hann og mig grunar að hann eigi eftir að reynast okkur vel á þessu ári.

  http://www.ourkop.com/2011/06/30/midfielder-will-join-liverpools-pre-season-training-with-a-happy-face/

 41. Verð alveg að viðurkenna að þessi seinagangur á öllu er farinn að fara mikið í taugarnar á manni. Það sem meira er að þetta er örugglega farið að fara ansi mikið í taugarnar á lykilmönnum Liverpool sem eins og við bíða spenntir eftir nýjum gæðaleikmönnum. Efast um að þeir séu eitthvað spenntir að sjá að Charlie Adam nánast þann eina sem Liverpool virðast vera að vinna í (reyndar síðan í janúar!!!) Alveg ljóst að menn eins og Reina, Gerrard, Suarez og fleiri eiga eftir að koma með skeifu á fyrstu æfinguna nema eitthvað stórkostlegt gerist á næstu dögum. Ekki beint sniðugt hjá FSG að lofa öllu fögru og standa síðan ekki við neitt.

 42. Kobbi þú hlýtur að vera að grínast. Það er búinn einn mánuður af þremum í þessum leikmannaglugga og það mjög óalgengt að það séu mikklar hræingar í júní mánuði heldur gerast hlutirnir ofast í júlí. Eigum við ekki alla vega að gefa mönnum tíma fram í júlí áður en menn fara í þunglyndi yfir þessu. Jú þeir ætluðu sér að vera búnir að versla meira en þetta er nú ekki eins og að labba bara út í Hagkaup og kaupa sér nammi. Þannig að þó þeim langi að klára þetta fyrir ákveðin tíma þá bara því miður stjórna þeir því ekki.

 43. FSG segja vera menn orða sinna. Þeir sögðust ætla vera komnir með fullmannaðan hóp á fyrstu æfingu.

 44. Ja…Allir toppleikmenn LFC eru ørugglega i rød upp a kontor ad fara fram a sølu…Their sja thad allir ad thessi seinagangur mun skila ser i fallbarattu a næsta timabili 🙂

 45. Ok held það sé tíminn fyrir smá raunsæi hérna.  1 leikamaður til Sunderland sem heldur með liverpool er nú ekki neinn heimsendir.  Það er líka staðreynd að liðið er ekki í evrópukeppni sem takmarkar þá leikmenn sem vilja koma talsvert.  Markmiðið hlytur að vera það að kaupa lekmenn sem koma liðinu í meistaradeildina, á aldri til að taka svo þátt í henni eftirtímabilið og setja liðið ekki á hausinn á meðan.
  Sakna Lee reyndar svolítið, en veit svo sem ekkert hver vinnann hans var þarna.  Fannst bara gaman að sjá hann peppa liðið upp fyrir leiki þegar allt var á botninum, þess þarf víst ekki lengur þannig að hann má alveg reyna fyrir sér annar staðar ok koma aftur seinn reynslunni ríkari.
  Svo hefur mér reyndar líka fundist undafarin ár að það sé sama hvað við erum með marga miðjumenn að þá vannti samt alltaf fleiri.  1 til 2 meiddir 1 til 2 að spila illa og 1 til 2 að spila aðrar stöður sem vantar í.  Þessi 10 eru fljótir að hverfa.
  Finnst líka alveg tilvalið að nýta tækifærið og prófa eitthvað nýtt, ef allir þessir leikmenn verða áfram þá má alveg prófa að setja Gerard og Cole á kanntana, búið að vera draumur hvers landsliðsþjálfara í mörg ár, af hverju ekki okkur líka.
  Það er greinilega til eitthvað af peningum til að eyða, og við erum ekki að fara að keppa við stærstu klúbbana strax á markaðnum, þannig að það verður að fá sem mest úr þessum peningum.  Leifa þeim að kaupa þessa Sanchesa Neymara og hvað þeir heita á 50 millur og taka svo þessa óánægðu frá þeim á útsluverði eftir á. Þessar 10 millur sem áttu að fara í Connor og 20 í Downing geta þá leyft okkur að kaupa einhvern annan á 30.
   
