Erfið leið til Evrópu

Góðvinur okkar Fabio Capello dró í FA-bikarnum um helgina og seint telst það nú sennilega lukkudráttur!

Drátturinn þýðir það að nú er orðið ljóst að Bolton eða Stoke munu taka eitt sæti enskra í Europa League og bætast þar við lið Birmingham City í Evrópudeildinni á næsta ári.

Það þýðir bara eitt, að aðeins eitt deildarsæti í Englandi gefur þátttökurétt í þá keppni á næsta ári, það er 5.sætið í deildinni. Að auki fær svo sigurvegari keppninnar líka þátttökurétt, en þá skilst mér að það lið þurfi þá að fara í gegnum forkeppni, líkt og þegar við unnum CL forðum.

Ég viðurkenni fúslega að vera á báðum áttum með það hversu mikil áherslan á að vera á að keppa í Evrópudeildinni á næsta tímabili, hvað þá ef um forkeppni verður að ræða. Þátttaka liðsins í vetur hefur verið samsafn af leikjum gegn frekar slökum andstæðingum sem hafa undantekningalítið dregið okkur niður á sitt plan.

En það er allavega ljóst að töluverðar líkur eru á að ekki verði neitt Evrópuævintýri Liverpool Football Club á næsta ári. Það yrði í fyrsta sinn síðan 1999 – 2000.

50 Comments

  1. ÉG verð nú að segja það að ég mun ekki gráta það lengi að þurfa ekki að horfa á LFC spila í Langtíburtkistan á fimmtudögum og svo í deildinni á mánudagskvöldum. Heldur vil ég sjá liðið nota næsta vetur þá til að einbeita sér að deild og bikar og ná aftur í CL sætið okkar!

  2. Já, persónulega sama um þess evrópudeild.
    Hinsvegar veltir maður því fyrir sér hvort að þetta hafi einhver áhrif á stöðu okkar á leikmannamarkaðinum, hvort að leikmenn vilji síður koma til liverpool ef félagið er ekki að taka þátt í evrópukeppnum.

  3. Ekki gleyma hinu breska pundi. Þessi evrópukeppni skiptir engu þegar menn eru að fara að fá tugi þúsunda punda á viku í launahækkun. Þó einhverjir eigi eflaust eftir að benda á álit sitt á Kenny og þránna til að spila fyrir félagið.

  4. Mér er alveg sama um þessa Evrópudeild á næsta ári.
    Vil frekar sjá liðið einbeita sér að deildinni á næstu leiktíð og komast í Meistaradeildina að tímabilinu loknu.

    Það er of erfitt að spila á fimmtudegi og svo á sunnudegi gegn liði sem hefur fengið alla vikuna í hvíld og undirbúning fyrir þann leik.

  5. Hefði ekkert á móti því að spila í Evrópudeildinni, finnst bara að við mættum vera duglegri í því að tefla fram ungum óreyndum piltum til leiks þó við töpum eins og gerðist í Carling á þessu tímabili.

  6. Sammála Birki, höfum verið að stilla upp alltof mikið af lélegum leikmönnum í evrópudeildinni sem eiga enga framtíð hjá liðinu. Sbr. Ngog, Poulsen, Spearing, Jovanovic.

    Við sjáum aldrei hvort leikmenn séu tilbúnir í aðalliðið nema þeir fái byrjunarliðsleiki (Sjá t.d. Kelly).

  7. Takmarkið hjá Liverpool á næsta tímabili á að vera að ná í topp 4 í deildinni og ná langt í FA bikarnum.
    Ef þetta hefur ekki áhrif á að fá góða leikmenn þá er mér alveg sama um þessa keppni, kannski væri það bara styrkur fyrir okkar að geta einbeitt okkur bara að deildinni á meðan hinir eru í CL og uefa bikarnum.

  8. Riðlakeppnin í ár var svo vandræðalega leiðinleg og svo hafa þessir þrír leikir í útsláttarkeppninni verið algjör kvöld og pína að horfa á. En þetta er einn auðveldasti bikar sem við getum fengið og bikar er bikar. Að öllu öðru leyti er mér slétt sama um þetta og fagna því eiginlega að liðið þurfi ekki að ferðast til krummaskuða víðsvegar um Evrópu til að spila dreeeeeeeepleiðinlega knattspyrnu.

