Liðið gegn Wigan

Jæja þökk sé bjánunum á EOTK varð smá ruglingur með byrjunarliðið i dag, þeir settu lið á Twitter sem var bara langt í frá rétt lið!

En byrjunarliðið er svohljóðandi:

Reina

Mascherano – Carragher – Kyrgiakos – Insúa

Gerrard – Lucas
Kuyt – Benayoun – Maxi
Torres

Bekkur: Cavalieri, Johnson, Aquilani, Agger, Riera, Babel, N’Gog

Mascherano heldur áfram í bakverði og Agger er líklega ekki 100% fit í þennan leik. Johnson er kominn á bekkinn sem eru frábærar fréttir. Gerrard er áfram á miðjunni og Benayoun í holunni. Enginn Babel inná (suprise suprise) en Kuyt og Maxi sjá um kantana. Frammi er síðan BLESSUNARLEGA Fernando Torres.

Lýst mátulega á þetta og við eigum allavega marga kosti á bekknum.

107 Comments

  1. Nú nú Johnson kominn inn, sem er flott. Gamalt og gott lið svosem og mjög íhaldsamt hjá Benitez eins og hans er von og vísa. Hefði viljað sjá Aqualini eða Gerrard á miðjuna.

    Spái þessu 1 – 0 fyrir okkur.

  2. Ég fæ bara fiðrildi í magann að sjá Johnson kominn í bakvörðinn og Carragher aftur á heimaslóðum ! Svo sjarmerandi eitthvað !!
    1-0 Torres að sjálfsögðu, og Johnson er ætlað að gefa stoðsendinguna fyrir það mark af einhverju æðra.

  3. Ég hefði viljað sjá Maxi og Babel á köntunum í staðinn fyrir Kuyt og Yossi en vonandi dugar þetta til sigurs.

  4. Kuyt er búinn að stetja 5 mörk í síðustu 5 leikjum gegn Wigan sem hann hefur byrjað. Ég ætla að spá því að hann setji 1 í kvöld.

  5. @Babu. Þarna stendur að Johnson byrji bæði inná og á bekknum. Skrýtið.

  6. Já það er skrýtið að það sé ekkert komið á official síðunni.

  7. @Babu. Það er búið að uppfæra síðuna sem þú linkaðir á.

    • Eðlilega á bara að bíða eftir að official síðan birtir þetta.

    Hún var bara ekki að gera sig og ég hafði ekki ástæðu til annars en að trúa EOTK !

  8. Hún birtir byrjunarliðið aldrei fyrr en um þremur korterum fyrir leik, stundum minna! Þannig hefur það alltaf verið.

  9. Enn og aftur sannar Benitez það að ekki er gott að skora eða leggja upp mörk því þá ferðu rakleiðis á bekkinn! Nema þú sért náttúrulega í uppáhaldi hjá honum 😉

    • Hún birtir byrjunarliðið aldrei fyrr en um þremur korterum fyrir leik, stundum minna! Þannig hefur það alltaf verið.

    Samt er það oftast komið klukkara fyrir leik, líkt og þetta lið sem ég setti fyrst inn.

    hér er samt skýring frá EOTK

    empireofthekop

    Sorry folks I am not feeling well, I am going to go lie down I am not going to make it #fb

  10. Já..það gengur ekki að Babel sé að bæta spilamennskuna..Berja það niður í fæðingu..Þessi stjóri er haldinn þráhyggjueinkennum…Um að gera að nota ljóshærða hollendinginn sem kantmann..Við verðum að ná jafntefli auðvitað…

  11. @GylfiB
    Þetta gæti reyndar líka útfærst sem 4-4-2 með Kuyt frammi fyrir aftan Torres. Myndi reyndar samt frekar vilja Babel í þennan leik fyrir því.

  12. Það er líka um að gera að níðast á Kuyt, það er ekki eins og hann sé kominn með 10 mörk fyrir okkur í vetur.

