Mánudagsspjallið

Fyrst langar mig að benda lesendum hér á eilitla nýjung sem við ætlum að brydda uppá í vetur.

Sú nýjung er tengd Fantasy-leik úrvalsdeildarinnar og auðvitað með tengingu við kop.is deildina þar. Gríðarlega góð þátttaka er þetta árið og skora ég á þá sem ekki eru búnir að skrá sig að grípa gæsina hið fyrsta. Eftir hverja umferð ætlum við að vera með pistil, þar sem við komum með umræðu um leiki helgarinnar, hjá öllum liðunum, og síðan tengingu við útkomu manna í Fantasy leiknum. Förum yfir efstu menn í heildarstöðunni og sigurvega hverrar umferðar.

Viðbúið er að sér kafli verði um stjórnendur síðunnar og þeirra útkomu. Vissulega kom á óvart liðsval sumra kolleganna, en kannski erum við Steini bara úrslitafatlaðir í svona leikjum – erum hvorugir að nota leikmenn úr þeim tveim liðum sem við þolum minnst…. Fyrsti pistill birtist væntanlega seint í kvöld eða í fyrramálið eftir að United liðin tvö hafa klárað fyrstu umferð!

En aðeins af fréttum dagsins.

Hæst ber nú sennilega að ákveðið hefur verið að áfrýja ekki spjaldi Joe Cole frá í gær og fer hann því í þriggja leikja bann. Þetta kemur mér ekki á óvart. Bæði er það að spjaldið var appelsínugult og yfirleitt losa menn þá brotlegu ekki undan því og svo það hitt að ef að við hefðum áfrýjað hefði Cole mátt spila leik gegn W.B.A. en í staðinn fengið leikbann gegn Manchester United ef við hefðum tapað málinu. Þess vegna held ég að menn sætti sig bara við dóminn í bili og haldi áfram.

Markmaðurinn okkar er búinn að fá stuðning alls staðar af eftir mistök gærdagsins og líklegt er talið að Brad Jones sé í læknisskoðun á Melwood í dag og skrifi undir samning í kjölfarið. Sennilega verður Cavalieri settur á sölulistann, en ef hann selst ekki fyrir gluggalok mun félagið lána Gulasci. Ættum því að vera vel settir í markmannsdeildinni.

Slúðrið um leikmannamál snýst fyrst og fremst um Konchesky og einhvern senter. Ljóst er að minnst annar þeirra tveggja sem við ætlum að nota til að kaupa í þessar stöður þarf að vera “homegrown” eftir reglubreytingar FA og ég er bara nokkuð sáttur að það verði Konchesky. Hann býður upp á annað en Agger, sem getur alveg leyst stöðuna og Aurelio ef hann verður heill. Ég sé engan “homegrown” framherja á lausu, Darren Bent í raun eini góði kosturinn í stöðunni og hann fáum við ekki. Því held ég að fréttir um Remy eða einhverja aðra meginlandssentera séu ekki úr lausu lofti gripnar.

Brotthvörfin sem reikna má með rugluðust eilítið í gær. Mascherano stimplaði sig út úr fýlukórnum okkar með frábærri frammistöðu og það er ljóst að massi leikmanna á Anfield er núna að liggja í honum að fara ekki neitt. Ef hann fer ekki tel ég líkur á að Lucas muni jafnvel fara. Eftir leik gærdagsins og uppröðun í hóp virðist ekki vera pláss fyrir Babel eða Aquilani og svei mér ef þeir bara verða ekki seldir. Insua er auðvitað á útleið, en ég held reyndar að ef við fáum ekki “homegrown” vinstri bakvörð muni Hodgson íhuga það að selja hann ekki, því hann fellur undir þá reglu.

En semsagt, nýjung á kop.is, við ætlum að sjá hvert okkar hefur mesta vitið á leikmönnum Englands þennan veturinn og spjalla aðeins um deildina almennt….

27 Comments

  1. Hér er linkur á individual highlights frá Mascherano í leiknum gegn Arsenal.
    Frábær leikmaður sem ég vill ekki losna við þrátt fyrir allt ruglið í kringum hann.
    Vonandi hefur hann áttað sig á því hversu vel hann er liðinn í Liverpool, hann fékk góðar viðtökur í lok leiks þegar honum var skipt af velli.

    http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6583267/

  2. Charlton Cole er kostur sem mætti skoða.

    Mér þætti það með ævintýralegum ólíkindum að selja Aquilani áður en hann fær að sanna sig og þegar hann er loksins orðinn 100% heill.

  3. Ef Roy Hodgson ætlar að stilla upp sókarsinnuðu liði á móti Manchester City þá verður Aquilani eflaust í holunni og Gerrard + Lucas/Masc/Poulsen á miðjunni.
    Annars gætu verið tveir varnarsinnaðir á miðjunni og Gerrard í holunni og Aquilani á bekknum.

    Aquilani finnst mér lykilmaður til að hafa góða breidd þegar/ef Gerrard eða Cole meiðast eða eru í banni, væri vitleysa að selja hann eins og staðan er.

