Everton á morgun

Ég vil byrja á því að biðja lesendur síðunnar afsökunar á því hversu seint þessi upphitun kemur inn, en stundum eru fjölskyldustörfin að trufla mann við að sinna síðunni. Það er ekki til betri leikur til að setja sem fyrsta heimaleik fyrir sjálfa endurkomu King Kenny. Pínulitli blái stjúpbróðirinn er að koma í heimsókn og ætla ég rétt að vona að okkar fólk, stuðningsmenn sem leikmenn, taki á móti þeim á viðeigandi hátt. Viðeigandi háttur er einmitt að slá þeim við á öllum sviðum, í söng og í leik. Mér finnst það vera ákaflega hófleg krafa hjá mér að fara fram á þetta.

Þeir sem mig þekkja vita vel mitt álit á þeim bláu, ekki nánar út í það, enda persónulegt. En það er alltaf mikill sjarmi yfir þessum leikjum og eins og alvöru derby leikir, þá skiptir staða og stund í deildinni litlu máli, menn gefa gjörsamlega allt sitt í svona viðureignir. Það verður lítið um Scouse blóð inni á vellinum í rauðum treyjum, Carra meiddur og Stevie í banni. En engu að síður þá er það þeirra hlutverk að troða því inn í höfuðið á “útlendingunum” hvað það þýðir að spila í svona leikjum. King Kenny og Sammy Lee vita jú einnig út á hvað þetta gengur, þannig að það ætti ekki að vera neinn skortur á fræðslu til handa hinum leikmönnunum.

Everton hefur verið með saurinn (ekki sá sem stýrir rauðum djöflum) upp á hnakka í vetur líkt og okkar menn. Það væri ólíkt skemmtilegra ef þessir fornu fjendur væru með jafn mörg stig á toppi deildarinnar, en nei, það er stutt í fallið. Ég hefði efast um geðheilbrigði viðkomandi ef hann hefði sagt mér það fyrir 2 árum að við ættum eftir að vera nánast í fallbaráttu um miðjan janúar ef spólað yrði fram í tímann. Ég hefði sjálfur lagt viðkomandi inn á stofnun ef hann hefði haldið því fram að við hefðum verið með Roy Hodgson sem stjóra og Paul Konchesky sem aðal vinstri bakvörðinn okkar. Svei mér þá, hvað hlutirnir geta þróast á fáránlegan hátt.

Everton eru með nokkra ágætis leikmenn, Fowler sé lof (held ég) þá er þeirra leiðinlegasti plebbi að spila með Brad Jones í einhverri Eyjaálfukeppni eða eitthvað álíka. Ég fæ græn útbrot þegar ég sé þann tappa inni á vellinum, í þokkabót virðist hann hafa það fyrir reglu að skora hjá okkar mönnum. En það eru ekki bara við sem þolum ekki þá, ó nei, ég veit fyrir víst að 95% stuðningsmanna Everton gjörsamlega þola ekki Dirk Kuyt. Mikið elska ég það og hann á að vera með áskrift að sæti gegn þeim bláu. Hann virðist eins og Cahill, hafa það bara fyrir reglu að negla inn mörkum á þá. Long may it continue.

Ætli helsta hættan sé ekki frá Arteta inni á miðjunni, það er flottur leikmaður þrátt fyrir allt. Ég vona svo sannarlega að Hibbert verði inná hjá þeim, enda afburða slakur bakvörður. Everton tókst að sigra Tottenham í síðustu umferð og geta hæglega gert okkur lífið erfitt. Ekki það að við megum beint við því, enda höfum við sjálfir mest verið að gera okkur lífið erfitt. Jagielka er traustur í vörninni og svo getur Fellaini verið óþarflega sterkur inni á miðjunni. Hann reyndar er í harðri samkeppni við Cahill þegar kemur að þeim sem ég þoli hvað minnst (er ennþá að fagna deginum þegar Drunken Ferguson lagði skóna á hilluna).

