Liðið gegn Atlético

Liðið er komið.

Reina

Johnson – Hercules – Carragher – Agger

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Ngog

Á bekknum: Cavalieri, Aquilani, Degen, El Zhar, Ayala, Pacheco, Babel.

Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Ég tippa á að þetta sé svona uppstillt, það er með Ngog einan frammi og svo Kuyt, Gerrard og Yossi fyrir aftan hann. Það er ekki mikið sem ég hefði gert öðruvísi miðað við þann hóp sem við höfum úr að moða akkúrat núna. Þá er bara að vona að okkar menn nái allavegana að setja mark í leiknum.

52 Comments

  1. Miðað við liðið gæti þetta endað 3-0 fyrir heimamenn.
    ps: verið nú duglegir að þumla þetta niður

  2. what ever skiptir ekki máli hvernig byrjunarliðið er nei bíddu er aqualini ekki í byrjunarliðinu ég hef aldrei séð það áður hvað er í gangi en what ever 3-0 liverpool ngog með öll

  3. Ágætt lið , Ngog var góður í siðasta leik og eg vona að hann breytir því ekkert.2-1 fyrir Liverpool held eg. Gerrard og Ngog

  4. um að gera að láta Ngog að bryja nú ef hann getur ekkert þá kemur Babel inná (á 70 mín). 😉 Taka þetta svo.

  5. var þetta ekki pura hendi á forlan þegar hann reyndi að skalla boltan fyrst???

  6. Þvílíkt aumingja mark sem við fengum á okkur þarna. Forlan einn í heiminum 🙁

  7. Er ekki viss með hönd í fyrsta markinu, vonlaust að sjá það úr öllum sjónarhornunum sem sýnd voru. Greinilegt að ferðalagið situr eitthvað í mönnum í byrjun þar sem liðið er engan veginn með fyrstu mínúturnar.

  8. Það er eins og leikmenn Liverpool séu bara ekki mættir í leikinn. Þvílíkt og annað eins metnaðarleysi. Þeir hefðu alveg eins getað gengið til Madridar. Eins gott að þeir gyrði sig í brók, og fari að gera eitthvað að viti.

  9. helvítis anskoti þetta var ekki benayoun ekki rangstæður !!! á þetta að vera svona en eina ferðina á útivelli í þessari keppni með alla þessa heimsku dómara er líka nokkuð viss um hendi á forlan í fyrsta markinu

  10. Frábært, á þetta verða enn eitt dómarabullið í þessari keppni…

  11. Liverpool are enjoying their first period of possession, almost 15 minutes into the game.

    Segir margt um byrjunina hjá liðinu

  12. Guð minn góður hvað liðið er gelt framávið. N´gog er ekki með. Það er eins Liverpool sé ekki að spila með framherja.

  13. Þetta er ekki alvont en N´gog hefur úr litlu að moða og það vantar allan hraða í Benayon og Kuyt. Eigum samt alveg að geta lætt inn marki í seinni hálfleik.

  14. Ég held að Babel muni ekki nýtast okkur í þessum leik ef við munum notast við sömu taktík og við höfum gert. Babel hefur því miður ekki getuna til að taka við löngum boltum (ef hann er striker) þannig að ef hann mun koma inná vona ég að Aquilani komi inná fyrir Lucas (því Masch er betri varnarlega en Lucas) því eingöngu þá munum við eiga möguleika á að hafa gott miðjuspil fram á við.

  15. Það verður að færa liðið ofar a völlinn og taka 1 varnarmann af miðjuni eru heldur ekki að na neinu spili með Brasilíu undrið þarna.

  16. Benayoun búinn að vera lítið inn í leiknum, þótt hann hafi verið óheppinn að fá ekki markið gilt, Spurning með að henda Babel inn fyrir hann frekar. Enn já algjört drullumark sem við fengum á okkur. Maður skilur ekki Diego Forljóta, handhafa gullskós Evrópu, einan eftir inn á markteig. Annars finnst mér þetta Atletico lið ekkert sérstakt

  17. Það er bara eins og N´gog leiðist að vera inná. Þvílík skömm að þessu. 🙁

  18. Það er orðið pínlegt að horfa á N´gog þarna frammi. Skelfilegt að þetta sé senter nr. 2 hjá Liverpool!!!!

  19. LFC heppnir að vera ekki 2-0 undir þarna. Það eina sem bjargaði okkur er hvað forlan er slappur, hann fékk 30 sek til að skora áðan en “bara” 25 sek þarna. ÚFF ! !

  20. kobbih..ég vorkenni bara öllum senterum í Liverpool..Hann fær ENGAN stuðning..Hann er oftast einn á móti þremur varnamönnum..Þetta er ekkert smá týpískur Benitez leikur.Hann hlýtur að vera í skýjunum með framistöðuna…Please Juventus hirðið hann!!!

  21. Úff, Reina að bjarga ótrúlega þarna. :-/ Þetta er bara sogrlegt. Algjör grís að vera ekki 3-0 undir.

