Mika á Anfield? – Mascherano?

Eitt af því helsta sem ég kem til með að muna eftir frá síðasta vetri hvað varðar skrif inn á kop.is er um blessaða evrópuleikina! Það var eins og Landafræðiverkefni að gera upphitun og ef eitthvað er að marka dráttinn frá því morgun verður klárlega áframhald þar á!
Liverpool fær annaðhvort það verðuga verkefni að slá Rabotnicki frá Makedóníu út eða þá hið mikilvæga verkefni (fyrir alla heimsbyggðina) að slá Mika út.

Sjá nánar hér

Þetta eru lið frá Armeníu eða Makedóníu og ég er þegar farinn að snúa hnettinum til að leita að þessum löndum!

Djöfull á ég eftir að sakna meistaradeildarinnar í vetur!


Annars virðist Mascherano vera á hraðleið frá klúbbnum, ef maður leggur rétt saman 2+2 frá þessari frétt á opinberu síðunni.
Maðurinn gat ekki byrjað mótið í fyrra fyrr en seint og síðarmeir þar sem hugurinn var á Spáni, í Argentínu eða á kafi í bakhlutanum á honum. Núna nær nýr þjálfari ekki í hann, eini í liðinu sem ekki næst í!!
Hvaða djók er það að láta nýjan stjóra viðurkenna það á opinberu síðunni að hann hafi ekki náð í leikmanninn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir!
Ég er a.m.k. farinn að draga hugarfar Mascherano gríarlega í efa og myndi ekki gráta sölu á honum fyrir góðan pening.

64 Comments

  1. Ég tók upp símann og hringdi í góðan argentískan vin minn og hann svaraði eftir fjórar hringingar, þannig að það er í lagi með farsímasambandið í Argentínu.

    Mascherano má fara fyrir rétt verð. Ég er orðinn virkilega þreyttur á viðhorfi hans til félagsins. Vissulega sterkur leikmaður en hefur nokkra veikleika t.d. hvað varðar sóknarleik, sendingar og skynsemi (S- þrjú). Þó að hann fari þá er hægt að kaupa sambærilegan og jafnvel fjölhæfari leikmann í þessa stöðu.

  2. Ánægjulegt hversu official síðan er dugleg að pósta svörum við miklivægum spurningum þessa daganna 🙂

  3. Jahérna, mér finnst þetta vera orðin meira en skrítin framkoma hjá Mascherano. Eftir að Liverpool bjargaði honum frá West ham undan oki þessa Jooracibian eða hvað hann hét. Ef hann er svona einsettur á að fara þá bara um að gera að selja hann ! Vonandi fæst góður peningur fyrir hann !

  4. Mascherano hefur að mér finnst verið meiri Benitez maður en Liverpool maður og hann hefur augljóslega áhuga að komast til Inter. Gleymum samt ekki því að hann hefur oft verið frábær í Liverpooltreyjunni!

  5. Ég kvitta ekkert endilega undir það að Masch sé Rafa maður – hann var nú við það að fara til Barca í fyrra þegar Rafa var við stjórn. Aftur á móti virðist hann vera mjög ringlaður maður, ég hef nú oft haldið að þessir Argentínumenn sem tala ekki um annað en ást fyrir föðurlandinu (sbr Tevez, Heinze og Masch) myndu hafa einhverjar taugar til liðsins sem borgar þeim laun, svo virðist ekki vera.

    Grasið er ávalt grænna hinu megin og er ég kominn á þá skoðun að ég vil hann burt, helst í gær. Lætur eins og ofvaxinn (já eða ekki, hálfgerður strumpur) krakki.

  6. Hvað er málið með að allar myndir eru af leikmönnum í Standart Chartered búningum? Var það gert í lok síðasta árs svo hægt væri að eyða út Carslberg lógóinu? Ef svo er þá er það helvíti flott. Er þetta hugsanlega lystilega photoshoppað?

  7. Leikmenn sem haga sér svona og geta ekki svarað síma geta bara átt sig… Segi eins og pistlahöfundur, seljum hann og fáum góðan pening og kaupum 2 – 3 góða menn og við erum klárir í næst atíma bil….