Ekkert nýtt að frétta frá okkar mönnum, eins og sagði að ofan, Stevie og Carra ekki með, en aðrir kárir. Allavega heldur Kenny því fram, þannig að Cole ætti að vera tilbúinn. Ég ætla rétt að vona að þessi tilraun hjá kóngnum á miðvikudaginn, hafi sýnt honum það að Lucas og Poulsen inni á miðjunni er bara bannað. Að draga Meireles út úr sinni stöðu og eitthvað annað á völlinn er bara bannað. Back to basics takk fyrir, spila kerfið sem hefur virkað best fyrir okkur. Hápressa og djöfulgangur út í gegn. Mér er sama þótt menn þurfi súrefni eftir leikinn, menn eiga bara að demba sér í mjólkursýruna og ekki gefa brot úr tommu eftir. Engin tilraunastarfsemi núna, bara besta liðið inná, punktur.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Aurelio

Lucas – Meireles
Kuyt – Cole – Maxi
Torres

Bekkurinn: Gulacsi, Kelly, Kyrgiakos, Poulsen, Babel, Jovanovic og Ngog

Sjálfur hefði ég helst viljað gefa Danny Wilson sénsinn út tímabilið og hvíla Skrtel kallinn, sem er bara tifandi tímasprengja. Að hann skuli ekki vera búinn að fá dæmd á sig fleiri víti í vetur, er bara ótrúlegt. Ég reikna með Glen aftur inn fyrir Kelly, þrátt fyrir að stráksi sé búinn að standa sig vel undanfarið. Maxi má byrja, finnst hann hafa verið að vaxa, ja allt þar til nýlega. En hvað um það, morgundagurinn snýst um baráttu, baráttu og baráttu. Einhversstaðar las ég það að ekki hafi það gerst síðustu 4-5 árin að ekkert rautt spjald kæmi í öðrum hvorum derby leiknum. Sjáum til, vonandi verða það bláir sem sjá rautt á morgun, helst að þeir sjái rautt skjótast framhjá sér og skora.

Það er ekki séns í Goodison að ég fari að spá neinu öðru en Liverpool sigri á morgun. Við eigum þessa borg og gefum það til kynna á morgun. Segjum að þetta endi 2-1 og að sjálfsögðu setur Dirk eitt kvikindi. Eigum við ekki að segja að Fernando hafi sett á sig markanefið um daginn og setji hitt markið (þó svo að ég hafi á tilfinningunni að Raul opni markareikning sinn fyrir Liverpool)

Come on you Reds

39 Comments

 1. Fk og st hvað við verðum að vinna þetta! Ég veit ekki hvort ég þori að horfa!

  Koma svo!

 2. Mér er sama þótt menn þurfi súrefni eftir leikinn, menn eiga bara að demba sér í mjólkursýruna og ekki gefa brot úr tommu eftir. Engin tilraunastarfsemi núna, bara besta liðið inná, punktur.

  Sammála nú þarf að sýna hreðjarnar.

 3. Það er nú eða aldrei!!!!!!!!!!!!!!!

  Koma svo REDS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 4. Þessi leikur verður magnaður. Return of the King, derby leikur, bæði lið í tómu tjóni og gæti orðið vendipunktur fyrir það lið sem vinnur leikinn. Hitt liðið mun líklega dvelja þarna nálægt botninum þar sem eftir lifir tímabilsins.

  Ég hef sagt það áður hérna að liðið almennt virðist ekki vera í neinu formi, hverjum sem má kenna um það. En vonandi les Kóngurinn liðið hjá SSteini og stillir því upp þannig og við fáum 3-2 sigur í mögnuðum leik sem verður vendipunktur fyrir okkar menn!!

 5. Nákvæmlega ekkert skrýtið við þessa upphitun – nákvæmlega svona eiga upphitanir fyrir Everton-leiki að vera. Nú verða menn að sýna hvort þeir tilheyri mannkyni eða nagdýrum og standa sig almennilega!

 6. Frábær upphitun kúdós, er að vona að þetta sé leikurinn sem setji okkar men í gang!

  YNWA!!

 7. Hvað hefur Maxi gert til að verðskulda alltaf sæti í liðinu frekar en t.d. Babel?

  Mitt lið:
  Reina
  Johnson – Skrtel – Agger – Aurelio
  Meireles – Lucas
  Babel – Pacheco – Cole
  Torres

 8. Djööfulsins VEISLA verður þetta! Hef trú á mínum mönnum til að taka þá í ósmurt! Flott upphitun að vanda og sammála Öllum orðum sem komu þar fram.

