Braga á morgun

Menn hafa rætt mikið og ritað um mikilvægi þessarar keppni fyrir Liverpool FC undanfarið. Ég hef nú áður komið inn á þessa hluti hér í upphitun og skoðun mín hefur akkúrat ekkert breyst. Liverpool Football Club snýst um það að vinna titla og því miður hafa þeir verið af afar skornum skammti undanfarin ár. Þessi keppni gefur mönnum kost á því að keppa í úrslitaleik þar sem sigurvegarinn hampar bikar. Ég gleymi seint ánægjunni sem fylgdi því að lyfta þessum bikar í Dortmund forðum daga í einum eftirminnilegasta úrslitaleik sögunnar.

Við erum ennþá í þessari keppni og þótt margir séu á þeirri skoðun að hún sé ekki fugl né fiskur við hliðina á Meistaradeildinni, þá er þetta engu að síður Evrópukeppni. Sigurvegarinn í henni keppir næsta haust um titilinn meistari meistaranna í Evrópu. Þó svo að peningaupphæðirnar séu mun lægri en í hinni Evrópukeppninni, þá skipta þær engu að síður miklu máli í bókhaldinu. Við fáum einnig mun fleirri leiki heldur en ella, ég allavega fagna öllum leikjum sem á dagskránni eru hjá liðinu. Come on, maður fylgist meira að segja með grútleiðinlegum og tilgangslitlum æfingaleikjum á undirbúningstímabilinu.

Það má svo aftur alveg deila um það hvernig liði eigi að stilla upp í keppni sem þessari. Ég hef verið ákaflega ánægður með það þegar ungir og efnilegir strákar hafa fengið tækifæri í henni, og fyrir mitt leiti þá mætti vera mun meira um það. En það er erfitt verk fyrir höndum, það er ljóst. Ég vil allavega ekki leiða hugann að því núna að falla úr leik á móti honum Braga, það bara kemur ekki til greina. Mér fannst mótherjarnir ekki vera sérstakir á sínum heimavelli og ég er algjörlega sannfærður um það að ef menn lyfta spilamennsku sinni á aðeins hærra plan, þá förum við áfram.

En hvað þarf til? Til að byrja með þá bara má ekki stilla aftur upp álíka miðju og var í síðasta leik, bara útilokað. Miðja með þá Poulsen, Spearing og Lucas má bara ekki gerast aftur. Auðvitað eru stór skörð hoggin í leikmannahóp okkar manna, en ekki það stór að ekki sé hægt að stilla upp liði sem getur spilað pass and move fótbolta og siglt yfir þetta Portúgalska lið.

Agger og Jonjo eru byrjaðir að æfa aftur, en ég reikna ekki með þeim í þennan leik. Kelly og Aurelio eru á batavegi, en ekki byrjaðir að æfa aftur og svo er Stevie ný búinn í aðgerð og verður fjarverandi næstu vikurnar. Suarez er svo ekki gjaldgengur í keppnina. En það er nóg eftir að fótboltamönnum sem eiga að vera nægilega góðir til að vinna góðan sigur annað kvöld.

Þegar kemur að vörninni, þá eru tveir möguleikar í stöðunni. Hafa Johnson í sinni stöðu hægra megin og gefa Wilson sénsinn hægra vinstra megin, eða þá að Carra taki hægri bakk og Johnson þann vinstri. Ég ætla svo sannarlega að vona að fyrrnefnda uppstillingin verði ofan á og Kyrgiakos verði því á bekknum. Ég ætla allavega að tippa á það.