  8. Sammála því að selja Mascherano ef gott tilboð berst. Hann er kominn með hugann við suðrænni slóðir hvort sem það verður Inter eða Barcelona. Hins vegar þurfum við gæðaleikmann í hans stöðu hver sem það verður. Staða varnartengiliðs er mjög mikilvæg í dag eins og sást á HM. Þar voru mjög mörg lið með tvo slíka og það var að virka vel með öflugri framlínu. Vonandi verðum við með öflugri framlínu á næsta tímabili en því síðasta:-)

  9. Ég væri allra helst til í Daniel De Rossi í hans stöðu, fúllt að missan en enginn er ómissanlegur (næstum því). Væri flott að hafa Aqulini og De Rossi saman aftur á miðjunni 🙂

  10. Af þessum fréttum að dæma er hann nokkuð örugglega á förum. Það þýðir ekkert að dansa endalaust í kringum hann. Það ætti að fást góður peningur fyrir hann (ca.30 millj. GBP). Að mínu mati væri best ef hægt væri að fá Muntari frá Inter + cash. Lucas er engan veginn nógu sterkur sem byrjunarliðsmaður í þessa stöðu. Auk þess sýnist maður hann vera líka á útleið. .

  11. Min skodun er ad Liverpool aetti ad reyna ad fa Sami Khedira i stad Mascherano. Skil ekki ad vid hofum ekki verid ordadir vid hann tad sem tad er nokkud ljost ad Masch er a forum.

  12. Senda Mascherano strax til Inter og fá Cambiasso til baka með sömu vél ásamt slatta af peningum. Mun betri alhliða leikmaður eins og reyndar mjög margir. Örugglega hægt að fá t.d. Gago frá Real Madrid fyrir sanngjarnt verð, ekki virðast þeir ætla að nota hann. Það er mjög góður leikmaður sem þarf bara að trekkja í gang eftir mikla bekkjarsetu.

  13. Mascherano sýnir félaginu nákvæmlega enga virðingu. Hann er búinn að væla yfir því í allt sumar að vera hjá Liverpool. Núna svarar hann ekki símtölum frá knattspyrnustjóranum. Honum var bjargað frá WH á sínum tíma og er á góðum samning hjá Liverpool. Eftir að hann fékk tækifæri til að spila fótbolta reglulega og sanna sig hjá Liverpool varð hann landsliðisfyrirliði Liverpool. Hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins og nafnið hans er sungið mjög reglulega af kop stúkunni.

    Mér finnst Mascherano vera drullusokkur fyrir að haga sér svona. Maðurinn er bara hálfviti. Ég get ekki beðið eftir að losna við hann. Hann er engan veginn þess verðugur að fá að klæðast Liverpool treyjunn.

  14. Landsliðsfyrirliði Argentínu átti þetta að sjálfsögðu að vera 🙂

  15. 15 Halli:

    Mér finnst Mascherano vera drullusokkur fyrir að haga sér svona. Maðurinn er bara hálfviti.
    Er þetta ekki óþarfi? Maðurinn vill líklega fara og þá bara fer hann. Hef reyndar ekki séð neitt frá honum sjálfum um þenna orðróm.

  16. Kom vitlaust, tvær fyrstu setningarnaer eru frá Halla, annað frá mér:-)

  17. Benitez átti að hafa misst tiltrú leikmanna Liverpool? Hverjir skyldu það hafa verið? Kannski það hafi verið Marcherano, Riera, Benaoyun fleiri sem ætluðu hvort sem er að fara.

    Torres og Gerrard eru svo miklir heiðursmenn að ég trúi ekki að þeir hafi hótað því að fara.

  18. goa #17, Hefurðu ekki heyrt neitt frá Mascherano sjálfum? Hvar hefur þú verið félagi? Það er mjög stutt síðan að hann kvartaði yfir allt og öllu í Liverpool og að konan hans væri svo heimsk að henni hefur ekki tekist að læra stakt orð í ensku á þeim 4 árum sem hún hefur verið í Englandi. Á blaðamannafundi í S- Ameríku sagði hann svo að fótboltinn sem Rafa spilaði væri hans fótbolti og að hann væri byrjaður að læra ítölsku. Þetta er bara það sem Masch hefur sagt sjálfur. Svo er umboðsmaður hans búinn stunda það grimmt að reyna að fá önnur félög til að bjóða í hann. Og já, svo svarar hann ekki Roy Hodgson í símann. Þetta er eðalgaur.

