Napoli 0 – Liverpool 0

Ítalía var viðkomustaður okkar ástkæra liðs eftir hremmingarnar um helgina og ljóst var að margir lykilmenn voru hvíldir í dag, Gerrard, Torres, Meireles og Lucas voru eftir að æfa sóknarleik væntanlega!!!

Lið kvöldsins var þannig skipað:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Konchesky
Poulsen – Spearing
Jovanovic – Shelvey – Babel

N´Gog

Bekkur: Jones, Kyrgiakos, Aurelio, Wilson, Maxi, Cole, Eccleston.

Skulum bara klára fyrri hálfleik. Rólegur með afbrigðum að flestu leyti held ég að ég geti leyft mér að segja!

Napoli var ekki að pressa hátt og við fengum því tíma á boltann lengstum, nokkuð sem þýddi að lítil hættumerki voru á okkur varnarlega en að sama skapi rólegt sóknarlega. N’Gog átti erfitt með að halda boltanum uppi á topp og Jova og Babel áttu í erfiðleikum. Miðjutríóið, Passing-Poulsen með Spearing eru náttúrulega 80% varnarmenn en Jonjo Shelvey var klárlega sá sem mest vildi skapa og langaði mest í mark.

En AFAR bragðdaufur fyrri takk fyrir mig.

Hægt og rólega náðum við aðeins betri tökum á leiknum, samhliða því að heimamenn virtust ekki alveg þora að koma á okkur á fullri ferð og eftir um klukkutíma leik fannst mér við vera komnir með leikinn betur í okkar hendur en flesta fyrr í vetur. Það kannski segir meira um veturinn að við vorum náttúrulega afar viðkvæmir og aldrei var maður eitthvað himinlifandi.

Á 69.mínútu áttum við svo að skora. Jovanovic átti flotta sendingu innfyrir vörnina og þar komst Babel í dauðafæri en kláraði það afar illa, lét markmanninn verja frá sér og kórónaði þar enn eina frammistöðuna sem maður getur svekkt sig á hjá honum. Ég nenni samt ekki að orðlengja það af tillitsemi við þá sem hafa gaman af honum og hans efnilegheitum.

Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út – þó var N’Gog nærri því búinn að setja flott mark eftir hreyfingu þar sem maður sá glefsur af getu hans að snúa af sér varnarmenn en Napolimenn komust fyrir skot hans og það endaði í horni. Leikurinn kláraðist 0-0 og úrslitin algerlega ásættanleg á velli sem virkaði á mann sem heimavígi, mikill hávaði og hasar á pöllunum.

Ég ákvað þegar ég settist niður að skrifa þessa skýrslu að reyna að útiloka annað en að lýsa þessum 90 mínútum sem ég sá. Leikskipulag RH kom ekki á óvart, liðið varðist aftarlega og reyndi að loka svæðum. Tókst það allan leikinn utan þess að Konchesky bjargaði á línu upp úr horni í uppbótartíma fyrri hálfleiks, auðvitað jákvætt. Varnarlega stóðu menn sig vel, Kelly, Skrtel, Carragher, Kyrgiakos og Konchesky létu ekki teygja á sér og stóðu vörnina vel. Aurelio fékk 30 mínútur og sýndi lítið. Synd væri nú að segja að vel gengi þeim að senda knöttinn frá sér samt! Carra fór meiddur útaf í hálfleik skv. fréttum BBC en ekkert er enn komið um það officialt!

Sóknartilburðirnir voru litlir lengstum en þó má segja að þegar leið á leikinn kom aðeins meira sjálfstraust og ef eitthvað lið átti skilið að skora vorum það við. Poulsen og Spearing léku sín hlutverk, þversendingar og til baka, en lítil sköpun. Jovanovic tarfast áfram og átti lykilsendingu sem slakur Babel átti að klára en Jova er ekki silkifótboltamaður og við þurfum betri mann. Cole kom inná fyrir Babel en gerði lítið þær rúmu 10 mínútur sem hann fékk. N’Gog er efnilegur senter og hefði getað stolið fyrirsögnum morgundagsins en eins og svo oft áður, varð það svona “næstum” moment. En vonandi rætist úr honum og hann breytist úr góðum senter í klassa senter.