   

 46. Kobbi, það er aldrei sagt nógu oft frá því að FSG með King Kenny Dalglish í broddi fylkingar ætlar að vinna skv. “The Liverpool Way” sem flestir stuðningsmanna hafa saknað mikið undanfarin ár. Það er óumflýjanlegt að eitthvað leikmannaslúður lekur út og áhugi Liverpool á einhverjum leikmönnum lekur í fjölmiðla en ég myndi ætla að það sé í svona 10-20% tilvika eitthvað á bakvið þær fréttir. Á móti gæti ég trúað að svona 80-90% af sögum tengdum Liverpool og hugsanlegum leikmannakaupum þeirra sé hreint bull eða getgátur. Þeir segja okkur frá þegar þeir hafa frá einhverju að segja og við verðum bara að virða það. Það er pirrandi og öllum langar að sjá stærstu nöfnin á Anfield helst í gær en að saka þá um að brjóta loforð og gera leikmenn órólega áður en leikmannaglugginn einu sinni opnar er fráleitt og bara fáviska. Ég er jafn pirraður og þú á þeim tíma sem það tekur að landa Charlie Adam, en á móti hef ég ekki einu sinni fengið það fullkomlega staðfest að við séum svona mikið á eftir honum, ekki nema bara frá þeim blaðamönnum sem ég tek mark á þegar kemur að Liverpool.
   
  Fyrir mér hafa FSG ekki ennþá stigið feilspor og ég treysti þeim ennþá fullkomlega til að bæta hóp Liverpool. Ég býst við því að þetta taki mun legri tíma en bara þennan leikmannaglugga en þeir eru á réttri leið. 1.sept skoðum við hvernig þeim tókst til eftir þetta sumar, ekki núna daginn fyrir 1.júlí.

  Eins er töluverður munur að sýna smá áhuga og kanna möguleikana og svo sýna raunverulegan áhuga. T.d. höfum við ekki grænan grun um það hvað Liverpool langaði mikið að fá Conor Wickham og ég trúi því ennþá að hefðum við virkilega viljað hann þá hefðum við fengið hann. Engu að síður tel ég nokkuð ljóst að Wickham var alveg undir smásjánni hjá okkar mönnum og einhver áhugi hafi verið á honum, en það nákvæmlega sama má líklega segja um alla Wickham-a sem fyrirfinnast í Evrópu og líklega heiminum. Njósnanet Liverpool er ansi stórt og ég efast ekki um að þeir eigi nokkuð ítarlega lýsingu á öllum ungum og spennandi leikmönnum í hæsta klassa í heiminum í dag.

 47. Samkvæmt sumum miðlum þá er Clichy á leiðinni til Man City. Hann virtist vera okkar næsta val í bakvörð eftir að ljóst var að við fáum ekki Coentrao eða Baines. Þannig að það lítur út fyrir að við þurfum að fara í fjórða kost í vinstri bakvörð. Ég veit að það eru tveir mánuðir eftir ef glugganum en við erum samt að missa af okkar stærstu bitum. Miðað við fjölmiðla þá erum við ekki að fara fá Mata eða Aguero, svo finnst mér algjör mistök að missa af Wickham og vera með Ngog áfram. Miðað við hvað tekur langan tíma að kaupa Adam þá verður hann komin á þrítugsaldur þegar hann kemur loksins til okkar. Vona innilega að við séum að vinna mikið bak við tjöldin og það verði allt í einu tilkynnt um kaup á nokkrum leikmönnum á næstu dögum.

 48. Er búinn að vona þetta lengi og of gott til að vera satt?! Ekkert er víst ennþá en Paul Thompson segir á sínum Twitter í gær að hann brosi breytt þar sem hann viti hvað er að gerast hjá LFC bakvið tjöldin og hann sé ánægður með það! Hann vill ekkert segja fyrr en það er opinbert hvað sem það er! Vonandi að Aguero sé að koma… http://www.kopsource.com/atletico-president-drops-aguero-to-liverpool-hint/
  Ef þetta er vitleys þá það en ef satt reynist þá frábært.
   

 49. #57#
   
  ég mundi hoppa hæð mína ef við fenjum SERGIO KUN AGUERO!!!!!!!!!!!!!!

