Hodgson talar loksins um sumarið

Eins og Ragnar “Skjálfti” benti á í ummælum er loksins komið á opinberu síðuna álit Roy Hodgson á sumrinu og eru þar nokkrir áhugaverður punktar. Maggi vinur minn hefur ítrekað óskað eftir svörum frá Hodgson og var orðin svo æstur að hann lenti á eldgömlu viðtali og tók það sem svarið sem hann var að bíða eftir en ég held að þetta sé nú nærri lagi.

Fyrir það fyrsta lýsir hann ánægju yfir því að hafa náð að bregðast hratt við brotthvarfi Macsherano með því að fá inn Meireles og að hafa fengið Poulsen rétt áður líka á lítinn pening.

“It was important to sign a quality midfielder when we lost Javier,” said Hodgson. “We had half prepared for his departure by jumping in to sign Christian Poulsen when he became available, but it was important for us to keep strong in that area.”

“We loaned out Alberto Aquilani and so we are pleased to have been able to bring in Meireles. He is experienced in the Champions League, in international football and has had proven success at Porto. He is an all-round midfielder who is capable of playing in all three of the central midfield positions.”

“He has a pedigree which we researched, followed and studied. I followed him at my previous club so it was good when I heard he could be available and that we could do the business quickly.”

Þarna orðar hann kaupin á Pouslen sem svona hálfgerðan arftaka Mascherano og líklega er hann ekki mikið meira en það, m.ö.o. líklega erum við að tala um meira squad rotation leikmann heldur en fyrsta mann á blað. Við skulum allavega vona það eftir Danmörk – Ísland leikinn sem við sáum í vikunni!

Út úr þessu les ég það sem svo að með Poulsen hafi hann ekki alveg fyllt skarðið eftir Mascherano og því hafi kaupin á Meireles verið mjög ánægjuleg fyrir Hodgson. Hann talar um að hann geti leyst allar stöðurnar á miðjunni, s.s. djúpann miðjumann, miðjumann og svo jafnvel sóknarþenkjandi miðjumann sem ég sé hann þó ekki fyrir mér í.

Hann ætti þ.a.l. að vera eðal mótvægi við Gerrard í tveggja manna miðju eða góður kostur í þriggja manna miðju líkt og Liverpool hefur spilað með undanfarin ár. Eins fyllir hann líka að mati Hodgson upp í skarðið sem Aquilani skilur eftir sig á miðjunni þó erfitt sé að lesa út úr þessu viðtali annað en að fyrir Hodgson hafi Aquilani verið lítið annað en deadwood á launaskrá sem væri of high profile fyrir varaliðið en ekki nógu góður fyrir aðalliðið.

“We should be very happy,” he said. “A lot of hard work has gone in and you have to mention Christian Purslow and Eduardo Macia, who both worked really hard during the transfer window to do the deals I wanted to happen but also to do deals for quite a few players to leave the club.”

We were unbelievably overstaffed when I came to the club and, if the truth be known, we still are overstaffed. It was just as big a job making sure some of the players who never feature for the first team move on and that we limit our squad to players who are either in the frame to play first-team football or who have a bright future who are still anxious to play academy and reserve team football.”

“We don’t want that middle group who are too old for reserve football but are not serving any purpose for the first team because they never feature.”

Þetta er ansi hreint áhugavert hjá kalli enda skilaði liðið ef ég man rétt ekki fullum leikmannalista inn fyrir þetta tímabil og í ljósi þess að á þessu tímabili mikilla meiðsla þá leit Liverpool sjaldan út fyrir að hafa of marga leikmenn! Þó vissulega megi alveg losna við nokkra þá sér maður ekki annað í stöðunni en að það þurfi að fá þá nýja í staðin.

Ef litið er yfir þá sem hafa farið núna í sumar og ættu að falla undir þessi ummæli stjórans er ljóst að Albert Riera er fyrsta sönnunargagn um leikmann sem var of high profile fyrir varaliðið en of heimskur fyrir aðalliðið og var ekki að fara nýtast klúbbunum neitt. Í hans stað kom Jovanovic og því um litla breytingu að ræða nema Milan vonandi betri móralst í það minnsta..

