Opinn þráður á föstudegi

Charlie Adam… geisp.
Juan Mata…geisp.

Og svo framvegis. Ég er kominn með svo mikið ógeð af því að refresh-a Twitter að ég er alveg að gefast upp. Ég held að ég færi mig algjörlega yfir á Guardian svo ég haldi geðheilsunni það sem eftir er af sumri.

Gael Clichy virðist vera að fara til Manchester City og Albert Aqulani segist vera spenntur fyrir því að spila fyrir Liverpool á næsta tímabili. Hann segir:

“I return to Liverpool with great enthusiasm,” Aquilani said. This is not a problem. It’s not true that I didn’t want to return to England.”

Er það svo slæmt að fá ítalskan landsliðsmann aftur á Anfield? En Liverpool fara varla að kaupa Charlie Adam ef að Aquilani verði seldur. Ég hefði heldur viljað fá Adam, en Aquilani er auðvitað góður líka. Varla ætlum við að fara inní tímabilið með Henderson, Lucas, Gerrard, Adam, Mereiles og Aquilani + svo Spearing og Jonjo. Það er sturlun.

En allavegana, ræðið það sem þið viljið hér.

66 Comments

 1. Gleymum Adam, það má vel vera að menn geti fært rök fyrir því að hann sé betri kostur en Aquilani.  En  ég persónulega myndi heldur vilja að við héldum Aquilani og notuðum þá þessa peninga sem setja átti í Adam í aðra leikmenn,  held við ættum virkilega að setja markið á eitthvern leikmann sem hefur virkilega slegið í gegn nú þegar, hvort sem það er Mata eða einhver annar.

 2. Aquilani er flottur spilari og virkar vel með liði sem spilar með jörðinni.  Ég vil að Kenny gefi honum tækifæri.
  Wickham er ekkert ósáttur að missa af honum miðað við það sem hann sýndi í U21leiknum gegn Íslandi í vor.  Þar sem Hólmar Örn og Elfar Freyr pökkuðum honum saman.
  Held að ein stjarna (helst kantmaður) gæti komið liðinu upp á næsta level ásamt góðum vinstri bakverði.

 3. Eins og ég sagði hér í pósti í færsluni á undan þá bara skil ég ekki afhverju við erum að sækjast svona rosalega eftir Adam. Við erum með alla vega 3 miðjumenn sem mér finnst vera betri en hann. Verð reyndar að viðurkenna að ég var ekki mikið að horfa á leiki  með Blackpool síðasta vetur. En Adam er búinn að spila 11 landsleiki með skotlandi og maður sem varla kemst í skoskalandslið get ég bara ekki ýmindað mér að sé næginlega góður fyrir Liverpool. Mér finnst fara allt of mikill tími í þetta mál. Þetta er leikmaður með Championship liði sem á ár eftir af samningi sínum þannig að það á að borga í mesta lagi 5 millur fyrir hann.

 4. Aquilani > Adam

  svo má líka benda á eitt að Aquilani spilaði í aðeins öðru hlutverki hjá Juve en hann hefur oft gert, sinnti mun meiri varnarskyldu en hann hefur gert áður og hefur því bætt sig talsvert á því sviði. Hann getur spilað í stað Lucas, við hliðiná Lucas eða sem sóknartengiliður. Hann hélst heill allt síðasta tímabil. Ég vil frekar gefa honum annað tækifæri en að kaupa Adam.

 5. Ég vill frekar fá Adam heldur en Aquilani. Adam er grjótharður skoti sem er búinn að sanna sig í enska, en Aquilani er ítalskur mömmustrákur sem er ýmist meiddur eða veikur.

 6. Ég hef nú ekki séð það að það skipti einhverju máli þó menn hafi verið búnir að sanna sig í enskaboltanum áður en þeir komu til Liverpool, Robbie Keane, Harry Kewell, Joe Cole eru allt leikmenn sem voru svo sannarlega búnir að sanna sig í enskaboltanum en gátu síðan ekki neitt hjá Liverpool. Aquilani kostar ekki neitt þannig að það er þá hægt nota peningana sem áttu að fara í Adam til að styrkja okkur á öðrum stöðum sem er meiri þörf á en á miðjunni.

 7. Aquilani átti mjög gott tímabil með Juventus og þótt sú gamla væri ekki tilbúin að borga það sem LFC vildi fá fyrir okkar mann breytir það ekki því að kappinn var einn af bestu miðjumönnum ítölsku deildarinnar.

  Aquilani endurheimti líka sæti sitt í ítalska landsliðinu og virðist hafa losað sig við meiðslin sem hrjáðu hann. Juve fannst sá ljóður á leik Aquilani að hann væri ekki nógu góður varnarlega en ítölsku viðmiðin í þeim efnum eru alveg sér á báti og þeir leika mun varnarsinnaðara kerfi en í PL.

