Opinn þráður – NESV á LFC TV

Eftir tæpan hálftíma munu John Henry, Tom Werner og jafnvel fleiri frá NESV sitja fyrir svörum í beinni útsendingu hjá LFC TV. Spurningaflóðið hefst kl. 17 og mun áhangendum gefast færi á að hringja inn og spyrja spurninga í beinni útsendingu.

Það er nær öruggt að framtíð Roy Hodgson verður rædd í þessum spurningatíma og það bíða margir spenntir eftir að heyra hvað Henry, Werner & co. hafa um þjálfaramálin að segja. Styðja þeir Hodgson heilshugar? Eru þeir sáttir við frammistöðu liðsins? Telja þeir þetta vera öðru en þjálfaranum um að kenna? Fær hann tíma til að byggja liðið upp eða er hann að berjast fyrir stöðu sinni í næsta leik?

Vonandi fáum við svör við þessu og fleiri spurningum í þessum þætti á LFC TV. Lesendum Kop.is gefst kostur á að ræða þennan spurningatíma og uppfæra með fregnum af spurningum og svörum í ummælum við þennan þráð. Við uppfærum þráðinn svo með nýjustu fréttum ef Henry eða Werner segja eitthvað bitastætt.

141 Comments

  1. Smá þráðrán svona í byrjun en gleðitíðindi fyrir Ensku deildina voru að berast rétt í þessu.
    Blackburn have announced the departure of manager Sam Allardyce with immediate effect

  2. Verst að Bigmouth fær pottþétt djobb í úrvalsdeildinni, nú eða hjá landsliðinu 🙁

  3. Spjallþátturinn við Henry, Werner og Ian Ayre byrjar á ummælum Hodgson um að hann sé brjálaður yfir úrslitum laugardagsins, og svo er nú verið að sýna brot úr þeim leik. Væntanlega verður boltanum svo skotið beint inn í stúdíó og aðdáendur fá að spyrja um Roy.

  4. Einhvern veginn finnst mér ólíklegt að þeir reki Hodgson áður en þeir ráða nýjan framkvæmdarstjóra til félagsins.

    Vilja væntanlega fá hans álit á nýjum stjóra…

    Það er leiðinlegt!

  5. Kristján stendur sig eins og alltaf. Bíð spenntur eftir fleiri uppfærslum frá ykkur sem eruð að fylgjast með.

  6. jæja þá er búið að reka þjálfara Blackburn og Newcastle lið sem eru á svipuðu stað í deildinni og við……samt er Hodgson enþá þjálfari liverpool…..held að það hafi verið gerðar aðeins meiri væntingar til hans heldur en til Allardyce og Hughton……er ekki kominn tími á Hodgson ??????

  7. Fyrsta spurning: Þarf að eyða miklu til að koma Liverpool á toppinn, og hver er staða ykkar gagnvart Roy Hodgson?

    Henry svarar: Þeir þurftu að berjast við NY Yankees með Red Sox, vanir að berjast við rík félög (a la Chelsea, Man City, etc.) og svo svaraði Werner Roy-spurningunni: “Roy er nýkominn eins og við, hann veit eins og við að liðið þarf að gera betur en við ætlum að vinna með honum að því að bæta ástandið. Við höfum trú á því sem hann er að gera.”

    Með öðrum orðum, spilamennskan er því að kenna að fyrri eigendur (og þjálfari) skildu eftir sig lélegt lið og þeir munu gefa Roy tækifæri á að bæta úr því.

    Fyrir mér er þetta svipað afdráttarlaust og það sem Comolli sagði um daginn: ástandið er ekki Roy að kenna, hann fær að bæta úr því með leikmannakaupum í janúar og n.k. sumar, og aðeins mjööööög slæm taphrina mun kosta hann starfið.

    S.s. á meðan hann vinnur heimaleikina er hann öruggur í starfi. Þetta tímabil fer í að styrkja liðið áður en menn fara í að gera kröfur um árangur.

    Roy verður hér fram á vorið. Ykkur er heimilt að leggja öllum vonum um Evrópusæti á hilluna akkúrat núna. 🙁

  8. Tom Werner sagði einnig að einhver hefði sagt honum að Rafa hefði bara unnið einn útileik á árinu 2010 með Liverpool. (held að það sé rangt, er ekki viss þó) Því sé eðlilegt að liðinu gangi illa á útivelli hjá Roy líka.

    Það er greinilegt að Henry og Werner hafa hlustað á ráð ákveðinna manna, eins og t.a.m. Purslow sem reyndi að sannfæra Hodgson um að selja Lucas, Skrtel, Ngog, Maxi og fleiri í sumar og hafði ekkert álit á Rafa.

    Þetta var frekar afdráttarlaust svar að mínu mati: ástandið er fyrri eigendum og þjálfara að kenna, ekki Roy. Þegar Liverpool skítur á sig á vellinum þessa dagana hugsa þeir ekki, “Hvað er Roy að gera?” heldur “Hversu lélegt er þetta lið?”

    Roy er ekki að fara fet. Búið ykkur undir langan vetur.

  9. Það hljóta að eiga eftir að detta fastari skot á þá varðandi Hodgson, eru þessir menn ekkert að spá eða? maðurinn vinnur ekki útileik og það eitt og sér segir okkur það að liðið fer ekki ofar en 8-10 sæti, er það árangurinn sem þessir menn eru sáttir við eða eru þeir að spá í að eyða helling af peningum í að styrkja liðið, gera svo kröfur um eitthvað meira en 8-10 sæti og ef það ekki næst þá að reka kallinn? eina sem mér dettur í hug að þeim finnist liðið bara ekkert betra en staða þess í deildinni segir til um núna og ætli þá að eyða mökk af seðlum til þess að koma liðinu í topp pakkann.

    vonandi hringir einhver inn og segir þeim að þeir séu byrjaðir að svíkja eina loforðið sem þeir gáfu þegar þeir komu sem var að hlusta á aðdáendur liðsins, krafan frá okkur er skýr, KALLINN BURT.

  10. Ég veit að þetta eru ekki góðar fréttir fyrir flesta stuðningsmenn en plís ekki gefa ummælunum mínum þumla niður. Ég er að reyna að þýða þetta jafnóðum fyrir þá sem vilja lesa, ef þið þumlið það niður verða ummælin falin og fólk sér þau ekki. Ég er bara boðberinn, ekki skjóta boðberann. 🙂

  11. Gott að sjá að menn sjái það hriðjuverkastarf sem Rafa vann hjá liðinu undir lokin, er hjartanlega sammála þessu. Að því sögðu er ég ekki ánægður ef Roy Hodgson verður ekki látinn fara strax því þrátt fyrir lélegt lið sem Rafa skilur eftir þá er það betra en það sem Roy nær út úr því…

  12. Henry svarar: Þeir þurftu að berjast við NY Yankees með Red Sox, vanir að berjast við rík félög (a la Chelsea, Man City, etc.)

    Hvernig lesa menn annars í þetta? er Henry að segja að þa þurfi að eyða fullt af peningum eða hvað???

  13. Trúi ekki að þeir séu ánægðir með það sem hann er að gera. Rétt í þessu voru Blackburn að losa sig við Allardyce þrátt fyrir svipaðan árangur og Hodgson með Blackburn Rovers!

    Þetta er bara brandari sem ætlar engan enda að taka. Því lengur sem þessi maður stýrir liðinu, þeim mun meiri skaði.

  14. Menn misskilja þumlakerfið oft a tíðum hrikalega. Að sjálfsögðu á að þumla allt upp sem Kristján er að segja hérna núna, án hans vissum við ekki hvað væri að gerast þarna núna og það viljum við varla.

    Takk Kristján

  15. Síðan er maðurinn kominn vel yfir sjötugt og er því engin framtíðarlausn fyrir félagið.
    Þurfum hvort eð er að skipta um stjóra á næstu árum og því ekki að gera það strax áður en hann veldur meiri vonbrigðum?

  16. Næsti innhringjandi spyr um fjárfestingar í liðinu og hvort að þeim finnist Hodgson hafa nægilega sterkan feril til að réttlæta að vera stjóri LFC. Þáttastjórnandinn blokkar Roy-spurninguna (spurt og svarað áður, býst ég við) en biður þá að svara um fjárfestingu.

    Henry segir fátt en þó að þeir muni gera það sem þurfi til að koma liðinu á toppinn. Rétt áður tjáði hann sig líka um völlinn og það hljómaði eins og hann hallaðist frekar í þá átt að endurnýja Anfield en að byggja nýjan völl.

    Werner segir að þeir séu að hugsa um stærri myndina, langtímaáhrif leikmannakaupa, frekar en að kaupa bara eitthvað til að fylla upp í gat til styttri tíma.

  17. Gott að sjá að menn sjái það hriðjuverkastarf sem Rafa vann hjá liðinu undir lokin, er hjartanlega sammála þessu

    Ertu Tom Hicks eða Purslow með Google translate í fullri vinnu?

  18. Ég geri undnantekningu í þessu tilfelli með þumlana. Ég er þakklátur fyrir upplýsingarnar en ég þumla niður ef upplýsingarnar eru vonbrigði.

  19. ok, sorry, var ekki búinn að hugsa hidden möguleikann:) hættur að þumla.

  20. Hehe, ég actually hló af þessum brandara Babú…eða þetta var brandari var það ekki? 🙂

    En nei alls ekki, ég var bara engin Rafa maður því mér fannst hann of þver, ná of lélegum árangri undir lokin og spila leiðinlegan fótbolta. Þessi endalausi heilaþvottur á stuðningsmennina um að hann sé bjargvættur og allir aðrir sem eru á móti honum séu vondir fór í mínar fínustu, hann átti bara að einbeita sér að liðinu, sérstaklega þar sem hann var nú ekki að gera glæsilega hluti þar!

