Byrjunarliðið komið…

Spenntur!!!

Unglingurinn John Flanagan byrjar og við erum að sjá 4-3-3!

Official síðan ekki komin með þetta en 100% öruggir miðlar á Twitter.

Reina

Flanagan – Skrtel – Carragher – Aurelio

Lucas – Meireles – Spearing

Kuyt – Carroll – Suarezl

Bekkur: Gulacsi, Cole, Robinson, Shelvey, Maxi, Wilson, Ngog

Ungir menn á bekknum líka, Robinson gæti alveg séð mínútur. Kyrgiakos ekki einu sinni á bekk!!!

67 Comments

  1. Brill. Tími Kyrgiakos á Anfield liðinn er ég hræddur um og vooooonandi heldur Aurelio sér heilum. Og já, það skiptir öllu máli að Flanagan eigi ekki shocker úr því að hann fær sénsinn.

    Þetta verður áhugavert. Ég býst hálfpartinn við tapi en kannski lærum við eitthvað jákvætt um þessa leikmenn í dag.

  2. Ánægður með að sjá Flanno og að Shelvey sé kominn á bekkinn. Við tökum þetta og Andy skorar fyrsta markið sitt!

  3. hefur einhvertíman einhver penna á kop.is náð að spá réttu byrjunarliði fyrir leik ?

  4. Var að búast við 352 svo að það væri minni varnarleg ábyrgð á Flanagan/Robinson, en fyrst Kenny treystir því að þetta virki þá ætla ég ekki að efast um getu þeirra.

  5. hoddij…já já það kemur fyrir en rólegur á að giska á þetta með Flangagan og Aurelio 🙂

    Annars er ég aðallega sáttur með að þetta grín með Carra í RB sé á undanhaldi og frekar bara hent kjúkling sem hefur staðið sig frábærlega undanfarin ár í þetta.

    Vona núna bara heitt og innilega að Flanagan standi sig svo maður fái þetta ekki í bakið. Hann er allavega sæmilega sókndjarfur og með fyrirgjafir og hugarfar Carra að því leyti að hann færi í tæklingu við lest…og vinna hana.

  6. lið city er Hart, kolarov, boyata, lescott, kompany, barry,y toure, milner, a johnson, tevez og dzeko og bekkurinn er svipað sterkur og byrjunarliðið okkar 😀 subs: taylor, zabaleta, mcgivern, de jong, swp, silva og balotelli…

  7. hehe, nei það var hæpið að skjóta á það, en hef sjaldan séð réttri uppstillingu spáð . en þetta tímabil hefur verið fáránlegt þannig það er kannski ekki skrítið að það sé erfitt að spá því hvaða menn mæti inná völlinn, ætti að verða augljóst eftir sumarið þegar að við verðum (vonandi) komnir með fleiri alvöru leikmenn en ekki farþega einsog eru þarna í dag hvaða uppstilling sé sterkust og hvaða menn eigi föst sæti þarna

  8. Sælir félagar

    Ég er sáttur við þetta. Sjáum til hvernig gengur og vonum hið besta.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. Vonlaust að hafa Spearing þarna, hef enga trú á honum og finnst hann ekki hafa staðið sig neitt svakalega vel þegar hann hefur fengið séns. Hann er að verða 23 og getur ekki neitt.

  10. Ánægður með að sjá Flanagan byrja. Eigum að gefa unglingunum séns í lokaleikjunum þar sem tímabilið er gott sem búið.

    Þá getum við seð hvort þeir séu tilbúnir til að spila hlutverk á næstu leiktíð. Gæti þar af leiðandi sparað okkur peninga í glugganum.

  11. Babu ég giskaði á Flanagan í byrjunarliði í upphitunaþræðinum 😉

    En okei þetta verður allavega gaman að sjá! Hlakka til að sjá Flanagan vin minn og vonandi að Robinson fái líka einhverjar min.

    YNWA!

  12. Man City: Hart, Boyata, Kompany, Lescott, Kolarov, Barry, Toure Yaya, Milner, Tevez, Adam Johnson, Dzeko

    Liverpool 2-1 Man City

  13. Sælir kæru púllarar.
    Ég er fastur í vinnunni, og hef ekki “réttindi” til þess að setja upp veetle eða sopcast og get því aðeins spilað þetta venjulega streymi.

    Sá sem bendir mér á góðan tengil (þarf ekkert að vera á ensku, en það er þó betra) fær inneignarnótu á 30 djammsleika frá þessum hérna:

    http://www.psychologytoday.com/files/u203/Gene_Simmons.jpg

  14. Gott mark hjá Carroll, ég hefði ekki lagt mikla peninga á það að hans fyrsta mark fyrir klúbbinn yrði með fótunum og hvað þá fyrir utan teig!!!
    En liðið er að spila fínan bolta og vonandi að menn haldi haus og klári þetta.

  15. HVAÐ ER AÐ GERAST????
    Þetta er rosalegt að horfa á drengir og stúlkur. Flanagan er hrikalega spennandi strákur og Andy Carrol er kominn í gang :0)

  16. Rosalegur leikur, hver rotadi Spearing og sagdi honum ad hann væri Xabi Alonso? 🙂

  17. þetta blessaða lið manns er eins og mjög virkur geðsjúklingur sem fer mjög hátt upp og svo mjög langt niður stuttu síðar og heldur svoleiðis hringsóli áfram út í hið óendanlega! og hvað er gaman þegar þeir eru hátt uppi þessir drengir!

  18. Stóri munurinn frá því síðasta leik er augljóslega að vera með bakverði sem geta spilað boltanum og fært sig upp völlin… Flanagan fær augljóslega meiri tíma eftir svona frammistöðu og vonandi helst Aurelio heill 🙂

  19. Óskandi að við gætum spilað við þessi Manchester-lið í hverri viku!

