Lífið eftir Benítez

Þetta verður stutt færsla, enda er ég í páskafríi erlendis og lítið við tölvu. Leikurinn í gær var mikil vonbrigði og voru skiptar skoðanir í kjölfarið. Maggi og Babú stóðu sig eins og hetjur í ritstjórastólnum í gær og héldu umræðunum á málefnalegum nótum. Ég fór yfir ummælin sem þeir fjarlægðu í morgun og setti tvö þeirra aftur inn á síðuna en um leið tók ég mig til og bannaði tvo ummælendur varanlega enda virtust þeir tveir aðilar hafa lítinn áhuga á öðru en að vera eingöngu með skítkast.

Mig langar að varpa fram spurningu. Segjum sem svo að það gerist að Rafa og klúbburinn tilkynni skilnað sinn strax eftir síðasta leik (líkt og Houllier gerði fyrir sex árum). Þá vaknar upp eftirfarandi spurning:

Að því gefnu að Benítez fari, hvaða þjálfara myndu lesendur Kop.is vilja sjá koma í hans stað? Og hvað, ef eitthvað, fleira þyrfti að gerast í sumar til að koma liðinu í góða stöðu á ný?

Hvað myndu menn vilja sjá að gerðist í sumar eftir að Benítez fer, fari svo að hann fari? Hér er ekki ætlunin að ræða Benítez fram og til baka heldur að gefa sér það að hann fari og skoða aðeins hvaða möguleikar væru í stöðunni í kjölfar brotthvarfs hans. Orðið er laust. Ég skora á þá sem vilja hvað mest losna við Benítez að heilla hina með sniðugum lausnum á þeirri stöðu sem klúbburinn er í núna.

Ath.: Endilega haldið umræðunni á málefnalegu plani. Maggi, Babú og hinir eru eins og refir sem veiða öll dónaleg ummæli í fjarveru mín og Einars þannig að haldið þessu siðsamlegu.

120 Comments

  1. ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en það væri José Mourinho…. hann er þjálfari sem skilar árangri sem við stuðningsmennirnir viljum svo svakalega.

  2. Guðjón, ég skil vel ef Mourinho er á óskalista margra stuðningsmanna en hverjar telurðu að séu líkurnar á að hann komi í sumar? Væri nóg bara að fá hann en hafa áfram sömu eigendur? Væri hann líklegur til að vilja koma inn í eigendavitleysuna og peningaleysið sem ríkir hjá okkur?

    Menn verða að ræða þetta aðeins á raunverulegum forsendum. Það er gott og blessað að óska sér þess að fá þennan eða hinn, en hvað segir raunveruleikinn okkur? Finnst mönnum virkilega líklegt að José Mourinho komi til liðs sem er stórskuldugt og getur ekki gefið honum nema lítið fé til leikmannakaupa, til að vinna með Tom Hicks og George Gillett?

  3. Ég tel að stjóra starfið hjá LFC sé eitthvað sem höfðar til Mourinho. Hann hefur vissulega einhverjar kröfur sem yrði að mæta en afhverju tel ég að hann myndi vilja taka starfið að sér ?

    Hann er líklega með stærsta egóið í boltanum í dag. Eitt af mest krefjandi verkefni í fótboltaheiminum er líklega að enda bið eins stærsta, þekktasta og mest studda fótboltaklúbbs í heimi – Liverpool FC. Ef hann tæki starfið að sér og honum myndi takast það yrði hann goðsögn!

    Hann veit að Liverpool hefur margt með sér, er með heimklassaleikmenn í Gerrard, Torres, Masch og Reina. Eru með bestu stuðningsmenn í heimi , og saga Liverpool FC sýnir að þjálfarar fá tíma til að sanna sig. Honum verður ekki sparkað eftir að gera liðið að tvöföldum englandsmeisturum, sbr Chel$ki.

    Fyrir utan Jose veit ég ekki hvern ég myndi vilja fá – ég treysti könunum ekki til þess að taka þessa ákvörðun, sérstaklega ekki eftir Klinsman fíaskóið.

  4. enda bið LFC eftir PL titlinum á þetta að sjálfssögðu að vera.

  5. Mourinho hefur þegar sagt að Liverpool sé ekki kostur miðað við núverandi stöðu liðsins í eigenda- og fjármálum. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna við erum hér að ræða þann möguleika. Mourinho spilar auk þess leiðinlegasta fótbolta sögunnar og stoppar aldrei nema 2-3 ár hjá félagi, hefur t.d. sagst eiga eftir að þjálfa í Þýskalandi og portúgalska landsliðið. Hingað til hefur hann gert allt sem hann hefur sagst ætla að gera.

    Ég veit ég er eins og rispuð plata. En ég horfi bara á stöðu félagsins eins og hún er og ef Rafa fer sé ég ekki að við eignumst meiri pening eða fáum innspýtingu af peningum. Þá þarf að fara í enduruppbyggingu félagsins enda það allt rekið samkvæmt hans vilja og áherslum. Í þá enduruppbyggingu fer tími og þá þarf hæfan þjálfara sem er tilbúinn til að halda sig að mestu við leikkerfið en getur unnið með unga menn og fundið leikmenn sem styrkja liðið en kosta ekki of mikið.

    Ég hef líka sagt áður og segi enn að ef að á að skipta um þjálfara er kominn tími til að kveðja þjálfara sem koma frá meginlandinu. Við gáfumst upp á hugsun Houllier og erum að gefast upp á ímynd Benitez. Þarna fara tveir hæfileikaríkir þjálfarar sem alltaf og alls staðar hafa náð árangri, en virðast ekki hafa það sem þarf til að ná árangri í Englandi.

    Ég talaði lengi um O’Neill sem góðan kost, en ég hef orðið fyrir verulegum vonbrigðum með gengi Aston Villa og upplegg hans í vetur, svo hann er út úr myndinni.

    Í dag er því efstur á mínum óskalista Alex McLeish, stjóri Birmingham. Ungur stjóri sem alls staðar hefur náð árangri. Hann byrjaði sem player-manager hjá Motherwell og náði besta árangri félagsins, tók þá Hibernian og reif þá upp úr 1.deild í skosku premier og náði besta árangri félagsins í tugi ára þar. Tók við Rangers á miðju tímabili þar sem deildin var dottin uppfyrir, vann báðar skosku bikarkeppnirnar fyrsta veturinn sinn. Stuttu síðar varð hann skoskur meistari og náði lengst allra skoskra liða í CL. Eftir fjárhagshrun Rangers lenti hann að vísu í vanda og gerði mistök í leikmannakaupum og hætti 2006 þar.

    Þá tók hann skoska landsliðið og náði eftirtektarverðum árangri í gríðarerfiðum riðli, þó ekki hafi hann komist þaðan áfram, heldur Frakkar og Ítalir.

    Hann vildi fá að þjálfa á daglegum basis og horfði til Englands, tók Birmingham og náði ekki að bjarga sökkvandi liði frá falli þó litlu hafi munað. Hann hins vegar hefur byggt þetta félag upp á nýtt, er með ferlega góða þjálfara með sér og náð í eftirtektarverða leikmenn fyrir litla peninga sem hafa smellpassað inn í leikkerfið hans.

    Sem er? Jú, 4-2-3-1!!! Það kann hann afar vel og því gæti hann klárlega komið til Liverpool og nýtt sér það lið og leikmenn sem á Anfield eru í dag. Hann er ákafur á hliðarlínunni og fagnar eins og vindurinn þegar hans liði gengur vel (nokkuð sem væri gaman að sjá hjá stjóra) – þekkir það að stjórna bresku stórliði og hefur sýnt að hann er ekki hræddur við að taka stórar ákvarðanir.

    Ég vel því hann að því gefnu að Rafa kveðji, en það stendur enn í mér að þegar hugsanlega tekst að fá pening inn í Liverpool án söluskuldbindinga þá verði Rafa látinn taka pokann sinn. Menn gleyma því að Rafael Benitez hefur MARGSINNIS getað fengið störf hjá félögum sem hafa yfir miklu meiri peningum að ráða og ég fullyrði að ef að hann hefði gefist upp sumarið 2007 eða í kjölfar Klinsmannfarsans væri LFC enn í sama skítnum og það var sem félag við brotthvarf Houllier. Því þarf að skoða málin verulega í sumar og m.a. átta sig á hvaða áhrif brotthvarf hans hefði á leikmannahópinn og félagið sem heild.

    En semsagt, mitt nafn er Alex McLeish, því ég er 100% viss um að Mourinho er ekki að koma á Anfield sem áhorfandi á meðan að núverandi ástand er í gangi hjá félaginu og ég tel líka litlar líkur á að Purslow og Dalglish velji hann til að stjórna félaginu, hann er mörg þúsund mílur frá ímynd þeirri sem LFC hafa valið sem stjóra, sá síðasti (og eini í raun) sem stjórnaði félaginu og taldi sig merkilegri en það heitir Graeme Souness og það hjálpar ekki mótormunninum sem alls staðar telur sig þann merkilegasta, en spilar svo líka ómerkilegasta fótboltann.

    Ég vona því að fleiri nöfn en hans skili sér í þessa umræðu, hann er svo augljóslega kostur, en líka svo augljóst ekki á leið á Anfield.

  6. Ég ætla bara að skrifa undir þetta sem Maggi segir hér fyrir ofan mig, algerlega sammála.

  7. Ég hef sagt það áður. Ég vildi að Liverpool væri löngu búið að losa sig við Benítez og King Kenny væri búinn að taka við sem, allavega, Caretaker.

    En Maggi, hvar hefur Mourinho sagt: “að Liverpool sé ekki kostur miðað við núverandi stöðu liðsins í eigenda- og fjármálum.”??

  8. Sæll Kristján
    Spurningin var “hvaða þjálfara myndu lesendur Kop.is vilja sjá koma í hans stað” og þar sem þetta er maðurinn með stærsta egóið í dag, maður sem tekur alltaf titla (misstóra bara) þá held ég að hann gæti gert góða hluti fyrir drengina okkar. Þegar hann var hjá Chel$ky þá þoldi ég ekki þennan mann….

    Líklega vilja engar ofurhetjur í þjálfarabransanum koma til Liverpool eins og er þar sem eigendurnir geta varla verið sammála hvaða dagur er, hvað þá fundið pening til að styrkja hópinn eða nokkuð annað. Finnst mönnum líklegt að þessir herramenn finni þá allt í einu margar milljónir punda til að borga Benitez fyrir að hætta? Ég er ekki að sjá þá reka Benitez miðað við sögu þeirra félaga, því er það spurningin hvort Benitez finni það hjá sjálfum sér að hann sé komin að endastöð?

    Áður en Benitez kom þá vildi ég þjálfara eins og Martin O´Neill og ég væri alveg til í þann mann enn þann dag í dag.

    Hvað segja menn um:
    Avram vin okkar glaða sem er að hætta hjá Portsmouth, amk talar Hemmi Hreiðars vel um hann eða Mark Huges?

  9. Sömu eigendur og Jurgen Klinsmann sem þjálfara.

    Basic.

    Að öllu gríni slepptu þá held ég að Mourinho sem þjálfari (hversu ólíklegt sem það er) væri eitt það besta sem gæti komið fyrir Liverpool í núverandi stöðu. Fyrir utan árangur hans sem þjálfara, þá myndi hann líka (með glöðu geði) beina allri þeirri slæmu athygli sem liðið hefur fengið síðustu ár þökk sé GogH – að sjálfum sér. Hann gæfi fjölmiðlum margt til að tala um, hluti sem kæmi hagsmunum liðsins ekki beint við og þar með tæki alla pressuna af leikmönnunum (og að vísu eigendum) yfir á sig.

    Það sem þarf þó að gerast eru nýir eigendur sem geta sannfært menn eins og hr. Torres um að vera áfram, auk þess að koma með peninga til að kaupa fleiri og betri menn í kringum áðurnefndan Torres, Gerrard, Mascherano og Reina.
    Þá þarf að sannfæra Sami Hyypia um að koma í þjálfunarteymi liðsins og taka D. Agger í kúrsinn How To Be Me 101.

  10. Til hvers að fá þriðja besta skoska þjálfarann? David Moyes væri mun áhugaverðari kostur ef menn vilja endilega skoskt. Það væri áhugavert að sjá hvað sá maður gæti gert með stærri buddu heldur en hjá Everton.

    Laurent Blanc væri líka áhugaverður kostur. En sumir hér sögðu í haust að hann hefði ekki gert nokkuð á sínum ferli og væri bara annar Houllier.

    Mourinho væri að sjálfsögðu no-brainer þó svo að sumir sjái aldrei neina metnaðarfulla möguleika hjá Liverpool í þeim efnum. Eignarhald og kaupmáttur gæti breyst á morgun og þess fyrir utan langar manninn í metnaðarfull verkefni.

    Það þarf að auki að kaupa amk. 3 toppklassa leikmenn í sumar. Varnarmann, kantmann og sóknarmann. Annars mun ekkert gerast, góðir þjálfarar eru með góða leikmenn, bestu þjálfararnir eru með bestu leikmennina.

    Svo eru reyndar sumir eins og Benitez sem taka bestu leikmennina sína útaf en það er önnur saga.

  11. Mourinho vill ekki fara til liðs eins og Liverpool því hann vill ekki faila. Ég efa það að hann þori til Man Utd. Hann mun enda hjá Man City eða Real Madrid á næstu árum. Hann er með of stórt egó til að taka við liði þar sem honum gæti mistekist. Þótt hann hafi náð frábærum árangri með Porto, þá held ég að hann vilji hafa gullnámu á bakvið.

  12. 5 :

    “Mourinho spilar auk þess leiðinlegasta fótbolta sögunnar…”

    Er þetta e-ð grín Maggi? Hefurðu horft á Liverpool undir stjórn Benitez?

  13. Að mínu mati er framtíðin (næstu 2-3 season) ekki björt fyrir okkar klúbb – ástæðan er einfaldlega of mikið af farþegum í þessu liði og það mun taka okkur nokkur ár að skipta þessum gaurum út fyrir aðra sem eiga skilið að spila í Liverpool-teyjunni. Við verðum að horfast í augu við það að Carragher er að verða búinn, það er kominn dálítill “Neville” í hann að minu mati – Siðan erum við með aðra handónýta spilara eins og Insua, Degen og Kyrikos eða hvað hann heitir.. Þetta eru allt miðlungsspilarar því miður. Á miðjunni eru líka eintómir meðaljónar að undanskildum Gerrard og Macherano og svo vildi ég geta séð meira af Aquilani til að dæma um það – Aðrir spilarar þarna gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir liðið – Menn eins og Lucas, Benayoun, Kuyt og Maxi eru ekki á þeim standard að gera Liverpool að stórveldi að nýju – Það má hugsanlega gefa Kuyt prik fyrir baráttuna og svo hefur hann skorað nokkuð mikið fyrir okkur í vetur – en hann á það til að reyna allt of mikið að vera góður, hann er góður í baráttunni og pressunni en hann á oft í basli með að senda 5 metra sendingar og að taka menn á.. En ok ég er til í að gefa honum breik en hina vill ég losa mig við.. Síðan er löngu ljóst að Babel og Rafa eru löngu búnir að missa virðingu fyrir hvorum öðrum – Sem ég held að hafi haft slæm áhrif á móralinn hjá liðinu – En Babel á örugglega eftir að blómstra einhvern tíman þegar hann hefur tekið til í hausnum á sér og fær þjálfara sem trúir á hann en hann hefur verið alltof lengi að hirða bara laun frá félaginu án þess að skila nógu til baka – Seljum hann því áður en hann verður eldri.. Síðan þarf ekki að ræða Riera, ég hefði mikla trú á honum en eftir það sem hann lét út úr sér í vetur þá á hann ekki breik hjá Rafa og maður sem sleppir sér svona á einfaldlega ekki skilið að vera í teyjunni – En auðvitað verður ekki litið fram hjá því að skýringin er sú að Rafa nýtur ekki neins trausts, svona fíaskó eins og með Riera og Babel í fyrra myndu ekki sjást hjá leikmönnum undir stjórn Ferguson eða Morinho.. Það er einfaldleg staðreynd.. Síðan er auðvitað algjörlega grátlegt að þessi klúbbur sem í gegnum gullaldar-ár sín skartaði besta sóknarbolta í Evrópu skuli vera með 1 canter! Hann er auðvitað besti center í heiminum en það er ekki nóg að hafa hann einan það veit hver heilvita maður sem eitthvað vit hefur á fótbolta. Ég sá að einhverjir voru að hæla þessum Ngog fyrir innkomuna núna á móti Birmingham, hann hafi komið sér í góð færi og eitthvað í þá veru en það er nú samt þannig að centerar eiga að skora fyrir okkur og þessi sláni ber hvorki þá hæfileika né getu sem við viljum sjá í Livepool!

