Liðið komið

Byrjunarlið kvöldsins klárt:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Konchesky
Poulsen – Spearing
Babel – Shelvey – Jovanovic

N´Gog

Bekkur: Jones, Kyrgiakos, Aurelio, Wilson, Maxi, Cole, Eccleston.

Ég er langspenntastur að fylgjast með Shelvey sem mér finnst mjög spennandi!!!

65 Comments

  1. Jæja, við erum gjörsamlega að fara að skíta, og ég held að það sé bara ágætt 🙂

  2. Úfff…
    En sammála eina sem ég er spenntur fyrir þennan leik er að gaman að fá að sjá Jonjo í byrjunarliði!

    Spáin: 3-1 fyrir Napoli (fyrsta skipti sem ég spái tapi, sorglegt), Ngog skorar okkar mark..

  3. Rekur minni í það þegar gengi Liverpool einu sinni lítið fyrir augað að upp steig Steven Gerrard sem gladdi á dökkum tímum. Nú er spurning hvort ungir leikmenn nái að rísa upp úr öskustónni. Hef litla trú á Spearing og spurning hvort að Kelly og Shelvey nái að öðlast sess í liðinu og fá nokkra leiki.

  4. Eina sem vantar uppa þetta er það að Kyrgiakos kæmi inní liðið á kostnað N, Gog, beint í miðja vörnina með Carra og Skrtel og þá væru við klárlega aldrei að fara fram yfir miðju í leiknum og gætum kannski náð 0-0 en fyrst það eru bara 6-8 menn aftarlega á miðjunni hjá okku spái ég okkur 0-1 tapi…

  5. Það sem ég er mest spenntur fyrir er hvort að slúðrið sé rétt og að Hodgson muni tilkynna eftir leik að hann sé hættur með liðið.
    En auðvitað er spennandi að fylgjast með Shelvey.

  6. Það að Jonjo Shelvey fái að byrja er nánast það eina sem ég er spenntur fyrir í kvöld. Geri fastlega ráð fyrir tapi, gæti jafnvel orðið slæmt tap, en mikið verður áhugavert að sjá Shelvey undir talsverðri pressu í byrjunarliði. Gæti sagt okkur eitthvað um hversu langt hann á í að vera aðalliðsmaður hjá okkur. Fyrir mér er það ekki spurningin um hvort heldur hvenær, svo efnilegur er hann.

    Tap í kvöld en Shelvey besti maður okkar. Heyrðuð það hér fyrst.

  7. Sammála Kristján Atli. Ég er mjög svo spenntur fyrir Shelvey og leikurinn hefði kannski geta orðið mjög spennandi, svona upp á framtíðina, ef við hefðum fengið að sjá Wilson líka. Vonandi kemur hann samt inná! Og hvað er að gerast… Aurelio á bekknum, gaman að sjá!

  8. Nokkuð sama um úrslit í kvöld. Verður gaman að sjá hvernig fremri miðjan stendur sig í kvöld og svo hvað gerist eftir leik. Núna þyrfti maður að vera staddur á players til að getað staðið með öðrum stuðningsmönnum þegar (vonandi) Hodgeson segir af sér

  9. þekki ekki nógu mikið til Shelvey… en hefði viljað sjá Pacheco í holunni og Shelvey þá kannski aftar á miðjunni, ef hann getur leyst það hlutverk, í stað Poulsen eða Spearing

  10. Napoli Liverpool
    Sigur Napoli gefur 10/11
    Sigur Liverpool gefur 4/11

    Ætla að setja fimmara á Liverpool

  11. Ég skil ekkert í N’gog að lyfta ekki meira og henda á sig smá þykkleika!! hann er algjör ræfill

  12. Ég ákvað á 10 mín. að telja sendingarnar innan liðsins. Nú er 20 mín. og Liverpool hefur ekki enn náð meira en 3 sendingum í einu!

  13. Langar að segja við þá sem ekki eru að horfa á leikinn og eru að leita sér af link gætu alveg eins sleppt því. Þetta er bara þessi týpíska spilamennska undir Roy Hogson. Kick’nRun

  14. Get bara ekki beðið eftir tilkynningunni að Hodgson verði látinn taka pokann sinn

  15. ekkert smá flott sending á Ngog frá Shelvey bara stórfurðulegt að það séu ekki fleyri menn í teignum

  16. N´gog er einn inn í teig, Rangstæður!. Hvar eru Babel og Jovanovic?

  17. Ef að Shelvey væri ekki inna þá væri ég líklegast sofnaður.. hrikalegt að horfa á þetta.

  18. Í fyrsta skipti í vetur sá ég Liverpool prófa að fara upp kant og senda fyrir og það var næstumþví hættulegt! Ótrúlegt að þeir skuli ekki hafa fattað það fyrr að þetta er eina leiðin til að sækja með lið sem hefur hvorki messi, né ronaldo.