    Það er hægt að fara frá Liverpool með reisn. Alonso tókst það. Hann sleppti því alveg að væla eins og aumingi í fjölmiðlum. Ég stend við það sem ég sagði um Mascherano. Hann sýnir félaginu og stuðningsmönnunum enga virðingu. Ég hef ekkert álit á þessum mani og mun fagna því þegar hann fer frá Liverpool. Svona menn eiga ekki skilið að spila fyrir Liverpool.

  19. Ég skil ekki þessa Mascherano-ást margra en þessi leikmaður er virkilega ofmetinn og fyrir rétt verð má þessi maður hypja sig. Á meðan hann lætur ekki sjá sig er rétt að sekta hann viku í senn þar til að hann lætur sjá sig, enda eru það forréttindi að spila fótbolta og fá gígantískar upphæðir fyrir. Leikmaður eins og Mascherano sem fer í fýlu hef hann fær ekki sínu framgengt á ekki heima í boltanum.

  20. Ef að maður vill ekki spila fyrir Liverpool þá hefur Liverpool ekkert með þann mann að gera.

  21. Fari hann sem fyrst. svo þegar Lucas verður farinn líka getum við farið að týna inn alvöru leikmenn með hjartað á réttum stað. Góða helgi

  22. Án þess að vilja gera allt vilaust hérna þá vill ég alls ekki að Lucas fari. Hann virðist vera einn af örfáum leikmönnum liðsins sem spilar fyrir treyjuna, ekki fyrir launatékkann. Leggur sig fram, bætti sig mikið á síðasta tímabili og er ekki alltaf skælandi í blöðunum eins og margir aðrir.

    Veit einhver hvar hægt er að sjá leikinn í dag? Er hann sýndur á SopCast?

  23. ttp://www.myp2p.eu þetta er síða sem sýnir alla leiki. þarft reyndar að ná forit til að spila leikina en það tekur ekki nema 5 mín. Ég nota sjáflur þessa síðu mikið horfði á yfir 20 Liverpool leiki þarna í fyrra og þótti bara nokkuð gott.

    Annars er ég kominn á þá skoðun að þeir sem ekki vilja spila fyrir Liverpool eiga bara að vera seldir sama hvað viðkomandi heitir. það er betra að vera með 11 menn sem eru tilbúnir að leggja allt svo klúbbnum vegni vel en að vera með einhverja superstjörnur sem er ekki að hugsa um neitt annað en að komast í sólina á Spáni eða Ítalíu.

  24. Ég hef alltaf fílað þennan leikmann, en þessi framkoma er gjörsamlega óþolandi – eins og einhver sagði hér að ofan er maðurinn hreinlega að pissa á félagið og sýna því gríðarlega óvirðingu með að haga sér svona. Ég heimta að allt verði gert til að losa okkur við hann eins fljótt og auðið er, og auðvitað er verið að vinna í því as we speak.

    En burtséð frá Mascherano, þá hef ég meiri áhyggjur af því að leikmenn geti hreinlega látið sér detta í hug að koma svona fram við klúbbinn. Er Liverpool komið á þann stall að það megi sýna því opinberlega óvirðingu, eins og sást t.d. með Riera í vetur og Mascherano núna, eða eru þetta einangruð dæmi? Þetta verður að grípa í taumana með, því virðing hefur alltaf verið númer 1 hjá Liverpool.

    Ég tek líka undir að Sulley Muntari væri verulega gott replacement fyrir Mascherano. Burt með þennan hrokagikk strax. Svona á ekki að líðast.

  25. Sorry fyrir double post en liverpoolfc.tv sýnir ekki frítt , var að tjekka á því . Ætli maður horfir þá ekki bara á leikinn á myp2p

  26. Hvernig er með þetta liverpoolfc.tv ? Eruð þið margir áskrifendur þarna og hvað af leikjum er sýnt þarna, eru allir leikir liverpool sýndir kannski ?
    Já og hvað borgið þið fyrir áskriftina ?

