Hull City 0 – Liverpool 0 (Post Mortem)

MEISTARAR: Liverpool 118 stig.

Þá hafiði það. Í fyrsta sinn hjá Kop.is spáum við okkar liði titlinum, eftir harða baráttu við Chelsea sem ræðst á síðasta degi tímabilsins. Meistarar spila því annað árið í röð síðasta leik sinn í Hull. Lykilmenn verða að sleppa við meiðsl og Aquilani og Johnson verða að falla fljótt að leikstíl liðsins. Meira ekki í bili, við munum ræða þetta töluvert í vetur held ég.

Þetta skrifaði Maggi í samantekt fyrir spá okkar á þessari síðu yfir efstu sætin á þessu tímabili. Eftir að hafa allir spáð og tekið saman var það samróma álit okkar allra að Liverpool myndu verða meistari á tímabilinu 2009/10. Einn okkar setti Liverpool í þriðja sætið en hinir allir í annað eða fyrsta sætið. Við vorum einfaldlega handvissir um að Liverpool yrðu í titilbaráttunni fram á síðustu umferðirnar.

Það er skemmst frá því að segja að þetta mat okkar var kolrangt. Í stað þess að kveðja titilbaráttuna í maímánuði 2010 sitjum við hér, Liverpool-aðdáendur, níu mánuðum eftir þessa spá og spyrjum okkur einfaldri spurningu sem enginn virðist geta svarað:

Hvernig gátum við verið svona blind?

Staðreyndirnar í lok þessarar leiktíðar tala sínu máli og þær eru frekar nöturlegar:

Aston Villa töpuðu óvænt heima fyrir Blackburn í dag en það hjálpaði okkur ekkert því okkar menn gerðu steingelt 0-0 jafntefli gegn Hull City. Hull, sem voru löngu fallnir fyrir leikinn, voru talsvert nær því að vinna hann og aðeins vert að minnast á dauðafæri Agger í fyrri hálfleik og stangarskot Gerrard undir lok leiks. Kuyt, Aquilani og El Zhar áttu líka hálffæri, fleira var það ekki.

Lokastaðan í deildinni er því þessi: sjöunda sæti, 63 stig (23 stigum minna en í fyrra), ellefu deildarleikir sem liðið náði ekki að skora mark í, nítján tapleikir í öllum keppnum, rétt skríðum inn í Evrópudeildina.

Með öðrum orðum, algjört hrun. Ekki bara hrun miðað við þær stjörnuháu væntingar sem við höfðum til liðsins á þessari leiktíð heldur einnig algjört hrun frá árangri liðsins á síðustu leiktíð.

Við stuðningsmennirnir vorum reyndar frekar fljót að átta okkur á að ekki væri allt eins og sýndist í haust. Strax í september voru menn byrjaðir að kryfja tímabilið, þá þegar var orðið ljóst að liðið myndi ekki berjast um titilinn og menn hafa síðan þá rökrætt og rifist um það hverju sætir. Þannig að það er ekki eins og árangurinn komi okkur á óvart núna í maí 2010, en þetta er engu að síður óþægilega nöturleg niðurstaða á þessu tímabili.

Aldrei áður hefur maður borið jafn miklar vonir til liðsins og síðasta sumar. Aldrei aftur, er rétt að bæta við þá staðreynd. Þetta lið fær aldrei að plata okkur svona aftur.

Hvað er þá framundan? Eftir stendur félag, klúbbur, knattspyrnulið sem þarfnast algjörrar yfirhalningar. Frá toppi til táar. Ekki dugir að skipta um skó ef fötin eru enn götótt, allt verður að breytast. Það mun taka tíma, það mun vera sársaukafullt og sviptingarnar munu eflaust verða miklar. Við höfum allt sumarið, og mögulega enn lengri tíma en það, til að fylgjast með sótthreinsuninni.

Við verðskuldum betri eigendur en mennina sem lofuðu öllu fögru fyrir þremur árum og hafa nú afhjúpað sig sem peningamenn sem gæti vart verið meira sama um stuðningsmenn eða árangur liðsins inná knattspyrnuvellinum.

Við verðskuldum betri framkvæmdarstjóra en þann sem hefur eytt síðustu níu mánuðunum í að berja höfðinu við sama steininn, neita að breyta sínum aðferðum og spila pólitík með framtíð sína og liðsins.