    Hvað var svona slæmt við Purslow annars annað en að hann reyndi að losa okkur við Rafa? Hélt að hann ætti allt hrós skilið fyrir sína vinnu gegn eigendunum…

  21. Trúi ekki að þeir sleppi svona vel og þurfi ekki að svara meira um Hodgson… ALLTOF VEL SLOPPIÐ

  22. Bjammi, að þú skulir hafa látið þér það detta í hug, svona yfirleitt, að vera að þumla niður það sem KAR er að þýða fyrir okkur, er mér bara hulin ráðgáta !! – Þumla það niður af því að það hljómar ekki vel…. ???

    Góður KAR… það verður ekki eldaður kvöldmatur á þessu heimili á meðan þú ert duglegur við að lýsa þessu…… sem er allt í lagi , því ég er einn á þessu heimili, og lofa að klaga þig ekki 😉

    Insjallah..
    Carl Berg

  23. Hvað var svona slæmt við Purslow annars annað en að hann reyndi að losa okkur við Rafa?

    Það er einmitt það sem er svarti bletturinn á honum. Hann rak Benitez, langbesta stjóra Liverpool sl, tvo áratugi og borgaði í milli FYRIR ROY FOKKING HODGSON. Er bara ekki viss hvort Hicks eða Purslow ber meiri ábyrgð á þessari glæpsamlegu heimsku og því finnst mér ekki ólíklegt að þetta bull sem þú hefur ítrekað sett hér inn undanfarið sé í raun annarhvor þeirra með GT á fullu.

  24. Roy er nýkominn eins og við, hann veit eins og við að liðið þarf að gera betur en við ætlum að vinna með honum að því að bæta ástandið. Við höfum trú á því sem hann er að gera

    Ég get varla lýst því hvað þessi setning veldur mér miklum vonbrigðum. Blackburn voru að reka sinn þjálfara vegna þess að nýjir eigendur “hafa metnað” en NESV ætla að halda einhverri furðulegri tryggð við Roy fokking Hodgson. Þrátt fyrir að við séum bara einu stigi fyrir ofan þá.

    Hvað með það þótt Rafa hafi unnið 1 útileik á árinu 2010? Hann var líka rekin frá liðinu!!! Er það bara standardinn á Liverpool – það er hið hræðilega síðast tímabil Rafa? Svo lengi sem Hodgson er ekki verri en á því tímabili, þá erum við í lagi?

    Djöfulsins andskotans kjaftæði.

  25. Djíses, 50 mínútur búnar og þeir eru bara á fjórða innhringjandanum. Getur fólk ómögulega spurt stuttra spurninga? Og ég sem hélt að ég væri langorður!

  26. Babú, það er þín SKOÐUN og þú hefur algjörlega rétt á henni, en hún þarf ekki endilega að vera sú rétta. Ég t.d. tel hann hafa bjargað okkur frá Rafa og ég á jafn mikin rétt á þeirri skoðun og þú á þinni, t.d. er Ian Rush sammála minni skoðun. Hvor er rétt, tja, það mun alltaf vera skoðun hvers og eins.

    Mistökin af mínu mati eru klárlega ekki að reka Rafa heldur að ráða Roy og vissulega fær hann skammir í hattinn fyrir sinn þátt þar. En það er ekki eins og hann hafi verið einn um þessa ráðningu. Purslow fær legendary status hjá mér fyrir að hafa losað okkur við bæði Rafa og Hick&Gillett.

  27. Missti af fyrstu 20 mínútunum en þetta dæmi er algerlega í anda þess sem ég hef áður talið líklegt.

    Roy er ekkert að fara í vetur, Kanarnir eru búnir að leggja þetta season upp sem fórnarkostnað við kaupin, þessir gaurar eru með því að vinna samkvæmt ameríska módelinu á íþróttafélagi. Það er að ónýtt season þýðir bara að maður klárar það og undirbýr það næsta. Ég er með þessu ekki að samþykkja eða segjast líka við þessar aðgerðir en þetta er sú tilfinning sem ég hef haft síðustu vikur.

    Hins vegar eru þeir örugglega að taka störf Roy út í vetur. En fyrr verður það ekki held ég.

    Svo aftur á móti finnst mér merkilegasta ennþá er það að Anfield virðist vera framtíðarkosturinn hjá þeim. Allavega miðað við það sem Henry sagði áðan. Vona að fleiri spurningar komi um þetta mál…

  28. Fimmta símtalið, einhver bjáni sem vill taka fram við þá að hann hafi fulla trú á Hodgson og minnir þá á að hann sé að vinna með lélegt lið sem hann erfði frá Rafa, að hann þurfi tíma til að bæta liðið. Werner og Henry kinka kolli.

    Ég hugsa að ég sé á sömu nótum og Einar Örn, ef þetta er í alvöru skoðun þeirra þá sé ég ekki hvernig maður á að keyra upp einhvern áhuga á þessu tímabili. Á maður ekki bara að hvíla sig á liðinu þangað til næsta sumar ef þeir ætla ekki að krefjast árangurs fyrr en þá af Roy?

  29. Ég hef ekki áhuga á að fylgjast með liði í vetur sem er ekki að spila fyrir neitt.

  30. Þarf stjóri Liverpool að falla til að vera rekinn?
    Og hvað er málið með að blokka flestar spurningar um Roy?

  31. Er að horfa á þetta líka og finnst þetta vera mjög þunnt, lítið að frétta og ekkert sem kemur á óvart…

  32. þessir gaurar eru með því að vinna samkvæmt ameríska módelinu á íþróttafélagi. Það er að ónýtt season þýðir bara að maður klárar það og undirbýr það næsta

    Hefur enginn sagt þeim að það virkar ekki alveg svona því að lélegt tímabil í enska boltanum eyðileggur líka það næsta útaf Meistaradeildinni? Við höfum ekki fokking efni á því að eiga annað lélegt tímabil eftir hryllinginn í fyrra.

    Þvílík vonbrigði.

    Þessi Darren heldur ekki með Liverpool, ég trúi því varla.

  33. Kanarnir halda pottþétt að það sé svona nýliðakerfi einsog í USA. Því lélegri sem árangurinn er , því fyrr færðu að velja nýliða.

    Þeir hafa kannski reynslu af því að rífa upp gamalt stórveldi í hafnarboltanum. En það virkar ekki eins á Englandi. Ef Hodgson verður mikið lengur við stjórnvölin, þá fer ég að missa trúnna á þeim í þessu verkefni.

  34. Ég sé ekki betur en að Rafa hafi verið kominn með tvo útisigra í fyrstu þremur útileikjunum í fyrra.
    Nennti nú ekki að skoða lengra aftur en það. Skiptir heldur engu máli því hann var rekinn ekki satt, eins og Einar segir. Metnaðurinn á að vera mikið, mikið meiri. Á ekki til orð yfir vonbryggðum dagsins. Blackburn og nýliðarnir Newcastle reka sína menn fyrir lélegan árangur en samt á sama stað og við.

    Helvítans bull.

    Það styttist í það verða riot þarna í Liverpool. Trúi ekki að menn sætta sig við þetta.

  35. Þarna kom það!

    Þetta tímabil mun ekki verða árangurstímabilið og sennilega ekki það næsta.

    Eftir tvö ár vilja þeir keppa að því að liðið verði að berjast á toppnum. Við erum að tala um erfiðan vetur að mínu mati og ljóst að leikmennirnir verða að taka eftir framhaldinu.

  36. Þess má geta að spurningar koma ekki live inn, þetta er nokkrum minutum a eftir til að velja

  37. Útileikir Liverpool 2010, á síðasta tímabili:

    Töp: Arsenal, Wigan, Man. Utd,

    Jafntefli: Stoke, Wolves, Man. City, Birmingham, Hull.

    Sigrar: Burnley

    Wikipedia er heimildin.

  38. Nokkrar spurningar frá Twitter sem þeir svara: Ef aðdáendur LFC og Everton eru á móti sameiginlegum velli þýðir lítið að ræða það, leitin að nýjum framkvæmdarstjóra félagsins (CEO) tekur tíma en þeir eru að vinna í því, Kenny Dalglish er lykilmaður í framtíð félagsins.

    Nú er einhver John að grilla þá, benda þeim á að trúa ekki öllu sem pressan í Englandi segir og að Hodgson hafi aðeins unnið 2 útileiki á tveimur árum með Fulham og LFC. Þeir forðast að tjá sig frekar um Hodgson, tala frekar um Comolli og leikmannakaup framtíðarinnar, mikilvægi þess að kaupa rétt.

    Henry talar um slúðrið, að við séum orðaðir við fullt af leikmönnum sem hann hefur aldrei heyrt um.

  39. Getur ég séð þetta einhverstaðar án þess að vera með áskrift af LFC TV ?

  40. Hjalti þór…. við spiluðum sem sagt bara 9 útileiki það tímabilið

  41. Það er ótrúlegt hvað þessi Darren hunsar alltaf allar spurningar um Hodgson, mikið djöfull fer það í taugarnar á mér.

  42. Ein spurning. Ef Roy á að fara núna útaf slæmum útivallarárangri(og ég er algjörlega sammála því) afhverju var þá rangt að láta Rafa fara útaf mjög sambærilegum útivallarárangri?

    …og takk síðan Babú fyrir að kalla skoðun mína bull, mjög göfugmannlegt af þér 😉

    Ég er fyrir miklum vonbrigðum með þetta viðtal. Mér finnst stjórnandi þáttarins og þeir sjálfir reyna koma sér undan Roy spurningum og ég bjóst við að fólk yrði brjálað útaf Roy en svo virðist ekki vera…

  43. Árið 2010 vinnum við Tottenham, Bolton, Everton, Blackburn, Portsmouth, Sunderland, West Ham, Burnley og svo núna Bolton undir stjórn Roy, þetta er bara í deild!