  13. Að segja að maður vilji Babel frekar í liðið í lek gegn Wigan heldur en Kuyt er bara skoðun sem maður hefur, ekkert níð á Kuyt. Hef sjálfur fulla trú á því að Babel gæti mjög vel skorað jafn mikið af mörkum á jafnmörgum mínútum upp á toppi þó auðvitað sé vonlaust að sanna það.

  14. @Babu: Þetta var nú meint sem komment á GylfaB. Hann segir “Um að gera að nota ljóshærða hollendinginn sem kantmann..Við verðum að ná jafntefli auðvitað…”, ég les það sem níð.

  15. þetta með að vera með góða kosti á bekknum , afhverju ekki að hafa góða kosti inná vellinum ?????

  16. Það eru liðnar 27 mínútur af þessum leik, staðan er enn 0-0 og ég verð að segja … mikið er þetta hraður, fjörugur, opinn og vel spilaður leikur!

    Maður er hreinlega ekki vanur þessu. Wigan-menn sækja og spila flottan bolta og okkar menn svara með sterkri vörn og enn flottari bolta. Staðan, hefðu bæði lið nýtt dauðafærin sín betur, gæti hæglega verið svona 2-2 eða 3-2 okkur í vil núna.

    Vonandi hirðum við þrjú stigin að leikslokum en það er virkilega gaman að horfa á þennan leik, hvernig sem hann fer.

    Vildi bara skrá þessa skoðun mína áður en úrslitin ráðast. 😉

  17. Ég er nú nokkuð hræddur samt um að Hávarður ísfirðingur minni rúlla báðum þessum liðum upp á þessum velli, enda öflugt mýrarboltalið!

  18. Ég get enganveginn séð að þetta liverpoollið nái 4 sætinu með þessari spilamensku,

  19. Djöfull er þetta svakalega lélegt hvað í andskotanum er Gerrard að gera þarna inná þetta er svo átakanlega lélegt hjá okkur að það er alveg fáranlegt að við náum ekki rúlla yfir þessi lið sem eru á botninum

  20. Kuyt gefur allar sendingar aftur á bak, ég var ekki hissa á þessari sendingu, arrgghh,

  21. Í hvað er Kyut búin að gera mörg svona mistökí vetur sem kosta mark þetta er allavega ekki í fyrsta skipti

  22. Hvort liðið er hærra á stigatöfluni maður spyr sig.
    Virka frekar andlausir,mætti halda að þeir hugsi að þetta komi bara að sjálfu sér.

  23. Ja hérna….bjóst við jöfnum og erfiðum leik…..en átti aldrei von á því að WIGAN myndi YFIRSPILA Liverpool. Þvílíkt áhugaleysa og getuleysi. Ljóst að hálfleiksræðan má vera ansi hvöss.

  24. liðið sem er að vinna núna, tapaði fyrir Tottenham 9-1…. 9-1…. það er slatti

  25. Enn og aftur á Dirk Kuyt stórleik fyrir mótherjana. Glæsileg sending frá honum og bara frábær fyrri hálf leikur. Virkilega góð uppskrift af því hvernig á ekki að spila kick & run fótbolta. Djöfull er ömurlegt að horfa á þetta Liverpool lið spila fótbolta, ekkert nema meðal mennskan uppmáluð!

  26. Ég held að það þurfi eitthvað meira en hárblástur í hálfleik

  27. Gerrard hrikalega slakur. Vel gert hjá Kuyt að gefa mark og svo getum við þakkað Reina fyrir að vera vel vakandi þegar Carragher sendi mjög óskynsamlega sendingu til baka, hann hefði alveg geta þrumað honum fram aðeins á undan.

  28. Ég er ekki frá því að þetta sé í fyrsta skipti sem mig langar ekki til að horfa á síðari hálfleik Liverpool leiks …. jahérna , ég á bara ekki orð.

    Mistök hjá Kuyt og e.t.v. hefði maður viljað sjá liðið aðeins öðruvísi – en hvað með það, þetta lið inná vellinum á að skammast sín, þó að markið hafi komið eftir varnarmistök þá er ekkert í leik liðsins sem sýnir að við eigum eitthvað annað skilið.

