Atlético Madrid 1 – Liverpool 0

Það er alltaf dálítið erfitt að skrifa leikskýrslu eftir fyrri leiki í útstláttarkafla Evrópukeppna. Ef leikurinn fer vel þá hikar maður við að hrósa liðinu of mikið og ef leikurinn fer illa þá vill maður ekki vera of neikvæður. Því að eftir fyrri leikinn eru 90 mínútur eftir og allt getur gerst.

Aðaltakmarkið á útivelli gegn sterku spænsku liði hlýtur að vera annars vegar að skora mark og hins vegar að úrslitin séu þannig að liðið hafi alla möguleika á að komast áfram með góðum leik á heimavelli. Hið fyrra tókst ekki, en hið seinna tókst. 1-0 tap á útivelli eru langt frá því að vera góð úrslit, en þau eru heldur alls engin hörmung.

Rafa stillti liðinu upp svona í byrjun:

Reina

Johnson – Hercules – Carragher – Agger

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Ngog

Babel kom inná fyrir Ngog eftir um 70 mínútur (eftir að Rafa hafði fyrst kallað á hann á 50.mínútu án þess að setja hann þá inná) og fór þá á kantinn og Kuyt fram. El Zhar kom svo inná fyrir Yossi.

Þessi leikur var alls ekki slæmur leikur á útivelli í undanúrslitum Europa League, en hann markaðist af tveimur stórum atvikum í fyrri hálfleik. Fyrst var það mark Atlético Madrid, sem að Diego Forlan skoraði. Það var einstaklega klaufalegt. Það kom sending af vinstri kanti á Forlan. Kyrgiakos var þar, en hann datt og boltinn barst á Forlan, sem gat ekki skallað en þar sem að grikkinn lá á vellinum þá gat hann náð til sín boltanum aftur og potað honum í markið. Verulega ódýrt mark.

Liverpool náði svo að jafna metin um 10 mínútum síðar þegar að Yossi skoraði **fullkomlega löglegt** mark, sem var dæmd af vegna þess að línuvörðurinn hélt að það væri rangstæða. Þetta var afleitur dómur og sérstaklega var sárt að af okkur skyldi tekið mark á útivelli, sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt.

Eftir það átti Gerrard dauðafæri og Liverpool var sterkari aðilinn út allan fyrri hálfleikinn.

Í þeim seinni var þetta jafnara. Mér fannst Liverpool vera meira með boltann, en Atlético áttu nokkrar gríðarlega hættulegar skyndisóknir og þeir hefðu auðveldlega geta skorað mörk.

Því miður var sóknarleikurinn hjá Liverpool svipaður og við höfum átt að venjast í vetur þegar að Fernando Torres hefur ekki verið með. Það kom nákvæmlega ekkert útúr Gerrard (þetta tímabil hlýtur að teljast hans langlélegasta á hans ferli) og Ngog var einfaldlega númeri of lítill fyrir þennan leik. Maður sér það vel í dag að það voru auðvitað stór mistök síðasta sumar að styrkja ekki framlínuna frekar en gert var því að þegar að Torres hefur verið meiddur, sem hefur verið nánast alltaf, þá dettur sóknarspilið mikið niður. Sóknarleikurinn í kvöld var alltof geldur.

Að því sögðu þá er ég ekkert svo dapur eftir þennan fyrri hluta í kvöld. Þetta Liverpool lið hefur verið að spila miklu, miklu betur á Anfield en á útivöllum og þótt að Aguero verði komin inní lið Atlético í seinni leiknum þá hef ég fulla trú á að okkar menn geti klárað þetta á rosalega Evrópukvöldi á Anfield (þar virðist ég vera sammála sænsku spekúlöntunum í útsendingunni á TV4 sem spá því að Liverpool fari áfram).

Við getum jú líka varla horft fram hjá því að það er ekkert ferlega hressandi að ferðast í rútu í heilan sólahring á leið til Madríd líkt og Barcelona menn sýndu í fyrradag.

Við klárum þetta á Anfield.

YNWA.

80 Comments

 1. Til hvers að gera skýrslu um þessi leiðindi og ef þess þarf væri þá ekki viturlegra að kalla þetta sorgarskýrslu.

  Mig minnti að áður fyrr hafi mér þótt fótbolti skemmtilegt áhorfs, það voru góðir tímar 🙁

 2. áttum við fleiri skot í þessum leik heldur en “rangstöðu”! markið?

 3. “Við ætlum að skora allavega 1 mark”
  -Rafael Benitez

  Er þá ekki lágmark að skjóta á markið? 😀

 4. við skoruðum eitt mark……….. það er eins gott að seinni leikurinn tapist ekki á útivallarmarki!

 5. Við skoruðum mark og það löglegt mark. Það er meira en heimamenn, sem notuðu hendina til aðstoðar þeirra marki. Ég veit ekki hvert málið er með dómgæsluna í þessari evrópudeild, en við erum allavega ekki að fá stóru atvikin með okkur á útivelli.

 6. Kvöldið

  Jæja hvað getur maður sagt eftir svon leik???
  Allavega vona ég svo innilega að Benitez fái ekki að ráðstafa þeim pening sem við fáum til leikmannakaupa(ef það verður eitthvað),en það er orðin mín heitasta ósk að kallinn fari bara sem allra fyrst en það er bara ekki hægt að bjóða manni upp á þetta meir.
  Kallinn vill 60 millur í sumar og er svo með 2 menn bekknum sem kosta samtals 30 mill???
  Eigmm samt að klára þetta lið á Anfield en það breytr því ekki að Ég er alveg búinn að fá nóg af Benna.
  Áfram Liverpool

  Og takk fyrir góða síðu strákar

 7. Já, við töpuðum 1-0 á útivelli í undanúrslitum Europa League með okkar langbesta framherja meiddann. Rekum þjálfarann!!!

  Stundum skil ég ekki alveg með hvaða viðhorfi menn horfa á svona leiki hjá Liverpool. Ætlast menn til að við yfirspilum hvaða lið sem er á útivelli? Leyfum nú þessu einvígi að klárast áður en við töpum okkur í neikvæðni.

  Við töpuðum 1-0 og fullkomlega löglegt jöfnunarmark okkar var dæmt af. Það er langt frá því að vera einhver hörmung, sem kallar á svona neikvæðni.

 8. Hárrétt Einar.

  Og menn eru fljótir að gleyma ferðalaginu sem leikmennirnir þurftu að fara í þennan leik.

  Það getur enginn sagt að það hafi ekki setið í mönnum.

  Eða má bara nota það sem afsökun þegar Barcelona á í hlut?

 9. Úff, ég bara get ekki verið sáttur við þennan leik hjá Liverpool, því miður. Ég býst við miklu meira frá LIVERPOOL FC.

  YNWA

 10. Hvað getur maður sagt?

  Ég fór næstum því fram á endurgreiðlsu á bjórnum mínum!

  Sóknarleikur liðsins er gjörsamlega hand ónýtur, Lucas og Masch áttu sinn versta leik frá upphafi, gáfu frá sér bolta ítrekað og voru ekki með þegar að við sóttum, það kemur svo sem ekkert á óvart, þeir eru nú ekki þekktir fyrir mikla sóknartilburði.

  Það þarf gríðarlega mikið að breytast fyrir heimaleikinn til að Liverpool fari í úrslit. Reyndar þarf gríðarlega mikið að breytast, punktur!

  Ég hefði alveg verið til í að hafa Crouch og Keane í liðinu í dag.

 11. það var þó fínt að glugga í körfubolta leikinn inná milli… bara svona til að detta ekki niður í eitthvað þunglyndi og slæmt skap

 12. Einar Örn

  Ég er nú ekkert unglamb lengur heldur maður á besta aldri og búinn að halda með þessu félagi í allmörg ár og ég er ekki að ætlast til að yfirspila þetta lið á útivelli en ég er bara orðinn svo leiður á Benitez og þessum bolta sem við spilum og tala nú ekki um skiptingunum hjá honum.Þessi kall er bara ógeðslega leiðinlegur og það er ef ég sleppi nú Eigendunum, fyrst og fremst honum að kenna hvernig komið er fyrir okkur, það er jú hann sem keypti megnið af þessum mönnum.
  Hættur að pirra mig á þessu svo meira.
  Áfram Liverpool

 13. Fúllt að tapa þessum leik, sérstaklega ef við horfum á markið sem við fengum á okkur og svo þá grátlegu staðreynd að löglegt mark var tekið af okkur 🙁
  Annars verð ég að dást að bakvörðum A.M. sem stóðu sig með mikilli prýði í kvöld, stoppuðu allt sem kom nálægt þeim.
  Ég get hins vegar ekki annað en sagt að það kom mér á óvart hversu leikmenn A.M. eru dirty players, stunduðu allskonar fantabrögð og leikaraskap allann leikinn sem Franski dómarinn sætti sig fullkomlega við.
  Reyes maður, var ekki hrifin af honum þegar hann spilaði hjá Arsenal og hann gerði lítið til að laga það álit í kvöld.
  Ég hefði viljað sjá skiptinguna á Babel fyrr, helst strax á 50 mín og Pacheco hefði mátt koma inn frekar en El Zhar, litla trú hef ég á þeim dreng.

