Byrjunarliðið komið

Fyrsta “Anfield-lið” King Kenny komið.

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Spearing – Lucas
Kuyt – Meireles – Maxi
Torres

**Bekkur:** Gulacsi, Kyrgiakos, Cole, Aurelio, Shelvey, Pacheco, Babel.

Töluverðar fréttir þarna!

Spearing er settur inn fyrir Poulsen sem fer út úr hóp! Maxi kemur inn fyrir Jovanovic sem fer út úr hóp. Johnson áfram vinstri bak og Meireles undir senter.

Við þurfum sigur, KOMA SVO!!!!!

132 Comments

  1. Þó að Spearing sé með takmarkaða knattspyrnuhæfileika þá er ég viss um að hann á eftir að leggja sig 110% fram.

  2. Vó! Dalglish er ekkert að grínast með það að nota heimalingana. Kelly að byrja þriðja leikinn í röð eftir að hann tók við og Spearing beint inn þegar hann er orðinn leikfær. Þessir gæjar eru að fá allsvakalegan séns undir stjórn Dalglish.

    Ég veit EKKERT hvernig mér líst á þennan leik. Gæti farið á alla vegu. En mikið djöfull er ég spenntur. Þetta verður STYRJÖLD!

  3. Ekki hægt að segja annað en að Kenny kunni að koma mönnum á óvart, er nú ekki viss um að þetta sé rétta liðið til að taka á Everton en vona að þeir troði bara ærlega uppí mig!!!

  4. Athyglisvert li hefði viljað sjá Kelly, Kyrgiakos, Agger, Aurelio i vörn, Johnson og Cole a köntunum, meireles og Lucas á miðju með Babel og Torres fremsta en vinnum samt.

  5. Fréttamenn LFC TV segja á Twitter að Ngog og Jovanovic séu lítillega meiddir og því ekki í hóp. Ekkert minnst á Poulsen – ef hann er heill og ekki í hóp eftir Blackpool-leikinn hlýtur það að þýða að hann var að sóa síðasta tækifæri sínu í þeim leik

  6. Mér lýst bara vel á þetta lið, fyrir utan það að ég hefði viljað sjá einhvern annan en Johnson í vinstri bakverðinum. Þetta lið á klárlega að geta unnið Everton, en létt verður þetta ekki. Ég er allavega farinn að hlakka til að horfa á svakalegan leik á eftir!

  7. Ég vil að menn komi brjálaðir í þennan leik!!! Við eigum eftir að RÚSTA þessu; 4-0 Meireles, Torres 2 og Kuyt!

    KOMA SVO!!

  8. Ekki séns í helvíti að við vinnum þennan leik með þessa miðju gegn Fellaini og Arteta.1-3sorry gæs

  9. Þetta er bara áframhald á Shankly, Paisley… tímabilinu. Þar var alltaf stefnan að nota eins marga heimamenn og hægt var í þessum leikjum.

  10. Eitt enn. Bekkurinn er sannarlega mér að skapi. Klárt mál að kóngurinn vill eiga nóg af sóknarþenkjandi mönnum til að setja inn á ef á þarf að halda. Vonandi fárum við að sjá Pacheco koma inn á í nógu langan tíma til að setja mark sitt á leikinn.

  11. Það er augljóslega verið að skoða alla leikmenn með framtíð þeirra í huga. Kelly hefur greinilega staðist prófið sem kemur ekki á óvart og nú er komið að Spearing að sannfæra nýja yfirmenn. Mér finnst ýmislegt benda til þess að Konchecky, Poulsen og Babel séu á útleið og að til vors verði allir leikmenn í hálfgerðu prófi upp á framtíð sína hjá Liverpool. Þá verður algjör uppstokkun á hópnum og yngri leikmenn koma sterkir inn.