  Mér finnst eins og hæfileikar Aquilani hafi gleymst í umræðunni og menn sett hann á par með misheppnuðum/útbrunnum leikmönnum eins og Paulsen, Cole, Jove o.fl. Ekkert gæti væri fjær sanni og með fullri virðingu fyrir Charlie Adam fæ ég ekki séð að hann sé meira spennandi kostur en Aquilani.

  Ég vona a.m.k. að hann fái tækifæri í liði Dalglish í vetur en mun ekki missa svefn yfir Adam.

 8. Ef að KK er eins skynsamur og menn vilja vera láta þá hlýtur hann að fylla í þær stöður þar sem vantar menn. Við eigum nóg af afturliggjandi miðju varnartrukkum og þurfum ekkert að bæta við þar. Ég hlakka til að sjá Aquilani aftur á Anfield. Hann var sem gladdi mann mest meðan hann var þar.
  Og hvað hefur gerst síðan? Jú, hann er orðinn fastur maður í ítalska landsliðinu.

 9. Ég held að lélegur árangur eins og að ná ekki í meistaradeildarsæti eða hvað þá evrópukeppni sé að bíta okkur smá í rassinn. Það viriðist ekkert ganga að landa almennilegum leikmönnum!
  Aftur á móti er nóg eftir af félagsglugganum þannig þetta er í lagi ennþá. Ég vil bara fara að sjá alvöru kanónur!!! Við erum ekkert að fara að keppa við man.utd, chelsea og arsenal með núverandi lið plús einhverja unga kjúklinga þótt góðir eru!!!

 10. Ég ætla að biðja menn að fara ekki að vitna í Caughtoffside!!! Þetta er skítamiðill ef miðill má kalla sem örugglega rekinn af framhaldskólakrökkum. Stendst ekki stafur á bók á þeirri síðu!!!

 11. Ókei, tökum aðeins Adam-umræðuna.
  Hann hóf sinn feril sem hafsent, og umræðan hefur m.a. verið um það að hann geti leyst þá stöðu.  Hann getur líka leikið á vinstri kanti með því að hafa fljótan bakvörð upp völlinn fyrir utan sig.  En mest hefur hann spilað inni á miðri miðjunni í 4-4-2.  Strákur sem getur sótt og varist, líkamlega sterkur og með svakalega krossa.  Ef hann minnir mig á einhvern þar er bara einn til.  Sá heitir David Beckham!  Ég veit ekki með ykkur hin, en ég er fyrir mína parta búinn að vera gargandi brjálaður að sjá nýtingu okkar úr föstum leikatriðum, fáum kannski 13 – 15 horn í leik en kannski 2 verða hættuleg.  Ég man eftir hræðsluskjálftanum sem maður fann þegar Beckham fór að stilla upp í set-piece og ég vill fá slíkan mann.  Aurelio er sá eini sem við höfum átt undanfarin ár eftir að Gerrard fór að förlast.  Ég tel því að Adam komi með marga kosti sem við ekki eigum, getur leyst hafsent í leikjum þar sem við erum að sækja mikið, vinstri kant í leikjum þar sem við þurfum meiri líkamsstyrk og minni hraða og síðan inni á miðjunni þegar það þarf.
  Aquilani er flottur fótboltamaður.  Í vetur spilaði hann mest framliggjandi sóknarmann í 4-4-1-1 kerfi og gerði það fínt, skoraði 2 mörk og átti 2 stoðsendingar.  Juventus ákvað samt að kaupa hann ekki.  Ég sé Aquilani ekki inni í byrjunarliðinu okkar á meðan að Gerrard og Suarez eru heilir, ég meira að segja held að hann myndi ekki leysa vel hlutverkið sem miðjumanni er ætlað í því og hann er einfaldlega ekki nálægt Suarez í “second striker” hlutverkinu okkar.  En vissulega er þetta fínn leikmaður.
   
  Mitt mat er því klárlega það að Charlie Adam mundi bæta ákveðna þætti í liðinu sem þarfnast bætingar á meðan að Aquilani sé fínn squad player.  Við þurfum frekar bætinguna en aukna breidd á miðju…

 12. Ég er sammála og ósammála Magga…

  Adam er spennandi kostur og vona ég að hann komi til liðsins. En Aquilani er klassa fyrir ofan Adam í spilhæfni og við þurfum klárlega að auka breiddina á miðjunni, og liðinu öllu.

  Lucas, Aquilani og Gerrard í 4-4-1-1 á meðan hægt væri að spila með Lucas, Gerrard, Adam, Henderson t.d. í 4-4-2

  Þarna hef ég auðvitað ekki tekið Mereiles fram né Shelvey og Spearing en þeir geta allir átt hlutverk í þessum kerfum. Reyndar er óvíst hvaða miðjumenn við höfum í byrjun tímabils en ég vona að Shelvey verði lánaður og ef Mereiles verður seldur þá eykst þörfin fyrir góðan spilara á miðjunni…

  Aqua heim, Adam má koma líke segi ég. Ef skotinn kemur ekki þá mun ég samt ekki grenja það lengi…

 13. Lucas, Aquilani og Gerrard þýðir Suarez á bekknum eða úti á kanti.  Nema þú viljir hafa Carroll á bekknum?  Held að það væri glapræði að hafa Suarez á bekk og sem kantmaður í okkar kerfi.  Við erum ekki með vængsentera eins og Ajax heldur kantmenn/vængmenn og framherja.  Suarez er framherji í því kerfi…
   
  Ég held að sterkara sé að hafa Gerrard og Lucas á miðju með Suarez fyrir framan þá, Adam getur líka leyst Gerrard af á miðjunni, nokkuð sem ég treysti Aquilani ekki í vegna þess að hann er ekki góður að verjast, nokkuð sem þarf í þeirri uppstillingu sem Dalglish stillti upp í vor.
   
