W.B.A. 2 – Liverpool 1

Okkar menn gerðu út um Evrópuvonir sínar í dag með grútlélegu 2-1 tapi á útivelli gegn W.B.A.

Dalglish var án Gerrard og Aurelio vegna meiðsla í dag og stillti upp þessu liði:

Reina

Carragher – Skrtel – Agger – Johnson

Lucas – Meireles – Spearing

Kuyt – Carroll – Suarez

BEKKUR: Gulacsi, Kyrgiakos (inn f. Johnson), Wilson (inn f. Agger), Poulsen, Maxi, Joe Cole (inn f. Kuyt), Ngog.

Fyrri hálfleikur var drepleiðinlegur. Kuyt skallaði að marki á 3. mínútu en Scott Carson varði frá honum, Kuyt fékk frákastið og skaut í slána úr þröngu færi. Í kjölfarið fór Peter Odemwingie, langbesti maður vallarins, að valda okkar mönnum vandræðum og ekki minnkuðu vandræðin þegar fyrst Johnson og svo Agger þurftu að fara út af um miðjan hálfleikinn vegna meiðsla. Inn komu Wilson í bakvörðinn, en hann stóð sig vel, og Kyrgiakos sem var því miður ástæða tapsins í dag en hann réði ekkert við Odemwingie.

Staðan í hálfleik 0-0 en um miðjan seinni hálfleik komumst við yfir: Meireles tók hornspyrnu frá hægri beint á kollinn á Skrtel sem skallaði óverjandi í markið. W.B.A. jöfnuðu svo um tíu mínútum síðar þegar Kyrgiakos lét Odemwingie snúa á sig inná vítateignum, felldi hann aftan frá og gaf vítið. Chris Brunt skoraði úr því og allt leit út fyrir jafntefli í bragðdaufum leik þegar langur bolti fram lenti á milli þeirra Kyrgiakos og Odemwingie á 88. mínútu. Kyrgiakos datt um fæturna á sjálfum sér svo Odemwingie var kominn einn í gegn, reyndi að leika á Pepe Reina sem sparkaði undan honum fótunum og Brunt skoraði aftur úr vítinu. Okkar menn pressuðu mikið í uppbótartíma og Suarez átti tvö færi til að jafna en allt kom fyrir ekki og heimamenn unnu sanngjarnan sigur í jöfnum leik þar sem eingívi Odemwingie og Kyrgiakos réði úrslitum, því miður.

Ekki það að við höfum átt neitt skilið úr þessum leik. Um síðustu helgi skrifaði SSteinn færslu þar sem hann velti fyrir sér möguleikum Liverpool á að ná 5. eða 4. sætinu í deildinni með alls konar útreikningum. Ég tjáði mig lítið um þá færslu, vildi ekki vera neikvæði Nonninn sem eyðileggur allt fyrir öllum, enda hafði skoðun mín margoft komið fram á síðustu vikum: við förum ekki ofar og ekki neðar en þetta 6. sæti sem við erum í. Sitjum þar sem fastast.

Það er nefnilega þannig að þótt Man City eða Tottenham fari að tapa stigum hægri-vinstri þá er Liverpool-liðið í dag ekki nógu gott til að brúa þetta stigabil í nokkrum leikjum. Í dag voru Gerrard og Aurelio meiddir og svo misstum við Johnson og Agger út í fyrri hálfleik og þá var það bara búið, sóknarþunginn enginn og breiddin ekki nógu góð til að geta keppt við West Bromwich fucking Albion. Með fullri virðingu fyrir því liði og miðlungsþjálfara þess.

Þannig er bara staðan í dag. Við erum í 6. sæti og verðum þar, erum í raun bara að spila þessa síðustu deildarleiki til að leggja mat á leikmannahópinn. Matið í dag? Reina góður þegar reyndi á hann. Carra, Skrtel og Wilson sennilega bestu menn liðsins og stigu hvergi feilspor en því miður ekki hægt að segja það sama um Kyrgiakos sem er augljóslega of hægur til að ráða við sóknarmenn af einhverju kalíberi. Miðjan okkar eins og hún leggur sig ætti að skeina sér eftir þennan leik – Lucas, Meireles og Spearing gerðu nákvæmlega ekki neitt. Kuyt og Carroll gátu ekkert í dag – þó vart hægt að kenna Carroll um sína frammistöðu því slakur dómari leiksins lagði hann í einelti allan leikinn og dró úr honum tennurnar með gulu spjaldi og alvarlegu tiltali fyrir tvö mjög saklaus atvik í fyrri hálfleik. Suarez var úti að aka í fyrri hálfleik en góður þegar leið á seinni hálfleikinn.

Þetta var bara mjög slakt. Hættum nú einhverjum töflureikningi, leggjum spenning fyrir þessari deildarkeppni til hliðar og förum að horfa á framtíðina. Hverjir af þessum leikmönnum geta verið öruggir um framtíð sína hjá Liverpool eftir næsta sumar? Miðað við frammistöðuna í dag? Ekki margir.

Næsti leikur er um næstu helgi gegn Manchester City. Við munum læra aðeins meira um liðið okkar þá.

123 Comments

  1. Reina: ágætis leikur, eina sem hann gerði ekki rétt var þegar hann fékk á sig víti nr. 2
    Skrtl: einn af betri leikjum hans á seinni parti tímabilsins

  2. skemmtilegt misclick

    Nenni ekki að tjá mig um þetta, ömurlegir 2 tímar eru liðnir loksins

  3. Við erum að tala um það að það eru (voru) 30 ár síðan W.B.A vann Liverpool…

    YNWA

  4. Ég er ekki sannfærður um að KD sé rétti maðurinn fyrir LFC. Hann virðist heldur ekki hafa kjark til að sækja á útivelli. Eini maðurinn sem getur búið eitthvað til er settur á vinstri kant!!! Ég vil fá einhvern ungan þjálfara sem er tilbúinn að spila nútíma knattspyrnu.

  5. Ekki víti fyrir fimm aura, seinna vítið., það afsakar ekki lélega frammistöðu. Var Hodgson að stjórna báðum liðum ???

  6. 8. Ég er ekki sannfærður um að þú vitir hvað þú ert að tala um.

  7. Liverpool liðið er fullt af meðal mönnum, sem kom enn og aftur í ljós í dag.

    Algerlega óásættanlegt með ÖLLU!!!

  8. Haha sorrý, en mér finnst þetta magnað. Hvernig förum við að þessu ??

  9. Hvað var ekki lélegt við þennan leik? Það vantar alla vegana bakverði, miðvörð sem er ekki meiddur og kominn yfir þrítugt, miðjumann sem getur stjórnað leiknum og svo einhverja kantmenn ef við ætlum að spila með Carrol á toppnum. Svo legg ég til að Carragher hætti nú að senda þessa löngu bolta fram úr vörninni.

  10. Til háborinnar skammar að sjá leik liðsins!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  11. Er ég sá eini með efasemdir um Dalglish? Byrjaði hann ekki vel en síðan þá hefur frammistaða liðsins verið algjörlega óásættanleg.

    Er ekki Didier Deschamps samningslaus í sumar?

  12. Enn og aftur sannar Kyrgiakos að hann sé sá eini sem getur eitthvað í sókn Roys..

  13. Ætla rétt að vona að þetta hafi verið síðasti leikur Kyrgiakos í Liverpool búning…hann er löngu kominn af sínu léttasta og er enginn Hypiia því miður

  14. Þó hægt sé að benda á ýmis atvik varðandi dómgæsluna, þá var það versta að dómarinn tók Carrol í raun út úr leiknum eftir tuttugu mínútur. Þeir fengu að brjóta á honum ítrekað en þegar hann mætti í tæklingu fékk hann spjald og svo tiltal eftir ekki neitt. Carrold mátti ekki fara í tæklingu síðasta klukkutímann. Í svona leik þar sem við missum tvo sóknarsinnaða varnarmenn útaf snemma máttum við ekki við því.

    Svo þarf að taka sparkleyfið af Carragher, hann er að eyðileggja spil Liverpool með þessum kýlingum. Maðurinn höndlar ekki að spila með hávöxnum framherja.

  15. Ég gat ekki séð liðið gæti bara hreift sig,engin hreifing á liðinu menn vissu ekki á hvern ætti að gefa eða hvar nærsti maður var ömurleg spilamennska miðjan léleg vörnin vængbrotin,markmaðurinn besti maður liðsinns,maður gæti haldið að hodgson væri að stjórna liðunu.

  16. Það er leiðinlegt að segja þetta, en við verðum að losa okkur við Agger. Hann er langbesti varnarmaðurinn okkar en við getum ekki byggt vörnina okkar í kringum leikmann sem er einfaldlega alltaf meiddur, sama hversu góður hann er þegar hann er leikfær.

  17. Sanngjarn sigur WBA.

    Það má væla yfir dómaranum, veðrinu og boltanum en það afsakar ekki spilamennsku og hugarfar leikmanna Liverpool í þessum leik. Það var einfaldlega miklu meiri vilji hjá WBA að vinna þennan leik. Þeir sóttu frá 1. mín til þeirrar síðustu á meðan Liverpool reyndi eitthvað sem átti lítið skilt við fótbolta. Leikmenn voru pirraðir, þungir og höfðu enga ánægju af því sem þeir voru að gera. Niðurstaðan voru átakanlega lélega 90 mín sem boðið var uppá. Ég sárvorkenndi þeim áhorfendum sem höfðu ferðast í þennan leik.