Næst er Aquilani sem var ekki með á síðasta tímabili og var greinilega ofaukið að mati Hodgson í ár. Sjálfur er ég ekki sáttur við það og sé ekki alveg hvað það myndi skaða hópinn að hafa Aquilani upp á að hlaupa en gott og vel.

Í þriðja sæti ætti svo Fabio Aurelio klárlega að vera! Á hann hefur aldrei verið hægt að treysta og hann var þegar farinn frá klúbbnum. En Hodgson vill halda áfram að treysta á hann og losar sig frekar við Insúa á láni. Þetta er í besta falli áhætta og gæti svo sannarlega komið í bakið á kalli.

Benayoun vildi fara og koma Cole jafnar þá brottför alveg út. Babel væri næstur í röðinni og hefði að öllum líkindum farið ef fundist hefði nýr sóknarmaður og hefur nú fram að jólum til að sanna sig fyrir nýjum stjóra. Ég hef lengi haft trú á Babel en verð þó að viðurkenna að ég verð hissa ef hann er ennþá leikmaður Liverpool eftir næsta leikmannaglugga.

Að auki er næsta víst að markmennirnir Itjande og Cavallieri eru á leið í burtu frá klúbbnum ef þeir eru ekki þegar farnir og Nabil El Zhar ætti kannski að bjalla í umboðsmanninn sinn. En þar fyrir utan er ég ekki alveg að sjá hvar við erum svona mikið overstaffed. Þ.e.a.s. ef einhver verður seldur er ég á því að liðið þurfi að fá annan í staðin. Ef meiðslasaga Liverpool undanfarin ár heldur áfram er ekki sniðugt að vera með tiltölulega lítinn hóp.

Á móti gæti kannski verið puntur að það sé ekki gott upp á liðsmóralinn að hafa of marga og þar með nokkra sem spila nánast ekki neitt og hafa þ.a.l. slæm áhrif á hópinn í heild. Minni hópur skapar kannski betri liðsheild,  hver veit!

Að lokum kemur Hodgson inná að Meireles þurfi líklega að fá smá tíma til að aðlagast deildinni og verði því kannsi ekki alveg lykilmaður strax. Öfugt við hinn leikmanninn sem kom á lokasprettinum, Paul Konchesky. Um kaupin á honum hafði Hodgson þetta að segja:

“It was difficult because Fulham were anxious to keep him and were against letting him go,” he said. “Our good fortune was he was in the last year of his contract and he made it clear that if they didn’t let him go he wouldn’t sign a new contract. That was useful for us because otherwise it would have been very difficult to get him.”

“There aren’t many quality left-backs around in the world, never mind in England – so to find an English one who can go straight into the team without any adjustment problems is a big advantage.

“He is a player I know, a player I have worked with and he knows the way we try to play and the things we try to do. That’s another little advantage, but the main reason for bringing him here is because we think he’s a good player and he’s the right man for the job.”

Þetta gæti ekki verið mikið skýrari útskýring frá þeim gamla og í raun eitthvað sem alltaf lá í augum uppi. Vonum bara að Konchesky verði minnst á svipað jákvæðum nótum og t.d. Steve Finnan, traustur og góður leikmaður sem nýttist klúbbnum mjög vel í x mikinn tíma. Því flestir gera sér nú grein fyrir að þetta er enginn Roberto Carlos.

Það sem kannski vantaði í þetta viðtal og svarar líklega ekki spurningum Magga er umræða um nýjan framherja, gaman hefði verið að fá eitthvað um það mál og t.d. hvort rétt sé að Gomez hafi verið svo gott sem kominn.  En engu að síður er kallinn ennþá góður í viðtölum, hreinn og beinn eins og Jón Gnarr og er ekki mikið að reyna að tala undir rós. Viðtal á opinberu síðunni er heldur líklega ekki besti staðurinn ef maður er að leita að svörum við erfiðu spurningunum og líklega takmarkað hvað þeir geta pumpað upp úr kallinum hvað honum finnst í raun og veru, t.d. um að ekki hafðist að fá inn nýjan framherja.