  19. Þessi “spilamennska” er nú alveg rosaleg… Okey þetta er varaliðið, en það skiptir ekki hvað liðið heitir eða hverjir spila, þetta lúkkar alltaf jafn steindautt!
    Ég veit ekki hvort er meira spennandi Tré sem er að fella laufblöð eða þetta lið sem Roy Hodgson þykist vera stjórna!
    Hvernig getur þessi maður sætt sig við þetta? nei ég bara spyr!

    Vona að Carrager fari í sóknina, það eru jafn miklar líkur á því að hann skori í þessum leik og við vinnum þennan leik!

    Góða skemmtun strákar…ég er farinn að horfa á Simpsons 😉

  20. Ég man ekki til þess að hafa séð tvo leikmenn inn í teig andstæðingsins á sama tíma í þessum leik… Eða í rauninni nokkrum leik undir stjórn Hodgson.

  21. Það litla sem ég hef séð af leiknum þá finnst mér einmitt Shelvey lofa mjög góðu. Og að sama skapi er Babel að ná að sanna að hann á ekki framtíð hjá Liverpool. Hann var efnilegur fyrsta árið hjá Liverpool en hefur síðan bara dalað stöðugt og núna virðist hann vera alveg farinn og búinn að vera. Selja hann hið fyrsta!!!

  22. Carra út og Gríska Goðið inn…er það ekki bara jákvætt, að vissu leiti??

  23. Bara metnaður að menn geta ekki munað nr hvað treyjan þeirra er 🙂

  24. Þetta er alveg hrikalegt! Erum ekki að ná að ná fleirum en 5 sendingum á milli! Það þarf einhver að rísa upp og taka á skarið! Cole inná kannski fyrir Poulsen sem getur ekki einu sinni reiknað út hvar boltinn lendir!

  25. Djö…..ands…..helv…er Þessi fo….Pulsa léleg! Jesús minn almáttugur!

  26. mér fynnst ég samt sjá smá bárátu í mönumm sem hefur ekkert sést lengi
    en ég væri sko allveg til í að fá cole inn fyrir helvítis pusluna

  27. Vá ég hef í alvöru ekki liðið svona í hátt í 10 ár, en ég hef lítinn sem engan áhuga á þessu liði! þeir spila svoo leiðinlegarn fótbolta og ef G+T eru ekki með finnst mér eins og það sé ekkert hjarta þarna inná??

  28. væri nú týpiskt ef hann myndi setja maxi inná og sleppa því að setja hann cole inná

  29. æææ hann er yndislegur höldum afram að verjast bara djöfull er maður að verða þreyttur á þessum manni guð minn almáttugur

  30. aldrei ætlunin nema að láta Carra spila bara fyrri hálfleikinn?? Af hverju var maðurinn ekki hvíldur alveg eins?

  31. Er Martin Kelly einfættur? Er Poulsen litblindur? Eru þeir allir á Buffalo skóm? afhverju náum við ekkert að spila? Afhverju er ég að horfa á þennan leik?

    Stundum langar mér að gráta þetta er svo sárt… Hvað varð um LFC sem gat spilað boltanum og unnið leiki! Ég trúi í raun og vera ekki því sem ég ætla að segja, en ég værir mikið meira til í að hafa Benitez enþá við stjórn en Hodgson…

    Vil fá Liverpoolið mitt aftur, er farinn að sakna þess að njóta þess að horfa á fótbolta!

  32. Merkilegt að menn sem trúa því að þeir eigi að vera byrjunarliðsmenn og fá tækifæri í þessum leik, sýna afspyrnuslakan leik. Jovanovic og Babel geta ekki tekið við bolta og ef þeir ná valdi á honum þá hlaupa þeir með hann í tóm vandræði. Alveg handónýtir. Pulsan stendur fyrir sýnu, jafn lélegur og venjulega. NGog hægur á sprettinum, Shelvey fínn í fyrri, sést ekki í seinni, hmmm. Reina er fínn. Vonandi eiga nýir eigendur 140 millj. til að splæsa í 7 menn.