  4. Hvernig geturðu bara verið sáttur við Konchesky ?
    Ef þetta eru ekki fáranlega léleg kaup þá veit ég ekki hvað það er.
    Við eigum Aurelio sem 1 kost. Kelly sem 2 kost og Agger jafnvel sem 4 kost.
    Til hvers ættum við að kaupa ömurlegan Konchesky og vera sáttir með það.

  5. Sammála Ásmundi. Þessi leikmaður á ekki heima í Liverpool liðinu. Ég vona innilega að hann komi ekki. Svo eigum við líka Robinson, heitir hann það ekki? Ungur og mjög efnilegur sem 4. kost sem ég er miklu spenntari fyrir.

  6. Ég held að það sé óþarfi að lesa of mikið í þessa Fantasy deild, núna er t.d. argasti næstum Hvergerðingur í 8.sæti (s.s. á topp 10) og það er auðvitað ekki trúverðugt 🙂

    Cole stóð sig annars frábærlega hjá mér í gær og eins var afar jákvætt að hafa ekki valið neinn úr Chelsea!

    En varðandi nýja leikmenn þá efast ég meira og meira um að við séum að fara kaupa sóknarmann, kannski ef við seljum JM og þá er það pottþétt á kostnað Babel eða N´Gog. Hodgson sagði það nýlega í viðtali (sem ég sá á hinu frábæra e-season) að með hverjum nýjum leikmanni þyrfti annar að fara í staðin, hópurinn væri of stór miðað við þessa home grown reglu.

    Þegar kom að sóknarmönnum byrjaði hann á að benda á það augljósa, að allir framherjar og öll lið myndu lenda í veseni með að leysa besta sóknarmann í heimi af hólmi (Torres). En ef við fáum nýjan mann í sóknina þá þýðir það að N´Gog og Babel fara aftar í goggunarröðina (eitthvað sem ég sé ekki sem eitthvað neikvætt) og þurfa líklega þá að fara. N´Gog er að stimpla sig vel inn núna og verður líklega mikið notaður í vetur þó vonandi ekki eins mikið og í fyrra. Eins talar hann um Babel sem striker og ég er mjög sáttur með það og vonast til að sjá hann í því hlutverki ef hann verður áfram hjá klúbbnum í september.

    Að auki eigum við svo Jovanovic sem margir héldu að væri sóknarmaður og ég held að geti alveg örugglega spilað þar líka og svo auðvitað Kuyt sem sannarlega getur spilað sókn (en ætti að vera bannaður sem lone striker). Þar að auki eigum við Cole, Aquilani og Gerrard sem geta spilað rétt fyrir aftan sóknarmann og því er þessi staða kannski ekki alveg jafn illa sett og af er látið, þó við gætum alveg notað einhvern stóran lurk í hópnum í ætt við Zamora sem Hodgson vann mjög vel með hjá Fullham. Santa Cruz var t.d. orðaður við okkur um daginn og ætti að smellpassa í hópinn og bjóða uppá eitthvað sem við höfum ekki núna.

    Áður en leikmannaglugginn lokar býst ég við að Cavallieri fari frá okkur, góður markmaður en bara ekki home grown. Eins finnst mér líklegt að JM fari til Inter þó ég sjái alls ekki (eins og Hodgson benti á í viðtali) þörf á að selja hann nema mjög gott tilboð komi í hann. Þetta er atvinnumaður og skrifaði helsáttur undir nýjan samning fyrir ca. 2 árum og er þ.a.l. búinn að skuldbinda sig til að klára þennan samning. Væl um að konan sé að verða vitlaus þarna og að þau nái ekki að aðlagast er eitthvað sem heyrist í hvert skipti sem leikmenn vilja fara og er eitthvað sem ég hef voðalega litla samúð með JM yfir, það eru ekki jafn góðar búðir í Liverpool og í Milan eða Barcelona en það verður bara að hafa það, JM mætti heyra í Vidic og fá ráð hjá honum. JM fær samt plús fyrir að spila einsog atvinnumaður í gær öfugt við það sem var upp á teningnum fyrir einu ári þegar hann mætti ekki til leiks.

    Þeir sem væru svo í mestu hættu á að vera seldir fyrir utan JM og Cavallieri eru líklega Aquilani og Babel og ég vill halda báðum. Það væri fáránlegt að selja AA eftir að hafa beðið eftir honum allt síðasta ár. Eins fengjum við ekki nema brot af þeirri upphæð sem hann kostaði okkur til baka núna. Hvað Babel varðar þá væri sala á honum ekki eins vitlaus hugmynd en báðir auka breiddina í hópnum og Liverpool hefur sýnt það undanfarin ár að breiddin er alls ekki nógu góð. Babel er einn fljótasti maður liðsins og þessum hóp veitir ekkert af fljótum mönnum.