47 Comments

  1. Kappar eins og Jordi Browyer, Degen, El Zhar, Andras Simon, Itjandje (sem á ár eftir á samningi), eiga heima á þessum ekki farnir ennþá lista…

  2. Ahh Degen, það var sá sem ég vissi að ég var að gleyma 🙂 Ótrúlega lítið hissa reyndar á að hafa gleymt honum. 🙂

    og já Ziggi þetta er áhugavert þó maður sé svo gott sem hættur að nenna að kippa sér upp við þessar fréttir.

  3. Ef ég man rétt fór Cavallieri til Cesena á Ítalíu í lok ágúst og inn kom ,,homegrown” markmaður.

  4. Er hann ekki að tala um Plessis og El Zhar(?) sem hann losaði til Grikklands, Degen sem hann náði ekki að losa, Cavalieri sem fór til Ítalíu ekki satt og svo Itjande sem er víst enn á launaskrá?
    Ég hef líka verið lengi á þeirri skoðun að í varaliðinu eigi ekki að vera mikið fleiri en 20 leikmenn, sem og í unglingaliðinu. Það þýðir ekkert að vera með 30-40 stráka sem spila svo bara 10 leiki á ári. Þeir ná ekki nógu miklum framförum þannig. Kannski er Hodgson að tala um það.

  5. Ég tel það nú vera jákvætt að taka aðeins til í hópnum og reyndar alls ekkert skrítið að það sé gert þegar nýr þjálfari kemur með nýjar áherslur. En mikilvægast er þá auðvitað að RH fái nú einhverja smá fjármuni til þess að fylla uppí þau skörð.

    En í sambandi við Konchesky, tek það fram að ég veit lítið um spilamennsku hans, þá þykir mér nú mikilvægast að bakverðir séu góðir að verjast. Svo er það auðvitað bónus ef þeir eru einnig góðir að sækja. Finnan er gott dæmi um bakvörð sem maður tekur ekkert endilega mikið eftir… traustur í vörninni, en sést lítið í sóknum. Á meðan hann gerir það sem þarf að gera í vörninni er ég sáttur.

  6. Verð að játa að ég nenni ekki að velta mér uppúr þessum ummælum og reyna fylla inní eyðurnar. Overstuffed er eitthvað sem ég átta mig ekki alveg á en það skiptir engu. Það sem skiptir máli er það sem við erum með í höndunum núna og þurfum að spila úr næstu fjóra mánuðina.

    Ég vildi óska þess að uppúr unglingaliðinu væru að koma 3-4 gæða leikmenn sem væru framtíðarleikmenn líkt og gerðist þegar Carra, Owen og Gerrard komu upp og þar áður Fowler, Macca og Redknapp. En því miður sýnist mér ansi fáir spennandi kjúklingar vera koma upp nema þá helst Pacheco sem mig hlakkar mikið til að sjá í vetur. Verð að játa að það pirrar mig pínu að menn séu hræddir að tefla honum þar sem hann er enn ungur, en hann verður 20 ára í jan. Mig minnir að Fabregas og Ronaldo voru búnir að spila fleiri tugi leikja á þeim aldri. Þannig að mín skoðun er ef leikmaður en nógu góður þá skiptir aldur engu.

    Leikurinn á sunnudaginn er must win leikur, það væri skelfilegt að fara með jafntefli eða tap á bakinu úr þessum leik og mæta síðan Man Utd á útivelli. Það verður að segjast að það hefði vart verið hægt að óska sér erfiðara leikjaprógram í byrjun. Í fyrstu 5 leikjunum er liðið búið að mæta City og Utd úti og síðan Arsenal heima.

    Nú er ekkert annað en að vona að leikmenn mæti vel innstilltir í næsta leik. UEFA á hrós skilið að vera búið að færa landsleiki yfir á föstudaga og þriðjudaga, þannig að stóru liðin eiga betri möguleika á að undirbúa sig undir deildarleiki eftir landsleikjahlé. Vonandi er Reina búinn að mistakakvótann þetta seasonið og sýni sitt rétta andlit það sem eftir er og að Gerrard komi fullur sjálfstrausts eftir að hafa leitt enska liðið í gegnum erfitt prógram. Erfiður leikur gegn Birmingham framundan en hef fulla trú á 3ja stiga sunnudegi.