Flóknara verður það þegar kemur að miðjunni okkar. Er algjörlega sannfærður um að Spearing byrji þennan leik við hlið Lucas á miðjunni. Ég hefði sjálfur kosið að sjá Meireles þar, en ég held að King Kenny gefi Scouser-num sénsinn. Ég býst því við því að Kuyt verði hægra megin og Meireles í holunni (frekar en öfugt). Vinstri vængurinn er aðeins meira heilabrot, þ.e. hvort það verði Cole eða Maxi sem hefji leik þar, ég ætla allavega að giska á að Joe Cole fái enn og aftur sénsinn á því að fara nú að ýta ferli sínum hjá Liverpool af stað. Frammi verður svo Carroll, held að hann fái sitt fyrsta sæti í byrjunarliði á morgun. Ég ætla því að tippa á þetta lið:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Wilson

Lucas – Spearing
Kuyt – Meireles – Cole
Carroll

Bekkurinn: Gulacsi, Kyrgiakos, Flanagan, Poulsen, Pacheco, Jovanovic og Ngog

Ég bara hreinlega neita að trúa því að við fáum enn einn drepleiðinlega leikinn í þessari keppni. Menn þurfa að stíga upp og þá er ég að tala um leikmenn eins og Cole. Ég býst við því að Carroll eigi eftir að vera vörn Braga til verulegra vandræða, þeir munu ekkert eiga í hann, en ég vonast samt til þess að nærvera hans verði ekki til þess að Carra og Skrtel fari í einhvern skringilegan “playmaker” leik þar sem þeir halda að sniðugt sé að sleppa einhverju sem kallast miðja hjá liðinu. Við þurfum áfram pass and move bolta, þrátt fyrir styrk Carroll í loftinu.

Ég er einnig á því að styrkur hans í loftinu eigi að gera það að verkum að það opnist fyrir aðrar leiðir, þ.e. þessi ógn er til staðar að fara í mjög svo direct leik og þar með skapist pláss á vængjunum, hvort sem það þýðir overlap fyrir menn eins og Johnson, eða “innkeyrslu” frá vængjunum eins og Cole og Kuyt eru hrifnari af.

All in all, býst við okkar mönnum grimmum á morgun og öruggum 3-0 sigri. Carroll skorar sitt fyrsta mark fyrir félagið, Kuyt bætir við öðru og svo mun Cole einnig vakna af blundinum sínum og setja eitt. Vonandi verður tilhlökkun fyrir 8. liða úrslitunum aðal málið hjá manni á föstudagsmorguninn.

62 Comments

  1. ÉG sagði í athugasemdum við síðustu færslu að ég myndi ekki gráta það mikið að þurfa ekki að horfa á Liverpool spila á fimmtudögum í Langtíburkistan, EN það þýðir samt ekki að ég vilji ekki að liðið vinni ekki þennan bikar, ÉG vil og vona að við vinnum hann!!!

    LFC #Winning

  2. Við vinnum leikinn 2-0. Reina fagnar 300 leik sínum fyrir Liverpool með því að halda hreinu 🙂

  3. Þegar kemur að vörninni, þá eru tveir möguleikar í stöðunni. Hafa Johnson í sinni stöðu hægra megin og gefa Wilson sénsinn hægra megin,

    veit að þú meinar í vinstri en ..

  4. Vonandi skorar stóri maðurinn og Cole fær smá þol í vasann í leiðinni. Væri frábært að gefa Anfield markaleik í fyrsta skipti síðan gegn Hull 2009. Ef einhver man eftir öðrum, plís láttu mig vita því þetta er vandræðalega langur tími.

    Spái 2-0 fyrir Liverpool þar sem Carroll skorar í fyrri hálfleik og Pepe Reina fær að taka vítaspyrnu á 91 mín.

    VONA að leikurinn fari 5-0 og Carroll setji öll:D

  5. Flott og skemmtileg upphitun!

    Heyrðu ég spái okkar mönnum 3-0 sigri. Carrol 1, Meireles 2!

    Come on you Reds! YNWA!

  6. Í þessari, annars góðu, leikskýrslu stendur að sigurvegarar keppninnar fái að keppa í keppni meistara meistaranna, er það svo, hef lengi ekki verið viss með þetta? Eef svo er þá vill ég vinna þessa keppni og reyndar einnig, ef svo er ekki.