  12. Ég get ekki sagt að maður fyllist bjartsýni með þessa liðsuppstillingu.
    Kuyt og Maxi eru hægir og vandséð hver á að fóðra Torres. Johnson var slakur í síðasta leik sem vinstri bakvörður og Meireles á að vera við hlið Lucas.
    En leikurinn verður væntanlega meiri bardagi en fótbolti og allt getur gerst.

  13. Uppstilling í síðustu tveim leikjum hefur verið nær því að vera 4 1 4 1 heldur en 4 2 3 1 eða 4 5 1. Spurning er hvort það verður Spearing eða Lucas sem fær það hlutverk að huga að svæðinu fyrir framan vörnina. Þannig sé ég ekki að Meireles verði í holunni, heldur muni tveir miðjumenn verða frekar framliggjandi og skiptast á því að spila framarlega.

    Svo er bara að vona að dómari leiksins hafi kjark til að gefa Fellanini rautt þegar hann gefur Lucas olbogaskot í leiknum.

  14. Verð að viðurkenna að ég er frekar stressaður eftir að sjá þessa uppstillingu, líst því miður ekkert á Spearing þarna inn á miðjunni. Hefði frekar viljað sjá Mereiles aftar og þá einhvern annann í holuna, til dæmis Cole. Skíthræddur um að Everton muni eigna sér miðjunna í þessum leik.

  15. Sáttur við allt nema Glendu á vinstri,hvað er að frétta af Aurelio.

    Vona að þetta verði svona Mereiles í holunni en ekki út á friggin kanti.

    Hold your heads up high og malið þetta skítalið!!

    YNWA KOMA SVO!!!!!!!!!!

  16. Að sjálfsögðu vonar maður það besta. En ég kemst ekki hjá því að velta fyrir mér hvort gæði þessara leikmanna séu næg. Meireles verður vonandi skárri en gegn Blackpool og vonandi ná Maxi og Kuyt sér á strik. Lýst allavega vel á bekkinn, það eru nægir kostir til að gera jákvæðar breytingar þar, með Aurelio, Shelvey, Pacheco, Cole og Babel.

  17. Í Guðanna bænum, hættiði að kalla Glen Johnson “Glendu”.

    Annars stendur á opinberu síðunni að Spearing sé í þriggja manna miðju. Gæti verið líkara 4-3-3 en 4-2-3-1. Skiptir svosem ekki öllu máli…

  18. Góður bekkur, a.m.k. á pappírunum.

    Kenny veit hvað hann er að gera, segi ekki meir.

  19. Ég er sjaldnast sannspár og hef að auki ekkert alltof góða tilfinningu fyrir þessum leik þannig að ég spái tapi 1-2, þannig vona ég að ég hafi rangt fyrir mér og Liverpool vinni 4-0 þar sem Meireles, Agger, Lucas og Torres skora og bláa liðið spili tveimur færri síðustu tuttugu mínúturnar.

  20. ATH: Er hann tilbúinn í þetta? Stórt verkefni.

    First Name: Jay
    Surname: Spearing
    Squad Number: 26
    Position: Central Midfield
    Height: 1.68m
    Weight: 70 kg
    D.O.B.: 25 Nov 1988
    Town of Birth: Wirral
    Country of Birth: England
    Nationality: English

  21. Er ekki alveg að skilja valið hjá Kenny. Spearing á miðjunni, maðurinn hefur ekki spilað ùrvalsdeildarleik ì nokkra mánuði og aldrei svona mikilvægan leik á sìnum ferli!! Verður athyglisvert…koma svo drengir!!!!!!!

  22. 20 Þegar Glenda fer að spila eins og maður verður hann aftur að Glen…

  23. Þetta byrjunarlið er ávísun á hörmungar 🙁

    Er KD undir áhrifum áfengis og eða annara vímugjafa ?