En bestur í dag fannst mér ungur miðjumaður, sem varð síðasti leikmaðurinn sem Benitez keypti, Jonjo Shelvey. Þessi strákur er leikmaður eins og ég vill sjá. Hann vill stanslaust fá boltann og um leið og hann er búinn að senda hann frá sér tekur hann hlaup til að komast í hann aftur. “Pass and move” var lykilsetningin í gullöldinni okkar og hann virkar á mig nær tilbúinn að vera með í öllum leikjum. Klárlega bjartasti punkturinn í kvöld og ástæða þess að ég leyfi mér að brosa eilítið.

Hins vegar er evrópufótbolti og enska deildin ólíkt. Við fengum meiri tíma og vorum pressaðir lægra en við erum að upplifa á Englandi og leikur kvöldsins segir okkur lítið um slaginn gegn Blackburn. Og hann segir enn minna það að Hodgson hafi eitthvað unnið sér inn traust til framtíðar!

Ásættanleg úrslit en leikurinn fær 5,5 í einkunn frá mér. Næst er það Blackburn á Anfield á sunnudaginn.

Þar er sigur krafa!!!

59 Comments

  1. Fyrsta skiptið, og vonandi það síðasta sem maður sér Hodgson sýna tilfinningar.

  2. Var hann að gráta eða? Missti af leiknum geturðu útskýrt Agnar Logi?

  3. Hodgson hlýtur bara að vera dottinn ofan í kampavínsflösku núna enda stórkostlegt stig hjá honum í kvöld, halda hreinu og skora ekkert, svoleiðis vill kallinn hafa það…

  4. Horfði ekki á leikinn þannig að ég er nú ekki dómbær á leikinn. Bjóst alls ekki við að liðið myndi ná að halda hreinu eða ná stigi á útivelli gegn Napoli. Niðurstaðan 0-0 er ásættanleg en ég get hins vegar dæmt um hvort að spilamennskan hafi verið það. Voandi að menn geta tekið með sér inní næsta leik að hafa haldið hreinu.

  5. Jæja. Þá er kominn tími til að þakka RH fyrir sín störf fyrir félagið. Prýðisnáungi virðist vera en því miður fyrir alla engan veginn starfinu vaxinn. Ég vil hafa Dalglish á hliðarlínunni í næsta leik og allt þar til framtíðarstjóri er fundinn.

  6. Byrjaði að horfa á 86 mín. Það var nóg fyrir mig. Held að ég hafi séð Kelly senda boltann á andstæðing ca 6 sinnum. 🙁

  7. frábær leikur….. gefum Hodgson séns út tímabilið.

    Annars var ég ánægður með Shelvey. Hann á eftir að verða alvöru leikmaður.

  8. Roy Hodgson bjargaði stöðu sinni að mínu mati með þessu jafntefli. Samt var leikurinn hundleiðinlegur göngubolti.

  9. Sá síðasta kortérið. Ásættanlegt stig. Shelvey leit vel út og Kelly átti margar feilsendingar. Næstu dagar verða áhugaverðir…

  10. haha, mikið djöfull hlýtur Dossena að sjá eftir því að hafa yfirgefið okkur núna. Hann hefði smellpassað inn í þessa taktík Hodgson að gefa alltaf boltann á andstæðing!

  11. Ætlum við virkilega að fyrirgefa kallinum þá hann nái í heppnisstig á ítalíu?

  12. Verum glaðir með það sem gott er, við vorum klárlega betri í þessum leik en oftast á þessu ári. Það er alveg rétt að þetta var ekki skemmtilegur leikur en hins vegar voru þarna nokkrir leikmenn sem voru að standa sig bara nokkuð vel. Jafntefli á útivelli á móti Ítölsku liði hafa alltaf þótt ásættanleg úrslit. Þó að við verðum vissulega að sýna betri takta þegar við höfum boltan.

  13. Held að þetta hefði verið leikurinn fyrir Torres, Fannst Napoli engan vegin eins gott og ég hélt, Liverpool voru bara drullu lélegir… Að menn geti ekki átt fleyri en 3 sendingar á milli sín eða 1 sendingu utan að kanti inn í teig er hreint út sagt lélegt…

    Næsti leikur sem ég horfi á, verður þegar nýr stjóri er að stýra sýnum fyrsta leik, ég er kominn með æluna upp í háls og fæ magasár bara um að hugsa út í það að Liverpool sé að fara spila leik, eina ástæðan fyrir því að ég píndi mig til að horfa á þennan leik var að ég held alltaf í vonina um að þetta sé leikurinn sem allt smellur saman.