  Við tökum svo leikinn á Anfield og förum til Hamborgar þar sem við spilum úrslitaleikinn við heimamenn sem slá út Fulham með marki á útivelli 🙂

 14. Það er rétt sem er bent á að vendipunkturinn var löglegt mark sem dæmt var af Liverpool. Virkilega svekkjandi og ljóst að leikurinn hefði þróast á annan veg hefði markið staðið. Að tapa 1-0 er virkilega erfið staða, þar sem ein mistök á Anfield geta gert útslagið.
  Það breytir því ekki að við höfum verið í þessari stöðu mörgum sinnum áður og ég minni á Chelsea rimmurnar í CL. Verð reyndar að játa að ég er mun hræddari við skyndisóknir A.M en Chelsea, þar sem þeir eru virkilega fljótir fram á við og teknískir.

  Það sem ég er svekkur með er að Liverpool skyldi ekki ná einu almennilegu skoti á markið allan leikinn og gat ekki látið reyna á kjúklinginn í markinu sem var eflaust að spila sinn stærsta leik á ævinni.

 15. Einar….. talandi um að besti leikmaðurinn sé meiddur…. bendi á lið eins og Tottenham. Aaron Lennon búinn að vera meiddur síðan í janúar samt eru þeir að slátra liðum eins og Arsenal og Chelsea og kvarta ekki undan meiðslum því að þar á bæ standa þeir menn sem kom inní liðið og skila sínu, það er eitthvað sem enginn varamaður hjá Liverpool hefur gert í vetur, og mér er alveg sama hvað þú segir það hlýtur að vera verk stjórans að fá menn til að standa sig þegar þeir koma inní liðið eða velja réttu leikmennina hverju sinni.

 16. Ég sá bara seinni hálfleikinn. Var svo að enda við að horfa á mörk Forlan og Benayoun á netinu.

  Í fyrsta lagi, þá var dómgæslan það sem skildi að í þessum leik. Ég fer að óttast að ég sé að verða ofsóknaróður því ég hef alla tíð reynt að vera sanngjarn í garð dómara í stað þess að kenna þeim alltaf um, en þetta tímabil er bara ekki hægt. Mark Forlan er klaufalegt en ólöglegt því hann notar hendina, mark Benayoun er hins vegar fullkomlega löglegt. Samt vinna þeir 1-0.

  Í síðari hálfleiknum sá línuvörðurinn svo ekki augljósustu hönd allra tíma við horn vítateigs þeirra, dæmdi ranglega rangstöðu á Babel, svo slapp Simao með að lemja Johnson í handlegginn (Babel fékk beint rautt fyrir að leggja hönd að munni andstæðings gegn Benfica, hvar er samræmið í því?), Reyes fékk aukaspyrnur hvað eftir annað og aldrei var hann snertur og svo um leið og okkar menn voguðu sér að kvarta yfir dómgæslunni mætti hann á hliðarlínuna til að rífa kjaft við Rafa og spjaldaði svo Kyrgiakos undir lokin fyrir skid og ingenting.

  Dómgæslan réði því klárlega úrslitum í kvöld, burtséð frá öllu öðru. Ef dómar kvöldsins eru réttir er mark Forlan dæmt af, mark Benayoun dæmt gilt, Reyes spjaldaður a.m.k. einu sinni fyrir leikaraskap, Simao rekinn út af fyrir að slá mótherja og við fáum a.m.k. eina stórhættulega aukaspyrnu um miðbik seinni hálfleiks. Svo fór ekki, því miður.

  Í öðru lagi, þá sá maður allt ferðalagið síðustu tvo daga á liðinu í seinni hálfleiknum. Rétt eins og með Barcelona á þriðjudag vantaði alla snerpu og allan sprengikraft í liðið. Menn voru þreyttir. Hreint og klárt.

  Þeir sem vilja kenna Rafa eða Lucas um allt gera það eflaust þrátt fyrir augljósa ferðaþreytu og stór dómaramistök sem réðu úrslitum. Ég ætla á meðan að anda rólegur yfir þessum leik og segja, fullur sjálfstrausts, það sem ég segi alltaf eftir fyrri Evrópuleik á útivelli: Þeir eiga eftir að koma á ANFIELD …

 17. Jæja ef þessi leikur sýnir ekki endanlega frammá hvað Benitez er steingeldur knattspyrnustjóri og veimiltítulega varnarsinnaður þá veit ég ekki hvað.
  Þetta var ekkert nema fótboltahryðjuverk sem var framið þarna í kvöld. Þvílíkur viðbjóður að hafa eytt 2 tímum af minni ævi í að horfa á þetta rusl.

  Bla, bla, bla já við vorum búnir að ferðast lengi og gátum ekki haldið háu tempói allan leikinn og allt það. Mikið ömurlegt er það hinsvegar að sjálft Liverpool FC eitt sígursælasta lið heims er komið niður á þennan aumingjastandard að geta ekki haldið bolta lengur innan liðsins og aðdáendur þess þurfa horfa á Lucas Leiva á miðjunni og sífelldar 50-60m dúndranir fram frá hinum vinnusama en hæfileikalausa leikmanni Jamie Carragher á 21 árs gamlan vöðvalausan framherja sem er aleinn frammi gegn 3 varnarmönnum. Það fyndna er að Benitez verður nokkuð sáttur við þessi úrslit og kemur með sömu helvítis rulluna og alltaf eftir leik. Á Anfield verður svo reynt að skora 1 mark snemma og svo pakkað í vörn og keyrt á skyndisóknum.

  Sjá Liverpool aðdáendur virkilega ekki hversu meðvirkir og hræddir þeir eru orðnir af 20 ára eyðimerkurgöngu á Englandi og hvernig þeir eru farnir að sætta sig við þennan últra-varnarsinnaða skyndisóknarbolta sem er ekkert annað en stórslys og nauðgun á knattspyrnu sem íþrótt? Við ættum að skammast okkar fyrir að verja þetta rugl bara ef úrslitin eru góð, við verðum aldrei Englandsmeistarar með að spila svona varnarsinnað. Skiptir engu þó Torres og Gerrard spili alla leiki í toppformi. Það er einfaldlega satt sem Jorge Valdano sagði fyrir 3 árum um leik undanúrslitaleik Chelsea vs Liverpool undir stjórn Rafa Benitez. http://www.guardian.co.uk/football/2007/may/08/newsstory.sport8

  Pistlahöfundurinn Einar Örn reynir að sjá einhverja ljósa punkta og að leggja upp seinni leikinn af viti án þess að vera of neikvæður. Getur Einar Örn nefnt mér 1 einasta hlut við leikinn í kvöld sem var í heildarsamhengi jákvætt fyrir Liverpool FC uppá nútíð og framtíð félagsins að gera?

  Leikur Liverpool í kvöld og flestir leikir Liverpool á þessu ári eru bara anti-fótbolti og ekkert nema “Shit On a Stick”. Ég er að missa áhuga á fótbolta með að horfa á þessa rotþró viku eftir viku.

  Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

 18. Jesús minn Pétur, Bill Hicks, varstu búinn að skrifa þessi ummæli fyrir leikinn? Þau bera þess ekki vott að þú hafir horft á staka mínútu af leiknum. Allt Rafa að kenna, bara, ha … og svo endarðu ummælin á sama hátt og alltaf. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir okkar ritstjóra um að menn haldi sig við málefnin þá virðist þú ná að koma með sömu helvítis ummælin inn, nánast orðrétt, alveg sama hvaða leiki er verið að ræða. Alltaf sérð þú bara hversu vanhæfur Benítez er og vilt ekkert annað ræða eða yfir höfuð taka í mál.

  Farðu nú að taka þér taki, maður. Það er ekki hollt að hata einn mann svona mikið.

  Burt með einhæf ummæli. Áfram Liverpool

 19. Hvernig er hægt að draga eitthvað jákvætt úr þessum leik…Ég er ekki sammála pistlahöfundi u að þetta sér sterkt spánskt lið..Þeir eru í 10.sæti í deildinni og eins og sást í þessum leik, þá eru þeir barasta slakir…En þeir ÞORA AÐ SÆKJA!!!..Ég botna ekki í þessum þjálfara…Lendum snemma undir..Af hverju má þá ekki verða aðeins sókndjarfari?…Það er eins og hann banni liðinu að sækja á fleiri en 3 mönnum í einu..Er þetta það sem menn vilja sjá í næstu útileikjum í Evrópukeppni?..Þetta er og verður svona meðan þessi ofsahræddi stjóri er við völd..Sama hvaða leikmenn eru í klúbbnum og sama hver andstæðingurinn er..Eru menn hér VIRKILEGA sáttir með þetta kjaftæði sem á að kallast fótbolti?….maður er barasta kjaftopp enn einu sinni..United hefði unnið þetta spánska lið 5-0 í kvöld..ekki spurning….Já og þessi blessaði postulínsvasi sem skreytir varamannabekkinn hjá okkur….Sá hlýtur að vera farinn að sjá eftir því að hafa farið til Liverpool Defencive Club….

 20. 21 Kristján Atli

  Segir maðurinn sem er sjálfur með nánast eins copy/paste Pollýönnu ummæli við flestalla leiki. 🙂
  Ég t.d. vissi að þú myndir kenna dómgæslunni að hluta til um tapið. Þægileg skýring á tapinu í stað þess að pistlahöfundar hér fari í alvöru naflaskoðun á liðinu okkar og hætti meðvirkninni. (getur verið að Rafa sé svoleiðis búinn að draga allt sjálfstraust úr liðinu okkar og mótiveri engan leikmann að jafnvel dómarar hlægja að okkur og þegar veimiltítur eins og Lucas Leiva biðja um aukaspyrnur? Meira segja Gerrard er hættur að fá aukaspyrnurnar sínar þegar hann lætur sig detta.)