    Þessi leikur endurspeglaði mörg vandamál í leik liðsins. Vörn liðsins er einfaldlega ekki boðleg. Á meðan liðið getur ekki stillt upp einum bakverði sem getur sótt upp völlinn þá er liðið ekki líklegt til árangurs. Það er mjög þægileg staða að spila kantmann og þurfa ekki að sinna neinni varnarskildu þar sem bakvörður andstæðingana fer ekki framyfir miðju og dúndrar boltanum alltaf fram völlinn. Bakvörðurinn þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af því að fá á sig overlap. SOS það verður að fara framtíðar leiðtoga í vörnina og vinstri bakvörð. Kyrgiakos hefur átt ágætis spretti með Liverpool en það er eiginlega orðið sorglegt að sjá hann í dag, hann er einfaldlega búinn.

  18. Varnarlínan er hrein hörmung. Það þarf að skipta henni út í sumar. Hvar var miðjan í þessum leik?

  19. Kyrgiakos átti virkilega slæman leik og mistök hans kostuðu okkur bæði mörkin. Reina var mjög góður í leiknum og varði oft frábærlega en ” vítabaninn” má samt alveg fara að verja eins og eitt víti.

    Atkinson var forkastanlega herfilegur í dag og þetta einelti hans gegn Carroll var viðbjóðslega mikill fávitaskapur. Það er ótrúlegt að fylgjast með hvers konar gufurugluðum rugguhestum er hent inn á völlinn á Englandi til að dæma þessa leiki.

    Roy Hodgson er martröð fyrir Liverpool á allan hátt.

  20. spiluðum eins og R.H væri ennþá stjóri liðsins. Kick and Run og ekkert annað, reyndar hefur það verið þannig ef Caroll sé í liðinu, vantar klárlega betri menn.

  21. Farinn að velta því fyrir mér hvort Liverpool geti yfir höfuð unnið leiki eftir landsleikjahlé.
    Skelfilegt að tapa fyrir liði í neðrihluta deildarinnar sem stjórnað er af Roy Hodgson. Það var enginn að spila á pari í dag.

    Miðjan algjörlega í ruglinu og létu West Brom menn algjörlega valta yfir sig í dag. Menn einsog Meireles og Lucas langt frá sínu besta. Kannski við því að búast þar sem Gerrard var ekki með.
    Virðast hvorugur hafa það sem til þarf til að stýra miðsvæðinu.

    Kannski gerði það okkur erfitt fyrir að missa tvo menn í öftustu línu útaf snemma leiks. En Liverpool á að þola slíkar þolraunir gegn liði einsog W.B.A.

    Það er allavega ljóst að við þurfum að gera miklar tiltektir í sumar.
    Vængspilið hjá Liverpool er ekki neitt og því þarf að kippa í liðinn á fyrsta degi gluggans!

  22. stendur á wiki:

    Rowan Atkinson bullied Andy Carroll in West Brom – Liverpool. He said he was proud of letting his favorite team win but didn’t manage to get an autograph from his idol Jonas Olsson

  23. 18 doddijr skrifaði nákvæmlega það sama og ég ætlaði að skrifa. Einhvað hefur Carroll gert við Atkinsson því hann mátti ekki snúa sér við og þá var búið að dæma á hann.

  24. Carrol skapaði hornspyrnuna sem Skrtel skoraði úr. En að tapa fyrir Hodgson kórónar ansi skrautlegt tímabil.

  25. ótrúlegt að byrja með Spering inná enn ekki t.d Cole eða Maxi sem geta allaveg spilað boltanum meira og skipta Cole inná hvað á 85 mín þegar ekkert búið að gerast fram að því? K.D mætti taka aðeins meiri áhættu í liðsvali, mætti með lið sem gat mestalagi náð jafntefli.

  26. Það er ekki oft sem skýrsluhöfundar hitta jafnvel á naglann og reka hann niður í einu höggi en Kristján Atli gerir það hér; þessi leikur var einfaldlega dæmigerður fyrir breiddar-leysið í Liverpool. Það er nóg af mönnum sem eiga ekki heima í þessu liði en liðið verður jú líka að geta stillt upp liði. WBA er erfitt lið að sækja heim og raunar eru öll lið í neðri hlutanum erfið viðureignar á þessum tíma árs. En það er kannski ágætt að horfa á united í þessu samhengi, liðsins sem LIverpool verður að miða sig við: markahæsti leikmaður deildarinnar situr á bekknum sem og besti leikmaður deildarinnar í ár, Nani, mátti sætta sig við bekkjarsetu. Vörn þeirra er eins og eftir sprenjuárás, slík eru meiðslavandræðin. En breidd hópsins, gæði leikmanna á bekknum eru slík, að það kemur ekki að sök.
    Kristján Atli hefur rétt fyrir sér, fjórða og fimmta sætið eru tálsýnir, þetta tímabil er búið, það eru tvær vikur í næsta leik.

  27. Þú segir að ekki margir eigi örugga framtíð á Anfield eftir þessa leiktíð. Ef hægt er að gera langtíma samning við Lucas Leiva.. Þá eiga allir möguleika. –_–

    Mér var eiginlega alveg sama um þessa leiktíð úr þessu… nema hvað ég vildi ekki tapa þessum leik!! Þetta er svo kæst að ekki tekur nokkur tali.

    YNWA

  28. Fávitinn með flautuna flautaði okkur út. Svo má ekki gleyma því þegar Suarez var flaggaður rangstæður þegar að hann var langt frá því að vera það og var sloppinn í gegn.

  29. Það má alls ekki framlengja samningin við Dalglish. liðið er ekkert skárra eftir að hann tók við! Hann Var frábær en því miður er hann það ekki lengur.

  30. Er ekki búinn að lesa comment en þessi dómari er ekki að vinna vinnuna sína og ekki í fyrsta skipti. Svo er spurning með Carroll hann er ekki að vera peningana virði og Höddi Magg á ekki að lýsa leik hann meissir sig í hvert sinn sem er skotið, hvort að boltinn fer langt fram hjá eða nánast í innkast, sem sagt pirrandi. Það er komin tími á suma dómara og manni finnst að peningar séu í spilinu, það er bara þannig

  31. Sanngjorn urslit i dag
    Er algjorlega sammala Frey Thad ekki ad framlengja vid Dalglish hann er ekkert betri en Roy Hodgson

  32. Mig langaði að greiða mér með haglabyssu þegar fallhlífarbolti nr.15 kom frá Carragher! Þarf maðurinn ekkert að mæta á töflufundi? Djöfull var sorglegt að fylgjast með þessu í dag.

  33. Skammast mín fyrir að vera Liverpool aðdáendi eftir að hafa lesið sum kommentin hérna áðan.

  34. Það var engu líkara að Roy Hodgson væri enn að stýra Livepool í þessum leik. Liverpool gat ekki skít sóknarlega og þessar endalausu löngu sendingar upp á Carroll er ekki leikstíll sem ég vil sjá Liverpool spila fyrir 5 aura. Af hverju að vera eyða 24 milljónum punda í tekniskan sóknarmann eins og Suarez og svo fær hann aldrei boltann í fæturna af því að hálft liðið getur ekki spilað helvítis boltanum. Gjörsamlega óþolandi að horfa á þetta Liverpool oft á tíðum.

  35. Ég er sammála þér Ási.

    Hvað er eiginlega málið… menn farnir að tala um að KD sé ekki rétti maðurinn í starfið og eitthvað bull. Þetta bara einfaldlega virkaði ekki í dag. Ég verð að taka það fram að leikmaður eins og Lucas sem er búinn að sýna marga frábæra leiki átti slakann leik í dag, kuyt..nákvæmlega það sama. Búinn að vera mjög góður undanfarið en vara bara slakur í dag. Meireles, Suarez, og Carroll líka bara mjög slakir í dag.

    Þetta getur bara verið svona. Dómarinn var ekki góður í dag, en alls ekki honum að kenna að við töpuðum þessum leik. Þetta er nákvæmlega sama lið og var stillt upp á móti Sunderland í síðasta leik þar sem við unnum 2-0. Hvað héldu menn að ef það kæmi nýr stjóri í brúnna að við mundum vinna hvern einasta leik.

    Að sjálfsögðu vantar okkur betri leikmenn en ég er algjörlega á því að þessir leikmenn sem spiluðu þennan leik í dag áttu að vera nóg og góðir til að vinna þennan leik. Bara einfalt Liverpool voru bara ekki nóg og góðir í dag.

    Áfram Liverpool lærum af þessu og vinnum næsta leik!!!

  36. Carroll haters þurfa nú að slaka aðeins á. Liðið er enn að læra að spila með svona týpu af framherja og á meðan mun Carroll ekki njóta sín. Spurning hvort það þurfi ekki alvöru kantmenn áður en það gerist…

  37. Ég fór nánast að skæla þegar Carra byrjai að bomba boltanum fram í hvert einasta skipti sem hann fékk boltann orð KD hafa allavega ekki náð til hans um að koma Carroll til klúbbsins þýddi ekki að menn ættu að hætta að spila boltanum og bomba fram völlinn endalaust. Að mínu mati var Carra ásamt Kyriagos og Spearing lang slöppustu menn vallarins í dag.

  38. Þetta tap kemur manni ekkert í opna skjöldu. En váááá hvað það verða miklar hreinsanir í sumar. Það er ansi langur listi leikmanna sem mun ekki spila í Liverpool treyju á næsta tímabili, það er nokkuð ljóst!

  39. Það er ekki bara þessi leikur sem hefur verið lélegur undir stjórn Dalglish. Allir evrópuleikirnir voru hræðilegir, einnig margir leikir í deildinni. Það er nú ekki langt síðan að Liverpool létu West Ham ( sem voru þá í botnsæti) líta út eins og Barcelona. Ég var samt mjög ánægður að fá hann tímabundið til að losna við Hodgson, en ég vill samt fá annan stjóra í sumar. Þó að Dalglish hafi verið hetja, þá er hann bara ekki að standa sig að mínu mati.