  9. Ég held reyndar að Evrópukeppnin hafi fjárhagslega mjög góð áhrif á félagið. Það er sem mig minni að það lið sem vinni þá deild fái í sinn hlut svipaða upphæð og lið sem nær í áttaliða úrslit CL.
    Það eru nokkrir tugir milljóna punda sem skipta rekstur svona félags miklu máli.

    Eins leiðinlegt og þetta er þá er það nú líklega ástæða þess að best væri að við höktum í gegnum þessi leiðindi aftur en þá væri óskandi eins og menn hafa bent á hér að ofan að nýta hana betur í að leyfa ungum leikmönnum í bland við aðra að spila.

  10. Er það alveg staðfest að annað sætið í FA Cup gefi Evrópusæti ef sigurvegari hennar kemst í meistaradeildina? Minnir að ég hafi lesið annað fyrir ekki svo löngu án þess þó að nenna að grafa það eitthvað upp. Allavega var sú staða á teningunum í deildarbikarnum að B’ham fengu aðeins Evrópusætið með því að vinna Arsenal en hefðu ekki fengið það hefði Arsenal unnið.

    Því spyr ég mér vitrari menn, er þetta eitthvað staðfest? Því að þrátt fyrir að Europa League verði ekki spennandi fyrr en í fyrsta lagi 8 liða eða jafnvel undanúrslitunum er bikar alltaf bikar og þetta skilar seðlum í kassann, fyrir utan að vera gott tækifæri til að gefa ungum mönnum og efnilegum sénsinn.

    Svo er ég líka á því að liðið þurfi að fá blóðbragðið saman og þó að bikarinn sé ekki stór er alltaf gott að vinna hann. Maður getur tekið nærtækt dæmi um að fyrsti bikarinn sem núverandi Utd. lið tók var einmitt deildarbikarinn 2006. Því fylgdu 3 deildartitlar í röð 2007-2009 + meistaradeildin og þeir eiga ennþá möguleika á þrennunni í ár. Oft setur lítið grjót skriðuna af stað með öðrum orðum.

  11. P.s Vill samt þessa einu dollu sem eftir er í ár þ.e Evrópudeildina fyrst við erum þarna á annað borð

  12. Ég vill ekki sjá evrópudeildina á næsta ári, frekar vill ég að menn einbeiti sér í deildinni og þá sérstaklega að ná meistaradeildarsæti. Það er að segja ef að við náum að styrkja liðið eitthvað í sumar.

    YNWA

  13. Auðvitað vill maður vinna dolluna, deildarbikarinn var nú bara fyrir smávindla að mati scums þar til þeir tóku hann allavegna 2 ár í röð.
    Mig minnir líkt og 14 að hafa lesið að ef lið úr CL vinni bikarinn þá fari evrópusætið ekki á þá sem töpuðu úrslitaleiknum heldur 6 sætið????? hengi mig samt ekki uppá það

  14. Strákar ekkert bull. Þótt að þetta sé kannski ekki skemmtilegasta keppnin þá er þetta samt tekjur fyrir klúbbinn og jú það er nú einu sinni dolla í boði!

  15. Samála Hauk.
    Nútíma fótbolti snýst mikið um penninga og þarna er hægt að fá fullt af þeim og líka gefa ungum leikmönum tækifæri til þess að öðlast reynslu.
    M.kelly sló þarna í gegn og nældi sér í sæti. Spearing er að fá að spila þarna, Fatlaði framherjin okkar hann Ngog fær fleiri mín, S. Darby fær mín, menn sem eru að koma sér í gang eftir meiðsli fá að spila þarna og svo framvegis.
    Ég er á því að við náum 5.sætinu á kostnað Tottenham.

  16. Ég vil komast í Evrópukeppnina á næsta ári og helst að lenda gegn liðum frá löndum sem lengst í burtu frá Liverpool og fara til borga sem ég hef ekki heyrt af áður. Ástæðan? Jú, ég vil fá fleiri landafræðipistla frá Babú næsta vetur 😉

    Babú, ef við spilum ekki í Evrópu á næsta tímabili ertu þá ekki til í að skrifa nokkra pistla um fornfræg félög úr hinum ýmsu kimum Evrópu???