  Getur þú annars nefnt mér 1 einasta jákvæðan hlut við leik Liverpool í kvöld útfrá nútíð og framtíð Liverpool?

  Leikur Liverpool í dag er “Shit On a Stick”.
  Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

 21. Kristján Atli….Það sem réði úrslitum í þessum leik að við áttum 1 SKOT Á MARKIÐ ALLAN LEIKINN!!!!…Lið fá til skiptis á sig ólögleg skítamörk, eitthvað sem alltaf er að gerast…Ef þér finnst líklegt að lið fái mörg stig ef þeir eiga 1 skot á markið í leik þá verður bara að virða það…Ég myndi ekki veðja miklum pening á það lið..

 22. Ekki þekki ég þá Einar og Kristján og þess vegna miðað við skrif þeirra gæti ég frekar trúað að þeir séu stuðningsmenn Man Utd eða Everton, þar sem ég neita að trúa að þeir sem styðja Liverpool geti enn þann dag í dag varið manninn sem er að verða búinn að gjörsamlega sigla liðinu í strand og eftir því sem maður sér til liðsins bæði uppstillingu og skiptingar þá virðist hann gera þetta af ráðnum hug. Hver vildi ekki fá 16 milljónir punda fyrir að verða rekinn vitið þið um einhvern ???

 23. Johnson, Kuyt og Youssi voru sístir í arfaslöku Liverpool liði í kvöld. Reyna og Gerrard skástir.

  Liðið var bara alls ekki að spila vel. Það er bara staðreynd. Það er svo einnig rétt hjá KAR að dómgæslan var heldur engann veginn að gera sig. Ég hreinlega skil ekki þessa vítateigsdómara. eiga þeir bara að horfa eftir hvort boltinn fer yfir línuna? Hins vegar réð dómarinn ekki úrslitum í kvöld held ég. Ég blæs einnig á þetta ferðaþreytutal. Það er ekki eins og piltarnir hafi verið að ferðast með einhverri Snæland Grímson rútu!!!

  Það eina jákvæða sem ég get séð úr þessum leik er hversu arfalégir Atletico voru. Þetta er lið sem getur einfaldlega ekki neitt!!! Hef engar áhyggjur af öðru en að Liverppol hakki þá í næstu viku…..

  @Bill Hicks

  Þú átt allan rétt á þínum skoðunum, og þær eru á margan hátt réttmætar. Við sem lesum http://www.kop.is vitum alveg hvað þér finnst um Benitez og bara gott hjá þér. Plís láttu gott heita að sinni. Það er leiðinlegt að lesa þetta endalausa stagl.

  Ég vil svo enn og aftur þakka síðuhöldurum fyrir að nenna að halda þessari síðu uppi. Það hefur örugglega verið hrein hörmung á löngum köflum í vetur.

  Allt það besta

 24. Híenurnar mætar 🙂
  Velkomnir aftur strákar, hvar voruð þið eftir síðasta leik?

 25. jæja drengir þetta er nú svosem enginn heimsendir ef hugsunin er að vinna þessa rimmu , en hitt er svo annað mál og það er hversu rosalega leiðinlegan fótbolta þetta lið er að spila . ég get ekki annað en undrast á því hvernig rafa ætlar sér nokkuð úr svona leik með ngog einan frammi !! hann má vel vera efnilegur og allt það en hann er ALLS ekki klár í svona leik . Svo finnst mér algjörlega sorglegt að sjá minn uppáhalds leikmann STEVEN GERRARD spila eins og hann sé lööööngu hættur að nenna þessu , hann er maðurinn sem á að halda þessu liði uppi og rífa menn áfram !! svo er það sama gamla melódían um lucas og masch saman á miðjuni , JESÚS HVAÐ ÞAÐ ER EKKI AÐ VIRKA ! uu halló hr rafa wake UP !!

  mér finnst leiðinlegt að heyra og sjá hvað er að verða með mitt ástkæra lið sem er eingöngu neikvæðar fréttir og það endurspeglast svo í leikjum sem þessum
  eða já bara flest öllum leikjum (þó það nú væri að menn á svona launum eiga einn og einn góðan leik) en allavega þá er leikur um helgina sem verður að vinnast svo getum við farið að hugsa um seinni leikinn við AM .
  Go liverpool 😉

 26. Ef þú átt við mig Hafliði þá er það hið besta mál mín vegna, en segðu mér þá fyrst það á að fara að nota uppnefni á mönnum hvað gæti ég kallað þig ?? kannski grúppíu ? því þú virkar ásamt mörgum öðrum eins og grúppía sem fylgir benites hvert sem er blinduð af ást.

 27. Já.

  Við töpuðum fyrir Lille 0-1 og þá komu margir hér og tjáðu sig á neikvæðan hátt. Við fórum áfram.

  Við töpuðum fyrir Benfica 1-2 og þá komu margir hér og tjáðu sig á neikvæðan hátt. Við fórum áfram.

  Í kvöld var hunderfiður leikur hjá liði í svipaðri stöðu og við, stórt nafn með dýrum leikmönnum sem á bara þessa keppni eftir. Það var alltaf fullkomlega ljóst að þarna færi erfiður leikur í hönd á hörkuvelli. Við vorum alls ekki að spila mikinn silkifótbolta frekar en síðustu 6 mánuði en eins og oft áður þá eigum við sénsinn inni því við eigum heimaleikinn eftir.

  Ég veit nú satt að segja ekki hvort á að nenna að svara mönnum sem ekki skrifa um nema tapleiki og velja sér orð eins og “veimiltíta” og “hæfileikalaus” á leikmennina og biðja um “heiðarlega naflaskoðun”. Þar er auðvitað verið að biðja um öflugt niðurrif en enga skoðun líkamsparta.

  Svo velta sumir því líka upp að við eigum sjálfgefinn rétt á að verða Englandsmeistarar og þar sé létt verk á ferð. Síðast þegar við unnum þann titil var “Nothing compares 2 U” vinsælasta lagið og Sigga Beinteins og stjórnin að lenda í 4.sæti í Eurovision keppninni!

  En aftur að verkefni kvöldsins.

  Í kvöld settum við met þegar við lékum í 16.sinn í undanúrslitum á Evrópumóti, í þriðja sinn undir stjórn Rafa. Ég held enn að við getum farið lengra og leikið í tólfta úrslitaleik okkar í Evrópukeppnum því engir þjálfarar í heiminum hafa náð betri árangri en hann í tveggja leikja útsláttarkeppni á undanförnum árum. Þar er enginn undantekinn af stjórunum sem nú eru við störf.

  Það að tapa með einu marki á útivelli í undanúrslitum Evrópukeppni eru ekki vond úrslit, þó þau gætu verið betri. Ég vona að enn verði áframhald á svörum leikmanna við neikvæðni þeirra aðdáenda sem nota hvert tækifæri til að dreifa neikvæðni og maður geti hlakkað til úrslitaleiks í Hamborg 12.maí!

 28. Ekki þekki ég þá Einar og Kristján og þess vegna miðað við skrif þeirra gæti ég frekar trúað að þeir séu stuðningsmenn Man Utd eða Everton

  Obbosí, þarna komstu upp um okkur.

  Það er magnað að okkur hafi takist að halda úti bloggsíðu um Liverpool í 6 ár án þess að einhver hafi fattað þetta áður.

 29. Já Hafliði, ég er sammála Bogga…Við erum kannski híenur, en við megum hafa skoðun hélt ég..Þeir sem eru sáttir við þetta, sem á að kallast fótbolti sem liðið er að spila, þeir um það…Og væntanlega bíða spenntir eftir næsta leik..Við náum kannski 5 skotum á markið þá..

 30. hey, verum jákvæðir og lýtum á björtu hliðarnar. Verðum líklega ekki í þessari keppni næstu leiktíð. þá geta menn kannski einbeitt sér að deildinni, því þetta lið með þennan þjálfara geta því miður ekki hugsað um tvo hluti í einu. Kuyt með stórleik að sjálfsögðu í fremstu víglínu, hélt Benitez virkilega að það væri lausnin á skotleysinu.

 31. Ég vil byrja á að taka undir með Sigurjóni og þakka síðuhöldurum fyrir frábæra vinnu við að halda uppi þessari síðu. Það líður varla sá dagur sem ég kíki hérna inn til að athuga hvort eitthvað góðgæti sé á boðstólnum. Ég held að allir geti tekið undir að þessi vetur hefur ekki verið eins og við vonuðum fyrir tímabilið enda flestir farnir að sjá loksins fyrir endann á biðinni eftir EPL-titlinum. Að því sögðu held ég að sú niðurrífsstarfsemi sem felst í stöðugri neikvæðni sem nokkrir viðhafa hérna inni sé ekki að gera neinum gott. Það er eitt að eiga í vitrænum samræðum hérna en annað að koma með sömu vísuna í hvert skipti sem illa gengur. Núna rúmlega 1 klukkutíma eftir jafnan leik sem tapaðist á útivelli með einu marki, þar sem við vorum óheppnir að skora ekki eru kominn yfir 30 ummæli en eftir síðasta leik sem við unnum auðveldlega voru eftir 2 klukkutíma komin ca 5 ummæli.