  Við verðum að átta okkur líka á því að Juventus var búið að semja um allt, en ákvað svo að hætta við.  Juventus átti vont tímabil og ákvað að fara frekar í aðra kosti, er m.a. að reyna að kaupa Meireles.  Ég skil ekki alveg þá pælingu ef Aqua var svona öflugur, hvað þá ef að ekkert ítalskt lið bauð í hann nú í sumar.  Það finnst mér dularfullt.
   
  Og hann er alltof góður og dýr á fóðrum til að verma bekk næsta vetur…

 14. Ég er alveg hættur að skilja þetta Charlie Adam mál. Það er búið að eyða einum og hálfum mánuði í þennan eltingarleik! Hvað ætli málið sé? Blackpool hljóta að hafa nefnt verðið á honum strax. Vilji Liverpool ekki borga það, og Blacpool neita að lækka verðið, þá áttu menn bara að draga sig úr þessum umræðum strax og eyða tímanum í önnur skotmörk. Ég tala nú ekki um ef það er satt sem maður er að lesa að stjórnarformaður Blackpool sé að haga sér eins og fífl. Þá áttu menn að sjálfsögðu að labba strax í burtu!

  Málið hlýtur að vera það að Liverpool vilji ekki kaupa Adam nema Aquilani verði seldur. Annars skil ég ekki hvað allur þessi tími er búinn að fara í hjá forráðamönnum Liverpool.

 15. Það lítur út fyrir að LFC sé með augun á framtíðaruppbyggingu og horfi ekki á næsta season sem eitthvað make or break.   Ekki má heldur gleyma því að hópurinn sem er til staðar náði nokkuð góðum árangri eftir að KD tók við liðinu.  Ef að þeir leikmenn sem koma í sumar ná að bæta gæði liðsins, þá er það strax upp á við og ástæða til bjartsýni þó að titilbarátta sé kannski ekki raunhæf vænting.
  Meistaradeildarsæti og jafnvel einhver bikardolla og málið er dautt.
   
  Og Charlie Adam = Gareth Barry !

 16. Ég skil ekki hvað menn sjá svona mikið við Charlie Adam? Erum búnir að eltast við hann í langan tíma og ekkert er enn að ganga, reyndum að fá hann í Janúar líka
  Annaðhvort eru KD og Camolli að fela fyrir almenningi og örðum hvaða menn þeir eru að skoða eða þá að þeir ætli bara alls ekki að kaupa neitt að viti…held ég
   
  Þetta fer allt að skýrast og vonandi verður maður ekki aftur fyrir vonbrigðum með sumar glugga LFC.
   
  YNWA og góða helgi!

 17. Nú er svo komið að ég hef engar áhyggjur af kaupum á nýjum leikmönnum fram að næsta tímabili.  Einhvern veginn hef ég litla trú á því að stór mistök verði gerð á því sviði þar sem Dalglish og Comolli virka mjög traustvekjandi.  Einhverjir leikmenn eiga eftir að koma, hversu margir sem þeir eiga eftir að verða.

  Ég hef hins vegar miklu meiri áhyggjur af því hverjir verða seldir eða látnir fara … og þá einungis á þann hátt að félaginu blæði ekki út á launakostnaði vegna einhverra ullarhatta-leikmanna sem Hodgson taldi að væru hæfir til að halda liðinu í deildinni.  Ekki það að þetta hafi einhver úrslitaáhrif á frammistöðu liðsins, það er bara blóðugt að borga afdönkuðum fótboltamönnum stórfé fyrir ekki neitt.

  Hvernig sem á það er litið þá er ég spenntur fyrir komandi tímabili.  Nýjir leikmenn hafa komið, ungir leikmenn hafa stigið upp, nýjir eigendurnir virka solid … og helst finnst manni andrúmsloftið aftur orðið rafmagnað!  Þegar maður horfir tilbaka þá hefur það vantað, þessi rafmagnaða tilfinning sem lætur mann hlakka til að horfa á næsta leik! 

  Hversu lengi hefur maður mætt til að horfa á Liverpool með steinhlunk í maganum?  Maður mætir svartsýnn, kaldhæðinn og með enga þolinmæði að horfa á liðið sitt skjálfandi á beinunum með ekkert sjálfstraust og lokar eyrunum fyrir háðsglósum misviturra áhangenda annarra liða.  Svo þegar allt gengur vel þá nær maður að brosa taugaveikluðu brosi út í annað en er alveg skíthræddur um næsta leik!