    Og þá er spurningin hvað ég vill sjá gerast.. Í fyrsta lagi þá upplifði ég í fyrsta skipti í gær að mér fannst Rafa einfaldlega vera að rústa klúbbnum, fór að velta fyrir mér hvort hann væri á launum hjá Ferguson til að gera lítið úr Liverpool liðinu – Jafntefli á móti Birmingham þar sem hann skiptir besta leikmanni liðsins út af og eins markaskorara liðsins út af þegar 25 min eru eftir af leiknum og segist svo eftir leikinn vera ánægður með spilamennskuna… -> Í alvörunni, er það þetta viðhorf sem menn vilja hana hjá félaginu? Ég vill það allavega ekki – Mottó-ið “það er ekki aðalatriðið að vinna, það er bara að vera með” fannst mér nánast hljóma frá kallinum.

    Ég styð hugmyndina um Morinho – hann er algjör winner! En líklegast er það rétt að hann vill ekki sjá að koma inn í þetta andrúmsloft á Anfield sem segir meira en mörg orð um stöðu félagsins -> þetta var eftirsóttasta staða í þjálfarageiranum í heiminum fyrir ekki svo löngu síðan.. Ég er líka sammála Magga með að Mcleish er góð hugmynd og líka O´Neil – allavega þarf nýtt viðhorf inn í hópinn. Við þurfum gæði í þennan leikmannahóp, það að vera með svona marga farþegar eins og ég sagði hérna í byrjun gerir það að verkum að aðrir leikmenn detta niður á sama plan og þegar við spilum líka svona hrikalega varkáran bolta þá verður þetta eins og að horfa á lélega leik í þriðju deildinni í Azerbajan.

    Við eigum að kaupa David Villa í sumar, sama hvað það kostar.. Ég meina við keyptum meiddan Aquilani á 20m.. Og svo ættum við að stela Joe Cole af utd.. Það myndi að mínu mati sýna að þessum eigendum er full alvara… Ef við gerum ekki eitthvað róttækt í sumar þá held ég að framundan sé mikill frost-áratugur fyrir félagið..

  14. Ég held að grundvallar atriði í því að Liverpool fari að ná árangri sé að það komi eigendur að klúbbnum sem hafa bolmagn og skynsemi til að reka svona klúbb. það er nefnilega að mínu mati ekki nóg að eiga bara fullt af peningum það hefur sýnt sig með klúbba eins og Real td.
    En ég mundi gjarnan vilja sjá Guus Hiddink sem þjálfara ef ég ætti að velja einhvern raunhæfan kost. Hann spilar hraðan skemmtilegan fótbolta og hefur yfirleitt náð góðum árangri með misgóðan mannskap. Hann sýnir tilfinningar og hefur skoðanir á hlutunum.
    Benites er mjög hæfur þjálfari en mér lýður eins og hann sé búinn að missa tökin á leikmönnum og ef það gerist er aðeins tvennt í stöðunni annað hvort að skipta út lykilleikmönnum og til þess höfum við bara ekki nægt fjármagn, fyrir utan að ég vill ekki skipta út Torres og Gerrard. Eða skipta um þjálfara, en eins og ég sagði í upphafi verður að skapa ró í kringum eigendamál klúbbsins.

    kv Berger

  15. Ég væri til í að sjá þessi ummæli Jose M. Maggi, um að LFC sé ekki inní myndinni – það hefur algjörlega farið fram hjá mér.

  16. Sælir allir. Ef Benitez fer, en sömu eigendur halda áfram, við fáum nýan þjálfara, er þá ekki alveg á hreinu að sá sem tæki við kæmi inn á sömu biltum og Benitez? Ég á við að alveg sama hvaða nafn við fáum, hann fær þennan mannskap lið í sárum í 4-6 sæti (4 sætið er takmarkið núna) en ekki meiri peninga til að spila úr. Sömu áherslur: Selja til að kaupa.
    Hvað ætti t. Mc Leish að gera þarna? Hefur hann sýnt eitthvað annað en varnarsinnaðan hálofta bolta? Og halda hreinu á heimavelli? Jurgen Kleinsman, Fat Sam, Hiddink,Morhinio, allir þessi þjálfarar þurfa að byrja á ground zero. Ég er ekki að verja Benna, er mjög ósáttur við stöðu liðsins, en liðið þarf líka að sýna okkur í verki að þeir vilji ná árangri. Því miður hefur þeim ekki tekist að sannfæra mig í vetur. Greinilegt að það er eitthvað mikið að. Það sást best í gær þegar Torres gekk af velli. Hef sannfærst betur og betur um það í vetur að við áttum að hirða helvítis dolluna í fyrra. Takk fyrir mig. Njótið dagsins.

  17. var þetta ekki bara e-ð ,,sources close to mourinho” sem sögðu að hann hefði ekki áhuga á Liverpool m.v. núverandi eigendur… held að hann hafi ekki sagt það beint sjálfur opinberlega

  18. Finnst mönnum Moyes vera algjörlega út úr myndinni af því hann þjálfar Everton í dag?

  19. Sammála öllu sem gunni #13 sagði. Meðal mennskan er okkar akkilesar hæll og hefur verið lengi. Kostaði okkur td dolluna í fyrra.

  20. Ég tel einsýnt að Rafa fari frá Liverpool. Það er ástæða til að þakka karlinum vel unnin störf en nú þarf félagið okkar nýja krafta. Margir vilja Mourinho sem næsta knattspyrnustjóra Liverpool. Ég er einnig á því að Liverpool freisti Mourinho svo fremi að nýtt fjármagn komi til. Liverpool er nákvæmlega sú áskorun sem maður með hans skapferli vill prófa krafta sína á. Benitez skilar af sér góðu búi þrátt fyrir allt. Ef frá er talinn eigendablúsinn er umgjörð félagsins frábærlega skipulögð og bíður þess eins að maður með meiri dirfsku taki við og svo slatta af peningum vitanlega.
    Ég tel að Mourinho tækist að ná árangri með Liverpool en vill samt ekki sjá hann sem þjálfara. Draumurinn er að við taki þjálfari sem fellur betur að karakter Liverpool liðsins. Liverpool hefur ávallt verið dæmi um liðsheild og hollustu fremur en stjörnur og stæla. Gömlu góðu stjórarnir Shankly, Paisley og jafnvel Dalglish voru heilsteyptir menn með hugarfar íþróttamannsins. Mourinho er maður annarrar gerðar. Hann er einstaklingshyggjumaður, hann vill sjálfur vera stærsta stjarnan, hann er hrokafullur og þótt hann sé framúrskarandi knattspyrnustjóri er hann hálfgerður skíthæll sem er til eilífra vandræða hvar sem hann þjálfar. Hann hentar því ekki Liverpool nema til stundarárangurs sem er ekki það sem ég óska mínu elskaða félagi.
    Ég því miður engan enskan þjálfara sem gæti tekið við Liverpool. Sá knattspyrnustjóri sem ég tel að ætti að reyna að lokka á Anfield er þjálfari Schalke, Felix Magath. Magath er þýskur karakter af bestu gerð. Skipulagður, agaður, mikill knattspyrnupælari og algjörlega laus við þörfina fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar og að skyggja bæði á leikmenn sína og félagið eins og Jose karlinn.
    Það verður ekki létt verk að krækja í Magath en sannarlega einnar messu virði.

  21. Mitt val væri Kenny Daglish. Maðurinn er þvílíkt legend í Liverpool borg og hefur sannað það sem þjálfari að hann er sigurvegari. Maðurinn gerði Blackburn að meisturum!! Ég veit að hann er búinn að vera lengi frá þjálfunarstörfum en það er fáir sem þekkja gildi klúbbsins eins og hann og ég efast að það sé til maður í Liverpool sem nýtur jafn mikillar virðingar, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum.
    Eins aðhyllist hann sóknarbolta og það er svo sannarlega eitthvað sem ég myndi vilja sjá hjá okkar félagi..
    Það sannaðist hjá Barca þegar innanbúðarmaður eins og Guardiola tók við, þetta lið er búið að bæta lítið við af leikmönnum, losað sig við Ronaldinho og Eto’o og er að spila þvílíkan bolta…

  22. Ein hugmynd*:

    Eigendamál: Hafa það sem markmið að sumarið 2012 eru félgaranir tveir horfnir af braut og inn komnir fjársterkir menn sem eru tilbúnir að vera forystumenn í þeirri byltingu að endurvekja ástkæra stórveldið okkar. Ný hugsun, nýir leikmenn, nýr leikvangur. Tvö ár ætti að vera raunsætt markmið um að rétta peningalega hlið félagsins af og borga upp skuldir, eða a.m.k. að hafa hugmynd um hvernig eigi að borga þær upp.

    Þjálfaramál: Halda Benítez við stjórnvölinn tvö tímabil í viðbót, eða til sumarsins 2012. Þá eru komnir inn nýir, fjárhagslega sterkir eigendur, sem gætu borgað upp þau tvö ár sem Benítez myndi þá eiga eftir af samningnum sínum (sem hann skrifaði undir í eftirminnilegum mars 2009). Þangað til getur hann komið liðinu í sæmilegar horfur aftur, þar sem Liverpool yrðu áskrifendur að topp fjórum með góða leikmenn innanborðs. Nýr þjálfari fundinn.

    Framtíðarsýn: Sumarið 2012 er fagurt sumar og sólin skín í Liverpool hjörtum um gjörvallan heim. Eigendurnir tveir eru horfnir af braut og inn komnir menn með nóg á milli handanna. Skuldlaust félagið hefur hafið byggingu að nýjum 80-90 þúsund manna velli og upphæðir sem aldrei hafa sést áður á Anfield á að eyða í heimsklassa leikmenn sem smella í mikilvægasta verkefnið í sögu félagsins: að endurvekja það. Þessi tvö ár sem eftir voru af samningi Benítez hafa verið borguð upp og Benítez þakkað fyrir góð störf hjá félaginu og einkum fyrir að hafa náð að rífa liðið upp að vissu marki, eftir hörmungartímabilið 2009 til 2010. Nú er aðeins eitt verk eftir og það er að ráða mann til að stjórna skútunni. Áhuginn verður óbærilegur og kemur úr ótrúlegustu áttum – hver einasti knattspyrnustjóri vill taka þátt í þessu ótrúlega spennandi verkefni. En hver er nógu hæfur? Er það kannski hinn margumdeildi José Mourinho, sem var að enda við að renna út af samningi hjá Inter Milan?

  23. Úff ég veti ekki hver ætti að taka við ef Benitez fer. Það hefur alveg komið ágætlega fram hér fyrir ofan með ýmsa óvissu sem við, almúginn, vitum ekkert um sem gerir málið bara enn skemmtilegra til að velta vöngum yfir.

    Fyrir mitt leiti að ef það koma peningar inn þá væri 1. kostur að halda Benitez og leifa honum að kaupa það sem hann vill inn í þetta lið. Ef hann ætti að fara og peningarnir væru til staðað þá er ég ekki 100% á því að Mourinho sé besti kostur svona upp á að halda einhverju klassa yfir nafninu Liverpool. Þó á auðvitað ekkert að vera meitlað í stein í þessu fremur en öðru.

    Ef eigendamál og peningaleysið og allt það sápukúlubull og froðusnakk heldur áfram og Benitez á að fara þá hallast ég helst að Harry nokkrum Redknapp. Finnst hann hafa staðið sig vel með þau lið sem hann hefur verið að stýra undanfarin ár og gert gott úr því sem hann hefur úr að moða.

    Langar að lokum að skjóta svolitlu inn sem viðkemur leiknum í gær og útáskiptingunni með Torres. Það kemur fram í öllum fjölmiðlum hér heima að stuðningsmenn Liverpool hafa verið að baula. Er algerlega ósammála því og um leið sammála þeim þulum sem voru að lýsa leiknum á enskri stöð í gær. Þeir sögðu að þetta hafi verið stuðningsmenn Birmingham að baula á N’gog vegna dýfunnar sem hann tók á Anfield í fyrri leik liðanna. Enda var baulað á hann í hvert sinn sem hann kom nálægt tuðrunni. Áhangendur Liverpool eru sem betur fer seinþreyttir til leiðinda gegn sínum eigin mönnum. Svo er alveg sér kapituli þetta videó frá Sky með Gerrard og viðbrögðin hjá honum. Ef menn horfa á leikklukkuna þá sjá menn að það er verið að klippa þarna fram og til baka. Á 64 mín er Torres skipt útaf og á 66 er Gerrard að stjúka kollinum og svo er aftur skipt á 64 mín þegar Torres hleypur af velli og svo aftur á 66 mín þegar Benitez glottir. Aulafréttamennska allt þetta en hvað um það.

  24. Ef Torres var þreyttur þá biður hann um skiptingu, en rb á ekki að taka besta manninn sinn útaf af því að hann heldur að hann sé þreyttur. Ég held að ef menn vilja hafa rb áfram og hann fái pening til að kaupa eins og Jói #23 talar um ,þá verði þetta lítið betra vegna þess að rb er ekki að nota mennina sem allir aðrir vilja nota sb, AA, Masch, Agger og Babel, sem hefðu átt að birja í gær, ÓSKILJANLEGT. Til í að fá Mourinho eða Daglish, Jafnvel að hafa aðstoðarþjálfarann sem að ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. Svo mega Lucas og Kuyt fara ásamt rafa b í sumar….

  25. Ég segji eins og margir aðrir hérna, væri til í að sjá sönnun fyrir því sem Maggi alhæfir, að Morinho Liverpool væri ekki inní myndinni. ÞEtta hefur alveg farið framhja mér. (Einni setningu eytt úr ummælum vegna skítkasts. -KAR).

    En sú krafa sem ég geri er að fá þjálfara sem er skemmtilegur og spennandi karakter og lætur liðið spila skemmtilegan á árangursríkan fótbolta. Er kominn með nóg af stjórum sem eru einskonar morðingjar góðrar knattspyrnu eftir Houllier og nú Benitez. Þessi krafa gerir það að verkum að ég vil ekki Morinho, þó vissulega hafi hann margt annað til brunns að bera.

    Laurent Blanc er spennandi kostur en Alex McLeish er algjörlega út úr myndinni enda spilar hann ekki fótbolta. Hann spilar skotgrafarhernað ala Houllier og það vil ég ekki sjá, hef meiri metnað en svo.

    En ég er svo sem ekki með neitt nafn í huga sem ég endilega vil, frekar hugmynd af hvernig stjóra en hvaða. Enda er það ekki í mínum verkahring að finna nýjan stjóra. Ég bara veit að Benitez er algjörelga búinn á því og er að drepa klúbbinn okkar með þrjósku sinni og vitleysu.

