City á mánudaginn

Stuðningsmenn Manchester City verða líklega seint sannfærðir um annað en að þeir hafi komist gjörsamlega alveg niður á botn í lukkupottinum síðastliðin ár. Burtséð frá því hvernig þeir fóru að því þá hefur uppgangur City verið nær því að vera eins og við vildum sjá hjá okkar mönnum heldur en það sem boðið var uppá á Anfield. Þeir reyna við og fá bestu leikmennina á markaðnum og eru með nýjan og glæsilegan heimavöll.

Arabar að spila svindlið í Football Manager er auðvitað ekki þróun sem stuðningsmenn knattspyrnunnar vilja sjá og stuðningsmenn City geta eiginlega ekki þakkað neinum uppgang sinn síðastliðin ár öðrum en moldríkum eigendum félagsins, nema þá kannski siðspilltum og umdeildum fyrri eigendum félagsins frá Tælandi.

Líklega mótmæla stuðningsmenn City þessu áliti eitthvað en þegar öllu er á botnin hvolft held ég að meirihluta þeirra sé alveg nákvæmlega sama, svo lengi sem Abu Dahbi dæla peningum í liðið og liðið bætir sig þá er þetta mikið í lagi…svona svipað og íslendingar hugsuðu fyrir 2008.

Árið 2001 var Manchester City í næstefstu deild að hefja sitt síðasta tímabil á Maine Road, hinum fornfræga gamla heimavelli þeirra. Þjálfari liðsins var fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga Kevin Keegan sem á þessum árum sérhæfði sig í því að rústa Championship deildinni með góðum liðum á þeim mælikvarða.

Nei oki þetta er kannski full gömul mynd af Maine Road

Byrjunarlið City 6.apríl 2002 sem tryggði titilinn endanlega í næstefstu deild með 5-1 sigri á Barnsley var svona: Nash, Dunne, Howey, Pearce, Wright-Phillips, Benarbia, Horlock, Tiatto, Jensen, Macken, Huckerby. Bekkur: Royce, Jihai, Wiekens, Mettomo, Killen.
Þarna má sjá ungan Richard Dunne, eldgamlan Steve Howey, barnungan SWP og í liðið vantar hinn 39 ára gamla Stuart Pearce sem var lykilmaður í liðinu. Fínt lið sem vann næstefstu deild örugglega.

Byrjunarliðið City 3.apríl sl. sem vann Sunderland 5-0 var svona: Hart; Boyata, Kompany, Lescott, Kolarov, Y Toure, De Jong, Johnson, Silva, Tevez, Balotelli. Bekkur: Taylor, McGivern, Barry, Viera, Milner, Wright-Philips, Dzeko
Þetta var bara byrjunarliðið gegn Sunderland, þeir eiga svipað gott lið á lager upp á að hlaupa. Hópurinn hjá þeim er ótrúlega sterkur, sérstaklega í ljósi þess að þeir virðast langt í frá vera hættir að eyða því sem þarf til að styrkja hann. Kíkjum aðeins yfir hvern hluta vallarins fyrir sig.

Markmenn
Shay Given (£7 milljón), Joe Hart, Stuart Taylor
Þarna eru bestu markmenn Englands og Írlands ásamt þriðja markmanni sem spilaði fyrir unglingalandslið Englands og ætti að vera að gera allt annað en að sitja á bekknum hjá City núna.

Varnarmenn
Jerome Boateng(£10.4m), Dedryck Boyata(uppalinn), Aleksandar Kolarov(£16m), Vincent Kompany(£6.m) , Joleon Lescott(£22m), Micah Richards, Kolo Toure(£16m), Pablo Zabaleta(£6.45m)
Þetta er ágætt fyrir lið sem er aðallega þekkt fyrir að hrúga inn sóknar-og miðjumönnum.

