Er Joe Cole á leiðinni? (Uppfært: STAÐFEST!)


Uppfært – 13:08 (KAR): Opinbera síðan staðfestir nú í hádeginuJOE COLE er orðinn leikmaður Liverpool!

Upprunaleg færsla Einars Arnar er hér fyrir neðan. Við munum svo eflaust fjalla meira um þessi stórtíðindi á næstu dögum.

Uppfært – 19:37 (EÖE) Cole er kominn til Sviss og ég setti hérna inn frábæra mynd af Roy og Joe Cole saman á æfingasvæðinu.


Allir helstu fjölmiðlar á Englandi og þar á meðal Liverpool Echo virðast vera sammála um að Liverpool séu líklega að semja við Joe Cole (sjá hér líka frétt á Guardian).

Joe Cole er 28 ára gamall og hefur leikið fyrir Chelsea síðustu 6 ár. Að sögn fjölmiðla er hann að leita að liði þar sem hann getur átt sæmilega góðan aðgang að byrjunarliði, en helsta hindrunin er talin sú að hann sé óviss um að færa fjölskylduna frá London. Hann hefur á tíðum leikið frábærlega fyrir liðið, en hann hefur líka þjáðst af meiðslum ansi mörg tímabil. Tvisvar síðustu 4 tímabil hefur hann leikið 21 leik eða færri fyrir Chelsea í öllum keppnum. Þannig að hann kemur með stóru spurningamerki til liðsins.

EN, Joe Cole er líka frábær leikmaður og persónulega er ég alltaf hræddari við Chelsea þegar að ég sé hann í liðinu. Hann er enskur, hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni alla sína tíð og hann er bara 28 ára gamall. Og hann mun ekki kosta Liverpool krónu. Persónulega tel ég þetta vera ansi góð skipti fyrir Yossi Benayoun. Hann er ári yngri og við fáum pening fyrir Yossi, sem mun væntanlega vega upp þann launamun, sem er á milli mannanna. Ég veit að margir setja spurningamerki við meiðslasögu Cole, en að mínu mati er það áhættunnar virði þegar að okkar liði býðst svona frábær leikmaður. Það myndi svo sannarlega vera góður árangur fyrir Hodgson og co ef að Liverpool tækist að fá til sín mann einsog Joe Cole og það ætti vonandi að þagga niður í allra svartsýnustu röddunum í tengslum við okkar lið.

Í Echo fréttinni er einnig sagt frá því að leit að vinstri bakverði sé í gangi á fullu. Ég trúi varla öðru en að menn hafi einhvern sterkan í huga þar sem að Insúa var seldur.

104 Comments

  1. Væri alveg til í þennan leikmann. En mer finnst hann biðja um aðeins of mikið í laun. Kallinn er ekki á sama stigi og Steven Gerrard en samt vill hann jafnmikið og hann.

    Er ekki málið bara að fá Lahm ( draumur ) ? haha

  2. Auðvitað eigum við að klára þetta og semja við Cole. Hann er akkúrat leikmaður sem að okkur hefur vantað og mun hann koma til með að brjóta leikinn mikið upp hjá okkur.
    Varðandi meiðslasögu hans tel ég það alveg vera áhættunar virði að ganga frá samningum við hann.

    En það verður auðvitað að horfa til þess að hjá Chelsea var hann oft heill en var settur bekkinn. Svo það er ekki alveg samasemmerki á milli meiðsla og fjölda spilaðra leikja hjá Chelsea.

  3. draumurinn væri að fá Juan manuel vargas í skiptum frá fiorentina. Fór illa með glenn johnson í CL leikjunum á móti LFC, og hefur átt frábær tímabil undanfarið.

  4. Er gefið að Hodgson spili 4-4-2? Verður Gerrard þá á miðjunni eða frammi? Gæti loforð Hodgsons um að Cole spili frammi með Torres sannfært hann um að koma?

    Líklegt byrjunarlið:

    Heitasti markmaður í heimi

    Glen Carra Agger Figueroa?

    Kuyt Aquilani Lucas/Masch Cole

    Torres Gerrard

    Ef Masch verður seldur þá held ég að Lucas muni eiga víst sæti í byrjunarliðinu.

    Síðan má ekki gleyma super subbunum Jovanovic, Babel og Riera.

    Eins er mjög ólíklegt að Aquaman, Torres og Cole verði allir heilir á sama tíma. Ef Aquaman meiðist þá dettur Gerrard á miðjuna og Cole fær draumastöðuna í frjálsri rullu í kringum Torres. Jovanovic, Riera eða Babel mundu leysa vinstri kantinn.

  5. Er spentur fyrir Joe Cole, að vísu hefur hann átt við meiðsli að stríða en þetta er klassa leikmaður og hörku duglegur og það væri bara frábært að landa honum….

  6. Þetta væru vissulega frábær tíðindi, ekki síst af því að með þessu myndi Purslow sanna að Liverpool FC og Roy Hodgson hafi aðdráttarafl fyrir stóru nöfnin og að hann hafi burði til að nýta sér það aðdráttarafl. Þetta yrðu jákvæð tíðindi fyrir liðið en myndi líka styrkja ímynd Hodgson og Purslow.