  26. Lucas, guðmávitahvaðgiakos, babel, bennayon, rodriges. Mín vegna mega þessir postular sigla sinn sjó í sumar. Held að kátur megi bara fara líka. Þarna e ru komnar nokkrar millur fyrir einn eða tvo mola í framlínuna. Svo er það Carra. Er ekki kominn timi á að þetta legend sem er ekkert annað en skugginn af sjálfum sér fái bara að fara í langa fríið. Ég meina hann er fastamaður í byrjunarliðinu, alltaf. Á hann má skrifa slatta af mörkum þar sem hann klikkaði í dekkingu, skoraði sjálfsmark þegar hann ætlaði að gefa tilbaka á Reina, og svo má lengi telja. Alltaf byrjar hann inná. Þetta miðvarðar dæmi hefur reyndar verið hausverkur. Held samt að ´Carra megi fara. Hann er orðinn of gamall. Hyppia var orðinn gamall líka en mörgum caliberum betri.

  27. Sammála nafna (5) Alex McLeish.
    Ég vildi hann þegar RB var valinn og vil hann enn.

  28. Sælir félagar

    Allt orkar tvímælis þá gert er. Rafael Benitez hefur verið við stjórnvöl Liverpool í uþb. sex ár. Áangur hans í öllum keppnum er ásættanlegur og vel það nema í ensku úrvalsdeildinni.

    Aðstæður hans til uppbyggingar hafa verið að sumu leyti góðar en að öðru leytinánast óásættanlegar. Góðar að því leyti að nhann hefur nú “öll” völd á skipulagi og uppbyggingu mannskaps og mannakaupa ásamt með æfingum og akademiu. Fjárhagslegt bakland og aðstæður til mannakaupa hafa hinsvegar verið óviðunandi og hugmyndir “kananna” um enskan fótbolta eru glórulausar og í engum takt við hefðir og sögu félagsins.

    Ef við lítum á þetta má segja að árangur Rafa sé ótrúlegur að mörgu leyti. hinsvegar hefur hann oft tekið ákvarðanir og lagt upp taktík sem mönnum og konum finnast í besta falli sérkennilegar og í versta falli glórulausar. Hann er því umdeildur innan stuðningsmannahóps klúbbsins og það mun ekki breytast held ég.

    Skoðanir fyrrverandi leikmanna félagsins eru skiptar. Sumir vilja hann burtu og aðrir segja hann eiga að vera áfram. T. d. Jan Mölby hefur mikla trú á Rafa og svo er um fleiri. Erfitt er hinsvegar að gera sér grein fyrir stöðu hans meðal leikmanna þar sem þeir skynsamari þegja eða lýsa yfir stuðningi en hinir blaðra í fjölmiðla og verða bæði sjálfum sér og klúbbnum til skammar. Það er nefnilega ekki Liverpoolhátturinn að fara með ágreining í fjölmiðla heldur leysa menn malin innan sinna vébanda.

    Að reka Rafa eða fara fram á uppsögn hans þýðir amk. tvennt.

    Í fyrsta lagi að öllu uppbyggingarstarfi hans er hent fyrir róða. Það á við um uppbyggingu á öllum sviðum klúbbsins. Ég held að allir sem nærri koma séu sammála um að sá hluti hugmyndafræði Rafa sé í toppklassa.

    Í öðru lagi mun það þýða að nýr stjóri mun rífa það starf að einhverju eða ef til vill að mestu leyti niður og koma sínum áherslum og hugmyndum til framkvæmda. Það mun tefja meistarabikarsókn liðsins um einhver misseri meðan verið er að koma á nýju skipulagi. Svo er hitt að haldi Rafa áfram og breytingar verða á fjárhagshlið og mannakaupum mun það verða í beinu samhengi við það sem hann hefur verið að gera. Því ætti þróun hans á liðinu að verða skilvirkari og skila sér miklu fyrr en ef nýr stjóri kemur.

    Það er líka eins og kemur hér fram í öðrum kommentum ekkert gefið í stjórmálum þegar aðstæður eru eins og þær eru með kanavitleysingana að baki stjóranum hver sem hann verður eða er. Aðeins breytingar á eignarhaldi og þar með auknir peningar til aðgerða í mannakaupum getur í raun breytt gengi félagsins.

    Að þessu athuguðu er ef til vill best að Rafa haldi áfram og fái ef til vill tvö ár með breyttu eignarhaldi og auknum fjámunum til að koma enska bikarnum í hús. Róttækar breytingar í stjórnun og skipulagi mun alltaf lengja þá bið. Að byggja á því sem fyrir er og bættar aðstæður eins og að ofan segir gætu gefið Rafa það örendi að hann nái þessu marki. Munum að Rauðnefur þurfti 6 til sjö ár til að ná árangri í sínu starfi. Og MU var titlalaust (enska úrvalsdeildin) í nærri 30 ár.

    Þrátt fyrir að Rafa hafi oft gert mig gráhærðan (þessvegna er ég gráhærður jú sí) með ákvörðunum sínum þá leggst það einhvernvegin þannig í mig að það væri misráðið að láta hann fara. Að henda starfi og skipulagi undanfarinna ára er of mikil áhætta og sóun. Að gefa Rafa lengri tíma með breyttu eignarhaldi og meiri peningum er trúverðugra en að breyta til bara til að breyta. Því segi ég “no komment” við hugmyndum um nýjan stjóra fyrr en eftir 2 til 3 ár.

    Það er nú þannig

    YNWA

  29. jahá sælir fellow liverpool menn , eins mikið og mig langar að vera málefnalegur þá kem ég fram með sömu klisjuna s.s ég vill Rafa burt og lucas verður að fara með honum ………

    En ef ég sný mér að arftaka Rafa þá er ekki spurning hver er efstur á lista og það er jose , en það er spurning hvort að það yrði nokkurntíma . Þar sem að sá möguleiki er líklegast ekki fyrir hendi þá væri ég til í einhvern al breskan töffara , helst einhvern sem gerði garðinn frægann hjá okkar ástkæra liði í den . Þá fer maður að telja upp þá sem koma til greina og þeir eru því miður ekkert alltof margir , og efstur á blaði þar yrði þá væntanlega kenny dalglish .
    Mig langar í restina að koma aðeins að leiknum í gær í sambandi við þessa skiptingu , hver man ekki eftir síðasta tímabili þegar að við gáfum frá okkur efsta sætið á klaufalegann hátt í kringum jólin . Þá eins og núna var Rafael okkar að hræra upp í liðinu eftir mjög gott gengi , þóttist þurfa að hvíla flestar stjörnur og það væri of mikið álag á þeim . Ef að leikurinn í gær kallaði ekki á að taka sénsa með heilsu manna og hreinlega reyna klára þennan leik þá bara í fyrri hálfleik þá ákvað maðurinn að rótera liðinu þannig að það væri alveg öruggt að ekki yrði spilaður sóknarbolti , og þá spyr maður sig ENN EINU SINNI hvað maðurinn er hreinlega að spá !!. Það gaf alveg augaleið þegar kuyt og bennajón var skipt útaf þá fóru sóknirnar okkar að þyngjast en því miður var okkar hættulegasti leikmaður farinn ÚTAF á þeim tímapunkti . og þá féll það í skaut ngog og maxi að vera okkar aðalmarkaskorarar sem var aldrei að fara skila neinu !! hvað var ngog búinn að spila mikið af alvöru fótbolta fyrir þennan leik og hvað hefur maxi sýnt okkur sem segir að hann sé að fara skora úrslitamark fyrir okkur ????? svarið er í báðum tilfellum nánast ekkert ! .

    sumsé þetta tímabil skrifast á taktískan ósigur rafael benitez rétt eins og í fyrra , mér er alveg sama hvað við vorum “nálægt” því í fyrra að taka dolluna það er bara ekki nóg sérstaklega vitandi það hvernig stöðu liðið var búið að koma sér í fyrir jólatörnina . ÞAÐ ER MORGUNLJÓST AÐ ÞÖRF ER Á BREYTINGUM OG ÉG PERSÓNULEGA HELD AÐ ÞAÐ SÉ HJÁ ÞJÁLFARATEYMI SEM ÞARF AÐ TAKA HVAÐ MEST TIL HJÁ .

  30. Þessar greinar Guillem Balague er ágætt að rifja upp í þeirri umræðu sem hér á sér stað. Veruleikinn er ekki alltaf eins og við vildum hafa hann og nýr þjálfari þarf peninga. Kannski koma þeir og kannski ekki!
    http://www.guillembalague.com/blog_desp.php?titulo=Liverpool Must Face Up To Reality&id=394

    Og hér er klausan um Mourinho : >I know for a fact that Mourinho is very well informed about the financial situation at Anfield: he knows that in order for Liverpool to compete at the top in the wealthiest league in the world, new investment is needed but there is nothing on the horizon. Consequently, it is neither an attractive proposition nor an option for Jose.<
    Sjá nánar hér http://www.guillembalague.com/blog_desp.php?titulo=Why I am backing Benitez&id=382

  31. Smá feill í tenglunum en ef þeir eru afritaðir allir inn í nýjan glugga virka þeir. Kann ekki að laga það.

  32. Varðandi hvað Mourinho hefur sagt, þá er þetta jákvæðasta útgáfan á ummælum hans varðandi eigendurna.

    http://www.goal.com/en-india/news/222/transfer-zone/2010/03/21/1843063/inter-boss-jose-mourinho-interested-in-liverpool-job-report

    Einfalt að finna fleiri, setjið þessa setningu hér: “Mourinho won’t go to Liverpool under current owners” í leitarvél og þið finnið margar greinar.

    Kobbi í #12. Já, Mourinho er mílum, mörgum mílum, varnarsinnaðri en Rafa, hann fær meira að segja gagnrýni Á ÍTALÍU fyrir of mikla áherslu á varnarleik. Mourinho nær árangri vissulega en telur sig stærri en liðin sem hann vinnur fyrir með gríðarlega skipulögðum varnarleik. Ber virðingufyrir árangri hans en vona að við getum fundið t.d. það form sem við sýndum í fyrra í 4-1 stútinu á OT, eða 4-0 móti Madrid, eða 5-0 móti Villa.

    Gunni í #13. Barcelona spila með 1 senter. Og Arsenal. Vandinn er ekki uppstillingin heldur mennirnir. Sóknarbakverðir Barca og menn eins og Messi, Xavi og Henry aftan við einn senter er auðvitað urrandi sóknarfótbolti.

    Gunnar Ingi í #25. Gott þætti mér að fá að vita hvaða bulli ég hef velt inn á þessa síðu. McLeish. Spilar hann leiðinlegan háloftabolta? Ég greinilega hef horft minna á Birmingham en þú, því mér hefur einmitt liðið ná árangri með hápressu og hröðum sóknarleik sem byggir á teknískum djúpum miðjumönnum. Svo er auðvitað í hnotskurn fínt hvernig þú endar pistilinn, þú útilokar Mourionho auðvitað með þinni kríteríu sem kallar á skemmtilegan fótbolta og telur Rafa hafa eyðilagt klúbbinn. Arftakinn?

    Er það ekki vandinn í hnotskurn, núverandi eigendur eru nýbúnir að gera langan samning við mann sem þeir vilja vinna með á sínum forsendum, og bara alls ekki sjálfgefið að stórir bitar vilji vinna á þeim nótum.

    Það er allavega mín skoðun, það mun enginn stjóri verða meistari með Liverpool á meðan ástand félagsins er eins og nú.

  33. Þvílíkir draumórar sem menn eru með hérna.

    Held að menn þurfi að horfa raunsætt á þetta og spyrja sig að einu. Haldið þið að Jose Mourinho, Kenny Dalglish, Alex McLeish eða hver sem er myndi ná betri árangri en Benitez með sömu eigendur og sama peningaleysi og er við lýði hjá klúbbnum þessa dagana?

    Mourinho náði flottum árangri með Chelsea þegar hann gat keypt alla sem hann vildi án þess að þurfa að spá í kostnaði. Dalglish eins mikið legend og hann er skeit gjörsamlega upp á hnakka með Newcastle og Celtic. McLeish var rekinn frá Rangers og stuðningsmenn þeirra snerust algjörlega gegn honum. Everton áttu skelfilegt tímabil undir stjórn David Moyes og áhorfendur heimtuðu að hann yrði rekinn. Klúbburinn ákvað að eitt slakt tímabil væri ekki nóg til þess að láta hann fara og eftir það lá leiðin aðeins uppávið fyrir þá bláklæddu.

    Benitez kemur Liverpool nær því að vinna titilinn en nokkur annar síðustu 20 ár en í kjölfarið er buddan þrengd, við missum menn á sama tíma og aðrir klúbbar í kringum okkur versla eins og enginn sé morgundagurinn.

    Ekki hefur það heldur hjálpað að Torres er búinn að vera meira og minna meiddur og Gerrard aðeins skugginn af sjálfum sér.
    Get fullyrt það að Man Utd væri ekki á þeim stað sem þeir eru núna ef Wayne Ronney hefði misst úr jafn marga leiki og Torres í ár.

    Staðreyndin er bara sú að hvort sem Rafa Benitez er við stjórnvölinn hjá Liverpool eða Jose Mourinho þá mun klúbburinn ekki vera samkeppnishæfur við óbreytt ástand. Við þurfum stærri völl og þykkara veski ef við viljum eiga séns á titli næstu árin.

  34. Hjartanlega sammála þér Helgi. Þetta er staðreindin í hnotskurn.

  35. Myndi vilja sjá Mourinho, McLeish eða bara einhvern óþekktan sem hefur það sem þarf til þess að taka liðið á næsta level. Það að halda því fram að það sé enginn hæfur nema Benitez til að halda áfram með liðið undir núverandi aðstæður vegna eigendamála er bara bull. Minnir á hræðsluáróður ónefnds stórnmálaflokks hér á landi sem sagði að allt færi til fjandans ef hann færi frá völdum, sá sami flokkur sá um að keyra allt fjandans.

    Margoft hefur því verið haldið fram að Benitez ekki geta eytt peningum. Þetta er bara kjaftæði þar sem að hann hefur eytt töluvert umfram það sem hann hefur selt. Vissulega hafa Chelsea og Utd geta eytt umfram Liverpool og nú er City komið inní dæmið en ég minni á að það er kreppa í heiminum og flest öll lið hafa dregið saman seglin í kaupum. Minni á að Utd seldi fyrir töluvert hærri upphæðir fyrir þetta tímabil og Chelsea byggði meira og minna á þeim mannskap sem hann hefði fyrir þetta season. Aðstæður Benitez hafa að mörgu leyti verið líkar Arsene Wenger að hann hefur þurft að nýta peningana sína vel, kannski að titlarnir hafa ekki verið margir hjá Wenger uppá síðkastið en þeir mega eiga það að þeir spila frábæra knattspyrnu og hafa náð langt í flest öllum keppnum.

    Verð að játa að mig hryllir við þeirri tilhugsun að Benitez verði áfram hjá Liverpool af nokkrum ástæðum.

    a) Skemmtanagildi Liverpool hefur í 90% leikja í vetur verið álíka fjörugt og æxlun jurta af körfublómaætt.

    b) Það virðist sem leikmenn séu búnir að missa áhugan á að spila fyrir liðið og stórann. Það vottar ekki fyrir leikgleði hjá leikmönnum og hefur ekki gert í allan vetur. Því miður sé ég bara ekki hvernig Benitez fær þessu ástandi snúið við.

    c) Öll tímabil utan eitt undir stjórn Benitez hafa endað fyrir áramót. Það sem hefur síðan bjargað heiðri stjórans er góður endasprettur.

    d) Stór kaup undanfarin ár hafa algjörlega floppað og miðlungsmenn hafa verið keyptir fyrir allt of hátt verð, Aquilani, Keane, Riera, Bellamy, Lucas og ótrúlegustu miðlungsmenn sem ekki kæmust í miðlungs úrvalsdeildarlið prýða hópinn eins og Ngog og El Zhar.

    e) Benitez er búinn að vera hjá klúbbnum síðan 2004, ekki hefur einn einasti leikmaður komið uppúr unglingaliðinu sem hefur fest sig í sessi í byrjunarliði eða leikmannahóp Liverpool.