Við verðskuldum betri leiðtoga en þá mýmörgu landsliðsfyrirliða og lykilmenn sem hafa meira og minna allir horfið af ýmsum ástæðum og á allt of löngum köflum í vetur. Jafnvel þótt allt annað sé í ólagi hefur pirringur, áhugaleysi og hugleysi sumra þessara gungna verið með öllu óþolandi. Pepe Reina, ég er ekki að tala um þig.

Við verðskuldum breiðari leikmannahóp hjá liði sem hefur verið fastagestur í hópi efstu liða og Meistaradeildarliða síðustu árin. Við erum með nokkra unga og efnilega leikmenn sem verðskulda betra umhverfi til að slíta af sér barnskóna en það sem þeim hefur verið boðið upp á í vetur.

Við verðskuldum jákvæðara umhverfi og bjartari framtíð fyrir þetta félag. Við verðskuldum að geta horft fram á veginn og lofað sjálfum okkur að við munum aldrei þurfa að horfa upp á jafn ömurlegt tímabil og það sem nú er lokið, lofað sjálfum okkur að eigendur klúbbsins á næstu árum muni bera hag liðsins fyrir brjósti, lofað sjálfum okkur að við getum með sönnu treyst knattspyrnustjóranum, lofað sjálfum okkur að það sé í lagi að hlakka til þess að horfa á hetjurnar spila fótbolta, lofað sjálfum okkur að framtíðin sé björt.

Ekkert af þessu er raunhæft loforð í dag. Og við verðskuldum einfaldlega betur.

Tímabilið 2009-10 er dautt. Það lengi lifi.

[Tafla]
1. Chelsea – 38 leiknir – 86 stig
2. ManU – 38 – 85 stig
3. Arsenal – 38 – 75 stig
4. Tottenham – 38 – 70 stig
5. Man City – 38 – 67 stig
6. Aston Villa – 38 – 64 stig
7. Liverpool – 38 – 63 stig.[/Tafla]

46 Comments

 1. Jæa þá höfum við það, ef Torres er ekki með þá getur Liv, ekki blautann algerlega andlaust og heppni ef boltinn drullast í mark. Burt með ansi marga og RB.

 2. Höfuðlausar hænur undir stjórn höfuðlausar hænu. Hef haldið með þessu liði síðan 1980, og gott ef þetta er ekki það svartasta sem ég hef séð.

 3. Já.

  Mikið öfunda ég þig lítið Kristján Atli minn af þessari skýrslu.

  Auðvitað stöng og slá en það er alveg svakalegt að sjá bitleysi liðisins fram á við. Án Torres erum við alveg ferlega daprir og mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna menn eru til í að losna við hann og Gerrard, einu mennina sem eru líklegir til að skora.

  Það er líka morgunljóst að við erum hálft lið án bakvarða sem sækja upp kantana eins og Johnson og Insua. Það er ferlegt að ætlast til þess að Masch og Agger séu settir í þessa stöðu. Dirk Kuyt er að enda sitt langslakasta tímabil hjá félaginu og allt hjálpar þetta.

  Sigur á Hull City hefði dugað til að enda í 6.sæti en það tókst ekki. Ef það segir manni ekki eitthvað þá hvað, þá hvað!!!

  Ég hins vegar held að við þurfum ekkert að snúa öllu á hvolf en það þarf minnst þrjá hágæðasóknarmenn í hópinn og þá miða ég við að við missum enga sem skipta máli.

  Kuyt, Benayoun og El Zhar seldir skaffa einn slíkan leikmann og þá er bara að finna leið fyrir hina tvo.

  Shit hvað þetta tímabil er mesta vonbrigðatímabilið síðan á Sounessárunum!!!!

  Svo vonar maður bara að næstu dagar beri ekki fréttir af upplausn félagsins á allan hátt.

 4. Þvílíkur sori. Vorum að spila gegn liði sem er þegar fallið og við skítum samt upp á bak (sá ekki leikinn, þarf þess ekki lengur). Við endum í 7. sæti en ef við hefðum unnið þetta lið sem hefur engu að keppa að þá hefðum við hoppað upp um eitt sæti. Hvar er þetta Liverpool stolt, er það núna kvöð að spila fyrir Liverpool í staðinn fyrir forréttindi?

  Nú vill ég sjá brunasölu hjá Liverpool og sjá heilmarga fara burt frá Anfield. Þeir eru margir sem eiga ekki skilið að bera Liverpool merkið á kassanum á sér.