  29. Svo er gallinn við þetta að þessi þjálfari segir bara að við erum að leika þokkalega erum óheppnir i stað þessa að garka á þessa drengi sem eru búnir að vera ógeðslega lélegir væri til i að sjá 2 ef ekki 3 breyttingar i hálfleik, þessi miðja er sú allalégasta sem ég hef séð Gerrard og Lucas þeir eru svo langt frá því að ráða við þetta

  30. Úff Kuyt og Benayoun eru ekki mættir til leiks. Ég væri til í að sjá annan eða báða fara út af í hálfleik. Einnig virðist Insua ekkert ráða við kantmenn Wigan, og fær sennilega rautt verði honum ekki skipt út af. Ég veit hins vegar ekki hver ætti að koma í staðinn.

  31. Áfram kuyt hefur 25 mín á þér til að laga þetta bull þitt svo fer benni að skipta LOL LOL LOL LOL

  32. Bíddu bíddu eru þeir fleiri en við inná vellinum, þeir virðast alltaf vera tveir og þrír á okkar mönnum, Nei já inn á vellinum hjá okkur eru Gerrard Carrager Kyut Lucas sem eru ekki að geta rassgat og hefðu frekar átt að vera heima hjá sér. Auminga lið sem þetta er.

  33. Það sem er að þessu byrjunarliði er svo margt:

    -Miðverðirnir eru svo óöruggir á boltanum að þeir bomba honum alltaf til andstæðingsins þegar að minniháttar pressa er gerð á þá. Vonlausir!!!
    -Við erum með mann sem supporting striker sem kann ekki fótbolta!
    -Hægri kanturinn hjá okkur eru hægur og í raun kemur ekkert úr honum.
    -Það vantar allt creativity í miðjuna og Wigan, já Wigan, sem er nota bene í 16. sæti deildarinnar er að yfirspila okkar miðju.
    -Andleysið í liðinu skín í gegn.

    Það er eins gott að Benitez hrauni yfir mennina í hálfleik og láti þá vita í hvaða treyju þeir eru að spila í. Vil sjá Agger koma inn í seinni fyrir annað hvort Carra eða Grikkjann, Babel inn fyrir hollenska tæknitröllið og Riera inn fyrir Maxi og Yossi á hægri kantinn.

  34. Djöfull vorkenni ég Lucas að spila einn á miðjunni! Hver andskotinn er eiginlega að Gerrard? Þessi sending hjá Kuyt er bara í samræmi við annað leiknum hjá honum. Þvílík hörmung en við skulum sjá hvort að Rafa hendi ekki eins og einum hárblásara í þá í hálfleik og geri jafnvel einhverjar breytingar…líklegt. Ætli þetta verði ekki eins og vanalega, skipta bara á 70. min.

  35. Ég vil ekkert vera of leiðinlegur eða neikvæður, en Liverpool eru að spila eins og taugaveiklaðir byrjendur í þessum leik. Fram til þessa hafði Fiorentina-leikurinn úti verið sá slakasti sem ég hef séð með Liverpool í langan tíma en þessi hálfleikur er vonandi botninn. Þeir hljóta að batna í seinni, Wigan geta varla haldið þessu áfram í heilan leik.

    Var Gaupi svo að segja að það stæði til að lána Aquilani til Juve? Ég ætla að bíða með viðbrögð við því þar til það gerist.

  36. Dirk kuyt þarf að fá rautt spjald til þess að fara útáf, því að ekki verður honum skipt útaf. Enda einstaklega góður leikmaður og alveg frábær fyrri hálf leikur hjá þessum meistara. Er ekki frá því að eina sendingin sem heppnaðist hjá honum í fyrri hálfleik var á vitlausan mann. LOL, ekki annað hægt en að hlæja af þessum aumingjaskap. Þetta lið á engan veginn skilið meistaradeildarsæti með svona spilamennsku. það er nú bara svoleiðis.

  37. Þegar þú stillir upp varnarsinnuðu liði þá er ekki hægt að búast við sóknar bolta og ég held að lucas hafi solið Brasilísku vegabréfi hann er til skammar sem miðju maður og er enn að brjóta klaufalega fyrir utan teig,get ekki bakkað þennan mann upp .