  7. Það vantar einhvern veginn sjarmann yfir þessa keppni, ég er ekki einu sinni spenntur fyrir leiknum. Og er ég vanalega mjööög spenntur fyrir öllum LFC leikjum.

  8. 3-0 fyrir Liverpool í Evróudeildinni !!! Rosalega finnst mér menn vera bjartsýnir.

    Ég er hræddur um að þessi leikur fari bara hreinlega 1-1 og við föllum út.
    Við gætum haldið hreinu og farið í framl með 1-0 sigri og flip-a-coin eftir það !

  9. Takk fyrir ábendinguna GÁsgeir, smá innsláttarmistök.

    @bjössi, já á hverju hausti keppa Europa League sigurvegararnir við Champions League sigurvegarana um titilinn Meistarar Meistaranna í Evrópu. Sá leikur fer ávallt fram í Monaco.

  10. Já það er lítill sem enginn sjarmi yfir þessari keppni en ég neita að trúa því að við dettum út fyrir Braga. En það getur svosem allt gerst þar sem leikur liðsins er ansi sveiflukenndur. Semi-Evrópukvöld á Anfield ætti þó að vera nóg til þess að rífa menn upp á nefhárunum og láta þá spila eins og menn.

  11. @ssteinn – ég skil, það er sumsé keppni! hélt að þarna væri átt við meistaradeildina, mín mistök

  12. mér finnst nú bara fínt að vera keppa um bikar…. sama hvað hann heitir… við megum bara kallast heppnir að vera spila um bikar á þessu seasoni… það eru nú sum lið sem eru bráðskemmtileg í þessari keppni þó að meirihlutinn séu vissulega ekki spennandi en ég er viss um að 8 liða úrslitin gætu verið spennandi.
    auk þess er maður virkilega ánægður fyrir hönd kenny d. að stjórna liði í þessari keppni sem hann hefur ekki gert áður… og vonandi vinnur hann !!!!

    ég held að liverpool sýnir snilldartakta í sókninni og leikurinn fari 2-0
    YNWA

  13. Ég myndi byrja með Maxi inná á kostnað Spearing. Mereiles þá aðeins dýpri og Kuyt frammi með Carroll.

  14. Sorry strákar – það er ekki hægt að gíra sig upp í stemningu fyrir þessari keppni. Þrátt fyrir að úrslitaleikurinn gegn Alaves hafi verið frábær skemmtun hér um árið – þá hreinlega næ ég ekki upp áhuga á þessum leikjum. Ekki bætir úr skák hversu óhemju leiðinlegir leikirnir hafa verið – það jaðrar við að vera yfirnáttúrulegt hversu boring þeir hafa verið. Skýringin liggur væntanlega í því hversu lítinn áhuga leikmenn og starfslið Liverpool hafa á þessari keppni.
    En auðvitað eigum við að reyna af alvöru að vinna þessa dollu eða nota keppnina sem undirbúningsleiki eða showcase fyrir yngri og/eða óreyndari leikmenn. Sú hálfvelgja sem hefur einkennt aðkomu LFC að þessari keppni í vetur er frekar ömurleg.
    Ég reyni að horfa á sem flesta leiki með mínu liði, og geri mitt besta til að rífa upp stemmingu fyrir þá – það er bara því miður ekki hægt í þessari keppni.

  15. Ég spái 1-0 fyrir Liverpool. Dettum svo út í vítaspyrnukeppni. Reina sem á að heita vítabani hefur ekki varið víti síðan seint á síðasta áratug.

  16. Liðið mitt:

    Reina – Johnson – Carra – Skrtle – Wilson – Lucas – Meireles – Kuyt – Pacheco – Cole – Carroll

    Vinsamlegast skilist til King Kenny Dalghlish fyrir kl. 20:05 annaðkvöld.