 50. Þessi Paul Thompson er einhver versta tegund af twitter itk sem ég hef fylgst með…þennan dag sem ég var með follow á hann. Tek meira mark á Braga Brynjars á 15.bjór heldur en þeim gaur.

  ATH: Þetta á við um báða Braga Brynjars sem tilheyra þessu Kop.is samfélagi.

 51. Þetta náttúrlega bara fyndið. forseti AM er þarna að tala um að hann vilji ekki að Augero fari til Real. Síðan segir hann að það henti betur ef hann færi til liðs eins og Sevilla en best væri að hann færi til Liverpool. Ég hef ekki séð neinstaðar að Sevilla væri á eftir honum og tel ekki miklar líkur. Hann hefði allt eins geta sagt Aston Villa eða Leeds.

 52. Við verðum að losa okkur við einhverja menn. Held að helvítið hann Poulsen eigi eftir að sitja út samning sinn á einhverjum pöpp í Liverpool með frosið bros allann hringinn. (Hodgson takk kærlega) Menn eru ekket að keppast við Cole, Ngoog er ekkert vinsæll og svo mætti lengi telja. Allt fullt af rusli en engin sorphirða því miður. 

  Það væri flott statement að negla eina stórstjörnu í sumar. Það myndi senda ansi sterk skilaboð út í kosmosinn varðandi stöðu Liverpool í dag og undirstrika metnað eigendanna. Vona bara að Reina fari ekki að væla í ágúst ef ekkert “nafn” er komið til okkar.

  Pælið nú samt í einu. Í fyrsta skipti í mörg mörg mörg ár er ekki nokkur leikmaður Liverpool orðaður við önnur lið ! Annaðvhort erum við ekki með nógu spennandi menn eða að önnur lið sjá að það þýðir ekkert að nálgast okkar bestu menn, þeir eru einfaldlega ekki til sölu.

  Það er vissulega framför sem ber vott um nýja tíma á Anfield. 

 53. last season Alberto Aquilani attempted the most passes at Juventus, with an 80% accuracy. Anfield?

 54. 63# Ætli það se ekki bara bæði ! Kuyt og Lucas eru á glænýjum samningum Reina er búinn að gefa út að hann verði áfram Gerrard og Carra fara ekkert og Suarez og Carroll eru nýir leikmenn. Önnur lið eru ekki einu sinni að reina að fá þá bara tímasóun. Hvað hina leikmennina varðar eru þeir allir drasl á of feitum launum ! Allavega lang  flestir þeirra !

 55. Ákvað að prufa að teikna þetta upp hvernig næsta tímabil gæti verið, tók það inn í myndina samt að Downig, Adam og Clichy(eða annar nýr) myndu koma.

  http://this11.com/boards/1309461761687346.jpg

  Svo erum við með menn eftir sem geta verið á bekknum: Vara markmaður, Nýr miðvörður, Skrtel, Aurellio, Johnson, Aqualini, Lucas, Henderson, Kuyt, Nýr kanntmaður, Flanagan, Pacheco, Sterling, Spearing, Shelvey, Ngog, Cole, Poulsen, Konni og fl.

  Og djööfull var erfitt að reyna að velja miðjumenn…

 56. Óli Prik; Það vantar alveg varnarsinnaðar miðjumann inni þetta hjá þér (Lucas), en get vel trúað því að það hafi verið erfitt að velja miðjuna! imynda sér hausverkinn hjá King Kenny.

 57. Óli Prik; ætlaru virkilega að henda út besta hægri bakverði Englands út úr liðinu…. Johnson er án efa á undan Kelly í goggunarröðinni, Kelly er hörkuefnilegur en hann er ekki enn betri en Johnson.

 58. Biggi67: Já ég ætlaði klárlega að setja Lucas inn, en fór svo að hugsa hvað ég ætti að gera við Adam greyið?
  Ákvað svo bara að setja hann inn, pointið var bara hvað þetta væri öflugt lið 😉

  IngvarH68: Kelly var miklu betri en Johnson á síðustu leiktíð, enda var hann búinn að hirða af honum stöðuna áður en hann meiddist

 59. Getum huggað okkur við þó við séum ekki búnir að fá marga leikmenn inn, þá eru engir lykilmenn á leiðinni út. Annað en hjá Arsenal

 60. Fjárinn hvað City eru að eflast. Hreinlega líklegastir næsta tímabil um þessar mundir.
   
  En að losna við Poulsen og slíka miðurgripi.. Er ekki bara hægt að ýta þeim frá sér og borga hluta af launum. Því fyrr sem þeir fara þeimur líklegra er að nöfn verða sign-uð. Ekki lán heldur sala takk.
   