    -Hef séð nóg af plönum Roy Hodgson…Reyndar sá ég aldrei neitt af þessum plönum, því þau voru engin! Þvílíkt metnaðarleysi í einum fokking helvitis fífi!

  14. Þetta var … skárra en síðustu leikir. Jafntefli ásættanleg úrslit á útivelli gegn sterku Napoli-liði. Þeir voru sterkari en gerðu samt ekki nóg og Babel hefði getað stolið þessu fyrir okkur í lokin, já eða Ngog þar rétt áður.

    Babel, Jovanovic og Poulsen voru slakir að mínu mati, en Jovanovic batnaði þó þegar á leið á meðan hinir tveir voru úti að aka. Poulsen var annar tveggja vatnsbera inná vellinum og Spearing virkaði talsvert öruggari og yfirvegaðri með boltann en sá danski. Sé ekki hvernig Poulsen gæti hafa spilað sig inn í liðið á sunnudag, en Hodgson mun örugglega velja hann samt.

    Talandi um Hodgson. Slúðrið um að hann myndi hætta eftir leikinn í kvöld virðist hafa dáið niður aðeins. Blaðamenn tala um óstaðfestar fregnir af viðræðum við Rijkaard en aðrir segja að Hodgson njóti enn trausts. Ég ætla að bíða og sjá en á allt eins von á að Hodgson stýri liðinu á sunnudag. Held þó að tap þar muni innsigla örlög hans.

    Maður leiksins í kvöld? Shelvey. Ásamt miðvörðunum var hann yfirburðamaður hjá okkur. Sá drengur á ekki að þurfa að bíða í mánuð eftir næsta leik á meðan aðalliðið er að leika ömurlega illa.

  15. Þetta var klárlega kaldhæðni hjá mér með að gefa kallinum séns.

  16. paul_tomkins Paul Tomkins I’m assuming Hodgson will still be there on Sunday, as no-one in place to sack him. He may still dig himself out of hole, though unlikely.

    Got a horrible feeling roy is not goin anywhere hes goving an interview right now speaking about the youth and the future he does looks shaky tho

    Spurning hvað gerist á morgun.

  17. Djöfull í helvíti, tók 6 leiki á lengjunni, allir réttir nema ég var með 1 á Napoli-Liverpool !

    Þetta hefur maður fyrir að tippa á móti Liverpool, hefði fengið rúmar 14000kr fyrir 500kr.

    Það er ekkert hægt að teysta á þenna Hodgeson, burt með hann : )

  18. VúHúú!! Við skitum ekki upp á bak í þessum leik! Crap! Að það skuli vera það sem maður fagnar eftir svona leik segir manni bara um depurðina hjá okkur. Dæs….

  19. Það voru tveir menn á sínum síðasta séns í kvöld og báðir sönnuðu það endanlega að þeir eru ekki verðugir að klæðast Liverpool merkinu.

    Roy Hodgson virtist engann áhuga hafa á að skora mark í þessum leik, frekar en fyrri daginn. Vertu blessaður, vinur.

    Ryan Babel fékk sinn sautjánda “síðasta séns” og virtist varla nenna þessu. Ég nenni honum ekki heldur. Vertu blessaður, vinur.

    Og ef menn eru í alvörunni ekki sannfærðir um að RH eigi að fara og það strax: Ber hann ekki ábyrgð á þessum Poulsen kaupum? Guð minn almáttugur. Hann má taka þennan dana með sér.

  20. Mikið vorum við innilega heppnir að Napoli voru langt frá sínu besta í kvöld.

  21. Jónas, mikið voru napoli heppnir að mæta Liverpool ekki árið 1983-84.

  22. shjitt, ég var að pæla í að betta 12000 á Napoli á double or nothing líkur.

    Gott stig hjá Liverpool og Shelvey er leikmaður.

  23. Sorry Ari ég skal orða þetta öðruvísi,,,,
    GR’ATLEG FRAMMISTAÐA LFC. enn eina ferðina ekki mikið jákvætt við spilamennsku liðsins það sem af er .

  24. Carra er víst ekkert meiddur. Planið var alltaf að hann myndi bara spila fyrri hálfleikinn.

  25. Þá er það United álitið 🙂 Næstum því jafn leiðinlegur leikur og United – Buraspor eða hvað sem þeir heita annars…..RH var bara nokkuð æstur á hliðarlínunni en hvers vegna ???