  40. Héldu menn virkilega að Dalglish mundi hefja þetta lið upp í hæstu hæðir um leið og hann tók við því? Það er margt jákvætt sem Dalglish hefur gert á þeim stutta tíma sem hann hefur verið við stjórnvölina þó svo að liðið spili illa inn á milli. Það tekur bara tíma að byggja liðið upp og ég er mjög bjartsýnn á að það takist fljót með Dalglis við stjórnvölina. Að ætla að afskrifa hann núna af því að við erum ekki í toppbaráttu eða í baráttu um Evrópusæti eða af því að liðið spilaði illa í dag er barnaskapur.

  41. Ég skil ekki afhverju carragher fær boltan. Liggur við að meðaldrengur í 5 flokki sé með betri boltatækni en hann.

  42. Ég sé að það vantaði h í einu Dalglish-inu í athugsemd minni hér að ofan. Leiðréttist hér með svo ég verði nú ekki skammaður af síðuhöldurum (það hefur nefninlegagerst áður).

  43. Eftir að carroll kom er liðið bara hætt að spila endalausir háboltar spurning um að setja hann bara á bekkinn næsta leik og koma honum svo inn í að spila jarðabolta!

  44. Þessi ömurlega frammistaða verður ekki skrifuð á Kenny Dalglish, hann gerði allt rétt. Leikmenn liðsins verða að taka þetta á sig, með nokkrum undantekningum þó.

    Reina gerði vel eins og alltaf og var nálægt því að verja seinna vítið sem var reyndar dæmt á hann, en það er honum að þakka að W.B.A. skoraði ekki 5 mörk í leiknum a.m.k.

    Suarez gerði eins og hann gat þegar hann fékk boltann og sýndi enn einu sinni að hann er topp knattspyrnumaður, eins vil ég taka fram að Danny Wilson átti flotta innkomu og gæti orðið maðurinn sem tekur við af hinum handónýta Danel Agger, sem því miður getur varla spilað heilan leik án þess að meiðast, og hlítur að verða sætta sig við sölu frá félaginu í sumar eða sætta sig við meiri bekkjarsetu.

    Miðjan eins og hún leggur sig má svo bara skammast sín fyrir áhugaleysi og almennt getuleysi, Lucas þakkaði kærlega fyrir nýja samninginn með því að láta sig hverfa í hátt í 100 mínútur, og Spearing var ekkert skárri. Meireles sleppur við fallöxina í dag enda sýndi hann á köflum áhuga á að sækja og skora.

    Þið sem fullyrðið hér fyrir ofan að K.D. sé engu betri en R.H. hljótið að vera að grínast, það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá K.D og gerðist ekki hjá R.H.

    Ég get hreinlega ekki beðið eftir því að þetta helvítis tímabil verði flautað af, og ömurlegasta kafla sem ég hef upplifað á hátt í 40 ár sem Púllari ljúki.

  45. Það eru innan við tvær vikur síðan menn vildu lífstíðarsamning við Kenny rólegir þó leikur hafi tapast fyrir þennan leik vorum við með þrettán stig í síðustu sex leikjum, besti árangur allra liða í deildinni. Síðustu tveir leikir liðsins í deild eru 2-0 sigur gegn Sunderland og svo 3-1 gegn Man U.

  46. Er ekki í lagi með suma hérna?!?
    Það var alveg vitað mál að þegar KK tók við, að hann myndi ekki breyta miðlungsleikmönnum í einhverjar Liverpool-goðsagnir á nokkrum mánuðum. Og þegar þú þarft að nota 2 skiptingar í miðjum fyrri hálfleik ertu í slæmum málum og þarft að nota síðustu skiptinguna gáfulega, sem hann gerði.
    Liðið var algjörar brunarústir þegar maðurinn tók við liðinu, og að við séum í 6. sæti í dag er ótrúlegur árangur.

    Það að segja að Kóngurinn sé óhæfur sem framtíðarstjóri á þessum tímapunkti er heimskulegt.

  47. Það er augljóst eftir þennan leik og fleiri að Liverpool á ekki heima í svona lélegri deild… Þurfum að vera í Meistaradeildinni þar sem við mætum bara stórliðum… Þá loksins getum við eitthvað 😉

  48. Ég missti af leiknum í dag en frétti að við höfðum ekki verið að spila vel. En burt séð frá spilamennsku haldið þið að Manchester United muni fá dæmt á sig 2 vítaspyrnur í einum leik??? I don’t think so!!!!!

  49. Kenny er vorkunn að reyna að kreista eitthvað út úr þessum anskotans vesalingum. Lið sem er með Lucas Leiva-lélegasta leikmanns Liverpool fyrr og síðar og Spearing sem er náttúrulega 0 og nix og hefur alltaf verið getur ekki unnið fótboltaleik. Enda skil ég ekki enn hvernig þeir gátu unnið Sunderland. Carrol var alveg hræðilegur en er vorkunn að vera með aðra eins batta fyrir aftan sig. Raul Mereiles er annað hvort frábær eða ömurlegur-enginn stöðugleiki í honum og má hann fara að gera meira til að réttlæta verðmiðann sinn. Hvað kom fyrir Cole??? Dó eitthvað í hausnum á honum??? Bekkurinn í dag var einnig grátlegur og umhugsunarverður fyrir eigendur félagsins. Verðskuldað tap í dag og enn ein ömurleg frammistaðan. Ég verð þó að minnast á Lucas. Smá tölfræði; síðustu 3 tímabil; 5200 mínútur; 1 mark; 9 stoðsendingar. Bravó fyrir Brassanum.

  50. Guð minn almáttugur Fokking Lucas! Helduru að þetta séu vélmenni á vellinum? Hvaða stöðu helduru eiginlega að Lucas spili? Hann er varnarsinnaður miðjumaður, bara svona ef það hefur eitthvað farið framhjá þér! Og spearing er ekki 0 og nix.. ef maður sem er 0 og nix fær að spila fyrir lið sem þig dreymir um að spila fyrir, hvað gerir það þig? Hættu að drulla yfir leikmennina og farðu að spila leikina sjálfur ef þú ert svona fokking góður.. Vil bara minna þig á að þetta lið vann man u 3-1, átti slappan dag í dag enda meiddust 2 góðir varnarmenn hjá okkur og við þurftum að eyða tvemur skiptingum í þá. Farðu bara að halda með einhverjum öðrum ef þú vilt ekki styðja Liverpool leikmennina..

  51. Ég dreg alt gott til baka um það sem ég sagði um samning Lucasar og það að hann eigi hann skilið… Vona að hann sé bara til að hækka verðið á honum í sumar, DÍSES hvað hann sökkar.

    Og einnig má setja varaliðs-fyrirliðann Spearing aftur þangað, góður í næst-besta liði Liverpool-borgar !

  52. @62

    Og einmitt vegna þess að Liverpool lék sér að Man Utd eiga þeir að VALTA yfir WBA. Svo einfalt er það.
    Og varðandi Lucas þá er hann og verður alltaf miðlungsleikmaður. Eftir að Alonso fór og Lucas kom inn hefur leiðin bara legið niður á við. Svo er búið að framlengja samning við þennan mann. Það fer um mig hrollur, líkt og þegar graðhesturinn öskraði á sebrahestinn.. “Drullastu úr náttfötunum, ég ætla að ríða þér”..

  53. ÞAð skiptir engu andskotans máli hvort við hefðum fengið carroll á 35m eða 15m.
    Það að að skipta Torres út og fá Carroll og Suarez besti díll sem við gátum gert.
    Við eyddum samtals 3m í janúar, ef ég man rétt.

  54. Herra Benites á Anfield í sumar enginn spurning… er orðinn mjög þrettur og pirraður á þessu heimska Liverpool liði.

  55. Jahérna,

    Hvern hefði getað grunað að þessi þráður færi að snúast um hversu lélegur Lucas sé og hann einn og óstuddur væri rót alls ills og allir aðrir væru stikkfrí.

    Maður á varla orð, hvílíkur hópur af PAPPAKÖSSUM

  56. Ef það á að efast um hæfileika Kenny Dalglish þá er eitthvað mikið að.

    1. ALLIR leikmennirnir elska að spila fyrir hann og eru að hrósa honum í hástert.

    2. Er Liverpool FC ekki búið að hala inn flest stiga af öllum liðum í deildinni síðan hann tók við ?

    3. Er hann ekki að fá miklu meira útúr leikmönnum sem Roy Hodgson gat hreinlega ekki gert ?
    Þar nefni ég Raúl Meireles, Lucas Leiva, Daniel Agger og Glen Johnson sem mest.

    Þetta endalausa tal um “Lucas getur ekki tekið við af Alonso” er bara bull og þvæla. Hann átti ALDREI að spila sama hlutverk og Alonso í þessu liði og mun aldrei gera það. Hann hjálpar vörninni með því að stoppa sóknir andstæðinga og spila boltanum á leikmenn sem byrja sóknir.

    Hann hefur þurft að þola mikla gagnrýni útaf þessu máli og það hefur verið búað á hann á Anfield en hann hélt áfram að berjast eins og ljón fyrir liðið.

    Það fyrsta sem Comolli gerði þegar hann kom til Liverpool var að fara yfir samningamál leikmanna og fór beint í að ræða við Lucas því hann telur Liverpool ekki hafa efni á að missa þennan strák. Kenny Dalglish hrósaði honum töluvert á sama tíma og Steven Gerrard hefur sagt að Lucas sé frábær leikmaður og finnist gott að spila með honum.