Miðjumenn
Gareth Barry(£12m), Adam Johnson(£ ?), Michael Johnson, Nigel de Jong(£17m), James Milner(£26m + Steven Ireland), David Silva(£30m), Yaya Toure(£24m), Patrick  Vieira, Shaun Wright-Phillips(£8.5m)
Þetta er auðvitað bara grín og hvað haldið þið að þessi hópur sé að þiggja í laun? Meira að segja uppaldi leikmaðurinn kostaði þá £8.5m.

Sóknarmenn
Carlos Tevez(£25.5m), Edin Dzeko(£27m), Mario Balotelli(£24.m)
Sæmilegasta sóknarlína alveg og þið hefðuð líklega ekki getað sannfært stuðningsmann Man City um það árið 2002 að nokkrum árum síðar myndi sóknarlínan innihalda svo margar stórstjörnur að þeir hefðu ekki pláss fyrir leikmenn sem lið eins og AC Milan (meðan Robino var) og Real Madríd gætu alveg notað sem lykilmenn. Líklega hefðu þeir ekki einu sinni trúað að Everton og Blackburn væru með þeirra sóknarmenn á láni, hvað þá að þeir væru allir á láni á sama tíma og meira  til (Bellamy).

Leikmenn á láni:
Wayne Bridge(£10m), Nedum Onuoha, Emmanuel Adebayor(£25m), Craig Bellamy(£14m), Jo(£19m), Roque Santa Cruz(£17.5m), Felipe Caicedo(£5.2m)
Með því að renna  yfir þetta sést augljóslega að Manchester City hefur aðgengi af allt of mikið af peningum og mun mjög fljótlega fara landa til stórum titli/titlum. Þetta lið væri nú þegar orðið óstöðvandi ef leikkerfið 1-3-6 væri hip og kúl í boltanum og í raun er ótrúlegt hvað þetta lið er lítið sóknarþenkjandi miðað við úrval leikmanna hjá liðinu. Það mun þó líklega breytast fljótlega. Sóknarmaðurinn sem kláraði síðasta leik Real Madríd í mikilvægum leik í meistaradeild Evrópu er bara lánsmaður frá Manchester City!! Eru menn ekkert að átta sig á því hversu súrealískt þetta er?

Blessunarlega hafa þeir ekki ennþá náð að nýta sér þennan hóp til að vinna til titla þó það gæti gerst strax í maí (FA Cup). Þess í stað eru þeir með samansafn einhverra vitlausustu knattspyrnumanna sem andað hafa að sér súrefni með þennan hérna sem fyrirliða og andlegan leiðtoga í þeim flokki…

Adebayor, Tevez, Balotelli, Robinho og t.d. Bellamy myndu líklega ekki ná að kveikja á ljósaperu ef rafmagn væri fengið úr gáfum en gallinn við þá er að þeir eru allir fjandi góðir í fótbolta þegar sá gallinn er á þeim.

Hópurinn er alltaf að styrkjast hjá þeim og er ógnvænlegur í dag. Núna er bara að bíða fram á sumar þegar Jose Morinho tekur við þeim enda liðið sniðið fyrir hann. Ferskur klúbbur sem ekkert hefur unnið en er líklegast allra til að gera það bráðlega og með helmingi meiri fjárráð en keppinautarnir…eðal alveg fyrir Motormouth.

Torres - N´Gog vs Suarez - Carroll?

En nóg um gestina, nenni ekki einu sinni að spá í því hvernig standið er á hópnum hjá þeim enda eiga þeir klárlega 11 nógu góða leikmenn í alla leiki. Þeir rústuðu okkur illa í fyrri leik liðana þar sem Hodgson sýndi snilli sína sem stjóri Liverpool og við verðum því miður að taka Manchester City mjög alvarlega þessa dagana.

Tímabilið hjá okkar mönnum er einfaldlega búið, það er a.m.k sú tilfinning sem maður hefur núna. Við erum 5-8 stigum frá næsta liði fyrir ofan okkur og komum ekki til með að ná þeim meðan við getum ekki unnið WBA sem hefur Roy Hodgson sem stjóra. Everton er mun meira áhyggjuefni fyrir okkur núna heldur en Liverpool nokkurntíma fyrir Tottenham.