  26. Þetta var alls ekki nógu góður leikur hjá okkar mönnum, þó hann hafi verið betri en undanfarnir leikir.
    Það var þó þrennt sem mér fannt ágætt.

    1. Kelly var solid á köflum og mér finnst hann klárlega eiga framtíð sem backup hægri bakvörður hjá okkur.

    2. Spearing var nokkuð góður í þessum leik. Hann dreifði spilinu ágætlega á miðjunni og það er augljóst að hann þroskaðist mikið sem leikmaður við að fara á lán á síðasta tímabili. Eins og staðan er núna þá finnst mér hann besti kosturinn okkar í holding midfielder, að því gefnu að við viljum spila með HM.

    3. Jonjo Shelvey er ótrúlega flottur! Pass and move fótbolti, hann getur varist þegar hann þarf þess og hann er stundum á undan centerunum okkar í sóknum. Það var dæmd á hann rangstaða að minnsta kosti einu sinni sem sýnir hversu viljugur hann er sóknarlega. Svo er eitthvað helvíti töff við það að 18 ára gæji í fyrsta byrjunarleik sínum og það á móti stórliði eins og Napoli, reyni að skora frá miðju. Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, hann á eftir að verða okkar driffjöður næsta áratuginn eða meira.

  27. Maggi, ég er ekki viss með Shelvey sem mann leiksins, hann átti ágætan fyrir hálfleik en í þeim síðari var hann meir og minna týndur. Hann sást nákvæmlega ekkert fyrstu 25 mínútur af seinni og datt svo aðeins inn en var þá farið að draga mjög af honum.

  28. Það var nú ekkert að þessu stigi í kvöld, nánast varalið og við stjórnuðum ferðinni að mestu allann leikinn gegn sterku Napoli liði fyrir framan 60.þúsund háværa stuðningsmenn Napoli.

    Fínt að fá stig þarna þó auðvitað hafi verið margt sem maður pirraði sig á í leik okkar manna. Kelly var held ég alveg örugglega að spila sig inn í liðið í næsta leik enda mikið betri en Johnson þessa dagana. Konchesky var ekkert að heilla mig hinumegin og ég er á því að þetta er arfaslakur leikmaður sem á EKKERT erindi í Liverpool. Poulsen var mest allann leikinn bara eins og brandari inn á vellinum og þegar 60.mín voru liðnar var ég að spá hvort hann hefði gert eitthvað rétt í leiknum. Okkar langversti leikmaður og ef Shelvey sló hann ekki út úr liðinu í kvöld þá er eitthvað mikið að Hodgson.

    Samt nokkuð góður árangur hjá Poulsen að vera versti maður leiksins því Ryan Babel gat ekki neitt og er með sjálfstraustið alveg í lámarki (eins og reyndar Poulsen). Ég geri mér grein fyrir því að allir eru að verða komnir með nóg af því að gefa honum séns og bíða eftir að sjá hann springa út. En ég hef engu að síður áhuga á að sjá Babel með sjálfstraust eftir 5-10 leiki á nokkuð stuttum tíma, en ef þessir leikir kæmu undir stjórn Hodgson þá skiptir þetta engu enda hentar Babel þessum leikstíl enganvegin, enda sóknarþenkjandi leikmaður.

    Spearing var ágætur í þessum leik og mun betri en danski félagi sinn á miðjunni. Jova gat afskaplega lítið og hefur verið töluverð Voroni….meina vonbrigði það sem af er tímabili. N´Gog var einn okkar skásti leikmaður og hefði getað klárað þetta með smá heppni. Besti leikmaður Liverpool var samt klárlega Shelvey og krafan á að hann fari í byrjunarliðið eins og skot verður mjög hávær á næstunni. Yrði líklega ríkjandi ef krafan á að losa okkur við Hodgson væri ekki svona sterk.

    Hodgson vann kollega sinn hjá Napoli í dag og vann Hodgsonískan sigur, 0-0 á útivellli, en það gefa 3 stig í heimi Hodgson.

    En á móti er ekki annað hægt en að drulla aðeins yfir þjálfara Napoli, það er ekki lítið sem hann vann ekki heimavinnuna sína fyrir þennan leik! Napoli voru ömurlegir í dag og ég skil ekki eftir hverju þeir voru að bíða allann leikinn. Hefði liðið, með þennan mannskap þorað að pressa smá á okkar menn hefðu þeir sannarlega getað keyrt yfir okkur eins og öll ensk lið virðast gera þessa dagana.