  Ég veit ekki með ykkur en þessi tilfinning var á sterku undanhaldi seinni hluta síðasta tímabils án þess að ég áttaði mig á því.  Í staðinn fylltist maður af bjarstýni, og hafði loksins gaman af því að mæta til að fylgjast með.  Tilhlökkunin fyrir næsta tímabili er alveg að drepa mig, og einhvern veginn þá held ég að það sé sama hvað gerist héðan í frá á þessum leikmannamarkaði.

  13. ágúst á Anfield klukkan 15 að staðartíma verða 11 Liverpool menn úti á vellinum, King Kenny verður á hliðarlínunni og ég verð við sjónvarpið með kaldann nýopnaðan fyrir framan mig.  Ég get ekki beðið!

 18. Doni makes U-turn and agrees Liverpool move.
  Hvað er að gerast?

 19. Er Reina eitthvað slappur eftir uppskurpinn og getur ekki hafið tímabilið?

 20. Mér finnst persónulega að við ættum að fá aquilani aftur og sleppa því að versla Adam inn. Aquilani er hörku spilari, góðar sendingar, mjög hreyfanlegur, léttur á fæti og góður skotmaður. Klárlega ekki klassa fyrir neðan Adam og því óþarfa skipti.

 21. – Er Reina eitthvað slappur eftir uppskurpinn og getur ekki hafið tímabilið?

  Held að Brad Jones sé að fara frá okkur. Gulachi (stafs) fer á láni til Hull og því verðum við að hafa tilkippilegan varamarkmann. Þessi Doni er líklega flottur Nr.2 þó ég voni að hann fái ekki einn leik hjá Liverpool, ef hann þá kemur.

 22. Ef ég tek mið af því hvernig liðið spilaði undir stjórn Dalglish þá er ég sammála þeirri stefnu að kaupin í sumar verða að taka mið af því hverja við losnum við áður en við kaupum. Það er morgunljóst að listi þeirra leikmanna sem meiga fara er langur og það verður ekki auðvelt að koma þeim leikmönnum frá.  Rekstrastefna FSG er skýr og er henni fylgt strangt eftir. Það mun taka tíma að fletta ofan af vægast sagt döprum kaupum og samningum við leikmenn sem stundað hefur verið hjá Liverpool FC nú um nokkurt skeið.
   
  Ef að Meireles er söluvænn að þá verður bara að hafa það. Aquilani getur vel leyst hans hlutverk í liðinu og það auðveldlega. Aquilani var mikið meiddur en hann slapp vel frá síðasta tímabili og vonandi verður hann í lagi hjá Liverpool. Meireles var að “ströggla” við smá meiðsl inn á milli en hann virðist líka vera í vandræðum með úthald. Það var í mörgum leikjum þegar honum var skipt út af að mér sýndist hann ekki ætla að hafa það af út af vellinum. Fyrir mér verður engin eftirsjá í Meireles. Ef við losnum við þá báða, fínt og C. Adams þá inn.
   
  Ég hef margsinnis sagt það, bæði hér á þessu bloggi og úti í hinu daglega lífi, að Lucas Leiva er einhver vanmetnasti leikmaður Liverpool. Hann fékk þó á síðasta tímabili loksins hrós og viðurkenningu fyrir sitt framlag og það ætti og virðist ætla að leiða til þess að hann verði tekinn í sátt. Þetta er leikmaður sem hleypur úr sér lungun í hverjum leik, tæklar allt sem hreyfist á eigin vallarhelmingi og sendir boltan vel frá sér. Hann er nánast aldrei meiddur og fer ekki vælandi í blöðin um leið og hann er tekinn útaf. Hvað ætlar Liverpool að gera ef Lucas meiðist í langan tíma?
   
  Eins og ég segji, frá mínum bæjardyrum séð eru nokkuð margir leikmenn hjá Liverpool sem hreinlega verður að losna við. Tekið mið af rekstrarstefnu FSG þá verður Liverpool að losa sig við leikmenn til að rýma fyrir nýjum út af launa kostnaðinum. Með það að leiðarljósi býst ég ekki við neinum stórviðburðum á næstunni. Engin meistaradeild og þar vilja þeir bestu vera gerir lífið á leikmannamarkaði enn erfiðara.
   
   

 23. http://news.ulster.ac.uk/releases/2011/5869.html – Ekki amalegt þetta hjá kallinum… Dr. Sir King Kenny 

  Maggi… Var ekki Adam gagnrýndur fyrir léléga varnarvinnu?
  Fyrir mér þá er Adam góður örfættur miðjumaður, getur komið með flottar úrslitasendingar, myndi taka hornspyrnur vonandi í stað Gerrards sem er góður skallamaður og á að vera inni í teig.