  44. Freysi, já, árið 2010 eins og stendur hjá mér og er rætt um í þessum þræði.

  45. Á síðasta tímabili unnum við Burnley, Bolton, Aston Villa, Everton og West Ham á útivelli

    Gerðum jafntefli við Birmingham Blackburn og Hull

    Og töpuðum á móti Arsenal, Chelsea, Fulham, Manchester United, Portsmouth, Sunderland, Tottenham og Wigan.

  46. Verulega flottar athugasemdir núna. Ljóst að Roy Hodgson er að fá á sig bombur núna!

    Werner búinn að láta stjórann og félagið vita að þegar þarf að gera eitthvað. En FRÁBÆR KOMMENT að koma inn núna!

  47. VÁÁ HVAÐ ÞETTA ER GLATAÐ. Mjög loðin svör eitthvað, kemur ekki einu sinni fram hversu mikið þeir eru tilbúnir að styrkja liðið, bara kaupa rétt, HVAÐ ER AÐ KAUPA RÉTT? væri gama að vita það.

  48. Jeremy nokkur frá Bristol lét heyrast að 80% aðdáenda Liverpool vildu Roy í burtu og rökstuddi það fullkomlega með svakalega misheppnuðum ummælum Roy og fullkomnu ráðaleysi við að breyta leikjum þegar illa gengi. Verulega kurteist og svakalega beitt athugasemd.

    Þáttarstjórnandinn leitaði ekki eftir svari frá eigendunum….

    Sagði þá vera búinn að segja að þessi umræða væri ekki tímabær. Því lengra sem líður inn í samtalið er ljóst að þeir ætla að nota hafnaboltamódelið sitt við að byggja liðið upp.

  49. Varðandi útileiki á síðasta tímabili en samt árið 2010, þá unnum við líka Unirea í Rúmeníu. Annars er það bara leikurinn gegn Burnley.

  50. Eiga þeir að endurtaka sig aftur og aftur með Roy? Eins og Kristján bendir á (ég er ekki að hlusta) þá sögðu þeir þetta um hann: “Roy er nýkominn eins og við, hann veit eins og við að liðið þarf að gera betur en við ætlum að vinna með honum að því að bæta ástandið. Við höfum trú á því sem hann er að gera.”

    Það er alveg komið fram að þeir eru ekki sáttir og að Roy verður áfram, amk fram á vor.

    Helsta spurningin sem ég vildi fá svar við er hversu miklu þeir eru tilbúnir til að eyða í janúar.

  51. Það gæti tekið Hodgson önnur 30 ár að vinna 10 útileiki í deildinni ef við miðum við þá tölfræði sem við höfum um árangur hans hingað til. Hefur Liverpool efni á því? Eru eigendurnir það þolinmæðir? Ég er ekki með það mikla þolinmæði. Ég er á því að hann verði ekki rekinn frá Liverpool heldur mun hann segja af sér eftir háværar kröfur stuðningsmanna.

  52. Hmm.

    Seinast þegar ég athugaði voru 20 lið í deildinni og því ættum við að hafa spilað 19 útileiki en ekki 9 Hjalti Þór. Thumbs up samt fyrir effertið.

    Á seinasta tímabili voru útileikirnir svona:

    Sigrar: Burnley (0-4) – Everton (0-2) – Aston Villa (0-1) – West Ham (2-3) – Bolton (2-3)

    Töp: Man Utd – Wigan – Arsenal – Portsmouth – Fulham (Vel gert RH) – Sunderland – Chelsea – Tottenham

    Jafntefli: Hull – Birmingham – Man City – Wolves – Stoke – Blackburn.

    5 sigrar – 6 jafntefli – 8 töp.

    Það sem af er þessu tímabili.

    1 sigur – 2 jafntefli – 6 töp

  53. Ég veit það ekki en ég er ekki alveg að sjá að það sé eitthvað betra að reka Hodgson núna þegar lítið er um annað val í auknablikinu. Hvað fengjum við í staðinn ? Kenny ?

    Mér finnst Hodgson velja yfirliett sterkasta og rétta liðið, hann er búinn að vera með tvo frammi undanfarið og líka á útivelli. Auðvitað þurfum við að bæta okkar leik en mér hefur fundist vera batamerki á liðinu. Tek það reyndar fram að ég sá ekki Newcastle leikinn.

    Við erum 5 stigum á eftir Tottenham en þeir unnu okkur reyndar þannig að ef við hefðum unnið þann leik þá værum við fyrir ofan þá !

    Ég er ekki að segja að ég sé sáttur við Hodgson en ég tel að það sé alveg eins gott að láta hann tóra svoldið lengur þar til við finnum rétta manninn til að taka við klúbbnum og byggja upp liðið til framtíðar.

  54. Viðtalið búið, spjalla eitthvað áfram við Ian Ayre en NESV-menn farnir í bili.

    Úr þessu viðtali er ljóst að Hodgson fær tíma. Honum er ekki kennt um ástandið fyrr en í fyrsta lagi eftir að hann hefur fengið séns á að styrkja liðið í janúar. Hann verður nær örugglega með liðið út tímabilið, það þarf hrikalega taphrinu til að breyta því eitthvað held ég.

    Allt annað var mjög jákvætt, að mínu mati. En ég hef miklar áhyggjur af vetrinum og finnst eðlilegt að áhugi manna á tímabilinu minnki þegar menn heyra að það eru engar væntingar um árangur gerðar af Roy. Ég sem hélt að Roy hefði verið ráðinn af því að hann gæti bætt árangur liðsins strax, og hann sagði það sjálfur í sumar?!?

  55. þetta er glatað verð ég nú bara að segja, ég held að þessir menn geti ekki sagt “ur fired í andlitið á hodgson þar sem að hodgson er svona “hreinskilin maður” en eins og einhver sagði í einni spurningunni þá held ég bara að maðurinn viti ekki hvað hann er að gera þú tapar ekki meira en 66% af úti leikjum þegar þú ert stjóri hjá liverpool. út í annað þá geta eigendurnir ekki svarað allmennilega hvur anskotin!

  56. En strákar okei lítum á björtu hliðarnar !! Ég verð fyrstur til að hoppa upp af gleði ef Hodgson verður rekinn á morgun en það virðist ekki vera að fara að gerast ! en allavega hefur spilamennska liðsins batnað töluvert á síðustu 4-7 vikum eftir því sem Roy hefur verið lengur með liðið ! sérstaklega á heimavelli og hann virðist vera farinn að reyna að spila meiri sóknarbollta á útivöllum ! við fengum nokkur dauðafæri til að líklega klára bæði tottenham með að komast í 2-0 og Newcastle í byrjun seinni ! við verðum þá bara að styðja þennan Hodgson og vona að þessi Comolli og Roy kaupi gáfulega menn í janúar ! eins og senter, vinstri kannt og vinstri bak.. þá gæti vel verið að það fari að ganga betur að skora og við tökum fleiri stig á útivöllum !! vonum það besta !!!!! úr því sem við höfum !

  57. Mig grunar að Tom Werner hafi kíkt á Wikipedia líkt og Hjalti þór, þessar tölur bara stemma ekki.

  58. Hjalti Þór er að tala um útileiki í deildinni á árinu 2010. Ekki allt tímabilið 2009-10 heldur bara árangur Rafa eftir áramót á síðustu leiktíð. Unnum þar bara einn útileik, þannig að það er rétt hjá Werner.

    Breytir því ekki að það var lélegasta tímabil Rafa og Roy var ráðinn af því að hann átti að geta snúið þessu gengi við strax. Burtséð frá því hvað mönnum finnst um árangur Rafa – með eða á móti – þá hljóta allir að vera sammála um að það er með öllu ólíðandi að Roy sé síðan að ná enn verri árangri.

  59. Eruði að grínast eða? Það er talað um ÁRIÐ 2010, ekki tímabilið 2009/2010. Liverpool spilaði 9 útileiki í deildinni á ÁRINU 2010 undir stjórn Rafa, vann einn.

  60. Já ok, en megum við þá dæma RH af þessum hluta tímabilsins ef honum tækist nú allt í einu að byrja að vinna útileiki eftir áramót? : )

    Ok, maður neyðist víst til að kyngja því að við fáum ekki annan þjálfara fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta Maí, það breytir því ekki að ég er búinn að segja upp áskriftinni minni að Stöð2 Sport2 og mun ekki eyða krónu í Liverpool varning fyrr en næsta haust.

  61. 25# Carl Berg
    Eins og ég sagði þá sá ég að mér og viðurkenndi það, en tók það fram að ég væri að gera undantekningu.

  62. Gettu hver…

    1997/98 – Blackburn Rovers – 5 Away wins – Finished 6th
    1998/99 – Blackburn Rovers – 0 Away wins – Sacked when 20th
    2007/08 – Fulham – 3 Away wins – Finished 17th
    2008/09 – Fulham – 3 Away wins – Finished 7th
    2009/10 – Fulham – 1 Away win – Finished 12th
    2010/11 – Liverpool – 1 Away win – Currently 9th

    ?

  63. Finnst markatalan segja allt sem segja þarf um þetta blessaða liverpool lið okkar í ár. Ef liðið skorar ekki mörk, þá er það ekki að fara að vinna leiki. RH er glataður, sést á ferilskránni hans. En held að leikmenn liverpool þurfi líka að líta í eigin barm og vera grimmari. SKORA. Finnst vanta alla grimmd í sóknarlínuna hjá okkur og það þarf að kaupa sóknarmenn í næsta glugga. E-rja dýrvitlausa sem leggja sig 150% fram í leikjum. Finnst rangt að kenna RH um allt, hann er ekki eini sökudólgurinn. Samsekur já…. og ef RH vill hafa SKRTL í miðverðinum áfram held ég að fyrsta verk RH núna sé að kenna honum að sparka í boltann, ekki í loftið.

  64. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er ekki hægt að kenna Hodgson beint um það að sumir leikmenn séu ekki að spila vel, eins og Skrtel og Kuy, en eftir allt þá er það nú Hodgson sem velur þá í liðið!