  En ætla að vera vongóður um að sumarið verði troðfullt af jákvæðum fréttum, þá fyrst að að þessir kanadjöflar okkar komi sér sem fyrst til Manchester. Svo má huga að leikmanna- og stjóramálum.

 5. Það gerðist þó eitt gott á þessari leiktíð. Það var að ég vann Kop.is deildina á Leikurinn.is 🙂
  Einhver tilgangslaus deildaramestaratitill skiptir litlu málið á hliðiná því 🙂

  kveðja
  Kop Meistarinn!

  PS: Til hamingju Chelsea menn, lang langbesta liðið í úrvaldseildinni og ótrúlegt en satt þá var gaman að horfa á Chelsea leikinn áðan.

 6. Jæja þá er þessu langa og stranga tímabili loksins lokið. Stöngin út er tímabilið í hnotskurn. Maður reynir að hugga sig við það að þetta getur varla orðið verra á næsta tímabili.
  Númer 1, 2 og þrjú er að losna við þessa helv… eigendur og fá menn í staðinn sem bera hag klúbbsins fyrir brjósti. Síðan er hægt að hugsa um hvort þessi eða hinn eigi skilið að spila aftur í rauðu treyjunni og hvort Rafa eigi að fara.
  Andri

 7. Hvernig er stöngin út tímabilið í hnotskurn? Ekki reyna að segja að tímabilið hafi einkennst af óheppni, að við höfum einungis verið hársbreidd frá velgengni.

  Annars þakkar maður fyrir að tímabilið sé búið þó að það sé ekki sjálfgefið að það sé eitthvað betra handan við hornið eða að næstu mánuðir verði gleðilegir því miður.

 8. Vá hvað ég er samt feginn að Chelsea slátraði Wigan í dag

  Annars held ég að ástæðan fyrir eldgosinu sé slæmt gengi Liverpool 😀

 9. Frábær leikskýrsla Kristján og sammála hverju orði. Ég sá ekki leikinn þar sem hann var ekki sýndur í sænsku sjónvarpi og ég fann ekki almennilegan straum á netinu.

  Mér var eiginlega nokk sama. Þetta tímabil var hörmung frá A-Ö.

  Ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn fyrir þetta sumar. Ekki nema að sala á liðinu gangi í gegn sem fyrst. Annars er ég ansi hræddur um að þetta sumar verði erfitt og langt fyrir Liverpool.

 10. Hreinskilnasti pistill gagnvart ástandinu á klúbbnum sem ég hef séð hér frá ritstjórum. Er samt viss um að það eigi eftir að koma fleiri uppgjörspistlar hér þar sem verður farið ítarlega yfir ástandið þar sem af mörgu er að taka.

 11. Mér fannst þetta mjög góður leikur hjá Liverpool. Héldum virkilega góðu jafnvægi í liðinu, miðjan með Lucas Leiva í sínu albesta formi og gáfum engin færi á okkur gegn góðu liði Hull. Áttum frábær og metnaðarfull skot í tréverkið, skot þangað eru næstum því mörk. Frábært að halda hreinu og það gefur mjög góð fyrirheit fyrir næsta tímabil.

  Vorum rosa óheppnir í þessum leik og varnarmenn Hull heppnir að flækjast fyrir Kuyt o.fl. Nú er bara að selja Torres, Gerrard, Benayoun og Aquilani og styrkja vörnina. Ef við höldum alltaf hreinu þá er möguleiki að vinna leiki. Fótbolti gengur útá vörn og gott ábyrðarfullt skipulag. Það hefur ekkert lið orðið Englandsmeistari sem spilar með 2 framherja og sækir á fleiri en 5mönnum. Skyndisóknir og föst leikatriði eru leikaðferðir sigurvegara og við unnum næstum því 1-0 í dag. Þetta er allt á réttri leið.

  Þurfum ekki nýja eigendur, Benitez er á réttri leið. Áfram Liverpool.

 12. Eftir þetta tímabil hef ég ákveðið að fjárfesta frekar í UMFS Selfoss búning heldur en nýja Liverpool búninginn í sumar !