  27. Ég hef verið með E-season Ticet í dágóðan tíma, minnir að eftir gengishrun sé þetta um 800 krónur á mánuði… Hef nú bara ekki tékkað á þessu nýlega..

    Það er haugur af efni í boði þarna inni, fyrir utan Liverpool TV er risastórt archive af gömlum leikjum, higlights og oft heilu leikirnir í boði.

    Um að gera að kíkja á þetta!

  28. Riera að fá annann séns?

    Liðið: Gulacsi, Degen, Darby, Ayala, Kelly, Lucas, Aquilani, Riera, Amoo, Dalla Valle, Ngog. Subs: Hansen, Spearing, Irwin, Shelvey, Ince, Eccleston, Palsson.

  29. Staðfest! Insua á leiðinni til Ítalíu.

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/breaking-insua-fee-agreed

    Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta, hefði nú frekar viljað hafa hann áfram. Annaðhvort vildi stjórnin selja hann og Hodgson fékk engu um það ráðið eða að Hodgson hafði enga trú á honum.

    Hvernig sem því er farið þá stöndum við eftir með engan vinstri bakvörð (fyrir utan þá í akademíunni) og því eitt eða tvö stykki vinstri bak skyldukaup.

  30. Mér finnst þetta svo heimskuleg sala að ég kemst ekki yfir það, sérstaklega þar sem að það virðist sem að Hodgson hafi ekki með þetta að gera hverjir verða áfram eða seldir. Núna er búið að selja þá 2 leikmenn sem komið hafa tilboð í og núna bíðum við bara eftir næsta tilboði sem að Purlow getur samþykkt og fengið meiri pening í kassann.
    Er þetta virkilega staðan á liðinu í dag ?

  31. hvaða bull er í gangi?? ég get ekki seð eina góða ástæðu fyrir því að selja insua sérstaklega ekki ef að hann telst sem uppalinn ! svo er hann hörku fínn spilari sem er ungur á mikið inná en samt kominn með góða reynslu! það hlýtur bara að vera að felagið se komið langt á leið með að negla annan bakvörð ! og þeir verða að mínu mati að fá tvo sem mer finnst ekki líklegt að klúbburinn geti gert miðað við ástan þess ! en ef það er verið að selja til að borga skuldir verð ég brjálaður !!!!!

  32. Já Ásmundur þetta er staðan á liðinu í dag. Það er verið að hreinsa út “ruslið”.

    Insua er reyndar ekki alslæmur leikmaður en hann var aldrei að fara eigna sér þessa vinstri bakvarðastöðu hjá alvöru stórliði eins og Liverpool, verður aldrei nein stórstjarna en fínn fyrir lið eins og Fiorentina. 5m punda er mjög gott verð fyrir svona óstabílan leikmann. Nú verða keyptir 1-2 alvöru vinstri bakverðir og liðið okkar styrkist.

    Sýnist við vera fá Joe Cole á free transfer og svo er það forgangsatriði að kaupa Striker með Torres. Ef við kaupum sterkan miðvörð og hægri kantmann þá erum Liverpool með ansi fínt byrjunarlið og ágæta breidd. Þetta er farið að líta bara ágætlega út fyrir veturinn ef við náum að skipta væluskjóðunni Mascherano út fyrir góðan miðjumann.

  33. Það lítur svo sannarlega út að Ínsúa hafi verið seldur útaf peningahliðinni. Hodgson átti að hafa sagt varðandi söluna á honum að tilboð í Ínsúa hafi borist áður en hann hafi komið til liðsins og þetta hljómaði eins og að þetta væri varla í höndunum á honum, nema að litlu leyti. Hljómar afskaplega illa ef satt er.

  34. Ég held að þetta segi nákvæmlega það sem menn hafa óttast lengi.

    Roy Hodgson has confirmed he has spoken to Joe Cole but played down talk he is on the verge of joining Liverpool.

    Cole is available on a free transfer after leaving Chelsea and has been most strongly linked with Tottenham and Arsenal, but the odds have now shortened on a move to Anfield.
    Asked about the situation, Hodgson said: “I’m not a betting man, so that doesn’t actually play a big part for me.