  7. Í viðtali við Babel á opinberu síðunni fannst mér hann tala frá hjartanu þegar hann var spurður um tækifærin í vetur og að sanna sig með aðalliðinu:

    “There are different opinions about what a fair chance is. Some people will say one game or 15 minutes is a fair chance, but I think every player needs a couple of games in a row to get used to the players and the pace of the game to adapt and show what they can do. That is the same for me.”

    Spurning hvort að maðurinn fá að spila 2 – 3 leiki í röð einhverntímann í Haust?

  8. @einare:

    Verð að játa að það pirrar mig pínu að menn séu hræddir að tefla [Pacheco] þar sem hann er enn ungur, en hann verður 20 ára í jan.

    Sammála því. Til samanburðar má geta að Gylfi Sig er tvítugur. En mikið hefði ég verið til í að halda í Nemeth:(

  9. Eg sa leik Nordmanna og Portugal a thridjudaginn.. Thad for ansi litid fyrir Meireles i theim leik.
    Reyndar var allt Portugalska lid ad leik undir getu eda kannski eru thetta bara 11 einstaklingar en ekki lid ?

  10. Nr. 11 MW

    Það er greinilega eitthvað mikið að hjá þeim allavega, fá á sig fjögur og gera jafntefli við Kýpur, tapa fyrir grútlélegum Norðmönnum og eru búnir að reka stjórann.

  11. Það er möguleiki að Liverpool missi 9 stig ef Royal Bank of Scotland ákverður að gera Liverpool gjaldþrota. Spennandi framtíð.

  12. Sammála með Pacheco – ef það er einhvertímann sem að ungur leikmaður ætti að fá sénsinn þá er það núna. Er það ekki rétt hjá mér að hann var markahæstur & valinn besti leikmaður HMU20 núna síð-sumars ? Ef það er ekki potential í honum, þá veit það ekki á gott fyrir fótboltann á komandi árum.

    Það sem stingur þó í augun við lestur á þessu viðtali er að ekki er minnst á framherja – ég efast stórlega um að blaðamaðurinn (viðmælandinn) sé svo lélegur í sinni vinnu að hann gleymi að spyrja að þeirri spurningu sem hvað mestu brennur á vörum stuðningsmanna. Það er skítalykt af þessu, hvort svo sem um ritskoðun sé að ræða eður ei treysti ég mér ekki til að segja til um – það getur jú átt sér stað beggja megin borðs.

  13. Varðandi Pacheco þá sagði RH að hann muni fá spilatíma á leiktíðinni, vona bara að Pacheco sanni það sem við hérna höldum margir:)

  14. Held nú að Maggi hafi ekki fengið svörin sem hann var búinn að kalla eftir, þetta viðtal segir nefninlega ekki neitt um þessi mál, annað en það að honum fannst við vera overstaffed.

    Held reyndar líka að Babú sé ekki að lesa rétt í overstaffed dæmið, er á því að RH sé ekki að tala um menn eins og Aquilani, Benayoun og Riera, heldur frekar El Zhar, Degen, Itandje, Plessis, Nemeth, Threlfall og co. s.s. menn sem hafa ekki verið að spila neitt að ráði með aðalliðinu og eru komnir yfir það að vera mjög ungir og samt fastir í varaliðinu. Er reyndar alveg sammála RH þar, bara eyðsla á fé að halda þessum guttum. Því miður aftur á móti þá hefur hann flokkað stráka eins og Della Valle þarna undir líka.

    En mál málanna, sem flestir vildu heyra eitthvað um eru framherjamálin, og hann minnist ekki orð á þau.

    En hvað um það, glugginn er núna lokaður og ljóst hvernig hópurinn hjá okkur er. Ég vona bara að RH fari að finna rétta uppstillingu og liðið til að tefla fram. Ég get ennþá ekki á nokkurn hátt skilið hvernig það var hægt að stilla upp 4-4-2 á útivelli gegn Man.City og svo í næsta leik að koma inn með 2 djúpa miðjumenn í 4-5-1 á heimavelli gegn sjálfum W.B.A. Bara hef gjörsamlega ekki náð því ennþá.

    Algjör skyldusigur gegn Birmingham á sunnudaginn, flóknara er það ekki.