    Vona að þetta reynist rétt.

    Hvað vinstri bakvörðinn varðar þá bara hlýtur að vera einhver ákveðinn í huga og þau mál hljóta að vera á nokkuð góðri leið með að klárast. Ég get bara ekki ímyndað mér að Insúa hefði fengið að fara ef við værum algjörlega að giska á hvort að við gætum fengið betri leikmann. Það hlýtur einhver að vera mjög nálægt því að koma til okkar.

  7. Ætla að vera örlítið svartsýnn með því að segja að ég trúi ekki orði af þessu fyrr en ég hef séð það á official síðunni.

    Afhverju ætti hann að fara frá fjölskyldunni sinni í London til að leika með liði sem er ekki í meistaradeild þegar hann getur farið í nánast öll meistaradeildarliðin í Lundúnunum?

    Vona að þetta sé satt enda frábær leikmaður og mikill Liverpool bani. Þó hann hafi átt í miklum meiðslum tel ég þetta áhættunnar virði.

  8. Ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé hann á Anfield með Hodgson á blaðamannafundi. Það hefur margt verið skrifað um Liverpool undanfarin ár en ekki jafn mikið um aðgerðir og því hef ég ekki alveg trú á þessu en mikið vona ég að þetta gerist.
    Hérna er meiðslasaga Cole http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/players/1494/joe_cole_injury.html
    Þetta er ekkert verra en Gerrard, Torres eða einhverjir af þessum lykilmönnum. Hann hefur bara fengið of lítið af tækifærum hjá Chelsea.

  9. FÁ ANN ! ! ! ! ! Ekki spurning. Drífa í þessu. Það er eins og maður sé að bíða eftir kjöri Páfa. Fá svo vinstri bakvörð fyrir Evrópudeildina

    • Þetta er ekkert verra en Gerrard, Torres

    Viljum við kaupa menn með þeirra meiðslasögu? Ja hérna.
    Ekki að ég sé á móti Joe Cole fínt að fá hann þó ég sé ekkert að tapa mér yfir afgöngum frá Chelsea sem er nokkuð gjarn á að meiðast.

  10. Þú kallar hann afganga frá Chelsea, buðu þeir honum ekki samning sem hann neitaði ?
    Það er oft ekkert verra að fá það sem þú kallar afganga frá öðrum stórliðum.
    þú hefðir kannski líka sagt nei við Sneijder og Robben sem voru ”afgangar” frá Real Madrid ?

  11. ekki gleyma því að tilkoma hans mundi sennilega hjálpa til við að halda G&T

  12. Þetta er alveg orðinn of sterkur orðrómur þannig að menn geta þá og þegar verið að fara að sjá hann í Liverpool treyju. Annars er ég sammála Babu að ég er ekkert yfir mig hrifinn þar sem meiðslasaga hans er slæm. Þetta er eins líklegt að verða eitthvert annað Harry Kewell dæmi þannig að ég ætla ekkert að missa mig hvort sem hann kemur eða ekki. Gæti líka allt eins verið trix hjá honum að fá Arsenal og Tottenham til að hækka launapakkann sem þeir eru búnir að bjóða honum. En komi hann á Anfield þá býð ég hann að sjálfsögðu velkomin og vona að hann haldist heill. Krossa fingur !

  13. Ef Chelsea langaði að halda J.Cole þá myndu þeir halda honum, það er alveg morgunljóst. Þannig að hann má alveg flokka sem afgang frá Chelsea. Það þarf ekkert að vera svo slæmt enda vitað að þetta getur verið góður leikmaður. Set hann samt ekki í sama klassa og Sneijder (sem ég vildi mikið fá í fyrra) og Robben hjá Real Madríd.

    En á móti hef ég ágæta trú á að Hodgson geti unnið vel með hann og snúið honum í gang svipað og hann gerði með Damien Duff t.d.
    En svo þetta sé skýrt þá finnst mér Cole mjög góður leikmaður og það skemmir ekki fyrir að hann er enskur, eina sem ég óttast að hann yrði næsti Harry Kewell.

  14. Hvað er málið hérna, það eru alltaf margir efins á þessum “kaupum”. Það vita það allir sem hafa horft á ensku úrvalsdeildina að þetta er Top Class player sem Liverpool þarf á að halda. Að fá Joe Cole frítt er vonandi algjör himnasending í okkar raðir og að vita það að við erum ekki að borga krónu fyrir hann gerir þetta en betra. Vonandi fylgja 2-3 leikmenn í kjölfarið og Liverpool Fc er mætt í baráttuna fyrir næsta season.