  Að lokum held ég að við ættum öll sem eitt að einhenda okkur í það að styðja liðið í leiknum eftir viku því að þetta er langt frá því búið…

 32. Pistlahöfundurinn Einar Örn reynir að sjá einhverja ljósa punkta og að leggja upp seinni leikinn af viti án þess að vera of neikvæður. Getur Einar Örn nefnt mér 1 einasta hlut við leikinn í kvöld sem var í heildarsamhengi jákvætt fyrir Liverpool FC uppá nútíð og framtíð félagsins að gera?

  Komdu fram undir eigin nafni og þá nenni ég að ræða þetta við þig.

 33. Já þetta er nú meiri vitleysingurinn! Síðast þegar Liverpool tapaði leik á Spáni var Benitez auðvitað að stjórna hinu liðinu.

  Síðan hafa Deportivo, Atletico, Barca og Real ekki unnið Liverpool á sínum heimavelli fyrr en í kvöld!
  Auðvitað var þetta ekki neitt sérstakt og óheppni að fá ekki þetta löglega mark með okkur. En er 1-0 tap á spáni virkilega svo hræðilegt veganesti fyrir heimaleik á Anfield!?

  Varðandi liðið þá veit hvert mannsbarn að það þarf fleiri góða leikmenn fyrir næsta tímabil og það er ekki eins og lykilmenn eins og Gerrard, aðdáendur eða stjórinn sjálfur hafi ekki verið að benda á þetta.

 34. Tekið af bbc.

  “The final minutes saw Liverpool – who have became the first English club to play in 16 European semi-finals – becoming increasingly desperate.”

  Áhugaverð statistík þarna. 16 semífænalar í röð í Evrópukeppni.

 35. @ Grellir #34

  -Kuyt með stórleik að sjálfsögðu í fremstu víglínu, hélt Benitez virkilega að það væri lausnin á skotleysinu.

  Kuyt var ekki einu sinni í fremstu víglínu!!!! hver hefði þín lausn verið?

  @ Boggi Tona #30

  -hvað gæti ég kallað þig ?? kannski grúppíu ? því þú virkar ásamt mörgum öðrum eins og grúppía sem fylgir benites hvert sem er blinduð af ást.

  Já satt… Rafa fokkaði big time þegar hann keypti AA í sumar.

  Já satt… Rafa ætti að nota Babel miklu meira.

  Og hvað svo þegar búið er að reka Benitez (og menn fá pínu blautt í buxurnar) hvað gerist þá?

  Rekum Rafa síbyljan er orðinn svo þreytt, teygð og toguð að Simmi og Jói eru farnir að vera hið besta skemmtiefni í samanburði.

  Svo vil ég minna menn á að þeir KAR og EÖE standa í þessari heimasíðu í sínum frítíma og á sinn kostnað. Þetta er m.ö.o. síðan þeirra.

  Ef ég er í annara manna húsum, þá reyni ég að vera ekki leiðinlegur, dónalegur og niðurrifandi. Ef ég er ósammála húsráðanda, þá kannski legg ég orð í belg en húsráðandi fær alltaf að njóta vafans. Og ég aldrei aldrei aldrei segi við nokkurn mann að hann hljóti að vera Everton eða man utd maður. ALDREI.

  koma svo strákar, sáuð þið hvað Benayoun var ógeðslega lélegur í kvöld????

 36. Sælir,
  hef sagt það áður og segi enn, á meðan maður sem er 172cm og 62 kg er einn af máttarstólpum sóknarleiksins gerist EKKERT sem telur bikara PUNKTUR. En liðið líður fyrir blanka eigendur og þrír gluggar líða án þess að eitthvað gerist, af viti, og þá enda æfintýri svona. Lið sem er fjársvelt reynir að vinna leiki á vörninni. Lið sem hefur getu til að kaupa sóknarmenn, á góðu calíberi, reynir að vinna á sóknarleik. Liverpool er fórnarlamb aðstæðna, ég er tilbúinn að gefa Benitez séns með vasa fulla af fjár.

 37. Leikurinn í kvöld var sorglegur en það er ennþá sorglegra að koma hérna inn og lesa yfir kommentin, þetta er að verða sandkassaleikur af verstu gerð og það er þessari frábæru síðu ekki til framdráttar. Annars er ekkert um þennan leik að segja en það eru 90 min eftir og ég hef fulla trú á að við tökum þetta á Anfield þannig að ég ætla spara stóru orðin í a.m.k viku

 38. sammála þér Sigurjón, ef madur er dónalegur er hægt að henda manni út og tek undir þakklæti fyrir síðuna. Benni Jón virkar alltaf betur þegar hann kemur inná.

 39. Það er óneitanlega vandræðalegt að lesa það frá manni sem í upphitun fyrir leik spáði andstæðingunum 3 – 0 sigri hafa í sér að kalla Einar og Kristján stuðningsmenn annarra liða sem ég ekki einu sinni vil nefna á nafn. Boggi Tona þú skaust þig ekki aðeins í fótinn heldur skaustu hann hreinlega af. Að mínu mati er varla hægt að vera meiri stuðningsmaður en það að halda uppi annarri eins gæða síðu og þessari ár eftir ár.

  Mæli með að þú og hinir bölsýnismennirnir stofni aðra “stuðningsíðu” þar sem rætt væri í upphitun fyrir leiki hversu illa liðinu muni ganga og hversu líklegt það sé að Torres muni meiðast alvarlega í síðari hálfleik 😉 Það væri veisla þegar illa gengur en ein stór ritsífla þegar vel gengur.

  Takk fyrir frábæra síðu !!!

 40. Geta ritstjórar síðunnar ekki farið að gera gangskör í því að hindra ummæli þeirra sem hafa ekki um neitt annað að skrifa en Rafael Benitez. Ég verð að segja fyrir mitt leiti þá finnst mér miklu betra eftir leik eins og þennan og marga aðra í vetur að lesa ummæli sem eru skrifuð af yfirvegun á málefnalegum, uppbyggilegum nótum en þetta endalausa tuð um Rafael Benitez. Getum við hugsanlega útbúið lista sem menn skrá sig á með eða á móti Benitez. Þá getur skoðun manna verið ljós og menn þurfa ekki að koma inn eftir hvern tapleik með sömu svartsýnisræðuna og leiðindin. Reyndar væri nóg að þetta væri bara á móti Benitez listi.
  Það er eins og menn sem eru á annari skoðuninni telji að hinir viti ekkert um fótbolta, eins og þetta sé allt svart eða hvítt þetta er tilgangslaus umræða.
  Afhverju að pirra sig á framkvæmdarstjóranum trekk í trekk á sömu vefsíðunni þegar vitað er að það hefur engin áhrif á eitt né neitt? Væri ekki ráð að dreifa því á fleiri vefsíður og leyfa okkur hinum sem höfum áhuga á því að ræða málin yfirvegað að gera slíkt? Umræða um að Insúa sé hræðilegur leikmaður, N´gog of lítill (Fowler, Owen jafnvel Torres, Keegan…..) og endalaust þvaður um Lucas gerir það að verkum að ég er núna fyrst að fara inná síðuna eftir leikinn. Fyrir ekki svo löngu beið maður eftir skýrslunni og ummælunum enda virtust færri vita af henni og þá var eins og standardinn væri hærri nú er þetta síðasta síða á netrúnti kvöldins.
  Ég endurtek þá tillögu mína að þetta verði að síðu sem þarf að borga fyrir aðgang að, það myndi strax bæta ummælin.

 41. Sigurjón njarðarsson, afhverju varstu ekki skírður aðeins fallegra nafni! En ef þú tókst ekki eftir því þá fór Kuyt fram um leið og Babel kom inná á 62 min, en þú kannski skilur ekki fótbolta.

 42. Bill Hicks stundum er betra að segja ekki neitt ef maður hefur ekkert jákvætt að segja. Óþolandi að lesa komment hjá manni sem hefur þann einstaka hæfileika að sjá alltaf neikvæðustu hliðina á öllum málefnum. Er farinn að halda þú sért óþolandi United maður sem segir allt til að æsa okkur Livepool aðdáendur upp.

 43. @ Grellir #46

  • Sigurjón njarðarsson, afhverju varstu ekki skírður aðeins fallegra nafni!

  Af hverju er andlitið á þér í laginu eins og afétinn pönnukaka með sykri?

  Mikið djöfull nenni ég þér ekki maður!!!!!

 44. Ég skil bara ekki af hverju Benitez keypti Aqulaini á 20 milljónir punda TAKIÐ EFTIR 20 MILLJÓNIR. fyrir miðjumann sem hann ætlar ekkert að nota þegar hann hefði getað keypt góðan varaframherja fyrir Torres á þennan pening. Hann vissi alveg að Aqulaini var búin að spila eitthvað í kringum 80-90 leiki á 5 árum með Roma vegna meiðsla.
  Og síðan vælir hann um meiri pening til að kaupa leikmenn þegar hann eyðir þeim í svona rugl. Ég held að allir hafi séð að okkur vantaði annan framherja en Benitez þrjóskaðist við og vildi endilega fá miðjumann.