    Mér sýnist að NESV vilji gefa þessu tvö ár að komast aftur í toppbaráttuna og þeir tala mikið um að þeir vilji leikmenn inn sem verða framtíðarleikmenn liðsins en ekki skyndilausnir, hvernig væri þá að nota tækifærið meðan menn eru að standa sig svona illa að gefa actually yngri mönnum tækifæri svo að þeir verði mun betri árið 2012. Ég er t.d. viss um það að Danny Wilson og Martin Kelly verða klassa varnarmenn hjá okkur eftir 2 ár ef þeir fá alvöru tækifæri í úrvalsdeildinni. Martin Skrtel verður aldrei betri en hann er í dag, Wilson er hinsvegar örugglega ekki síðri en Skrtel núna og gæti orðið miklu betri.

  65. Sjálfur vil ég gjarnan losna við Roy Hodgson og því virka svör NESV-manna tengd honum á mig sem ákveðin vonbrigði. Þó þarf ekki að vera útilokað að Hodgson verði látinn fara fljótlega. Hafa ber í huga að eflaust hafa bresku slúðurblöðin beðið eins og hrægammar eftir einhverju bitastæðu og NESV-menn viljað forðast að fóðra þau að óþörfu. Hver veit nema Hodgson verði innan skamms boðaður á fund inni í skóherberginu !? 🙂

  66. Spurning: Geta þeir sagt eitthvað annað um RH núna? Jafnvel þó að þeir séu búnir að fá sig fullsadda á honum og á fullu að leita að nýjum þjálfara þá færu þeir nú ekki að segja opinberlega að þeir ætli að reka hann sem allra fyrst! Vissulega má kannski lesa ýmislegt úr tóninum hjá þeim (sá ekki viðtalið sjálfur) en ég vona að það sé meira að gerast á bakvið tjöldin en þeir geta gefið upp. Minni á að oft kemur yfirlýsing frá stjórn klúbba um fullan stuðning við þjálfarann rétt áður en honum er svo sparkað.

  67. Það var eins og ég hélt kom nákvæmlega ekkert fram í þessu viðtali sem maður vissi ekki fyrir og líka vissi maður að þeir þyrftu ekki að svara neinum almennilegum spurningum varðandi Roy. Ég verð bara að segja að ég hef enn ekki séð neitt sem fær mig til að fyllast bjartsýni með þessa kana við stjórnvölin vonandi eiga þeir eftir að sanna sig. Það sjá það allir sem hafa eitthvað vit á fótbolta að stjóri sem er orðinn 63 ára og hefur ekki unnið neitt merkilegra en Teitur Þórðarson á sínum 35 ára ferli er ekki að fara að gera það úr þessu. Það er líka alveg stórmerkilegt að liðins sem eru við hlið okkar í deildinni eru að reka þjálfara sína þrátt fyrir að kröfunar hjá þessum liðum ættu nú að vera töluvert minni en hjá Liverpool.

    Eins og menn hafa bent á þá skiptir meistaradeildin öllu máli ef þú ætlar að ná einhverjum árangri sérstaklega ef þú ert ekki með fullar hendur fjár líkt og City. Það er alltaf hægt að tala um að kaupa rétt er nokkuð viss um að Rafa hafi líka ætlað að kaupa rétt og Roy hafi líka ætlað að kaupa rétt þegar hann keypti Poulsen.

    Það er alveg ljóst að þessi vetur á eftir að reyna töluvert mikið á sálarlíf okkar Liverpool manna og fyrst þessir kanar sjá ekki vanhæfni Hodgsons þá er spurning hvort Liverpoolklúbburinn geti ekki gert samstarfssamning við Actavis svo við getum nálgast geðlyf á góðu verði.

  68. Aðeins að ræða um vallarmálið:

    While Werner expressed his desire to respect the history of the club, he conceded New England Sport Ventures were looking at a way of boosting the club’s financial situation.

    “We agree that it [Anfield] is a cathedral,” he said. “One of the similarities we found when we came in is the similarity between [with] Fenway Park, which is over almost 100 years old, and Anfield is a special place to watch a match.

    “We certainly need to do something. As John said, our intention is to increase our revenue, so we can put the best possible squad together, so we’re hard at it.

    “We’ve had a lot of meetings and we are moving forward with various options, it’s too early to go in one direction or not in terms of whether to build a new stadium or to refurbish Anfield but we know we need to do something and I can just say as a fan that the excitement that we feel at Anfield is so palpable.

    “The intensity, the spirit – it’s one of the great sporting experiences that we’ve ever had.”

    Henry reiterated the chairman’s words, adding: “I already love Anfield. The moment I saw the pitch I fell in love.

    “There’s not just a history but there’s an ambience here that is extraordinary, so it would be a shame and I do think it’s an asset of the club for the long term to be at Anfield, but we have to do what’s in the best long term interests of the club and we will do that.

    “We are studying things…but we do appreciate what we have at Anfield.”

    Svona til að ræða annað en Hodgson held ég bara að Anfield sé staðurinn í nútíð og framtíð. Ef ég man rétt er klárt að þá þarf að kaupa ca. 2 götur og rífa öll hús, fara í að skoða aðgengi að bílastæðum í nágrenninu og sennilega opna nýja lestarstöð í nágrenninu. Töluvert mál, en ég er alveg til í að styðja það…

  69. Hvað í andskotanum ætli Roy Hodgson segi við leikmenn í búningsklefanum í útileikjum???
    Það er klárlega efni í PhD ritgerð!

  70. Haha þarf ekki bara að senda þessa menn á al-anon fund,mér fannst bara eins og þarna væri heil fjölskylda að kóa með klikkaða alkahólistanum!
    Leiðinlegt að sjá að jafnvel þótt þeir hafi horft á gamlar upptökur og gerðu sér grein fyrir hefðinni,stoltinu og sögunni,að hafa ekki pung til að fá sterkari stjóra.
    Vona innilega að þeir hafi vitað um óánægju stuðningsmanna og hafi vísvitandi látið Darren fara framhjá málinu vegna þeir að þeir viti stöðuna og séu að vinna á bakvið tjöldin og séu dipló.

  71. Bull í mönnum að halda eða vona að Roy verði rekinn í beinni útsendingu í einhverjum spurningaleik.
    Aðalmálið er að þeir vilja vinna uppá við. Róm var ekki byggð á einum degi. Eins og ég ef áður sagt, við verðum að lifa veturinn af, það er verið að undirbúa ákvarðanir sumarsins og þetta blessaða lið verður bara að girða í brók.
    Reyndar er ég viss um að Roy muni ekki lifa veturinn af vegna afstöðu stuðningsmanna en það er þá líklegra að það komi einhver millileikur, tímabundin lausn. Kenny kannski c”,)

  72. Það er margt jákvætt sem að ég get séð úr þessu spjalli þeirra. Mér lýst vel á langtíma hugsjónir þeirra og mér finnst það ekki fara á milli mála að þeir hafa metnað og fyrst og fremst tryggð. Ég skil svo sem þetta með Roy, hvort sem mér líkar það betur eða verr, en hann er nýr í starfi, byrjaði frekar seint, fékk lítinn tíma til að vinna með lið í erfiðleikum (ekki lélegt lið, það er að mínu mati bara bullshit) og kannski ekki fengið að styrkja það eins mikið og hann hefði viljað. Þeir virðast vera að gefa honum séns og nota janúar gluggan til að sjá hvort að hann standist þeirra kröfur og fitti í þeirra plön. Kannski verður allt betra og Roy sannar sig í starfinu eða hann flakkar eftir einhverja mánuði, það kemur bara í ljós.

    Mér finnst líka mjög gott hjá þeim að “dodge-a” þessar spurningar um Roy þar sem að mál hans eru ekki eitthvað sem mér finnst að eigi að ræða í beinni útsendingu. Sé verið að ræða framtíð hans þá á að ræða hana við hann undir fjögur, eða kannski aðeins fleiri, augu. Þessi mál eiga að forðast fjölmiðla og augu almennings til að byrja með. Hann er nú einu sinni starfsmaður Liverpool og sama hvort hann sé sá rétti eða ekki þá á hann þá virðingu skilið að vera ekki rakkaður niður á svona hátt.

    Annars þá líst mér vel á þetta og ég er alveg viss um að framtíðin verði björt hjá Liverpool, þó við gætum kannski þurft að bíða í einhvern smá tíma en þá mun Liverpool rífa sig aftur á þann stall sem það á að vera á öllum sviðum; á toppnum!

  73. Mér fannst þeir ekki mjög sannfærandi félagarnir í stuðningi sínum við RH þegar fór að líða á viðtalið.

    RH verður farinn fyrir janúar.

    Mín spá!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  74. Menn hafa oft nefnt “the Liverpool way” varðandi hegðun stjórnenda, þjálfara og leikmanna hjá klúbbnum. Væri það mjög í anda þess ef eigendurnir hefðu farið mikið út í umræður um Roy Hodgson? Til þess að það issue væri í raun og veru umræðuhæft við þessar aðstæður, þá hefðu þeir þurft að vera búnir að segja honum upp. Annað væri taktlaust virðingar- og tillitsleysi. Ég skil vel að þær spurningar hafi ekki fengið mikinn hljómgrunn í settinu. Ég segi fyrir mína parta að ég færi fyrst virkilega að efast um þessa menn ef þeir hefðu farið út í þá umræðu af einhverri alvöru þarna.

    Ég hef ekki trú á Roy, þó ég hafi verið mjög jákvæður fyrir því að gefa honum séns framan af. Ég er mjög jákvæður á að gefa þessum könum séns. Og ég skil þá vel að horfa frekar til lengri tíma en styttri, þó ég sé jafn áfjáður og aðrir í að sjá árangur strax og að liðið komist í meistaradeild og allt það. Maður fær bara ekki alltaf allt sem maður vill. En ég vil frekar að það verði byggt til framtíðar en stokkið á skyndilausnir, mér sýnist kanarnir vera á þeirri línu. Svekkjandi núna, en vonandi getum við fagnað þeim mun meira eftir 2-3 ár (sé miðað við þeirra plön).