  38. Strákar mínir!!!!!!!!!!!!!! Maður endar líklega í sjálfsmorðshugleiðingum ef þið haldið svona áfram!!!!!!!!!!!!!!!!! Hvernig væri að slaka aðeins á í þessum hörmungarskrifum:-)

  39. Hvaða bull er þetta eigum við aftur mánudagleik í næstu viku djö….

  40. Ég verð nú bara að segja að Lucas er einn af fáum ljósum punktum í fyrri hálfleik!!

  41. Gerrard er að hugsa eitthvað annað þessa dagana. Eitthvað að dreifa huganum frá því að leika eins og maður. Ef enginn bæting verður þá vil ég sjá fyrirliðanum skipt útaf fyrstum manna.

  42. Vandamál Liverpool í þessum leik og á þessu tímabili ef út á það á að fara er að spilið er of HÆGT. Of margir eru að taka of margar snertingar á boltann. Auk þess er samspilið aðeins of fyrirsjáanlegt og andstæðingarnir eru alltof oft að komast inn í sendingar. En þetta getur vonandi bara lagast í seinni hálfleik. Riera inn og Maxi út….

  43. Ég hefði betur sleppt því að tjá mig um gæði leiksins áðan (#24) … var ekki fyrr búinn að senda ummælin inn að okkar menn bara hættu að spila. Síðustu tuttugu mínútur hálfleiksins óx Wigan-mönnum ásmegin á meðan Gerrard hætti að senda á samherja og Kuyt af öllum mönnum gerðist kærulaus.

    1-0 sanngjörn staða í hálfleik, ekki spurning. Vonandi koma okkar menn bandvitlausir inn í seinni hálfleik.

  44. Útaf með Kuyt, inn með Glen Johnson. Masch inn á miðjuna, Gerrard framar og ef hann finnur sig ekki á næstu mínútum má hann fara útaf því þessi fyrri hálfleikur er með því slakasta sem hann hefur sýnt í treyju Liverpool…. síðan má alveg íhuga að henda Babel inn fyrir Maxi eða Yossi… síðan er ég hræddur um Insua fá annað gult, hann er að láta N’Zogbia líta út eins og Messi á köflum

  45. Ég vil fá harpix á skóna hans Kyut.Hann er á efa lélegasti leikmaðurinn í e.p.l að taka á móti bolta.Þetta er eins og það sé verið að skjóta í vegg.En svo þegar hann nær loksins control á boltanum þá fer hann í 90 % tilvika afturábak.

  46. Það er ekkert bara Kyut – Það eru allir vægast sagt ömurlegir og eiga að skammast sín. Þetta er sorglegt í alla staði.

  47. Hvernig var fengið það út að líklega væri best að setja sama lið inná í seinni hálfleik!!?

  48. Jú Babu, það er einfalt, við áttum 1-2 “situation” around their box í fyrri hálfleik – það er víst nýji standardinn sem við setjum í leik okkar liðs…

  49. Bull og vitleysa… hefði tekið Gerrard, Benna, Kuyt eða Maxi frekar útaf…

  50. Getur einhver sagt mér af hverju það er ekki búið að taka Dirk Fuc&$&%# Kuyt útaf!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  51. Það er ill fyrirgefanlegt að láta Wigan yfirspila sig í 45 mín…..en í 65 mín. eða meira er óafsakanlegt….

  52. …..og að láta Titus Bramble líta út eins og Maldini uppá sitt besta er algjörlega ófyrirgefanlegt.

  53. Jæja Steven Gerrard, hvernig væri að fara að taka hausinn útúr rassgatinu á sér???

  54. Það er búið að yfirspila okkur allstaðar á vellinum í 70 min, og eina skiptingin er einn varnarmaður inná. Guð hjálpi okkur bara á þessum síðustu og verstu. Er að hugsa um að slökkva bara á sjónvarpinu og hætta að pirra mig á þessu. Það eru allir í ruglinu og þ.a.m Benitez, sem veður ekki í fótboltavitinu.