    “As far as I know, Joe Cole is still a player looking for a club. I know we’ve been linked with him. I had a very brief chat with him a little while back but, if you want to know about transfer targets, you’ll have to ask [Liverpool managing director] Christian Purslow.”

    Hefur Hodgson sem sagt ekkert að segja um leikmannakaup eða sölur ?

  35. Undarleg sala þetta, frambærilegur bakvörður en ungur að árum og á því margt ólært. Hefði getað séð hann fyrir mér sem samkeppni fyrir þann v. bakvörð sem keyptur yrði, en nú hlýtur að þurfa að kaupa tvo nema ekki sé til fjármagn fyrir nema einum.

    Ég sá athyglisverða klausu úr viðtali við Hodgson varðandi Joe Cole:
    “As far as I know, Joe Cole is still a player looking for a club. I know we’ve been linked with him. I had a very brief chat with him a little while back but, if you want to know about transfer targets, you’ll have to ask [Liverpool managing director] Christian Purslow.”

    Veit ekki hvort maður sé að of- eða mistúlka þetta en allavega virðist Roy ekki ráða miklu m.v. þessi ummæli.

  36. það er verið að draga þessa peninga alla útur klúbbnum ég held það ! nema purslow se bara að selja alla til að reyna að kaupa Messi ! okkur vantar nátturulega sóknarmann svo er hann örfættur og ætti þess vegna að geta leyst vinstri bakvarðatöðuna vel líka! þetta er bara winn winn dæmi

  37. Það sem angrar mig rosalega er þegar Hodgson sagði að Purslow sæji um þessi mál, og að hann væri bara að þjálfa liðið.

  38. Roy er bara þjálfari segir hann sjálfur og þá hlýtur þessi Perslow að vera sá sem öllu ræður og hann er virðist bara vera að selja leikmenn til að láta eigendurna fá þá.Eitt er alveg örugtt að peningarnir sem koma inn verða ekki notaðir í að borga niður skuldirnar það hafa þessir ameríkanar sýnt okkur hingað til. Roy Hodgson virðist hafa verið ráðinn til að gera kraftaverk með varaliðinu , ég er að verða virkilega svartsýnn á næsta tímabil.

  39. Þetta er allt voðalega furðulegt eitthvað með þessar leikmannasölur, eins og Hodgson viti bara ekki neitt og fái engu ráðið. Hodgson er búin að segjast vilja halds Gerrard og Torres og að þeir séu bara ekki til sölu, vona bara að Purslow sé á sama máli.

    En djöfull andskoti helvíti magnað væri það ef Joe Cole endaði nú hjá okkur. Hef enga trú á því en það mundi bjarga sumrinu að fá hann og halda Gerrard og Torres.

  40. Hinn mjög svo áreiðanlegi fjölmiðill News Of The World segir Liverpool hafa boðið Joe Cole 3ja ára samning og 90 þús. pund í vikulaun. Spurning hvort það sé nóg til að lokka hann frá London, ef rétt er.

  41. Er þetta ekki þannig að Hodgson setur fram lista með þeim leikmönnum sem hann vill og Purslow sér bara um fjárhagshliðina og reynir að klára samninga. Það er að ég held mjög eðlilegt fyrirkomulag.

  42. 51: Þá hlýtur RH að ráða einhverju um hvaða leikmenn séu seldir, það virðist alls ekki vera þannig

  43. Afhverju held ég að Joe Cole væri gjörsamlega perfect í skarðið sem Harry Kewell skildi eftir sig. Sérstaklega þar sem Degen er heill núna og því lítið að gera á langtímalegudeildinni í LFC spítalanum.
    Fínn leikmaður, ekki mikið meira en það og mér hefur fundist hann vera ansi oft meiddur, það er eitthvað sem breytist ekki þegar menn ganga til liðs við Liverpool.

  44. Skúbbið.

    ,,Paddy Power have suspended bets on Joe Coles next club after a flurry of big bets on him joining Liverpool.”