  15. Það er rétt hjá þér Wilson að hann gæti verið himnasending en þú getur ekki álasað okkur Babu sem dæmi að hafa vissar efasemdir. Ég meina maðurinn hefur undanfarin ár átt við virkilega erfið meiðsli að stríða og það er staðreynd að undanfarin ár hafa leikmenn eins og hann sem hafa komið til Liverpool ekki náð að skila neinu nema að hirða launatékkann sinn, sbr Harry Kewell. En hvernig sem því líður að þá er hann stórkostlegur leikmaður og vonandi á hann eftir að haldast heill sé það tilfellið að hann sé að koma til Liverpool !

  16. Joe Cole væri frábær liðsstyrkur.

    • Reynslumikill leikmaður sem unnið hefur alla titla sem eru í boði í Englandi og gæti án efað miðlað mikilvægri reynslu til annara leikmanna.

    • Getur spilað margar stöður á vellinum.

    • Er enskur og gæti átt alveg 4-5 góð ár eftir.

    • Statement til annara liða að klúbburinn getur enn laðað til sín stór nöfn, þrátt fyrir takmarkað fjármagn. Hjálpar án vafa félaginu að halda öðrum leikmönnum.

    • Kemur frítt!!!

    *396 leikir/ 52 mörk í öllum keppnum í Englandi er alls ekki slæmur árangur af miðjumanni.

  17. Við þurfum þennan leikmann svo illilega mikið að það að borga 100þ pund á viku á ekki að vera fyrirstaða. Sérstaklega þar sem hann kemur frítt og við seldum Ísraelann knáa á ágætis pening.

    p.s. Spáið samt aðeins í þessari upphæð. 100þ pund á viku eru 19 milljónir króna. Er það ekki langt frá því að vera eðlilegt?

  18. Þá er það staðfest! Joe Cole er á leiðinni og fer í læknisskoðun á næstu 48 klukkustundum!

  19. Joe Cole yrði meiriháttar viðbót, miðað við Physioroom er meiðslasaga hans ekkert svakaleg en þó einhver.

    Miðað við svartsýnina sem hefur ríkt hjá mér í garð stöðu Liverpool síðustu mánuði myndi þetta létta á henni.

    Ef Joe Cole kemur, höldum Torres og Gerrard, fáum góðan vinstri bakvörð er þetta ekki svo slæmt, mætti samt bæta við einum striker vegna tíðra meiðsla Torres. Ef Masch fer tel ég tiltölulega auðvelt að finna eftirmann í bland við auknu hlutverki núverandi leikmanna.

    Hægri bakvörður: Johnson, Degen og Carragher
    Miðverðir: Carra, Agger, Skrtel, Kyrgiakos
    Vinstri bakvörður Agger? Þarf að bæta við
    Hægri kantur: Maxi, Kuyt, Gerrard, Cole
    Miðja: Lucas, Masch (eða eftirmaður), Aquilani, Gerrard.
    Vinstri kantur: Riera, Babel, Cole, Jovanovic, Kuyt (var þar á HM)
    Holan: Gerrard, Aquilandi, Cole, Babel, Kuyt, Jovanovic
    Striker: Torres, Kuyt, Jovanovic, Ngog, Babel

    Helst til er ofmannað á vinstri kanti og fáliðað á miðjunni og svo náttúrulega vinstri bakverði. Svo er spurningamerki við hvort næg gæði séu í framherjahópnum ef Torres verður mikið meiddur.

    Ef Hodgson tekst að motivera þennan hóp rétt og þeir sterkustu haldast heilir er þetta kannski bara ekki svo slæmt.

    Joe Cole – Já takk

  20. Ég er mjög ánægður með þetta! Svo þegar rætt er um meiðslin er kannski vert að minna menn á að Liverpool var að ráða til sín einn fremasta íþróttalækni heims ásamt hans teymi, sem er þegar byrjaður að breyta æfingaplaninu og ráðleggja Royson um hvaða leikmenn hann á að hvíla etc. Vonandi hefur það jákvæð áhrif á leikmenn og vonandi fáum við að sjá heilt tímabil með Torres, Gerrard og Cole!

  21. Þetta kemur aldeilis á óvart, highest rate-aði free agentin í boltanum að koma til okkar, hver hefði veðjað á það fyrir 2vikum?

  22. loksins eitthvað að gerast í kringum liðið sem eru ekki neikvæðar fréttir 🙂 joe cole er flott viðbót í þetta lið og með gerrard,torres,masch áfram þá getur þetta orðið spennandi tímabil .

  23. Já, djöfull er þetta glæsilegt hjá okkur, þetta er frábær leikmaður sem ég hef viljað fá til okkar í fjölda ára og núna loksins er hann kominn. Ég tel að þetta verði klárlega kaup ársins.

  24. Snilld, nkl það sem Liverpool hefur vantað þ.e. “creative” miðjumann/kanntur sem getur tekið menn á og klárað leiki. Klárlega lykillinn fyrir Liverpool til að tryggja Meistaradeildarsætið aftur og gera aðkall að sigri í deildinni.

  25. Var að uppfæra upprunalegu færsluna, því eins og Babu Toni bendir á er þetta orðið staðfest. Joe Cole er leikmaður Liverpool.