  15. Ég held nú bara að Woy hafi ekki hugmynd um hvað hann sé að gera…

    Og svo er ég skíthræddur við þennan Birmingham leik.

    • Held reyndar líka að Babú sé ekki að lesa rétt í overstaffed dæmið, er á því að RH sé ekki að tala um menn eins og Aquilani, Benayoun og Riera, heldur frekar El Zhar, Degen, Itandje, Plessis, Nemeth, Threlfall og co. s.s. menn sem hafa ekki verið að spila neitt að ráði með aðalliðinu og eru komnir yfir það að vera mjög ungir og samt fastir í varaliðinu.

    Líklega er það rétt hjá þér og ef svo er þá er ég alveg sammála þó mér finnist það ekkert brennandi issue á lokaspretti leikmannagluggans. Hans fyrsta verk hlítur að vera að hugsa um aðalliðið og þar fannst mér við ekkert ótrúlega yfirmannaðir þó vissulega hafi mátt skipta nokkrum út.

    En þessir ódýru sleðar sem hafa komið upp úr varaliðinu án þess að komast í liðið mega auðvitað allir fara og líklega er hann já að tala um þá.

  16. Nr.18

    Hefur þetta ekki eitthvað með það að gera að við erum að spila í bölvaðri UEFA Cup sem er spiluð á fimmtudögum?

    Eins hvað þessa leikviku varðar held ég að þetta sé kostur enda flestir landsliðsmenn okkar nýbúnir að spila og/eða ferðast mikið.

  17. Jú jú það er UEFA sem veldur þessu. En það var einmitt þessi helgi sem ég var að velta fyrir mér, fannst það bara eitthvað einkennilegt að við værum að spila á sunnudaginn í stað laugardagsins.

  18. Ég vil sjá helling af Shelvey, Pacheco, Kelly, Wilson og Suso í vetur. Ég held að þeir hafi mun meira að gefa þessu liði en t.d. Jovanovics, Poulsen, Kuyt, Lucas og Konchesky. Það er einhver ferskleiki, hraði og nýjar hugmyndir í kringum þessa ungu kalla og við þurfum að gefa þeim frekari möguleika á að móta sig enn betur.
    Vandamálið hjá LIverpool undanfarin ár er ekki leikmennirnir, heldur hvernig þeim var leikið.

  19. Eigum við ekki að halda partý þegar eigendurnir missa klúbbinn?
    Hvernig kampavíni mæli þið með?

  20. Ég skil það vel að það þurfi að hreinsa til.

    Já það er alltof mikið að leikmönnum sem geta ekkert og eru bara þarna bara til að vera varaskeifa.
    Það sem ég held að Roy sé að reyna að gera er í staðin fyrir það að vera með mann sem getur bara spilað eina stöðu og kemst bara annað slægið á bekkinn þess vegna er að vera með fjölbreytari leikmann sem getur komið inn í nokkrar stöður þar að leiðandi haft fleiri möguleika “af bekknum” eða þegar einhver meiðist.

    Jú svo eru það líka þessir leikmenn sem hafa verið keyptir meiddir og spila kannski 2-3 leiki á leiktíð. s.s. Degen, Aqulani …
    Markverðir eru líka einn kafli af þessum overstaff parti.

    Auðvita eigum við að vera með góðan bekk ef á því þarf að halda. En við þurfum ekki alla þessa pappírs pésa. Jú auðvita þyrftum við að geta haft annað lið eins og Chelsea eða City. En fyrst verðum við að losa okkur við þessa eigendur og koma Liverpool baráttuanda í liðið.

    YNWA!!

  21. Ég vill að RH gefi ungu strákunum tækifæri í vetur og byggi upp gott lið , losi sig svo við þá sem hafa ekkert að gera hjá liðinu í janúar .
    Tala nú ekki um ef við förum í gjaldþrot og missum 9 stig , þá er tækifæri til að gefa þessum ungu og efnilegu tækifæri .
    9 stig og kanar , -9 og engir kanar hummmm

  22. Ég er nú ekki Ragnar “Skjálfti” !

    Kom mér samt á óvart í þessu viðtali að hann skuli ekkert tala um framherjamálin, vill kannski ekkert vera ræða mikið um það því það klúðraðist svo mikið hjá honum ?

