Liðið gegn Woy Bromwich Albion:

Liðið sem mætir mönnum Roy Hodgson í dag er sem hér segir:

Reina

Johnson – Carra – Skrtel – Agger

Spearing – Lucas – Meireles

Kuyt – Carroll – Suarez

BEKKUR: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Poulsen, Cole, Maxi, Ngog.

Sem sagt, Gerrard enn frá en Agger er með og verður í bakverðinum. Líst vel á þetta lið.

Áfram Liverpool!

142 Comments

  1. þetta er flott sóknarsinnað lið!!
    líst miklu betur á það að hafa aggerinn í bakverðinum frekar en carra…. hann á ekki að spila bakvörðinn…. ég er ekki í nokkrum vafa um að liverpool vinni þennan leik….
    ætla að vera kaldur og segja að bæði carroll og spearing opni markareikningi sinn 🙂

  2. Sama lið og á móti Sunderland – þá var Carra í hægri og Johnson í vinstri. Efast um að það verði breyting á því í dag.

  3. Mér lýst mjög vel á þetta! Ég hefði reyndar viljað hafa Gerrard á bekknum, svona ef við þurfum á honum að halda. Vonandi kemur ekki til þess.

  4. liverpool er bara með eina flottustu sóknarlínu ensku deildarinnar

  5. Af hverju heldur höfundur að Agger verði allt í einu í bakverðinum en ekki Johnson vinstra meginn og Carra hægra meginn eins og undanfarið ?
    En mér líst vel á þetta lið og við eigum að vinna þetta.

  6. #1 Jú, klukkan 2.

    Hefði jafnvel verið meira til í að hafa Agger í hafsent, Carra í hægri og Johnson í vinstri. Alls ekki ósáttur með þessa útfærslu samt. Leiðinlegt að Gerrard spilar ekki. Öll augu á sóknarmönnunum okkar þess helgina. Carroll búinn að brjóta ísinn með landsliðinu og næsta skref hjá honum að skora fyrir okkur. Suarez og Kuyt þekkja Hollenska 4-3-3 vel og ættu að blómstra í þessu kerfi og Carroll auðvitað virkilega flottur target maður. Spennandi!

  7. Þetta er klárlega 0-3 uppstilling og þarf engum blöðum að flétta um það 🙂

  8. Lýst vel á þessa stillingu Carroll uppá topp og Suarez og Kuyt aðeins fyrir aftan.

  9. Líst vel á þessa uppstillingu, tökum þetta 2-0. Kuyt og Carroll með mörkin.

    En fokking Manchester United, maður…

  10. Hey, birtist Manchester United ekki lengur í minni leturstærð? Það gerir það allavegana ekki á kommenti mínu #10.

  11. WHAAAAAAT!!!! Er asschester united hætt að vera með litlum stöfum……. STÓRT skref niður á við ef svo er.

    0-3 Carro með 2 og El Pistolero með 1.

  12. agger á að vera í miðverði hann varekki góður í bakverði í upphafi timabilsins. hann og carra eru alveg jafn lelegir soknarlega en carra betri varnarlega svo hölum við alltaf hreinu með agger í bakverði !

  13. Lóki says:
    02.04.2011 at 13:52

    agger á að vera í miðverði hann varekki góður í bakverði í upphafi timabilsins. hann og carra eru alveg jafn lelegir soknarlega en carra betri varnarlega svo hölum við alltaf hreinu með agger í bakverði !

    hahaha really? Agger og Carra eins lélegir sóknarlega? Horfðu á þá spila áður en þú skrifar um þá

  14. Er einhver með link á leikinn?
    Myp2p.eu er eitthvað að bregðast mér.

  15. Carra 3var fengið boltann og í hvert einasta skipti lempað boltanum ömurlega fram, ekki hitt NÁLÆGT neinum, og í öll skiptin hafði hann fullkomlega góðan stuttan sendingamöguleika … getur einhver rotað þennan mann?

  16. Mikið er það frábært að vera með 4 miðverði á vellinum og engan bakvörð.
    Vonandi verða verslaðir einhverjir klassabakverðir í sumar.

  17. Djöf……. Agger meiddur aftur!
    Hvað er eiginlega að þessum dreng: (

  18. Agger er svo mikil meiðslahrúga !! Alveg óþolandi hvað hann getur bara ekki haldist heill.

  19. þá er það klárt! selja agger höfum ekki efni á að hafa þennan mann endalaust á sjúkrabeddanum! selja kappan strax og fá eitthvað fyrir hann!

  20. Verst þykir mér við þetta allt saman er hversu hrikalega illa við erum ad spila. Ógeðslega lélegir.

  21. Martin Atkinson er lélegasti dómarinn í bransanum í dag(Staðfest).

  22. Sama hvad mønnum finnst um United tha verdur thad ad vidurkennast ad their attu frabært comeback i dag…Gatu litid sem ekkert fyrsta klukkutiman og svo BANG !
    Er Carroll ad reyna ad komast i leikbann ?

