Wigan á morgun

Þetta er búin að vera hálf skrítin fótboltahelgi, og í rauninni fótboltavika. Enginn Liverpool leikur, nokkrir gagnslausir æfingalandsleikir og svo split up á milli FA bikarsins og svo deildarinnar. Ég hef því horft á fótbolta í rauninni með einarri, suma leiki hef ég ekki haft minnsta áhuga á að kíkja á, en sumum hefur maður fylgst aðeins meira með. En það bar helst til tíðinda að Mick McCarthy ákvað að hvíla ekki 23 bestu leikmenn sína fyrir leikinn gegn fósturföður sínum. En það sem stóð upp úr um helgina var vöntun á einu stykki Liverpool leik. En úr því verður ráðin bót á morgun, öllu heldur annað kvöld. Þetta eru voðalega skrítnar tímasetningar á leikjum, mánudagskvöld, það er bara eitthvað sem er ekki að passa saman í þessu. Ef ég mætti ráða, þá væru tveir vikudagar sem væru algjörlega fótboltalausir, mánudagar og föstudagar. Það er bara eitthvað rangt við að spila fótbolta á þessum tveim dögum.

En að leiknum á morgun og þessu Wigan liði. Maður veit í rauninni aldrei hvaða liði maður er að fara mæta þegar Wigan á í hlut. Þeir geta litið út eins og lang slakasta lið deildarinnar einn daginn, og svo hörkugott baráttulið í næsta leik á eftir. Þeir voru í rauninni með alveg hörkugott lið alveg þar til fyrir rúmu ári síðan. Wilson Palacios var keyptur frá þeim og smátt og smátt byrjaði að kvarnast meira úr liðinu og núna er það hreinlega talsvert veikara en þegar Steve Bruce var með það. Svo kom nýr stjóri, sem ku vera ansi hreint efnilegur, en hann byrjaði að kaupa með sér einhverja Swansea kalla og hefur verið að vonast til þess að þeir séu í Premier League gæðum, en því miður fyrir hann, þá eru menn eins og Jason Scotland ekki á þeim standard (fyrir nú utan það, hverjum dettur til hugar að heita í höfuðið á landi? Sigursteinn Nýfundnaland, hvernig hljómar það?).

En þessi leikur á morgun er einn af þessum leikjum sem er “must win”. Þetta “must win” dæmi er í rauninni einn ofnotaðisti frasi í frasabókinni, því að sjálfsögðu eru allir leikir möstvin leikir, þó það nú væri. Það er mikilvægt að sigra, það er mikilvægt að hala inn 3 stig, og það er nokkuð sama hvar þú ert í deildinni á þessum tímapunkti, það eru allir leikir þess eðlis að þú þarft helst að vinna þá. En þetta er ekki langt ferðalag fyrir okkar menn, steinsnar frá Liverpool borg og því ættu nokkur þúsund stuðningsmenn Liverpool FC að láta vel í sér heyra. Við höfum verið í þeim pakka að vera að “grinda út” úrslit, og maður man varla bara eftir þeirri tilfinningu sem fylgir því að vinna leiki örugglega, vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik og halla sér aftur og njóta. Æj hvað ég væri til í svoleiðis leik á morgun, bara smá svona break fyrir pumpuna.

Meiðslalistinn var alveg að tæmast, en að sjálfsögðu er það ennþá sá listi sem við stöndum okkur afburða vel á og sýnum þar mikinn stöðugleika. Glen Johnson verður væntanlega í hópnum á morgun, en þeir Aurelio og Skrtel sjá til þess að sjúkraþjálfararnir hafa í nóg að snúast. Reyndar er það svo með Aurelio að fleiri hans líkir gætu verið hjálplegir hér heima á klakanum, því hann telst vera ferlega atvinnuskapandi og hver leikur sem hann leikur, skapar 2 störf í landi. En hvað um það, nokkuð heilt lið þess utan að velja úr og það fer nú hreinlega að verða skrambi erfitt fyrir Rafa að velja liðið með svona marga framliggjandi leikmenn heila.