    Þangað til getum við horft á Barcelona og notið þess að sjá fullkominn fótbolta (jafnvel við sem höldum með Real)

  75. Ég er sammála því sem kemur fram í #81 og #83 um að þeir félagar hefðu fyrst og fremst grafið undan sjálfum sér ef þeir hefðu gefið út í beinni útsendingu að Hodgson ætti sér ekki framtíð á Anfield. Sjálfur held ég að hann verði látinn fara næsta sumar þegar vonandi verður búið að finna framtíðarmann í stólinn.
    Ég er ekki alveg nógu sáttur með þá sem hrópa “Reka reka reka” en koma ekki með neinar alvöru hugmyndir að næsta þjálfara.
    Vilja menn sjá Riijkard? Vilja menn sjá O’Neill? Eða Dalglish?

    Riijkard hefur það eina markverða gert að þjálfa (ekki manage-a) Barcelona lið sem hefur um árabil keyrt alla yngri flokka, akademíuna og aðalliðið hjá sér með ákveðna leikfræði (tiki-taka) í huga sem Guardiola er að fullkomna núna með þeim leikmönnum sem hann hefur. Ég er ekki að segja að hvaða þjálfari sem er myndi ná árangri með Barcelona, ég er bara að segja að undirstöðurnar eru til staðar hjá klúbbnum fyrir þessari spilamennsku. Ég myndi að sjálfsögðu vilja sjá svona spilamennsku hjá mínu liði en er nokkuð viss um að með tilkomu Riijkards myndi Liverpool ekki byrja að spila Barca bolta, því miður.

    O’Neill hefur verið ræddur hérna inni áður og ég er sammála flestum sem segja hann of varnarsinnaðan. Ég held reyndar að hann eigi eftir að eiga ágætis feril með lið sem verða í 5-10 sæti, en aldrei neitt meira en það.

    Þá komum við að þeim sem sumir vilja meina að sé rétta lausnin, Kenny Dalglish. Áður en ég fer út í hann sem valkost langar mig að koma inn á það sem ég held að sé inní hugmyndafræði nýju eigendanna. NESV hafa ítrekað sagt að þeir eru “long-term” þannig að allt sem gert verður í þeirra stjórnartíð verða engar skyndiákvarðanir heldur eitthvað sem ætti að tolla í allnokkur ár (áratugi?).
    Þegar þeir komu inní Boston 2002 var eitt af því fyrsta sem þeir gerðu að hrista uppí stjórnunarteyminu hjá Red Sox. Árið 2003 fengu þeir bæði nýjan General Manager (sem var þá yngsti í sögunni til að taka við sem GM) og nýjan manager sem báðir eru ennþá við völd hjá liðinu. Þetta er búið skila þeim 2 MLB titlum á 8 árum einsog Henry sagði fyrr í kvöld.

    Aftur að Kenny Dalglish. Margir hafa sagt að það eigi að reka Hodgson og ráða Kenny út þetta tímabil. Hann myndi þá taka við stjórastarfinu fram að næsta sumri þangað til búið verður að finna eftirmann.
    Tvennt í þessu sem mér pirrar mig. Annað þeirra er að hann er ekki nema 4 árum yngri en Roy Hodgson, sem margir hafa sagt að sé of gamall til að höndla endurbyggingarstarfið (fyrir utan það að hafa ekki getuna í það) sem nú fer að hefjast, er þá ekki Dalglish of gamall?
    Hitt er að þegar Dalglish lýsti því yfir að hann hefði áhuga á að taka við starfinu sagði hann einhverntíman að hann hefði áhuga á að taka við starfinu sem caretaker??
    Yrði það ekki leiðinlegt fyrir alla aðila ef: a) Hann tæki við, myndi skila okkur í top4 í vor en þyrfti svo sætta sig við að NESV vildu fá nýjan og yngri þjálfara sem myndi byrja endurnýjunina?
    Eða b) einn besti og virtasti karakter sem hefur spilað og þjálfað Liverpool tæki við, ylli vonbrigðum, næði ekki tilsettum árangri og hætti sem manager næsta vor með svartan blett á annars flekklausum feril hans hjá Liverpool?

    Ég veit ég er að gefa mér ýmsar forsendur í þessum vangaveltum einsog með aldurinn á framtíðarstjóranum en það sem ég les útúr því sem NESV hafa gert í Boston og því sem þeir hafa ítrekað sagt eftir að þeir eignuðust Liverpool er að þetta er long-term ferli sem krefst þolinmæði og að flestir sem eru í klúbbstrúkturnum séu í honum til langs tíma.

    Ég er svo fyllilega sammála 99% Liverpool aðdáenda á Hodgson þurfi að fara, ég er bara ekki viss um hverju það skilar að reka hann án þess að hafa eftirmann til frambúðar tilbúinn og málið er bara að það eru ekki margir þjálfarar sem hafa það sem til þarf á lausu núna.

    Hvað finnst ykkur? Hvern sjáið þið sem framtíðarstjóra Liverpool?

  76. Held að allir ættu að gera sér grein fyrir því að Roy var aldrei nein framtíðarlausn, Roy var fenginn til að stýra skútunni í gegnum þennan storm einsog hann hefur gert fyrir Internazionale á árum áður. NESV menn hljóta að vera að leggja mikla vinnu í að finna þjálfara sem að passar inní þetta módel sem að þeir eru að setja upp og alveg klárt mál að það verður ekki sóknargeldur steingervingur einsog Roy.

  77. Það sem ég hegg eftir er að þeir forðast að tala of mikið um Roy Hodgson. Þögn er sama og samþykki segir í málsháttinum. En ég hef það nú samt á tilfinningunni að RH verði áfram við stjórnvölin því miður og það sé ekkert að fara að breytast á næstunni. Til þess að það myndi gerast þá þyrftum við að ganga í gegnum ansi sársaukafull ósigra gegn liðum eins og Blackpool á útivell og svo eitthvað meir en það. Toppurinn á því og það sem myndi hugsanlega enda hans feril er tap á heimavelli fyrir Everton 16 jan. Ég er nú bara svo langt genginn með andúð mína á manninum að maður er farinn að sjá fyrir sér ósigrana sem myndu valda brottrekstri hans. Ég er í senn bæði mjög spenntur fyrir framtíð Liverpool um leið og ég hneykslast á sjálfum mér en geðheilsan mín er bara ekki að leyfa mér annað en að Hodgson fari !!!!

  78. Ég hef stutt Roy allt tímabilið og ætla gefa honum þetta tímabil enda finnst mér það sanngjarnt.. Ef hann nær ekki tilsettum markmiðum sem sett er á Liverpool FC þá vill ég hann út og fá Didier Deschamps inn. Frábær þjálfari sem hefur unnið deildina með öllum sínum liðum, ungur og kreativur. Ég sé hann sem sigurvegara hjá Liverpool FC!

  79. 80-83-85# fínir og áhugaverðir punktar.
    Ég get tekið undir margt sem þið segið og fínar pælingar. Þetta með að ræða framtíð Hodgson í beinni útsendingu var náttúrulega ekki inni í myndinni. Hodgson var t.d. ekki ráðinn af NESV og hefur gert ýmsa hluti sem má hrósa fyrir.
    1. Lucas er farinn að spila mjög vel og fær mann til þess að gleyma Marcherano
    1. Meireles eru frábær kaup og er ég mjög hrifinn af honum sem knattspyrnumanni
    2. Ngog hefur verið að standa sig vel í sínu hlutverki, gerði það svosem líka hjá Rafa
    3. Svarar spurningum í viðtölum hreint og beint út í stað þess að fara í kringum hlutina líkt og versti pólitíkus
    4. Ungu strákarnir eru að fá sénsa í bikarleikjum og Evrpópukeppni
    5. Fékk Cole til Liverpool, á þó eftir að sýna sitt rétta andlit en hann er svo sem ekki einn um það.

    Og svo í hina áttina
    1. Hann svarar öðrum spurningum tengdum leikmönnum ekki í takt við það sem við viljum sjá
    2. Talar um erfiða útivelli og góð stig gegn Birmingham osfr.
    3. Svarar ekki fyrir sig og ver sína leikmenn þegar Ferguson gagnrýnir Torres fyrir leikaraskap……NANI
    4. Eitthvað hefur verið skrifað um að ákveðnir leikmenn hafi fundað með stjórnendum og beðið um taktíska breytingu fyrir Blackburn leikinn.

    Eflaust er ég að gleyma einhverju. Menn hafa bent á að það þjóni ekki tilgangi að reka hann strax og að það væri úr takt við Liverpool, hvað ef Dalglish myndi svo gera verr en Hodgson osfr.
    En hvað á þetta að ganga langt, hvenær er þetta orðið gott? Ef leikmenn eru farnir að hafa áhrif á það hvaða taktík er spiluð og hvaða nálgun er tekin á leikina, hver er þá að stjórna (þetta var samt nauðsynleg breyting)?
    Hversu slakur þarf árangurinn að verða til þess að það sé hægt að vera sammála um það að hann eigi að fara. Persónulega þá finnst mér þetta að vera komið gott, ég er farinn að biðja vini mína um að hafa barnaafmæli þegar leikir eru og mæti í fjölskylduboð með glöðu geði til þess að forðast þessar hörmungar. Ég viðurkenni það að ég veit ekki hver ætti svo sem að taka við í augnablikinu en þetta fer að vera komið gott hjá Hodgson, Dalglish eða Sammy Lee held ég að myndu ekki gera verri hluti út tímabilið og þeir væru þó fengnir á þeim forsendum að vera bráðabirgða.
    Samt vona ég innilega að liðið rífi sig upp, sýni þær klær sem það sýndi fyrir Newcastle leikinn og klári þetta tímabil stóráfallalaust héðan af.