  23. hvaða íþrótt er wba eiginlega að spila…..
    og skildi Carroll hafa gleymt að senda atkinson jólakortið síðasta ár?

  24. Það er eitthvað súrt við það að láta lið Roy Hodgson yfirspila sig…

  25. ok, það er sem sagt allt i lagi að tækla inni i teig með öxlinni, vissi það ekki. Svo lengi sem það er ekki foturinn

  26. Þarf Hodgson bara að vera nálægt Liverpool til þess að láta þá spila illa, hvað er í gangi hérna.
    Liðið þarf að rífa sig í gang strax ef ekki á illa að fara í dag.

  27. nenni nú ekki að ræða um dómarann, en hins vegar er spilamennska okkar manna alveg fáránleg. Erum að láta lélegt lið wba leika okkur grátt.

    Hugsa reyndar að leikkerfið hafi verið hugsað 4-3-3 með engann á vinstri nema Johnson sem þurfti að fara snemma útaf sem breytti öllu skipulaginu til hins verra. Þetta er að snúast upp í skotæfingu hjá wba og við erum eins og heilalausar hænur þarna.

    Vonandi að kóngurinn nái að breyta þessu í hálfleik

  28. er carroll eitkvað að missa stjórn á skapi sínu heirði arnar seigja það í byrjun en stefni nú á 1-0 fara bara í 4-4-1-1 kuyt á hægri kant suarez fyrir aftan carroll það virkar :))

  29. Hræðilegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum, heppnir að vera ekki undir og heppnir að vera ekki manni færri 🙁

  30. Mér lýst ekkert á þetta! Carroll sem betur fer búinn að róa sig. Ég var orðinn skíthræddur um að hann myndi ekki hanga inná allan hálfleikinn. Meireles verður að komast meira inn í leikinn til að tengja saman miðju og sókn.

  31. Miðjan er herfileg og það er eins og leikmennirnir nenni þessu ekki, lítil sem engin hreyfing á mönnum

  32. Hodgson þekkir náttúrulega alla veikleika leikmannanna okkar, fann þá alla á þessu hálfa ári sem hann var með liðið. Enginn furða að hann notfæri sér einu þekkingu sína um Liverpool liðið. Vonum bara að Kenny geti dregið fram styrkleikana í seinni hálfleik, þá ætti hodgson ekki að eiga breik.

  33. Carroll virkar eins og frosinn spítukall með rosalegan hausverk.
    Hræðilegt spil hjá okkur og við erum nánast bara í eltingarleik, alltaf skrefinu á eftir, óþolandi.

    Sé samt Suarez vin okkar skora eitt glæsilegt mark… KOMA SVO!

    YNWA!

  34. Hrikalega hægur og leiðinlegur hálfleikur. Ég auglýsi eftir miðjumönnunum okkar. Það fer ekkert spil í gegnum þá og við höldum boltanum ekkert innan liðsins. Við erum að spila við WBA ekki Barcelona.

  35. Líst ekkert á þetta, sérstaklega af því að Hodgson er snillingur í að láta Liverpool tapa leikjum.

  36. caroll fær ekkei að gera neitt, crouch symdromið komið aftur, bara að standa upprettur er brot. En suarez er ekki að gera neitt heldur, sennilega af þvi að han er klipptur alveg ur leiknum, nokkuð vel ger af wba ef eitthvað er. Finnst meiralles vera allt of aftarlega. Samt eru 2 skiptingar kanski eitthvað að trufla, vona þeir nai að skipuleggja sig betur i seinni halfleik.

  37. Carroll og Suarez eru ekki beinlínis að smella vel saman þarna frammi!

  38. Ég og vinir mínir pirringur, þynnka og próflestur ákváðum að setjast niður og horfa á fótboltaleik með uppáhalds liðinu okkar, Liverpool, í dag. Við höfum horft á nokkra leiki saman á þessu tímabili og erum oft og tíðum ósáttir við útkomuna þar sem Liverpool hefur oftar en ekki átt betra tímabil en núna. Eftirfarandi eru okkar ályktanir um leikinn og leikmenn Liverpool ásamt tölfræðiupplýsingum sem að hr.Pirringur fór að punkta hjá sér á annarri mínútu leiksins.

    – WBA leika eins og þeir sem valdið hafa.
    – Atkinson dómari ætlar sér að hækka meðaltal sitt í dæmdum aukaspyrnum.
    – Liverpool hefur takmarkaðan áhuga á að berjast fyrir stigum í dag.
    – Liverpool eiga enga bakverði.
    – Dirk Kuyt hefur ekki sólað andstæðing frá því árið 1999.
    – Dirk Kuyt hefur samt gert heiðarlegar, en lélegar tilraunir til þess að sóla allt að 3 menn í einu.
    – Carragher þjáist af fjarsýni. Allt innan 20 metra er í þoku.
    – Daniel Agger gleymdi að borða lýsi þegar hann var stákur.