    Ef það eru ekki staðfestar fréttir um að þetta er eiginlega ómissandi leikmaður í liðinu þá veit ég ekki hvað.

    Finnst þetta alveg skammarlegt að hrauna yfir leikmann sem er búinn að vera einn besti leikmaður liðsins á þessu tímabili. Hann þurfti að taka ótrúlega ábyrgð í fyrra útaf Aquilani var meiddur og á skilið hrós fyrir það miðað við að þetta voru með þeim fyrstu tækifærum hans í sterkustu deild í heimi.

    Með þennan leik þá var eins og við værum 10vs11 því þessi blessaði dómari tók Carroll alveg útúr leiknum með þessum fáranlegu dómum og spjaldi. Carroll kom varla við boltann í seinni hálfleik og það útskýrir margt.

    Kenny er ennþá með þetta hryggbrotna lið sem Rafa & Roy skildu eftir sig og er bara að gera frábæra hluti með það miðað við hina tvo. Það sýnir bara að hann kann að þjálfa lið.

    Þeir sem segja að hann kunni ekki á nútímafótbolta er þvæla í alla staði. Hann hefur mætt á alla Liverpool leiki síðan hann hætti þjálfun síðast og veit alveg hvað hann er að gera!

    Finnst þetta bara ógeðslegt og niðurlægjandi að lesa svona athugasemdir um þessa menn.

    Skil ekki þessa sem vilja lífstíðarsamning á alla eftir sigurleikinn gegn Man Utd en svo þegar liðið tapar umdeilt gegn WBA þá á að reka alla frá félaginu. Horfið aðeins á ykkur og spurjið ykkur hvort þið séuð í alvöru Liverpool stuðningsmenn.

    Tap er staðreynd í dag og það verður bara unnið í kringum það á æfingum og svo komum við ferskir inn gegn Man City.

    – YNWA ! –

  57. Afhverju er ALLTAF sama umræðan um Lucas eftir hvern einasta tapleik ? og ef það er ekki tapleikur, s.s. sigur þá er það alltaf sama umræðan um hversu góður hann er, fariði að ákveða ykkur pungar.

  58. Ég er frekar hrifinn af Lucas en eins og flestir þá eiga sumir sína lélegu daga en ég hef velt einu fyrir mér varðandi Lucas þar sem að hann virðist alltaf standa sig best í stóru leikjunum en ekki jafn vel í leikjum gegn “minni” liðunum.

    Af hverju ekki að nota Lucas í stóru leikjunum og hafa hann bara á bekknum gegn “minni” liðunum þar sem hann virðist ekki vera að standa sig jafn vel gegn þeim?

    Blásaklaus spurning, tek það fram aftur að ég hef ekkert á móti Lucas!

  59. Er ekki munurinn a RH og KD sa ad RH hafdi ahugalausan Torres en KD hefur 2 stk 55 milljona centera. Væri thetta ekki alveg sama lidid an Carroll og Suarez ???

  60. Lucas er ekki alslæmur, reyndar ágætur en ekki frábær. Málið að í dag þá var Spearing með honum á miðjunni og þá er bara ekkert að fara að gerast þ.e.a.s tveir varnartengiliðir sem eru ekkert sérlega creatívir. Málið að Cole hefði mátt byrja kannski inná í staðinn fyrir Spearing en gerði ekki. Þegar 2 voru búnir að slasast eftir 20 mín. átti Daglish að fara yfir í þriggjamanna varnarlínu (ekki setja Wilson inn þó að hann hafi staðið sig ágætlega) og bæta aðeins í spilið á miðjunni enda áttu WBA miðjuna alveg, spila t.d svona.
    reina
    carra skertel herkúles
    lucas spearing
    kuyt cole suarez
    carroll

    segi bara svona.

  61. Voðalega eru margir viðkvæmir og grunnhyggnir.
    Hugsið þetta þannig að leikirnir sem eftir eru, eru varaliðsleikir.
    Þið farið ekkert á límingunum þó þeir tapist.
    Aðalliðið mætir aftur næsta haust og þá er ástæða til að missa sig.

  62. Í Liverpool liðinu í dag er bara því miður enginn hraði, það er nánast alveg sama hvaða stöður liðsins eru skoðaðir, vörn, miðja og sókn.
    Það sást mjög vel í dag gegn WBA að þeir voru oftast bara fljótari en okkar menn. Vörnin hrikalega hæg, Johnson meiddist vissulega í byrjun og Kelly og Arelio meiddir. Grikkinn leit hrikalega illa út í dag greyið og Carragher hefur hjartað en er hann nógu góður fótboltamaður til að vera í Liverpool. Sleppur til í dag en ef liðið á að taka framförum í spili innan liðsins og halda bolta þá er því miður ekki pláss fyrir Carragher (ég er samt mikill aðdándi hans).

    Við þurfum fótboltamenn í Liverpool, menn sem geta spilað boltanum, haldið honum og eru hreyfanlegir. Þetta á við allar stöður, líka miðverðina. Þar er Agger sá eini sem getur spilað boltanum sómasamlega frá sér og hjartað tekur ekki auka slag þegar hann er með boltann fyrir utan teiginn.

    Þetta sést best þegar Liverpool spilar gegn liðum sem eiga að vera slakari en við, eiga að stjórna leiknum, halda boltanum og ráða ferðinni. Það gengur ekkert, leikmenn hugmyndasnauðir, sendingar oft lélegar ásamt lélegum móttökum.
    Á móti honum stóru liðinum getum við bakkað og sótt hratt þar sem við þurfum kannski bara að senda 3-4 sendingar og fáum færi. Fín taktík en virkar ekki gegn “minni” liðunum.

    Ef það á að nýta styrkleika Carrolls þurfum við alvöru kantmenn sem koma boltanum fyrir markið, bless Kuyt, bless Maxi, bless Cole. Þessir menn hafa ekkert að gera í Liverpool í dag. Kuyt er bara ekki nógu góður í fótbolta til að vera í Liverpool, þ.e. ef við viljum vera betri á næsta tímabili en við erum í dag.

    En spurningin er, hvernig fótbolta á Liverpool að spila á næsta ári.?
    King Kenny mun ákveða það og kaupa menn inní þann fótbolta sem hann vill að liðið spili.

    En til að liðið taki framförum þarf að minnka spilatíma eða selja þessa leikmenn, Sktrel, Grikkjann, Carra, koncensky, Kuyt, Maxi, Cole, Ngog og að ógleymdum Poulsen.

    Sem sagt fá betur spilandi varnarmenn og kantmenn.

  63. Menn eru náttúrulega að grínast með það að biðja um hr Benitez( ónítes) aftur sá kafli er liðinn sem betur fer. Á erfitt með að trúa því að það séu alvöru Liverpoolmenn sem drulla yfir KD og þá leikmenn sem klæðast okkar ástkæra búning. Þeir hinir sömu ættu bara að einbeita sér að sveppa og audda því þátturinn þeirra er einmitt fyrir þetta þroskastig

  64. strákar common…. þetta tímabil er bara búið að vera eintóm vonbrigði, þið hLjótið allir að sja að hópurinn er bara ekki nógi góður, Lucas er enginn heimsklassa leikmaður hann er fínn í stóru leikjunum en er mjö oft slakur, og það má bara ekki hjá svona klúbbi… ÞAÐ ÞARF STERKARI MANN EN HANN Í ÞESSA STÖÐU. ÞESSI STAÐA ER GRÍÐARLEGA MIKILVÆG, MASCHERANO LEYSTI HANA ÁGÆTLEGA OG HÉLT AUÐVITAÐ LUCAS Á BEKKNUM , HANN KEMST SAMT EKKI Í LIÐ HJÁ BARCA ÞAR SEM ÞEIR HAFA BETRI MANN Í ÞEIRRI STÖÐU OKKURR VANTA BARA SÁRLEGA EINHVERN SNARGEGGJAÐAN GATTUSO Í ÞESSA STÖÐU…. LUCAS MÁ VERA Á BEKKNUM OG LEYSA ÞESSA STÖÐU ÞEGAR ÞESS ÞARF. HANN ER EKKI NÆHJANLEGA GÓÐUR FYRIR ÞETTA LIÐ ÞANNIG ER ÞAÐ BARA.
    BURT MEP EFTIRTALDA……… SPEARING, NGOG, MAXI, COLE, KYRGIAKOS, , KONCHESKY, JAFNVEL LUCAS, INN MEÐ HRAÐA LEIKMENN ÞAÐ SEM VANTAR MEST ER HRAÐI Í ÞETTA LIÐ

  65. Þeir sem segja að liðið sé ekki búið að bæta sig síðan Kenny tók við eru annaðhvort að grínast eða eru veruleikafirrtir.

  66. Facts

    1. Dómarinn var rossalegur ef ég mann rétt unnum við bara 1 aukaspyrnu í þessum leik

  67. einnig: þið eruð ekki púllarar fyrir fimmaura, vælandi og emjandi og menn voga sér að hallmæla Kenny Dalglish?!

    þetta stendur í laginu “when you walk through a storm, hold your head up high” hættið þessu væli, baknagi og Man Shitty/Chelsky betli um að kaupa sér titil fyrir 200mp.

    Knattspyrnan sem LFC spilar undir Kóngnum er hin eina sanna Liverpool knattspyrna, gott og blessað að við vinnum ekki alla leiki og töpuðum í dag fyrir WBA, en eigum við ekki að gefa manninum smá tíma til að byggja upp liðið aftur eftir mestu hörmungaruppbyggingarsögu klúbbsins síðan Souness tók það að sér að rústa liðinu.