    Burtséð frá því hvað mönnum finnst um Cole (held að flestir séu á því að þetta séu frábær tíðindi) þá er athyglisvert að skoða hvað þetta þýðir fyrir aðra sóknarsinnaða vængmenn/miðjumenn hjá félaginu.

    Á miðjunni erum við með Gerrard, Aquilani og Shelvey sem allir fúnkera best í sóknarsinnaðri miðjustöðu. Á hægri vængnum erum við með Kuyt, Maxi Rodriguez og á vinstri vængnum erum við með Joe Cole, Babel og Jovanovic. Auðvitað geta margir af þessum mönnum spilað frammi líka og/eða báða kantana en hverjir af þessum mönnum munu vera aðal hjá Hodgson?

    Til dæmis: velur Hodgson Maxi alltaf á hægri vænginn ef hann er heill, og hvað gerir hann þá við Kuyt? Eða verður Kuyt alltaf á hægri vængnum? Hvort er Jovanovic framherji eða vinstri kantur hjá okkur? Og hvar fittar Joe Cole inn í þetta, ef búið er að lofa honum lykilhlutverki í þessu liði?

    Mín ágiskun er sú að Hodgson muni spila 4-4-2 í flestum leikjum (kannski ekki á Old Trafford eða Stamford Bridge, en gegn flestum öðrum liðum) og hugsi þetta kannski nokkurn veginn svona:

    Reina

    Johnson – Carra – Agger – Bakvörður

    Maxi – Gerrard – Lucas/Aqua – Joe Cole

    Torres/Jovanovic – Kuyt

    Hér geri ég ráð fyrir að Mascherano fari en Gerrard og Torres verði kyrrir, ekki síst vegna þess að liðið er nú búið að fá tvær stjörnur til sín (Jovanovic og JCole).

    Torres myndi þá t.a.m. deila stöðu með Jovanovic af því að við vitum að Torres spilar aldrei alla leiki, á meðan Kuyt væri fastagestur í hinni framherjastöðunni. Maxi og Joe Cole eigna sér vængina og Roy getur valið hvort sókndjarfur Aquilani eða varnarsinnaðri Lucas spilar með Gerrard á miðjunni. Þá eigum við svo leikmenn eins og Skrtel, Kyrgiakos, Lucas/Aqua, Babel, Ngog og ungu strákana (Robinson, Kelly, Shelvey, Pacheco og fleiri) fyrir utan þetta lið. Og vonandi 1-2 fleiri leikmenn sem eiga eftir að koma til liðsins fyrir 1. sept.

    En þetta er allavega góð byrjun á sumrinu, betri en ég þorði að vona. Jovanovic og Cole komnir og við orðaðir við Loic Remy og Maynor Figueroa. Gæti alveg verið verra.

    Að lokum, önnur góð ástæða til að hlakka til að sjá Joe Cole undir stjórn Roy Hodgson: Damien Duff. Hodgson endurreisti feril Duff á síðustu tveimur leiktíðum og ef Cole getur haldið sér heilum gæti Hodgson gert það sama fyrir hann.

  26. Það er komið Sumaaaaarrr…!

    Líður vel þegar leikmaður á þessu kaliberi kemur til okkar þrátt fyrir að við séum ekki í CL á þessu ári, eigendamál í farsa sem hvaða leikhús sem er mundi mokgræða á að sýna, óvissa með nokkra leikmenn (sem kannski minnkar núna). Hef alltaf verið skíthræddur undanfarin ár við leikina við Chel$ki þegar þeir hafa verið jafnir og spennandi. Oft hefur þessi stubbur þá komið inn á og sett eitt á okkur. Fín leið til að útiloka hættur að semja bara við þá :o)

    Fínar fréttir og nú spyr maður…..hvað verður næst??

  27. Gaurinn er klárlega bara að koma útaf laununum.

    Tottenham og Arsenal – í London, hefði ekki þurft að flytja. Í meistaradeildinni.

    Liverpool – massív laun.

  28. Það er eitt, og aðeins eitt sem ég er ósáttur við… Jovanovic tók 10una. Ég hef beðið lengi eftir því að almennilegur maður sem er verðugur 10unni fái að klæðast henni hjá Liverpool og sá J.Cole fyrir mér sem príðilegann til að klæðast henni en svo verður víst ekki.

    Það eina sem ég vona núna er að hann taki ekki 7una…

  29. Klassi! Fá þennan mann frítt frá Chelsea og láta Yossi Benayoun í staðinn á 5-6mill pund til Chelsea. Cole verður byrjunarliðsmaður hjá okkur, eitthvað sem Yossi var ekki, Yossi fer beint á bekkinn hjá Chelsea. Hrikalega ánægður með þetta. Hodgson strax að gera góða hluti, vonandi er þetta bara byrjunin.

  30. Frábært, frábært þetta er einn af góðu dögunum hjá okkur og þeir eiga eftir að verða fleirri, frábær leikmaður og verður bara frábært að hefja nýtt tíma bil með hann innanborðs…. fáum svo Remy og Polsen frá Juve og tvo bakveði og við erum góðir…. Masckerano fer og það verður bara að vera þannig, fáum bara góðan pening fyrir hann…. En þetta eru bara góðar fréttir…. Welcome to real live Joe…. with us You´ll Never Walk Alone..