  80. Reikna með að RH fái að klára tímabilið en verði svo látinn fara næsta sumar. Persónulega myndi ég vilja sjá Owen Coyle taka við liðinu. Hann er Breti, sem ætti að gefa honum vinnufrið fyrir ensku pressunni, hefur verið að gera frábæra hluti með Bolton og leggur upp með skemmtilegan sóknarbolta. Hefur að vísu ekki reynslu sem þjálfari toppliðs en ég myndi klárlega vilja gefa honum séns.

  81. Sammála þér Lýður, Owen Coyle er vissulega spennandi þjálfari og er búinn að gera Bolton að stórskemmtilegu liði, sama var uppi á teningnum þegar hann þjálfaði Burnley þar áður.

  82. Mér finnst vid bara svo geldir sóknarlega undrir stjorn Roy,ekkert spil og bara eins og fucking midlungs lid!!
    Vid hverju byst madur tegar lid manns er med midlungs sjtóra!

  83. Er algjörlega sammála með Owen Coyle, hann er að búa til gríðarsterkt lið hjá Bolton útúr frekar veikum hópi. Ég held að hann sé mest spennandi kosturinn sem að er í gangi í dag.

    En hann er reyndar ekki breti….hann er skoti.

  84. Ég er alveg viss um það að í þessum töluðu orðum er verið að ræða við mann/menn til þess að taka við liðinu. Það væri engin glóra í því að upplýsa almenning um að verið væri að reka þjálfarann áður en arftaki er kominn í “heimahöfn”.
    Við sáum nú ekki mikið um það í blöðunum að það ætti að reka stjóra Blackburn og Newcastle áður en það gerðist í raun. Við skulum ekki dæma þessa menn af þessu viðtali enda eru þetta business menn sem vonandi kunna eitthvað í þessum bransa.

  85. Náði Roy ekki líka frábærum árangri með ekkert svo sterkt lið Fulham? Og er Breti? Nei takk segi ég við Owen Coyle. Við þurfum öðruvísi stjóra að mínu mati.

  86. Held að rödd skynseminnar hafi komið fram í póstum #81, #83 og #85. Verst að maður verður bara svo pirraður á þessu blessaða gengi okkar manna. Manni langar að sparka einhverjum frekar en að sparka í einhvern svo að pirringurinn í Hogdson er áberandi, enda rættmætur.

    Líklegast er það alveg The Liverpool Way það sem NESV menn eru að gera, með því að veitast ekki að þjálfaranum opinberlega og það á jú að vera gott mál að menn ætli að byggja til framtíðar. Við erum reyndar búnir að bíða lengi því að enn ein uppbyggingin fer af stað á 4-6 ára fresti. Og jú, það tekur sinn tíma fyrir nýtt blóð að byggja sig upp. Verðum að muna, eins og kallinn sagði forðum: Róm var ekki brennd á hverjum degi.

    Dæs….

  87. Það er að sjálfsögðu rétt hjá þeim að vera ekki að grafa undan stjóranum í beinni útsendingu og þeir voru aldrei að fara gera það. En á móti var þetta það eina sem aðdáendur höfðu áhuga á að benda þeim á og flott að þau skilaboð komust skýrt og greinilega til þeirra.

    Ég bara næ því samt ekki ennþá afhverju í fjandanum það er ekki löngu búið að losa okkur við Hodgson og trúi ekki ennþá að hann fái að klára þetta tímabil. Það er svo gott sem ekkert jákvætt við hann.

  88. Þetta viðtal er eins og við var að búast bæði vonbrigði og ánægjulegt. Vonbrigði af því að við fáum ekki að heyra það sem við viljum heyra þ.e. Hoddarann burt! Þá sýna þeir of lítið á sín spil finnst mér. Mér finnst grace tímabilið liðið og nú þarf að láta verkin tala.

    Hitt er einnig ánægjulegt að NESV eru augljóslega atvinnumenn öfugt við fyrri eigendur sem töluðu digurbarkalega án nokkurar innistæðu. Betra er að segja minna en láta síðan verkin tala. Ég er því tiltölulega rólegur yfir framtíð LFC en þetta tímabil er farið til helvítis

    Hér fyrr á síðunni var talað um hið stórkostlega lið Barcelona sem mun örugglega fara í sögubækurnar sem eitt besta fótboltalið allra tíma. Leikurinn við Real Madrid er skyldueign á góðum heimilum.

    Mig langar einnig að minnast á annað frábært fótboltalið, að vísu ekki alveg í Barca klassanum, en á góðum degi ekki langt í burtu. Það á einnig ýmislegt sameiginlegt með okkar elskaða LFC.

    Ég er að tala um Borussia Dortmund sem er hreinlega að rústa Bundesligunni þetta árið. Dortmund, eins og LFC, var í ruglinu. Þetta er eina liðið sem er á markaði í Þýskalandi og lenti í höndunum á hálfvitum sem eyðilögðu félagið. Borussia þurfti m.a.s. að selja heimavöllinn og var í tómu tjóni.

    En þeir gáfust ekki upp og réðu ungan þjálfara Jurgen Klopp að nafni. Klopparinn byggir á ungum frískum leikmönnum og blæs til sóknar í hverjum leik. Dortmund er með 30 mörk í plús í markamun sem er 9 mörkum meira en LFC hefur skorað alls!

    Dortmund hefur sýnt hvað er hægt að gera með réttum stjóra og sniðugum innkaupum. Niðurstaða mín eftir að hafa lesið í þennan fund er að Henry sé í þessum pælingum.

  89. Nú er loksins tækifærði til að ná meistara Big Sam til LFC, segja The Hodge upp nú í seinna kaffinu og ráða Big Sam fyrir kvöldmat, áður en að öll hin liðin fara að bítast um hann!

    Annars er ég spenntur fyrir Owen Coyle líka ásamt Roberto Di Matteo. Þetta eru tveir þjálfarar hjá miðlungsliðum sem láta sín lið spila fótbolta, bæði heima og úti og eru að ná meiru út úr liðum sínum en menn áttu von á.

    Svo er ég með eina sérstaka hugmynd, svona í ljósi þess að við erum með ameríska eigendur, þá tíðkast það að í NFL að vera með einn þjálfara sem sér um sóknarleikinn og annan sem sér um varnarleikinn. Ég vil stinga upp á því að við fáum annan þjálfara sem sér um útileikina. The Hodge er með LFC í 3. sæti yfir árangur liða á heimavelli, aðeins ManYoo og Chelski fyrir ofan, þannig að hann mætti stýra liðinu á Anfield. Svo myndum við ráða Ian Holloway sem þjálfara liðsins á útivelli en hann er með nýliða Blackpool í 3. sæti yfir árangur liða á útivelli, aðeins Shitty og Arsenal ofar. Saman lagður árangur þessa herramanna, þ.e. árangur The Hodge á heimavelli og Holloway á útivelli, er 31 stig og 4 mörk í plús, reyndar í 18 leikjum en við skulum ekki missa okkur í smáatriðunum.

    Þessi hugmynd mín er svo fokking brilliant að hún bara getur ekki klikkað, hún er dæmd til að skila árangri, ég ætla að senda John W. Henry hana á Twitter asap. Þið skuluð ekki láta ykkur koma á óvart í næstu viku að ráðin hafi verið nýr Co-Manager hjá LFC!

  90. Verdur RH rekinn ?

    Vandi er um slikt ad spa.

    Eitt er vist akaflega verdur gaman tha !!

    Eda hvad ? Hvad tekur vid ? Kig Kenny ..lol…

  91. Skil ekki þegar menn gera grín að því að King Kenny tæki við liðinu. Þarf ekki akkúrat þannig týpu núna?
    Ég persónulega myndi vilja sjá NESV reka Roy ekki seinna en eftir 5min og ráða Kenny, en aðeins út tímabilið. Við þurfum stjóra núna sem er virtur innan félagsins, róar stuðningsmennina og andskotinn hafi það, ef leikmenn Liverpool treysta ekki og hlusta ekki á KING Kenny þá er bara eitthvað að hjá leikmönnunum. Þá vil ég einnig sjá rólegan janúar hjá okkar mönnum (fá kannski einn senter eða kanntmann), frekar að taka allt saman með Kenny í lok tímabils og ákveða nákvæmlega hver á að taka við liðinu af honum og hvaða leikmenn félagið þarf.
    En svo er það annar handleggur ef það gengur vel hjá Kenny, þá má hann vera áfram mín vegna. En annars er þetta bara mín skoðun, ég vil fá áhrifamikinn mann í sögu félagsins sem bæði leikmenn og áhorfendur treysta til að leiða okkur í gegnum þessa mjög svo erfiðu tíma í sögu félagsins.

  92. Eg ber mikla virdingu fyrir Kenny D…. Vandamal LFC liggur 90 % i of mørgum sløkum leikmønnum.
    Sidustu arin hefur LFC eytt alltof miklu fe i ad kaupa medalgoda leikmenn.

  93. @MW já ég skil þín sjónarmið fullkomlega enda var mínum ummælum ekki endilega bara beint til þín, og það er alveg rétt að við erum alls ekki með næginlega gott lið. En ég held að ef ef einhver á að “mótivera” marga af þessum miðlungs leikmönnum okkar þá er það ekki Roy heldur Kenny að mínu mati 🙂

  94. ÉG er búinn að senda þessa tillögu á John W. Henry á Twitter, vona að hann taki vel í þetta! Ég skal láta ykkur vita ef hann svarar mér!

  95. “Henry: There’s no doubt about the play this year has been unacceptable. The results are unacceptable and it’s up to us, really to taking responsibility going forward for that.

    Darren: As a management team? As well the football manager himself?