    Hlakka annars til að sjá hvort Pacheco fái einhver tækifæri í fjarveru Kuyt, held samt að Babel gæti verið í forgang á undan honum, en það breytir svo sem ekki máli, vonandi að allavega annar þeirra springi út..

  23. Sé að vinir mínir hafa svarað fyrir mig, réttilega líka!

    Aðalmálið kemur ekki fram en auðvitað les maður í gegnum línurnar að vandinn hjá klúbbnum snýr algerlega fyrst og síðast að fjármagni, eða réttara sagt skort á því.

    Ég er ekkert ósáttur við miðjuna og vörnina hjá klúbbnum, tel okkur í fínum málum þar og mun ekki sakna Mascherano neitt og Aquilani lítið, hlakka mikið til að sjá Meireles. En ég er skíthræddur við skort á hæfileikum og breidd sóknarlega í félaginu, en það mun koma strax í ljós á næstu vikum hvort sá ótti minn er uppspuni. Ég er ekki sannfærður um Jovanovic, hvað þá með “eilífðarefnilegheit” Ryans Babel og því hanga vonir mínar í dag á því að Pacheco sé tilbúinn í slaginn. Auðvitað er hann ungur, en hann er eldri en svikarinn Owen eða guðinn Fowler voru á sínum tíma í aðalliðinu og það bara á að duga honum!

    Varðandi “deadwood” í liðinu hefur karlinn vissulega tekið til, en ekki sá ég neitt nafn þar sem einhver annar hefði ekki hreinsað út. Það hefði þurft alvarlega tognun á heila að sjá ekki að losna þurfti við Riera, Degen, El Zhar og Plessis. Nemeth var seldur á pening, enda 21s árs leikmaður sem skoraði fá mörk í grísku deildinni ekki líklegur til að verða nafn í enskum fótbolta. Allt fullkomlega skiljanlegt. Dalla Valle og Kakanicklic mun svo koma í ljós í framtíðinni, en í raun held ég að við séum með meira tilbúinn framherja í höndunum (N´Gog) og efnilegri leikmenn (Suso, Ngoo og Silva) í unglingaliðunum en DV.

    Stóra málið. Í raun það eina sem þarf að koma út úr vetrinum er nýtt eignarhald. Það er verkefni Hodgson að sigla biluðum bát í gegnum ólgusjó. Í dag er orðinn raunverulegur möguleiki á því að við fáum mínusstig vegna fjármálavandræða og alveg ljóst að við erum ekki með lið til að keppa við United, City og Chelsea. Við verðum að treysta á því að skipið haldi sjó þar til það kemst í slipp og nýir eigendur koma því í sjóhæft ástand!

    Því vandinn er sá að sama hvað skipstjórinn og hásetarnir eru góðir, ef skipið lekur mikið og stormurinn vex eru líkurnar miklar á því að skipið sökkvi.

    Með þessu er ég ekki að kasta upp svartsýnishanskanum, heldur eingöngu að rifja upp þá skoðun mína að ansi margt í kringum klúbbinn er óljóst og “blurrað” til að dreifa umræðunni yfir vandann og svikin loforð eða deadline dagsetningar sem siglt er yfir án þess að nokkuð leysist í því sem mun ráða framtíð félagsins.

    En viðtalið er ágætt, þó það vissulega svari ekki tveim stærstu spurningunum,

    a) Hvers vegna fengum við ekki styrkingu á sóknarleiknum?

    b) Hvað fékk Hodgson mikið budget til leikmannakaupa í sumar?

    Vonandi koma svör við því…

  24. Eitt sem er buid ad vera ad vefjast fyrir mer i kollinum, vardandi thad ef hicks og gillett missa eignarhald yfir Liverpool og na ekki ad selja og bankinn tekur vid. Munum vid tha missa stig eda ekki?

  25. “Það er möguleiki að Liverpool missi 9 stig ef Royal Bank of Scotland ákverður að gera Liverpool gjaldþrota. Spennandi framtíð.”

    Væri þess virði ef við fengjum nýja eigendur í kjölfarið.