  Getur leikmaður neitað að fara? Getur Poulsen neitað að fara til Fulham sem dæmi?
   
  Maður spyr sig.

 61. FGS er að vinna eftir því hvernig þeir vilja að hlutirnir líti út eftir 2 til 3 ár ef ekki lengri tíma. Flestir sem eru að greina stöðuna hér eru að gera það út frá því hvernig þeir vilja sjá næsta tímabil. Held að af þessum ellefu miðjumönnum séu ekki margir sem að FGS sjá i liðinu eftir 3 ár.
  Áfram Liverpool

 62. Thad verdur gaman ad heyra i ykkur hljodid eftir 2 – 3 ar 🙂  Ekki viss um ad margir her hafi slika tholinmædi.

 63. Haha trausti two times, spyr maður sig að því ? Veistu ekkert um fótbolta ? Væntanlega getur poulsen neitað að skrifa undir hjá Fulham, helduru að honum sé bara haldið niðri og neyddur til þess að skrifa undir?

 64. og til að svara spurningu þinni, er hægt að ýta þeim frá sér og borga hluta launa þeirra, þá væri lítill tilgangur fyrir þá að skrifa undir SAMNING ef liðið gæti svo bara farið framhjá honum og borgað bara HLUTA launanna, lið geta rekið leikmenn en þá þurfa þau líka að borga upp allann launakostnaðinn sem leikmaðurinn á inni samkvæmt samningnum.. fæ svona smá sting í hjartað þetta eru svo heimskulegar spurningar hjá þér

 65. @ Gúndi:
  Það sem ég tel að Trausti two times eigi við er hvort mögulegt sé að Poulsen og alíka kumpánar á háum launum hjá okkur geti þá farið og spilað fyrir önnur félög, en LFC tæki þátt í launakostnaðinum svo viðkomandi sé að fá sömu upphæð í launaumslagið. Ég tel það alls ekki fráleitt, lægri kostnaður fyrir LFC, aðrir klúbbar gætu þá mögulega haft áhuga á að fá viðkomandi leikmann þar sem launakostnaður væri viðráðanlegri og svo ætla ég að vona að þessir leikmenn hafi enn metnað til að spila fótbolta. Polsen t.d. mun ekkert spila meira fyrir danska landsliðið ef hann spilar ekki reglulega með sínu félagsliði.

 66. Er ég sá eini sem er kominn með nóg af þessari C. Adam sögu. Það mætti halda að þetta væri einhver stór stjarna en þetta er ekki einu sinni fasta maður í skoska landsliðinu. Er ekki kominn tími til að snúa sér bara að öðrum leikmönnum við höfum nú þegar þó nokkra leikmenn sem ég held að séu nú bara betri en Adam, Aquilani, Mereiles, Gerrard og jafn vel Henderson væru fyrir mér undan í goggunar röðinni (nefni ekki Lucas því hann er að spilar annað hlutverk). Finnst bara fara allt of mikið púður í þetta miðað við að þetta er leikmaður sem er að fara að spila í Championship deildinni næsta vetur og á þar að auki bara eitt ár eftir að samningi.

 67. Einmitt Bjarni. Hræðist það að menn séu bara saddir þarna og verði djöfulli erfitt að koma þeim burt þrátt fyrir að taka á sig part af launakostnaði. Vonandi luma þeir á metnaði einsog þú segir.

 68. Djöfull eruð þið hugrakkir að nota myndir af Sportingheroes.net þar á ég við myndina af Sammy Lee. Það kostaði okkur hjá LFChistory.net á endanum 500 pund að losna við lögsókn hjá gaurnum sem á flestar Liverpool-myndirnar fyrir að hafa klippt niður myndir frá honum og nota í prófílana okkar á síðunni.

Miðar á Anfield fyrir 2011/2012 tímabilið

Opinn þráður á föstudegi