  7. Mér sýnist á öllu að Ngog sé að þroskast svakalega sem fótboltamaður og ég held að það væri mjög skrýtið að selja hann núna. Hann þurfti að axla alltof mikla ábyrgð í fyrra, sem honum tókst ekki, en ég held að það hafi gert hann að betri leikmanni. Hann er núna kominn með 4 mörk í fyrstu 3 alvöru leikjum tímabilsins og sýnt það að hann á framtíðina fyrir sér. Ef við skoðum sem dæmi leikinn í gær þá átti hann skalla sem var bjargað á línu, skalla sem var vel fram hjá og 3 run (ef ég man rétt) í fyrrihálfleik þar sem hann var rétt svo rangstæður, fyrir utan auðvitað frábært mark.

    p.s. Þessi run í fyrrihálfleiknum eru einmitt ástæðan fyrir því að ég vil halda Gerrard á miðri miðjunni, þvílíkar sendingar!

  8. Með ólíkindum þessi regla að hægt sé að dæma menn aukalega einn leik fyrir það eitt að sækja rétt sinn, eins og þrír leikir séu ekki hæfilega refsing fyrir. Hefði farið svo að Cole hefði áfrýjað þá ætti hann það á hættu að missa af rúmlega 10% af leikjum tímabilsins í deildinni.

  9. Ég held að Cole færi ekkert í auka bann fyrir áfrýjun. Ég held að málið sé bara að hann væri ekki kominn í bann fyrr en eftir W.B.A leikinn ef málinu væri áfrýjað.

  10. Brad Jones skrifaði undir fyrsta samning við Middlesborough 17 ára gamall, svo hann telst ‘home grown’. Þetta hlýtur að þýða að annar af varamarkmönnunum okkar fari á næstu dögum.

  11. Fantasy-deildin fer frábærlega af stað … eða hitt þó heldur. Ákvað að brjóta eigin lögmál um að velja United-menn aldrei í liðið mitt og setti Rooney inn, handviss um að hann myndi raða inn fyrir mig gegn Newcastle. Neinei, tekinn út af snemma og gerði ekkert af viti.

    Ég er þó fyrir ofan meðaltal, og í efri hluta okkar Kop.is pennanna sýnist mér. Það er sárabót. En liðið mitt verður að spýta í lófana um næstu helgi. Það eru samt talsvert blendnar tilfinningar, þar sem það er mikið af leikmönnum frá Man U, Everton, Chelsea og Man City í liðinu mínu, og ég vona að þeim liðum gangi öllum ömurlega um næstu helgi.

  12. Já meistari KAR, Shrek karlinn var ekki að sýna mikið í kvöld!

    Um leið og Fantasydæmið er búið að uppfæra deildina kemur pistillinn inn, þeir standa hæst sem völdu Didier Drogba fyrirliðann sinn. En ég reyndar vill nú bara senda þeim sem það gerðu skriflega áminningu 😉

    Sjáum hvað verður…

  13. Brad Jones er svo fínn kostur sem markmaður númer tvö hjá okkar liði, fellur undir heimaregluna sem léttir töluvert á málinu og ég er sannfærður um að Cavalieri er nú á sölulistanum.

    Jones vann medalíu með Boro og hefur þurft að hafa töluvert fyrir hlutunum uppi þar, svo hann á að geta fengið að spreyta sig í nokkrum leikjum, líkt og varamarkmenn okkar fá.

    Velkominn Brad Jones…

  14. Cole skemmdi aldeilis fantasí liðið mitt, valdi hann sem fyrirliða og hann fékk rautt = -4 stig.
    Og ég gerði þau kjánalegu mistök að hafa Ngog á bekknum, hver hefur mann eins og Ngog á bekknum!

  15. Ef fáum Annan framherja fyrir Masch þá held ég að Ngog mun meiri hluta þetta tímabil spila í bikarnum annað hvort Carling Cup eða FA eða bara báðum.

  16. Tók Liverpool húsið af Mascherano þegar hann sagðist vilja fara eitthvert annað…hann amk lítur út fyrir að vera heimilislaus!

  17. Þannig að Brad Jones er nánast eingöngu að koma til okkar því hann er “home grown” og í besta falli sæmilega nothæfur? Þessi homegrown regla er að ýta ennfrekar undir útblásið markaðsverð enskra leikmanna og nógu andskoti dýrir voru þeir fyrir.

  18. Erum við samt ekki með nóg af þessum “home-grown” leikmönnum? Gerrard, Carra, Johnson, Shelvey, J. Cole, B. Jones, Kelly, Darby, Spearing og svo einhverja sem eru inn í þessum pakka eins og Insúa, Pacheco, Danny Wilson og Nathan Eccleston.. Hvað þurfa þeir eiginlega að vera margir?

  19. AMK 8 “home grown” og þar af amk 4 sem hafa alist upp hjá klúbbnum.

    Finnst hálf fáránlegt að hafa varamarkmann sem fær vonandi aldrei að spila annað en home grown. Svo er þetta að ég held fínn markmaður.

Liverpool – Arsenal 1-1

Kop-gjörið að lokinni leikviku 1 – LEIÐRÉTTING