  Aquilani er spilari, pass & move leikmaður af Fowlers náð, nokkurn vegin það sem ég hélt að menn vildu í liðið. Var ekki einhver að nefna 80% sendingahlutfall hjá manninum og með flestar sendingar í öllu Juventus liðinu.

  Það kemur mjög á óvart að Juve séu ekki búnir að kaupa Aqua eftir allar yfirlýsingarnar frá þeim í vetur. Þeir voru að fá Pirlo sem er líklega besti ítalski miðjumaðuinn í langan tíma og því í raun ekkert skrítið að þeir tími ekki að kaupa Aquilani á 16 milljónir… Þetta að þeir séu að pæla í Mereiles hef ég ekki heyrt og ef satt reynist þá eru þeir líklega að leita að ódýrari kosti…

  Getur ekki verið að LFC hafi verið harðir á því við Juve að þeir fengu engan helvítis afslátt einmitt vegna þess að þeir vilja frekar fá Aquilani til baka en að selja hann ódýrt. Það er allavega deginu ljósara að ef Liverpool vildi losna við leikmanninn þá myndu þeir bjóða hann ódýra um leið og Juve minnkaði áhugann, en kannski var það líka gert…. kannski buðu þeir Mereiles…Mig þykir allavega líklegt að þeir beri frekar Adam saman við Mereiles; laun, aldur og hæfni.

  Eitthvað er þetta Adam mál að tefjast og hugsanlega er LFC að draga lappirnar í því til að sjá hvað verður með Mereiles og Aquilani. 

  Ef að enginn miðjumaður verður seldur og Liverpool kaupir Adam þá erum við með Gerrard, Lucas, Mereiles, Aquilani, Spearing, Shelvey og Adam. (Tel ekki Henderson með því ég býst við því að hann spili hægri kant stöðuna í skiptum við Kuyt, þó svo að hann geti vissulega leyst miðjuhlutverkið líka.) Ef við setjum Shelvey á lán þá eigum við 6 eftir. Þetta eru auðvitað stór hópur og þar sem verra er dýr. Verður að segjast mjög líklegt að einhver úr þessum hópi verður ekki með…

  Það fer svo eftir Dalglish og Clarke hvaða leikmenn passa inn í kerfin sem þeir ætla að spila hverju sinni og mun það ráða mestu um hverjir verða og hverjir fara.

  Ég held að LFC muni stilla upp annaðhvort 4-4-2 eða hápressu 4-4-1-1 og þá er enginn að segja mér að Suarez væri ekki flottur kostur sem 2nd striker í 4-4-2 eða vængmaður, væng-framherji… í 4-4-1-1

  Annars er Henderson klárlega næsti Beckham!

  Ég veit þetta hljómar svolítið eins og ég sé að hrauna yfir Adam en það er alls ekki ætlunin, hann var flottur á seinasta tímabili, það sem ég sá af honum allavega og væri ég alveg til í að fá hann til liðsins, bara ekki meira en ég væri til í Aquilani… Ef Adam kemur en ekki Aqua þá grenja ég kannski 5mín lengur en ef Aqua kemur en ekki Adam… 😛

   

 24. Jæja þá er búið að kaupa miða fyrir mig á Liverpool-Bolton, fyrsti leikurinn í ensku eftir langa bið 🙂

 25. Takk fyrir. Þetta er svokallaður hospitality pakki og þarf ekki smartkortið í það. Erum að steggja vin þannig að þetta hentaði vel. Kostaði um 24000 kall stykkið

 26. Ég skil ekki á hverju menn byggja það nákvæmlega að Aquilani sé svona frábær, samanber þetta komment:

  “En Aquilani er klassa fyrir ofan Adam í spilhæfni”

  Ég hef ekkert séð til Aquilani sem bendir til að þetta sé rétt.  Svo megum við ekki gleyma því að þetta slúður og það hversu lengi þetta hefur dregist er ekki Charlie Adam að kenna.  Hann er ekki í einhverjum haltu-mér-slepptu-mér leik.  Ég myndi telja svona 99% öruggt að hann vilji koma til Liverpool, en annaðhvort er Liverpool að draga lappirnar í þessu (hugsanlega vegna þess að það þarf að selja aðra leikmenn) eða þá að Blackburn eru að draga þetta líkt og þeir gerðu í janúar.

  Að mínu mati yrði Liverpool klárlega sterkara lið með Adam heldur en Aquilani.  Það má vel vera að hugsanlega, mögulega gæti Aquilani á sínum besta degi verið mun betri leikmaður en Adam, en við höfum ansi lítið séð af þessum góðu dögum Aquilani.

 27. Núna ætla ég að ´´reyna´´ að koma mér í sumarfrí frá öllu þessu rugli. Held að maður sé aðeins of mikið að trúa einhverjum twitter rugludöllum sem segja hitt og þetta sem er ekkert nema bull. Meira segja menn sem sagðir hafa verið nokkuð áreiðanlegir af kop.is mönnum eru bara í tómu tjóni. Þannig að bottom line er að við vitum ekkert hvað er að gerast að virðist, allavega ég! 