  29. MW: “RH var bara nokkuð æstur á hliðarlínunni en hvers vegna”

    Honum hefur sjálfsagt fundist Shelvey helst til sprækur með boltann.

  30. Roy Hodgson : But the team proved people wrong in that respect and their efforts on the field were very commendable. I don’t think we should be anything other than delighted with the fact we played well, got the point and are still top of the table.

  31. Þetta var nú ansi dapurt. En svo sem ekkert að því að fá “bara” eitt stig á móti Napoli á útivelli og með varaliðið á miðjunni og frammi. Shelvey sýndi það að hann er besti ungi enski leikmaðurinn og piltur er aðeins nýorðinn 18 ára. Það er ekkert lítið sem ég er spenntur fyrir þessum leikmanni. Ég vil sjá hann spila í deildinni. Það er bara tímaspursmál hvenær hann mun spila með u21 árs landsliðinu og hann verður kallaður inn í almenna landsliðshópinn áður en hann verður 21 árs. Svo var ánægjulegt að sjá að Spearing er ekki alveg glataður. En að sama skapi er alveg greinilegt að Poulsen er gjörsamlega glataður.

  32. jonjo er virkilega efnilegur og var virkilega solid í kvöld ,hefur gott auga fyrir spili og er fullur af góðum humyndum.en þessir ungu þurfa klarlega að fá spilatíma af því að liverpool hefur keypt fult af efnilegum mönnum sem eru svo seldir um tvítugt ég meina síðast þegar einhver sem kom úr varaliðinnu og spilaði reglulega var insua og hann spilaði mikið út af því að aurelio var meiddur,
    vill að king kenny verði ráðin sem fyrst YNWA

  33. Þegar maður er orðinn drullusáttur við markalaust jafntefli við Napoli þá veit maður að staðan er orðin slæm.

  34. Úff, hef sjaldan verið jafnspældur að Twitter-sögusagnir hafi ekki reynst réttar…

    Hodgsonískur sigur. Er það klassískt orðatiltæki héðan í frá, eða? Babu, þú skilur eftir gleði í döprustu Liverpool-hjörtum.

  35. ég sá leikinn og mér fannst þetta með því betra sem ég hef séð til liverpool á þessu tímabili,þá er ég ekki að segja að þetta hafi verið góður leikur hjá liverpool,ég vissulega framför,við héldum botanum nokkuð vel á köflum og sköpuðum okkur nokkur góð færi,það var meiri barátta og minna óðagot,vottaði fyrir smá sjálfstrauti í liðinu og það er bara jákvætt,ég ættla ekki að tala um neitt neikvætt,enda er ég kominn með upp í háls af neikvæðum fréttum af mínu ástkæra liði,en verð samt að minnst samt á einn mann og það er babel ég ættla ekki að segja mikið um þann mann,en ég vona samt innilega að ég sjái hann ekki meira í búning liverpool,maður leiksins án nokkurs vafa var hinn ungi Shelvey,mín spá er að þessi drengur eigi eftir að verða super stjarna í boltanum og það þarf eingann stjörnufræðing til að sjá það,svo mikið er víst,mín niðurstaða eftir þennan leik er framför sem er til eitthvað til að byggja á næstu vikurnar.

  36. Magnað að Liverpool liðið hafi verið að spila sinn skársta leik í langan tíma og það hafi verið jafntefli á móti Napoli í Evrópudeildinni.

    Spurning um að Hodgson stilli bara alltaf upp ‘lélegu’ liði, honum virðist allavega ganga best með þau.

    Annars held ég að það væri mjög sterkt hjá Hodgson að setja Kyrgiakos fram um helgina, gæti ollið þvílikum usla í vörn Blackburn þegar Konchesky kemur með einhvern frábæran bolta inní teiginn. Feiti Sam myndi líka örugglega vera hissa að menn væru að nota hans bragð að vera með hafsent í framlínunni.

    Sá þennan á sickipedia..

    Tough game for Liverpool tomorrow.

    Football.

    …þetta er glatað líf, get ekki beðið eftir að þessi maður verði rekinn..!