    – Dirk Kuyt: misheppnaðar sendingar/tapaðir boltar: 5-6
    – Carragher: Langar sendingar: 5
    Heppnaðar/óheppnaðar: 0/5
    Meðal fjarlægð sendingar frá næsta samherja: 10-15 metrar

    Framhald að leikslokum

  39. Leiðinlegt að horfa upp á liðið spila svona.
    Wilson kemur inn og neglir boltanum fram í hvert einasta skipti, átti hann ekki að vera “vel spilandi” varnarmaður?
    Miðjan er í eltingarleik allan tíman, kom upp að WBA hefði verið með boltann 57% af fyrri hálfleik, það er að mínu mati óásættanlegt. Já, það vantar Gerrard, en mér er bara aaaalveg sama.
    Liðið á ekki að láta þetta lið yfirspila sig.
    En mikið rosalega er ég ánægður með að hinn ógeðfelldi Roy Hodgeson er ekki að stýra liðinu mínu! Fæ hroll við að sjá manninn

    Kæru leikmenn Liverpool, rífið ykkur upp af rassgatinu og spilið fótbolta!

  40. #52 eins og talað útúr mínu hjarta, við höldum ekki boltanum í 5 sek og miðjan er ekki með. Svo eru leikmenn afskaplega linir eitthvað og WBA menn hreinlega taka bara boltann af þeim léttilega.

  41. Það sem er að miðjuspilinu að mínu viti er að Spearing og Lucas eru svo líkir leikmenn – fara báðir út um víðan völl í allar hjálparvarnir sem bjóðast og sogast niður að vörninni – sem verður til þess að við erum fáliðaðir í miðjuspilinu. Þannig er lítill sem enginn stuðningur við senterana með Kuyt og Meireles týnda úti á köntunum. Svo fer það líka óskaplega í taugarnar á mér hvað menn leita mikið eftir því að spila boltanum beint úr vörninni og ætla Carrol að vinna hann í loftinu – upp á von og óvon – en hann er engan veginn í því dagsformi að valda því einu sinni.

  42. Síðast þegar skrölti skoraði í úrvalsdeildarleik þá setti hann tvö…. vonum að hann taki ekki upp á því í dag.

  43. Hahaha Hodgson suck on that… Skelfilegur leikur, enn eina jákvæða: þvílíkt háloftalið inná… Kyri, Carroll, Carra, Skyrið og Agger! Bara næla sér í fleiri föst leikatriði í kringum teig og þetta er sealed!

  44. úff…vona að ég reynist ekki sannspár en mér finnst eins og það liggi mark í loftinu hjá west brom….

  45. Fyrir ykkur sem halda að það verði auðvelt að fá arftaka Pepe Reina………….

  46. jæja, hvað sagði ég rétt áðan….

    Jæja….þá er bara að skora annað

  47. Hvað er annars langt síðan vítabaninn svokallaði varði síðast víti?

  48. Helvítis fokking fokk…. algert klúður hjá kyrgi.. skrítli var með manninn

  49. Spurning um að nýta bara sólina og fara út í göngutúr í staðinn fyrir að verða fyrir vonbrigðum?

  50. Reina er að verða maður leiksins fyrir mitt leyti….hann er ekki bara að verja heldur grípur maðurinn bara í vörslunum, sem er fáránlega erfitt og lýsir því vel hvað hann er öruggur með sig

  51. Súrsi sá eini að venju sem er að reyna að búa eitthvað til…vonum að það takist fljótlega. við verðum að vinna þennan leik, tek undir með því sem einhver sagði hér að ofan, ég meika ekki að tapa á móti Woy….jafntefli er jafn slæmt.

    En þessi dómari er algjör kunta…

  52. Skemmtilegt að þegar Carra fær boltann og dúndrar fram þá skipta Bresku sjónvarpsmennirnir bara strax á WBA enda nánast 100% öruggt að þeir eru með boltann : )

  53. Ég held að við séum að sjá Kyrgiakos spila sitt síðasta tímabil með Liverpool. Ég held að það myndi ekki veikja liðið að leyfa einhverjum úr unglingaliðinu taka sæti hans í hópnum það sem eftir er tímabilsins.

  54. Danny Wilson kemur sterkur inn í liðið, spurning um að hann sé arftaki meiðslahrúgunnar Agger?

  55. FRAK!! Meika ekki jafntefli, Tottenham er að tapa stigum á móti Wigan þar sem staðan er 0-0, grípið nú tækifærið stákar og sigrið WBA, ffs. Það væri yndislegt að minnka munin í 2stig!