    YNWA

  68. Vá hvað menn geta skælt eftir slæma leiki..

    Við erum búnir að tapa núna gegn West Ham sem loksins eru farnir að spila á getu og voru slakir að glutra niður forystu í dag gegn ManU. Og svo W.B.A sem að á undan þessum leik voru hársbreidd frá því að vinna Arsenal fyrir tveimur vikum.

    Þetta tap skrifaðist nánast 98% á einn mann, Kyrgiakaokokos sem að er bara fokking epic lélegur og á ekkert að vera í þessu liði, sama má segja um alltof marga sem að eru klæddir í treyjuna okkar.

    Það að bauna á KD fyrir þetta er bara hlægilegt, og ég held að menn þurfi aðeins að kæla sig niður og slaka á áður en að það er farið að benda puttum hægri vinstri.

  69. Lélegustu leikmenn liverpool í dag eru kirki, lucas og kuyt. Lukas er eins og krabbamein erfitt að losna við hann. Það á að henda honum til Brasilíu þar sem hann á víst heima, ótrúlegt. Ég hef miklu meiri trú á að spering og gerard saman á miðjunni. Lucas getur ekki staðið neitt af sér. Honum er bara ýtt í burtu eins og hver annari kellingu og síðan standur hann bara og horfir á og nennir ekki einu sinni að elta manninn sem ýtti honum í burtu. Því fyrr sem lucas fer því betra.
    Áfram Liverpool

  70. hræðilegur leikur í dag…. held að mestu mistökin hafi verið að henda kyrgiakos inná fyrir johnson strax…. wilson hefði átt að koma inn í staðinn… kyrgiakos er ekki nálægt því nógu góður fyrir liverpool hann er búinn að gefa 2 og hálfa vítaspyrnu í 3 leikjum…. hann átti stóran þátt í vítaspyrnunni sem reina fékk á sig… ef hann hefði ekki dottið um sjálfan sig hefði odemwingie aldrei komist þangað og reina ekki þurft að fórna sér í hann…

  71. Andri #88… þetta segir líka að hann sé miðjumaður… ætti maður þá að treysta þessu ef þeir vita ekki einu sinni hvaða stöðu hann spilar ?

  72. Sunnudagur.. ætti maður kannski að glápa á leik í dag? nee held ekki.. Liverpool er gjörsamlega búið að drepa allan áhuga hjá manni til að horfa meira á fótbolta þetta tímabil.

  73. Skil ekki þetta Lucas hatur hérna sem og á liverpool.is. Menn gjörsamlega kjöldraga hann fyrir allt og jú hann átti slæman leik í gær en Meireles? Maðurinn átti hornspyrnu sem gaf mark en hann gat ekki neitt allan leikinn. Ekkert og ekki voru aðrir skárri. Kuyt er oftar en ekki gríðarlega mikilvægur en hann var hörmung í gær eins og flestir en neiiiii, drögum Lucas í niður í svaðið og högum okkur eins og ofdekraðir krakka skrattar sem fá ekki sleikjó í búðinni og kennum Lucasi um allt hið slæma.

    Menn farandi fram á leikmenn frá Ítalíu og Þýskalandi þrátt fyrir að hafa bara séð þá spila 2 leiki á HM og 4 leiki í CL. Einhver voðalegur fm fýlingur í yngri kynslóðinni tekinn fram yfir kunnáttu. Menn að rökstyðja sín svör með einhverjum sorglegum youtube klippum sem sýna það besta og ekkert annað.

    Vissulega er Liverpool með farþega, ekki spurning en það þarf líka að halda breidd og einnig hugsa út í launakostnað. 2012 kemur ný regla þar sem félög þurfa að sýna hagnað þannig að nú geta ekki komið inn fleiri Romanovar og dælt inn peningum í leikmannakaup og laun öðruvísi en að hafa innkomu á móti því. Held að við stöndum vel að vígi þar enda eyddum litlu sem engu í janúar á meðan að t.d. Chelsea fóru útúr janúarglugganum með -71 milljón punda.

    Við þurfum nýja leikmenn á því liggur ekki nokkur vafi en það verða ekki keyptir 5 x 20-30 milljón punda menn í sumar að ég tel. Held að sumir þurfi að anda með nefinu því það tekur tíma að byggja upp rústirnar sem Rafa og Roy skildu eftir hjá klúbbnum.

    Það er hægt að telja upp lista af leikmönnum sem væri gott að losna við en ég sé ekki tilganginn í því. Við getum ekki selt alla og gert einhverjar vorhreingerningar og losað okkur við 10-15 leikmenn og fengið bara inn 5. Þá er enginn breidd og þá verður grenjað hástöfum yfir því þannig að þetta verður bara að koma með kalda vatninu.

    Ég vil að Dalgish verði áfram með klúbbinn. Menn bera virðingu fyrir honum og það er varla meiri Liverpool maður þarna úti sem skilur hefðir og venjur klúbbsins eins vel og hann og því tel ég hann 100% hæfan í þetta starf.
    Mér finnst hann fá gríðarlega óvirðingu frá sumum og ég ætla hér með að giska á að það séu menn sem sáu hann aldrei sem leikmann eða stjóra, nema kannski á videoum eftir árið 2000 og skilja ekki mikilvægi þessa manns.

    Að leiknum: Ég er búinn að segja það sem mér finnst um kommentin á Lucas og hvernig menn stóðu sig en það er ótrúlegt að menn segi dómaran ekki hafa áhrif. Hvaða þvættingur er það að halda svona rökleysu fram? Ef að Atkinson hafði ekki áhrif á okkur í gær þá hefur enginn dómari áhrif á leiki það er alveg á hreinu.

    Atkinson gerði okkur einum færri strax í byrjun með því að leggja Carroll í einelti frá fyrstu mínútu. Menn máttu hanga í honum, slá í andlitið á honum og sparka í hann en ef hann gerði eitthvað þá stóð flautan næstum því föst í koki Atkinson. Ég las á liverpool.is færslu sem kom fram á twitter að þetta er ekki í fyrsta sinn og Atkinson gerði þetta líka í þeim leikjum sem hann dæmdi hjá Newcastle þegar að Carroll var þar og það virðist vera sem svo að Atkinson hafi eitthvað á móti Carroll.

    Suárez var að komast einn innfyrir og rifinn niður og ekkert dæmt, hvað var það? Án gríns, var ekki staðan 0-1 og ákjósanlegt að komast í 0-2 en Atkinson dæmdi ekkert sem í réttu hefði átt að vera lágmark gult og jafnvel rautt því Suárez var rændur opnu færi.

    Hvað með rangstöðuna á Suárez þegar að Olsson er rúmum meter fyrir innan línuna? Hvað var línuvörðurinn að hugsa?

    Seinna vítið. Tvennt að því sem má deila um, braut Odemwingie á Soto og svo þegar að hann féll var hann þá ekki kominn hálfa leið niður áður en að nokkur snerting varð og þ.a.l búinn að tapa boltanum? Atkinson var í mun betri stöðu en línuvörðurinn til að sjá þetta en samt lét hann línuvörðinn ráða ferðinni og það án þess að ráðfæra sig við hann.

    Afsakið en þeir sem segja að svona hlutir hafi ekki áhrif ættu aldrei að gagnrýna nokkurn skapaðan hlut því auðvitað hefur þetta áhrif og það þarf ekki einu sinni vott af common sence til að sjá það. Mér þykir leitt ef ég móðga einhvern en horfið bara á þessi atvik og segið svo að þetta hafi ekki áhrif. Enginn svona vafaatvik gegn WBA í gær og það er staðreynd.
    Dómarinn var gjörsamlega á þeirra bandi í leiknum í gær og aðra eins heimadómgæslu hef ég aldrei séð.

    Menn tala líka um fyllilega verðskuldað. Skot: WBA 14, Liverpool 13. WBA 50.1% með boltan og Liverpool 49.9%. Horn, WBA 0, Liverpool 5.

    Nei WBA áttu þetta ekki fyllilega skilið því þeir fengu þetta nánast gefins af Atkinson.

    Ég vil líka segja frá því að FA eru að skoða það að taka upp myndavélatækni en meira get ég ekki sagt um það mál þar sem þessir blessuðu tölvupóstar eiga víst að vera trúnaðarmál. En málið er það að ég er kominn með svoleiðis upp í kok af slakri dómgæslu á Englandi og þá meina ég hjá öllum liðum, er ekki bara að tala um Liverpool að ég er farinn að senda bæði FA og Mike Riley sem er yfirmaður dómaramála póst eftir hverja umferð þar sem ég fer yfir vafasama dóma og FA hafa so far sýnt góð viðbrögð hvað það varðar.

    Það má líka geta þess að ég var að ræða við félaga minn í London og hann var að segja mér leiðinlegar fréttir en það munu að öllum líkindum koma upp fleiri Anders Frisk mál í framtíðinni þar sem hópur manna hefur tekið sig saman með samtök gegn dómurum. Við erum ekki að tala um skrifræði heldur eru þetta sauðir eins og Millwall bullur og fleiri sem eru þekktir fyrir allt annað en góða hluti. Þetta er mikið áhyggjumál og hann sagði mér að þessi leikur í gær hefði einmitt verið tekinn fyrir í gærkvöldi og það þarf enginn að segja mér að þá hafi dómarinn ekki haft áhrif. Þetta er hópur manna úr öllum áttum, hvaða liðum sem er og eru að fara að standa saman gegn dómurum. Skelfilegt en án gríns, hlaut ekki að koma að þessu?
    Atkinson er einn af þeim sem er undir smásjánni hjá þeim eftir marga mjög vafasama leiki.

    Vildi bara deila þessu með ykkur því þetta er eitthvað sem ég er mjög hræddur við og ekki viljum við að allir dómarar hrökklist úr starfi sökum áreitis stuðningsmanna um knattspyrnu.