  24. Þakka guði fyrir að Tim Cahill sé ekki með í dag. Hann skorar nefnilega yfirleitt í þessum leikjum.
    En ég hefði viljað sjá Johnson á vængnum frekar en í bakverði. Og ég er ekki sáttur með Skrtel alltaf í liðinu.
    Hinsvegar getum við bókað það að Spearing leggi sig 110% fram og það er e-ð sem vantar í þetta lið. Að menn leggi sig fram!

  25. Hef talsverðar áhyggjur af föstum leikatriðum á móti Everton sem mér sýnist vera mun öflugri í loftinu en okkar menn. En vonandi kemur það ekki að sök.

  26. @Bjössik: Glen Johnson er NÚ ÞEGAR maður, meira að segja karlmaður, en það virðist bara ekki duga neitt…

  27. Gæti boðið uppá hörmungar, gæti lika boðið uppa góða skemmun og góðan sigur! klárlega það seinna.

  28. Veikasti punktur okkar er Glen í vinstri bak og þar er ég hræddur um að Everton menn muni labba um óáreittir, i hope i am wrong tho. 2-2

  29. jhonson í vinstri haha, afhverju er hann ekki bara settur í markið? annars líst vel á þetta 2-0

  30. Já..Þumlar niður eru nauðsynlegir 🙂

    Annars biðst ég velvirðingar á ummælum # 28…… KD hefur líklega ekki úr betri spilurum að moða í dag.

  31. Ég er ekkert rosalega hrifinn af þessu liði og Spearing inni skil ég ekki alveg. KD er greinilega að skoða hópinn og prófa menn en það er slæmt að þurfa að gera slíkar “Pre-Season” tilraunir á miðju tímabili í bullandi fallbaráttu. En hann á kannski ekki annarra kosta völ.

  32. Never walk alone söngurinn og móttökurnar þegar KD kom inn …..vááá….gæsa og andahúð….!!!!

  33. Það er eitthvað rugl með þennan venjulega link sem ég nota til að horfa á leikina, veit einhver um link fyrir mig ???

  34. Gott færi hjá Torres, 4 á 2 hefðum átt að setjann þarna, lítur samt vel út liðið.

  35. YES! 1-0, Mereiles! Flott skot utan úr teig eftir frákast og þunga sókn frá Liverpool.

  36. Gaman að sjá viðbrögð Dalglish við sóknum Liverpool og hann virkilega fagnar þegar liðið skorar. Svona á manager að haga sér!

  37. KENNY kann sko ad fagna!!!!!!!! Eg fekk gaesahud tegar fagnid hans var endursynt!!

  38. lítum mjög vel út, hef ekki séð jafn margar skottilraunir í fyrri hálfleik síðan ég veit ekki hvenær en Skrtel er eitthvað að fara í mig, finnst við ekki vera save með hann í vörninni, er aldrei með auga á manninum og brýtur mjög kjánalega af sér!

  39. Held að Dalglsh hafi fagnað þessu marki meira en Benitez fagnaði samanlagt öllum mörkum Liverpool á sínum ferli.

  40. Hvernig væri nú að menn hættu að drulla yfir Kuyt hérna (YNWA andinn??)

    Það er eins og poolarar á Íslandi þurfi alltaf að hafa amk einn leikmann í liðinu til að drulla yfir. Lucas var lengi skotmarkið og núna Kuyt?? Virkilega loyal leikmenn sem hafa alltaf lagt sig 100% í þetta og spilað mjög vel oft á tíðum.

    Spearing finnst mér vera að koma virkilega vel út í þessum leik so far. Og Kuyt er ekki búinn að vera lélegur.

  41. Sammála mönnum hérna sem eru efins um Johnson í vinstri bak… hefði viljað prufa hann á hægri kanti…

    En varðandi þumlakerfið, þá verður að vera hægt að þumla niður komment eins og í #44 frá MW!