Ég ætla að leggja hausinn að veði og skjóta á það að Reina byrji í markinu, þetta er long shot, ég veit það, en ég læt vaða. Ég efa það stórlega að Rafa treysti Glen strax í bakvörðinn, og svo er stóra spurningin með Agger. Ég ætla að tippa á það að Agger verði heill, verði með Kyrgiakos sér við hlið og Carra í bakverðinum. Ef Agger verður ekki orðinn heill, þá heldur Javier áfram í bakverðinum og Carra og Kyrgiakos í miðvörðunum. Insúa á svo vinstri stöðuna algjörlega núna eftir að Aurelio datt út. Maxi hefur svo sannarlega verið að koma til og ég býst við að hann fái áfram tækifærið og baráttan á milli hans, Riera, Babel, Kuyt og Yossi um þessar stöður er orðinn svaðaleg. Svo þar fyrir utan eru það Aquilani og Stevie. Allt í einu finnst manni vera orðin fín breytt hjá liðinu þegar kemur að þessum stöðum fyrir aftan framherjann. Torres verður auðvitað uppi á topp í leiknum og bara spurning um þessar blessuðu stöður þar fyrir aftan. Ég ætla að giska á að Mascherano og Lucas verði á miðjunni, Dirk hægra megin, Maxi vinstra megin og Gerrard í holunin fyrir aftan Fernando:

Reina

Carra – Kyrgiakos – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Maxi
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Johnson, Aquilani, Babel, Riera, Benayoun og Ngog

Ég hef eins og áður, fulla trú á sigri, erum með margfalt betra lið en þetta Wigan lið, en það er ekki spurt að því þegar á hólminn er komið, menn verða að vilja sigra og sýna það á vellinum. Þetta er útileikur, þeir hafa verið okkur erfiðir, en ég hreinlega neita að trúa öðru en að við förum að detta almennilega í gang. Fínt að byrja á því á morgun með 0-3 sigri. Fernando, Stevie og Maxi með mörkin.

33 Comments

 1. Þetta verður öruggur sigur.

  En skil ekki þetta kvart og kvein sífellt hjá þér SSteinn yfir landsleikjum? HM er framundan, stærsta og besta knattspyrnukeppni heims. Hvenær eiga liðin að spila? Jafnvel sleppa að spila bara og mæta algjörlega ryðguð til leiks? Ef þú fengir að ráða þá væri það svoleiðis.

  Enginn leikmaður er eflaust sama sinnis og þú. Allir leikmenn vilja spila fyrir land og þjóð og þegar aðeins þrír mánuðir eru þangað til að HM byrjar þá eru þjálfara liðanna að stilla saman strengi sína, sjá hverjir eiga skilið að vera valdir og hvaða taktík er best að beita.

  En þú sérð auðvitað bara Liverpool.

 2. Já Finnur, hárrétt hjá þér, Liverpool er númer 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10 hjá mér. Ég hef líka hér áður sagt mína skoðun á því hvernig fyrirkomulagið á þessu landsleikjadæmi ætti að vera, og mitt álit er það að það eigi að þétta þetta saman, í stað endalausra landsleikjahléa þá ætti að gera þetta í einu bretti undir lok tímabilsins, fyrir keppnina. Tími sparast við það og menn læra frekar inn á hvern annan þá heldur en að spila æfingaleik og líða vikur eða mánuðir og svo annar æfingaleikur.

  Mér er líka nokk sama um hvort allir leikmenn séu sammála mér eða ekki, enda eru þeir ekki með hagsmuni félagsliða sinna í fyrirrúmi, hugsa skiljanlega fyrst og fremst bara um eigin hagsmuni. En ég ætlaði svo sem ekki í enn eitt landsleikjadebatið.

 3. Ég væri rosalega til í að sjá Fernando Torres master class á morgun. Það er komið of langt síðan ég hef séð hann setja þrennu eins og það sé engin fyrirstaða.

  Annars held ég að þessi leikur vinnist nokkuð auðveldlega, ég ætla að spá 4-0 sigri okkar manna.

 4. Ég held við séum að fara að horfa á stórleik hjá markmanni Wigan á morgun og við heppnumst einhvern vegin á 1-0 sigur EF hann spilar með 2 varnarsinnaða miðjumenn.
  Ég vil sjá Torres og Babel saman frammi með maxi og riera á köntunum að drita boltunum inn á þá. Það væri gaman að sjá fallegan sóknarbolta og mikið flæði. Það er svo langt síðan að maður sá liðið okkar spila free-flowing( nennir einhver að koma með góða íslenska utskýringu á þessu fyrir mig) fótbolta og gjörsamlega yfirspila andstæðingana.
  Ég er bjartsýnn fyrir þessum leik og ég ætla að leyfa mér að spá þessi 6-1 sigri þar sem Torres setur 3 gerrard 2(1 úr viti) og Babel 1.