  74. Af hverju setja menn alltaf samasem merki á milli þess að vera frá Brasilíu og að vera teknískursambaboltamarkamaskína? mér er spurn, Lucas er djúpur miðjumaður og á fyrst og fremst að stoppa sóknir og koma boltanum strax á meðspilara, hann á ekki að vera playmaker.

    Og ef menn koma með rök eins og einhver kom með hér á undan, varðandi spilaðar mínútur og fjölda marka og stoðsendinga þá vil ég benda á Mascherano spilaði 139 leiki á 3 árum og skoraðið 2 mörk (já hvorki meira né minna) og Didi Hamann spilaði 283 leiki á 7 árum og skoraði 11 mörk.

    Lucas hefur á 4 árum spilað 161 leik og skorað 6 mörk!

    Ég vil taka það fram að þetta eru total games played tölur.

    Vildi bara koma þessu á framfæri, jafnvel þó hann hafi átt slæman dag í gær þá áttu fleiri líka slæman dag.

  75. liðið hefði átt að vera svona í gær
    reina
    carra-skratl-agger-kyrgiakos-gj
    meireles-lucas-cole
    carroll-suarez

  76. Ég hreinlega trúi ekki að menn séu enn og aftur dottnir í Lucasar gírinn. Ég hélt að langtímasamningurinn sem hann fékk hjá félaginu myndu endanlega slá botninn í þessa umræðu næstu mánuði, sem btw hefur staðið lengur yfir en Icesave og sú umræða er nú orðin virkilega þreytt. Hann hefur farið vaxandi, er að spila núna sitt fyrsta tímabil sem reglulegur byrjunarliðsmaður og hann er að skila því með sóma amk hef ég ekki heyrt neinn væla um hve mikið hann sakni Mascherano. Ég man fyrir nokkrum árum síðan þá fékk Hamann sambærilega óverðskuldaða gagnrýni fyrir að sinna sambærulegu hlutverki hjá Liverpool. Þó svo að Lucas sé ekki enn kominn á sama stall og þýski keisarinn þá tel ég að hann hafi alla burði til þess í framtíðinni.

    Ég hef mun meiri áhyggjur af vörn liðsins en miðjunni eins og staðan er í dag. Það að leggja af stað í mót með tvo vinstri bakverði að nafni Aurilio og Konchesky var ávísun á vandræði. Það að fara af stað úr janúarglugganum með einn vinstri bakvörð að nafni Aurilio var dauðadæmt. Mestu róteringar innan liðsins í vetur hafa verið í vörninni og jafnvel í miðvarðarstöðunum. Það verða að vera forgangskaup í sumar að kaupa miðvörð og vinstri bakvörð. Kyrgiakos er einfaldlega útbrunninn, Carra er að nálgast endamark og er enginn stjórnandi, Skrtel er mjög mistækur, ágætur squad player. Agger er einfaldlega alltaf meiddur á sínu 6. tímabili hjá Liverpool og hefur mest náð 27 leikjum á tímabili. Hann hefur náð að leika 93 deildarleiki af 221 á þessum 6 árum eða 42% leikja. Því miður er ekki hægt að byggja upp varnarleik í kringum slíkan leikmann.

  77. Var thad ekki nokkud ljost ad thetta yrdi erfitt timabil hja LFC strax i agust. Eg held ad midad vid mannskap tha se 6 sætid edlilegt. Er ekki um ad gera ad lita bjartsynn framm a veginn. Eg er viss um ad næsta timabil verdur betra fyrir ykkur. Vissulega tharf LFC ad styrkja sig ef menn ætla ad berjast um 1 til 4 sæti en eg er viss um ad LFC mun fa 3 til 4 goda spilara i sumar. Og by the way : Lucas er ekki vandamalid 🙂

  78. Carroll var keyptur til liðsins á 35m pund og er ég mjög sáttur við þessi kaup þrátt fyrir alltof háan verðmiða en maður getur sætt sig við það ef að sumarið skilar einhverju. Carroll er hávaxinn sterkur og góður skallamaður sem er mjög gott að hafa í enska boltanum (flest mörk í enska eru skoruð með fyrirgjöfum á centera).

    En að kaupa manninn án þess að hafa kantmenn er total waste of money og í rauninni bara eins og að kaupa tölvu án örgjafa og harðan disk. Því miður er enginn playmaker í Liverpool liðinu í dag og hvað þá kantmenn sem geta gefið góðar fyrirgjafir. Ég veit að Kenny Dalglish fékk ekki mikinn tíma frá því að Torres vildi fara og þangað til hann ákvað að kaupa Carroll, Kenny hefur pottþétt verið með einhverja heildarmynd í hausnum á sér sem hann vill setja á Liverpool liðið og var Carroll bara eitt púslið í púsluspilinu, ég er nokkuð pottþéttur á því að það situr efst í hausnum á Kenny að kaupa kantmenn og playmaker til að gera Carroll að þeim leikmanni sem hann er og á eftir að verða.

    Hvort sem að Dalglish hefði átt að bíða með kaupin á Carroll fram á sumri (þegar hann getur keypt menn sem þurfa að fylgja honum) eða ekki þá breytir það því ekki að Dalglish er með heildarmynd sem hann vill setja á Liverpool liðið og við verðum því miður að vera bara þolinmóðir.

    Ég horfi með mjög björtum augum á sumargluggann og næsta tímabil þar sem að það er með öllu óskiljanlegt hversu vel okkur hefur gengið eftir að Kóngurinn tók við þar sem hann hefur í raun ekkert lið til að sigra þessa leiki sem hann hefur verið að vinna og er það eingöngu snjallri hugsun Kenny að þakka að hann geti stillt upp liði sem getur unnið leiki og spilað inn á milli skemmtilegan fótbolta.

  79. Þessi umræða um Lucas er alltaf jafn fyndin. Auðvitað er hann ekki gallalaus, en það er engin leikmaður gallalaus. Lucas virkar best með manni á miðjunni sem getur spilað boltanum, t.d. Svevie, Mereiles eða Aquilani, ekki Spearing eða Poulsen.

    Svo þessi Kuyt umræða. Hann er einn af fyrstu mönnum á blað hjá Hollendingum og allir stjórar Liverpool hafa notað hann í sín byrjunarlið. Hann er ekki tæknitröll ,er ekki fljótur og er svolítið háður spilandi miðju og hápressu, þannig að í leik eins og við spiluðum í gær þá er hann ekki að spila þann leik sem hann spilar best, en Joe Cole og Maxi eru þannig leikmenn líka. Þannig að vandamál Kuyt liggur ekki aðeins í þeim þáttum sem hann skortir í fótboltanum, heldur einnig í því hvernig liðið spilar á móti liðum sem eiga að vera lakari.

  80. Mér finnst aðeins vanta á að hér sé viðurkennt að WBA voru helvíti góðir. Hraðinn á vörn LFC er svo lítill að undrum sætir og það veit auðvitað RH mætavel. Þegar LFC mætir hressum gaurum sem mæta í leikinn með það hugarfar að þeir hafi engu að tapa og allt að vinna fer allt úr skorðum hjá okkar mönnum. Það sama gerist þegar LFC mætir sterkum andstæðingum en þá finna leikmenn einhvern auka kraft virðist vera.

    Menn eru mjög viðkvæmir fyrir að KD sé gagnrýndur. Ekki svo að hægt sé að ætlast til að þjálfari vinni einhver kraftaverk á nokkrum mánuðum. Samt er hættulegt að tigna mann á svo afdráttarlausan hátt að ekki má finna að neinu. KD hefur staðið sig þokkalega og ekkert meira en það. Hann hefur átt frábær móment á vellinum, nær vel til leikmannanna, er snillingur í fjölmiðlum og hefur fjölda frábærra eiginleika eins og allir vita.

    Mér finnst hann því vel koma til greina sem framtíðarstjóri LFC. Hitt finnst mér einnig blasa við að hann virðist ekki sérlega sterkur taktískt. Það er ekki mikil pass and move í þessu liði enn sem komið er. Ég sé ekki betur en að KD og RH séu í nákvæmlega sömu hugmyndafræðinni og þótt vissulega sjáist sæmileg tilþrif á köflum er leikskipulag LFC mjög tilviljunarkennt og ekki mikið í gangi. Best tilþrifin eru þegar leikmenn eins og Suarez og Meireles gera eitthvað stórkostlegt á eigin spýtur. Þá hefur KD greinilega ekki náð að róa sinn mannskap sbr að Reina er mjög líklega að fara. Frammistaðan í Evrópu var svo hrikalega léleg og að LFC sé slegið út af miðlungsliði frá Portúgal getur ekki bara verið sök leikmannanna! Það verða allir að axla ábyrgð þar finnst mér.

    Mér finnst KD alveg koma til greina sem framtíðar framkvæmdastjóri hjá LFC. Mér finnst einnig koma til greina að yngri maður með ferskar hugmyndir taki við liðinu. Þetta verður hins vegar að meta kalt og blind aðdáun á KD má ekki byrgja manni sýn. KD er heldur enginn greiði gerður með því að fá honum verkefni sem hann ræður ekki fyllilega við. Hagsmunir LFC eru æðri öllum hagsmunum.

  81. Okkur er nú smá vorkun eftir þennann leik í gær. Missum tvo varnarmenn út í fyrri hálfleik. Grikkinn kemur inn og á bæði mörk WBA 100% og dómarinn var nú ekki beint skemmtilegur.
    Lélegt hjá Kenny samt að skipta Cole inná á 86 mínútu. Tilhvers ??