  17. Þykir menn heldur bjartir að halda að Joe Cole sé að fara skora… miða við getu hans í undanförnum leikjum þá ætti hann nú bara ekkert að vera á blaði í þessum leik!

    Mín spá er 1-0 í FT og svo skorar Carroll eða Ngogí framleggingu…2-0
    YNWA!

  18. Mér þykir nú alveg ótækt fyrir Liverpool að vera ekki í neinni evrópukeppni, svona fyrir utan skítinn sem við stuðningsmenn fengjum fyrir það.
    1. Það eru peningar í þessari keppni
    2. Gæti reynst erfiðara að versla gæðaleikmenn… og halda öðrum.
    3.4.5.6… Þá hafa nú verið leiðindarleikir í deildinni jafnt sem evrópukeppni og það hlýtur jú að vera fagnaðarefni að fá fleiri leiki að horfa á (þessi Marsmánuður er t.d. að drepa mig) eða allavega á næsta seasoni þegar er búið að fjölga leikmönnum sem kunna fótbolta 🙂
    Þá finnst mér reyndar líka fúlt að fá bara 2-3 laugard.leiki yfir tímabilið en þá er allavega eitthvað skemmtilegt við annars þessa leiðindar sunnudaga.
    Svo að lokum þá má í versta falli nota keppnina til að leyfa kjúllunum að spreyta sig.

  19. Hvar er pacheco ?
    Afhcerju leifum við ekki honum að byrja.
    En ég held að eina leiðin til að vinna þennan leik
    er að pressa þá upp að hornfána.Eitthvad sem
    pache er góður ì.

  20. Enska Úrvalsdeidin er það sem á alltaf á hverju ári að vera efst á forgangslistanum hjá Liverpool og svo Meistaradeildin þegar hana nýtur við. Þar fyrir neðan eru svo allar aðrar keppnir jafnar hjá Liverpool. Það á að fara í alla leiki alltaf til að vinna þá. Liverpool hefur ekki mannskap í að velja sér keppni til að leggja áherslu á. FA-Cup og League-cup gefa sæti í sömu evrópukeppni, því á Liverpool alltaf að leggja mikla áherslu á báðar keppnir þar sem í báðum tilfellum er þetta styðsta leiðin að bikar og sæti í Evrópukeppni. Það verður algjör hörmung ef það verður ekki Evrópukeppni á Anfield næsta vetur. Allar keppnir eru af hinu góða, fleiri leikir=auðveldara að fá leikmenn til okkar. Liverpool verður að vinna á morgun og því vona ég að Dalglish stilli upp sókndjörfu liði á morgun. Það þýðir í mínum huga að tveggja manna miðja má ekki vera skipuð Lucas-Spearing eða Lucas-Poulsen. Ég held að það sé nokkuð öruggt að Reina, Johnson, Carra, Skrtle, Lucas, Mereiles og Kuyt byrji leikinn. Carroll hefur gott af því að byrja einn leik fyrir Sunderland leikinn á sunnudag og því byrjar hann. Braga koma til með að pakka í vörn og því þurfum við leikmann sem er sterkur maður á mann inni í teig andstæðingana og þar kemur Cole sterkur inn. Wilson hefur verið traustur í vinstri bakverði og vona ég að hann fái að leysa það verkefni á morgun. Það sást greinilega í fyrri leiknum á móti Braga að Kuyt hefur ekki þann hraða sem leikmaður þarf að hafa til að spila við hliðin á Carroll. Því vona ég að við fáum að sjá eitthvað óvænt á morgun. Einhverja óþekkta stærð, einhvern ungan og sprækan. Liðið hefur bara verið hrein hörmung á útivelli því viljum við fá almennilegan sóknarbolta á morgun. Ofan á það þarf Dalglish að sýna það og sanna að hann gerði rétt með að stilla upp svona steingeldu liði í fyrri leiknum og ætla að treysta á Anfield. Munum það að Liverpool er úr leik í stöðunni 2-1. Staðan er 2-0, 85 mínútur búnar og Braga skorar eitt……….dauði og djxxxxx. Liverpool verður að setja þennan leik strax í 3-0. Þetta verður háspenna frá upphafi, mér er alveg sama hver mótherjinn er. Liverpool er að spila, þetta eru nokkrir ís-kaldir og hnakkrifist við sjónvarpið og félagana um vafaatriði. Áfram Liverpool.