 5. Martinez hefur sagt í viðtali að hann ætli að hann ætli að hafa 3-4 fjór menn á G&T, þannig ég held að þeir verði útilokaðir í leiknum. Svo ætla ég að spá því að leikurinn endi 2-0 fyrir liverpool, Kuyt með eitt og svo skora wigan sjálfsmark eftir skot frá Mascherano 😀

 6. Mikið er ég búinn að bíða eftir næsta leik Liverpool…loksins leikur á morgun. Ég vil aðeins auglýsa eftir Aquilani. Hvað ætlar Benítes sér með þennan leikmann uppá 20 millur?? Hvenær spilaði hann síðasta leik?? Ég bjóst við að eftir að hann væri orðinn heill að hann myndi spila nánast hvern leik en það hefur ekki verið raunin. Ég bjóst við að sjá hann koma með góða innspýtingu í þetta Liverpool lið í lok tímabilsins en það virðist ætla vera skortur á því að við fáum að sjá hann spila. Hvar á þessi leikmaður að spila í framtíðinni ef Lucas og Mascherano eiga visan stað á miðjunni og Gerrard í holunni?? Meira að segja þegar Mascherano dettur í bakvörðinn að þá fær hann ekki séns því Gerrard dettur inná miðjuna….Bara smá pæling hjá mér með þennan dýra leikmann og langaði að heyra frá mönnum hér varðandi þennana leikmann og framtíð hans hjá félaginu. YNWA

 7. Ég held að allir séu sammála mér í því að Aquilani séu einn verstu kaup RB, ásamt Keane

 8. Já er sammál mer finnst aqualini buin að vera fjarast í burtu og eg held að hann fer í sumar þetta er svona eitt enn benitez rugl sem enginn skilur í.Hann greinilega vill hafa lucas i byrjunarliðinu sem er leikmaður sem hefur hæfileika að vera mjög góður en comon whats the point að kaupa auquamn ef hann á bara að vera á bekknum þetta er bara rugl

 9. Ég tek undir þetta með Aquilani, þó ekki að þetta séu léleg kaup. Við verðum að gefa honum annað tímabil. Ég vil sjá hann í byrjunarliði í svona leikjum, með Mascerano á miðjunni eða Lucas ef Mascherano verður í bakverðinum. En það er óneitanlega orðið erfitt fyrir Benítez að velja og hvort sem Gerrard verður í holunni eða niðri á miðjunni og Maxi, Kuyt og Benayoun fyrir framan, þá verður liðið orðið ansi sókndjarft. Svo framarlega sem Lucas og Mascherano spila ekki saman á miðjunni þá erum við í góðum málum og klárum þennan leik örugglega. Þetta lið vil ég sjá:

  Reina
  Johnson – Carragher – Agger – Insúa
  Mascherano – Aquilani
  Kuyt Gerrard Maxi
  Torres

  0-3, takk fyrir.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 10. Ég held að það sé ekki rétt að meta hversu góð kaupin á Aquilani eru fyrr en eftir næsta tímabil. Þegar horft er til meiðsla hans og aðlögunar að enskum bolta, sem tekur mjög mislangan tíma, þá held ég að hann hafi staðið sig alveg ágætlega. Það er allavega fráleitt að tala um kaupin á honum sem léleg.

 11. Grétar Amazeen# Já ókei kannski svoldið snemmt að meta þessi kaup núna. Samt skil ég ekki afhverju hann fær aldrei að spila, er hann meiddur?

 12. Ég tel að það sé full mikil bjartsýni að halda að Rafa blási til sóknar á morgun. Það verður varist og farið afar varlega í hlutina eins og áður. Hef samt trú á að við klárum þetta. 1-0 eða 2-1.

 13. Ég ætla bara vona að hann noti Babel á kantinum eða frammi með torres ef hann gerir það ekki þá er Benitez að sanna það sem nokkrir hérna á spjallinu hafa verið að tala um.
  Ef þú skorar eða stendur þig vel eins og Babel var að gera í síðustu leikjum ertu bara frystur.
  Það er ekki eins og Maxi, benayoun eða einhverjir aðrir hafa verið að gera einhverjar rósir.
  BARA MÍN SKOÐUN.

