Skylduáhorf

Ég ætla að taka smá NBA Ísland á þetta og tjá mig um önnur lið.

Það er einfaldlega skylduáhorf allra knattspyrnuunnenda að horfa á Barcelona-leiki þessa dagana. Alveg sama með hvaða liðum þið haldið, með eða á móti Barca, þegar lið nær upp á þetta stig knattspyrnu sem þeir eru að sýna í hverjum leik þá vogar maður sér ekki að missa af.

Ég held með Liverpool og öll önnur lið skipta mig minna máli. Engu að síður missti ég helst aldrei úr leik með Arsenal veturinn 2003/04 því það lið var stórkostlegt og lék knattspyrnu sem menn í Englandi hafa síðan þá aðeins getað látið sig dreyma um. Barcelona eru Arsenal/2004 í þriðja veldi. Þeir virðast á köflum vera að spila aðra íþrótt en önnur knattspyrnulið.

Ekki vera bjánar. Stundum verður maður bara að leggja liðshollustunni og horfa á knattspyrnu. Hér eru tilþrif Barcelona úr 5-0 sigrinum gegn Real Sociedad í gærkvöldi. Þeir hefðu getað unnið stærri sigur, nýttu færin sín illa:

Vonandi get ég einhvern tímann skrifað skylduáhorfspistil um Liverpool.

26 Comments

  1. Línudansinn hjá Messi í fjórða markinu er bara rugl. Vonandi fyrirgefa menn að ég tjái mig enn og aftur um Barcelona, ég lofa að gera hið sama fyrir öll önnur lið sem spila svona knattspyrnu!

  2. Þetta er bara rugl spilamennska ! Eða það myndi roy Hodgson allavega segja hahaha !

  3. Ekki hægt annað en að taka undir þetta. Barcelona og Messi eru bara í ruglinu þessa dagana og forréttindi að fá að fylgjast með þessu. Fjórða markið og líka samspilið í þriðja markinu eru í alveg sérstökum ruglflokki . Hvernig á að verjast þessu ?

  4. VÁÁÁÁÁ – hversu ánægður væri maður að sjá okkar menn spila svona ?

  5. Persónulega finnst mér 3. markið vera best… þeir tveir spila þríhyrning frá miðju og inn að marki. Skólabókardæmi um hreyfingu án bolta, ógeðslega flott!
    En ég er hjartanlega sammála Kristján, þetta verður ekki mikið flottara en þetta og þegar Barcelona missa dampinn þá er í raun engin trygging að maður muni sjá svona flotta knattspyrnu aftur! Þannig að… horfum meðan getum!!!

  6. Það er eins og þeir hafi ekkert fyrir þessu, segja bara heyrðu núna skulum við skora! Og svo bara er vaðið í hlutina. Þeir eru bara snilld.

  7. Verð nú að segja að það er ekki sambærilegt að setja inn myndband af Real Madrid þó þeir hafi unnið 3-1. En já þessi fótbolti hjá Barca er bara rugl og leikurinn á móti Real var bara eins og raðfullnæging fótboltalega séð.

  8. Remer (#6) – Það er enginn að gera lítið úr Real, en það að skora glæsimark úr aukaspyrnu er ekki beint það sem er verið að ræða um þegar Barca er annars vegar. Real-liðið er sennilega næststerkasta lið Evrópu eins og staðan er í dag og ekkert að þeim, en þú getur ekki látið eins og glæsimark úr aukaspyrnu eða gott gengi þeirra sé á pari við það sem Barcelona eru að gera. Ekki eftir Clasico-leikinn fyrir tveimur vikum.

    Barcelona eru bara á öðru plani núna. Ef/þegar Real ná því plani einhvern tíma skal ég segja frá því fyrstur manna. En þeir eru ekki á sama plani og Barca í dag.

  9. Fjórða markið hjá Messi. Það fyrsta sem mér datt í hug var að vorkenna varnarmönnunum. Þetta er eins og að bera saman Pavarotti og Geirmund Valtýsson.

  10. Varnarmenn Real Sociedad eru eins og dáleiddir. Þetta er bara tær snilld og augnakonfekt að horfa á. Takk fyrir þessa færslu.

    YNWA! 🙂

  11. Þetta fjórða mark sem Messi skorar er ótrúlegt. Ekki það flottasta en hvað þetta virðist auðvelt er ótrúlegt.
    Og þetta fær Mascherano að horfa á í hverri viku….og fær borgað fyrir það.

  12. Þetta er ótrúlegt lið. Mér finnst nú fyrsta markið flottast, sá sem gefur sendinguna á Messi sem gefur síðan á kantmanninn sem gefur fyrir hefur fjóra sendingarmöguleika, hreyfingin á leikmönnum er slík að Real Sociedad vita ekkert hvort þeir séu að koma eða fara.

  13. Gummy kalli vill bara benda folki a að kristinn. Jakobsson mun daema naesta leik liverpool i. Evropudeildinni hvursu nett

  14. Þeir voru magnaðir í þessum leik.

    En enn og aftur, sjáið varnarleikinn í þessari spænsku deild hjá liðunum utan toppsins.

    Fjórða markið, þar sem Messi labbar í kringum allan vítateiginn hjá RS, er eins og að spila við tölvuna í FIFA og setja difficulty á easy.

  15. Það er kominn nýr vikudagur af hverju er maður ekki búin að sjá frétt á fotbolti.net = Roy Hodgson rekinn frá Liverpool (Staðfest) !? ohh maður verður bara að láta sig dreyma.. en annars er þessi fótbolti hjá Barcelona ekki mannlegur. Messi… Lang besti leikmaðurinn í heiminum í dag. það er bara svoleiðis

  16. Það sést vel í þessu myndbroti hversu hreyfanlegir leikmenn Barca eru og spila fyrir liðið en ekki sem 11 einstaklingar. Þetta eru varla skot á markið, meira svona sending inn í markið.

  17. Gaman að sjá þetta. Takið eftir líka að það er sótt á öllu liðinu nánast. Í fyrsta markinu þá eru 7 í sókn, í hinum er þetta um 4-6, sendingar fram og aftur, út og suður. Held ég hafi lesið einhversstaðar að Barca hafi reynt 900 sendingar í leiknum. Rugl bara.

    Sá einhver Mascherano? Er hann ekki bara að pakka inn jólagjöfunum núna?

  18. Barcelona setti met gegn Sociedad – 938 heppnaðar sendingar
    Xavi átti 120 heppnaðar sendingar á 70 mínútum.

    Til gamans má geta þess að Stoke City hefur náð 913 heppnuðum sendingum samanlagt í síðustu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og því náði Barcelona fleiri sendingum í þessum eina leik.

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=101382#ixzz185j4BTED

  19. Ég er að velta fyrir mér í fyrsta markinu þá er maðurinn sem skorar rangstæður þegar fyrsta sendingin kemur innfyrir… Skiptir þetta engu máli þegar upp er staðið?

Plan B?

Opinn þráður – NESV á LFC TV