  55. rafa hvað Borgar kuyt þér mikið fyrir að fá að vera inná allan helvítis leiki

  56. Jæja þá erum við búnir að setja 37 milljónir inná þetta hlýtur að fara að koma…

  57. Mascherano var búinn að vera góður í bakverðinum og Lucas hefur verið fínn, sem og Carra. Sýndist hann reyndar eiga markið en sá það bara einu sinni og er því ekki viss. Maxi? Kommon. Kuyt sama.

  58. Það verður bara að viðurkennast að Liverpool er að mæta ofjörlum sínum á öllum sviðum í dag. Wigan er miklu líklegra að bæta við 2. markinu en Liverpool að skora eitt mark í dag. Maður hefur það á tilfinningunni að það myndi ekki skipta máli þó spilað yrði í 120 mín eða 180 mín…liðið mun ekki skora í dag.

  59. Og getur Torres ekki spilað án þess að vera endalaust pirraður út í allt? Hann ætti að einbeita sér að því að klára þessi færi frekar, þrjú fín færi sem hann hefur farið með.

  60. Hvar í andskotanum er Babel hvað er þessi helvítis stjóri okkar að gera af hverju fær hann ekkert að spila, hann hlítur að hafa verið svona lélegur á æfingu?????????????????????

  61. Við erum Liverpool, sigursælasta lið enskrar knattspyrnusögu og eftir að hafa látið botnliðið Wigan yfirspila okkur í 70 mín erum við að reyna stela sigrinum með 2 skiptingum í lokin.

    Öll frekari orð eru óþörf.

  62. Hvernig í djöflanum getur það verið réttlætanlegt að Benitez sé enþá managæri búið að reka hann hjá öllum öðrum liðum.

  63. Hef engar áhyggjur af þessu, þetta á sér örugglega allt eðlilegar skýringar eins og Benitez mun koma að eftir leikinn.

  64. Er það virkilega staðreynd að LFc hefur ekki á skot á rammann í þessum leik ! ! ! ! ! ! ! ! ! !

  65. OK við erum að tala um +90 og enn ekki komin EIN marktilraun á markið frá Liverpool. Þeir eru með okkur í vasanum.
    NB Wigan tapaði 9-1 fyrir Tottenham.

  66. Nú er mælir fullur. Tími Benitez er liðinn. Hann nær ekki meira úr þessu liði. Láta Daglish taka við strax og ráða nýjan stjóra í sumar.

  67. Það verður að segjast að það er hálf ömurlegt að horfa á þetta undir lokin þegar að við þurfum að skora og boltinn kemur úta kantinn og sendingin kemur fyrir að það er EINN Liverpool maður inní teig, FOKKING EINN!!! Hjá ónefndu nágrannaliði sæjum við ekki færri en 4.

    Og það verða engin verðlaun fyrir að giska á hvað rafa segir eftir leikinn: Er rosalega ánægður með baráttuna í leikmönnunum, sköpuðum okkur færi en náðum bara ekki að skora og við verðum að einbeita okkur að næsta leik!!! Alltaf eins hjá honum bara nákvæmlega eins liðið spilar leik eftir leik, því miður!!!!

  68. Já þvílík og önnur eins hörmungarframmistaða. Wigan menn voru miklu miklu betri á öllum sviðum í dag og menn eins og Gerrard litu út eins og byrjendur á móti stórstjörnum Wigan liðsins. Þessi leikur hefði með réttu átt að tapast með mun meira sannfærandi markatölu.

    Það vantar eitthvað svona ctrl-alt-delete hjá Liverpool FC í dag.

  69. Ég ætla ekki að segja fokking orð, best að hafa þau útaf fyrir mig….

  70. Jæja, ætli Benitez velti því aldrei fyrir sér hvort að hans tími sé liðinn og hvort að liðið sé einfaldlega ekki sprungið á limminu undir hans stjórn??

    Guð minn góður ef maður á að þurfa þola 4 ár í viðbót af þessu skemmtanagildi undir stjórn þessa manns.