Eigendur liðsins eru ekkert að tala undir rós með þetta heldur og meira að segja Ryan Babel myndi skilja hvað John W Henry er að meina þegar hann sagði: “I was shocked by Liverpool’s weak squad”. Jovanovic hlýtur miðað við þetta að vera nú þegar búinn að pakka í töskur.

Svona fréttir eru samt ekki beint upplífgandi fyrir leikmenn liðsins sem eru að reyna að ná einhverju út úr þessu tímabili (gefið að Henry hafi orðað þetta nákvæmlega svona). Því hef ég allavega ekki mikla trú á 5.sætinu og býst við að halda því sjötta.

Tímabilið búið hjá Agger - Mynd tengist því ekki beint.

Fréttir af meiðslum lykilmanna eru síðan alveg til að drepa stemminguna en núna er orðið ljóst að Gerrard og Agger verða ekki meira með á þessu tímabili. Lið með eins tæpan hóp og Liverpool má alls ekki við því að spila mikið án leikmanna eins og Agger og Gerrard, meiðsli þeirra skýra jafnvel smá % af ástæðunni fyrir þessu ömurlega tímabili okkar.

Auk Gerrard og Agger verða þeir Glen Johnson og Martin Kelly fjarverandi. Mest pirrandi leikmaður liðsins, Fabio Aurelio gæti hinsvegar komið aftur inn í hóp til að meiðast aftur mjög fljótlega.

Miðað við hópinn í dag og meiðsli mikilvægra varnarmanna geri ég ráð fyrir að Dalglish stilli upp einskonar 4-4-2 kerfi með 3-4 miðverði og Jamie Carragher í hægri bakverði sem í alvörunni ætti að vera bannað.

Reina

Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Wilson

Kuyt – Lucas –  Meireles – Maxi

Suarez – Carroll

Bekkur: Gulacsi, Aurelio, Flanagan, Cole, Poulsen, Jovanovic, Spearing, N’gog

Ef þetta verður raunin sem ég vona ekki lýst mér svo sannarlega ekki neitt á þennan leik. Það má líka henda Suarez á vinstri vænginn og Maxi út fyrir Spearing/Poulsen til að skíta ekki eins hátt upp á bak líkt og við gerðum í fyrri leik liðana með 4-4-2 leikkerfinu. Andy Carroll var reyndar ekki í okkar liði þá en svoleiðis týpa af leikmanni er nauðsynlegur í 4-4-2 og það er takmarkað hvað Poulsen t.d. er mikið til bóta frekar en trafala á miðjunni.

Aðalsagan fyrir fyrri leik liðana var  að Mascherano hefði neitað að spila með liðinu til að þrýsta á félagsskipti til spánar þar sem hann hefur setið á tréverkinu í nokkra mánuði. Hann hefði betur bara tekið slaginn með Liverpool og við gætum svo sannarlega notað hann meira en Barca hefur gert.

Sagan fyrir þennan leik er aðeins okkur í vil en það er auðvitað ekkert að marka þar sem þetta er nýtt lið sem við erum að mæta sem keypti Man City nafnið ef svo má segja. Þeir ljósbláu hafa bara einu sinni sigrað á Anfield síðan úrvalsdeildin var stofnuð í þrettán leikjum liðanna. Anelka tryggði þeim sigurinn þann dag en Liverpool hefur náð að skora í öllum leikjum liðanna á Anfield síðan Úrvalsdeildin var stofnuð.

Spá: Það er ekkert sem gefur tilefni til bjartsýni, við höfum að mjög litlu að keppa og erum með mjög tæpan hóp gegn rándýrum leikmannahóp Man City. Auðvitað tökum við öll þrjú stigin miðað við þetta, 3-1 með mörkum frá Kuyt (2) og Carroll.