  45. Ég er sammála Babu. Joe Cole er ekkert annað en spítalamatur og það að ætla að fara eyða 100 þúsund pundum af launpakka Liverpool FC í mann sem verður meira og minna á legudeildinni er fásinna. Ég vil frekar að Roy Hodgson starti tímabilið með varaliðið. Svo finnst mér líka launakröfur hans fáránlegar. Ef hægt væri að tengja þær við spilatíma hans þá væri ég til í að fá hann !

    Annars takk fyrir Insua og gangi þér vel hjá nýjum klúbbi. Ég nenni ekki að fara að væla yfir því að hann sé farinn. Þetta er búið og gert ! Hvort sem að Purslow er að sækja peninga fyrir kanana, sem mér sýnist ekki eiga klúbbinn lengur heldur lánadrottnar, eða einfaldlega að gera viðeigandi breytingar á hópnum kemur í ljós. Ég kýs að trúa því að leikmannakaup og sölur séu meira samstarf milli RH og CP frekar en að CP ráði öllu. Þeir hafa eflaust sest niður, gert áætlanir um hverjir verði að fara og hverja þurfi að kaupa og í hvaða stöður ! Svo fer RH og einbeitir sér af fótboltanum og CP að vinna í sölum og kaupum. Er það ekki bara ágætis locig að CP sjái bara um það og RH um fótboltann. Ég hallast að því að vegna þess hversu mikil völd Rafa var komin með að þess vegna fór fótboltanum að hraka. Rafa var komin svo mikið inn á bissness hliðina á kostnað fótboltans.

    En það er vafalaust hellingur að gerast á bakvið tjöldin og leikmenn að koma og hugsanlega leikmenn að fara fleiri. Kemur í ljós !

    YNWA

  46. Það er alveg frábært hvað menn eru bjartsýnir hérna,hreint og beint stórkostlegt,,,,í guðana bænum hættið þessu andskotns neiðkvæðni,manni verður óglatt að lesa þessa endalausa neikvæðu pósta hérna.

  47. Ókei, kemur málinu ekki við, þráðrán, háspenna lífshætta og allt það, en vildi samt benda þeim sem nota Google Calendar á að það er hægt að bæta við yfirliti yfir leiki tímabilsins. Farið í Settings > Browsing Interesting Calendars > Sports > Soccer > English Premier League og smella á Subscribe við Liverpool. Þá birtast allir deildarleikirnir á dagatalinu, líka hægt að velja FA Cup. Frekar þægilegt, sérstaklega fyrir athyglisbrostna vitleysinga eins og mig.

  48. Ég er kannski virkilega “biased” í minni skoðun en Joe Cole yrði virkilega miklu betur settur hjá Liverpool en öðrum liðum í Englandi. Hann fengi:

    1) Öruggt sæti í byrjunarliðinu
    2) Launin væri 90k sama hvort hann verður mikð frá vegna meiðsla eður ei.
    3) Komast frá London er bara virkilega fín upplifun fyrir borgarstrák eins og hann.
    4) Fengi enskan þjálfara sem yrði gott fyrir hann og hans feril þar sem þeir virðast bera virðingu fyrir hvorum öðrum.
    5) Evrópubolti í boði hjá Liverpool og meistaradeildin á næsta ári eftir magnaðan sigur í deildinni og sigur í Europa deildinni einnig.
    6) Þetta er fokking Liverpool, sigursælasta lið Enskrar knattspyrnu! No questions asked!

    Joe Cole fyrir Yosssi Benayoun…..já takk!

  49. Sammála eikafr með Joe Cole. Skil ekki að menn séu neikvæðir útí það að hann komi. Þetta er bara einn stærsti bitinn á markaðnum og hann er enskur! Mér finnst hann frábær leikmaður og það myndi klárlega auka verulega á mína bjartsýni ef hann kæmi. Eins myndi það sýna að klúbburinn hefur enn mikið aðdráttarafl. Það er ekki eins og við séum þeir einu sem séum að reyna að klófesta hann. Joe Cole vertu meira en velkominn til Liverpool!

  50. Gummi fær öll vinastig dagsins, vona að Joe Cole fái þau á morgun.

Búið að bjóða í Loic Remy?

Er Joe Cole á leiðinni? (Uppfært: STAÐFEST!)