    Það eru eflaust fjöld stjóra þarna úti sem eru hæfir til að taka við Liverpool og ekki gleyma því að það væri veruleg áskorun fyrir topp stjóra að taka við þessum fornfræga klúbbi og vinna fyrsta titilinn í 20 ár. Aðdráttarafl Liverpool FC er sterkt og skipta þar eigendamál engu máli heldur saga félagsins og stuðningsmennirnir.

    Draumurinn í sumar væri, nýr stjóri, nýjir eigendur og nýjir gæða leikmenn.

  36. Ég er handviss um að nýr stjóri breyti engu. Benítez á að mínu mati að fá næsta tímabil með mun meiri pening til að bæta upp fyrir þetta tímabil. Ef það klikkar má hann taka pokann. Á með HogG rústa fjárhag félagsins er ekki nokkur leið fyrir félagið að rífa sig upp. Það er sorglega staðreynd málsins.

  37. <

    p>(Fyrri hluta ummæla eytt af ritstjórn. – KAR)p>

    Það er eitt nafn sem engin hefur talað um. Steve Nicol. Þar fer fyrrverandi leikmaður sem kann gildi klúbbsins inn og út og hefur náð árangri alstaðar sem hann kemur sem þjálfari. Nú veit ég bara ekki hvernig fótbolta hans lið hafa spilað en árangurinn er þó áhugaverður.

  38. Afhverju þarf alltaf að leita að eftirmönnum innan klúbbsins ? Daglish hefur ekki komið að þjálfun síðan konur gengu með axlarpúða og það hefur sannað sig þó nokkrum sinnum að þeir sem þekkja “gildi klúbbsins” gengur ekkert betur en þeim sem gera það ekki.

    Þar að auki er 2010, ekki 1970 eða 1980 , gildi klúbbsins hafa breyst.

  39. 32 :

    Gaman hjá þér Maggi að skrifa Ítalíu með hástöfum? Staðreyndin er sú að undanfarin ár hefur þýski og ítalski boltinn verið sá bolti í Evrópu (af stærstu deildunum) sem langmest hefur verið skorað í. Enski boltinn er loksins að taka við sér í ár eftir mörg ár með fáum mörkum. Svo ekki vera með eitthvað bull um að Ítalir spili varnarleik heima fyrir þó landsliðið þeirra sé þekkt fyrir það.

    Inter er búið að skora flest mörk í ítölsku deildinni, 61 mark í 32 leikjum.

    Liverpool er búið að skora 54 mörk í 33 leikjum.

    Hvað hefurðu horft á marga leiki með Inter í deildinni undanfarin 2 ár? Er ekki viss um að þeir séu margir miðað við þín skrif. Að halda því virkilega fram að Inter sé að spila varnarsinnaðan bolta er algjör fásinna.

  40. hei Hér er ein kreisí hugmynd….

    Hvað með að gera S. Gerard að spilandi þjálfara??? Gekk það ekki fínt upp með Dalgliesh þarna um árið? Er ekki staðreyndin sú að Gerrard ræður öllu sem hann vill ráða nú þegar?

  41. verð bara að gera copy/paste á þessi ummæli !!! að mínu mati hægt að eyða öllum hinum ummælunum ! vel mælt Helgi

    33Helgi
    þann 05.04.2010 kl. 13:50

    Þvílíkir draumórar sem menn eru með hérna.

    Held að menn þurfi að horfa raunsætt á þetta og spyrja sig að einu. Haldið þið að Jose Mourinho, Kenny Dalglish, Alex McLeish eða hver sem er myndi ná betri árangri en Benitez með sömu eigendur og sama peningaleysi og er við lýði hjá klúbbnum þessa dagana?

    Mourinho náði flottum árangri með Chelsea þegar hann gat keypt alla sem hann vildi án þess að þurfa að spá í kostnaði. Dalglish eins mikið legend og hann er skeit gjörsamlega upp á hnakka með Newcastle og Celtic. McLeish var rekinn frá Rangers og stuðningsmenn þeirra snerust algjörlega gegn honum. Everton áttu skelfilegt tímabil undir stjórn David Moyes og áhorfendur heimtuðu að hann yrði rekinn. Klúbburinn ákvað að eitt slakt tímabil væri ekki nóg til þess að láta hann fara og eftir það lá leiðin aðeins uppávið fyrir þá bláklæddu.

    Benitez kemur Liverpool nær því að vinna titilinn en nokkur annar síðustu 20 ár en í kjölfarið er buddan þrengd, við missum menn á sama tíma og aðrir klúbbar í kringum okkur versla eins og enginn sé morgundagurinn.

    Ekki hefur það heldur hjálpað að Torres er búinn að vera meira og minna meiddur og Gerrard aðeins skugginn af sjálfum sér. Get fullyrt það að Man Utd væri ekki á þeim stað sem þeir eru núna ef Wayne Ronney hefði misst úr jafn marga leiki og Torres í ár.

    Staðreyndin er bara sú að hvort sem Rafa Benitez er við stjórnvölinn hjá Liverpool eða Jose Mourinho þá mun klúbburinn ekki vera samkeppnishæfur við óbreytt ástand. Við þurfum stærri völl og þykkara veski ef við viljum eiga séns á titli næstu árin.

  42. Góður þjálfari nær öllu því besta út úr þeim leikmönnum sem hann hefur á þeim tímapunkti. Við þurfum svoleiðis mann. Við höfum ekki efni á nýjum þjálfara og fjórum leikmönnum, því miður. Þurfum svona Phill Jackson þjálfara, erum með scottie pippen og jordan nú þegar og eigum nóg af ruslakörlum með 🙂
    Sjáið nú Ferguson, hjá honum eru menn að spila sem ég efast um að myndu meika það í mörgum stórliðum en blómstra í því umhverfi sem hann skapar.

  43. Van Gaal er maðurinn sem þetta félag hefði átt að vera búið að klófesta. Fer smá tími í uppbyggingu hjá honum en hann skilar pottþéttu verki og held ég að flestir séu sammála um að hann sé snillingur.
    Kom til AZ Alkmaar og þó uppbyggingin hafi tekið einhver 3-4 ár endaði það með því að hann rauf sigurgöngu risanna þar. Núna er hann svo að búa til einhverja vél í Munchen og líklega ekki í boði lengur.

  44. Hvaða peningsleysis kjaftæði og væl er þetta??,,
    Staðreyndir:

    • Aðeins eitt lið eyddi peningum eins og enginn sé morgundagurinn fyrir þetta tímabil, það var Man City.

    • Manchester United seldi leikmenn fyrir mun meira en þeir keyptu fyrir þetta tímabil. Reyndar keyptu Liverpool leikmenn fyrir hærri upphæðir en Utd fyrir þetta tímabil. Aquilani+Johnson 38 millj. pund. vs. Valencia og Obertan 20 millj. pund…….Einnig heyrt menn væla að við misstum Alonso,,,bendi á að Utd missti Ronaldo og það voru ansi margir sem héldu að Utd væri eins manns Ronaldo lið.

    • Chelsea keypti engan leikmann sumarið 2008 og Yuri Zhirkov árið 2009 á 18 m.punda og ekki hefur hann verið að brillera eða gera stóra hluti sem hefur gert það að verkum að Chelsea hefur stungið Liverpool af í gæðum.

    • Arsenal er síðan algjörlega sér á báti þar sem liðið hefur síðustu árin selt leikmenn fyrir hærri upphæðir en þeir hafa keypt.

    Það er samdráttur í peningamálum hjá enskum liðum, ÖLLUM!! nema City. Það að menn komi hingað og væli yfir peningaleysi og allir aðrir séu að eyða og eyða er bara blekking og tilraun til þess að loka augunum fyrir óþægilegum staðreyndum.

    Málið er einfalt. Benitez er kominn á leiðarenda. Kaup hans á leikmönnum hafa ekki verið að ganga upp. Liðið spilar leiðinlega knattspyrnu. Leikmenn virðast ekki hafa trú og ánægju af því sem þeir eru að gera.
    Það er þörf á breytingum og það liggur beint við að skipta þarf um stjóra.

  45. En hvað með Capello. Hvað er hann með langansamning við enska knattspyrnusambandið.
    Þar er þjálfari sem virðist vinna sér virðingu leikmanna.

  46. Sammála Gunnari Inga um að vilja fá stjóra sem leggur upp með skemmtilegan bolta, a.m.k. ekki í anda Benitez og Houllier. Of langt síðan það hefur þótt góð skemmtun að horfa á Liverpoolleik, allt of oft les maður um eða sér leiki sem þykja leiðinlegustu leikir í manna minnum. Þegar þjálfarinn er farinn að tala um “situations” frekar en færi og leggja upp með svo yfirgengilega neikvæðan passífan varnarbolta í útileikjum eins og t.d. á móti Stoke í janúar þá langar mann ekkert sérstaklega mikið að eyða tímanum sínum í að horfa á Liverpool því miður.

    Ég er ekki að fara fram á að við verðum farnir að spila eins og Barcelona á næsta tímabili en kannski væri ekki frekt að óska sér þess að liðið spili aðeins djarfari og HRAÐARI bolta og láti andstæðinginn þurfa að aðlaga sig gegn okkur frekar en við þeirra. Held að það fyrirfinnist varla lið með meiri fyrirsjáanlegar og hægar sóknaruppbyggingar. Einnig mætti sá stjóri hafa meiri áhuga á að kaupa framherja og sóknarsinnaða miðjumenn sem geta hlaupið frekar en bakverði sem kosta ekki tæpar 20m punda eða geta ekki neitt og varamarkverði.

    Rökin fyrir því að halda Rafa út af því að það séu ekki aðrir betri kostir er algjört rugl. Þó að eigendurnir haldi að sér höndum og gefi honum ekki frjálsar hendur á leikmannamarkaðnum þá er jafnerfitt að vera sannfærandi rök fyrir því að hann sé með gott record þar. Af núverandi hóp eru aðeins Carra og Gerrard eftir af Houllier tímabilinu og enn og aftur í tíð Rafa þarf að fara í stórfelldar hreinsanir í okkar hóp.

    Einnig virðast leikmenn ekki hafa mikla trú á liðinu í heild sinni eða Rafa, t.d. talar Torres um að það þurfi 4-5 heimsklassamenn sem er ansi hörð gagnrýni á liðið og svipbrigði Gerrard segja allt sem segja þarf. Það læðist að manni sá grunur að ekki sé allt með felldu í búningsklefanum og oft hafa heyrst sögusagnir um klíkur innan liðsins sem ráða öllu og eru ósnertanlegir þegar kemur að liðsvali.

    En að spurningunni sem lögð er fram í þessum pósti, að því gefnu að Benítez fari, hvaða þjálfara myndu lesendur Kop.is vilja sjá koma í hans stað?

    Louis van Gaal væri líklega efstur á óskalistanum en hann tók við BM sl. sumar og því varla líklegur.

    Guus Hiddink væri einnig spennandi kostur en eins er ólíklegt að það gangi að þjálfa landslið og félagslið til lengri tíma.

    Laurent Blanc hefur náð frábærum árangri með Bordeaux en ég held að hann bíði með að fara til annars liðs þar til AF hætti loksins hvenær sem það verður.

    Frank Rijjkard mundi ég vilja sjá en þar sem hann tók við Galatasaray síðasta sumar er það harla ólíklegt en engu að síður er ekki líklegt að hann ætli að staldra þar lengi við.

    Hvað með Marco van Basten? Þó hann sé ekki með mikla reynslu þá er hann með góðan árangur og óhræddur við að taka erfiðar ákvarSðanir eins og t.d. þegar hann var með hollenska landsliðið og tók eldri stjörnur úr hópnum og hleypti nýjum mönnum inn í liðið þó þeir kæmu ekki frá Ajax, PSV eða utan Hollands. Hópurinn okkar gæti þurft á slíkum þjálfara að halda þar sem allir byrjuðu jafnir óháð gamalli frægð eða mögulegri getu. Hann er svo á lausu.

    Slaven Bilic væri líka raunhæfur og spennandi kostur. Einnig hefur hann gefið út að hann langi til að stjórna á Englandi (heim. http://www.guardian.co.uk/football/2008/jun/01/croatiafootballteam.euro2008groupb). Minnir um margt á Mourinho nema skemmtilegri bæði í leikstíl og tilsvörum, ekki jafnhræðilega hrokafullur.

    Felix Magath hugnast mér ekki, þekktur fyrir svipað blæti á úthaldi leikmanna fremur en öðru líkt og Rafa, ef ekki meir. Alex McLeish tel ég ekki hafa orðsporið né vera nógu spennandi, t.d. hafa Birmingham aðeins einu sinni á leiktíðinni í öllum keppnum skorað meira en 2 mörk. Varla svara vert að spá í Mark Hughes, hefur ekkert sannað sig að ráði sem stjóri og er fyrrum leikmaður Manchester United (og Chelsea). Mourinho langar mig ekki að fá og einnig ólíklegt að hann mundi vilja koma í núverandi ástandi. Nenni ekki að spá í fleirum en hugsa að allir ofantaldir gætu verið linkaðir við okkur ef Rafa fer í sumar.

    Hugsa að Marco Van Basten og Slaven Bilic séu alls ekki svo óraunhæfir kostir og mundu marka mikla stefnubreytingu sem við þurfum svo innilega á að halda eftir Houllier og svo Benitez. Ekki fleiri átta manna varnarsinnaðar uppstillingar á útivöllum!

  47. Ég bara óska þess heitt og innilega að við Liverpool aðdáendur fáum sóknarsinnaðan stjóra. Það er kominn tími til að spyrja sig, hvað fær menn til að horfa á fótbolta? Í rúmlega 10 ár höfum við haft knattspyrnustjóra sem spila viðbjóðslegan fótbolta. Er ekki fyrir svo langa löngu komið miklu meira en nóg af þessu? Getum við í öllum bænum fengið kanttspyrnustjóra sem lætur Liverpool spila fótbolta sem gaman er að horfa á. Hjá mér allir hvað ég er orðinn leiður á þessum bolta sem við spilum. Hefur einhver gaman af þessu?

    Við verðum að fá nýjan stjóra. Það þarf ekki alltaf að vera einhver rándýr proven þjálfari sem hefur gert stórbrotna hluti með stórliði. Gefa frekar einhverjum efnilegum sóknarþjálfara tækifæri sem er að gera góða hluti í t.d. Hollandi, frakklandi eða stóru deildunum. Einhvern sem hefur hreðjar til að spila sóknarfótbolta. Svoleiðis verða nú þessir “stóru” þjálfara til.

    Þð getur enginn hérna sannfært mig um það að það séu ekki til miklu betir kostir en Rafa Benites. Fáir myndu þrjóskast við að hafa tvo varnarsinnaða miðjumenn sem eru steingeldir sóknarlega í liðinu allt fokking tímabilið. Fáir myndu láta eins og Dirk Kuyt sé ósnertanlegur. Fáir spila leiki á útivelli með 1-3 sóknarsinnaða menn í liðinu leik eftir leik. Fáir myndi kaupa 20 milljóna punda menn 2 tímabil í röð en neita svo að nota þá. ENGUM Í HEIMINUM myndi svo láta sér detta þá forkastanlegu vitleysu í hug að taka sjóðheitan besta framherja heims af leikvellli þegar við þurfum að nauðsynlega á sigri að halda, ENGUM!

    Við Liverpool aðdáendur eigum betra skilið en þessi jarðarfarar varnartaktík sem við höfum þurft að þola alltof lengi.