  21. ÞHS, það er erfitt að lesa úr þessarri stafasúpu.

    En annars að leiknum, verður þetta ekki enn einn drepleiðinlegi leikurinn í evrópukeppninni. En það er bara eitt sem ég skil ekki og mér sýnist fleiri vera á sömu nótum, afhverju fær Pacheco enga sjénsa, ekki einu sinni sem varamaður þó að hann hafi verið nokkuð reglulega á bekknum. Hefur hann nokkuð spilað eina einustu mínútu síðan Kenny tók við? Shelvey fékk hinsvegar fullt af þeim áður en hann meiddist.

  22. Ef Pacheco sé svona góður eins og allir eru að segja haldiði að hann væri ekki búin að spila meira? við sjáum hann ekki á æfingum hvorki Roy né Kenny búnir að gefa honum séns svo ég hef ekki mikla trú á kauða

  23. Allir sem eru að öskra eftir Pacheco er sennilega búnir að tapa veruleikanum vegna ofspilunar á FM

  24. Pacheco er ekki góður í FM… Við viljum sjá hann líklega því það hefur verið talað um hve efnilegur hann er og það sem við höfum fengið að sjá af honum þá kom hann með mikinn hraða og tækni inn í leikinn, og í mörgum leikjum var hann töluvert líflegri en hálf dauðir liðsfélagar hans.

  25. Vona heitt og innilega að ekki sé komið að leiðarlokum í þessari keppni! Það verður bara að vera eitthvað að hlakka til…!! Koma svo Liverpool FC.

    Carroll og Cole verða með flugeldasýningu í kvöld og málið dautt.

    YNWA

  26. Verð líka að bæta við að hvort sem Liverpool er í útsláttarkeppni í uefa cup eða meistaradeildinni, þá finnst mér undantekningalaust fyrri leikirnir óspennandi og leiðinlegir.
    Það er ekki fyrr en í seinni leiknum þegar allt er undir að spennan fer að kitla mann… og á það líka við núna. Áfram Liverpool.

  27. Bikar er Bikar mér er alveg sama hvað hann heitir þegar hann er eini okkar eini séns.
    Ég vona svo sannarlega að Dalglish verði með Kuyt og Carroll saman frammi. Þeir saman munu mögulega skerpa á annars vandræðalegum sóknarleik okkar í þessari keppni. Við erum á heimavelli og verðum að sækja sigur! Sóknin er besta vörnin stendur einhverstaðar.
    Enn því miður verður ekki hægt að anda rólega í þessum leik fyrr enn við erum komnir í 3-0.

    Áfram Liverpool!
    YNWA!

  28. Ég er spenntur fyrir leiknum í kvöld, alltof langt síðan Liverpool vann einhvern bikar.

  29. Hvernig stendur á því að það eru ekki ALLIR Liverpool menn spenntir yfir leiknum? Europa league er hörkukeppni á þessu stigi. Það er fullt af flottum liðum þarna eins og Porto, CSKA, Zenith, Benfica, Villareal, Ajax og auðvitað Liverpool og Man City. Ef mínir menn í United væru í þessari keppni að þá væri ég drulluspenntur og æstur í þennan titil, því það er gríðarlega erfitt að vinna hann. Ég er ekki að reyna að vera með leiðindi mér finnst þetta bara mjög undarlegt viðhorf sem nokkrir stuðningsmenn Liverpool hafa.