  56. Wigan Athletic 0 – 0 Tottenham H, við verðum að vinna þennan helv leik !

  57. carra með frábæra björgun hlakka til þegar lukaku fer að skora fyrir liverpool næsta tímabil 😀

  58. hvað voru DC og félagar að hugsa þegar þeir keyptu Carroll?
    jafn áhugalaus og Júdas.

  59. Það leynir sér ekki að WBA hefur einfaldlega miklu meiri löngun til þess að vinna þennan leik.

  60. ALDREI RANGSTAÐA, VAR BÚIÐ AÐ PLANA ÞESSA DÓMGÆSLU FYRIR LEIKINN EÐA?

  61. Erum við að tala um dæmigert einelti á vinnustað (Martin Atkins Vs Andy Carroll)

  62. Allir þeir sem endast það að horfa á þennan leik til enda eiga sko skilið stóran Thule…

  63. ÁN DJÓKS!!!??? þessi leikur er að fara langt með að skemma þessa helgi… fokking leiðindi!

  64. það verður sárt að sjá sína menn tapa stigum, sérstaklega þegar tottenham eru að tapa stigum líka..

    ohh annað víti..

  65. þessir menn eru engir venjulegir aumingjar því miður! og já það vantar 4 nýja miðverði! og reina má fara það er komið sama stemning yfir hann og var á torres!

  66. Hef alltaf sagt það eftir að Grikkinn kom til Liverpool og segi það enn, Kyrgiakos er mjög slakur fótboltamaður!!! Engan veginn í standard sem Liverpool eiga að venjast.

  67. Fyrir leikinn:

    Hodgson: Taskan mun bíða inni klefa handa þér eftir leikinn.
    Atkinson: Snilld takk!

  68. Meira helvítið… Hodgson slakasti þjálfari í sögu Liverpool að fá að stela af okkur 3 í hefndarskyni

  69. Niðurlæging dauðans, Hodgson tekur 3 stig…æla.is
    Kyrjagosi með horrorshow…eins og Braga brandarinn hafi ekki verið nógu slæmur.
    Skil vel að Reina nenni þessu ekki lengur.

  70. Ætla ekki að verja lélega spilamennsku okkar manna í kvöld.

    En Atkinson heldur áfram að sýna og sanna að hann á ekki heima í þessari deild.

  71. Þeir sem hafa verið að tala um það að liðið eigi raunhæfa möguleika á 5 sætinu eru í draumalandinu.

    Við meigum þakka fyrir að ná 6 sætinu með svona spilamennsku.

  72. atkinson var harðákveðinn frá 1 mín leiksins að skemma hann fyrir andy carroll .. þvílíkur helvítis aumingi einsog allir enskir dómarar , löngu tímabært að koma með dómara frá öðrum löndum inní þessa deild , og hafa bestu dómarana þarna einsog bestu leikmennina .

  73. Þetta er bara orðið gott, þetta season er farið, missum Reina í sumar. En við munum koma sterkari til leiks fyrir vikið á næstu leiktíð….

  74. Þessar hörmungar ætla engan endi að taka …..*!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  75. #122 Ingvi – Ekki einu sinni reyna þetta félagi, Reina kom í veg fyrir mun meiri niðurlægingu í dag.

  76. Flott hvernig Chris Brunt tók í hendina á Gríska goðinu og þakkaði honum fyrir veitta aðstoð : )

  77. Skelfilegt Liverpool skelfilegur dómari og ónýtur laugardagur!!!!

  78. Getur einhver tekið saman hversu illa við erum haldnir á útivöllum á þessu tímabili ? Er þetta ekki eitthvað met að verða ?

  79. skiptir engu máli hvort að hann bjargaði okkur eða ekki! finnst hans hegðun því miður benda til þess að hann sé farinn frá lpool í huganum alveg eins og torres var! annars er þessi grikki náttúrulega langt frá því að vera í getu fyrir þessa deild og lpool! og er ég hræddur um að það þurfi 2 miðverði til liðsins í sumar og nýjan markmann!

  80. Söknuðum þess að hafa alvöru attacking midfielder, það hefði verið gott að hafa Gerrard núna. Joe Cole er útbrunninn eins og allir sjá. Vonandi kaupum við einhvern stórkostlegan miðjumann í sumar.

  81. Ég dreg alt gott til baka um það sem ég sagði um samning Lucasar og það að hann eigi hann skilið… Vona að hann sé bara til að hækka verðið á honum í sumar, DÍSES hvað hann sökkar !

  82. Og það má líka setja Spearing í varaliðið aftur, flottur fyrirliði næst besta liðs Liverpool-borgar þar !

WBA á morgun

W.B.A. 2 – Liverpool 1