Liðið gegn Hull

Reina

Mascherano – Carra – Kyrgiakos – Agger

Lucas – Gerrard
El Zhar – Aquilani – Babel
Kuyt

**BEKKUR:** Cavalieri, Ayala, Skrtel, Degen, Robinson, Pacheco, Ngog.

El Zhar byrjar, Masch og Agger í bakvörðum. Ungstirnið Jack Robinson á bekknum.

Ég get ekki beðið … eftir að þessi leikur klárist.

35 Comments

  1. el Zahr að fa kveðjuleik??? sem betur fer er ég ekki búinn í prófum.

  2. Það er alltaf gaman að fylgjast með Liverpool. þetta er mitt lið og ég elska það. Því finnst mér leiðinlegt að tímabilið er á enda. Það er styttra en venjulega að nýtt tímabil hefst í Euro league. Sú staðreynd er huggun harmi gegn.

    Það eru 90 mínútur + uppbótartími að ég get farið að ræða framtíð Benitez án þess að hafa áhrif á gegni liðsins. Það var það sem ég einsetti mér í vetur að styðja Benitez þangað til að tímabilið væri búið og endurskoða stöðu hans þá.

  3. hvað hefur El Zhar gert til að verðskulda sæti í byrjunarliðinu í þessum leik ?

    Hann er orðinn of gamall til að geta talist efnilegur (að verða 24 ára) og á ekkert erindi í þennan klúbb lengur, yfirgefur félagið vonandi í sumar. Kjörið tækifæri til að leyfa Pacheco að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni en að einhverjum óskiljanlegum ástæðum nýtir Benitez það ekki.

  4. Mig langar að sjá Jack spila, hann verður sennilega yngsti drengurinn til að spila fyrir þá rauðu ef hann fær koma inn á.

  5. ég held að ég hafi aldrei vitað um neinn leikmann sem á minna skilið að fá lagt inná sig laun frá þessum klúbb heldur en el zahar.. hann er hræðilegur og ég er alveg hættur við að horfa á þennan leik núna !

  6. Sammála Jónsa í #4. Skil ekki hvað hann hefur verðskuldað til að komast í liðið eða til að fá kveðjuleik. Eflaust ágætis drengur sem persóna en hefur aldrei getið neitt á knattspyrnuvellinum.

    Jú dottið inn á einn og einn fínan leik og það gæti gerst í dag en ég sé ekki tilganginn í að leyfa honum spila. Mér finnst hann ekki auka breiddina.

    Ég hef lítið álit á El Zhar og ítreka að hann getur átt góðan leik en ég lít samt þannig á þetta að við spilum með 10 manna lið í dag og það 10 manna lið mun vinna 0-3 sigur.

  7. Vona að Arnar Björs lýsi leiknum, svo gaman að heyra hann bera fram El Zhar á fjóra mismunandi vegu en aldrei rétt

  8. ÆI, þessi leikur skiptir akkúrat engu máli, Hull fallið og við í ruglinu, er þá ekki akkúrat tíminn til að leifa ungum og efnilegum mönnum að spreyta sig? Var að vona að Rafa gerði það svona einu sinni, en nei frekar að spila mönnum úr stöðum og í stöum sem þeir hafa sannað að þeir geti ekki spilað, eins og Kuyt hefur marg oft gert sem einn frammi.

    En ég mun horfa á leikinn, því ég horfi á alla leiki Liverpool sem ég mögulega get, en er samt glaður að þetta tímabil er á enda runnið.

  9. El Zahr er duglegur að hlaupa en er með einn ljótasta hlaupgastíl sem ég hef séð í ensku deildinni. Og ef hann er það skásta sem er að koma uppúr reserves þá bið ég drottinn að blessa akademíuna.