  33. Og að nýta ekki svona færi væri ekki hissa á þvi ef hann babel yrði seldur í janúar guð minn góður

  34. Mér finnst liðið bara vera að standa sig prýðilega, ég bjóst aldrei við neinum sérstökum tilþrifum m.v. hvernig það var mannað. Átti alveg eins von á 90 mín. nauðvörn, en Napoli eru lítið betri en Liverpool. Gaman að sjá Shelvey að standa undir væntingum, hann hefur alltaf spilað vel þegar hann fær sénsinn.

  35. “163 minutes into John W. Hnery’s reign of Liverpool and they still haven’t scored! They have less than 20 minutes left here to break the duck, but I wouldn’t count on it.” ´

    …af http://www.soccernet.com

  36. Ég hef aldrei sé annan eins sprett hjá Babel !!!! Þegar hann fór útaf áðan….SELJA HANN MEÐAN VIÐ FÁUM EITTHVAÐ FYRIR HANN!!

  37. Heildarmarkatalan okkar í öllum leikjum þessa tímabils (æfingaleikir ekki teknir með) er 20-17 í 16 leikjum. Ef maður tekur frá 4 leiki í undankeppni Evrópudeildarinnar þá eru það 12 leikir og markatalan 13-16. 3 mörk í mínus. Minna en mark í leik skorað.

    Bravó! Á móti hvernig liði þurfum við að spila til að vera betri aðilinn og sannfærandi. Fokk.

  38. Það er samt eins og þessir gæjar sem eru búnir að spila fótbolta alla ævi kunni ekki að hreyfa sig lengur, þá meina ég taktískt. Pass and effing move strákar!

  39. Ég vona innilega að Hodgson tilkynni eftir leik að hann sé hættur, þetta er ekki hægt að horfa á. Vissulega ekki versti leikurinn undir hans stjórn, en hvenær fóru Liverpool menn að sætta sig við 0-0 jafntefli við lið eins og Napoli þar sem Liverpool liggur í vörn og ógnar sirka tvisvar sinnum marki andstæðingsins?

  40. ég er farinn að detta í það nenni ekki einu sinni að ræða þetta
    þetta var þó með þeim skárri frammistöðum á tímabilinu en samt hræðilegt
    sem seigir kanski aðeins um það hvhverssu lélegir við erum búnir að vera
    SKÁL

  41. Með leiðinlegri leikjum liverpool síðustu ár og það er mikið sagt.
    Skrtel eini maðurinn í liðinu með pung
    YNWA

  42. Frábær 0-0 sigur fyrir Hodgson. Karlinn býst líklegast við flugeldasýningu í Liverpool þegar hann kemur heim.

  43. Það góða við þennan leik var að það var gaman að horfa á Shelvey og svo fannst mér Spearing nokkuð öruggur í því sem hann gerði. Hann gæti alveg orðið fínn miðjusweeper á komandi leiktíðum. Einnig fannst mér mjög gaman að sjá Aurelio koma inná og sýna það um leið hvað hann er mikið betri í fótbolta en Konchesky, vonandi helst hann heill núna. Joe Cole kom inná með baráttu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa sitt eftir en margt fleira var það ekki sem var gaman eða gott við þennan leik. Spilamennskan í heild hörmuleg og þegar uppbótartíminn var kominn og maður var að vonast til að við myndum setja smá pressu á Napoli þá var bara bakkað niður í vörn og Napoli pressuðu síðustu mínúturnar… frábærtlega gert að halda stiginu!

    Annars hef ég verið mikill talsmaður þess að Babel fái sénsinn sinn og ég hef alltaf vonað að hann næði að slá í gegn en… jahh? Eftir svona frammistöðu eiga menn bara að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar og skrá sig sjálfur á sölulistann. Þvílík hörmung hjá einum manni og ekki var Jovanovic langt á eftir. Veit ekki hvort að leikskipulagið eða undirbúningurinn eða hvað er að fara með þessa leikmenn en það er bara ekki sála að spila vel undir stjórn RH. Hann ætti líka að sjá sóma sinn í að hætta meðan ekki meiri skaði er skeður!!!

    Vona samt að við náum í 3 stig á sunnudaginn sama hver verður við stjórnvölinn!

    Kv. Bjöddn

Napoli á morgun

Napoli 0 – Liverpool 0