 13. Já rosalegt tímabil búið hjá okkar mönnum. Get ekki sagt að það hafi verið margir jákvæðir hlutir í gangi þetta tímabil. hápunturinn hjá mér þetta tímabil var ferðinn á leik Liverpool-Man utd í okt sem kveikti vonarneista í mér aðeins til að slökkva á honum strax. Eftir áramót gafst ég upp á horfa á fótboltan sem liverpool bauð upp á, ákvað að bjarga geðheilsun;)

  Nú verður maður að lýta björtu hliðarnar, Við vitum að það verða engin leikmannakaup þetta árið þannig að við getum stílað 15 ágúst þá kviknar áhuginn aftur;) Félagið fær nýja eigendur janúar 2011 þannig að dramað í kringum núverandi eigendur mun hafa áhrif á næsta tímabil líka, Enn eitt er ljóst að Hm i sumar mun vera ljósi punkturinn hjá mér 2010 🙂

  Vil þakka síðuhöldurum fyrir frábæran vetur, þeir eiga hrós skilið fyrir upphitanir og leikskýrslur, Og ekki má gleyma frábæra pistla sem koma öðru hverju,

 14. Takk fyrir tímabilið stjórnendur http://www.kop.is. Þið eigið heiður skilinn fyrir faglega umfjöllun þetta tímabilið eins og önnur. Haldið áfram frábæru starfi.

  Eigendur Liverpool, stjórnendur, þjálfarateymi og leikmenn fá engar þakkir frá mér. Allir þessir aðilar verða að gera mun betur á næstu leiktíð!

 15. Þetta var leiðinlega nærri lagi hjá mér fyrir tímabilið

  • Það er hinsvegar mjög slæmt að missa Alonso og hvað þá að laga það með kaupum á manni sem verður aldrei orðinn almennilega nothæfur fyrr en þrír mánuðir eru liðinir af tímabilinu. Meiðsli allra miðvarðanna í upphafi móts eru ekki heldur að vekja hjá manni neitt svakalega bjartsýni á góða byrjun á mótinu frekar en meiðsli Gerrard.
   Eins erum við eiginlega ekki ennþá búnir að kaupa neitt í staðin fyrir Keane (s.s. keppnis sóknarmann) og ég er smá hræddur um að Voronin sé ekki alveg nóg til að fylla það skarð sem verið hefur. Við bara verðum að hafa Torres heilan og í banastuði. En ef heppnin gengur í lið með okkur þá er allt hægt.

  Heppnin gekk svo sannarlega ekki í lið með okkur!! En því miður var ég með 3 af 4 rétt í fjórum efstu 🙁

 16. Bill Hicks hefur náð nýjum hæðum í kaldhæðni, stórkostlegt komment hjá þér. Kristján Atli pistillinn þinn er virkilega góður, sanngjarn og óvæginn en það versta af öllu er að hann er sannur.
  Ég myndi vilja sjá menn tjá sig í topp 10 lista hvað það var sem fór úrskeiðis.
  kv.
  K.K.

 17. þetta tímabil er búið og vona það að nýjir sugardaddy með fótbolta á heilanum kaup Liverpool og splæsi nokkar milljónir en ég vil halda Yossi enda finnst mér hann vera ein fáum creative leikmenn sem Liverpool hef.
  En kemur sumar þar sem fótbolti verður í hápunkti enda HM að fara byrja og FH fara vinna sinn Næsta bikar sem ég vona 🙂 svo vil þakka alla síðhaldarar fyrir góða umræðu í vondri tímabil svo verður maður að vona Liverpool scoutar verði nú fullir einbeitingu í HM til finna sá leikmenn sem skara fram úr líka kannski nýji Liverpool chairman að finna nýjan þjálfara maður veit ekki hvað mun gerst í framtíð en maður verður bara vona okkar yndislega Lið mun rísa einsog Fönix úr ösku.
  ÁFRAM LIVERPOOL 🙂 🙂

 18. Loksins eru þessum ósköpum lokið. Þennan veturinn.
  Ég vill þakka ykkur pennunum á kop.is fyrir góðar og innhaldsríkar skýrslur. Þessi síða var það eina sem yljaði mínu Liverpool hjarta þennan veturinn. Ég heimsótti þessa síðu regglulega í allan vetur og las góða pistla, og misgóð komment 🙂

  Mér hefur á tímabili í vetur liðið eins og ég hafi verið að missa góðan vin, að horfa á liðið breytast úr baráttuglöðum vinnuhestum í lata hugleysingja á aðeins einu sumri er ótrúlega svekkjandi.