  En að leikunum í kvöld og uppstillinguni hann stillir upp N’gog einum frammi á köntunum benna og kyut báðir leikmenn verulega hægir og eru ekki mjög snöggir þegar þarf að sækja hratt, af hverju notar hann ekki Babel meira hann hefði hentað miklu betur í þennan leik heldur en benni.
  Hann byrjaði að nota Babel fyrir nokkru síðan aðeins í byrjunarliðinu, Babel svaraði kallinu og stóð sig bara nokkuð vel en hvað gerist þá hann er settur á bekkinn og fær að koma inná á annað hvort 65min eða 81min svo fyrirsjáanlegur er Benitez.

  Já, við töpuðum 1-0 á útivelli í undanúrslitum Europa League með okkar langbesta framherja meiddann. Rekum þjálfarann!!!

  Ég held að menn séu nú ekkert að tala um úrslitin séu svo hræðileg að tapa 1-0 á útivelli en það er ekki bara þessi eini leikur sem menn eru að benda á heldur spilamennska liðsins á þessu tímabili.
  Það virðist engin í þessu Liverpool liði hafa gaman að því að spila fótbolta þetta er allt orðið svo vélrænt og leiðinlegt.
  Miðað við hvernig er búið að ganga á þessu tímabili mundi maður nú búast við að Benitez mundi reyna eitthvað nýtt en í staðinn hjakkast hann í sama farinu leik eftir leik.
  Ef við þeir sem fylgumst með boltanum hérna heima á Íslandi vitum nákvæmlega hvenær Benitez gerir skiptingar og hvaða skiptingar hann gerir ætli hinir stjórarnir í úrvalsdeildinni sjá það ekki líka, er hann orðinn frekar fyrirsjáanlegur.
  Þetta gengur ekki lengur BURT MEÐ BENITEZ
  ÁFRAM LIVERPOOL.

 45. 45 Jóhann.

  Skrýtið samt hvernig þinn pistill snýst aðallega um Benitez og Lucas o.fl. 🙂
  Benitez er þjálfari liðsins og það er mjög eðlilegt að umræðan snúist í kringum hann þegar illa gengur hann þarf að taka ábyrgðina.
  Það er bara eðlilegt að þetta skiptist í hópa menn sem standa með Benitez og menn sem eru á móti.
  En ég er sammála þér í því að þetta verði að vera á málefnalegum nótum en ekki eitthvað endalaust skítkast á milli manna sem dregur þessa líka ágætu síðu niður á lærra plan.

 46. Baddi, skítkast á milli manna ætti auðvitað ekki að vera til staðar enda eigum við flestir á endanum að vera í einu og sama liðinu. Menn eins og Grellir eiga t.a.m. ekki að fá að skrifa á þetta spjallborð.
  Og þetta “Þetta gengur ekki lengur BURT MEÐ BENITEZ ÁFRAM LIVERPOOL.” frá þér er ekkert málefnalegt, bara sama endalausa tuðið. En látum það liggja á milli hluta í þetta sinn ég vildi koma með annað komment.
  Þeir sem eru á móti Benitez eins og þú ert greinilega sjáið alltaf hjá ykkur þörf til að draga aðra í dilka líka. Ég er ekkert með eða á móti Benitez, ég styð fyrst og fremst Liverpool og á frekar erfitt með að komast að endanlegri niðurstöðu um hvað er best fyrir klúbbinn. Mörg rök snúa að því að betra sé að losna við Benitez (afhverju notar hann ekki AA eða breytir kerfinu o.s.frv.)en ég er samt nær því að það yrði skref til baka fyrir klúbbinn. Það er mikilvægara að horfa á stærra tímabil en eitt tímabil í enska boltanum eða þaðan af styttral. Það er líka mikilvægt að sjá heildarmyndina og ef hún breytist ekki að öðru leiti en því að Benitez fari þá efast ég um að nokkur þróun verði. Ef umgjörðin annars breytist þá er ekki víst að þjálfarinn þurfi að víkja. Þetta er hvorki svart né hvítt.
  Ég myndi aftur á móti vilja að gæði umræðanna hér færi aftur nær því sem hún var áður en hún varð svona vinsæl. Kannski er þetta einföld fortíðarþrá en ég minnist þess ekki að það hafi verið svona ofsafengin ómálefnaleg umræða á síðasta tímabili Houllier og þó er ég sannfærður um að klúbburinn hafi verið í mun verri stöðu hvað varðar þjálfara í það minnsta þá.

 47. Jóhann (#45) – það er ekki stefna okkar að henda út ummælum sem við erum ósammála. Ef menn vilja gagnrýna Benítez eftir hvern einasta leik er það í góðu lagi okkar vegna eins lengi og það brýtur ekki þær fáu og einföldu reglur sem við setjum og má finna efst í hverjum ummælaþræði. Ef við færum að henda fólki út fyrir það eitt að vera ósammála okkur værum við hræsnarar.

  Bill Hicks, Boggi Tona og fleiri – ólíkt ykkur tjái ég mig bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur. Þið getið ekki sakað mig um Pollýönnuhátt þegar stutt yfirferð yfir nýleg skrif mín á þessa síðu sýna glögglega að það er einfaldlega ekki satt. Ég gagnrýni liðið, þjálfarann, eigendurna og/eða aðra þegar þörf er á, úthúða liðinu fyrir lélegar frammistöður þegar þörf er á því, hrósa þegar vel tekst til og svo framvegis. Frammistaða liðsins í kvöld var slök en að mínu mati skrifaðist það að einhverjum hluta á þreytu eftir langt ferðalag (rökstuðningur: Barcelona sl. þriðjudag). Að mínu réði slök dómgæsla hins vegar baggamuninn í kvöld.

  Auðvitað er hægt að ræða hvort Benítez hefði getað stillt öðruvísi upp eða eitthvað þess háttar en að ætla að ræða bara það og láta eins og ferðalagið og dómgæslan hafi ekki átt neinn þátt í tapinu í kvöld er í besta falli barnalegt. Sumir tala eins og Benítez bara beri skylda til að stilla upp 4-2-4 og vinna alla leiki 3-0 eða meira. Slíkir menn eru best geymdir í barnaherbergjum með stýripinna milli handanna. Það er alltaf hægt að vinna stórsigra í Pro Evolution Soccer eða FIFA.

  Margt að í klúbbnum og frammistaða liðsins ekki góð í kvöld. Það er hins vegar ekki Pollýönnuháttur að tala um skelfilega dómgæslu og mikla ferðaþreytu (sem við Íslendingar berum víst ábyrgð á). Pollýönnuháttur væri ef ég reyndi að sannfæra alla um að þetta hefði verið frábær frammistaða og úrslitin skínandi góð. Það gerði ég ekki og hef aldrei gert.

 48. Ég upplifði undarlegasta kvöld mitt sem stuðningsmaður Liverpool. Liðið mitt, sem ég missi ekki af leik hjá, var að spila í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða eða hvað sem á að kalla þessa keppni. Þegar um 20 mínútur eru eftir af leiknum vorum við félagarnir, báðir eldheitir stuðningsmenn, báðir á því að horfa frekar á Steve Davis keppa við Alex Higgins í heimsmeistarakeppninni í snóker.

  Horfðum reyndar á leikinn til enda en ég held ég hafi aldrei fyrr horft á fótboltaleik jafn gerilsneyddann af skemmtilegheitum. Hef hvorki fyrr né síðar séð Liverpool spila jafn ástríðulausan fótbolta.

  Hef stutt Rafa hingað til – en ekki lengur. Get ekki meir.

  Áfram Liverpool!

 49. Burt séð frá einum leiðinlegasta leik síðan við spiluðum á móti Barca í sömu keppni á Camp Nou á spáni í sömu keppni fór 0-0, þá er þetta LFC lið búið að drulla uppá þak á tímabilinu. Það sem einkennir skrif hérna á þessari væl-blogg síðu sem er í minnsta lagi málefnaleg eru þráhyggja og afneitun !

  Þetta er ekki flókið strákar ! Bæði leikmenn og þjálfari eru gjörsamlega búnir að fyrirgera því að maður hafi mikinn áhuga á þessu meðalliðið sem spilaði við A.Madrid í uppbótarkeppni lélegra félagsliða í kvöld. Lausnin er fólgin í því að stokka all hressilega upp í sumar, þjálfarann burt og slatta af leikmönnum sem ekki hafa getað mikið. Menn tala um Berbatov sem flopp ?!?!?! ég held að við megum líka líta aðeins nær okkur .

  Nýja fjársterka eigendur (ekki ameríkana) , Nýjann stjóra, Nýja ALVURU leikmenn ! og þá tel ég upp leikmenn sem ég vill halda . Pepe Reina, Mascherano, Torres, Babel, Agger, Kyrgiakos, Carra, Skrtle, Aurelio, Yossi, Maxi, Pacheco, Nemet. Eflaust margir hissa á að fyrirliðinn er ekki einn sem ég vill halda, en ég er á því að ef að það á að byggja liðið upp á ný er þess betur komið að hann fari. SORRY en það er blákalt mat mitt.
  Ef það fást 40 mill + fyrir hann þá umm að gera selja hann.. Hann er ekki ómissandi eins og margir halda. Ekkert frekar en Henry var ómissandi fyrir Gooners ..

  Góðar stundir
  LFC maður sem er kominn með allveg nóg af bullinu á Anfield !

 50. Það er líka grundvallarmunur á milli þeirra sem tala hér neikvætt um allt og þeirra sem að reyna að horfa á hlutina með aðeins jákvæðari augum. Þeir sem eru hvað neikvæðastir tjá sig nánast ekkert um leikinn. Hann er auka-atriði í þeirra augum því þeir þurfa að létta af sér um hvað þeim þykir Rafa ógeðslegur og Lucas og Kuyt ömurlegir.