  71. Ekki var það fjarvera lykilmanna í þetta skiptið…

    Torres, Gerrard , Yossi, Johnson komin aftur í hópinn

    Sorglegt , allir sem spiluðu þennan leik og stóðu á hliðarlínunni eiga að skammast sín.

  72. Og koma svo allir sem vilja halda áfram að stiðja Rafa það er bara ekki hægt lengur

  73. Ég á varla til orð en ætla í tilefni dagsins að pína nokkur uppúr mér. Í kvöld sá ég hjá Liverpool, álíka mikla knattspyrnu hæfileika og er að finna í einni súrmjólkurfernu. Að ég skuli hafa eitt mánudagskvöldi, misst af idol, og ekki sett í kerlinguna fyrir þennann leik er ekki ásættanlegt á neinn hátt. Þeir menn sem við höfum beðið eftir úr meiðslum og áttu svo að vera hluti af okkar afsökunum fyrir dræmu gengi vetrarins, voru ekki þess verðugir að klæðast treyju utan/þriðju deildar liðsins Afríku. Ég myndi ekki sætta mig við svo lélega frammistöðu hjá afgreiðslufólki á Metro. Eftir þessa frammistöðu þá tel ég nokkuð öruggt að það verði Evrópudeildin aftur á næsta ári og það bara ef við erum heppnir. Þetta er frammistaða sem má ekki sjást hjá liði eins og Liverpool en samt fær það að viðgangast. Ég hef fengið nóg og ef ekki verða róttækar breytingar hjá þessu liði í sumar þá sé ég ekki ástæðu til þess að horfa á hvern einasta leik með Lfc á næsta tímabili eins og ég hef gert í fjölmörg ár. Ég er ekki að segja að ég myndi hætta að halda með Lfc enda gerist það aldrei en áhuginn á fótbolta-áhorfi fer snar minnkandi með þessu áframhaldi.

  74. Mér er skítsama um hvað menn segja hérna. Rafa hefur ekkert að gera lengur með þetta lið. Hans tími er búin. Þvílíka og aðra eins hörmung hef ég bara aldrei séð.

    Með getulausa eigendur og þjálfara, og áhugalausa leikmenn

  75. Það er nú að bera í bakkafullan lækinn að hrauna yfir þetta lið en því miður verðskulda þeir nákvæmlega ekkert annað. Hörmulegir í einu orði sagt. Spila ekki bara lélegan heldur hreint ótrúlega leiðinlegan bolta, ef bolta skyldi kalla. Einn maður í liðinu verðskuldar að leika í þessari treyju og það er markvörðurinn.

  76. Eins og ég hef áður sagt..þessi maður hefur svo stórskrýtna sýn á fótbolta að maður er agndofa…..Hví í fjáranum……enn og einu sinni, gerir maðurinn ekki skiptingar strax í hálfleik…Þetta var svo dapurt í fyrri hálfleik að það var ótrúlegt..Hver einasti stjóri í Englandi hefði breytt einhverju…Neinei eyða aðeins meiri tíma í ekki neitt 1-0 undir….Og setja svo VARNARMANN inn á….ekki búnir að fá færi allan leikinn..
    Þetta var dropinn sem fyllti mælinn…Ég geri mér ekki aftur ferð til að horfa á þetta lið meðan þessi þráhyggjustjóri er þarna…Hvernig er hægt að gera svona einfaldan leik svona flókinn og leiðinlegan??

    .Nú spyr ég ykkur ágætu félagar…Hafið þið EINHVERNTÍMA sér Liverpoollið svona slakt???….Ég hef haldið með þeim síðan 1970 og ég segi nei….Ekki einu sinni þegar Souness var stjóri…sem var þó dapurt..

  77. 106, Nei, ég man ekki eftir að hafa séð liðið svona dapurt, leiðinlegt, og bara skítlélegt, algjörlega áhugalausir leikmenn.

    Ég hef líka haldið með LFC síðan 1970, og Guð minn góður bara.

    Ég vill að Rafa sjái sóma sinn í að segja af sér, ef honum þykir vænt um klúbbinn.

Wigan á morgun

Wigan – Liverpool 1-0