  48. Sammála einare, skil ekki hvernig menn geta endalaust sett peninga sem mælikvarða á árangur. Ef liðið okkar er skoðað sjá menn að við erum með hörku manskap.. við erum með einn besta markvörð í heimi, Agger og Skirtl/Carra eru á venjulegau tímabil rosalega öflugir varnarmenn, Johnson er frábær bakvörður, spurning með vinstri bakvörð samt. Gerrard og Masch eru eitthvað öflugatsta miðju dúó á jörðinni, Babel er góður sama hvað menn segja!, Maxi flottur kantmaður, Aqua er fínn leikmaður, þarf bara meiri tíma og svo er náttúrulega Torres besti striker í heimi.. Ef að þessi hópur er mótiveraður á alminnilegan hátt og þjálfari sem kann að spila sókn er til staðar þá eigum við að sjá árangur!!
    Reyndar þurfum við smá heppni í þessum endalausu meðslavandræðum:)

  49. Halldór, einare, Liverpool hefur ekki fengið neinn umfram pening í 3 leikmannaglugga í röð! Það er rétt að toppliðin hafa dregið úr eyðslu sinni, en það er mun auðveldara þegar á árunum á undan þá voru þau að eyða peningum í stórstjörnur og gæðaleikmenn, sem gerir það að verkum að þau dragast ekkert afturúr þó sleppi einu ári án þess að kaupa dýra leikmenn.

    Liverpool hins vegar hefur einungis haft fjármagn til að kaupa miðlungsleikmenn, verða að selja áður en þau kaupa o.s.fr. (flest allir hafa lesið mjög góða pistla hérna um þetta mál, óþarfi að kafa ofan í þetta aftur). Sem gerir það að verkum að við drögumst mun meira og hraðar aftur úr heldur en hin stóru liðin þegar það koma ár án þess að setja neina fjármuni í leikmannakaup. Þannig persónulega finnst mér þetta peningaleysis væl alveg eiga rétt á sér!

    Ég er sammála mörgum hérna inni, Benitez hefði geta gert annsi margt betur, þessi endalausa þrjóska að halda í kerfi sem gengur ekki vel á þessum mönnum, seinar skiptingar, Aquilani o.s.fr. en ég held að voðalega lítið breytist þó við fáum nýjan þjálfara,

    Þurfum nýja eigendur. Þar tel ég að rót vandamálsins sé!

  50. Það er ótrúlegt að horfa upp á það við nánast allar færslu hversu margir hafa ekkert annað til málanna að leggja heldur en hvað Liverpool spilar leiðinlegan fótbolta og Benitez sé lélegur þjálfari. Þó lagt sé upp með færslu um nýjan völl, upphitun fyrir leik, leikmenn eða þess vegna veðrið þá þurfa alltaf ákveðnir einstaklingar að tyggja á sömu hlutunum um Benitez og Liverpool aftur og aftur.

    Eins og nafni minn Kristján nefnir hér í upphafi þá á að gefa sér að Benitez FARI og hvaða möguleikar væru þá í stöðunni í kjölfar brotthvarfs hans. Persónulega varð ég mjög spenntu að sjá hvaða hugmyndir menn hefðu og líka hvaða RÖK menn gæfu fyrir sinni ákvörðun. Nokkrir hér inni eru það vel gefnir að þeir náðu þessu og ef fleiri væru á þeim nótum væri hægt að skapa mjög skemmtilega umræðu hér.

    Þá er að koma sér að efninu. Ég gef mér það að ekki einvörðungu Benitez fari heldur komi líka inn nýjir fjársterkir eigendur. Til að lokka þá aðila sem ég horfi til verður að vera til fjármagn í leikmannakaup, annars er 100% að þeir munu aldrei taka við liðinu. Ég er með þrjú nöfn, þá Mourinho, Capello og Van Gal. Þetta eru að mínu mati einir af bestu þjálfurum heims í dag og ná ætíð árangri þar sem þeir stjórna. Allir þekkja Mourinho og hans árangur, hann er sigurvegari sem nær ávalt því besta út úr sínum mönnum. Einnig er hann mjög klókur í leikmannakaupum þegar peningar eru til staðar. Eini ókosturinn við Mourinho er að hann leggur ekki mikið upp úr uppbyggingu ungra leikmanna heldur er nánast öll áhersla á aðalliðið og árangur þess. Því má segja að hann sé frábær lausn fyrir skjótan árangur en ekki ef horft til framtíðar. Capello er snillingur sem unnið hefur allt og kann sitt fag upp á 10. Liðin hans spila ekki skemmtilegasta fótbolta í heimi en árangurinn lætur ekki á sér standa, sigur í spænsku og ítölsku deildinni sínir að hér er á ferðinnni alvöru maður. Eina vandamálið hér er aldur hans, engu að síður er nánast öruggt að árangur næðist. Að lokum er minn drauma stjóri Van Gal, hann hefur þetta allt. Árangur hans segir meira en þúsund orð. En það sem heillar mig mest við hann er hvernig hann byggir upp lið til framtíðar. Hann leggur mikið upp úr góðu uppbyggingarstarfi og leitast við að fá unga og hæfileikaríka leikmenn upp úr unglingaliðunum.

    Svo er eitt mikilvægt í þessum pælingum að þeir stjórar sem ég nefni hafa allir mikið aðdráttarafl, bestu leikmenn í heimi vilja spila fyrir bestu stjórana. Ég sé ekki fyrir mér að Villa eða Ribery kæmu til Liverpool ef við hefðum Martin O’Neil eða Alex Mcleish í stjórastólnum.

    Krizzi

  51. ROY HODGSON, hvað hann er búinn að gera með miðlungslið eins og Fulham segir allt sem segja þarf. Snjall á markaðnum, breskur og menn virðast bera mikla virðingu fyrir honum í knattspyrnuheiminum. Hokinn af reynslu, klárlega mitt val næst á eftir Jose M, sem að kæmi til Liverpool í draumaheimi…

  52. Maggi, Paul Tomkins er Liverpool og Rafa það sem Hannes Hólmsteinn er Sjálfstæðisflokknum og Davíð. Pollýönnupistlarnir hans sem birtast á LFC síðunni eru svo ótrulega einhliða og lausir við gagnrýni að það er ótrúlegt að hann skuli leyfa birtingu þeirra því á síðunni hans er þó stundum smá gagnrýni til málamynda en þó ekki beitt né raunveruleg.

    Horfum frekar á stöðu liðsins eins og hún er á töflunni, í hvaða keppnum við erum að spila og titla síðustu ára. Að ég tala nú ekki um skemmtanagildið.

    Það að fyrrum leikmenn lýsi svo yfir stuðningi við Rafa skiptir jafnlitlu máli og fyrrverandi leikmenn sem gagnrýna hann. Þeir eru engir heilagir spekingar þó þeir hafi klæðst rauðu treyjunni sama hvort þeir mæla með eða á móti.

    Hins vegar finnst mér það í raun og veru vera næg ástæða fyrir því að fá Rafa í burtu vera það hvernig spilamennsku liðsins er háttað sem er álíka neikvæð og spennandi og fatastíll Steingrími Joðs. Auk þess að liðið er í verri sporum núna en þegar Rafa tók við þó að hann hafi byggt upp allt liðið utan Gerrard og Carra.

    Tökum dæmi. Liðið á móti Birmingham: Reina; Johnson, Kyrgiakos, Carragher, Insua; Lucas, Gerrard, Kuyt, Maxi, Benayoun; Torres.

    Síðasti leikur undir stjórn Houllier, útileikur gegn Newcastle 2004. Dudek; Riise, Finnan, Carragher, Hyypia; Gerrard, Kewell, Murphy, Hamann; Heskey, Owen.

    Hvað kæmust margir úr Houllier liðinu í liðið í gær? Sjálfur mundi ég taka Riise, Hyypia, Carragher (2004 útgáfuna) og Finnan fram yfir varnarlínuna á móti Birmingham. Kewell, Murphy og Heskey væru a.m.k. ekki verri kostir en Kuyt, Maxi og Benayoun.

    Í raun og veru væru Reina og Torres einu kláru bætingarnar í lið Houllier úr núverandi liði en mun fleiri úr liði Houllier sem mundu bæta liðið í dag. (úff, ruglingslegt…)

    heimildir:
    http://www.liverpool.is/Season/MatchReport/3168
    http://www.liverpool.is/Season/MatchReport/3612

  53. Hvaða máli skiptir aldur framkvæmdastjóra ef viðkomandi hefur sýnt og sannað að hann er fær og sigursæll?? Það er ekki hægt að miða allt við Ferguson ár, það er bara einstakt case.

    Væri sko alveg til í stjóra sem myndi vera í 3-4 ár og vinna svona eins 2-3 meistaratitla, einn CL sigur og tvær bikakeppnir sem dæmi,,,frekar en að hafa stóra í 10 ár vinna kannski eina CL og eina bikarkeppni.

  54. einare: Nákvæmlega! Hentar vel að miða við fyrstu árin hjá Ferguson, næstum eins og það sé réttlætanlegt að gefa Rafa 6-7 ár að vinna sinn fyrsta titil því þá taki við sigursæl ár eins og hjá Ferguson. Þó að Ferguson hafi unnið titilinn á sínu sjöunda tímabili og að Rafa hafi náð betri árangri á fyrstu 5 tímabilunum en hann þá er það ekki sjálfgefið að við taki einhliða sigurganga okkar á næsta áratug. Svo hentar auðvitað ekki að miða við Wenger sem vann titil á sínu öðru tímabili né Mourinho á sínu fyrsta.

    Þolinmæði er ekki alltaf dyggð í fótboltaheiminum eins og sannast hjá Real Madrid. Alex Ferguson er frekar undantekning að þolinmæði með stjóra borgi sig. Stundum þarf líka að líta á í hvaða átt liðið stefnir og hvernig núverandi staða er.

    Rafa er ekki stjóri sem byggir upp lið til lengri tíma eins og Ferguson eða Wenger, nóg að líta á veltuna á leikmönnum hjá honum til að fá það út. Stundum geta breytingar líka hresst uppá þreytt lið og verið jákvæðar.

    Ef Rafa heldur áfram þá munu verða allsherjar breytingar á hópnum í sumar og svo mun það gerast tímabilið eftir það o.s.frv. Ég mundi til dæmis ekki veðja á að það yrðu margir núverandi leikmenn í byrjunarliðinu hjá Rafa eftir 2-3 ár ef hann héldi áfram með liðið. Þannig starfar Rafa. Kannski líka kominn tími á að fá stöðugleika á leikmannahópinn frekar en að hugsa alltaf um að gefa stjóranum tíma í stólnum. Öfugsnúin rök að gefa Rafa stöðugleika í starfi þegar hann sjálfur er einstaklega óþolinmóður á leikmenn.

  55. Tja, ætli ég sé einn af þeim fáu sem hafa ekki áhuga á Morinho? Morinho er málaliði og ég hef einmitt verið sáttur við að mitt elskaða félag er þó enn með vott af sál og hefur ekki tekið þátt í matadorleiknum sem City og Chelsea hafa verið í. Morinho er kannski góður þjálfari, en hann myndi aldrei taka ástfóstri við Liverpool.

    Mig langar hins vegar að stinga upp á einum, að sumu leyti vegna persónulegrar aðdáunar minnar á honum sem leikmanni (á sínum tíma) og líka vegna þess að það væri áhugavert að sjá þjálfara með öðruvísi pælingar og með áherslu á sóknarbolta taka að sér liðið: Zico. Jú, hann var rekinn frá Olympiakos en náði góðum árangri með Fehnerbache (kom þeim í fjórðungsúrslit í meistaradeildinni). Menn geta svo dundað sér við að tala þessa hugmynd niður:)

  56. Ég var að henda út nokkrum ummælum, þ.á.m. eftir Magga þar sem hann svarar fyrir sig.

    Ég vil minna menn á að halda sig við efni umræðunnar. Umræðan hér er hvaða stjóra vilja menn sjá ef Benítez fer og/eða hvað annað vilja menn sjá gerast í sumar? Umræðan er EKKI sú hvort Rafa hefur staðið sig vel eða illa eða hvort Maggi bullar í ummælum eða kemur með staðreyndir.

    Haldið ykkur við umræðuefnið. Öllu öðru verður eytt.

  57. Hvað mig varðar þá er ég enn nokkuð efins um að Rafa fari í sumar. En eins og ég sagði, að því gefnu að hann fari …

    … þá er (því miður) aðeins einn stjóri innan Englands sem ég myndi vilja sjá sem augljósan eftirmann og það væri David Moyes. Af því verður þó aldrei þar sem ég held að fyrr frjósi í helvíti en að Everton-menn hleypi okkur nálægt honum.

    Að sama skapi skil ég umræður um Martin O’Neill og Alex McLeish en efa þó að Villa-menn myndu hleypa O’Neill til okkar (ekki nema hann hætti hjá þeim fyrst). Það yrði áhugavert að sjá annan þeirra spreyta sig þótt ekki séu þeir risastóru nöfnin sem við vonumst eftir. En það þarf ekki alltaf að ráða risanafn, ég meina Guardiola var ekki beint stórt nafn þegar hann fór til Barca og Van Gaal var það ekki heldur þegar hann umbylti Ajax á sínum tíma. Kannski gæti einhver af þessum gaurum á borð við McLeish, Owen Coyle eða e-r álíka stigið upp og gert frábæra hluti með stærra liði. Maður veit aldrei.

    Já, og það er til lítils að ræða hvor spilar leiðinlegri fótbolta með lið sín, Benítez eða Mourinho. Þið hafið væntanlega öll séð lið undir stjórn Sam Allardyce spila, er það ekki? Þar hafiði svarið. 😉

  58. Ég get alveg sætt mig við Roy Hodgson, hann hefur margt, mjög margt til brunns að bera, en hefur það kannski á móti sér að hafa aldrei verið með stórlið á evrópskan mælikvarða. Floppaði með Blackburn þegar það lið var næstum því stórlið. En sá er að spila flottan fótbolta.

    Svo er það Van Gaal. Líka alveg ágætur kostur, en mín skoðun er fastlega sú að við eigum að líta á breska stjóra til að taka liðið, því mér finnst ekki líklegt að meginlandsstjórar nái betri árangri en Benitez og Houllier.

    En ég er alveg sammála því að Van Gaal er öflugur þjálfari og byggir upp þau lið sem hann vinnur fyrir. En mín skoðun er ennþá að ef að Rafa á að fara þá er það McLeish.

  59. Af Wikipedia:
    Before the European Championships, Hodgson joined Italian Serie A giants Inter Milan, where he worked from 1995 to 1997. He presided over a rebuilding phase. Inter had finished 13th and 6th in the seasons prior to his arrival. After a terrible start to the season, Hodgson was brought in and guided the club to a 7th place finish in the 1995/96 season, qualifying for the UEFA Cup. The 1996/97 season saw Inter finish 3rd and reach the 1997 UEFA Cup Final, losing on penalties over 2 legs. Hodgson says of his time at Inter, “We lacked stars, apart from Paul Ince. It wasn’t the Inter we see today of household names. They weren’t the best technically but physically they were like machines. The Premier League is like that now, but back then Italy was far ahead.”[4] The side Hodgson built would go on to win the UEFA Cup in 1998 and finish runner-up in Serie A under his successor, Luigi Simoni.

    Þannig að Hodgson er nú með ágætis reynslu af stórum klúbbum. Annars er þetta bara mitt álit og ég mér finnst Fulham núna undir stjórn hans spila skemmtilegan fótbolta, e-ð sem að maður hefur ekki séð mikið af á Anfield síðastliðin ár.

  60. Ef Hodgson hefur það á móti sér að hafa ekki verið með stórlið en þó stjórnað Inter ætti þá slíkt hið sama ekki að gilda um McLeish. Eftir allt verður að segjast að árangur Hodgson með Fulham er tilkomumeiri en McLeish og Birmingham að mínu mati.

    En ætla ekki að vera að hnýta í menn að óþörfu en finnst að menn ættu að athuga heimildir sínar og hafa þær réttar, sérstaklega þegar um stjórnendur síðunnar er um að ræða.