  42. Hvað er í gangi…Allir leikmenn LFC að spila eins og snillingar….Glæsilegt mark hjá Meireles….LFC óheppnir að vera ekki lámarki 2 mörkum yfir í hálfleik…

  43. Virkilega góður fyrri hálfleikur…mun betra lið. Spurning hvort að það eigi eftir að reynast liðinu dýrkeypt að hafa ekki nýtt færin betur. Mér hefði allavega liðið betur að fara með 2-0 í hálfleik.

  44. Glæsilegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum og þetta er akkúrat hugarfarið og baráttuandinn sem okkur hefur vantað í allan vetur. Virðumst bara ná þessu upp fyrir stærstu leikina.

    Gestirnir stálheppnir að fara bara með 1-0 inn í búningsherbergið.

  45. Hvernig getur nokkur maður komið inná þessa síðu og sagt ða Glen Johnson sé okkar veikasti hlekkur í dag þegar Martin Skrtel stendur innan veggja vallarins ? Nei ég bara spyr og já hann og Maxi eru búnir að eiga vinstri kantinn

  46. kuyt er bara að eiga frábæran leik og annað er kjaftæði!!!! hann átti frábæra sendingu á meireles og hann var bara óheppinn að skora ekki ,hann skiptir á köntum við maxi og virka hreyfanlegir!!!…. johnson er að venjast hægri kanntinum sem er jákvætt…. fyrsti leiku spearing er bara góður og torres er gráðugur……. shitturinn hvað það væri sætt að vinna stórt

  47. Mikið svakalegur munur eru á mönnum eftir að Dalglish tók við. Baráttan í þessum leik er meiriháttar og ef KD nær þessu hugarfari á móti öðrum liðum og þá sérstaklega minni liðunum að þá erum við í góðum málum.

    Verð samt ekki í rónni fyrr en við erum búin að auka forystuna.

    KOMA SVO YNWA

  48. Virkilega góður leikur hjá okkar mönnum, góð pressa og mikið af færum. Mér finnst Johnson líka vera að koma vel út þegar hann sækir fram þarna vinstra megin og er sammála mönnum hérna inni um að það ætti að prófa hann á kantinn.
    Það liggur í loftinu að Torres skori…

  49. Frábær fyrri hálfleikur gæsahúð,Torres kominn aftur og ekki gefin tomma eftir.

    GLEN að spila vel LOKSINS vonum að það haldist seinni hálfleik.
    (ATH með því að kalla hann Glendu er það ekki á nokkurn hátt niðurlæging til kvenna þær myndu margar standa sig betur en liðið okkar hefur gert hingað til)

    En Kenny er kominn skyndisóknir og óséður hraði sem ég saknaði

    Meira svona í seinni. YNWA

    p.s mæli svo með því að komment frá Liverpool stuðningsmanninum ( í afneitun )MW verði blokkuð á meðan á leik OKKAR manna stendur!

  50. Kuyt er búinn að vera fínn. Spearing og Skrtel hins vegar úti á þekju, Cole inn fyrir Spearing og Kyrgiakos fyrir Skrtel, þá tryggjum við þetta.

  51. @67 Styrmir sagði allt sem ég vildi seigja. ORÐRÉTT!
    tveir þumlungar upp!
    YNWA!!!

  52. Spái Spearing fyrst út, Mereles aftar og Shelvey fyrir framan.

    En Kelly á bakvörðinn héðan í frá.

  53. Sammála með það að Kuyt er að spila vel í þessum leik og Glen er fínn á kantinum – eini gallin er að hann þarf sodið að spila upp á hægri fótin til að ná góðum fyrirgjöfum. Eins og liðið er að spila núna er vrala hægt að það sé veikur hlekkur í liðunu.

  54. Þetta er bara fínt hjá okkar mönnum, verðum að setja annað sem fyrst því ef Everton ná að jafna þá hefur sjálfstraustið ekki verið næjanlegt til að jafna sig eftir svoleiðis sjokk.