  31. ÉG held að ástæðan fyrir því að hann valdi Liverpool er sú að honum hefur verið lofað miðjuhlutverki hjá Liverpool semsagt MC/AMC en ekki vinstri kant eins og alltaf hjá Chelsea.

  32. Sammála Inga númer 32# Ég hefði viljað að Cole fengi 10 sem hann hefur spilað í áður og sérstaklega vil ég ekki að hann fái 7una, ég held að hún sé eitthvað óhappa hjá þessu félagi sbr Kewell og Keane.

  33. Ekki slæmar fréttir þetta og eins og Einar kom réttilega orðum að að Cole er aðeins 28 ára og fínt “upgrade” að skipta Yossi út fyrir Cole. Meiðslasagan er eflaust það sem var að naga Lundúnaliðin með að bjóða honum þessi háu laun, en þetta er áhættunar virði. (Torres anyone?).

    Ég er ánægður með hreinsunarstarfið sem fram fer á Anfield í dag og mun standa okkur til góða síðar. Það er í raun lán í óláni að við séum ekki með óútfylltar ávísanir eins og önnur lið (City, Chelsea) til að splæsa í leikmenn þar sem að við einbeitum þá okkur að því að fá rétta menn inn, sem og gefa yngri leikmönnum séns. Gott mál!

  34. Rosalega er maður orðinn spenntur!

    Ég er alveg sammála KAR #29 með liðið.
    Ef við seljum Riera á 5-6 millj. þá þarf ekki að bæta miklu við til að eiga fyrir mjög góðum bakverði.

    Ég er strax farinn að elska Hodgson!

  35. Ef J. Cole er afgangur frá CFC. Hvað er Benayoun þá?

    Einnig er þessi meiðslasaga ekki alveg svona svört eins og tölfræðin segir. Einhver benti á að hann spilaði auðvitað ekki fullt af leikjum þegar hann var heill.

    Svo er þessi samningur frábært statement um að LFC er ekki á einhverjum svakalegum niðurtúr. Fallegasti fugl í heimi syngur og syngur hátt…

  36. Ef Joe Cole var lofað að spila á miðjunni en ekki köntunum þá spyr maður sig hvort a) Gerrard fer á kantinn b) Gerrard verði seldur c) Royson spili með 5 manna miðju – Gerrard – DMC – Cole og hvað verður þá um Postulani d) Hvort hann hafi gengið til Liverpool af einskærri ást en ekki hlutverki eða launum.

    Velkommin Joey boy, vinsamlegast staddu þig í læknisskoðuninni.

  37. Glæsilegar fréttir.
    Cole mun spjara sig hjá okkur vona ég innilega 🙂

  38. jamm ágætis díll við Chelsea: Benayoun + 5 milljónir punda = Joe Cole. Þetta eru mest spennandi leikmannakaup Liverpool síðan Torres kom til félagsins. Finnst ekki ólíklegt að annað hvort Babel eða Riera fari í kjölfarið nema Cole sé ætlað að vera fyrir aftan senterinn.

  39. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Roy væri að hugsa sér Cole og Gerrard saman á miðri miðjunni og að einhver núverandi miðjumanna okkar verði seldur. Þá væri sennilega Jovanovic á vinstri, Maxi á hægri og Torres og Kuyt frammi í 4-4-2.

  40. 35.

    Joe Cole er tvöfalt betri í ML/AML stöðu heldur en á miðjunni. Hann er reyndar góður í holunni en samt ekki jafn góður og úti á kanti. Hann er ekki með nógu góðan leiksskilning til að brillera þar, en hann er teknískur. Ég skil ekki af hverju hann ætti að vera notaður á miðjunni. AMC, skil það aðeins betur.

  41. @43 að sjálfsögðu átti þetta að vera J. Cole + 5 mills = Yossi B. 🙂

    allavega gæti ég séð liðið svona m.v. núverandi leikmannahóp: GK: Reina, DR: Johnson, DL: ??, DC: Agger, DC: Carra, MC: Gerrard, MC:Masch, AML: Jova, AMC: Cole, AMR: Kuyt, SC: El Nino

  42. 47# Hodgson mun að öllum líkindum ekki spila með sama leikkerfi og Benitez. Hodgson spila nánast örugglega 4-4-2 eins og hann hefur alltaf gert og finnst vera besta leikkerfið.
    Í sínum fyrsta æfingarleik sem átti að vera um daginn var hann búinn að stilla upp 4-4-2 með N’Gog og Dalla Valle í fremstu víglínu þannig að ég held að við munum sjá það kerfi í vetur.

  43. Joe Cole á auðvitað að fá treyju númer 7 og mun gera það….belive me!

    Halda menn að sjöan sé ónýt þó að tveir meðal menn hafi fengið treyjuna lánaða tímabundið?