  37. það er ekki hægt að horfa á liv leik lengur þvílík hörnung og leiðindi burtu með roy og látið eitthvað almennilegt þjálfa þetta lið

  38. Var nákvæmlega að fara að skrifa það sama abi. Þetta er í fyrsta sinn frá síðan ég byrjaði að halda með Liverpool þar sem maður er ekkert að nenna að horfa á liðið spila. Það verður að ráða nýjan þjálfara svo maður fái aftur löngun til þess að horfa á liðið sitt spila 🙁

  39. @ 31 Gummi….Já líklega en því ekki að skipta honum þá útaf…Það er óþolandi og algjörlega ólýðandi þegar menn spila ekki leiðinlegan varnarbolta eins og stjórinn hefur lagt upp með !!!
    RH er þá líklega ekki rétti maðurinn í að stjórna Messi 🙂

  40. Ég náði að horfa á fyrri hálfleikinn með öðru auganu(leikurinn krafðist ekki meiri athygli)..skrapp svo á efri hæðina í húsinu mínu til að snæða kvöldmatinn og þegar hann var búinn sá ég á klukkunni að það var aðeins liðið á seinni hálfleik.
    Ég ætlaði að gefa þessu leik sjéns og horfa á hann,en þá hafði Digital Ísland tekið ákvörðun fyrir mig,því að þegar ég leit á skjáinn var hann svartur með bláum borða er stóð “ekkert merki”

    SJÓNVARPIÐ HÖNDLAÐI EKKI ÞENNANN LEIK!!

  41. Spurning um að Liverpool menn taki séns og reyni Beckham/Ronaldo taktík á þetta. Selja Gerrard á 30 til Madrid og bomba Jonjo í liðið. Gæti vel verið að það sé verðugur séns að skoða. Kannski er Gerrard partur af vandamálinu hjá Liverpool í dag. Semsagt að leikmenn Liverpool og aðdáendur ætlist bara til þess að hann reddi þessu eins og hann var vanur að gera. Gæti verið forvitnalegt að sjá hvað gerist.

  42. Slappur leikur en frábær miða við þetta tímabil, sem er mjöög sorglegt!

    En sama hér kom nokkur bros yfir þessum leik en það var bara vegna þess hvað Jonjo var sprækur! Vill hann og Meireles í byrjunar liðið á miðjunni í næsta leik! Gerrard, Cole og einhvern framar svo..

  43. Get ekki alveg verið sammála þessu með Shelvey, fannst hann ágætur en ekkert til að vera hrópa húrra fyrir. Fínn í boltanum en frekar hægur til að spila þessa stöðu, en útsjónarsamur og sparkviss er hann.

    Fannst Spearing með betri mönnum í dag, ef ekki bestur. Ég hef hingað til ekkert álit haft á þeim manni en fannst sendingarnar hans góðar og varnarlega var hann afbragsð góður og ef hann getur spilað svona áfram þá er hann ekki verri kostur en Lucas eða Poulsen(sem er kannski ekki mikið hrós). Reynir allavega að djöflast í mönnum og berjast allan leikinn.

    Annars fín úrslit miðað við mannskap og legg ég til að Hodgson haldi áfram að keyra á yngri leikmönnum í þessari keppni út riðilinn þar sem við erum í þokkalegum málum.

  44. Woy Hodgson: “Tonight we have to be satisfied with a good result after a good performance and I think we deserved it.”

    Hver sá ekki fyrir þessi tvö orð “good result” út úr þessum munni eftir drepleiðinlegt jafntefli.

  45. Fan-fucking-tastic:

    “The simple answer is I have never considered resigning and I never will.”

    Þá vitum við það, það verður ekki rifist um þetta, þ.e. hvort hlutirnir verði “by mutual c…” eða “resigned”, eingöngu hreint og klárt SACKING kemur til greina. Gvuðmundur góður hvað við þurfum á slíkri aðgerð að halda ekki seinna en í fyrradag.