  17. Bíddu…..er ég í alvöru að lesa það að Liverpool eigi ekki að taka þátt í Evrópudeildinni af því önnur lið draga okkur niður á lélegt/leiðinegt plan…..jaaaa. Eða þá að við séum að spila með “vitlausa” leikmenn í þessari deild….eða af því að það er svo leiðinlegt að horfa á leiki á mánudögum! Undarlega ályktað.

    Ætli leikmenn hugsi “Við skulum ekkert reyna á okkur í Evrópudeildinni því liðin eru svo léleg….svo er svo erfitt a spila svona oft í viku”?

    Auðvitað eigum við að leggja áherslu á þennan bikar. Getur ekki einmitt verið að leikmenn sem eru ekki byrjunarmenn í deildinni séu notaðir á móti lakari liðum í þessari keppni til að komast að því hvort þeir eigi sér framtíð hjá liðinu. Keppnin er mikilvæg fyrir þessa leikmenn, efnilega leikmenn liðsins og áhangendur ef við vinnum deildina!

    Hættum að halda að Liverpool séu of góðir fyrir þessa keppni…liðið uppsker eins og það sáir.

  18. @14

    Annað sæti í FA Cup gefur evrópusæti ef sigurvegari fær evrópusæti á annan hátt.
    Í deildarbikarnum gildir það hins vegar ekki, ef sigurvegari þar fær evrópusæti á annan hátt flyst evrópusætið á deildina.

  19. Það má vera að löng og ströng ferðalög hafi komið niður á liðinu að einhverju leyti á þessu tímabili. Margir aðdáendur Tottenham sögðu að það hefði bara hjálpað liðinu að hafa ekki komist í EL í fyrra, þannig að liðið hafði ákveðið forskot hvað varðar leikjaálag og liðið var að mestu laust við meiðsli lykileikmanna. Ég er persónulega orðinn hundleiður á sunnudags og mánudagsleikjum hjá Liverpool, farinn að sakna þess að sjá liðið spila á laugardögum. Þá er rétt sem menn benda á að leikir liðsins í þessari keppni hafa verið átakanlega leiðinlegir.

    Ég man hins vegar eftir úrslitaleik Liverpool-Alaves sem var frábær skemmtun. Ef liðinu tekst að fara alla leið og hampa bikarnum í vor þá held ég að flestir aðdáendur Liverpool myndu gjarnan vilja að liðið myndi komast aftur í þá keppni að ári. Ég er eiginlega á þeirri skoðun þegar ég skoða kosti og galla keppninar að ég myndi vilja að liðið kæmist aftur í þessa keppni en myndi nálgast hana á þann hátt að ungu leikmennirnir myndu fá að halda heiðri félagsins á lofti.

  20. Eftir alla leiðindarleikina í Evrópukeppninni í vetur þá eigum við stuðningsmenn Liverpool einfaldlega skilið að liðið fari alla leið og dollunni verði lyft af Stevie G í vor. Bikar er bikar og það væri einfaldlega frábær endir á ömurlegri leiktíð enda eru 5 ár frá síðasta bikar sem er alltof, alltof langur tími!

  21. Auðvitað eigum við að stefna á Evrópu keppni á næsta ári.Ég sé ekki hvernig þessi keppni fær okkur til að spila leiðinlegan fótbolta,finnst það frekar vera liðsvalið.

  22. “When the domestic cup winners (considered as the “highest-placed” qualifiers within the national association) also qualify for the Champions League, their Europa League place is vacated, and the remaining Europa League qualifiers are moved up one place, with the final place (with the earliest starting round) taken by the domestic cup runners-up”

    http://en.wikipedia.org/wiki/2011%E2%80%9312_UEFA_Europa_League

  23. Það er náttúrulega slæmt fyrir félagið ef við komumst ekki í þessa keppni, vegna fjárhags sem kemur með keppninni, bikarnum sjálfum ef við myndum vinna, gæti haft áhrif á leikmannakaup og svo síðast en ekki síst ef við náum ekki að komast í þessa keppni þá þýðir það að við lentum ekki í top 5 sem maður vill auðvitað 100%

    En að keppninni sjálfri og frá mínu sjónarhorni þá græt ég mig ekkert í svefn ef okkur tekst ekki að komast þangað, meiri líkur að ég gráti yfir leiðinlegum leikjum sem við erum að spila í þessari keppni.

    = Ég er alltaf með hag klúbbsins fyrstann í flokki svo að auðvitað vill ég að við komumst þangað!