    Henry: Absolutely”

    Eina sem ég vildi heira.

  96. Var að horfa á þetta á official síðunni og fékk allt í einu svaðalega hugmynd.

    Ef það ætti einhverntíman eftir að gera kvikmynd um NESV þá veit ég sko hver ætti að leika Mr. John Henry en það væri þá Dana Carvey.

    Sko. (smá HTML tilraun)

    Dana

    Henry

    Kemur málinu annars fullkomlega ekkert við…

    Hver man ekki eftir honum Carvey í þessu ódauðlega hlutverki:

    Ef þetta HTML kukl mitt virkar ekki þá eru hérna url á þetta allt:
    Dana http://url.is/4fe
    Henry http://url.is/4fd
    Garth http://url.is/4fc

  97. 94 Skotland er hluti af Bretlandi, þannig vissulega er Owen Coyle Breti

  98. Segðu þetta við skota og þú kæmist ekki aftur í kommentakerfið hérna!

  99. 111 Skotar eru ekki Bretar þar sem þeir, ólíkt Írum og Walesverjum, eru með sjálfstætt starfandi þing, á meðan öll hin löndin heyra undir þingið á Englandi og teljast þar sem Bretar

  100. krulli:Síðan er maðurinn kominn vel yfir sjötugt og er því engin framtíðarlausn fyrir félagið. Þurfum hvort eð er að skipta um stjóra á næstu árum og því ekki að gera það strax áður en hann veldur meiri vonbrigðum?

    RH er 63 ára og er ekkert að fara á næstunni get used to it theres gonna be allot of good results but MORE loosing ….

  101. Fyrir ykkur sem segið Skotland ekki Bretland þá er það rangt svo einfalt er það. http://www.statistics.gov.uk/geography/uk_countries.asp

    Írland er ekki Bretland en England, Skotland, Wales og Norður Írland eru hluti af Bretlandi.

    Ef þið horfið svo á Eurovision þá sjáið þið sömu uppsetningu, Bretar senda frá sér keppendur sem og Írar. Svo er þetta bara svona landfræðilega og þannig er það bara. :o)

  102. Örlítið útaf topicinu en samt ekki.

    Hvað segja Rafa menn núna, hann er að verða búinn að skemma besta lið í heimi í fyrra á mettíma. Rafa sagðist í viðtali fyrr á tímabilinu þurfa að ná merkjum Mourinho af liðinu, og viti menn það er að takast. Þeir vinna amk varla leik lengur. Ótrúlega ofmetinn þjálfari sem að mínu mati verður max 1 tímabil þar við stjórnvölinn, ef hann nær að halda það út.

  103. Grezzi, nennirðu þessari umræðu virkilega?

    Mín skoðun, ég sem var mjög hrifinn af Rafa og fannst illa farið með hann hjá Liverpool: mér er skítsama hvað hann gerir gott eða slæmt í framtíðinni. Það kemur Liverpool ekkert við. Velgengni hans eftir Liverpool gerir hann ekki að betri stjóra á sínum sex árum hjá Liverpool, klúður hans eftir Liverpool gerir hann ekki að verri stjóra á sínum sex árum hjá Liverpool.

    Hann var hjá Liverpool í sex ár. Nú er hann hjá Inter. Kemur mér ekki við, og ég er hættur að ræða hann. Rétt eins og með Houllier þá verður maður á endanum að setja endapunkt á það sem er liðið og horfa fram á veginn.

    Við erum að ræða Hodgson núna. Og vonandi getum við fljótlega sett endapunkt á hann líka. Þér er velkomið að gleðjast yfir óförum Rafa hjá Inter, ég nenni því ekki. Inter kemur mér ekki við.

  104. Rosalega ertu viðkvæmur Kristján. Endalausa vorkunarsemi á Rafa sem btw fær alla eigendur uppá móti sér, Valencia, Liverpool og ætli það endi ekki svo hjá Inter.
    Staðreyndinn er sú að hann var virkilega slakur á síðasta seasoni með hóp sem hann var búinn að byggja upp en það var aldrei neitt nógu gott fyrir hann þrátt fyrir að hann eyddi meira en margir klúbbar. Hann er gjörsamlega að slátra Inter sem er sorglegt miðað við stöðu þessa klúbbs í maí í ár.
    Ekki það, mér er nokk sama um Inter sem klúbb enda harður stuðningsmaður Napoli og fylgist með þeim leikjum sem ég hef tök á að sjá frá Ítalíu.

    Þú mátt vorkenna honum yfir því að það hafi verið farið illa með hann og allir vondir við hann en það var ekki meiri peningur til og þá er bara að sníða sér stakk eftir vexti og það þurfa menn bara að gera. En Rafa vill ekki gera það og nákvæmlega það sem gerðist eins og hjá Valencia að þá fór hann í fýlu því hann fékk ekki pening. Lampi og sófa setningin er eitthvað sem flestir muna.

    Ætlar þú að hætta að tala við þína yfirmenn setji þeir þig í verkefni sem þú ert ekki alveg sáttur við? Er ekki betra að vinna það verkefni og vonast til að það næsta verði betra?
    Hefði Rafa ekki geta nýtt peningana betur og horft jákvæðum augum á það og reynt að byggja á því? Mér persónulega hefði fundist það aðeins meira professional af honum.

    Það hlýtur síðan að mega ræða þetta þó það sé ekki á óskalistanum þínum. Ég get lofað þér því að þegar Roy fer, hvort sem hann verður rekinn eða segir upp þá munu einhverjir sem þola hann ekki fylgjast með hans óförum annarsstaðar verði þær.
    Vittu til, það verður staðreyndin þannig að sættu þig bara við það að það eru ekki allir á sömu bylgjulengd varðandi Rafa og þú. Ég sætti mig við að það eru til stuðningsmenn hans þó ég geti ómögulega skilið það og maður ætlast eiginlega þess sama af ykkur sem viljið ekki sjá neitt slæmt ritað um hann.

  105. „Rosalega ertu viðkvæmur Kristján.“

    Ekkert viðkvæmur. Mér er sama um Rafa, hans tími var kominn og hann er farinn. En það fer í taugarnar á mér þegar menn koma hér inn og reyna að hampa einhverjum sigri af því að þeir voru á móti síðasta stjóra Liverpool, hver sem sá stjóri er. Mér þykir slík hegðun sorgleg.

    „Það hlýtur síðan að mega ræða þetta þó það sé ekki á óskalistanum þínum.“

    Ef það mætti ekki ræða þetta hefði ég hent ummælum Grezza út. Þau fá að standa, það má alveg ræða þetta. En ég má svara honum. Ekki gera mér upp skoðanir eða athafnir, ég bannaði engum að ræða þetta. Sagði bara mína skoðun á ummælum hans.

    „Ég sætti mig við að það eru til stuðningsmenn hans þó ég geti ómögulega skilið það og maður ætlast eiginlega þess sama af ykkur sem viljið ekki sjá neitt slæmt ritað um hann.“

    Lestu þessa síðu yfir höfuð? Að segja að ég megi ekki sjá neitt slæmt ritað um Rafa er fáránlegt. Dæmi: uppgjör mitt á síðasta tímabili í vor eða pistill frá 2008 þar sem ég segist ekki styðja Benítez lengur 100% í starfi og gagnrýni hann fyrir ýmislegt, eða pistil frá 2007, á hátindi vinsælda Rafa hjá LFC, þar sem ég lýsi því yfir að hann hafi ekki staðið fyllilega undir væntingum sem stjóri Liverpool.

    Að segja að ég gagnrýni Rafa aldrei og/eða megi ekkert slæmt heyra um hann er kjaftæði. Ég hrósaði honum þegar hann átti það skilið og gagnrýndi hann þegar hann átti það skilið, en nú er hann farinn og mér finnst óþarfi af mönnum að koma hér inn sigri hrósandi yfir því að honum gangi illa hjá öðru liði. Eins og það sanni að þeir okkar sem höfðu eitthvað álit á Rafa hafi verið vitlausir allan tímann.

    Lestu síðuna áður en þú sakar mig um hluti.

  106. Þú vonandi afsakar Kristján en ég kom bara hingað 2010 og hef ekki nennt að lesa pistla síðan 2007 eða 2008 ;o) þannig að ég biðs velvirðingar á mínum ummælum í þinn garð.

  107. Eigum við ekki bara að minnast Rafa með þakklæti fyrir Istanbul 2005 og Cardiff 2006 og hætta öllu skítkasti og vangaveltum um hann og hans störf í fortíð og nútíð? Ég kem alltaf til með að minnast hans með þakklæti fyrir það. Hann er með annað lið núna og það a ekki að vera til umræðu á Liverpoolsíðu:-)

  108. Svona eiga umræður að vera. Málefnalegt, rökfært og afsakað þegar þess þarf.

    Mér finnst akkurat svo mikil einföldun að segja að allt væri í lagi ef að Rafa væri ennþá, hann virtist vera komin á endastöð og jafnvel farinn til baka með þennan mannskap. Hvort sem það var að leikmenn voru að missa trú á verkefni undir hans stjórn eða hvað. Ég er ekki viss um að nokkur annar þjálfari hefði náð betri árangri en RH er að gera núna, með litlum undirbúningi og leikmannakaupum sem þurfti að gerast á alltof miklum hraða.

    Ég tek það samt fram að ég er engan veginn sammála öllu sem RH er búinn að gera, og allra síst skil ég nálgun hans á viðtöl.

    En burt séð frá því er ekkert lið í deildinni að sýna stöðugleika, ekki einu sinni stóru liðin Man Utd og Chelsea. Í ljósi þess er vel skiljanlegt að Liverpool nái ekki stöðugleika á fyrstu mánuðum með RH við stjórnvölinn.

  109. Flott grein Babu í 123. Þetta kemur meðal annars fram: “What is undeniable is that Torres is not scoring as many goals because Roy Hodgson’s tactics put him in a position on the field that reduces his chance of scoring by 50% over previous years.”