  Gleðilegt sumar þegar það er nú loksins komið 🙂

 28. #32 Einar

  klárlega hefur Aquilani lítið sýnt í Liverpool búning nema einstaka snilli hér og þar. Það fyrir mér skrifast á meiðsli, fyrsta tímabil eftir löng meiðsli í nýju landi og svo var hann helling veikur. Hann hefur samt sýnt töluvert meira í Liverpool búningi en Charlie Adam 😛 

  Hann er nýbúinn með fyrsta alvöru og heila tímabilið sitt í ca 3-4 ár og stóð sig mjög vel. Ég hef fylgst með honum hjá Juve, aðallega vikuleg highlights en ég fullyrði að hann er miklu betri leikmaður í því sem ég kalla spilhæfni . Fá boltann, gefa hann frá sér, koma sér strax í betri stöðu og leika sama leik aftur. Hann býr til svo mikla hreyfingu í kringum sig og það reynis varnarmönnum illa. Basic pass & move… Svo má deila um réttmæti orðsins spilhæfni. 

  Ítreka samt aftur að Adam er velkominn til Liverpool og ég býst við því að hann komi.

  Mér finnst menn jafn fúsir að dásama Adam og Aquilani, fer svo eftir hverjum og einum hvort það sé verðskuldað…

 29. #20 er alveg með þetta. Ég þarf stundum að fljúga með rússneska flugfélaginu Areoflot. Fyrir flug hringi ég í konuna og fæ að kveðja börnin því ég hef alltaf á tilfinningunni að vélin muni bila, flugmennirnir fullir og maturinn um borð eitraður.

  Ég er samt ekki haldinn neinni flughræðslu per se og líður vel um borð í flugvélum svo framarlega að hún sé ekki rússnesk. Tómir fordómar vitanlega.

  Svona leið mér samt undir stjórn fyrri eigenda LFC en eftir því sem tíminn líður verð ég sannfærðari að það er ekkert að óttast í dag. Þetta kann að taka einhvern tíma en þetta eru miklir proffar sem munu gleðja okkur stuðningsmennina fyrr en síðar.

  Menn geta haft sínar skoðanir á Charlie Adam og Aquilani. Persónulega tel ég Aquilani betri kost og Rafa hafði ætlað honum hlutverk aftar á vellinum en það sem hann lék hjá Juve. Ég sá hann í liði Ítalíu sem vann Slóveníu úti og muni ég rétt var hann afturliggjandi miðjumaður í þeirri uppstillingu og stóð sig vel.

  Aðalatriðið er samt að þetta eru hvorugur leikmenn sem eru eitthvað meik eða breik fyrir LFC. Þá leikmenn höfum við nú þegar s.s. Suarez, Gerrard, Lucas, Reina og hugsanlega Carroll. Auðvitað væri snilld að fá einhvern stórspilarann alveg eins og það væri fínt að fá Heidi Klum til að nudda á sér bakið.

  En hlutirnir eru samt helvíti fínir þótt Heidi komi ekki.

 30. #32 Einar, þú átt væntanlega við Blackpool en ekki Blackburn 🙂
  Annars á þetta að hafa vera besta frammistaða Aquilani fyrir Liverpool: http://youtu.be/zklgnhA6x_E
  Ágætis leikmaður ef hann getur sýnt svona leik vikulega.

 31. #32 Ég skil það að það sé margt sem þú skilur ekki, sérstaklega með Aquilani eins og orð þín bera sterklega merki um. Flóðhestaknattspyrna Hodgson hentaði honum að sjálfsögðu ekki. Þetta eru tveir ólíkir menn, Aquilani og Adam. Þeir voru ekki einu sinni sammæðra. Þegar sagt er að: Aquilani er klassa fyrir ofan Adam í spilhæfni þá er átt við svokallað pass and move sem King Kenny mun spila næsta vetur. Þar kemst Adam ekki einu sinni með tærnar þar sem Aquilani hefur hælana, því þá er hann horfinn á braut. Adam er mun hægari og skv. hinu virta blaði Italiano Guerra þá hafa þeir mælt út að Adam er 2 sekúndum lengur í svokölluðum líkamlegum hreyfingum s.s. fyrsta snerting, sólun, hraðaaukning, koma bolta frá sér etc. Með leikskilning munar aðeins 0,2 sek. En það safnast upp þegar saman kemur.

  En Adam hefur kosti sem Liverpool hefur lengi vantað. Hver skorar beint úr hornum? Hver tekur frábærar aukaspyrnur? Hver á nákvæmar sendingar á hættuleg svæði? Jú, það er téður Charlie Adam sem Liverpool hefur vantað síðan Gary McAllister gladdi augað.

  Niðurstaða: Tveir frábærir knattspyrnumenn sem geta nýst Liverpool, hvor á sinn hátt.