 14. Sælir Liverpool bræður

  Heyrðu ég verð að segja, þetta er í fyrsta sinn sem ég commenta á þessa síðu og ég verð að hrósa þeim sem stjórna hér því það getur verið virkilega gaman að lesa póstana, ekkert of staðlar og skoðanir fá að láta ljós sitt skína.
  Glimrandi góð upphitun og vonum að mánudags draugurinn sé senn á enda og fyrsti sigur Liverpool á mánudegi muni láta ljós sitt skína. Spái leiknum 2-0, Torres og ætla á tippa á Lucas lika, vona að hann fari að kveikja á sér fram á við… þó það sé hæpið. Sammála liðinu, nema er nokkuð viss um að Agger spilar ekki, og Kelly kemur inn í bakvörðinn, átti mjög góðan leik þangað til að hann meiddist í meistara deildinni.

  Riise out.

 15. Góðann MÁNUDAG eins og einn vinur minn sagði forðum 😀

  Ef þetta er ekki dagurinn þá er enginn morgunndagurinn frammundann heheheh 🙂 😀 😉

  Í síðustu 9 leikjum okkar gegn Vigan Athletic hafa úrslit orðið sem hér segir:

  Des 2005 Liv 3 – 0 Wig
  Feb 2006 Wig 0 – 1 Liv
  Des 2006 Wig 0 – 4 Liv
  Apr 2007 Liv 2 – 0 Wig
  Sep 2007 Wig 0 – 1 Liv
  Jan 2008 Liv 1 – 1 Wig
  Okt 2008 Liv 3 – 2 Wig
  Jan 2009 Wig 1 – 1 Liv
  Des 2009 Liv 2 – 1 Wig

  Þetta gera 7 leikir unnir og 2 jafntefli. Liverpool hefur skorað 18 mörk og Wigan 5 mörk. Einu sinni höfum við unnið þá 0 – 4 og einu sinni 3 – 0 en það voru árin 2005 og 2006. Jafnteflin komu í jan 2008 og jan 2009 þannig að við gætumátt von á jafntefli núna líka bara til að hafa söguna með í þessu öllu saman … eðe NEI TAKK 😀 😀 😀

  Ég vil bara benda mönnu og konum á það að við vinnum núna og ekkert annað en sigur í næstu 11 leikjum er ásætanlegt það myndi gefa okkur 33 stig + þau 3 í dag sem gera 36 stig við þau 48 sem við höfum i dag sem gera 84 stig þegar að deildinni er lokið. En hver segir að ég hafi rétt fyrir mér. Ég er bara að benda mönnum á að hafa hemil á sér og brosa svolítð 🙂 þá ekki væri nema bara út í annað eins og ég geri af og til 😀 🙂 😉 Ekki leggja okkur svo lágt að við getum ekki talað saman og allir dagar verði gráir og slepjulegir. Ég hef verið stuðningsmaður LFC frá 5 ára aldri og hef haft svo gaman af þvi að það fá ekki nokkur orð lýst 😀 ég ætla mér að gera það um ókomna tíð – sama hvernig eða hvað hver segir þá er Liverpool bara rétt að byrja í skemmtana bransanum ho ho ho 😉

  Brosum 😉 og verum glöð 😀 og góð við hvort annað 🙂

  AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://www.kop.is

 16. Er ósammála mönnum að Aquilani hafi verið slæm kaup, aftur á móti hefur notkun Rafa á honum verið með heinum ólíkindum, enn einn leikmaðurinn sem fær furðulega merðhöndlun.

  Ætla að spá 1-1 í alveg hrútleiðinlegum ala Rafa leik þar sem við eigum varla sókn eða skot á markið sem talist getur.

  Er síðan alveg hjartanlega sammála badda og Babel kommentinu hans í #13

 17. Varðandi Aquilani, er það ekki bara þannig að þegar Liverpool er að spila á móti liðum sem Benítez telur að muni sækja mikið þá leggur hann áherslu á vörnina og velur hann að hafa tvo varnarsinnaða miðjumenn, Mascherano og Lucas. Kannski meðal annars af því að vörnin okkar hefur verið frekar ótraust þetta tímabilið og þarf því meiri stuðning. Hinsvegar þegar við spilum á móti liðum sem búast má við að liggi í vörn þá er líklegra að Benítez velji sókndjarfari uppstillingu og hafi Aquilani á miðjunni með Mascerano. Mér sýnist þetta vera hugsunin hjá stjóranum. En svo má líka segja að hann er oft mjög varkár og velur oftar varnarsinnuðu uppstillinguna en þá sókndjörfu, sem margir hér myndu vilja sá oftar.

 18. Max h/meginn, afhverju vilja menn spila honum úr sinni bestu stöðu. AA vera með Massa við eigum að sækja í kvöld, tökum þetta svo STÓRT, og Liv á nú að sýna að þeir eru BESTIR og hana nú.