  46. Eitt má þó Hodgson eiga sem hann hefur gert mikið mikið betur en Benitez t.d. og Houllier þar á undan!

    Hann hefur náð að sameina stuðningsmenn Liverpool lista vel 🙂

  47. Sælir félagar,
    Sá ekki fyrri hálfleik, þannig að ég get ekki talað um hann. En það sem ég sá í þeim seinni var ekki nógu gott. Ég skil ekki af hverju allir eru svona spentir yfir Shelvey, hann var allt í lagi en ekkert meira en það í seinnihálfleik virkaði hreynlega frekar þungur á mig. Sá að einhver hér að ofan var að tala um að hann væri besti ungi Englendingurinn, því er ég nú ekki sammála þó svo að ég sé gallharður liverpool maður þá er nú til dæmis jack wilchcer eða hvað hann nú heytir hjá Arsenal tölvert betri. Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál er hann ekki líka bara 18 ára. Annars er ég nú sammála flestu sem sem hér er sagt um RH hann fer ekki neitt með þetta lið held ég, þannig að því fyrr sem hann er látinn fara því betra. Er samt ekki viss um að frank riikard sé betri kostur. Látum King Kenny sjá um þetta, hann fær allavegna meiri þolinmæði heldur en þessir gaurar. Annars var ég mjög mest hissa á því hversu sæmilegur leikmaður konselsky leit út fyrir að vera í kvöld hafði nú ekki mikla trú á honum þegar hann var keyptur, en Poulsen er komin yfir hæðina og mætti allveg verma tréverkið í framtíðinni. Sá sem mér fannst einna skástur í seinni hálfleik sem ég sá var Jay Spering á miðjunni, drengurinn var duglegur og reyndi alltaf að fara fram á við þó svo að ekki væru nú oft á tíðum margir möguleikar fyrir hann.
    Jæja hef þetta ekki lengra. Vona að betri tímar séu framundan.

  48. 44

    hefuru séð madrid spila á þessu tímabili, afhverju í andskotanum ættu þeir að vilja gerrard.
    Kaka er varla í hóp og þeir eru besta lið í evrópu by a mile

  49. nr 51

    Mourinho hefur haft mikinn áhuga á Gerrard í lengri tíma og alls ekki ólíklegt að hann girnist drenginn enn.

    Hvað var aftur á mót Mascherano að gera á miðjunni hjá Barca í heimaleik á móti FCK !!!

  50. Gerrard kæmist ekki í byrjunarlið Real. Ólíklegt að hann sé að fara til Real. Eins með Rooney, hver ætti að detta út úr þessu frábæra Real liði?

  51. Fór í vitlausa umræðu fyrst!

    Það góða við þennan leik var að það var gaman að horfa á Shelvey og svo fannst mér Spearing nokkuð öruggur í því sem hann gerði. Hann gæti alveg orðið fínn miðjusweeper á komandi leiktíðum. Einnig fannst mér mjög gaman að sjá Aurelio koma inná og sýna það um leið hvað hann er mikið betri í fótbolta en Konchesky, vonandi helst hann heill núna. Joe Cole kom inná með baráttu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa sitt eftir en margt fleira var það ekki sem var gaman eða gott við þennan leik. Spilamennskan í heild hörmuleg og þegar uppbótartíminn var kominn og maður var að vonast til að við myndum setja smá pressu á Napoli þá var bara bakkað niður í vörn og Napoli pressuðu síðustu mínúturnar… frábærtlega gert að halda stiginu!

    Annars hef ég verið mikill talsmaður þess að Babel fái sénsinn sinn og ég hef alltaf vonað að hann næði að slá í gegn en… jahh? Eftir svona frammistöðu eiga menn bara að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar og skrá sig sjálfur á sölulistann. Þvílík hörmung hjá einum manni og ekki var Jovanovic langt á eftir. Veit ekki hvort að leikskipulagið eða undirbúningurinn eða hvað er að fara með þessa leikmenn en það er bara ekki sála að spila vel undir stjórn RH. Hann ætti líka að sjá sóma sinn í að hætta meðan ekki meiri skaði er skeður!!!

    Vona samt að við náum í 3 stig á sunnudaginn sama hver verður við stjórnvölinn!

    Kv. Bjöddn

  52. Leiðinlegur leikur, eins og allir leikir hafa verið undir stjórn Roy Rogers!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  53. Það er verið að tala um að Portsmouth hafi verið að senda frá sér fréttatylkinningu þess efnis að félaginu yrði lokað, sjálfur verð ég að segja að ég fékk bara gæsahúð að heyra þetta, finn til með aðdáendum Portsmouth í Englandi liðið sem lifir fyrir liðið sitt, svo er liðið bara .. BÚIД

    Fljótt að gerast mar, urðu þeir ekki FA cup meistarar 2007

    Var Hemmi búinn að skrifa undir samning við þá

Liðið komið

Hodgson áfram – í bili