Að lokum læt ég til gamans fylgja með smá pælingu um liðin…

45 Comments

 1. Flott upphitun. Spái 3-0 í ,,hundleiðinlegum” leik þar sem boltarnir eru meira og minna dældir á kollinn á Carroll og það muni heppnast 2 þar sem hann muni skora 2. Suarez klára þetta svo í lokinn með frábæru einstaklingsmarki

 2. Snilldarupphitun. Ég tek heilshugar undir með þér varðandi þetta City-lið: það dreymir alla um að eiga svona mikið fé í leikmannakaup en það dreymir nákvæmlega engan um að eyða þeim jafn heimskulega og City. Listinn yfir leikmenn sem þeir hafa keypt dýrum dómi og lánað svo aftur frá sér, sem og sú staðreynd að þeir hafa ekkert unnið ennþá eftir þriggja ára aðgang að fjársjóði Salómons, þetta er allt saman ævintýralega vitlaust.

  Engu að síður er þetta feykisterkt lið og allt eins líklegt að þeir taki þennan leik á mánudag. Sjáum til en mér þætti ekkert leiðinlegt að eyðileggja fyrir þeim Meistaradeildardraumana.

 3. Nú skiptir máli að Meireles vakni úr þessum dvala sem hann hefur verið í sl 3 leiki eða svo. Hann er s.s. ekkert búin að spila illa en leikina áður sýndi hann að hann getur spilað svo miklu betur.

 4. mæli með því að tala svona líka í pistlum um chel$kí, lið sem var lala lið þegar að abrahamobitch tók við því og bjó til nýtt lið og fékk chelsea nafnið lánað ( heita samt chel$kí þartil hann skilar liðinu af sér ) , þótt þeir hafi ekki eytt eins ruglað og shittí þá er viðbjóður að fylgjast með því helvíti.. sérstaklega þarsem eigandinn er rússneskur glæpamaður

 5. Að fara að spila 4-4-2 gegn þessu liði er algjört sjálfsmorð.

  Ég tel að við eigum ekki séns gegn þeim nema að fara í 4-2-3-1

  Reina

  Carra – Skrtl- Kirgi – Wilson

  Lucas – Meireles

  Kuyt – Cole/Maxi – Suarez

  Carroll

 6. #9 hann klikkar á að skora fyrir Chelsea á þessari leiktíð og fer í skiptum til A.madrid fyrir sergio Aguero í sumar! og hann mun sjá eftir því að hafa farið frá Liverpool en mun aldrei viðurkenna það !

 7. Held nú að Torres sé meiri maður en það að fara með skottið á milli lapanna aftur til At. madrid. En frábær viðskipti. Fáum nátturlega Suarez og Andy Carroll sem er að springa út sem leikmaður.

 8. Ég vona að liðið verði svona:

  http://this11.com/boards/130240034027195.jpg

  Get ekki sagt að ég sé bjartsýnn og ætla ekki að spá hvernig leikurinn fer (svona til öryggis ef það er óhappa). En vona að við fáum allavega að sjá einhverja unga spreita sig svona svo við getum glaðst yfir einhverju, og auðvitað að við löndum sigri. Sem er alveg inn í dæminu ef við okkar menn gera sitt besta, vitum öll hversu misjafnir man. shitty eru og reyndar við líka, en vonandi slæmur dagur hjá þeim og góður dagur hjá okkur.

  YNWA

 9. Allt þetta Torres væl fer í taugarnar á mér. Menn hlæja og pota núna en það er bara spurning um tíma. Torres mun detta í gamla gírinn og skora leik eftir leik. Hættum að pæla í þeim gæja og einbeitum okkur að leikmönnum Liverpool

 10. Maður er nú ekki beint bjartsýnn þegar maður lítur á þetta lið okkar. Sérstaklega ekki eftir upptalninguna á City leikmönnunum. Í raun myndi maður ekkert gráta þó að allt þetta byrjunarlið fyrir utan nýju strákana Suarez og Carroll myndi hverfa á braut(plús Reina auðvitað).

  Lucas og Meireles eru ágætir svosem, einnig Kuyt en kæmust þessir náungar í byrjunarlið City, Chelsea, Arsenal eða United ? Wilson á vonandi einhverja framtíð fyrir sér. Annað er bara hálfgert drasl.