  44. Þetta eru líka skilaboð til annara leikmanna sem eru að spá hvort þeir eigi að vera eða fara. Klúbburinn er að fá til sína gæðaleikmann og ég vona að Torres og Gerrard sjái og sannfærist um að framundan séu bjartari tímar hjá LFC.

  45. Cole will be wearing the number 7 jersey at Liverpool, a number previously worn by Robbie Keane, who left the club for Tottenham Hotspur in January 2009.

    Goal.com
    Hef fulla trú á þeir séu að fara með rétt mál.

  46. Ja hérna. Fyrir svona mánuði síðan beinlínis kveið mér fyrir haustinu. Nú hlakka ég til. Bara blessuð blíða og svona…

  47. Þetta verða að teljast bestu fréttir Ársins það er nú bara þannig.

    Seljum svo Masch og kaupum alvöru senter fyrir ALLAN peninginn, sá maður má gjarnan heit Luis Fabiano eða Diego Forlan. Notum Gerrard, Aquilani og Lucas á miðjunni bara ásamt þeim ungu sem við eigum og svo vantar okkur auðvitað bakvörð og vonandi finnum við einhvern betri en Insua og þá erum við bara í nokkuð góðum málum held ég.

  48. Ég væri til í að sjá 4-3-2-1 kerfi eða 4-4-1-1 þar sem Joe Cole yrði nýttur í holunni á bak við sóklnarmanninn

    4-4-1-1
    Cole styður við Torres en þessir tveir mestu meiðslapappírar enska boltans eiga eftir að ná vel saman ef þeir ná einhvern tímann að spila saman!

    4-3-2-1
    Þarna get ég séð fyrir mér typical 4 í vörn og með Lucas í afturliggjandi miðjumanni ásamt Gerrard og Aquaman á miðjunni. Fyrir framan þá yrðu Joe Cole og Jovanovic sem fá frjálst svæði til að opna svæði og brjóta upp varnir andstæðinga.

    Cole nýtist betur inn á miðri miðjunni í hlutverki sóknar-miðjumanni en hann getur opnað upp hluti fyrir okkur sóknarlega sem við höfum aðeins dreymt um sl. 12 árin. En það að Cole sé líklega að koma þýðir í raun að Hodgson getur eytt meiri pening í aðrar stöður (Remy frá Nice?) og þetta mun gefa okkur væntanlega grænt ljós frá Gerrard um að hann verði áfram. Það yrði nú illa furðulegt ef hann myndi ákveða að fara á þessum tímapunkti allavega!

  49. Glæsileg tíðindi, ég er klárlega að fara að negla Joe Cole aftan á nýja búninginn. Vonandi að þetta ýti boltanum af stað og Torres og Gerrard verði áfram og v-bakvörður og stiker komi í kjölfarið.

  50. Vá, ég bjóst ekki við því að þetta væri satt, en það lítur út fyrir að ég sé ekki alvitur.. Snilld er það eina sem ég get sagt!

  51. 58 – býst líka við því, en vona eins og alltaf þegar við kaupum nýja miðjumenn að hann taki sjöuna!

  52. Stórfengleg tíðindi. Stjóratíð Hodgson fer vel af stað. Gerrard og Torres hafa alla vega (ekki enn) hlaupið á brott og virðast ekki líklegir til þess og Joe Cole bætist við liðið. Liverpool virðist enn hafa e-ð aðdráttarafl og vonandi þýðir þessi byrjun RH að hann fái alla vega að vera dæmdur af verkum sínum sem stjóri LFC.

  53. Ágætis skipti svosem; Benayoun út, Joe Cole inn. Talað er um að Joe Cole(hrikalega er orðið gaman að skrifa þetta) fái 90þús. pund á viku hjá Liverpool. Var Benayoun ekki með um 80þús. pund á viku hjá Liverpool? Mér finnst ekki líklegt að hann hafi tekið á sig einhverja meiri háttar launalækkun við það að fara til Chelsea og því verð ég að segja að þessi viðskipti séu ansi sérstök að hálfu Chelsea.

    Annars bara áfram Liverpool, og Joe Cole.

  54. Vonandi er þetta bara fyrsta tuskan sem að karlinn smellir á efasemdarpésana 🙂 Og takið eftir öðru og það er að það vantar allt slúðrið um Torres og Gerrard…. R.H. á eftir að vinna gott starf hjá okkur ég er ekki í vafa um það og mig hlakkar til að sjá hvað verða vill.

    Með vinsemd og virðingu/ 3XG

  55. Þetta eru frábær tíðindi. Þegar ég sá okkur fyrst tengda við Cole í sumar þá hugsaði ég nú með mér að þetta væri allt ómögulegt, að hann myndi pottþétt velja Lundúnaliðin.