  Kommentið hans Kristjáns #18, sem menn kalla Pollýönnu-komment fjallar hins vegar eingöngu um leikinn í kvöld enda er þetta leikskýrsla, ekki ræðum-almennt-um-hvað-allt-er-ömurlegt-skýrsla.

  Ég kem hérna inn eftir leiki til að ræða um leikinn. Jú, stundum er það svo að menn átta sig á einhverju í leiknum, sem hefur áhrif á liðið umfram þennan eina leik. En að menn hérna, sem að ALLIR vita hvað finnst um liðið í dag, skuli koma strax eftir leik og rakka allt og alla niður – en ræða nánast ekkert um leikinn er óþolandi.

 51. Það sem einkennir skrif hérna á þessari væl-blogg síðu sem er í minnsta lagi málefnaleg eru þráhyggja og afneitun !

  Alvöru talað strákar, ef þið kunnið ekki við þessa síðu, finnstu hún ritskoðuð o.s.frv. sleppiði þá að koma hingað, það er enginn að neyða ykkur til að lesa þessa BLOGGsíðu

 52. Fyrst langar mig að commenta aðeins á ummæli #25 þó svo þau hafi verið skotin niður í vinsældarkosningu. Boggi Tona, í fyrsta lagi hef ég þekkt Einar Örn frá því hann var örverpi og heittrúaðri Liverpool áhanganda gætirðu vart fundið (nema kannski hina ritstjóra þessara síðu). Þegar menn eru svona miklir áhangendur að þá má líkja Liverpool við ástvin og eins og flestir vita að þá virðist maður alltaf vera kröfuharðari og beittari í gagnrýni á þá sem maður elskar en þá sem maður þykir minna vænt um. Þannig er það bara. Mér finnst þessi síða vera ritstjórum hennar til fyrirmyndar. Ég les mikið af Liverpool síðum og þessi finnst mér skara framúr hvað varðar faglega gagnrýni og virkilega góða pistla.

  Í öðru lagi finnst mér leiðinlegt að sjá hvað sum ummælin snúast stundum uppí andhverfu sína. Persónulegt skítkast á einfaldlega ekki heima hér og ef menn geta ekki tekið faglegri gagnrýni á þau ummæli sem þeir setja sjálfir inn að þá ættu þeir frekar að sleppa því að tjá sig. Við lesum þessa síðu af því að okkur þykir einstaklega gaman að fylgjast með baráttuglöðum og ekkert of fullkomnum knattspyrnumönnum frá Liverpool FC. Þeir sem hafa einhverntímann stigið fæti á Anfield þekkja þá tilfinningu sem því fylgir og maður einhvernveginn lifir sig inn í umhverfið eins og maður sé skyldur Bill Shankly í beinan ættlegg. Af því að maður hefur nú ekki efni á því að skundast til Liverpool á hvern einasta leik liðsins að þá í staðinn fer maður á “koppinn sinn” og les pistla frá hinum “ættingjum” Bill Shankly. Nánast án undantekningar eru þessir pistlar eins og talað frá mínu hjarta.

  En nóg um það. Leikurinn í gær var alveg týpískur evrópuleikur. Athletico Madrid var einfaldlega betur stemmt fyrir leikinn. Leikmenn Liverpool áttu ekki sinn besta dag en þeir virtust svo sannarlega vera gera sitt best. Þó svo Benítez sé afskaplega umdeildur þjálfari að þá tel ég að hann muni koma þessu liði í úrslit þessarar keppni og ef hann nær að stilla tíðarhringinn saman hjá leikmönnum mun hann standa uppi sem sigurvegari. Ngog virtist afskaplega einmanna og yfirmannaður og ég get alveg verið sammála því að þetta hafi verið aðeins of stórt númer fyrir hann. Lucas og Mascherano voru dálítið úr takti og létu klobba sig alltof oft til að vera satt. Gerrard finnst mér einfaldlega ekki vera búin að ná sér eftir meiðsli vetrarins en hann er alveg að reyna “múvin” sín þótt líkaminn hlíði honum kannski ekki alltaf. Kyrgiakos stóð sig ágætlega en stundum finnst mér eins og hann sé einhverskonar innfylling. Hann er hafður inná af því við eigum ekkert annað til. Ég að minnsta kosti sakna Skrtel. Kuyt og Benayoun voru sprækir en alltaf þykir mér jafn gaman að horfa á Kuyt og það hjarta sem hann setur í hvern leik. Hann er ekki besti fótboltamaður í heimi en þegar hann setur hausinn á undan sér og kræklast í gegnum heilu leikina án þess að gefast upp getur maður vart annað en litið upp til hans.

  Ég get varla beðið eftir seinni leik þessara liða og ég er þess fullviss að leikurinn í gær verður hreinsaður út af harða disk sjónvarpsstöðvanna eftir að Liverpool FC tekur spanjólana í bakaríið á Anfield.

  YNWA

 53. Ef það er eitthvað fyrirsjáanlegra heldur en leikur Liverpool þá er það umræðan á þessari síðu. Af einhverjum undarlegum sjálfspíningarástæðum fylgist maður ennþá með báðum.

  En það er umhugsunarefni að menn eins og Bill Hicks á einum kantinum og Maggi á hinum kantinum eru eiginlega búnir að drepa niður kommentahluta þessarar síðu. Það er orðið svo yfirmáta leiðinlegt að fylgjast með þessum tveimur pennum og nokkrum öðrum vaða yfir allt hérna að það hálfa væri nóg.

  Sjálfur hef ég kommentað hér með reglulegu millibili í 5-6 ár en hef eiginlega hætt því svo maður sé ekki dreginn í annað hvort liðið þegar maður reynir bara að gleðjast yfir því sem vel er gert og gagnrýna það sem mætti betur fara, í stað þess að taka bara annan pólinn í hæðina. Það verður þó að játast að það er mun meira gagnrýnivert við klúbbinn í dag, því er nú andsk. verr og miður.

  Þessi komment eftir leiki eru orðin skelfilega leiðinleg og fyrirsjáanleg. Ég held að ég sé ekki einn um að hafa hopað af velli, hvað hefur orðið um SSteinn og Kjartan ofl. góða penna í vetur? Er búið að hakka ritlöngun þeirra í spað af öðrum hvorum móðursýkishópnum?

  Ljóst er að það er eitthvað meiriháttar að í Liverpoollandi þetta árið, sama hvort það er á vellinum í Madrid eða við lyklaborðin á Fróni.

 54. Ég held að allir séu sammála að það er ekkert að ganga upp hjá Liv. T d sendingar og móttaka ÞARF virkilega að laga, (það er bara staðreynd að þetta er mun betra hjá flestöllum liðum í úrvalsdeildinni) skiptingar sem eru alltaf á 65-72 mín, ( menn sem halda með öðrum liðum, grínast mikið með þetta) þetta er einhver manía hjá RB, og að borga 20 kúlur fyrir AA og nota hann ekki, það bara skilur enginn,það hefði verið betra að nota þann pening í senter. Efalaust er margt anna sem RB er að klúðra með þvermóðsku sinni og margir eru búnir að nefna hér á blogginu. Leikmenn sem hafa gagnrínt RB eru kældir, og sumir segja að þessir menn séu heilaskertir, menn sem eru hættir hjá Liv gefa RB ekki 10 í einkun. Er gottað hafa þjálfara sem talar ekki við suma leikmenn? þess vegna segi ég BURT með RB og þá fara hlutirnir að ganga, ég er sannfærður um það. Leikurinn í gær var slappur og í staðin fyrir að Liv sýni framfarir, sem ætti að gerast með hverjum leik, þá virkar þetta öfugt. Vona að næsta tíð verði mun betri og skemmtilegri. ÁFRAM LIVERPOOL

 55. held að umræðan eftir leik hafi aldrei verið á lægra plani en núna… finnst eins og maður sé staddur á því tímabili sem talað var um að vera í Baugsliði eða Davíðsliði 🙂

  mér fannst þessi leikur ekkert alslæmur þó hann hafi verið langt frá því að vera góður og úrslitin ekkert hrikaleg… fannst við ráða ágætlega við sóknaraðgerðir Atletico en eins og tíundað hefur verið er broddurinn í sóknarleiknum oft á tíðum lítill þegar besta framherja heims vantar í liðið (auðvitað ber stjórinn ábyrgð á því að varaskeifan er ekki betri en raun ber vitni). Fengum ágætis möguleika á að fá færi en það vantaði oft herslumuninn hvort sem það var síðasta sendingin eða móttaka (t.d. Kuyt eftir sendingu Babel). Pepa var öflugur milli stangana og þá fannst mér Mascherano öflugur í varnarvinnunni.

  Þetta var nokkuð klassísk útivallarframmistaða hjá Liverpool í Evrópukeppni undir stjórn Benitez, loka á andstæðingana og reyna að lauma inn einu marki. Oftast nær lítið um færi í þessum leikjum. Oftar en ekki höfum við séð þessa leiki fara 0-1 en ekki 1-0, í þetta skipti skoraði Diego Forljóti skítamark og löglegt mark dæmt af L’pool… náttúrulega hægt að þakka Pepe fyrir hans framlag líka 🙂

 56. hvað hefur orðið um SSteinn og Kjartan ofl. góða penna í vetur? Er búið að hakka ritlöngun þeirra í spað af öðrum hvorum móðursýkishópnum?