 32. Aqulani er ekki búinn að sanna sig í ensku knattspyrnunni,hann virkaði ragur og fór úr jafnvægi þegar hann fékk á sig tæklingu eða var stiginn út Charlie Adam elskar að spila fast og er með klikkaðan vinstri fót svo ég vona svo sannarlega að hann klæðist LIVERPOOL treyju í haust.En þegar menn eru komnir með drullu yfir því að það séu góðir leikmenn sem gætu þurft að verma bekkinn öðru hverju þá segji ég að loksins er liðið á réttri leið við EIGUM að hafa alvöru nöfn á bekknum.En ég get verið sammála mörgum hérna að það er nóg af miðjumönnum ef allir þessir leikmenn verða áfram en ég vona að Aqulani verði seldur

 33. Adam með snilldar hornspyrnu og Carroll stangar hann inn. Adam með stórkostlega aukaspyrnu og hún fer inn. Adam með frábæra sendingu inn fyrir og mark. Ég gæti alveg vanist þessu.
  Talað um að Adam kosti 8 milljónir, það er ekki neinn peningur miðað við það sem er verið að eyða í leikmenn nú til dags. Og ef hann stendur sig illa þá getum við alltaf sagt að Bebe hafi kostað 7-8 millur.
  Aquilani er frábær leikmaður og mjög ólíkur Adam og því vil ég ekki bera þá saman en því miður finnst mér Aquilani ekki henta enska boltanum.

 34. Skil ekki alveg hvernig er hægt að segja að Aqualini henti ekki enska boltanum, það er nú varla hægt að dæma hann út frá þessu eina tímabili sem hann var að koma úr og berjast við erfið meiðsli. Hvað varð um það að gefa mönnum tíma í lagi í enska áður en hann er dæmdur? Finnst líka eins og menn séu ósáttir með að hann sé að koma aftur, meina hey við erum að fá hann frítt, getum alveg notað pening í aðrar stöður í stað þess að eyða bara í miðjumenn.
  Mín skoðun er allavega að ég er glaður með að hann sé að koma aftur og að hann vilji koma aftur.

  YNWA!

 35. ef við höldum Aqualini eigum við að fara að einbeyta okkur að fá kantmenn og vinstri bak.

  YNWA

 36. @34 ok, gott og vel hann hefur spilað vel í ítalska boltanum, en hann gerði það líka áður en hann var keyptur til okkar.  Punkturinn minn var bara að hann sýndi ekkert í enska boltanum og hann hefur greinilega ekki sýnt það mikið síðasta vetur í þeim ítalska því ekkert lið virðist vilja kaupa hann.

  Ef hann kemur aftur þá er fínt að gefa honum annan sjens, en ég efast um að það sé óskastaðan hjá Liverpool.

  Og já, Blackburn átti að vera Blackpool.

 37. Aquilani hefur eflaust spilað aftar á vellinum hjá Juventus á nýliðnu tímabili en hann gerði í þessum fáu leikjum með Liverpool þar áður.

  Hjá Juventus spilar hann 2500+ mínútur og skorar 2 mörk og 5 stoðsendingar.
  Hjá Liverpool spilar hann 9 leiki og skorar 1 mark og með 6 stoðsendingar.

  Ég er einn af þeim sem vill miklu frekar Charlie Adam en Aquilani ef ég þarf að gera upp á milli.

 38. Ánægður með að fá Doni til Liverpool. Ekki verra að vera komnir með tvo gamla Rómverja til Bítlaborgar! (Uppahálds liðið mitt á eftir Liverpool)

 39. 9 leikir, 6 stoðsendingar, 1 mark. Er þetta ekki drullugott?

  Fytir utan að þessar tölur eru ekki rèttar. Líklega bara úrvalsdeildin tekin inn í þetta…

 40. Er nokkuð einhver hérna með link á síður þar sem maður getur séð t.d. % heppnaðra sendinga og annað slíkt. Fyrir fram þakkir!

 41. Ég get tekið undir með Einari Erni að framlag Aquilani hjá Liverpool hefur verið frekar ofmetið. Hann átti nokkra góða leiki en var slakur þess á milli, en þó verður að segja honum til varnar að það var í liði sem var mjög slakt á heildina og var að spila mjög illa.

  Ég hef ekkert á móti því að fá Aquilani aftur, rétt eins og ég hef ekkert á móti því að fórna honum fyrir Adam ef valið stendur á milli þeirra. Ég ætla hins vegar ekki að þykjast vita hvor þeirra muni sóma sér betur í Liverpool-liði Kenny Dalglish. Við höfum séð hvorugan þeirra spila undir stjórn Dalglish þannig að það er ómögulegt að ætla að vita fyrirfram hvor þeirra yrði betri.

  Maður hallast frekar að Adam af því að Dalglish virðist vilja hann frekar af þeim tveimur en ef svo fer að Adam kemur ekki og Aquilani verður hjá okkur (sem ég er enn mjög efins um) þá mun ég ekki fella neina dóma um þau viðskipti fyrr en ég hef séð Aquilani spila fyrir Dalglish.