    Svo sé ég ekki af hverju stjóri utan Bretlandseyja ætti ekki að geta náð árangri rétt eins og Breti með Liverpool. Finnst það alveg eins líklegt ef ekki líklegra af þeirri einföldu ástæðu að það eru mun fleiri góðir stjórar utan Bretlands en innan. Sé a.m.k. engin rök fyrir því að það sé ekki eins líklegt.

    Tökum dæmi, ef besti breski kosturinn er Hodgson, McLeish eða O’Neill og besti ‘erlendi’ kosturinn væri Blanc, Rijjkard, Bilic, Van Gaal eða Hiddink þá mundi ég ekki hugsa mig tvisvar um hvaðan sá stjóri kæmi. Eða jú, en hann væri ekki breskur. Mér er sama hvaðan stjórinn kemur rétt eins og með leikmenn liðsins. Geri enga kröfu að við stillum upp 11 leikmönnum fæddum og uppöldum á Merseyside eða ströndum Bretlands og af hverju ætti ég að setja þá kröfu á stjórann.

  61. Ég held að maður verði að byggja sínar væntingar og forsendur á því að núverandi eigendur verði áfram til staðar. Ekkert annað í spilunum eins og staðan er núna. Ég segi fyrir mitt leyti að Mourinho er kostur nr.1. Hann hefur náð árangri þar sem hann hefur verið. Hins vegar óttast ég að hann myndi ekki vilja koma í það umhverfi sem boðið er uppá hjá Liverpool. Þó gæti hann litið á það sem mikla áskorun og slegið til. Ef minnsti möguleiki væri að fá hann myndi ég vilja nýta hann í botn. Á eftir honum finnst mér Martin O’Neill koma. Ég held að hann sé raunhæfur kostur. Hann er eins sú týpa sem mér hugnast vel. Lifir sig vel í leikinn og fær mann til að hrífast með. Kemur með ákveðna gleði sem mér finnst sárlega vanta í okkar ástkæra klúbb. Ég hef trú á að báðir þessir þjálfarar gætu rifið liðið uppúr öldudalnum.

  62. kallin áfram og það er sóknamaður á lausu í sumar sem getur verið vara skeifa fyrir torres hann davíð trezeged.

  63. Tek undir það að það verður að gera ráð fyrir að núverandi eigendur verði áfram við stjórn enda ekkert annað í spilunum eins og staðan er í dag.

    Þá finnst mér gaman að velta upp þekktum nöfnum eins og Hiddink, Blanc, Van Gaal, Mourhino, McLeish og Hodgson.

    En hvernig væri að taka the wild card? Hvað segið þið um afkvæmi dj….? Darren Ferguson? 🙂
    Svo má alveg skoða menn eins og Big Sam eða Niel Warnock djók….
    Síðan eins og bent hefur verið á hér að ofan að það eru efnilegir stjórar í Evrópu sem hafa e.t.v. ekki unnið stóra titla en hafa náð góðum árangri með minni lið og sýnt góða tilburði. Ekki gleyma því að Ferguson var ekki stórt nafn þegar hann kom til Utd.

    Það má e.t.v. nota þekktan frasa “there is a plenty of fish in the sea” málið er bara að hitta á þann rétta.

  64. Þetta er góð umræða og nokkur yfirburðainnlegg hérna. Flest nöfn sem koma til greina í starfið hafa verið nefnd en ég get bætt Didier Deschamps við. Af þeim sem hafa verið nefndir og gætu mögulega gert betur en Benítez eru Bilic, Hodgson, Rijkaard og Redknapp líklegustu og mest spennandi nöfnin.

    Það sem við þurfum að gera okkur grein fyrir í þessu er þrennt:

    1. Getum við sætt okkur við árangur Benítez við núverandi aðstæður sem eru hvaða framkvæmdastjóra sem er mjög erfiðar?

    2. Getum við fundið framkvæmdastjóra sem myndi ná betri árangri og spila skemmtilegri fótbolta við sömu aðstæður?

    3. Er möguleiki á að bæta aðstæður framkvæmdastjórans (auka fjármagnið) og er Benítez þá rétti maðurinn í starfið eða er hann kominn á endastöð með liðið?

    Eins og staðan er í dag er erfitt að reikna með því að aðstæður breytist til batnaðar. David Moores fór einfaldlega með mikla peninga út úr rekstri félagsins og fyrir vikið er það stórskuldugt. Þetta er staðan og þetta er það sem við þurfum að horfa á og því þurfum við að finna þjálfara sem getur og vill vinna með lítið fjármagn og miklar kröfur bæði um árangur og skemmtanagildi fótboltans.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  65. Tja … án þess að fara ræða sérstaklega eiginleika, fótboltastíl eða mögulega eftirmann finnst mér að það verði aðeins að ræða peningamálin áður en menn fara gera sér draumóra um hina og þessa stjóra, leikmenn eða aðrar kryddjurtir.
    Staðan í dag er þessi:

    RBS og Wachinova eiga í raun klúbbinn í gegnum KOP holdings og LFC. Skuldir þessara tveggja félaga eru áætlaðar um 400 milljónir punda en vaxtagreiðslur vegna 2008 voru um 83 milljónir punda. Ljóst er að reksturinn er ekki sjálfbær sem stendur, þ.e.a.s. rekstrarhagnaður án fjármagnsgjalda stendur ekki undir fjármagnsgjöldunum og því blæðir klúbbnum hægt og rólega út.

    Rekstur klúbbins gengur vel og skilaði hann um 30 milljón punda hagnaði fyrir fjármagnsgjöld þannig að ef hann væri hæfilega skuldsettur, eins og hver annar rekstur, þá myndi dæmið ganga upp.

    Hinsvegar þar sem kaupáætlunin hjá Gillette og Hicks var að láta klúbbinn borga sig sjálfan með því að stækka hann, markaðslega og með stærri heimavelli gekk klárlega ekki eftir. Þeir byrjuðu vel og Hr. Benitez fékk að kaupa það sem hann bað um. En síðan ekki söguna meir. Þeir reyna að selja klúbbinn á 500 milljón pund en enginn vill kaupa. Nokkrir áhugasamir en enginn alvöru player sem vill kaupa á því verði.

    Í sumar verður í raun úrslitatilraun bankanna að þá fá félagana tvo til að selja sinn hlut í félaginu til að grynnka á skuldum eða taka nýja eigendur með í hópinn sem geta mögulega lagt fram fé og þá grynnkað á skuldum félagsins og gert félagið sjálfbærara en það er í dag.

    Eftir að hafa lesið ómælda dálksentimetra á vefnum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að á meðan eigendamálin eru í svona stöðu eins og ég hef lýst að ofan, gerist ekkert stórt hjá klúbbnum. Bankarnir munu ekki heimila frekari leikmannakaup eða stórar breytingar á stjórnuninni í klúbbnum á meðan klúbburinn hefur ekki efni á því. Benitez verður því ekki rekinn þeir hafa ekki efni á því. Og ef einhver tekur við því þá er það ekki einhver stór bossi sem kemur og segst þurfa fimm ár og mikið budget til að gera klúbbinn að stórveldi …. (Kunnuleg saga ekki satt).

    Annað er þó með leikmannahópinn. Hann er í nokkuð góðu standi aldurslega, minnir að það séu ekki nema um 2-3 leikmenn um þrítugt og eldri sem skipta máli. Gerrard og Carrager eru stærstu spaðarnir í því. Nú þekki ég ekki samningamál einstakra leikmanna en ég held að það sé ekkert stórt vesen í gangi nema hjá Masch eða Carrager. Aðrir eru með langtímasamninga. Varaliðið er að standa sig allt í lagi og nokkrir spennandi kostir þar í stöðunni sem væri gaman að geta fengið upp með tíð og tíma, þannig að já ég held að við verðum bara að sætta okkur við það að það komi engin stór nöfn til okkar.

    Nú ef Torres eða Gerrard vilja fara þá munu þeir sjálfsagt fara, Inter fær sennilega þá Gerrard og spurning hvort Torres fari til baka til Spánar þar sem Real mun kaupa hann þegar þeir tapa enn einum meistaratitlinum til Barca ….

  66. Það er aðeins einn maður sem kemur upp í mínum huga og það er King Kenny, þið getið röflað að hann hafi skitið með Celtic og Newcastle en hann sigraði deildina með Blackburn og Liverpool, síðasti stjóri til að skila helvítis deildartitlinum í hús á Anfield. Hann veit hvað hann syngur og er alvöru kall, hann er kominn á Anfield hvernig væri að gefa manninum stöðuhækkun, þetta er maður sem vill starfið það er alveg deginum ljósara og hann kann þetta.

  67. Já. Svo ég segi það enn og aftur.

    Hodgson er fínn kostur en mín skoðun er að McLeish sé betri kostur. Vísa ekki til heimilda heldur minnar skoðunar.

  68. Macleash, Moyes, Hodgson, Mourinho, et al…..

    Allt stórfín nöfn og allt það. En einhvern veginn er ég ekki spenntur fyrir neinum af þessum nöfnum sem hafa verið nefnd.

    Mér er fúlasta alvara með að stinga upp á Steven Gerrard sem næsta stjóra.

  69. Maggi, ég er ekki að ná þessu meginlandsstjóra dæmi hjá þér. Góður stjóri er bara góður stjóri, sama hvaðan hann kemur.

  70. Sagði skipting gegn Birmingham ekki allt um það sem segja þarf um Benitez??

    Það sem segjir manni bara það að þeir sem enn styðja Benitez eftir þessa skiptingu fylgja honum í algjörri blindni og er skítt um hag klúbbsins.
    Liðið átti veika von að komast í CL með því að vinna þennan leik en hann ákvað að draga úr möguleikum liðsins til þess að ná því markmiði með að taka besta mann liðsins og match winner útaf á örlagastundu.

  71. Slaven Bilic finnst mér mjög spennandi og nafn sem ég hafði eiginlega gleymt. Hefur reynslu úr enska boltanum, búinn að standa sig frábærlega með króatíska landsliðið og virðist bara vera mjög pottþéttur gaur þrátt fyrir fáránlegt útlit. Einn af efnilegri stjórum Evrópu í dag.

    Hins vegar er mikilvægt að knattspyrnustjórinn hafi aðdráttarafl. Hefði Robben farið til Bayern ef Van Gaal væri ekki þar? Svar: aldrei. Það finnst mér aðalvandamálið við t.d. McLeish. Örugglega öflugur knattspyrnustjóri en aðdráttaraflið í núlli.

    Ef ég gæti valið mann í brúna í dag væri það hins vegar David Moyes andskotinn hafi það.

  72. Held það sé mjög óraunhæft að gera sér vonir um Mourinho. Frábær stjóri en hann er með sínar kröfur og ég held að við mætum þeim ekki eins og staðan er í dag. Plús þá held ég að Mourinho sé ekkert að fara að taka við stjórnartaumunum ef liðið nær ekki meistaradeildarsæti, hvað þá ef það þýðir að lykilmenn óski eftir sölu í kjölfarið. Vona bara innilega að Móri taki ekki við United ef gamli rauðnefurinn þar hættir í nánustu framtíð.

    Ég held hinsvegar að Benni reyni að bjarga tímabilinu með UEFA Cup titlinum og leggi núna ofuráherslu á hann (þessi skipting á Torres gegn Birmingham vakti grunsemdir mínar). Maður er svona pínu að vona að við vinnum ekki þann titil ef það þýðir að Benni verði áfram með liðið. Minni á síðuna http://transferleague.co.uk/ til að skoða eyðslu hans í leikmannakaup á undanförnum árum.

    Ég er reyndar hrifinn af David Moyes, skoskur stjóri með gott lag á því að ná miklu út úr leikmönnum sínum með takmarkað fjármagn. Hinsvegar held ég að hann sé ekkert á leið frá Everton í bráð, hvað þá yfir til okkar. Ég var sjálfur alltaf spenntastur fyrir Guus Hiddink þegar hann var á lausu.

  73. Sammála #78 Ég held að Benitez ætli sér að vinna EL og muni leggja ofuráheyrslu á hana, enda yrðum við á margan hátt með betri tímabil en í fyrra bæði verðlaun og sæti í CL.

  74. Benítez þarf að hætta sjálfur til að það verði breyting í brúnni í sumar. Sé það ekki gerast. Ef svo færi vildi ég fá Pep Guardiola sem gæti hætt með Barcelona í sumar eða eftir næsta tímabil. Hann vill stýra á Englandi og mér finnst hann passa inn í “the Liverpool way” ef svo má segja. Hefur ekki bara sýnt klókindi heldur líka hörku. Var til dæmis ekki lengi að henda Ronaldhino, Deco og Eto´o burt.

  75. Guardiola, Laurent Blanc, Guus H, Mourinho, Magath o.fl. gætu allir verið góðir kostir. Ég held það verði auðveldara en margir halda að fá hæfan stjóra. Vanda þarf valið en það er alveg klárt mál að margir vilja stýra Liverpool. Hefur ekki verið rætt um að Rafa ætti að fá ca 30 mills plús söluvirði leikmanna sem fara í sumar? Ef það er rétt, þá hljómar það örugglega vel í eyrum margra mögulegra stjóra. Það sem böggar mig hinsvegar mikið núna er af hverju var Torres ekki hvíldur með því að vera tekinn fyrr af velli í leiknum á móti Benfica ef fjórða sætið skipti svona miklu máli? Rafa hefði amk getað tekið hann útaf fyrr og þá hefði Torresinn verið sprækari á móti Birmingham. Þetta segir held ég heilmikið um hugarfarið hjá Rafa. Ég held hann hafi verið búinn að afskrifa 4 sætið fyrir helgina og sé bara að stefna á Evrópu dolluna.

  76. Strákar mínir!
    Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,
    Rafa er með samning til næstu 5.ára að mig minnir og verður þar að leiðandi áfram við stjórnvölinn hjá okkar ástkæra félagi næstu árin.
    Staðreyndin er þessi:
    Eigendamálin þurfa að skírast sem fyrst, það er lykillinn að öllu, því fyrr því betra. Það þarf að koma með aukið fé inní klúbbinn eigi liðið að haldast á toppnum og líka til að halda mönnum eins og Torres og Gerrard.
    Einnig til að fá betri leikmenn þurfa þessi mál að vera í lagi.
    Því fyrr því betra.

  77. Góður pistill, mjög góður…. Þetta er eitthvað sem kemur upp reglulega og þó aðalega þegar illa gengur, sem er ósklöp skiljanlegt við gerum jú kröfu um að við séum að spila um titilinn… Þá að málinu… Benitez og Liverpool… Þetta sníst all um mikklu meira en Benitez en vissulega líka um hann… Persónulega vill ég hafa hann áfram hjá Liverpool… en aftur á móti þá vill ég breita eignarhaldinu á klúbbnum og það vill ég gera með því að fá nýja eigendur sem hafa pening til að byggja nýjan völl og kaupa þá leikmenn sem okkur vantar. Ef ég ætti að láta Benitez fara þá væai best að fá Morinio en eins og Maggi segir hér á síðunni þá er það ekki inn í myndinni með þessa bjána eigendur….. Svo væri nú alveg ágætt að leifa ungum leikmönnum að koma að aðalliðinu… fyrir t.d. Kuyt sem kann ekki fóbólta og hefur ekkert að gera í þessu liði… Við verðum bara að halda áfram að stiðja okkar lið sama hvað á gengur, þannig eru góðir stuðningsmenn…. Áfram LIVERPOOL

  78. Þetta er nú meiri vitleysan strákar.
    Ég byrjaði nýtt save í FM2010 með Liverpool, skírði mig Rafael Benitez og var rekinn á fyrsta tímabili þegar ég var í 7 sæti, dottinn út úr báðum bikurum og meistaradeildinni. Þetta eitt segir manni bara eitt og það er að FM2010 er bara ekki mjög raunverulegur 😀

    Annars þá vil ég hiklaust fá José Mourinho ásamt Messi, Villa og Alonso en eins og allir vita þá er það ekki að fara að gerast.