    En….. Það sem kemur líka fram er að Torres er að skjóta alveg jafn oft og alveg jafn mikið og áður. Þetta þýðir þá kannski að skotin hans eru lélegri af því hann skortir sjálfstraust, er þreyttur eða þá að varnarmenn eru farnir að þekkja hann betur. Veit ekki, líklega samspil allra þessara þátta fjögurra. Það kemur ekki fram hvaðan hann tekur skotin, þau eru ekki alltaf af löngu færi, hann er búinn að klúðra mörgum dauðafærum í ár. Ekki er það Roy Hodgson að kenna.

    Svo sést líka að í ár dró hann sig mjög mikið á vinstri kantinn í stað þess að draga sig út til hægri eins og áður. Þetta er frábær tölfræði.

    Myndin sem sýnir tæklingar á St. James´s Park árin 2007 og 2010 sýnir líka að 33% tæklinga árið 2010 eru á vallarhelmingi Newcastle en 38% árið 2007, undir stjórn Rafa. Ég vildi fá aðeins stærri mynd á þetta þó svo að það sé svosem augljóst að RH pressar ekki jafn mikið og Rafa.

  110. kristján atli nr 17, ég er svo innilega sammála þér miðað við RH þá er hann drauma þjálfari og það er bara einfaldlega þannig að öll lið sem mourinho hefur þjálfað hafa staðist allar kröfur. Svo finnst Chelsea vann deildina undir hans stjórn náði Chelsea að vinna deildina fyrsta árið eftir að hann fór?nei..
    Þetta er bara rangt hjá þér að segja þetta grezzi

  111. Kristján Atli:

    “En það fer í taugarnar á mér þegar menn koma hér inn og reyna að hampa einhverjum sigri af því að þeir voru á móti síðasta stjóra Liverpool, hver sem sá stjóri er. Mér þykir slík hegðun sorgleg.”

    Virkar þetta bara í þessa átt eða á þetta líka við þegar t.d. Babú tekur þetta sama efni en í hina áttina?

  112. Eftir að hafa hlustað á þetta viðtal við eigendurna þá er ég alls ekki svo viss um að Hodgson hafi þeirra stuðning. Ef að þeir meina það sem þeir segja og hafa gert með hafnarboltaliðið þá verða leikmenn og ábyggilega þjálfarinn líka dæmdir út frá statistik og þar stendur Roy Hodgson ansi höllum fæti þegar útileikirnir hans eru skoðaðir svo að við þurfum ekkert að vera hræddir um að hann verði mikið lengur en fram á vorið og sennilega miklu styttra en það. En það sem hræðir mig mest er að ef þeir ætla ekki að eyða miklum peningum í janúarglugganum til að sýna okkur stuðningsmönnonum og öðrum liðum að þeim sé alvara , óttast ég að Liverpool missi einfaldlega af lestinni og restina af maciginu sem liðið hefur haft í nokkra áratugi. Maður les á hverjum einasta degi um að annaðhvort sé Johnson,Torres eða Reina á förum jafnvel í janúar en leikmennirnir sem orðaðir eru við okkur eru af allt öðru kaliberi og aldrei frá liðum sem við viljum bera okkur saman við,nú áðan sá ég að Real ætli að kaupa Johnson í staðinn fyrir Ramos sem maður hefði þá haldið að gæti komið í staðinn en nei við erum víst að spá í einhvern 29 ára gamlann frakka í hægri bakvörðinn. Er ekki nóg að hafa Konshesky vinstra megin?
    Það að vera endalaust að tala um Rafa er tilgangslaust, en mig minnir að þeir sem studdu Hodgson í upphafi hafi sagt að hann talaði ensku og mundi ekki bulla eins mikið á blaðamannfundum eins og Rafa sem hefur heldur betur ekki staðist,Hodgson er miklu verri og stundum roðnar maður baqra yfir bullinu í manninum.

  113. Halldór Bragi #127 segir:

    „Virkar þetta bara í þessa átt eða á þetta líka við þegar t.d. Babú tekur þetta sama efni en í hina áttina?“

    Hvað meinarðu? Þú verður að útskýra þetta aðeins betur fyrir mér. Hefur Babú verið með einhvern skæting?

  114. Neinei ekkert alvarlegan:) T.d. ummæli #26 í þessari færslu.

  115. Halldór Bragi

    Ég sagði að þetta skítkast þitt hér inni út í okkar fyrrum þjálfara væri bull og stend alveg við það og er allt að því aldrei sammála því sem þú skrifar hér inn. Það er mín skoðun eins og þú bentir á og ekki beint sambærileg þessu sem Júlíus var að tala um.

    Þá var ég líka b.t.w. að svara ummælum frá þér!!

  116. Skítkast? Ekkert skítkast babú og þú veist það vel. Aðeins mín skoðun á manninum. Hef aldrei skilið þessa Rafa dýrkun, ég held með Liverpool en ekki einhverjum spænskum stjóra sem allstaðar kemst uppá kannt við eigendur útaf frekju sinni.

    En hvað með þitt skítkast í garð Roy Hodgson? Það er nú langtum verra oft á tíðum, á það samt rétt á sér? Má kannski alveg drulla yfir Hodgson en alls ekki hafa neikvæða skoðun á Rafa? …það er allavega sú tilfinning sem maður fær frá þér herra babú.

  117. Gott að sjá að menn sjái það hriðjuverkastarf sem Rafa vann hjá liðinu undir lokin,

    Ekki að ég nenni mikið lengri tíma í sandkassanum, en er þetta þá…

    Skítkast? Ekkert skítkast babú og þú veist það vel.

    …svona svipað þá og þegar bretar settu hryðjuverkalög á Ísland? Meintu ekkert með þessu!!!

  118. 118

    “Endalausa vorkunarsemi á Rafa sem btw fær alla eigendur uppá móti sér, Valencia, Liverpool og ætli það endi ekki svo hjá Inter.”

    Valencia: Jesus Garcia Pitarch sem var Sporting Director hjá Valencia þegar Rafa fór segir það hafa verið mistök hjá sér að halda honum ekki.

    Liverpool: Þú ert semsagt að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi eigendur LFC? Segir allt sem segja þarf í rauninni..

    Inter: Getgátur þínar.

    Mjög góðir punktar hjá þér, eins og svo oft hjá þeim sem sjá allt vont við Rafa.

    “Þú mátt vorkenna honum yfir því að það hafi verið farið illa með hann og allir vondir við hann en það var ekki meiri peningur til og þá er bara að sníða sér stakk eftir vexti og það þurfa menn bara að gera. En Rafa vill ekki gera það og nákvæmlega það sem gerðist eins og hjá Valencia að þá fór hann í fýlu því hann fékk ekki pening. Lampi og sófa setningin er eitthvað sem flestir muna.”

    Hvað var hann þá að gera þegar hann kom LFC efst á UEFA listann yfir árangur í Evrópu yfir 5 ára tímabil í fyrsta skipti síðan 1985? 2. sæti í deildinni?
    Lampa og sófa setningunni man ég eftir, þér virðist hafa tekist að misskilja hana. Hint: Hvorki sófinn né lampinn er peningur.

    “Ég sætti mig við að það eru til stuðningsmenn hans þó ég geti ómögulega skilið það..”

    Já, algjörlega ómögulegt að skilja ekki satt? Gætiru verið eitthvað yfirlætisfyllri.

    “..og maður ætlast eiginlega þess sama af ykkur sem viljið ekki sjá neitt slæmt ritað um hann.”

    Þér finnst þú sem sagt vera algjörlega sanngjarn í þinni dómhörku á honum? Þarna ritaru líka eins og álit fólks á Rafa séu bara svart og hvítt, svo er alls ekki. Þú ert bara full dómharður og með einkennilega túlkun á sumum hlutum, að benda á það er ekki það sama og að upphrópa Rafa sem einhvern ósnertanlegan bjargvætt.

  119. babú come on, þú ert nú að teygja þig heldur langt núna til að reyna koma höggi á mig. Hriðjuverkastarfsemiskommentið var notað til að leggja áherslu á það lélega starf, og í raun vann hann gegn hagsmunum félagsins, sem Rafa vann undir lokin. Ég á nú ekki að þurfa útskýra þetta fyrir fullgreindum manni eða hvað?

    Rafa er fínn kall og gerði vel til að byrja með, en undir lokin var hann algjörlega í bullinu og ég held að það sjái allir sem vilja sjá….

  120. Best að útskýra ummælin “í raun vann hann gegn hagsmunum félagsins” svo babú reyni ekki að snúa því einhvernveigin uppá mig.

    Það sem ég á við er að í stað þess að einbeita sér að liðinu þegar hann var að gera uppá bak með það þá virtist hann einbeita sér að öllu utanvallar. Þetta endalausa stríð hans við eigendurna var álíka óþolandi og Gary Neville er og þessi heilaþvottur hans á stuðningsmenn félagsins, þar sem allir sem voru ekki 100% sammála honum voru vondir en hann var svo góður, var í besta falli ömurlegur. Gæjinn hefði betur einbeitt sér að liðinu, reynt að gera vel úr þeim erfiðu aðstæðum sem hann var í, þá hefði kannski farið öðruvísi og hann væri hugsanlega enn stjóri liðsins.

  121. Í alvöru Reynir??? Nei heyrðu þetta er rétt hjá þér, þetta er allt Rafa að þakka. Þetta hafði ekkert með gjalddaga lánanna, RBS eða Christian Purslow að gera….

  122. Gefum Roy Séns yfir Janúar og svo sem framtíðar Þjálfari, Mancini hef ég heyrt sé að fara frá
    Man City eða Ancelotti sem hefur verðið orður að þetta season væri hans síðasta svo væri gaman að Fá Dider Deschamps ef hann fer frá Marseille

Skylduáhorf

FC Utrecht á morgun