  30. Hjörtur, þú ert leiðinlegur!!!!…afhverju hafa utd menn króníska þörf til að skoða og commenta á bloggið okkar???? alveg er mér drullusama hvað þið eru að skrifa og fjalla um!!!

  31. Það er akkúrat ekkert að því þessu sem Hjörtur segir og algjör óþarfi að vera eitthvað að “dissa” það.

    Auðvitað vonar maður að við förum áfram í þessari keppni. Komast í úrslita leikinn, ekki spurning.
    Hvort mynduð þið vilja frekar, vinna þessa keppni eða detta út í 8 liða úrslitum í Meistaradeildinni ?

  32. Hjörtur fer með rétt mál. Bikar er bikar, eigum að reyna vinna þá alla. Sama hversu stórir eða litlir þeir eru. Held að Arsenal hefði ekkert á móti því að vera í þessari keppni núna, eða um leið og það var staðfest að þeir myndu mæta Barca.

  33. Fói ástæðan fyrir því að ég skoða þessa síðu ykkar er að mér finnst hún lang besta stuðningsmannasíðan á landinu og mér finnst gaman að lesa skemmtilegar fótboltagreinar þó þær tengist Liverpool. Hérna tala fullorðnir menn um fótbolta á málefnalegum nótum það er eitthvað sem skortir á flestum spjallborðum landsins. En auðvitað eru menn eins og þú Fói sem sanna að það eru skemmd epli alls staðar.

  34. Hjörtur hittir naglann á höfuðið. Ég er virkilega spenntur og vona og trúi að Liverpool FC bæti Evrópudollu í safnið á Anfield í vor 😉

    Carroll 2, Cole og Meireles/Kuyt sama hvor það verður! Hugsanlegt að einhver rækja skori eitt fyrir Braga.

  35. Mér finnst í lagi að hlusta á þessa örfáu united menn sem tala ekki með rassgatinu

  36. Æ góði besti Hjörtur, skemmd epli, þú veist ekkert um mig og ekki vera að fullyrða um eitthvað sem þú veist ekkert um. Fannst þessi ummæli þín bara hljóma kaldhæðnisleg. Auðvitað vilja Manchester menn og Liverpool menn ekki vera í þessari keppni heldur í Meistaradeildinni. Síðan er himinn og haf á milli skemmtanargildi Europa leauge og Meistaradeildina á þessu stigi að mínu mati.

  37. Og Fói er ekki einu sinni orðinn fullur!! Hvað þá fullorðinn!

    En ég efa það stórlega Hjörtur að þú talir fyrir hönd allra stuðningsmanna United þegar þú skýtur á þá sem eru ekki spenntir fyrir þessari keppni og segir að þú myndir vera mjög spenntur væri United í sömu stöðu.

    Menn eru bara misjafnir eins og þeir eru margir og þó það sé kannski hrokafullt gagnvart mörgum minni liðum þá er Europa League, keppni sem t.d. Aston Villa og fleiri ensk lið í sama styrkleika hafa bara forfittað undanfarin ár ekki næstum því eins spennandi og Meistaradeildin sem við höfum verið að ná mjög góðum árangri í á þessum áratug. Það er því að mínu mati bara mjög eðlilegt að leikur í 16 liða úrslitum gegn Braga sé ekkert mest spennandi verkefni í heimi, hvað þá þar sem þetta er þó stærsti leikur ársins í þessari keppni.

    Við fórum í undanúrslit í fyrra og það var enginn fúll daginn eftir að við duttum út, svo litlu skiptir þetta.

    Já og lið með Roy Hodgson sem þjálfara komst í úrslit í þessari keppni.

    Annars, enn og aftur, ekkert að því að fá sjónarmið stuðningsmanna annara liða hingað inn og oftar en ekki kryddar það bara umræðuna þó alltaf séu skemmd epli inn á milli.