    Ég hef sagt frá upphafi að ég er alls ekki 100% sannfærður að við séum með rétta manninn í brúnni. Við erum búnir að eiga nokkra ömurlega leiki undir stjórn Kenny hverju sem það er svosem um að kenna.

    Eigendurnir eru samt í slíkri stöðu að þeir geta eiginlega ekki skipt honum út og það er bara staðreynd. (ekki nema að hann byrji að tapa meira og minna öllum þeim leikjum sem eftir er) Ef nýr maður kæmi í brúnna og myndi ekki skila bara algjörlega frábærum árangri þá yrði allt vitlaust.

    Nú er bara að anda með nefinu og bíða eftir sumrinu. Við erum einfaldlega með 6 besta hópinn í deildinni í dag og erum því akkúrat þar sem við eigum heima.

    PS: Ansi hræddur um að Pepe sé búinn að fá nóg af þessu bulli.

  82. Mér finnst það sorglegt og það er lítilsvirðing við alla þá sem tengjast knattspyrnunni að enska úrvalsdeildin og fleiri deildir skuli ekki nýta sér tæknina til þess að bæta dómgæslu…

    Það tapa allir á þessu og ég endurtek, það er lítilsvirðing við alla þá aðila sem fjárfesta gríðarlegum fjármunum í þessa íþrótt þegar dómarar í leiknum geta haft svona mikil áhrif á úrslitin og framvindu leiksins… Markmiðið hlýtur alltaf að vera að fara algjörlega eftir reglum, og rökin um að fótboltin eigi að vera eins allstaðar eru vægast sagt ömurleg… ef hann á að vera eins alls staðar þarf bara sömu 4 dómarana á hvern einasta spilaðan fótboltaleik…

    Annað sem fer í taugarnar á mér varðandi fótboltan eru óljósir hlutir einsog bolti í hönd, hönd í bolti þegar dæmd er vítaspyrna…
    Ég átta mig tildæmis ekki á því hvernig er hægt að dæma vítaspyrnu eins og í MU leiknum í gær þegar Fabio vippar boltanum uppí höndina á andstæðingi án þess að hann geti komið höndinni frá, þar að auki var boltinn ekki einu sinni á leiðinni í átt að marki…

    Svona dómar virðast falla með MU mönnum allt of oft, man allaveganna eftir tveimur atvikum á þessu tímabili… í leik gegn Fulham þar sem Damien Duff sparkaði boltanum upp í hendina á sér við enda teigsins þegar boltin var upphaflega á leiðinni útúr teignum… eða Þegar Nani í leik gegn Tottenham að mig minnir sparkar boltanum í hendina á liggjandi varnarmanni?

    Vafa-atriði og mistök í dómgæslun fara allaveganna óstjórnlega í taugarnar á mér og allt bitnar þetta á greyið dómurunum sem eru eflaust bara að reyna að gera sitt besta undir gríðarlegri pressu… og þurfa að þola sitt frá mönnum einsog Ferguson sem hikar ekki við að alhæfa að dómarar séu lélegir… Ferguson er maður sem fattar ekki einu sinni hvað hann gerði rangt af sér og fékk réttilega dæmt leikbann… maðurinn gagnrýndi nefnilega ekki bara dómgæsluna heldur sagði hann orðrétt: “You want a fair referee, or a strong referee anyway – and we didn’t get that. I must say, when I saw who the referee was I feared it. I feared the worst.” …

    Hlutir sem ég væri til í að sjá gerast:
    Bætt umfjöllun um dómara og dómgæslu… menn ættu að tala frekar um mistök í dómgæslu heldur en lélegan dómara og hvað mætti betur fara… Væri til dæmis ágætt ef það væri umfjöllunarþættir um dómgæslu helgarinnar í deildinni þar sem er fókuserað á að fara yfir atriði sem voru réttilega eða ranglega dæmd… svipað og er gert hér http://www.ussoccer.com/Referees/Referees-Home.aspx
    Nýta sér tæknina til dæmis í atriðum eins og marklínutækni, erfiðum rangstöðudómum og vítaspyrnudómum og vafasömum/grófum brotum.
    Aðstandendur íþróttarinnar mættu vera duglegri við að hrósa dómurum fyrir góða dómgæslu.
    Sjálfur sæi ég síðan ekkert að því ef hægt væri að refsa leikmönnum á annan hátt en bara með gul og rauð spjöld… en það yrði kannski heldur langt gengið með að breyta leiknum… En ég meina… hvað er að því að fá 10min brottvísun fyrir að setja upp svona svip: http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2011/04/01/article-1372534-0CCA2330000005DC-88_634x458.jpg
    Svo mætti líka eyða vafaatriðum úr reglubókum leiksins…

    Annars vil ég biðjast velvirðingar á þessu þráðráni mínu og blaðri út í eitt… og vil taka fram að frammistaða leikmanna Liverpool í gær réði úrsitum en ekki dómgæslan.

    – Birkir

  83. Hæ Slappur leikur hjá okkar mönnum óþarfi að ráðast á einstaka leikmenn. Liðið stóð sig ekki vel og þess vegna töpuðum við. Samt fyndið að skoða bekkinn hjá okkur á honum vorum reyndir landsliðsmenn sem komast ekki í liðið hjá okkur. Djöfull langar mig að sjá æfingar hjá Liverpool. Menn hljóta að vera hrikalegalega lélegir á æfingum.

  84. Ég er líka búinn að sjá það að þegar Skrtel skorar þá vinnum við ekki leikinn. Hann hefur reyndar bara skorað 3 mörk fyrir okkur en tölfræðin þegar hann skorar er 1 jafntefli og 2 töp. Ég er því hættur að fagna þegar Skrtel skorar 🙂

  85. Sælir félagar

    Oft hefur maður lesið misviturlegar ahugasemdir eftir tapleiki okkar liðs en nú kastar tólfunum. Þvílík of-framleiðsla af bulli og þvættingi, sleggjudómum og níði um leikmenn og stjóra hefur sjaldan sést hér. Ég vil þakka Kristjáni Atla fyrir frábæra skýrslu og vildi vona að þeir sem vaða grynnst og gusa mest læsu hana sér til upplýsingar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  86. Mikið þurfa sumir að leyfa trénu sínu vaxa upp í hæstu greinar áður en þeir skrifa athugasemdir hérna.

    Segi ekki meira.

  87. Sá 20mín af leiknum þar sem carragher og kyut voru hægra megin, og það segir sig sjálft að það fór ekki ein einasta sókn þar upp.
    Sá líka 10 langa bolta en ekki tókst nema einum að hitta á hausinn á Carrol.
    Ég vil fá Daglish áfram en er sammála að það má alveg gagnrýna hann eins og aðra, taktík og skiptingar ganga ekki alltaf upp hjá karlinum. Gaman ef hann réði Benitez með sér til að sjá um taktík (hann yrði frábær landsliðsþjálfari btw) og séði svo sjálfur um að blása upp sóknarboltann.
    En kallinn er reyndar í frábærri aðstöðu varðandi eitt… hann hefur 7 deildarleiki sem hann getur faktíst notað sem æfingarleiki þar sem vægi þeirra lýtur ekki út fyrir að vera mikið. Þar geta ýmsir leikmenn barist fyrir framtíð sinni.
    Ein spurning að lokum sem ég sá fara um netheima. Myndu menn vilja fá Torres aftur ?

  88. Frábær skýrsla hjá Kristjáni Atla, algerlega það sem þarf að segja, bæði um leikinn og þetta tímabil í heild.

    Eini tilgangur næstu leikja er að sjá hverjir ráða við að vera alrauðir Liverpoolmenn í framtíðinni. Eftir leik gærdagsins er ákaflega erfitt annað en að finna það út að við þurfum að styrkja varnarleikinn okkar töluvert, þá bæði varðandi hraða og það að spila boltanum í fót. Agger elska ég en það er ferlega erfitt að sjá hann sem lykilmann í vörninni á meðan hann nær ekki að spila marga leiki í röð. Skrtel karlinn er sá eini hafsentanna sem að hefur haldið það út í vetur. Danny Wilson er framtíðarmaður og svo eigum við mikið efni held ég í Daniel Ayala sem nú er í láni hjá Derby.

    Spearing er auðvitað alls ekki hægt að afskrifa en alltaf verður að taka það með í reikninginn að maðurinn þarf auðvitað að fá tíma og að hann er að koma inn í mölbrotið lið.

    Ég ætla ekkert að ræða um Lucas, þeir sem vilja fá hann í burtu myndu ekki fá starf sem yfirmenn knattspyrnumála hjá Liverpool, ekki heldur framkvæmdastjórastarf hjá Liverpool eða verða landsliðsþjálfarar Brasilíu. Þeir um það.

    Ekki svaravert að tala um Carroll sem flopp eða níða Carragher niður.

    Við skulum bara átta okkur á því að tímabilið þarf bara að líða svona og við þurfum að bíða fram á næsta haust að sjá eitthvað gerast hjá okkar mönnum. Eftir frábærar athugasemdir og umræður undanfarnar vikur er þessi þráður eiginlega þannig að mann langar að stroka alla út og byrja upp á nýtt á nr. 1. Það tekst víst ekki og maður þarf bara að sætta sig við alveg ferlega vondan pirring í maganum áfram.

    En ég fer ekki ofan af því að félagið á bara ekki skilið að fá neitt þennan veturinn. Að mínu viti væri það bara vont fyrir sögu félagsins og skipulag til framtíðar að ná einhverju jákvæðu útúr seasoninu.

    Þetta er ömurlegt tímabil og allir hjá klúbbnum verða að átta sig á því að til að koma í veg fyrir annað svipað þarf að fara inn í tímabil með MIKLU sterkari leikmannahóp en við erum með í dag!