    YNWA

  24. 30

    Þannig ef ég skil þetta rétt, þá komumst við í forkeppni meistaradeildarinnar ef við vinnum europa league er það ekki?

  25. Jæja, ég skal henda mínum 2 sentum inn í þetta…

    Að sjálfsögðu vill ég að Liverpool sé í sem flestum kepnnum, því þá sé ég fleiri leiki og fleiri titlar í boði… Að því sögðu, ef að Fowler almáttugur kæmi til mín og segði: Þú mátt velja, engin Evrópukeppni en við endum í topp 4 á næsta tímabili eða Evrópukeppni og við náum ekki í topp 4 að ári… Þá myndi ég vilja sleppa Evrópu og komast frekar í Meistaradeildina að ári…

    Hins vegar er bókað mál að Liverpool með Suarez og fleiri leikmenn sem vonandi koma í sumar er töluvert meira spennandi lið og líklegt að það bjóði upp á mun meiri skemmtun og betri fótbolta en hefur tíðkast hjá okkur síðastliðin 2 tímabil.

    Þannig að mín lokaniðurstaða er sú, að auðvitað eigum við að vera stoltir af því að spila í Evrópudeildinni og eigum að gefa okkur alla í hana. Hætta að spila mönnum sem eiga enga framtíð hjá okkur og leyfa unglingunum að spreyta sig. Það á við í fleiri keppnum líka. Ég tel að næsta tímabil verði byrjun uppgangs félagsins (hef samt sagt þetta áður, eins og flestir) og með réttum kaupum í sumar eigum við að endurheimta pláss okkar í topp 4 og hægt og bítandi byrja að byggja upp lið sem á séns á að ná árangri í öllum keppnum. Við eigum langt í land, en við erum samt farin að sjá í fjallstindinn í fjarska yfir sjóndeildarhringnum.

    Innkaupalisti:
    2 miðverði sem kunna að spila bolta og eru ekki meiddir 70% af tímabili
    1 vinstri bakvörð, sem er ekki annaðhvort þroskaheftur sóknar- eða varnarlega.
    1 kantmann sem getur veitt Kuyt samkeppni og bætt við fjölbreytni í taktík
    1 sóknarmann, samkeppni og backup fyrir Suarez, Carroll og Kuyt
    nýjan leikvöll, með sérbox fyrir kop.is

    spurning að skella sér bara í fm?

  26. Voðalega eru menn eitthvað vissir á því að City endi í topp4 í deild. Ef City enda í 5 sæti í deild og vinna bikarinn, þá fær 6 sæti í deild væntanlega sæti í þessari “mis”spennandi keppni. Ég get alveg séð bæði Chelsea og Spurs fara upp fyrir City.

  27. Fréttin í #25 er um þegar UEFA hugðist breyta þessu og láta enga “runners-up” komast í keppnina. Á sama tíma var reynt að klippa út alla “league cup winners” úr Europa League.

    Það tókst ekki og reglurnar eru eins og sést í ummælum #30.

    Ég sjálfur vill sjá liðið spila í Europa League á næsta ári en setja þá keppni í neðsta sætið og leyfa “nýjum” leikmönnum að spila, þangað til ef að liðið kæmist upp úr riðlinum. Ef við lendum í forkeppni snemma næsta haust eiga varamenn að sjá um þá leiki.

    En ef að við komumst í úrslitin sem leikin eru í Dublin í vor væri það álitlegur ferðakostur fyrir leik!!!

  28. Þessi keppni hefur verið svo leiðinleg á þessu tímabili að maður er á báðum áttum hvort manni langi að sjá liðið sitt spila í henni á næsta tímabili. En auðvitað verður liðið okkar allt annað á næsta tímabili og mun spila Liverpool knattspyrnu eins og menn þekkja frá tímum Kenny hér áður fyrr – og þá mun maður vilja sjá liðið sitt spila sem oftast.

  29. Við eigum afar óraunhæfan möguleika á að ná fjórða sætinu og jafnvel því fimmta líka svo maður vonar auðvitað það besta í þeim málum. Myndi elska það ef okkur tækist að ná í Meistaradeildarsæti en því miður þá sé ég það ekki gerast. Við verðum bara að halda okkur í sjötta sætinu og freista þess að hoppa upp yfir næsta lið fyrir ofan ef færi gefst, meira er í rauninni ekki hægt að gera í stöðunni.