    Vonandi halda okkar menn bara áfram að pressa og sigurinn er okkar 🙂

    Og herre gud hvað það er æðislegt að sjá Kónginn fagna marki, gæsahúð niður í tær !

  55. Fyndið að menn séu að drulla yfir Kyut. Markið okkar kom upp úr færi sem hann bjó til, og hann er almennt búinn að vera mjög ógnandi í dag. Eins finnst mér Johnson vera leysa þessa vinstri bakvarðarstöðu vel í dag, amk miklu betur en á móti Blackpool.

    En ég vil mark sem fyrst í seinni hálfleik, ég á eftir að gráta mig í svefn ef við missum þetta niður !

  56. Held að það sé óþarfi að missa sig á MV núna. Hefur hingað til verið málefnalegur og skemmtilegur. Margir Liverpool stuðningsmenn sem hafa hraunað verr yfir liðið og leikmenn á þessari síðu. Ekki hægt að ætlast til að menn séu með gullkorn í hverju commenti. -:)

  57. “p.s mæli svo með því að komment frá Liverpool stuðningsmanninum ( í afneitun )MW verði blokkuð á meðan á leik OKKAR manna stendur!”

    Ég ætla að taka þessu sem gríni, loksins þegar inná þessa síðu álpast Man Utd stuðningsmaður sem er ekki með óráði má alls ekki loka á hann 🙂

  58. ég er bara virkilega sáttur með spilamennsku minna manna í dag.
    Glen Johnson búinn að vera virkilega góður, kuyt torres og meireles einnig.
    Spearing hefur ágætur fyrir utan allavega eina virkilega slæma sendingu. Hefur ekkert spilað í há herrans tíð.
    Já og hann Kelly hefur brillerað í hægri bak.
    YNWA!!

  59. Skrtel er bara að horfa á Distin, ekkert að fylgjast með hvar boltinn er

  60. Andskotinn…SKRTELLTTLTLR hvernig stendur á því að þessi maður sé einn leikjahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu!!!

    Everton skorar 90% sinna marka úr föstum leikatriðum….andsk…að menn séu að gefa þeim slík færi trekk í trekk….

  61. Ég held að Reina hafi nú átt sína sök á þessu líka, ef hann hefði verið kyrr hefði hann varið þetta.

  62. @ 77 LOL…..

    Já…hvort var það Torres eða Spearing.. ??? Annars stend ég við ummæli um Torres dýfingu en biðst afsökunar á þessu með Spearing ( ekki fallegt að segja slít ) en eru hann og D.Duff eitthvað skildir ? Nei…hver andsk…1 – 1….

  63. Jæja nú verða menn að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Skrölti er hrikalegur í varnarleiknum og það sannaðist enn eina ferðina.

    Nú er bara að berjast, koma til baka og klára þetta!

  64. Hvað er í gangi hjá þessu hellvítis andskotan drullu liði. Ég er hættu að horfa á þetta lið þetta tímabil. Eyðilegur hverja helgina á fætur annari. Megi allir þessi hellvítis leikmenn fara til andskotans.

  65. Það hrynur alltaf allt þegar við fáum á okkur mark !!!!!!! Djöfull er þetta pirrandi ARG

  66. Ég segi nú bara það sama og ég hef sagt síðustu mánuði til hvers í andskotanum að vera með þessa varnarmenn inná þeir eru verri en enginn

  67. Maðurinn sem allir hafa dýrkað og dáð, Kyrgiakos, með stórbrotna innkomu. Hvað segir Maggi núna um gríska goðið? Sjö mínútur inn á vellinum og liðið lent undir.

    Verð einnig að hrósa Lucas fyrir frábæra varnarvinnu ásamt Kyrgiakos í seinna markinu. Fagmannlega að verki staðið.