  Spái 3-2 í hörkuleik og vonandi að það verði um nóg af tæklingum og brjálæði þótt Carra og Gerrar séu ekki með. Torres með 1, Meireles 1 og Káti með 1!

  Og svo smá myndband í lokin til að rífa upp stemminguna: http://www.empireofthekop.com/anfield/?p=27455

  YNWA

 9. Frábær upphitun! Ef þetta væri einhver annar leikur en þessi, hefði ég hvílt Kát og sett GJ á kantinn og Kelly í bakvörðinn, en leyfum Kuyt að vera þarna og hann mun sko standa sig!

  En ef hann mun ekki geta neitt þá vill ég endilega sjá ofangreinda uppstillingu í næstu leikjum.

 10. Þetta lið takk fyrir
  Reina
  Kelly-Agger-Soto-Aurelio

  Johnson-Cole-Mireles-Babel

    Shelvey
  
           Torres
  
 11. Bara smá breyting á liðinu…

  1) Kelly inn fyrir Johnson
  2) Johnson inn fyrir Kuyt

 12. “Það er ekki séns í Goodison að ég fari að spá neinu öðru en Liverpool sigri á morgun. Við eigum þessa borg og gefum það til kynna á morgun.” Hefur einhver farið á Everton – Liv leik ? Djöfulsins rosalega stemning hlytur að vera Á þessum leikjum! Battle of the city, spái 3-1, Torres með 2 og Lucas eitt. Það vantar svo langskot hættu í þetta lið, Lucas sýnir mér annað.

 13. Vááááá, fæ smá hvítt í brók við að hugsa um þennan leik. Þetta væri fullkominn leikur fyrir Torres að smella í gang og væri ekki verra er gríski slátrarinn kæmi smá inná til að brjóta nokkur bein

 14. Sælir félagar

  Mér þykir leitt að segja það en ég hefi mjög slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Svo slæma að ég þori ekki að spá hvað þá annað. Miðað við uppstillingu SSteins þá tapast hann nær örugglega.

  Ég vil fá Kelly í bakvörðinn, Kuyt út og Glendu á kantinn og Babel fyrir Maxi. Að öðru leyti sammála.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 15. Ég held ég fari með rétt mál að Gerrard hafi fengið rautt spjald 2007 og Gary Neville 2008 en ég er ALLS ekki viss ! En ekki eins og það skipti öllu máli.

  Return of the king indeed #4 !
  Vill ekki sjá neitt annað en baráttuskap okkar manna og gjörsamlega ganga frá Neverton með mörgum mörkum og vill ég að Torres sýni sitt gamla horf og skori á móti Everton, enda hefur hann verið afskaplega duglegur í því kallinn!

  KOMA SVO YNWA!

 16. nei Almar, mistökin eru ekki þín heldur foreldra þeirra bræðra 🙂

 17. Ég vil ekki sjá Johnson í bakverðinum á morgun, Kelly hefur sýnt það í seinustu leikjum að þetta er staðan hans og hann verðskuldar að halda henni.
  Mikið vona ég að Johnson verði á kantinum og Kuyt þá á hinum eða Maxi.
  Þetta verður rosalegur leikur sem bara má alls ekki tapast.
  Spái þessu 3-1

 18. Flott upphitun, hún ber manni trúnna í brjóst og ekki veitir af.

  Við vinnum þennan leik, við bara verðum.

 19. 19 og # 20 Svona húmor/staðreyndir kann ég ákflega vel að meta.

  Ég vill Kelly áfram í bakvörðinn,Aurelio vinstri,prófa Glendu á kantinum,Mereiles á miðju og Wilson inn takk eða Soto…

  Er annars búinn að fjárfesta í eyrnatöppum til að hlífa heyrninni minni við eigin öskrum á morgun
  Anfield mun nötra við endurkomu kóngsins og ef menn vinna ekki leikinn með það á bakvið sig þá er það bara sinnep í rassgatið fyrir næsta leik svo við förum að sjá hið rétta Liverpool!!!!