  38. Fói ég biðst afsökunar á að kalla þig skemmt epli. En það breytir því ekki að mér fannst ummæli þín mjög kjánaleg. Ég skil ekki hvernig þú fékkst það út að ummæli mín nr. 32 hafi verið kaldhæðnisleg. Auðvitað er CL miklu flottari keppni en EL, en það breytir því að þetta er stór titill. Myndi klárlega taka hann fram yfir Carling Cup og FA Cup, ef lið mitt væri í þessari keppni sem gæti vel gerst, tala nú ekki um þegar Ferguson hættir.

  39. Babu staðan er nú bara þannig að það eru sex mjög sterk lið í ensku og aðeins fjögur af þeim komast í CL, það er því engin skömm af því að vera í EL þó það sé vissulega ekki draumastaða. Það eru fullt af góðum liðum sem lenda í því að komast ekki í CL og þurfa að sætta sig við EL. Ef United lendir í þessari stöðu að þá mun ég sjálfsögðu vonast til að við tökum þessa keppni því ég er jú United stuðningsmaður og styð þá í öllum keppnum af fullum hug. Að mínu mati er maður ekki almennilegur stuðningsmaður ef maður styður ekki lið sitt af fullum krafti í keppni eins og EL.

  40. Afsökunarbeiðini móttekinn 🙂 Það er bara málið Hjörtur að maður er svo vanur ýmsum sneiðum frá Man.Utd þessa dagana hvort sem það er undir rós eða ekki. Við erum bara ekki vanir því að Man.Utd komi með eitthvað málaefnalegt er varðar Liverpool. Ef Liverpool vinnur þennan titil er ég hræddur um að aðrir stuðningsmenn munu gera lítið úr honum og kalla hann framrúðubikar evrópu eða euro disney titilinn eða eitthvað álíka. Persónulega vildi ég frekar FA cup en þennan. En auðvitað eru skiptar skoðanir um það. Og við skulum lofa að hlæja ekki eða gera grín að Man.Utd ef þið lendið í þessari keppni eftir að Sir Alex hættir 😉

  41. Á meðan Liverpool er í keppni sem maður getur unnið bikar ef maður vinnur keppnina á Liverpool alltaf að reyna vinna hana. Sama hvort það þurfi 10 leiðinlega leiki og 1 skemmtilegan er mér drullu sama.

  42. Auðvitað styðja allir liðið og eftir allt sem gengið hefur á utanvallar hjá Liverpool er ekkert ofboðslega skrítið að liðið hafi ekki (einu sinni) náð í topp 6 í fyrra og sé í basli með það í ár.

    Það breytir því ekki að áhuginn er enganveginn sá sami þó flestir okkar horfi á alla leiki fyrir því vonist auðvitað alltaf eftir sigri. Þú ert að ljúga að sjálfum þér ef þú ert jafn spenntur fyrir Braga í 16 liða úrslitum EL og þú ert gegn Porto í 16 liða úrslitum CL ef þú skilur hvað ég meina.

    Ég hef síðan farið ágætlega yfir það í vetur og fyrravetur að oftar en ekki erum við að mæta liðum sem við höfum aldrei heyrt um áður! Auðvitað hægt að horfa á það frá tveimur hliðum, annarsvegar að þetta er nú gamli ljóminn við þessa keppni og upphaflega hugmyndin. En á móti er þetta auðvitað hættumerki um að við erum að missa af gullnámunni sem CL er.

  43. Haha Fói ég ætla nú ekki að treysta á það, sérstaklega ekki ef þið verðið í CL á sama tíma.

    Babu að sjálfsögðu finnst mér CL miklu meira spennandi keppni en málið snýst ekkert um það. Heldur að það eru nokkrir “stuðningsmenn” ykkar sem eru ekki einu sinni spenntir og nenna varla að horfa á leikinn í kvöld. Það finnst mér stórundarlegt. En ég efast ekkert um að þetta er svona hjá öllum liðum.