  Nail on the head þarna Daði. Hef bara algjörlega misst alla löngun til að tjá mig hérna í kommentum vegna þessarar fáránlega þreyttu Rafa umræðu í við nánast hverja eina og einustu færslu hérna inni. Ég styð Liverpool FC af algjörlega heilum hug og hjarta og hef gert það alla mína tíð. Maður á sér eftirlætis leikmenn á hverjum tíma, en um leið og þeir hverfa á braut, þá kemur einhver nýr eftirlætis í staðinn. Sama á við um stjórana, því stuðningurinn er EINGÖNGU bundinn við Liverpool Football Club og málefnum tengdum félaginu. Mér finnst margt að hjá Rafael Benítez og ég gagnrýni hann fyrir margt. Myndi gera ennþá meira af því hérna inni á síðunni, en það myndi gjörsamlega drukkna hérna inni.

  Því miður þá hefur þessu kommenta dæmi hérna inni hrakað mikið eftir að síðan varð svona vinsæl, mátti kannski búast við því. Það var fátt skemmtilegra en að koma hér inn og ræða um Liverpool og fótboltann, en sú löngun hefur smátt og smátt verið að hverfa hjá manni og nú orðið þá fer ég hreinlega ekki inn á síðuna fyrr en í fyrsta lagi daginn eftir leiki, stundum líður lengri tími, því maður veit upp á hár um hvað er rætt. Eftir sigurleiki, þá tjá sig örfáir, eftir jafntefli eða tap, þá koma sömu kommentin nánast orðrétt eftir sömu aðilana, bara þessi hefðbundni söngur um Rafa burt, Lucas horbjóður, hæfileikalausi Kuyt, Ngog of lítill í alltof stórum fötum…etc.

  Maður er þó haldinn þeirri sjálfspyntingarhvöt að alltaf endar það með því að maður rúllar í gegnum kommentin, en löngunin til að koma með innlegg í umræðuna er nánast engin. Það versta í þessu öllu er að sumir þessara neikvæðustu, virðast vera fjandi góðir pennar, t.d. Bill Hicks, nema þá að hann hafi fengi einhvern snilling til að skrifa góðan pistil fyrir sig og hann paste-ar honum bara alltaf inn aftur og aftur 🙂

  Jæja, farinn úr sandkassanum, yfir til ykkar á ný, farinn að vega salt.

 57. Ssteinn mér finnst þetta nú dálítið eins og að stinga hausnum í sandinn. Við erum að líklega horfa á upp næst lélegasta árangur Liverpool frá stofnum úrvalsdeildarinnar. Það er sama á hvaða Liverpool vefsíðu þú ferð, það eru allir gríðarlega pirraðir yfir þessu ástandi.

  Í ár höfum við ekki getað unnið lið eins og Fulham, Stoke, Portsmouth, Blackburn, Sunderland, Wigan, Birmingham og fl. og í mörgum tilfellum erum við að tapa þessum leikjum. Við erum með miklu sterkari hóp en þessi lið, enda er búið líklega búið að fjárfesta meira í leikmannakaupum undanfarin tímabil en öll þessi lið hafa gert til samans. Ástæðan fyrir því að við erum samt ekki að vinna þessi lið hlýtur vera knattspyrnustjórinn, það er ekki hægt að horfa framhjá því. Það má kenna eigendunum um að Liverpool sé ekki samkeppnishæft við Manutd og Chelsea, en þeir bera enga ábyrgð á því að við getum ekki unnið ofangreind lið. Sá sem ber algjörlega ábyrgð á því er Rafa Benites.

  Hvernig er því hægt að búast við öðru en að knattspyrnustjórinn sé gagnrýndur harðlega? Fyrir flestum hérna þá skiptir gengi Liverpool miklu máli alveg eins og það gerir hjá þér þannig að það er fullkomlega eðlilegt að menn hérna reiðist á köflum. Mér finnst umnræðan á þessari síðu alls ekki fyrir utan velsæmismörk. Stundum koma inn óviðeigandi komment en þeim er eytt út jafnóðum. Ástandið er dökkt og því er umræðan neikvæð. Það er einfaldlega verið að segja hlutina eins og þeir eru. Menn verða bara að þola það.

 58. Er það rétt talið hjá mér að Rafa Benitez hafi á 6 tímabilum skilað okkar mönnum fjórum sinnum í undanúrslit í Evrópukeppni (þrisvar í CL, einu sinni í EL).

  Og að Arsene Wenger hafi á 13 tímabilum skilað Arsenal tvisvar í undanúrslit í Evrópukeppni (einu sinni í CL, einu sinni í UC)

  Ég taldi þetta í fljótfærni og kíkti smá á Wikipedia. Það setur kannski hlutina í samhengi. Já já, Wenger hefur gert marga aðra hluti betur, en Benitez hefur nú unnið sér inn nóg kredit í Evrópukeppni til þess að menn fari ekki að krefjast afsaganr hans eftir 1-0 tap á útivelli.

 59. Ég held að lausnin felist ekki í því að þylja upp tölfræði. Rafa hefur náð ágætis árangri með liðið og tímabilið í fyrra var mjög gott.

  Vandamálið er gengi liðsins í dag og undanfarna mánuði. Það liggur ekki bara í því að liðið hefur lítið getað í vetur. Andleysi, dapur fótbolti, frústreraðir leikmenn eru hlutir sem þjálfari ber ábyrgð á. Mér fannst gagnrýnin á Rafa í haust ósanngjörn. Við vorum ótrúlega óheppnir með meiðsli auk þess sem lykilmenn voru seldir frá félaginu.

  Í dag finnst mér gagnrýnin á Rafa sanngjörn. Depurð undanfarinna mánaða endurspegluðust í leiknum í gær. Lítið flæði, daprar sendingar og hugmyndaleysi einkenna leik liðsins. Það er þjálfarans að mótivera liðið. Enginn annar hefur það hlutverk.

  Til að bíta svo hattinn af skömminni horfir maður á leikmenn í topp standi verma bekkinn leik eftir leik eða þá að bestu mennirnir eru teknir út af þegar liðið þarf fyrir alla muni að sækja og skora mörk.

  Það að stór hluti leikmanna skuli spila með hökuna niðrí brjóstið er sorgleg staðreynd. Ég er á því að núna sé besta lausnin að skipta um þjálfara.

  Ég vil svo taka það fram að þetta er yndisleg síða þar sem ég hef getað blásið út um liðið mitt frá því að hún var stofnuð. Menn mættu samt passa sig í persónulegum ummælum um einstaklinga og ég skora á síðuhaldara að eyða út jafnvel þó einkunagjöfin dugi ekki.

  (Er reyndar lítið hrifin af þessu comment rating – en það er bara mín skoðun).

  Áfram Liverpool!

 60. „Ég held að lausnin felist ekki í því að þylja upp tölfræði.“

  Nákvæmlega. Til hvers að láta smáatriði eins og tölfræði eyðileggja góðar nornaveiðar?

 61. Það er staðreynd að það eru menn, stuðningsmenn ákveðins liðs sem koma hingað inn og skrifa hluti einungis til þess að valda usla og æsa menn upp. Ég veit um menn sem segja stoltir frá því að kíkja inná kop.is þegar Liverpool tapar.

  Þetta lætur mann hugsa hvort að nokkrir ákveðnir menn sem eru mjög tíðir gestir hérna eftir Liverpool leiki, hvort að þetta séu bara einmanna menn sem hafa ekkert annað að gera heldur en að koma hingað inn og æsa upp Liverpool aðdáendur..?

  Er allavega farinn að stórlega efast um að þessi menn styðji Liverpool í alvöru.

 62. Ég er tíður gestur inná þessa síðu og ég kann þeim aðilum sem halda úti síðunni besti þakkir fyrir flott skrif og skemmtilega lesningu. Það má segja að ég komi inná þessa síðu á hverjum einasta degi og lesi það sem ber fyrir augum og hef líkað vel.

  Hinsvegar er það sem er að gerast núna á síðunni í besta falli kjánalegt. Það að vera skiptast á orðum við hvorn annan með því að tala um ljót nöfn og pönnuköku andlit er vægast sagt barnalegt og asnalegt. Ákveðnir menn sem koma hingað inn nær eingöngu til að vera með niðurrif og leiðindi ættu að finna sér aðra síðu til að lesa og djöflast í þar sem þessi síða er bara einfaldlega of góð fyrir slíkan asnaskap. Það er löngu búið að biðja ákveðna menn um að hætta að koma með sömu tugguna leik eftir leik en aldrei láta þeir segjast. Mín tvö sent eru að loka alfarið á þessa einstaklinga því þeir (þó þeir séu með skoðanir) gera lítið annað en að draga þessa síðu niður fyrir velsæmismörk.

  Lélegur leikur í gær að hálfu LFC, sóknarlega steingeldur. 1-0 tap er ekki heimsendir en ég held í þá trú að við sigrum 2-0 eða 3-0 á Anfield í næstu viku. Svo er ég innilega sammála um bróðir N’gog sem er bara því miður fjórum númerum of lítill fyrir alvöru fótbolta.
  Forza Liverpool

 63. Hvað getur maður sagt. Sumir láta hérna eins og ég og fleiri hati Rafa Benitez líkt og við séum í einhverjum sértrúarsöfnuði. Aðrir skipta umræðunni í Davíðs eða Baugsfylkingar á meðan enn aðrir saka hvorn annan um að vera Everton/Man Utd aðdáendur eða þaðan af verra.