  Ég er eitthvað bara svo ofurrólegur yfir þessu sumri, þótt mikið þurfi að gerast. Neita að láta þetta hafa neikvæð áhrif á sumarið mitt fyrr en liðið er byrjað að spila aftur í ágúst án vinstri bakvarðar eða eitthvað slíkt. Þá fyrst skulum við panikka. Ekki 1. júlí.

 42. Well, Sillý síson var alveg nógu mikið sillý áður en að Twitterinn kom til sögunnar þannig að það er lang best að slaka á og láta Kenny og Commoli um þetta.   Átti samt von á meiru frá þeim só far en er alveg sáttur.  
  Hefði í raun frekar viljað að þeir seldu meira eða gæfu meira af þessum helvítis hækjum og hálaunamönnum til að rýma fyrir yngri og betri talent en kannski eru þetta svo feitir samningar að það vill enginn taka við þeim eða þeir taka á sig launalækkun til að fá að spila.  Og ef við spinnum þann punkt áfram, menn eins og Jova, Cole, Konchelsky, Poulsen, eru þetta einhverjir latir og rassíðir delar?  Hafa þeir engan metnað til að spila í hverri viku ef þeir fá enga sjensa hjá Kenny?  Maður hugleiðir það, að náungar sem eru þó enn í standi til að spila, en kannski ekki á því leveli sem að við viljum hafa á okkar aðalliðsmönnum séu orðnir svo peningagráðugir að það skipti meira máli að eiga meira inn á banka en að stunda sína vinnu?!  Merkilegur andskoti. 

  Mín fílósófía var meira að rækta frekar en kaupa og ég held að það sé betra að vinna okkur út úr þessu heldur en að fá einhverja dela sem eru yfirverðlagðir og fá svo heimþrá eftir tvo mánuði.

 43. Fyrir þá sem eru að horfa á Argentína – Bolivía, þá vek ég athygli á leikmanni númer 6 hjá Argentínu, Marcos Rojo. Þetta er 21 árs miðvörður sem spilar í Rússlandi og getur líka spilað sem vinstri bakvörður. Hann hefur verið orðaður við Liverpool.

 44. Já Óli, mánudagur er dagurinn fyrir flesta leikmennina.  Held í rauninni að það séu bara Lucas og Suárez sem eiga ekki að hefja æfingar þá.

 45. Það vantar einhvern miðil eins og onion-news og sannleikurinn.com eða baggalútúr sem gerir ekkert annað en að skálda slúður sögur… það gæti maður lesið með góðri samvisku vitandi að þetta er bara skáldskapur…
  Klárlega brilliant bissness hugmynd ef menn hafa lítið að gera… ég get allaveganna ímyndað mér að það séu fleiri en ég sem vilja frekar lesa onion-news leikmannaslúður með kaldhæðnisbrag þar sem vitnað er í umboðsmenn, leikmenn og síðast en ekki síst leigubílstjórana með allskonar yfirlýsingar og innherjavitneskju… 😉

  Annars skemmtileg grein um twitterinn (@56) sem gerir fólk snarklikkað.

 46. Aguero til Liverpool já takk! Var svakalegur eftir að hann kom inn á í opnunarleik Copa America, og skoraði sjúúkt mark líka auðvitað!

 47. Fyrir mér snýst þetta ekki um Adam eða Aquilani. Það er löngu ljóst að Liverpool ætlar sér að kaupa Adam, annars væru þeir löngu hættir að þrefa við Oyston. Meireles og Aquilani eru að mínu mati mun líkari leikmenn heldur en Adam/Aquilani eða Adam/Meireles.
   
  Þess vegna trúi ég því að ástæðan fyrir því að Liverpool er að losa sig við Meireles sé sú að ekkert er að ganga að selja Aquilani. Þeir séu einfaldlega mjög svipaðir leikmenn og Liverpool þarf í raun bara annan þeirra því nóg er af miðjumönnum í hópnum.
   
  Það er því mín spá að í næstu viku verði Adam keyptur og annað hvort Meireles/Aquilani seldur.

 48. Eg vona ad Aquilani komi, bara til ad troda upp i akvedna adila herna. Madurinn var svo yfirnattulega slakur ad tad halfa var nog. Ef hann var svona geggjadur hja Juve, af hverju kaupa teir hann ekki? Eda onnur lid a Italiu sem hafa sed til hans?

 49. Sælir félagar!
  Mark my words! Aquilani mun vera lykilmaður í vetur ef hann fær tækifæri jafnt og aðrir. Og Aquilani treyjan mín kemur úr skápnum og kemur sterk inn!

 50. 63 og 64: Hvernig væri ef menn mundu reyna að skilja að þetta er ekki eins auðvelt og þið haldið

 51. Ef thetta væri audvelt tha væri hann ørugglega farinn eitthvad….en ef KK nær honum til lids sem er ekki i CL tha er thad vel af ser vikid….Nasri er 25 millu virdi…ekki spurning

Þolinmæði þrautir vinnur…..

Viðtal við Suarez í Don Balon