  89. Já þurfum að styrkja hópinn vel. Sumar stöður meira en aðrar. Vörnin hefur verið í tómu tjóni í alltof langan tíma. Sömuleiðis vantar okkur kantmenn sem geta gefið krossa, svona svipaða og A. Valencia. Síðan þurfum við annan ágætis striker sem backup fyrir þá Suarez og A. Carroll.

  90. Mér leiðist að vera ósammála bróður mínum hér en ég verð að nefna þetta. Af hverju þurfum við að gefast upp strax. Þið vitið allir jafn vel og ég að stuðningsmenn Liverpool og eiginlega leikmenn líka eru búnir að leika þennan leik í mörg ár, að lýsa því yfir alltof snemma að tímabilið sé búið og við verðum að líta til næsta tímabils. Af hverju eigum við gefast upp þegar það er ennþá tölfræðilega hægt? Ég er ekki að segja að breyting á hugarfari lagi allt. Það þarf að styrkja liðið og taka til, það vita allir. En við verðum aldrei meistarar ef við ætlum alltaf að byrja að plana næsta tímabil í mars á hverju ári.

    Áfram Liverpool!

  91. Haukur (#110) – þér er velkomið að vera ósammála en það breytir því ekki að stóri bróðir hefur alltaf rétt fyrir sér. 🙂

    Tímabilið í fyrra var fyrsta tímabilið síðan 2004 sem Liverpool var ekki að keppa að einhverju alveg fram í maímánuð. Þannig að það er ekki eins og við séum vanir að “gefast upp” í marsmánuði á hverju ári eins og þú segir. Í ár er staðan hins vegar sú að það er nákvæmlega ekkert eftir til að spila fyrir nema stoltið.

  92. Sælir félagar.

    Þessi leikur stinkaði af óstöðugleika og skorti á breidd. Tvær breytingar á varnarlínunni í fyrri hálfleik treysta hann auðvitað ekki og klókir WBA menn settu Odemwingie á Kyrgiakos. Ég kenni líka Skrtel um vesenið á Kyrgiakos því hann var of langt frá honum og með réttu hefði Skrtel átt að vera á Odemwingie. Eitthvað sem þeir félagar Skrtel og Kyrgiakos hefðu átt að gera og sjá sjálfir.

    Eins og hefur oft komið fram hérna þá er mannskapurinn akkúrat á þeim stað sem hann hefur hæfileika og til og ég tek undir með mönnum sem segja að nú séu leikmenn að berjast fyrir stöðu sinni hjá klúbbnum. Hvort þeir séu a, b, eða c leikmenn (eftir flokkun Leifs Garðars) eða sölu-material. Það er klárt að það verður hreinsun í sumar. Hvort sem það verður Dalglish eða einhver annar high-profile manager við stjórn þá eru menn byrjaðir að teikna upp hóp fyrir næsta tímabil.

  93. Ég er alveg búinn að sætta mig við þennan leik en mér finnst skammarlegt hvað sumir ,,Liverpool-menn” láta útúr sér hérna inná….finnst það alveg glatað að drulla yfir stjórann eftir leik þar sem dómarinn tók Carroll alveg fyrir og þar sem tveir sterkir varnarmenn fóru útaf í fyrri hálfleik!
    Að kenna Lucas um þetta tap er aaaalveg fráleitt! Hann er varnartengiliður, ekki playmeiker, það er Meireles.
    En Soto átti hrikalegan leik og hann veit það sjálfur, vörnin var alveg úti að aka eftir þessar breytingar!

    En ég held að við endum í 6 sæti og Ngog, Poulsen, Konshecky, Agger og Soto verða ábyggilega seldir og 3-4 klassa leikmenn verða keyptir, + það að Wilson kemur inní liðið!

    Þið sem haldið að þið séuð Liverpool menn en druuullið svona yfir liðið….hunskist til þess að halda bara með Neverton, þar megiði drulla!
    Takk og bless!

    YNWA – King Kenny!

  94. Missti af þessum leik og það eru jafn miklar líkur á að ég ætli að reyna að glápa á hann og að ég nenni að lesa þennan þráð. Þetta var úrvalstækifæri og hreinlega dauðafæri til að saxa á forskot Tottenham á okkur en auðvitað, AUÐVITAÐ tókst Hodgson að klúðra því eins og nákvæmlega öllu öðru sem sá bölvaði maður kemur nálægt í tengslum við Liverpool.

  95. Það er einunigs eitt sem við þurfum til að vinna ensku deildina. Það er miðvarðarpar í hæsta gæða flokki sem getur spilað 38 leiki án þess að meiðast.

  96. Veit ekki hvað sumir hérna geta hrósað Lucas mikið hann er ekkert sérstakur leikmaður og já hann er varnarsinnaður miðjumaður og já hann kann ekki að brjóta á mönnum með því að taka boltann og brýtur á þeim á leiðinlega hættulegum stöðum þannig hann er ekki mikið að standa undir þeirri stöðu sem hann spilar hef aldrei líkað við hann og mun aldrei gera

  97. “AUÐVITAÐ tókst Hodgson að klúðra því eins og nákvæmlega öllu öðru sem sá bölvaði maður kemur nálægt í tengslum við Liverpool.”
    —-
    Dásamlegt að lesa þetta. Auðvitað skiptir engu máli að nánast sama lið gat ekki rassgat á útivöllum undir stjórn Benitez í fyrra eða Dalglish núna.

    Hogdson er sökudólgurinn, hann rúllaði okkur upp með Fulham í fyrra og nú vinnur hann okkur með eitt af slakari liðum sem spilað hefur í úrvalsdeildinni. Helvítið.

  98. Vonandi að menn nái útrás fyrir neikvæðnina hér, en fyrir þá sem vilja líta jákvætt á lífið þá er gaman að skoða þennan tengil þar sem Dani Pacheco byrjar vel með flottu fótboltaliði hjá Norwich. Mikið vona ég að hann nái þar það háum standard að hann geti orðið alvöru maður hjá okkur næsta vetur…

    http://www.kopsource.com/video-daniel-pacheco-norwich-debut/

    Annars ætla ég að leyfa mönnum að anda frá sér, vona bara að menn átti sig á því að þessi leikur í vetur er bara afleiðing af áralangri óstjórn í baklandi klúbbsins sem gróf undan starfi Rafa og varð til þess að maður var ráðinn sem ekki féll inn í þá mynd sem áhangendur og síðan eigendur félagsins vildu teikna upp.

    Einfaldar lausnir eru bara til í Football Manager með því að svindla svolítið. Annars væri okkar ástsæli klúbbur löngu búinn að vinna titil nr. 19. Endalaus þjálfaraskipti og stanslaus brottkast leikmanna eru ekki lausnirnar nema að við fáum HAUG af leikmönnum í hæsta gæðaflokki við næsta tækifæri!

  99. Maggi vð þurfum ekki haug af nýjum leikmönnum.

    Við höfðum frábæran markvörð en okkur vantar stöðuleika í miðvarðastöðurnar. Skritel skoraði fyrir okkur um helgina og það er nóg ef við nágum að halda hreinu.

    Það er ekki við gríska goðið að sakast að við töpuðum þessum leik. Það er alltaf erfitt að búa til stöðuleika í vörnina og það er ekki hægt ef maður kemur óvænt inn á í kjölfar meiðsla Aggers.

    Þetta er liðsíþrótt. Ef það er óöryggi í vörninni þá smitar það í Lucas og svo framvegis.

    Svo hef ég trú að við séum komnir með eigendur sem tryggja stöðuleikann utanvallar sem þarf til að vinnan ensku deildina.

  100. Fimm stig sem mig langar að nefna ef ég má:

    1. Sigurvegarar ensku deilarinnar
    2. Í topp baráttunni
    3. Meistaradeildarbarátta(og Euro league)
    4. Miðjumoð í deildinni
    5. Fall í ensku fyrstu deildina

    Við vorum á tímabili nálægt 5. stiginu. Það var vegna óstjórnar fyrrum eigenda og óvissunnar í kringum klúbbinn. Það er orsök alls.

    Liverpool fékk nýja eigendur, nýjan þjálfara og nýja leikmenn. Núna erum við í 3. stiginu. Það er ekki lítið afrek miðað við hvað er á undangengið.

    Newcasle féll en kom aftur upp. Leeds hefur ekki sést lengi og önnur fornfræg lið hafa lent í mjög erfiðum málum vegna þess að þau féllum niður um deild.

    Í vetur hefur það verið staðfest að Liverpool er sér á báti. Það fór allt sem hugsað getur á versta veg(það reyndar dó sem betur fer enginn). Samt erum við í 6. sæti, munum ekki falla niður um deild og eigum tölfræðilegan möguleika á því að ná meistaradeildarsæti.

    WBA er slys sem kemur fyrir á bestu bæum og af því að við erum Liverpool þá þolum við einn ósigur gegn lélegu liði.

    Við erum þrátt fyrir tapið gegn WBA á leiðinni upp. Eigendurnir eru með áætlun sem á að koma okkur örugglega upp í 1. stig. Við og leikmennirnir þurfum að hafa sömu trú og eigendurnir sem þýðir að fyrr en seinna verðum við þar sem við eigu heima. Á toppnum.

  101. @Maggi

    Stórkostlegt að sjá myndbandið af Norwich leiknum. Maður veltir fyrir sér hvort við gátum ekki nýtt það sem Pacheco hefur uppá að bjóða strax í vetur? Hann er allavega að sýna mjög góða takta þarna og vonandi kemur hann mjög sterkur til baka næsta sumar!

Liðið gegn Woy Bromwich Albion:

Vallarmál