  68. er orðinn þreyttur á að reyna alltaf að kreista út eitthvað jákvætt við þetta lið! það er EKKERT jákvætt.. við erum skítlélegir og erum heppnir ef við náum að halda okkur uppi á þessari leiktíð! eigendurnir þurfa að fara átta sig á því að það eru 89% leikmanna Liverpool sem eru ekki verðugir fyrir að spila fyrir svona stórt félag og í guðanna bænum Skrtel, ég myndi bara biðja um skiptingu.

  69. Sheize

    Væri til að fá Pacheco og Babel inn á eftir. Núna er bara að blása hor úr nös og halda áfram að sækja eins og í fyrri hálfleik. Liverpool sýndi vel í fyrri hálfleik hvers þeir eru megnugir, núna er bara að halda áfram að sækja og raða inn eins og tveim til þremur mörkum.

  70. Sammála Viktor EB, væri til að fá Pacheco í holuna, færa Meireles niður á miðjuna og setja svo Babel á kantinn.

  71. Agger, Agger, Agger… því gerirðu okkur þetta? Þvílík kvöl að þurfa að hofra á hina tvo miðverðina spila saman eina ferðina enn! Agger er svo laaaang besti miðvörður sem við eigum, djöfull er pirrandi að hann sé alltaf meiddur!

  72. Það er svolítið átakanlegt að sjá eina strikerinn detta niður á teig í vörninni.
    Kemur þangað að sækja boltann …..

  73. Ég bara neita að trúa því að Everton sé að koma á Anfield og taka þrjú stig. Má ekki gerast!!

  74. Þetta var ánægjulegt. Ég fór að kúka og þegar ég kom til baka var búið að jafna. Hver var að verki?

  75. Baráttan er kominn aftur í mannskapinn, nú er bara að klára þetta !!!!!!

  76. Nú mega menn EKKI gefa föst leikatriði við vítateiginn…sýna skynsemi!!

  77. Kuyt er að spila og berjast eins og hann hafi verið fæddur á grasinu á Anfield!

  78. Plís, skoriði. Jafntefli er alls ekki nógu góð niðurstaða.

  79. Meireles útaf, er það nú gáfulegt? Jæja, vona að Jonjo plummi sig.

  80. Ljótt að segja þetta…en Spearing minnir mig oft á dverg þegar hann er í nærmynd….hausinn á strákgreyjinu bara of stór 🙂 ….en hann er búinn að standa sig ágætlega í leiknum er það ekki?

  81. Eins og svo oft áður að þá virðist vera meiri kraftur í andstæðingunum þegar að líður á leikina og svo er einnig í þessum.
    Það vantar klárlega meira úthald í Liverpool liðið, maður hefur það einhvern veginn á tilfinningunni að þeir geti ekki klárað leikina á síðustu mínútunum eins og við vorum að gera hérna fyrir nokkrum árum.

  82. Ef við vinnum þennan leik með marki á síðustu sekúndu þá fer ég að grenja…Nú og líka ef Everton skorar….ef leikurinn fer 2:2 þá fer ég í fílu…

  83. Hrikaleg vonbrigði enn eina ferðina, aftur er okkur refsað fyrir að nýta ekki færin í fyrri hálfleik 🙁

  84. Jæja …líklega sanngjörn úrslit…Enn fyrri hálkfleikurinn er það albesta sem LFC hefur sýnt á þessu tímabili….Svo þetta er í rétta átt amk.

  85. Jæja kannski ekki sigur en margt jákvætt engu að síður. Barátta í mönnum og komið til baka eftir að hafa lent undir. Kuyt lék eins og hann hefði fæðst í Liverpool treyjunni við undirspil Þjóðsöngsins. Þetta er allt að koma hjá Kónginum held ég.

    Bíð spenntur eftir leiknum gegn wolfes.

    YNWA

  86. Selja Agger. Meiðslahrúga.

    Skrtl = sorp.

    Reyndar er 80% af hópnum algjört sorp.

    Upp með veskið Henry!

Everton á morgun

Liverpool 2 – Everton 2