  Við eigum langa og stranga leið fyrir höndum að byggja þetta lið upp og það mun krefjast mikilla fjármuna. Það þarf gríðar margt að gerast til að við verðum meistarar í bráð og vona ég bara að nýju eigendur okkar tjaldi ekki til einnar nætur og séu komnir til að horfa á sín langtímamarkið nást.

 11. Adam Johnson kostaði 7 milljónir til að fullkomna þessar tölur hjá þér.

  Annars spái ég að Man City rústi okkur ef við förum í leikinn með 4-4-2 þar sem þeir eru með einhverja bestu leikmenn heims þar og gjörsamlega gengu frá okkur á Eastlands.

  Vill sjá liðið fara í 4-2-3-1.

  Carroll
  Suarez Cole Kuyt
  Lucas Meireles
  Wilson Skrtel Kyrgi Carra
  Pepe

 12. Ég vill frekar sjá Flanagan í hægri bakverði í staðin fyrir Carra. Hvíla bara Kiri, hann er að fara í sumar. Frekar leifa yngri mönnum að fá tækifæri. Svo væri ég alveg til í að Cole fái nokkra leiki núna í lokin, sjá hvort að hann geti eitthvað. Ef hann getur ekkert þá getum við allavega losað okkur við hann í sumar án þess að fá samvisku bit um að hann hafi ekki fengið tækifæri til að sanna sig.

 13. Þetta er eflaust bara spurning um tíma hjá Torres greyinu… en ég ætla að leyfa mér að hafa gaman af óförum hans og Chelsea eins og ég hef gaman af óförum annarra liða og leikmanna í deildinni…

  Kannski maður sleppir að pósta því hér fyrst þetta fer svona roslega fyrir brjóstið á sumum.

 14. [Skúbb]: Phil Thompson á að hafa sagt að Jose Enrique sé done deal. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

 15. Eins og vanalega munu Liverpool standa sig gegn “stóru” liðunum og vinna þennan leik.

 16. ætli það fylgi því einhverjir verkir að vera jafn foráttu heimskur og balotelli í þessu myndbandi að ofan… þvílík mannvitsbrekka!!! ég hlæ alltaf jafn mikið þegar ég horfi á þetta….

 17. Allt þetta Torres væl fer í taugarnar á mér. Menn hlæja og pota núna en það er bara spurning um tíma. Torres mun detta í gamla gírinn og skora leik eftir leik. Hættum að pæla í þeim gæja og einbeitum okkur að leikmönnum Liverpool

  Allar þessar vangaveltur um hvaða leikmenn koma í sumar fer í taugarnar á mér… Menn nefna endalaust af nöfnum en þetta er allt spurning um að bíða og sumarið kemur. Hættum að pæla í tilvonandi leikmönnum og einbættum okkur að leikmönnum Liverpool.

  HAHAHAH… djók, lem þig í skólanum á morgun Bragi 😉

 18. Spái 1-3 lokatölum miðað við spilamensku liðsins eftir að martin kelly meiddist og Carragher fór að dúndra upp völlinn á Carrol í hvert einasta skipti sem hann fær boltann.

  Vonum að mér skjátlist.

 19. Hvernig er staðan á Gerrard? Er ekki spurning um að búa til heila frétt um hvernig síðustu 2ár hjá honum hafa verið og koma með smá tölfræði um hann? Fara svo að ræða það hvort Liverpool ætti ekki að finna staðgengil fyrir hann?
  Ég er ekki að segja að ég vilji Gerrard í burtu eða hætta að nota hann… ALLS EKKI!
  Er meira að velta því fyrir mér hvernig staðan á honum er og hvort það sé raunhæft að kalla hann “Aðal manninn!” lengur hjá Liverpool.. er hann kominn í e-h meðalmennsku og meiðslavandræði eins og Owen Hargreaves?
  Spurningin er.. “Hefði einhver gaman af því að skoða síðustu tímabil hjá Gerrard ítarlega og koma með góða frétt?” Gæti skapað skemmtilega umræðu fyrir næsta sumar 🙂

 20. Ég vil líka undirstrika að það er “vil” en ekki “vill”.. had to be said.. annars áfram liverpool !!