    Núna gerist það svo að hann velur Liverpool, sem þýðir að

    1. Hann vildi frekar fara til Liverpool heldur en Arsenal og Tottenham.
    2. Liverpool buðu hærri laun.

    Flestir aðdáendur annarra liða benda auðvitað á möguleika númer 2 og ætlast til að við Liverpool aðdáendur verðum voða sorrí yfir þeim möguleika. En málið er að ég hef þurft að hlusta á hryllingssögur um að liðið sé á hausnum og að engir peningar væru til fyrir nýja leikmenn – þannig að þegar ég heyri að Liverpool séu hugsanlega að bjóða hærri laun en önnur lið þá verð ég hreinlega glaður. Það þýðir kannski að rekstur liðsins er ekki í jafn miklum skít og fjölmiðlar hafa keppst við að segja okkur.

    Allavegana, ég hef alltaf óttast Cole í Chelsea og það verður svo sannarlega gaman að sjá hann í rauðu treyjunni.

    Núna verður lífið hins vegar enn erfiðara fyrir bresku pressuna. Ekki nóg með að Liverpool sé nú stjórnað af virðulegum Englendingi, sem að öll pressan elskar, heldur er núna uppáhaldið þeirra, Joe Cole, kominn til Liverpool.

  56. Snilld,frábært og æðislegt! Skiptir mig engu hvort hann meiðist mikið eða ekki frábær leikmaður sem ég hef viljað sjá í Liverpool búning síðan hann fór frá West Ham.
    Flott skipti fyrir Benna og mér líkar hvernig Hodgson byrjar
    YNWA og meira svona!!!

  57. Sælir félagar

    Frábær tíðindi og eitt af því sem ég þorði ekki að vona en vonaði þó.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  58. Ég er ánægður

    Reikna með að Cole verði öflugur. Vill eflaust sanna sig aftur, sýna Chelsea að það voru mistök að selja hann.

    Smá þráðráð: Ég vona innilega að Hodgson noti Nemeth mikið. Framherjar okkar eru: Torres, Kuyt, Ngog, Jovanovic. Ef hann notar 4-4-2 gætum við þá séð mikið af róteringum sérstaklega þar sem Torres meiðist líklega eitthvað. Jovanovic er óskrifað blað hjá Liverpool en við vitum að hann getur verið öflugur. N’gog hefur ekki heillað mig og þrái ég að Nemeth fái tækifæri fram yfir frakkann.

  59. Hef lítið komist í tölvu undanfarna daga og nærri því tók massívt heljarstökk af gleði, get það eftir ca. 3 kíló burt í viðbót!

    Virkilega góður leikmaður þarna á ferð og klárlega heitasti “free agentin” í bransanum að velja Liverpool og Roy Hodgson, framyfir ansi stór lið og þjálfara. Verulega góð fregn og svei mér ef maður er ekki bara farinn að grilla í ljóstýru bakvið skýin! Cole er betri en Yossi og Jovanovic styrkir liðið.

    Nú er að fá öflugan vinstri bakvörð og senter, þá er þetta lið bara svei mér að verða helvíti líklegt til að geta gert skemmtilega hluti.

    Og þetta mun auka líkur þess að nr. 8 og 9 mæti brosmildir til leiks….

    GLÆSILEGT!!!

  60. Frábært að leikmaður af þessu kaliberi vilji koma til klúbbsins. Maður getur leitt að því líkur að þá séu til einhverjir peningar, að nýji stjórinn trekki að og að menn séu ekki bara að hugsa um eigendamálin. Þetta hlýtur einnig að vera hvetjandi fyrir Gerrard og Torres að vera áfram.
    En man einhver hvenær við vorum síðast men deildarmeistara ensku deildarinnar í liðinu? Var það Michael Thomad 1991?

  61. Ég verð að taka undir með flesum hér á síðunni að þetta eru glæsileg “kaup” og sýnir viljann í verki. Síðustu mánuðir hafa verið okkur Liverpool mönnum erfiðir varðandi eigendamál, leikmannamál, peningaleysi, getuleysi, þjálfaraleysi og ég veit ekki hvað annað. Þessi frétt fær lítið hjarta til þess að slá aðeins hraðar.

  62. Miðað við þær fréttir að Lucas og Insúa séu linkaðir til Ítalíu og Insúa farinn til viðræðna þá eru þetta fyrstu góðu leikmannafréttirnar sem við fáum síðan ég veit ekki hvenær. Það er þá allavega verið að vinna í þessum málum og ekki allt farið til andskotans hjá félaginu.

    Joe Cole er frábær leikmaður og sómir sér vel á báðum köntum og sem annar senter eða í holunni. Ég gæti svo sannarlega séð hann fyrir mér á hægri kantinum með vini sínum Glen Johnson. En meiðslin eru auðvitað erfið og það þýðir ekkert annað en að vona að hann verði heppinn með meiðsli næstu árin. En hinu má alveg búast við.

  63. En pæliði samt í þessu.

    Joe helvítis Cole, sem maður hafði algera andstyggð á í Chelsea treyjunni af því að hann skoraði alltaf gegn Liverpool, er núna að fara að klæðast Liverpool treyjunni næsta season.