  10. Haha þegar þú minnist á hlaupastílinn hans El Zahr Kiddi Keagen þá dettur mér fyrst í hug kjúklingur. Svona miðað við klippingu og hlaup þá hugsaði ég um myndina Chickenrun Hahaha

  11. Held einfaldlega að N’Gog hafi verið óklár til að hefja leikinn og þá er bara einn möguleiki eftir á senter, þ.e. Dirk Kuyt. Dani Pacheco er alls ekki senter, hin leiðin var þá bara að hafa Gerrard á kantinum, en það er ekki hægt þegar Mascherano þarf að vera bakvörður.

    Vona að við sjáum Pacheco, N’Gog og Ayala.

  12. Já maður hefði viljað sjá fleiri unga í byrjunarliðinu, t.d. N’Gog upp á topp og Pacheco á kantinum. En það er væntanlega óhugsandi fyrir Rafa að stilla upp byrjunarliði án Dirk Kuyt. Degen á síðan ekki að vera í hópnum frekar en El Zhar (eða El Sahar eins og Addi Björns segir að ég held). Aftur á móti ánægjulegt að Robinson fær sæti á bekknum, vonandi að hann fái þá að koma inn á þó ég mundi alveg trúa Rafa til að nota Degen frekar.

  13. Það er hreinlega sorglegra en tárum taki að í þennan arfaslaka 18 manna hóp vanti aðeins tvo klassa leikmenn (Torres, Johnson). Það þarf ekkert minna en alsherjar yfirhalningu á liðinu og andlegu hliðinni í sumar.

  14. Masc í bakverði? Degen ónothæfur. þetta er nú meira bullið þessi varamannskapur.

  15. Maður lifandi hvað Dirk Kuyt er búinn að missa það!

    Leikur eins og góður æfingaleikur en karlanginn er algerlega vonlaus sem striker í þessu leikkerfi!!!

  16. @22: það er kominn tími til að Rafa fari að átta sig á því 🙂

  17. ok þegar ég skrifa þetta er 30 min eftir chelsea er að vinna 4-0 united er 3-0 yfir og arsenal líka! eru reyndar öll á heimavelli en mer er alveg sama því við erum að spila við hull á útivelli sem eru fallnir og það langbesta sem er búið að gerast í þessum leik er að el zahar var skipt útaf !!! frábært hvernig liðið ætlar að kveðja stuðningsmenn sína !!! til skammar !

  18. Chelsea að sigra deildina með 86 stigum, sama stigafjölda og skilaði Liverpool 2. sætinu í fyrra.

  19. Já Karl það dugði ekki í fyrra en dugar í ár. Gaf ekkert í fyrra en gefur 1 sæti í ár. Mikill munur þar á.

  20. Er einhver að horfa á þetta?
    Erum við að tala um en eina gelda frammistöðuna?

    Chelsea að taka titilinn með stíl 7-0 og Drogba búinn að tryggja sér gullskóinn með þrennu.

  21. 4 skiptið á leiktíðinni sem Chelsea skorar 7 mörk í leik. 9 sinnum skorað 4 mörk eða fleiri, ætti að vera óþarfi fyrir þá að eltast við Torres.

    Pælið í því hvað Drogba er í góðu formi, 32 ára, jafngamall og Carra.

  22. blackburn er að vinna aston villa 1-0 á útivelli núna.. geta þeir ekki drullað inn marki og tekið 6 sætið

  23. Þetta stefnir í að verða 11. leikurinn í deildinni sem við skorum ekki mark, tæplega þriðjungur. Það er frekar sorglegt.

  24. Chelsea að vinna 7-0, Arsenal og Man. Utd. 4-0.

    Við erum að gera enn eitt steingelt 0-0 jafnteflið í enn einum ömurlega leiðinlegum leik.

    Shit hvað ég er feginn að þetta season er sama sem búið.

    Ég bara get ekki meir. Úff.

  25. Guði sé lof að þetta tímabil er búið. Nú þarf að byggja upp á nýtt og byrjunin er að losa okkur við Benitez, hann er búinn að skemma nóg.

    ÁFRAM LIVERPOOL YOU NEVER WALK ALONE

Hull á sunnudaginn

Hull City 0 – Liverpool 0 (Post Mortem)