 21. Það eru ekki margir sem fara í gegnum ferilinn án þess að meiðast á síðustu árunum.

  Gerrard er ennþá leiðtogi á vellinum og er alltaf einn sá hættulegasti í heiminum. Smá meiðslavandræði eru komin í hann en nú fær hann langþráða hvíld frá Liverpool og Englandi þangað til í ágúst. Held að það sé lykilatriði fyrir hann og held ég að hann komi þríefldur til leiks á næsta tímabili.

  Liverpool geta alveg unnið þennan leik í dag án Stevie og við gerum það bara! Áfram Liverpool!

  YNWA

 22. Fín grein hjá Tony Barret:

  http://thekop.liverpoolfc.tv/_Liverpool39s-lack-of-strength-in-depth-needed-to-be-admitted-before-it-could-be-corrected/blog/3448688/173471.html

  Og hann metur mannskapinn ágætlega og þörfina á nýju blóði:
  Most estimates suggest that Liverpool need between six and eight players if they are to challenge English football’s elite once again. Often when such claims are made it is easy to brush them off as an exaggeration but when each position is assessed it becomes easy to make a case for such an extensive recruitment drive. Having been without one for much of the last two decades, a top class left back is an absolute must. At least one, and perhaps two, central defenders are needed. If the best is to be gotten out of Andy Carroll and his aerial prowess maximised then a pair of wingers capable of getting quality crosses into the box are required. A ball playing midfielder would also be on the wanted list as would a third senior forward capable of offering something different to Carroll and Luis Suarez. That’s at least half a dozen players and that’s before the issue is addressed of ensuring that there is strength in depth.

 23. 3-0 fyrir City mönnum, við erum ekki með hópinn í þessa deild, eins gott að King Kenny fái stóran tékka í sumar

  YNWA

 24. við erum að farrra að vinna þenna leik 1-2 og meireles og suarez setja mörkin

 25. Skrítið að Man City er kallað stórlið, hlutirnir breytast fljót þegar það er svona mikill peningur í spilinu

 26. Það er hæpið að kalla City stórlið. Líkt og Tottenham er svo langt að þeir unnu titil að elstu menn muna ekki einu sinni eftir því.

  Annars er erfitt að spá um þennan leik, myndi bara setja 1×2 við hann á getraunaseðli. Bæði lið hafa verið mistæk í vetur, vægast sagt.

 27. Virðist vera afskaplega lítil spenna fyrir þessum leik, þrír tímar í kick off og aðeins 33 ummæli.

  Væri gaman að sjá okkar menn halda boltanum á jörðinni í þessum leik og reyna byggja upp gott spil ala Barcelona, fínt að láta sig dreyma.
  Annars held ég að þetta verði nettur háloftabolti og við verðum óttalega bitlausir framávið og City hirði öll stigin í dag.

  Þetta fer 1-2 eftir að við komust yfir.

 28. Einhverjir fá ósk sína rætta. Flanagan byrjar svo það verður enginn Carra í hægri bak. Jack Robinson sem einhverjir muna eftir frá því að Benitez henti honum inná og gerði hann að yngsta leikmanni Liverpool verður á bekknum.

 29. Reina, Flanagan, Carragher, Skrtel, Aurelio, Kuyt, Spearing, Lucas, Meireles, Suarez, Carroll.

 30. Byrjar 19:00 getur alltaf séð hvenær og klukkan hvað næstu liverpool leikir eru á liverpool.is

  Ef að Kop.is myndi koma með svipaða uppsetningu þannig að maður geti alltaf séð tímasetninguna á næsta liverpool leik þá væri ég ekki lengur með ástæðu til þess að kíkja inn á liverpool.is

  —————————————————————————————————————————–

 31. óammála um að lítið sé um að keppa þegar Everton andar ofan í hálsmálið á okkur. Martröð að enda neðar en þeir.

Opinn þráður

Byrjunarliðið komið…