  Enn það er klárt mál að héðan í frá mun leiðin bara geta legið uppá við, því BOTNINUM HEFUR VERIÐ NÁÐ!!!
  Ég er enn sannfærðari eftir þetta eigenda ævintýri um nauðsyn þess að koma félaginu í fjölda eigu stuðningsmanna, með hreinræktuð Liverpool hjörtu.

  Eigið gott sumar og munið, LIVERPOOL ER LÖGMÁL SEM EKKI ER HÆGT AÐ BRJÓTA 😉

 19. Ég er ekki frá því að það þurfi að gera einhverjar breytingar á leikmannahópnum fyrir næsta tímabil.

 20. Ákvað að nota daginn í að þrífa bílinn í stað þess að horfa á þennan leik og sé ekki eftir því. Þetta tímabil er búið að vera hreinasta hörmung og verður því ekki með orðum lýst hvað ég er feginn að því er lokið.

  Síðuhöldurum vil ég þakka fyrir frábærar upphitanir, leikskýrslur og pistla. Ykkar framlag er algjörlega ómetanlegt.

  Að lokum vil ég óska Leedsurum til hamingju með að vera komnir upp um deild.

  YNWA

 21. Takk fyrir að nenna halda úti nöldurhorninu á kop.is drengir. Það hlýtur að taka á taugarnar extra …. mikið.

  Annus horribilus er eitthvað sem lýsir þessu tímabili.

 22. Sammála síðustu ræðumönnum. Kop.is hefur algjörlega bjargað annars hörmulegu tímabili. Það eru bara Liverpool aðdáendur sem geta haldið út svona fagmannlegri síðu.
  Takk takk Kristján, Maggi og co.

 23. BÚIÐ !
  Mikið er maður feginn ! Margt þarf að breytast og ég tek undir með mönnum þegar ég segi að ég geri ráð fyrir erfiðu og blóðugu sumri fyrir Liverpool FC og þeirra stuðningsmenn alla. Ætla allavega að vera bara hæfilega bjartsýnn á hvað gerist því þá verður fallið minna. Það er allavega ekkert komið fram ennþá sem gefur manni ástæðu til að vera bjartsýnn ! En með von um betri tíma þá vil ég þakka eina ljósa punktinum á þessu tímabili. Það eru þið strákar sem hafið verið ljósi punkturinn á tímabilinu með frábærum skrifum ykkar og skemmtilegum commentum ! Ég tek ofan fyrir ykkur og mun halda áfram að lesa ykkar skemmtilegu pistla !

  Takk fyrir mig

 24. Sælir félagar

  Þá er ekkert eftir nema þakka fyrir sig og þakka síðuhöldurum fyrir frábæra frammistöðu og góða síðu. Hvað framtíðin ber í skauti sínu veit maður ekki en hvað sem verður þá er Liverpool mitt lið og verður alltaf.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 25. ……sammála öllu í pistlinum nema lokaorðunum,,,ætla að vona að það lifi ekki lengi heldur frekar R.I.P.

 26. Þegar lykilmenn klikka og þola ekki mótlæti getur liðið ekki náð árangri. Sjáið Gerrard í alltof mörgum leikjum, frústreðaður upp í heila og sýnir það. Í stað þess að ganga fram fyrir skjöldu þá fórnar hann höndum og bölvar. Í stað þess að draga vagninn dregur hann aðra með sér í þunglyndi. Þar á meðal stuðningsmenn.

 27. finnst þetta lið vanta góða vængmenn og svo væri fínt að fá annan hættulegann striker … er smá spenntur fyrir arda turan hjá galatasaray og svo eru tveir ungir í hollensku og þýsku deildinni ,Georginio Wijnaldum(19), eljiro elia(22) … væri svo til í að sjá einhvern af þessum koma inn fyrir kuyt eða yossi þar sem þeir eru báðir komnir upp í þrítugt

 28. Eins og marg oft hefur komið fram þá er þessu tímabili lokið, sem betur fer. Nú fer í hönd tími endurskipulagningar og finna út hvað fór úrskeiðis og hvað þarf að gera til að bæta ástandið. Fyrsta skrefið til að endurreisa þetta gamalgróna veldi er að losa sig við eigendurna. Hvað svo veit ekki.
  En í lokin þá vil ég þakka þeim sem hafa haldið úti þessari síðu og flest öllum öðrum sem skrifa reglulega comment hér inn.