    Við erum að berjast í einni keppni núna og það reynist vera sú keppni sem mun geta skilað okkur sæti í sömu keppni næsta ár. Eini möguleikinn á titli í vetur og eini raunhæfi möguleikinn á Evrópukeppni á næsta ári. Mitt álit er því frekar einfalt á þessu, vinna þessa helvítis keppni. Við viljum bikarinn og viljum spila í Evrópukeppni á næsta ári svo auðvitað verðum við að leggja allt í sölurnar og landa þessum titli.

  30. Hjartanlega sammála Ghukha hér að ofan. Held meira að segja að þetta sér í réttri röð líka.

    Að tala um einhverja kanntmenn, miðjumenn, sóknarmenn á undan því að styrkja vörnina fyrst er bara bull og vitleysa. Við VERÐUR að byrja á vörninni og byggja þetta upp þaðan. Annars munum við ekki gera nokkurn skapaðan hlut á næstu árum.

  31. Ætti þessi evrópukeppni ekki að tryggja þáttöku í meistaradeildinni, þá væri þessi keppni allavega eitthvað pínu spennandi

  32. Til hamingju með daginn allir sem tengjast Liverpool 119 ára í dag:)

  33. Ghukha í nr. 35.

    Vildi bara segja að þetta er nokkurn vegin það sem ég er að hugsa, bæði með þessa keppni og “innkaupalistann” þinn.

    Það er engin regla að leikir í þessari keppni séu e-ð leiðinlegir, sbr. t.d. 2001 sem nánast markaði nýtt upphaf í Evrópu fyrir okkur. Því tímabili er reyndar nokkurn vegin lokið nema kannski ef við slysumst til að vinna þessa keppni. Vonandi verðum við með betra lið næsta keppnistímabil, ég á reyndar von á því, og ef vel gengur í “merkilegri” keppnum þá fá s.k. minni spá menn að spreyta sig. Ég hlakka alltaf til þessara leikja, þó þeir hafi reynst frekar slakir af okkar hálfu. Og ef við erum að fara í einhverja forkeppni, þá þýðir það að við getum farið að horfa á Liverpool-leiki í byrjun júlí.

    Varðandi leikmennina, þá mega þeir sem hafa ekki staðist (kannski óraunhæfar) kröfur missa sín. Ef menn haldast heilir, sem er kannski ekki líklegt, þá er ég sæmilega sáttur við varnarlínuna. Við verðum að fá a.m.k einn miðvörð sem er jafn góður eða betri en Agger og/eða Carra. Einn vara bakvörð fyrir Johnson (spurning með Wilson eða jafnvel Insua sem telst uppalinn). Tvo glænýja kantmenn á sitthvorn kantinn og færa Kuyt fram þar sem hann á að vera og geyma það að kaupa sóknarmann. Lang mestur peningurinn fer vonandi í einn miðvörð og tvo kantmenn og önnur kaup verða maður fyrir mann.

  34. Nei Ásmundur, 29 er bara í Evrópudeildinni. Það eru ekki sömu reglur þar og í ensku deildinni, ef leikmaður er búinn að nota þetta númer í Evrópu þá má enginn annar nota það á tímabilinu.

  35. Vil kaupa Torres aftur á 25 milljónir og sé fyrir mér Suarez&Torres. Team á Barcelona level.

  36. Hvada hvada…Er mønnum alvara med ad gefa skit i Evropudeildina ??? Thad eru tho peningar i spilinu og flest lid eru alveg satt vid aura i kassann ! Thid vinnid bara dolluna nuna og tha tharf ekki ad hafa ahyggjur af gengi lidsins i deildinni.

    Mikid er gott ad halda med nedrideildar lidi sem getur ekki neitt….

  37. Marat… hvað ert þú að reykja ??? Torres ? í rauðu ? fyrir liverpool ? ALDREI ALDREI ALDREI AFTUR

  38. Tek undir þetta með Kormáki. Marat telur s.s. að Torres myndi bæta vörn og miðju liðsins það mikið að við færum úr því að vera að berjast um 6 sæti í PL í að verða eitt besta lið allra tíma.

    Jedúdda mía…

Hversu langt á eftir erum við?

Braga á morgun