 19. úfff kvíði smá fyrir þessum leik á morgun ! Eins og þú segir maður veit aldrei hvaða liði maður er að fara mæta þegar Wigan á í hlut ! Einnig hef ég miklar áhyggjur af vellinum þeirra, veit ekki hvort það sé eitthvað búið að fiffa hann til, en það er alltaf hætta á því að postulínsdúkkurnar okkar meiðist á að spila á svona lélegum velli ! Spái frekar erfiðum leik, 0-1 fyrir okkur og dúllan okkar hann Torres með markið að sjálfsögðu.

  YNWA

 20. Ha ha ha snilld, hvernig er hægt að gefa þumal niður á svona komment eins og þetta # 20?
  Þú verður að gæta orða þinna Sigursteinn 🙂

 21. Ragnar19# Það er reyndar nýbúið að leggja nýtt gras á þennan völl þannig að hann ætti að vera góður.

 22. Já Hafliði, best að gæta orða sinna í framtíðinni 🙂 Greinilegt að þessi “skoðun” mín fer misjafnlega í menn.

 23. Ahh auðvitað í kvöld, ég svaf ekkert í nótt þannig það er ennþá sunnudagur hjá mér.. En flott að heyra að það sé búið að leggja nýtt gras á hann, það á ekki að bjóða uppá mýrabolta í ensku úrvalsdeildinni, maður fer útá ísafjörð til að horfa á þannig vitleysu..

 24. Sælir félagar

  Ég þakka upphitunina og nenni ekki að þumla SStein fyrir annað. Upphitunin er fín. Ég sé líka að menn (sumir hverjir amk) telja að við munum rúlla Wigan upp í þessum leik. Það tel ég hæpið. Wigan er upp við vegg og má ekki tapa leik. Það er stutt í fallsæti (1 eða 2 stig hjá þeim og þeir munu berjast af hörku. Og þeir geta verið harðir og erfiðir og því verður þetta erfiður leikur. Ég verð mjög ánægður ef hann vinnst hversu naumt sem það verður. Spái 0 – 1 eða 1 – 2.

  Það er nú þannig

  YNWA

 25. ég held að menn hérna verði aðeins að róa sig í bjartsýninni á því hvernig leikurinn fer í kvöld. þó svo að ég voni innilega að þessar spár um stórsigur í kvöld rætist þá er tölfræðin ekki með okkur! Liverpool er búið að vinna 4 útileiki í deildinni í vetur af 14 !! og aðeins á móti everton vannst útileikur með 2 marka mun. hversu lélegt er það? ekki mikið sem seigir mer að við vinnum í kvöld, nema kannski litli njólinn þarna númer 9 í senternum. en þetta fer 1-1 því miður

 26. Orðinn dálítið þreyttur á Aquilani umræðunni hérna, hann þarf sinn tíma og ég perósnulega held að Benítez viti betur en við hérna á kop.is hvað hann er að gera á æfingum og hvað hann er að gera inná vellinum þegar hann er “ekki í mynd” í sjónvarpinu.

  Langar þess vegna bara að benda á það að það er almennt talið að það taki menn 9-10 mánuði að aðlagast nýjum bolta almennilega. Þá er verið að tala um að jafnaði, auðvitað eru til undantekningar þ.e menn sem detta strax inní nýtt umhverfi og nýjan bolta. Ef við skoðum t.d Chelsea liðið, þá voru Essien, Ballack og Malouda ekki að gera neitt á sínu fyrsta seasoni en eru að spila nánast alla leiki Chelsea í dag.

  Aquilani var meiddur fram í okt, ég hugsa að hann eigi skilið aðeins meiri tíma og fleiri leiki áður en menn á kop.is fara að taka á móti kauptilboðum í hann.

 27. ég væri til í að sjá Aqua mann í holunni…. þeir leikir sem við höfum fengið hann þar hafa verið virkilega góðir hjá honum… og er ég nokkuð pottþéttur á að hann og Torres geti náð vangefið vel saman… en ég er mjög svartsýnn á að RB vinur minn verði við þeirri ósk minni …

  ég á von á miklum baráttu leik en við náum að merja þetta á lokasprettinum

  áfram LFC !!!!!!

 28. Ekki að það kom leiknum við á neinn hátt eða þessari fínu upphitun hans Steina.

  En kíkið á hann stuewall vin minn sem hefur verið að slá í gegn á netinu í dag og í gær! Líklega spjallþráður vikunnar.

Ekkert Meistaradeildar umspil

Liðið gegn Wigan