  Nú er bara að vona að sumarið verði gott og liðið mæti vel tilbúið í slaginn næsta tímabil. Áfram Liverpool

 29. Úff, gott að þessu skelfingartímabili er lokið. Þakka síðuhöldurum samfylgdina á tímabilinu, reikna með að það hafi ekki verið neitt skemmtiatriði að þurfa að skrifa leikskýrslur eftir margan leikinn í vetur.
  Forsenda þessa að liðið nái sér á strik á ný er auðvitað aurar streymi inn eins og hér hefur margoft verið bent á og það má ekki vera neitt klink. Að óbreyttu siglir liðið á meðalmennskumið hver svo sem stjórinn verður.
  En ég vona að menn noti tækifærið og kveðji RB og þakki honum góð störf. Ég hef aldrei hrifist af varfærni og íhaldssemi kappans þó oft hafi maður orðið kampakátur yfir snilldartilþrifum hans við núlla út leik liða sem á pappírunum voru mun sterkari en okkar. En mig langar að sjá sköpunarkraft, leikgleði og sóknarbolta og eftir að hafa séð 4 bakverði í byrjunarliðinu á tímabilinu, Lucas og Masch saman trekk í trekk á miðjunni, Dirk Kuyt að setja ný viðmið í sóknarlegu hæfileikaleysi og Ngog skoppandi um grundir á sýnilegs tilgangs þá bara get ég ekki hugsað mér annað tímabil með þessari hugmyndafræði.

 30. Já slöku tímabili lokið. Ég var gagnrýndur harðlega á http://www.liverpool.is fyrir mína spá fyrir tímabilið. Ég sagði að Liverpool mundi enda 15-25 stigum á eftir 1 sæti og niðurstaðan er 23 stigum á eftir toppsætinu. Ég sagði einnig að enginn dolla kæmi á Anfield í ár sem og að ég sagði að Liverpool mundi verða í baráttu um 3-5 sæti.
  Ég fullyrti þetta en var gagnrýndur fyrir það þannig að ég breytti því í mína spá.

  Óþarft að taka það fram að ég var svo mikill svartsýnis maður að menn áttu ekki orð. Ég vildi meina að þetta væri raunsæisspá og það hefur greinilega komið á daginn að ég var kannski ekki svo svartsýnn miðað við 7 sæti í deild.

  Allavegana, tímabilinu lokið og liðið kemur sterkara inn í næstu leiktíð. Vont getur ekki alltaf versnað, er það nokkuð? 🙂

  Njótið sumarsins allir sem einn(hef ekki séð kvennmann hérna þannig að ég ræði bara um piltana) og njótið þess að horfa á HM. 🙂

 31. Ég sá bara 800 millur í greininni og varð flökurt. Bullið í þessum mönnum er með ólíkindum og ég meikaði bara ekki að lesa þetta en takk fyrir að pósta þessu Mummi. Ég get bara ekki lesið of mikið um þessa kálfa, hrein hörmung að hafa svona eigendur.

 32. Það er ekki spurning að Reina og Torres glansa inn í LIVERPOOL, spurning með Gerrard, ef hann girðir sína brók þá inni. AA, Agger, Skrtel, Insua, Johnson,Kyrgiakos,Mascherano,Maxi, Albert Riera, mega vera memm. ;-). Mega vera á bekk, Babel,Yossi,Ayala og Carr, svei mér þá, hinir mega fara nema kanski Diego Cavalieri. Það er bara svo, að flestir eru meðal menn og varla það, nema Reina Torres og Gerrard (eins og hann var fyrir slagsmálaruglið). Svo tékkar maður á þessari FRÁBÆRu síðu í sumar til að fá fréttir, en bless í bili, og takk fyrir mig.

 33. Jæja kæru félagar, þá er þetta sorgartímabil á enda og þó fyrr hefði verið. Það sem hefur staðið upp úr á þessu tímabili er framlag þeirra sem halda úti þessari síðu og fyrir það bera að þakka. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist með okkar ástkæra klúbb, fáum við nýja eigendur ? höldum við okkar bestu mönnum ? Koma stór nöfns (góðir leikmenn) fyrir næsta tímabil ? Svona væri hægt að halda áfram endalaust….. Ég vill bara að lokum kæru félagr þakka ykkur fyrir tímabilið og er ekki við hæfi að enda þetta tímabið eins og við enduðum það síðasta, VIÐ VINNUM BARA NÆST 🙂 !!! Eigið allir gleðilegt súmar og svo að lokum þá bætum við þetta upp með FH í sumar…. fyrstu stigin í deildinni á Hlíðarenda í kvöld… Allir á völlinn….