  YNWA

 20. Ef menn gefa sig 110% í þennan leik á morgun, eins og þeir eiga að gera þá á þessi leikur að vinnast. Hætta að spila eins þeir séu neyddir inná völlinn til þess að spila fyrir besta lið í heimi LFC.

  Ég vill sjá menn vinna fyrir kaupinu sínu, ekki koma inná með hangandi haus og bíða eftir að eitthvað gerist að sjálfu sér. Held pottþétt að Kenny komi þessum skilaboðum til þeirra.

  YNWA

 21. Hressandi eða hvað??
  (Tengill á frétt fjarlægður þar sem við leyfum ekki tengla á KopTalk-vefsíðuna hér. Sú vefsíða er svindlsíða rekin af mesta lygara Liverpool – KAR)

 22. kelly í bakvörðinn , Kyrgiakos og Agger málið er unnið hjá Steina, smá prentviLa hjá honum.

  Dani, Grikki og portógali sjá um þetta

 23. Suso var ekki með U18 liðinu í dag. Annað hvort er hann meiddur, eða KK ætlar honum einhvern þátt í leiknum á morgun.

  Hvernig sem það svo sem er þá vona ég að liðið verði eins og SSteinn setur það upp, nema hvað að ég væri til í að sjá Kelly inn fyrir Johnson. Ef Cole er enn meiddur þá vil ég sjá Pacheco í holunni.

  Annars verður þetta svakalegur leikur. Fellaini og Lucas fá rautt, og við vinnum 3-1. Torres verður með 2 og Meireles 1.

 24. Mér finnst eins og Johnson vilji ekki vera á kantinum eða að Kenny og fl, þjálfarar vilji ekki nota hann þar en hann er ansi upp og niður í leikjum. Smá rán en Ferguson (stjóri mu) segir að leikmenn hjá Liv, hafi spilað RH útúr liðinu og hann hittir oft naglan á höfuðið (RF= guð og meðspilarar hans gerðu þetta víst líka). Við tökim þetta létt í dag svona 3til4 -1 KOMA svo LIVERPOOL og setjið nú í Rallýgírinn.

 25. Það er ein fín þumalputtaregla sem gott er að muna um það sem Alex Ferguson segir um Liverpool Football Club. Mjög mikilvægt að muna.

  ÞAÐ ER ALLT KJAFTÆÐI. Eini framkvæmdastjórinn sem sá vill sjá á Anfield er lélegur stjóri, þá líður honum best!

  En að leiknum í dag, verður gaman að sjá hvernig þessi leikur spilast. Mjög vont að hafa Carra og Gerrard ekki með og Everton virkilega stútuðu okkur í fyrri leiknum. Nú hefur King Kenny unnið með hópnum í viku og vonandi náð að þjappa mönnum vel saman. Verður vonandi vænlegt til árangurs!

 26. Við vinnum þennan leik, það er öruggt. Vill samt sjá Skrölta úti, hann er tifandi tímasprengja!

 27. Flott upphitun! 🙂

  Ef það verður ekki pakkfullur völlur og allir hoppandi og syngjandi fyrir kónginn og strákana í liðinu þá verð ég vonsvikinn.

  Ég spái 2-0 sigri þar sem torres skorar og færist nær sínu besta formi,svo væri gaman að sjá Agger splæsa í eina sleggju fyrir utan teig 😉

  Spái

 28. Byrjunarliðið samkvæmt liverpoolfc.tv
  The Liverpool team in full is: Reina, Kelly, Johnson, Skrtel, Agger, Meireles, Lucas, Spearing, Maxi, Kuyt, Torres. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Cole, Aurelio, Shelvey, Pacheco, Babel.

 29. Liðið komið; Reina, Kelly, Johnson, Skertl, Agger, Lucas, Meireles, Spearing, Maxi, Kuyt, Torres. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Cole, Aurelio, Shelvey, Pacheco, Babel.

  Spurning hvort að þetta er 442 með Meireles á hægri eða 433 með Meireles í holunni?

 30. ÉG VIL MARKALEIK ANNARS GET ÉG ALVEG EINS SLEPT ÞVÍ AÐ HORFA. auðvitað vinnur Liverpool svo og þá get ég kallað þetta góðan dag

Test fyrir Twitter

Byrjunarliðið komið