    Við sitjum fastir með Herra Benitez, Kuyt, Lucas ofl misgóða knattspyrnumenn.

  79. 88.. Í gvuðanna bænum ekki fara að blanda hinu meistarastykki FM 2010 í málið.

    Annars held ég það verði litlar hreyfingar í stjóramálum fyrr en eigendamál hafa verið leyst. Ég t.d. efast um að Mourinho myndi vilja taka við Liverpool ef hann fengi ekki pening til að eyða í leikmannakaup.

    En það sem ég vil sjá hjá hvaða stjóra sem tæki við væri aðeins meiri skynsemi í leikmannakaupum og þá GÆÐI umfram MAGN.

  80. Eftir að hafa lesið öll kommentin hérna inni og fylgi fyrirmælum greinarhöfundar verð ég að segja að 3 mest spennandi kostir að mínu mati eru:

    Fabio Capello, Pep guardiola og Van gaal….

    Allir hafa náð frábærum árangri, Virðast hafa virðingu þeirra leikmanna sem spila hjá þeim, góðan stjórnunarstíl og geta lokkað til sín stór nöfn… Hvort þeir séu raunhæfir kostir er allt annað mál

  81. Mér finndist athugandi að ná í Fatih Terim. Mikill nagli sem ég sæi alveg halda leikmönnum mun betur á tánum en Benitez hefur gert þetta tímabilið. Þeir sem spila illa missa sæti í byrjunarliði t.d. Hins vegar veit ég ekki hve raunhæft það er, hann neitaði Liverpool 2001 ef marka má Wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/Fatih_Terim

  82. það sem þarf fyrst og síðast að gerast hjá Liverpool er að benites komi sér þaðan í burtu, hver á að taka við er ekki svo flókið þar sem hver sem er gæti gert betur en benites, og er þá Guðjón þórðarsson ekki undanskilinn þar sem ég er nokkuð viss um að hann myndi ná meiru út úr þeim mannskap sem er hjá Liverpool í dag og vera óhræddur við að láta liðið spila sóknarbolta til sigurs.

    þið hljótið að hafa séð það eins og ég hvernig liðið virkaði þegar því var stillt upp sem sóknarliði í þeim leikjum sem það var gert og í þeim leikjum var lucas ekki í liðinu sem breytti langmestu um það að sóknarmenn voru að fá mötun fram og skoruðu þar af leiðandi mörk, og skoruð mörk vinna jú leiki ekki 1-2 metra sendingar til hliðar eða til baka.
    Af hverju var þessu liði ekki spilað áfram þegar vitað var að við þurftum öll þau stig sem í boði voru ?? af hverju er Torres tekin af velli þegar enn eru 25 min eftir ?? hefði ekki verið nær að skipta mönnum inn á sem mögulega gætu skapað eitthvað sem Torres gæti svo klárað ?? alla vega eru margir að velta því fyrir sér í dag hvað benites var að hugsa og svei mér þá ef líklegasta skýringin er ekki bara sú að maðurinn vill láta reka sig og fá þá allan starfslokasamninginn borgaðan ?? maður spyr sig.

    Ef ég mætti velja stjóra til að taka við er ég ekki viss um hvern ég vildi enda margir sem kæmu til greina sem gætu gert betur, en ég bendi mönnum á að þessi umræða átti sér stað áður en húlli fór og þá eins og núna héldu stuðningsmenn húlla að það gæti ekki verið líf eftir hann (að vissu leiti höfðu þeir rétt fyrir sér miðað við hvern við fengum) en það kom þó meistaradeildar bikar á fyrsta ári og FA bikar árið eftir svo menn voru bjartsýnir á framhaldið.
    En hverju hefur þetta skilað síðan jú svipuðum árangri og hjá Evans á sínum tíma og ekki minnist ég þess að menn hafi gert sér þann árangur að góðu.

    Eigendurnir eru búnir að svíkja allt sem þeir lofuðu í upphafi og benites menn eru duglegir að reyna að kenna þeim alfarið um gengi liðsins og slá ryki í augun á þeim sem lengi hafa viljað benites burt, en við skulum hafa það á tæru að benites er búinn að eyða hellings peningum undanfarin ár og saman burður við td Wenger og Ferguson kemur ekki vel út fyrir benites þó svo hann hafi komið út á sléttu síðustu 3 glugga og Alonso hafi farið þá kaupir Wenger ekki dýra menn og Ronaldo fór frá Man Utd þannig að allar þessar afsakanir eiga enga innistæðu sorry.
    það er bara einn maður sem ræður hverjir eru verslaðir og hvernig hann svo notar þá fyrir liðið og það er benites og eins og allir hafa séð undanfarin 4 ár þá skilar það akkúrat engu.

    Svo er annað einhver kemur inn á það að það muni taka langan tíma að byggja allt upp aftur sem benites er búinn að gera þar sem hann hefur jú alfarið á sinni könnu allt starf klúbbsins frá yngstu mönnum til aðalliðsins !! ég bara spyr er það rétta aðferðin að einn maður stjórni þessu öllu eftir sýnu höfði ?? hvað ef svo kemur í ljós að þessi sami maður var ekki starfi sýnu vaxinn og allt starf klúbbsins væri búið að vera á villigötum í langan tíma hvað þá ?? það eru margar spurningar sem við fáum aldrei svör við og getum þar af leiðandi bara giskað, en guð minn góður ef þessi maður stjórnar Liverpool lengur en til vors þá hætti ég að horfa á liðið og nota tímann í annað þar til þessi hryðjuverkamaður er farinn.

  83. Mér finnst að liverpool ætti að losa sig við benitez um leið og þeir fá pening og fá morinho í staðinn.. þeir sem segja að morinho sé að spila leiðinlega bolta þá ætla ég að láta ykkur vita af því að hann VINNUR þá leikina og það jafnast ekkert á við boltan sem liverpool er að spila núna.. ef benitez verður áfram með þetta lið þegar við fáum pening þá mun hann bara eyða fullt í einhverja meðal leikmenn eins og riera, lucas, og fleiri.. fá morinho og 2 sterka leikmenn eins og Oscar Cardozo og Angel Di Maria frá benfica þetta yrði klárlega lið sem mundi geta unnið úrvalsdeildina og meistaradeil

  84. Takk fyrir gott komment Boggi Tona #93. Mættir oftar taka þig til og vanda innleggin þín aðeins eins og núna.

  85. ég held að ef svo ólíklega vill til að benitez hætti hjá liverpool þá væri áhugaverður kostur að fá Slaven bilic í stjórastöðuna.

    mikill karakter þar á ferð og upprennandi stjóri í fótboltaheiminum

  86. Ignore the rumour about Steven Gerrard going to Inter with Balotelli going to Liverpool as part of the deal. Maurinho has been sounded out by potential new owners of LFC and as such has had conversations with Gerrard. Despite Jose’s differences with Balotelli this season, he recognizes his huge potential and will want to take him with him. There is no guarantee that this particular party will succeed in their bid to take over at the club but they value the club higher than the Rone Group and are willing to purchase a a far larger stake. Gillett would sell up completely and Hicks would be left as a minority shareholder. A deal for the club will only be finalised a few days before the Bank’s deadline as the owners wait for the best deal and the new investor waits for the banks pressure to force the owners in to the sale.

  87. 98 hvernig væri að bakka þetta upp! hvaðan komu þessar upplýsingar! hljómar ekkert illa sökum þess að tími er alveg við það að renna út að mínu mati hjá benna! en annars er það held ég alveg klárt ef nýjir eigendur koma að klúbbnum fer benni,byrja upp á nýtt og þessi pakki alltaf! annars er benni ekki búin að gera eins slæma hluti og margir hér inni tala um enn þá er ég ekki að segja að hann sé fullkomin,er bara svoltið hræddur um að hans breytingar með unglingastarfið muni jafnvel hrynja ef hann fer þar sem hann réð nánast alla nýja í störfin og þeir menn sem komu þar inn hafa gott rep! annars mörk góð nöfn en finnst þetta allt standa og falla með nýju fjármagni inn í klúbbin því það er alveg sama hvað mönnum finnst um árangur benna og það að hann fagni ekki þegar að lpool skori,þá mun engin nýr þjálfari með viti vilja koma til lpool í þessu ástandi!

  88. 98 hvernig væri að koma með sönnun fyrir þessum ummælum? ef þetta er satt þá væri ég til í að lesa það á miðli sem ég treysti.

  89. Menn hafa klárlega miklar skoðanir á þessu máli. Ég held að það sé búið að nefna alla þá sem ég hef haft í huga hérna að ofan ! Hef nú ekki nennt að lesa þetta allt saman en margt ansi merkilegt. Mourinho er alltaf augljós kostur en eins og svo margir hafa sagt og ég er sammála að þá er hann ekkert að koma til Liverpool í þær aðstæður sem eru í boði. Menn geta komið með allskonar kennigar um eigendaskipti og svona en ég tel þann möguleika fráleitann ! Klinsmann er bara brandari að mínu mati og mikið vona ég innilega að það muni aldrei aftur koma upp sá orðrómur. Capello er ekki á lausu og er það nokkuð ljóst að hann kemur ekki. Svo er hann búinn að lýsa því yfir að England er hans seinasti starfsvettvangur. Martin O´Neill er vissulega valkostur en ekki sá sem ég er spenntur fyrir þessa stundina. Alex Macleash er ekki sá sem mun færa Liverpool PML titil. Laurent Blanc er spennandi kostur en lítil reynsla hans hræðir mig.

    Minn draumur er einfaldur en gjörsamlega fráleitur að sama skapi. Eitthvað sem mun ALDREI gerast. Það er Arsene Wenger !

  90. Við erum með ágætis leikmannahóp sem á að geta verið í toppbaráttunni á Englandi, tímabilið í fyrra sýndi það. Það er eitthvað ótrúlegt andleysi í hópnum og það hlýtur að skrifast á þjálfarann. Hann er búinn að tapa búningsklefanum og stuðningsmönnunum og þá er tími til að skipta. Hvort það gerist strax eða fyrir næsta tímabil er aukaatriði enda er þetta tímabil búið. En þetta besta félagslið allra tíma á betra skilið en þetta metnaðarleysi.

  91. en eru liverpool ekkert að pæla í að reyna fá þennan litla argentíska þarna númer 10 hja barcelona Messi einhvað.. djöfull var maðurinn að rústa arsenal

  92. Ég er sammála Magga með Mourinho. Mourinho yrði nákvæmlega eins og Benitez nema með stærri eistu undir sér. Þeir leggjast báðir í vörn þegar þeir komast í 1-0 en Mourinho hefur plús yfir Rafa að hann myndi reyna að kaupa gæði og borga meira fyrir á meðan Benitez færi í “kippukaupin” á útsölu.

    Ég vil halda starfinu opnu fyrir Breskum þjálfara og sæi fyrir mér þjálfarateymið Steve Nicol sem framkvæmdastjóra á meðan Sammy Lee myndi aðstoða hann. Kenny Dalglish er síðan á bak við tjöldin til að bakka upp ef þess þarf. Steve Nicol hefur þjálfað í US og/eða Kanada undanfarin árin sem hlýtur að hafa verið fín reynsla fyrir hann. Ég er orðinn hrikalega þreyttur á meginlandsþjálfurum og þeirra varnarsinnuðu kerfi. Við þurfum einhvern sem þorir að taka séns og hefur álíka góða reynslu í að “mótívera” liðið upp þegar þess þarf. Við þurfum leikmenn sem vilja selja sig dýrt fyrir liðið og svoleiðis eiginleika fáum við ekki nema að þjálfarinn og hans teymi smiti það út frá sér. SAF er að gera þetta hjá “ónefndu” liði og hefur gert lengi. Martin O´Neil var í uppáhaldi hjá mér en ég vil að við gleymum honum. Steve Nicol og Sammy Lee….já takk!

  93. Ég held að maður eins og Dennis Wise gæti heldur betur rifið þetta upp. Það er hægt að segja ýmislegt um Wise en hann er mikill nagli sem gæti alveg motiverað þennan hóp sem Liverpool er með núna og Benitez virðist ekki getað náð neinu út úr. T.d. gerði hann góða hluti með Leeds og var á góðri leið með að stýra þeim upp um deild þrátt fyrir að byrja með 15 stig í mínus áður en hann lokkaður burt þaðan. Hæfileikaríkur breskur stjóri sem er kraftur í og sínir tilfinningar sínar á hliðarlínunni og er á lausu sem stendur.

  94. Wise þyrfti reyndar að hafa einhvern klókan með sér, en hann og Gus Poyet virtust ná ágætlega saman.

  95. Vá, þessi þráður er kominn út í svo mikið rugl að hálfa væri nóg. Dennis Wise? Í alvöru? Hlutirnir eru ekki það slæmir að við þurfum að fá bara einhvern til að taka við! Rafa á skilið annað tímabil að mínu matr i, alveg klárlega. Sáuð þið United án Rooney? Gegn Chelsea? Ekki var það góður leikur. Svona svipað og þegar Torres vantar hjá okkur.

    Rafa hefur tekið nokkrar skrýtnar ákvarðanir á tímabilinu en eins og bent hefur verið á hafa félög tekið dýfu og rifið sig upp. Það getur vel gerst. Liðið getur alveg spilað vel.

    Liðið þarf klárlega að kaupa í sumar, í það minnsta vinstri bakvörð, miðjumann, kantmann og framherja. Rafa verður ekki rekinn, hann hættir heldur ekki sjálfur. Hann getur tekið við Real Madrid hvenær sem er á ferlinum og hann á eftir að klára að sanna sig á Englandi.

  96. 100+ komment og ótrúlega margir virðast halda að Benitez hafi ekki áhuga á að kaupa topp leikmenn og dýra.

    “en Mourinho hefur plús yfir Rafa að hann myndi reyna að kaupa gæði og borga meira fyrir á meðan Benitez færi í “kippukaupin” á útsölu.”

    Já einmitt, Rafa hefur nefnilega ekkert reynt að kaupa “gæði”, hversu mörgu sinnum hafa kaup sem annars voru komin vel á vel fallið niður vegna þess að Rafa fékk ekki auka 2-3 millur í leikmanninn?
    Simao Sabrosa t.d. Florent Maluda er annar sem ég man eftir í augnablikinu og svo auðvitað Gareth Barry.

    Efa það ekki að svona má lengi telja, mitt minni er bara ekki betra en þetta 😉

    En í guðanna bænum ekki reyna að halda því fram að Rafa vilji ekki fá “alvöru leikmenn” til Liverpool.

  97. Sammála # 109, og endurtek, Dennis Wise ? Í alvöru ?

    Ég er nú orðin nokkuð þreyttur á spilamennsku liðsins, skil sjónarmið þeirra sem vilja sjá annan mann að stjórna LFC og skil einnig þá sem vilja gefa honum eitt tímabil í viðbót…

    Ég skil upp að vissu marki þá sem hafa verið að kalla á gamlar hetjur til að taka við – þó þeir hafi ekki komið að fótbolta í áratug(i). En Wise, jahérna. Hann er eflaust í bottom 1-5 hópnum yfir menn sem ég myndi aldrei vilja sjá stjórna LFC.

    Svo ég vitni í Sir Alex, Wise gæti stofnað til slagsmála í tómy húsi. Vilja menn virkilega fá slíkan mann til að vera “flaggskip” félagsins ? Eru menn það grunnir á því að þeir telja að menn verði að vera “sækópatt” til að geta öskrað á leikmenn og mótiverað þá ?