  26. Ég hef mikið álit á VDV og tel að þetta sé mjög góður leikmaður og Spurs fékk hann á grínverði. En ég sé ekki hvað hann átti að gera hjá okkur, við vorum að fá Cole í nákvæmlega sama hlutverk og VDV spilar og eigum Pacheco sem flestir vilja fara að sjá meira af í liðinu. Í hallæri er svo einhver Steven Gerrard líka sem ku vera ágætur í þessari VDV stöðu fyrir framan miðjuna.

  27. RBS mun ekki gera Liverpool gjaldþrota, þeir munu eignast félagið og GH fá ekki neitt fyrir sinn snúð. Við munum ekki missa 9 stig vegna þess samkvæmt því sem ég hef lesið á netinu.

  28. Loki #23

    Ég mæli hiklaust með Bollinger. Ekki bara að það sé gott kampavín heldur drekkur James Bond ávallt Bollinger … og eins og allir vita tengist James Bond okkur í gegnum eðal Púlarann Daniel Craig!!!

  29. hvernig er það fáum við Joe Cole aftur um helgina eða er það 3. leikurinn hans í banni?

  30. takk fyrir upplýsingarnar Ásmundur. ég nennti ekki að flétta þessu upp þegar maður hefur svona rosalegan upplýsingabanka á byrjunarsíðunni

  31. Þar sem RBS er eini, eða a.m.k. langstærsti, kröfuhafinn vegna skulda Liverpool eru mjög litlar líkur á því að félagið fari í s.k. administration – það er gert til að verja hagsmuni kröfuhafanna. Skuldir klúbbsins eru tryggðar með eignum félagsins og þá væntanlega rekstri þess einnig, þar sem félagið væri annars verðlaust – það eru því hagsmunir RBS að félagið haldi verðgildi ella er tryggingin þeirra ónýt og þeir tapa peningum. Það sjá allir hvernig það er best gert. RBS virðist stjórna þessu öllu og það er þá vegna þess að ekki er staðið í skilum með lánið og höfuðstóllinn hækkar…. og hækkar. M.ö.o. félagið er ekki að standa undir rekstri vegna lánagreiðslna og þessar aðgerðir bankans núna og undanfarna mánuði segir mér að hann telji að skuldir félagsins séu að nálgast verðmæti þess. Bankinn hefur ekki áhuga á þessari áhættu og vill selja strax enda vilja/geta eigendurnir ekki lagt fram frekari tryggingar (kannski bara sem betur fer) og lengja í ólinni, krossa fingurna og vona að ríkan olíupeningaplebba langi ofsa mikið í nýtt leikfang.

    Afsakið offtopic en ef vera skyldi að menn væru ekki alveg búnir að átta sig á stöðunni þá lítur hún nokkurn vegin svona út fyrir þeim sem hafa kynnt sér málið mest. Menn geta svo sjálfir metið líkurnar á því að Liverpool fái mínus stig með því að setja sig í spor RBS.

    Þið getið lesið um þetta ferli vegna skuldamála eigendanna í góðum (en löngum, flóknum og niðurdrepandi) greinum t.d. á BBC vefnum, sem maður treystir nú að sé með þessa hluti á hreinu. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þetta eru flóknar skuldir sem ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur og svo í kjölfarið benda ykkur á prozac sem á víst að vera mjög gott þunglyndislyf. (Það hlýtur að vera einhver geðröskun að kynna sér bókhald knattspyrnufélags í útlöndum?? en jæja…)

    Ef maður tekur mið af þessari (bið)stöðu sem félagið er í þá er ég bara sæmilega sáttur við sumarið, held að við höfum bara sloppið með skrekkinn. A.m.k. fór einhver peningur í leikmannakaup. Ef ég horfi hinsvegar framhjá stöðunni þá er ég náttúrulega drullufúll.