 34. Vil byrja á því að þakka síðurstjórnendum fyrir frábæra síðu.

  Ég vil nú ekki vera að stela þráðnum en ef eigendamálin myndu skýrast hverja myndu menn vilja kaupa og selja. Sjálfur myndi ég byrja á að tala við Joe Cole og SWP og tjékka svo hvað þyrfti að borga fyrri Simon Kjær og Ireland. Einnig myndi ég tjékka jafnvel á Henry og athuga hvað Barca og Real á af leikmönnum sem þeir eru ekki að “nota” líkt og Robben og Sneijder voru.

  Svo náttla væru nánast allir til sölu í liðinu í minum huga nema Reina, Gerrard, Torres, Glenda, Agger og Mascha. Myndi hlusta á tilboð í alla hina án þess þó að vera að láta þá á einhvern gjafaprís.

  Þetta gæti sam litast af of mikilli FM notkun, eru kannski svona FM-kaup

 35. Silki slakur Viktor, eðlilega var hann aðeins pirraður og það var ekki eins og einhver hafi slasast.

 36. Mjög saklaust hjá Gerrard, ýtir aðeins frá sér. Stóra spurningin varðandi þetta atvik er þessi, hvar var öryggisgæslan á vellinum?

 37. Það sem við eigum að læra af þessu tímabili er eftirfarandi:
  1. Managerinn má ekki verða ástfanginn af einstaka leikmönnum og tefla þeim stöðugt fram án tillits til mótherja eða getu leikmanna.
  2. Öll lið verða að hafa kantmenn til að vinna deildina, líka Liverpool.
  3. Ekki eyða 20 mills í meidda leikmenn sem fá afar lítinn spilatíma eftir að þeir lagast.
  4. Vörnin er ekki alltaf besta sóknin, oftast er sóknin bara besta sóknin.
  5. Látum ekki litla stráka vera eina í sókninni nema þeir hafi sjálfsöryggi og getu í það.
  6. ekki þráast við að beita alltaf sama leikskipulaginu óháð mótherjum eða getu leikmanna.
  7. Ekki byggja upp kantspil með sendingu fyrir ef að aðeins 1-2 eru í teignum til að taka við því.
  8. Ekki byggja miðju á 2 mönnum sem geta stöðvað bolta en ekki skilað honum skakklaust frá sér.
  9. Ekki byggja lið upp á 2 leikmönnum ef svo illa skyldi fara að þeir meiðast.
  10. Gott er að byggja lið upp á 11 afburða leikmönnum og 7 öðrum í svipuðum klassa.
  11. ekki eyða 18 mills í hægri bakvörð nema hann sé besti bakvörður í heimi.
  12. Ekki selja hjarta miðjunnar nema þú sért öruggur um nýtt hjarta sé á leiðinni.
  13. Ekki vera ánægður með stjórn á leiknum og gott hlutfall í að halda boltanum ef að þú færð ekkert út úr því.
  14. Ekki ákveða skiptingar fyrirfram, betra er að sjá hvernig leikurinn spilast og taka ákvarðanir út frá því.
  15. Ekki rótera vörninni 20 sinnum á tímabili. Leyfðu mönnum að spila sig saman og læra að þekkja á hvorn annan.
  16. Ekki skipta alltaf sömu mönnunum inn á eða út af. Það er ástæða fyrir því að varamannabekkurinn er jafn stór og hann er.
  17. Ekki refsa mönnum fyrir tæknilega kunnáttu, það eru ekki allir leikmenn jafnir og eiga ekki að vera, sumir eru bara miklu betri og best er að leyfa þeim að vera það. Leyfðu þeim verri ná upp í þeirra standard fremur en að reyna að fá þá góðu niður í meðal standardinn.
  18. Ekki refsa mönnum fyrir að rífa kjaft eða tjá skoðanir sínar, refsaðu mönnum fyrir að standa sig illa á vellinum.
  19. Ef þú hefur keypt 77 leikmenn og aðeins tveir þeirra eru nægilega góðir til að kallast Liverpool menn þá er best að fá aðra menn í leikmannakaupin.
  20. Ef reglan vinnusemi fram yfir tæknigetu er aðal mottóið manns þá væri best að finna sér managerstarf í þýskalandi.

Liðið gegn Hull

Opinn þráður