  20. Barcelo…… Nei afsakið, Liverpool 3-0 Man City 🙂

    Meira svona takk.

  21. PASS & MOVE and PASS & MOVE and PASS & MOVE… elska þennan fótbolta. Meira að segja Carragher er að halda háu boltunum í lágmarki!

  22. Fyrri hálfleikur: Lucas og Spearing eiga gjörsamlega miðjuna!! Lucas kostaði hvað mikið á sínum tíma 7 millz eða? og Spearing uppalinn,á móti Milner 20 millz og Barry 20 millz?? Money can´t buy you love= (succes)

  23. Svakalegur hálfleikur, ótrúleg frammistaða, óháð síðari 45 mínútunum…

  24. #44 – Hillsborough skeði þann15. Apríl 1989, erum bara komin svo nálæg þeirri dagsetningu –

    Frábær spilamennska, Spearing, Lucas og Flanagan frábærir og ég elska Carroll!

  25. Andy Carroll er mættur gott fólk!!! Flanaga er að eiga solid leik!! Spearing er rooosalega misjafn á milli leikja, sem og liðið í heild en það sem mér finnst mest spennandi er að Aurelio er kominn í liðið! Maður sér klárlega mun á spilamennskuni þegar að alvöru bakverðir eru mættir inná völlinn!

    Flottur kraftur, flott spil og andinn innan liðsins er rooosalega skemmtilegur! Verðum að halda áfram í seinni hálfleik, ekki detta til baka heldur halda áfram að berjast!!!! Sáum hvað þetta gerðist hratt seinni tvö mörkin, Balotelli og Dzeko geta gert það sama.

    KOMA SVO!

    YNWA – King Kenny!

  26. Hillsborough 15. apríl, hermaður sem var Liverpool fan dó í Afganistan og konan hans David Fairclough dó á föstudag… RIP Justice for the 96

  27. Fyrsti hálfleikurinn sem ég missi af í ansi mörg ár, takk fyrir það Flugleiðir. Tilfinningarnar eru blendnar… kannski ætti ég að sleppa seinni líka?

  28. Bara ef allir leikir gætu verið á Anfield!

    Koma svo….. Carrol skellir í þrennu!!!

  29. Dalglish hefur sennilega bara alltaf talað dönsku þegar hann var að segja miðvörðunum að spila boltanum úr vörninni. Gott að það er búið að laga það.

    Frábær barátta.

  30. Ótrúlegur viðsnúningur á þessu liði. Þvílik barátta í gangi. Kuyt er á einhverskonar hesta sterum því hann er óstöðvandi, í vörn sem og sókn. Þvílik yfirferð.

    Veit ekki hvað Kenny hefur sagt við drengina inn í klefa fyrir leikinn en það er eitthvað massíft í gangi þarna.

  31. Hrikalega hressandi að sjá Biba-telli skíta á sig og vera tekinn útaf. Hann gekk víst beint í tunnelið skv. lýsendunum.
    Var ekki einhver vel valinn söngur sunginn þegar hann gekk útaf, eða heyrði ég bara eitthvað rugl? Veit einhver hvað það var?

  32. og Ingvi #13:
    Ég vona að þessi leikur hafi svarað spurningunni þinni 🙂

  33. Veit einhver hvað Flanagan er gamall? Hefur gert allt rétt so far og virkar í raun bara ferlega frískur og flottur. Ekkert smá að eiga kelly, Flanagan og Johnson bara í þessari stöðu!!!

  34. Flanagan er fæddur 1993, 1 Janúar.
    Hrikalegt efni – hrikalega ánægð með þennan leik!

  35. Flanagan er 18
    Þvílík skipti á Torres og Carroll + Suarez !!!
    Nú er bara að ná T.

  36. Yndislegt að horfa á Liverpool spila þegar þeir spila “the liverpool way”. Pass and move og endalaus pressa á andstæðinginn. Eðlilegt að gefa aðeins eftir í seinni hálfleik (nema Kuyt hehe) eftir þessa gríðalegu pressu sem við settum á City í fyrri hálfleik. Frábært að sjá Carroll setja mörkin 2 og Kuyt var verðlaunaður fyrir dugnaðinn með 1 marki. Þó að Suarez hafi ekki náð að setja hann var rosalega mikið að gerast í kringum hann. Fínar sendingar og build up play. Teygði oft ansi vel á vörninni með góðum hlaupum sem opnaði síðan fyrir aðra möguleika. Jói er sáttur í kvöld!

  37. Mjög ánægður með mína menn í kvöld. Voru að pressa stíft allan leikinn og Liverpool voru líklegri en City til að skora í seinni hálfleik þó það hafi ekki tekist.
    Svakalega flott úrslit!

  38. Til hamingju með sigurinn .
    Þið spiluðuð frábæran fótbolta en við vorum mjög slakir.
    Liverpool liðið lýtur mjög vel út og eins og þið spiluðuð í kvöld þá munið þið berjast um topp 4 næsta season , engin spurning.

    En takk fyrir leikinn og gangi ykkur vel það sem eftir er.
    Ég hef séð hérna og á liverpool.is töluverða heift hatur og skítkast í átt að City og finnst mér það algjör óþarfi að þið sem haldið með Liverpool sem mun alltaf vera stærra lið en City skulið vera eyða orku í annað en að halda með ykkar liði sem mér hefur alltaf þótt flott lið með mikla sál

    Næsta laugardag er það United á Wembley og miða við þetta þá er ég svartsýnn.

City á mánudaginn

Liverpool 3 – Manchester City 0