  32. Það sem Hodgson er að segja er mjög athyglisvert. En það er langt í frá slæmt að Liverpool hafi ekki skilað inn 25 leikmönnum til Úrvalsdeildarinnar. Skulum ekki gleyma að leikmenn sem eru yngri en 21 árs þegar listanum er skilað þurfa ekki að vera a listanum til þess að vera gjaldgengir. Það þýðir að Peter Gulacsi, Martin Kelly, Daniel Wilson, Jonjo Shelvey, Daniel Pacheco, Nathan Eccleston og David Ngog munu allir vera gjaldgengir og þessir leikmenn munu spila heilmikið á þessu tímabili. Lið í úrvalsdeildinni, sérstaklega sem eru ekki í meistaradeildinni, hafa nákvæmlega ekkert að gera við 25 manna leikmannahóp plús 6-7 nothæfa leikmenn undir 21 árs. Að mínu mat er gott að hafa vel nothæfan backup fyrir hverja 11 byrjunarliðsleikmenn.

  33. Rétt Maggi Bjögg – en er peningnum ekki betur varið í leikmannahópinn en í vaxtagreiðslur, eða það sem verra er í vasa H&G ? Við erum nú í plús í einhverjum 3-4 leikmannagluggum í röð, hvar eru þessir peningar ?

  34. One tool at RBS’s disposal is to force the insolvency of Liverpool’s UK parent and associated companies. It is clear from mortgage documents lodged with Companies House that in the event of default RBS has the power to place Kop Football and Kop Football (Holdings), as well as Gillett’s loan-security vehicle, Football UK Ltd, into administration. However that would be unpalatable for the bank, Liverpool’s board and the Premier League since it would require the imposition of a nine-point penalty on the club.
    http://www.guardian.co.uk/football/2010/sep/09/rbs-tom-hicks-george-gillett-sell-liverpool

    Þetta er möguleiki en vonandi litlar líkur á því að til hans kom.

  35. Svolitið skondið að þegar Man utd fengu kana sem eigendur vorum við allir á því máli að þeir væru að fara drekkja þeim í skuldum og á endanum myndu verða gjaldþrota (draumur indeed) en svo sýnist mér, það vera fara gerast fyrir akkurat okkur, Poolara sjálfa. Hversu slæmt, burt með þessi kana, sést langar leiðir að þeim er skítsama um klúbbinn, bara enn eitt íþróttafélagið í þeirra augum með engan metnað lengur í höndum.

    • Svolitið skondið að þegar Manchester United fengu kana sem eigendur vorum við allir á því máli að þeir væru að fara drekkja þeim í skuldum og á endanum myndu verða gjaldþrota (draumur indeed) en svo sýnist mér, það vera fara gerast fyrir akkurat okkur, Poolara sjálfa.

    Það var nú nánst það sem gerðist og þeir eru ekkert endilega off the hook ennþá og því síður mikið ánægðari með sýna eigendur en við. Ég myndi annars ekki segja að það væri neinn draumur að United yrði gjaldþrota og grínið með kanana snerist líka að því að Bandaríkjamenn eru alls ekki hátt skrifaðir í fótboltaheiminum með sinn soccer.

    Karma sá um að þetta kom fyrir okkur líka stuttu seinna en við tókum þeim í besta falli með varfærni og fórum að hata þá ansi hreint snemma. Sjálfur hef ég reyndar alltaf verið á móti því að Bandaríkjamenn komi nálægt fótbolta á nokkurn hátt og vill ekki sjá ameríkuvæðingu á nokkurn hátt í þessari íþrótt. En það er nú allt önnur Elín.

  36. Fínt að fá a) og b) á hreint.

    Eins og mig grunaði, Broughton hefur logið einu sinni enn um þá upphæð sem LFC átti að eiga í handraða fyrir sumarið, þ.e. 15 millur plús leikmannasölur og því miður finnst mér það hafa verið ákaflega misráðið hjá félaginu að reikna með Mascherano.

    Ryan Babel fer þá af stað sem vara-, varasenter á eftir Torres og N’Gog og við erum með Pacheco í lykilséns næstu vikur og mánuði.

    Vonum og treystum….

  37. Eins og oft áður, ég er alveg sammála þér Maggi. Mér finnst þetta Mascherano fiasco minna mig óþægilega mikið á Xabi Alonso að því að leyti að báðir voru þeir alltaf á förum frá félaginu og átti að vera búið að selja þá fyrr um sumarið. Í stað þess voru þeir seldir seint og því gafst lítill tími til þess að kaupa nýja menn.

Tvær góðar greinar

Föstudags… ég veit ekki hvað…