  44. Sælir strákar.

    Er það ekki rétt hjá mér að sigur í þessari keppni er okkar eini möguleiki á að ná sæti í Evrópukeppni á næsta ári? 5. sætið í deildinni er fjarlægur möguleiki eins og staðan er í dag en eftir úrslitin í bikarkeppnunum þá eru sætin 1-5 þau einu sem gefa sæti í þeim keppnum. Rétt?

    Mér finnst þessi keppni gríðarlega skemmtileg. Ég horfði á leikina í gær í CL og hesús hvað þeir voru leiðinlegir. Svo er ágætt að hafa í huga að ef við komumst í úrslitaleikinn getur það skapað okkur gríðarlegar tekjur sem okkur veitir nú ekkert af.

    Tökum þennan leik 3-0 og Kuyt skorar þrennu.

    Áfram Liverpool!

  45. Ein spurning öðru tengt.

    Hvernig get ég fengið upphaflegu kop.is síðuna í símann minn. Mér leiðist mobile útgáfan en kunni vel við netsíðuna.

    Einhver?

  46. Hössi, ef þú skrollar neðst á mobile síðunni í símanum má finna þar hanpp sem býður þér að notast við venjulegu útgáfuna.

  47. Ég þarf enga United menn til að segja mér hvað mér á að þykja skemmtilegt, spennandi eða áhugavert. En hvar sem Liverpool spilar og hvenær sem það er þá reyni ég eftir fremsta megni að styðja liðið mitt. Maður er auðvitað orðinn vanur hrokanum í United mönnum sem að telja það eðlilegan hlut að maður eigi bara að lippast niður og þegja því United sé á toppnum. KJAFTÆÐI! Held áfram að setja út á United og upphefja mína menn sama hvernig gengur!

    Varðandi leik kvöldsins þá er ég mjööööög spenntur fyrir honum. Eina sem dregur kannski úr spennu minni er að Suarez má ekki spila leikinn og er það verra. En Carroll á eftir að vera með hvort sem það er í byrjunarliði eða að koma inn á seinna í leiknum! Ég ætla að spá því að Carroll setji sitt fyrsta mark í kvöld í rauðu, fallegu treyjunni! Leikurinn fer annars 3 – 1

  48. Þurfum að fara að geta eitthvað án kóngsins. Veðja á að það gerist í kvöld. Vinnum 3-0… Kuyt tvö , Meireles eitt.

  49. Krulli. Hvað meinaru án kóngsins ?? Er Dalglish ekki á hliðarlínunni í kvöld?

  50. Hann á við Captain Fantastic reikna ég með.

    Ég segi 4-0…Carroll með 2, Kuyt eitt og Johnson það seinasta 😉

    Staðfest!

  51. Liverpool Confirmed:Reina/Johnson Carragher Skryel Wilson/Kuyt Meireles Leiva Maxi/Cole/Carroll
    Samkvæmt Collymore á Twitter…..

  52. Samkvæmt norsku síðunni

    Reina Keeper () ut
    Johnson Høyreback () ut
    Carragher Midtstopper 1 () ut
    Skrtel Midtstopper 2 () ut
    Wilson Venstreback () ut
    Cole Høyre midtbane () ut
    Meireles Sentral midtbane 1 () ut
    Leiva Sentral midtbane 2 () ut
    Rodriguez Venstre midtbane () ut
    Kuyt Spiss 1 () ut
    Carroll Spiss 2 () ut

    varamenn

    N’Gog () inn () ut
    Gulacsi () inn () ut
    Spearing () inn () ut
    Kyrgiakos () inn () ut
    Pacheco () inn () ut
    Poulsen () inn () ut
    Flanagan

    vá hvað þetta er ónýtur bekkur!

Erfið leið til Evrópu

Byrjunarliðið komið!