    Hvað með alla hina sem hafa actually afrekað eitthvað á þjálfaraferlinum og skapað sér nafn fyrir annað en slagsmál og ruddaskap ? Van Gaal, Jose Mor. , D. Moyes, Scolari, Hiddink, O´Neil ofl. Það þarf meira að segja ekki að vera þekktur þjálfari, þeir eru langt frá því að vera bestir hverju sinni (sbr ráðning Guardiola) – en við ættum samt að setja þá kröfu að viðkomandi sé ekki á mörkum þess að vera inná geðspítala.

  98. Ég vil fá RB út, ef King Kenny treystir sér ekki, þá Roy Hodgson! Hann hefur alls staðar náð árangri og yrði ekki hissa þótt Fulham kæmist lengra en Liverpool í Evrópu þetta árið….

  99. Ég er afskaplega sammála kommentum 110 og 111.

    Í fyrsta lagi þá er það barnaskapur að reyna að halda því fram að Rafa hafi ekki áhuga á því að kaupa góða leikmenn. Þetta þarf bara ekki að ræða frekar.
    Í öðru lagi, þá er D.Wise ekki eitthvað sem ég myndi nokkurn tímann vilja tengja Liverpool. Þetta er einn af nokkrum rúmlega geðsjúkum mönnum, sem ekki er beinlínis inná hæli.

    Að öðru leyti, fín umræða inná milli, en auðvitað eru sumir póstarnir algerlega út úr kú.

    Ég skil ekki hvernig menn geta talað um að Rafa þurfi að fara og það þurfi líka að kaupa “gegt mikið” í sumar, án þess að velta því fyrir sér hvað myndi gerast ef Rafa yrði bara áfram með liðið og fengi sjálfur að kaupa mikið í sumar.

    Það er ljóst að það þarf að styrkja hópinn eitthvað. Ég leyfi mér samt að efast um að það verði gert, nema fyrst komi til að skipt verði um eigendur, eða eignarhaldinu breytt á annan hátt. Fari svo að það gerist, og það skapist svigrúm til að versla, þá finnst mér heldur ekkert sjálfgefið að Rafa þurfi að fara.

    Carl Berg

  100. Hér hafa komið inn nokkur ummæli þar sem menn segjast vilja hafa Rafa áfram. Ég hef meira og minna stutt kallinn en hann virðist algerlega hafa brugðist í vetur. Gerrard hrisstir hausinn og Torres virðist fúll enda gjarna einn frammi þar sem menn geta dundað sér við að sparka hann niður. Er það svona sem við viljum hafa þetta? Viljum við annað svona season? Með Lucas og Mascherano á miðjunni og fótbolta í slow motion? Ég veit ekki hvort ég myndi lifa það af 🙂 Þið sem viljið hafa Rafa áfram verðið líka að færa rök fyrir ykkar afstöðu. Hvers vegna á hann skilið að vera áfram? Hvers vegna eigum við að treysta því að hann nái að mótivera mannskapinn næsta season, blása í þá kjarki og eldmóði og fá þá til að spila fótbolta aftur? Ég er allavega mjög svartsýnn á slíkt en yrði fyrstur til að fagna ef Rafa tækist að rífa mannskapinn á lappir. Auðvitað hafa kringumstæður verið erfiðar og ekki er allt Rafa að kenna en það er víða kreppa í klúbbum og margir stjórar að ná góðum árangri þrátt fyrir vont eignarhald, sbr. ManUnited.

  101. Það er einfalt að útskýra af hverju maður hefur trú á Benitez. Liverpol er að keppa við tvær peninga- og meistarmaskínur, Chelsea og United, um að verða meistari. Á Spáni eru tvær maskínur sem heita Real Madríd og Barcelona. Benitez kom þar sá og sigraði með Valenciu. Vegna þessarar staðreyndar hef ég 100% trú á því að Benitez sé rétti maðurinn í verkið.

    Á síðasta tímabili vantaði herslumuninn. Þann herslumun hefði verið hægt að kaupa ef til væru peningar.

    Á þessu tímabil hafa vandamálin verði meiðsli og þau hefðu líka verið hægt að kaupa í burtu.

    Það er samt ekki hægt að ætlast til af eigendum Liverpool að leggja meira til rekstrarins en þeir geta. Ég hef ekki áhyggjur af þessu því ég veit að Benitez getur gert kraftaverk.

    Spilar Liverpool leiðinlegan bolta. Já í samanburði við Barcelona en á móti kemur spila allir leiðinlegan bolta miðað við Barcelona. Það er fátt annað sem gleður mig meira en þegar Liverpool skorar mörk. Í fyrra skoraði Liverpool fest mörk. Sá sem finnist þetta leiðinlegt ætti að láta skoða dópmín framleiðsluna hjá sér.

    Titlalausir menn eru orðinn ansi þreyttir á því að fá ekki titil helst í gær. Þeir sjá framkvæmdastjóranum allt til foráttu, líta framhjá því góða sem Benitez geri og horfa bara í það neikvæða.

    Liverpool hefur góðan markvörð, trauta miðverði, með Agger og Johnson sem geta komið upp með boltann. Með varnartengilið á heimsmælikvarða, með postulíni sem sjálfur Wenger ætlaði að næla í. Besta miðjumann í heimi, Steven Gerrard sem Benitez fékk til að vera áfram. Sem sjálfur hefur verið meiddur og ákærður fyrir líkamsárás. Dirk Kuyt sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði og svo Torres. Sem var góður hjá AM en varð frábær undir Benitez þrátt fyrir að vera einn á toppnum og skorar meira á mínutu en gaurinn sem getur ekki fengið sér bjór(Rooney).

    Fyrir stuttu síðan munaði nokkrum stigum á Arsenal og Liverpool. Það sýndi að tímabilið var ekki búið í haust eins og margir héldu. Núna hinsvegar er þetta úti en það sem ég vil segja með þetta er tvennt:

    Það vantar bara herslumuninn að Liverpool nái að stíga síðasta skrefið í átta að titlinum og númer tvö hvernig væri að styðja helvítis þjálfarann. Sem þýði maður á að ræða lokaniðurstöðuna þegar hún er komin en ekki gefa sér hana fyrir fram. Í þeim tilgangi að mér sýnist til að réttlæta óréttlátt hatur á Spánverjanum.

    Ég skil að menn eru óánægðir með að vinna ekki titla en menn verða að finna óánægjunni betri farveg en að tala niður Liverpool með að ráðast singt og heilagt á þjálfarann.

    Ef ykkur finnst Moyes, Guardiola, Mourhino eða aðrir svona flottir þá getið þið bara haldið með þeirra liðum. Já hvernig væri bara að þið færuð að halda með Everton. Þá mundu þið slá tvær flugur í einu höggi, þið fáið Moyes og losnið við Benitez.

  102. Þetta sama viðtal í Guardian er með þessu niðulagi sem er oft sleppt á öðrum miðlum.

    “Rafa signed a five-year contract last summer because he wants to improve the club. So I think that this new era of Rafa’s is only just starting,” he said. “Big clubs in Europe always go through difficult spells where it appears as though there is no light at the end of the tunnel. But because they are big clubs, they always come back and they do so with a vengeance. It is just a matter of time.”

  103. Ansi hreint líflegar umræður hérna. Ef við gefum okkur það að Rafa fari í sumar (burt séð frá því hvort maður sé sammála því eða ekki) þá hafa eftirfarandi stjórar verið hvað mest nefndir til sögunnar og ætla ég að henda inn mínum pælingum er varðar þessa aðila.

    Jose Mourinho:

    Mitt mat:
    Vil ekki sjá hann nálægt Anfield, hann hefur náð árangri í gegnum tíðina, enda ávallt með budget langt fram yfir þá sem hann hefur verið að keppa við. En aðal ástæðan fyrir því að ég vil ekki sjá hann er að hann stendur fyrir allt sem ég gjörsamlega þoli ekki þegar kemur að fótboltanum, hroki, yfirgengilegt egó, virðingarleysi og telur sig yfir allt og alla hafinn.
    Líkur:
    Engar að mínu mati, hann mun ekki taka við liðinu og með eigendamálin eins og þau eru og enga peninga til að eyða.

    Kenny Dalglish:

    Mitt mat:
    Er ekki búinn að koma að stjórastarfi afar lengi og hlutirnir gjörbreyttir frá því þegar hann var að stýra liðum. Vil ekki eyðileggja hans frábæra record með LFC með því að taka sénsinn á því að taka við liðinu. Hann er kominn á nákvæmlega þann stað hjá okkur sem ég vil hafa hann á, ambassador LFC.
    Líkur:
    Engar að mínu mati. Hann hefur ítrekað sagst ekki vilja snúa aftur sem stjóri í boltanum og ég er á því að hann sé ekkert að ljúga neitt til með það.

    David Moyes:

    Mitt mat:
    Hefur gert ágætis hluti hjá litla stjúpbróðir okkar, en ég er bara persónulega ekkert hrifinn af honum og mér hefur fundist hann verulega exposed þegar kemur að Everton og Evrópukeppnum.
    Líkur:
    Engar að mínu mati, bara ekki séns í helvíti að Everton myndu leyfa honum að fara til Liverpool og ég efast um að stuðningsmenn Liverpool FC séu neitt hrifnir af því að fá mann sem hefur drullað jafn einbeitt yfir félagið til að stýra því.

    Luis Van Gaal:

    Mitt mat:
    Frábær stjóri og byggir lið upp á skemmtilegan hátt, einn sá besti í bransanum.
    Líkur:
    Nánast engar þar sem hann er ný tekinn við liði FC Bayern og hann er bara þessi týpa sem vill byggja upp og hleypur ekki svo gjörla frá hálf kláruðu verki.

    Pep Guardiola:

    Mitt mat:
    Frábær stjóri, end of story
    Líkur:
    Engar, ekki séns að hann sé að fara frá sínu félagi í bráð, enda engin ástæða til.

    Martin O’Neill:

    Mitt mat:
    Ofmetinn stjóri sem ég bara fýla engan veginn, hefur ekki það sem til þarf.
    Líkur:
    Litlar

    Alex McLeish:

    Mitt mat:
    Fellur í sama klassa og MON, Big(mouth) Sam, McClaren, Hughes og fleiri, sem sagt ekki nógu góður þrátt fyrir að geta stillt upp bardagaliði.
    Líkur:
    Væri reyndar tiltölulega auðvelt að fá hann, en efast um að hann sé eitthvað sem menn hafa áhuga á að fá og hann myndi ekki trekkja að mjög high profile leikmenn út á sjálfan sig.

    Felix Magath:

    Mitt mat:
    Mjög góður stjóri og vottur af þýsku stáli sem hefur náð mjög góðum árangri á flestum stöðum sem hann hefur komið á.
    Líkur:
    Nýkominn til Schalke og því tel ég litlar líkur á því að hann náist þaðan strax næsta sumar, en engu að síður kannski ekkert útilokaður.

    Roy Hodgson:

    Mitt mat:
    Mér hefur ávallt fundist Hodgson vera svona næstum því topp stjóri, en ef menn ætla að velja breskt, þá er hann að mínum dómi lang besti kosturinn. Það er ekki þar með sagt að ég sé á því að við eigum endilega að vera að horfa á bara breskt, eiginlega vil ég það alls ekki vegna skorts á gæðum.
    Líkur:
    Svona la la, ætti ekki að vera neitt svaðalega erfitt að næla í hann, en ekki viss um að hann sé heldur nægilega high profile fyrir djobbið.

    Fabio Capello:

    Mitt mat:
    Algjörlega frábær stjóri sem ávallt nær árangri
    Líkur:
    Afskaplega litlar. Hann heldur áfram með enska landsliðið og er svo eiginlega búinn að gefa það út að hann sé að hætta þjálfun.

    Laurent Blanc:

    Mitt mat:
    Áhugaverður kostur, er að gera mjög fína hluti
    Líkur:
    Bara alveg ágætis líkur, ungur stjóri, high profile nafn og ætti ekki að vera mjög erfitt að næla í hann

    Slaven Bilic:

    Mitt mat:
    Áhugaverður kostur og er líka að gera fína hluti, reyndar lítt reyndur í félagsliðabransanum og spurning hvort hann sé góður þegar kemur að því að kaupa og selja leikmenn, sem hann hefur ekki þurft að gera með landsliðinu.
    Líkur:
    Ágætis líkur, ungur stjóri, nokkuð high profile nafn og ætti ekki að vera erfitt að næla í hann.

    Sem sagt, draumastjórarnir væru auðvitað Guardiola, Cappello og Van Gaal, í þessari röð, en þar sem ég tel litlar sem engar líkur á því að neinn þeirra verði available, þá er röðin mín þessi:

    Felix Magath
    Laurent Blanc
    Roy Hodgson
    Slaven Bilic

  104. Ég er búinn að lesa í gegnum flest kommentin hérna og hef sveiflast á milli þess að vilja Rafa burt eða halda honum. Sagði í kommentum eftir síðasta leik að hann ætti að hundskast í burtu en ég er ekki viss lengur. Auðvita hefur Liverpool ekki spilað þann bolta sem við viljum sjá og árangurinn hefur verið eftir því en þegar maður hugsar málið ofan í kjölin er erfitt að kenna Rafa alfarið um vandræðin í vetur. Við höfum glímt við meiðsli á lykilmönnum á löngum köflum í vetur, eitthvað sem erfitt er að eiga við fyrir hvaða lið sem er. Eigendamálin, ákæran á hendur Gerrard og annað rugl hefur svo heldur ekki hjálpað.

    Auðvita á Rafa stóran þátt í niðurstöðu vetrarins, manni finnst hann oft á tíðum stilla upp fáránlegu liði, skipta seint og vitlaust og vera fastur í fari sem hann kemst ekki upp úr. Svipbrigðaleysi hans fer í taugarnar á mér eins og öðrum og sérstaklega þegar illa gengur. Mér fannst þetta töff þegar sem best gekk í fyrra, þetta var bara hans vörumerki og það er í raun ótrúlegt hvað þetta fer fyrir brjóstið á mönnum.

    Ég er á því að þetta tímabil hafi kennt Rafa gríðarlega mikið og að hann vita núna nákvæmlega hvað þarf að laga fyrir næsta tímabil. Ég held að hann verði áfram að því gefnu að hann fái peninga til þess að styrkja leikmannahópinn umtalsvert og ég er með þá kenningu að ef hann fær ekki það fjármagn sem hann telur sig þurfa segi hann af sér því það er nokkuð ljóst að það hafa fáir áhuga á að fara í gegnum annað tímabil eins og það sem er að líða, bæði leikmenn og þjálfari.

    Ég held svo að eitt af því sem þarf að breytast sé hugarfar stuðiningsmanna Liverpool. Við höldum alltaf að næsta tímabil verði okkar og að titilinn komi þá en mér finnst það einfaldlega ekki raunhæft. Í fyrsta sinn í fjöldamörg ár var innstæða fyrir væntingunum fyrir þetta tímabil eftir góðan árangur í fyrra og það gerir árangurinn í ár ennþá verri í augum margra. Við erum þar að auki að keppa við lið eins og ManUtd sem eru komnir með gríðarlega sigurhefð og eru þar að auki sennilega með reynslumesta þjálfara í EPL. Það er ljóst eins og staðan er í dag að við getum ekki keppt við Chelsea og ManCity fjárhagslega og þá velti ég því fyrir mér hvort ekki er betra að gefa Rafa smá tíma í viðbót og leyfa honum að halda áfram með uppbygginguna. Hann sýndi það hjá Valencia að hann getur þetta, hann hefur fínan grunn að vinna á og ég held svei mér þá að ég vilji bara hafa hann áfram. Ég ætla því ekkert að vera að velta fyrir mér hvern ég vill fá í staðinn “EF” hann hættir. Geri það bara ef að því kemur.

    Síðustu 3 setningarnar hjá Zero í kommenti #116 eru alger snilld. Big thumb up;-)

Birmingham – Liverpool – 1-1

Ryan Babel