  Þetta er vægast sagt mjög erfitt ár fyrir alla Liverpool aðdáendur, menn verða þó að sleppa svona flokkadráttum og hjarðhegðum. En bara til að hafa það á hreinu þá hata ég alls ekki Benitez og tel hann þvert í móti einn af bestu þjálfurum Evrópu. Ég hef oft komið hér inn eftir sigurleiki t.d. hrósaði Rafa í hástert eftir seinni leikinn gegn Benfica enda stillti hann liðinu hárrétt upp þar.
  Enn…

  Hans stjórnun á liðinu í ár er ekkert minna en fullkomið disaster og þetta freakshow í gær sameinaði allt rugl vetrarins í 1 leik. Leikmannakaup sumarsins sýna líka að honum er ekki treystandi fyrir háum fjárhæðum. Hann, leikstíllinn og attitúdið er bara kolrangt fyrir Liverpool og England. Hann er þrátt fyrir allar sínar gáfur og snilld stærsta krabbameinið hjá félaginu og þröskuldur á framfarir.

  Annars er áhugavert að menn verja hinn fyrirsjáanlega og einhæfa Rafael Benitez með að kalla mig sömu nöfnum. Er það ekki þannig að eftir höfðinu dansa limirnir? Kannski gerði Benitez mig svona leiðilegan og útúrpirraðan yfir gengi Liverpool, ég skrifa orðið eins og hann stjórnar. Með illu skal þó illt út reka. Ég mun halda undirskriftinni og nafninu þangað til Kanarnir og Benitez fara frá liðinu.

  Ég hreinlega neita að kommenta efnislega á þennan leik í gær. Þetta var ekki fótbolti sem ég horfði á Liverpool spila og í raun bara rangt af síðustjórnendum að skrifa leikskýrslu um hann. Youtube video af apa að klóra sér í pungnum hefði verið mun meira við hæfi.

  Shit on a Stick, herrar mínir og frúr.

  Einhæft komment. Àfram Liverpool.

 64. Ég sá nú ekki leikinn í gær (kannski sem betur fer) en úrslitin finnst mér alls ekkert svo slæm. 1-0 tap á sterkum útivelli án Torres. Skil ekki af hverju menn eru að missa sig yfir þessu. Það er enn fínn séns að komast í úrslitaleikinn. Væri ekki ráð að róa sig fram yfir seinni leikinn? Bara spyr.

 65. Er farinn að halda að sá einstaklingur sem kallar sig Bill Hicks sé frændi minn því að hann er einn mesti aðdáandi Bill heitins Hicks á íslandi og í þokkabót er hann fokkin Manure aðdándi. Þannig að það er eithvað til í því að sumir séu hérna bara til að reita fjaðrir okkar og ergja okkur.

  Ætti að vera regla ef hægt væri að framfygja henni að menn gætu bara kommnetað hérna undir sýnu raunverulega nafni. Wishful thinking! Þessi síða er farin að lykta ansi illa á köflum :/

 66. „Ég held að lausnin felist ekki í því að þylja upp tölfræði.“

  Nákvæmlega. Til hvers að láta smáatriði eins og tölfræði eyðileggja góðar nornaveiðar?

  Ég er alveg sammála því að menn eigi að færa rök og sannanir fyrir máli sínu en tölfræði er öll túlkunum háð. Eins og klisjan segir með lies, damn lies and statistics og allt það.

  Vil annars bara taka undir með Daða hér á undan.

 67. Bill Hicks, ef þú ætlar ekki að tjá þig efnislega um leikinn, hvers vegna ertu þá að tjá þig í ummælum um leikskýrslu sem eðli málsins samkvæmt er um leikinn efnislega? Ef að þú og aðrir kollegar þínir sem eruð svona gallharðir anti Benitez menn væruð ekki svona virkir að æða beint inná kop.is eftir tapleiki með fyrirfram skrifuðu ræðurnar um allt þetta venjulega sem við lásum eftir síðasta leik og leikinn þar á undan og þar á undan auk þess sem það kom fram við allar aðrar leikskýrslur þá væri maður ekki eins áhyggjufullur um hvert þessi síða er að stefna.
  Ég vil lesa efnislega um leikinn og skoðanir manna á leiknum settar fram á yfirvegaðan og rökstuddan máta en það er nánast horfið þar sem öll ummæli fara alltaf að snúast um það sama.

 68. Ég hreinlega neita að kommenta efnislega á þennan leik í gær

  Slepptu því þá að kommenta á leikskýrslur á þessari síðu.

 69. Jóhann 75

  um allt þetta venjulega sem við lásum eftir síðasta leik og leikinn þar á undan og þar á undan auk þess sem það kom fram við allar aðrar leikskýrslur þá væri maður ekki eins áhyggjufullur um hvert þessi síða er að stefna.

  Vel sett upp hjá þér Jóhann þú segir í raun þarna að Liverpool liðið drullar á sig leik eftir leik og menn keppast við að klikka á þumal upp fyrir því. Sem segir mér að menn eru annað hvort ekki að lesa kommentið eða skylja það bara ekki !! alla vega dettur mér ekki í hug að þumla upp eitthvað sem segir mér að liðið mitt sé að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en það er kannski bara ég.

  þetta segir okkur akkúrat hvernig staðan á liðinu er búin að vera í vetur = tapleikirnir eru allt of margir og samt á maður að vera jákvæður og alls ekki skrifa neitt ljótt um manninn sem alla ábyrgðina ber ??
  Ég bara spyr hvernig er það hægt að vera svona jákvæður og tala um að við vinnum bara næst eins og manni sé andskotans sama þó liðið sem maður er búinn að styðja í 35 ár sé að fara til fjandans ??
  það er endalaust hægt að lifa í blekkingu og trúa því að allt muni þetta lagast en þarf ekki eitthvað að breytast til þess að hlutirnir geti lagast ? eða er eitthvað sem segir okkur miðað við hvernig liðið hefur verið í vetur að það komi til með að breytast án þess að skipt sé um þann sem öllu stjórnar ?

  Mitt mat er nei það breytist ekkert þó svo menn verði verslaðir í sumar það er búið að prufa það síðustu sumur og flestir af þeim mönnum sem einhverju áttu að breyta eru horfnir á braut eða eru ekki notaðir. það sem þarf að breytast er leikskipulag, skiptingar, og að láta menn spila sem gerðu vel í síðasta leik í stað þess að taka þá út úr liðinu.

 70. Boggi Tona, það er búið að segja það milljón sinnum á þessari síðu að það er engum bannað að gagnrýna. Reyndu nú einu sinni að finna frumlegri rök en þau að við viljum ekki að neinn gagnrýni Rafa. Það er enginn að tala um hvort megi gagnrýna Rafa eða ekki, það er hins vegar verið að tala um það að þið rænið hverjum þræðinum á fætur öðrum til að rífast um hversu vanhæfur hann er í stað þess að tala um leikinn.

  Við tökum þetta MJÖG föstum tökum á næstunni. Ég lofa þér því. Gagnrýndu eins og þú vilt en ræddu leikinn.

 71. Sá ekki ummæli frá Kristjáni Atla fyrr. En kanski eru marga færslur manna EINS og í leikjunum á undan og þar áður og þar áður, og koma kanski út eins og þær séu fyrirfram ákveðnar eða afritaðar, en er það ekki vegna þess að leikirnir undanfarið hafa verið mjög svipaðir, slappir og engin metnaður í leikmönnum og þjálfara.

 72. Már, hvaða leikir? Þetta eru úrslitin úr fimm síðustu leikjum Liverpool:

  • 1-1 jafntefli við Birmingham
  • 4-1 sigur á Benfica
  • 0-0 jafntefli gegn Fulham
  • 3-0 sigur gegn West Ham
  • 1-0 tap gegn Atletico

  Gengi liðsins hefur verið misjafnt að undanförnu, en það sem gerist hér inni er mjög skýrt: þegar liðið vinnur leiki koma flestir úr “Burt með Rafa. Áfram Liverpool”-hópnum ekki hingað inn, tjá sig ekki, af því að þeir vilja ekki segja neitt jákvætt. Þeir þegja frekar og bíða eftir næsta lélega leik. Svo þegar það gerist þá koma menn inn og endurtaka það sem þeir sögðu síðast þegar liðið lék illa, og láta eins og góðu leikirnir þar á milli hafi ekki gerst.

  Menn ræða ekki leikinn. Lestu ummæli Bill Hicks, Grellis, þín og fleiri hér að ofan. Eru menn að gagnrýna Atletico-leikinn? Eru menn að tíunda þau mistök sem Rafa gerði í þeim leik? Nei. Menn eru bara að segja að hann sé ómögulegur, í stað þess að ræða leikinn.

  Ég ætla að stöðva þessa umræðu núna. Það eru komnir tveir nýir þræðir á síðuna þar sem menn geta rætt hlutina. Framvegis verður svona ummælum hent út ef þau eru ekki á einhvern hátt að fjalla um leikinn eða það sem færslan fjallar um. Gagnrýnið Rafa eins og þið viljið en í leikskýrslu skuluð þið ræða leikinn sem verið er að fjalla um. Öðru verður hent út.

Liðið gegn Atlético

Van der Vaart til Liverpool?