    Og þessi mynd af Roy fkn Hodgsson og Joe helvítis Cole, báðir orðnir liðsmenn LFC. Djöfull hefði maður ekki trúað þessu fyrir einhverjum vikum síðan.
    En ég er að fá mun betri tilfinningu fyrir þessum hrókeringum verð ég að segja 🙂

  64. Hvað er menn að væla með launin, hann kostar 5.4m Punda í miðað við 5 ára samning.. Sama verð og lélegur/miðlungsmaður er að fara á í dag.

    Hann er frábær viðbót við liðið, gefur meira breidd í alla fram/miðlínu.

    Væri til í að sjá þá spila 4-4-2 eða 4-5-1
    (Gef mér það að Mascha fari)
    4-4-2.
    Reina
    Glenn – Agger – Carrah – *****
    Cole – Gerrard – Aquilani – Kuyt
    – Jova – Torres –

    4 – 5 – 1
    sama vörn og markm.
    Cole – lucas – aqui – Kuyt
    – Gerrard –
    Torres

  65. Mikið er ég ánægður með að fá Joe Cole til liðs við okkur, þetta gæti orðið eitt af kaupum ársins.

  66. HJBrynjólfsson, er stærðfræðin ekki eitthvað að klikka hjá þér?

  67. jú aðeins .. hehe takk fyrir þetta.. 23mill more like it ? sem er annars bara alltilagi miðað við hvað við spörum af kaupverði

  68. Og slúðrið segir að Loic Remy skrifi undir í þessari viku…

  69. já maður veit ekki hvað maður á að halda með þennan loic remy.. það kom mikið slúður með að hann væri að koma meira en venjulega og sky var farið að tala um að þetta væri nánast frágengið svo kemur hodgson og kælir þetta mikið niður með því að seigja að hann muni ekki kaupa þennan mann án þess að hafa seð hann spila. en samt virðist slúðrið aukast bara en veit ekki..

    er allavega ógeðslega ánægður með joe cole og eg efast um að hann hefði viljað koma ef gerrard væri mögulega að fara ! ég held að þetta tryggi að kóngurinn verði áfram ! gerrard var ábyggilega þarna við samningsborðið þegar cole signaði þennan feita samning ! vonandi koma fleir í þessari viku! vinstri bak, senter, !

  70. Þetta voru mjög góð kaup sem Liverpool gerði og hafa verið góðir næla þá heitustu free agents Joe Cole og Milan sem meinir að Liverpool geta eytt meiri pening í Klassa framherja og góðan vinstri bakvörð og ef mash fer gætum við nota þann pening líka

  71. 88

    Ég var að horfa á 2-3 ára gamlan breskan “panel”þátt á youtube fyrir nokkrum dögum þar sem þessi gæji kom fram í smá tíma og svo er hann kominn til Liverpool núna, weird.

  72. Claire rourke segir að Joe cole æfi í treyju númer 10 á sinni fyrstu æfingu!

  73. jæja þá er best að fara panta sér búninginn.. númer hvað verður þessi meistari?

  74. Það er ekkert smá gaman að sjá hér ánægjuna skína úr hverjum pennanum á fætur öðrum…. sannarlega gaman eftir sorglegt síðasta tímabil… Sjálfur er ég mjög ánægður með þessi kaup, hef haft mikla trú á þessum leikmanni frá því hann var í West Ham… Mér sínist sem Roy sé að gera góða hluti hingað til… Það sem mig langar til að fá á hreint er hvort Gerrart, Torres og Msckerano verða áfrma hjá LFC… Sannir Liverpool menn myndu stíga fram og taka af allan vafa, nema hreinlega að það sé verið að sjóða einhverja sölusúpi bakvið tjöldin, það skildi þó aldrei vera…. Vill bara fara fá þessi mál á hreint…. Að örðru leiti legst þetta bara vel í mig…

  75. Twittrað frá Liverpool Echo núna rétt í þessu: “Breaking news on Steven Gerrard coming ASAP”… hmmm hvað skyldi þetta vera?

  76. @90.. Jáá okei var að skoða myndirnar og Joe hefur greinilega bara tekið 10’una af Milan, sé að Milan er nr.11 á nýjustu myndunum.

  77. Frábæra fréttir….. Hjartað tók kipp.. og ég er orðinn verulega spenntur!! 🙂

    Sammála #96 .. Hrósið sem hann fær frá Harry Redknapp er magnað.

  78. Nú vantar bara hágæða framherja. Þap væri flottast að fá Úrúgúvæann Suares. Hann er beittasti framherji í Evrópu í dag. Svo er líka hægt að nota hann í markið.

  79. Yossi hefur eiginlega staðið sig betur en Cole í PL síðastliðin tvö tímabil. En mögulega eiga vistaskiptin eftir að hressa upp á Joe og veita honum nýja áskorun.

    Sjáum til…

  80. Nr. 101 Var Joe Cole ekki meiddur megnið af þar síðasta tímabili á meðan Benayoun var besti maður okkar? Kannski ekki alveg hægt að bera þá saman reyndar.

Mika á Anfield? – Mascherano?

Gerrard: Ég fer ekki neitt!