  22. Ég er ekki að sjá hvernig í ósköpunum við ættum að jafna í þessum leik. Ngog aleinn frammi gegn þremur varnarmönnum í hvert skipti sem boltanum er dúndrað fram, og gerrard einfaldlega má ekki við margnum. Ef Benitez er að setja þetta lið upp til að komast frá Spáni með sem minnst vond úrslit, af hverju þá ekki að sleppa bara framherjanum og setja þá inn auka miðjumann. Þannig gætum við allavega haldið boltanum eitthvað í stað þess að dúndra fram og fá á okkur skyndisóknirnar.

    Á Þessum bjarta og góða sumardegi ætla ég annars ekki að fara út í það hvursu ótrúlega lélegur varamannabekkurinn er og hversu fáránlega léleg uppbygging liðsins er.

  23. Það verður að setja pressuna hærra upp og freista þess að láta Madrid gera mistök ofar á vellinum. Sakna þess að koma ekki skoti á markið og láta reyna á kjúklingin í markinu.

  24. Það er eins og það megi aldrei vera fleiri en 2 liverpoolleikmenn inn í teignum í einu..Þvílíkur hræðslufótbolti!!!

  25. This really is an awful game.

    Tekið af soccernet. Bæði lið mjög léleg, Liverpool bara lélegra 🙁

  26. Alveg merkilegt hvað Kuyt er slappur fótboltamaður. Hann var alveg sloppinn í gegn og fær fullkomna sendingu frá Babel og svo nær hann ekki fjandans boltanum og allt rennur út í sandinn ! AAARRRRGGGHHHHH

  27. Vantar allan hraða, tækni, leikskilning, sendingargetu, áræðni.
    Þetta lið er í tíunda sæti á spáni og þeir eru að valta yfir okkur.
    Það vantar ekki 3-4 klassaleikmenn í þetta lið heldur vantar 10 klassaleikmenn í þetta lið, held við ættum að geta haldið Pepe Reina.
    Enginn varnarmaður getur tekið boltann niður og gefið einfalda sendingu á miðjumennina. Mascha og Lucas eru báðir allt of djúpir og því slitnar línan allt of mikið.
    Sóknarlínan, Benni, Gerrard, Kuyt og N’Gog virðast ekki vera að spila með liðinu, enginn þeirra getur tekið almennilega á móti boltanum hvað þá sent killer boltann inn fyrir.
    Horfið á Barcelona hvernig allir leikmenn þar geta spilað boltanum meira að segja Puyol…
    Held við megum prísa okkur sæla fyrir að vera komnir þó þetta langt í keppninni…

  28. Eru þessar dýfur hjá Spánverjunum eitthvað grín? Fáránlegt að dómarinn skuli ekki vera búinn að spjalda þá fyrir þetta!

    Mun ekki get sagt ,,Reyes” eftir þennan leik án þess að fá óbragð í munninn.

  29. Litla barníð í marki madrid hefur ekki fengið skot á sig, fyrir utan markið sem var dæmt af. Glimrandi sóknarleikur alveg 🙁

  30. Rafa Benitez is shouting at a ball boy for not throwing the back quick enough. Terrible behaviour.

    Houllier syndrome ???? Skammarlegt

  31. Og svo er sagt að Benitez sé rosalega kaldur þegar liðið er að spila, ég hef ekki séð manninn annarstaðar en við jaðar “skipti”svæðisins að öskra eða með einhverjar bendingar allan leikinna 😉

  32. Alveg er ég hissa á að það sé bara 1-0… skelfilega lélegir í kvöld.. en á meðan það er bara 1-0 er staðan nokkuð góð fyrir seinni leikinn á Anfield 🙂 tökum þá 2-0 þar.

  33. Þetta er ótrúlegt……ekkert skot á markið allann leikinn skv. tölfræði leiksins. Verð að játa að ég hef aldrei séð slíkla tölfræði áður.

  34. hvenær verður þessi leikur síðan sýndur á venjulegum hraða?

  35. Eigum góðan séns heima, held við klárum þetta þar. Fannst varnarlína Atletico brothætt í þau fáu skipti sem við settum pressu á þá, brotna á Anfield.
    Annars athyglisvert að skoða útivöllinn þetta seasonið, 27 leikir og þar hafa komið heilir 7 sigrar í hús, þar af 3 sigrar gegn Unirea, Debrecen og Leeds. Hrikaleg tölfræði sem ekkert getur afsakað, hvorki meiðsl Torres, lélegt season Gerrard, skortur á breidd eða annað. Nokkuð ljóst að eitthvað er að hugarfari og stemmingu okkar manna á útivelli.

    Inn með nýja eigendur og pening, góð kaup á leikmannamarkaðnum (ekki 20 millur í Aguilani og vini hans), sprækan Torres sem vonandi hangir í lagi þrátt fyrir að fara beint úr meiðslum á HM. Stemmingu og baráttu í liðið JAFNT HEIMA OG ÚTI og djarfa uppstillingu, ekki einn framherja heima á móti Hull, þá tökum við dolluna.

Atlético Madrid á Vicente Calderón

Atlético Madrid 1 – Liverpool 0