Liðið gegn Unirea

Tvær breytingar á vinstri kanti, Aurelio kemur inn fyrir Insúa og Riera fyrir Maxi sem er búinn að spila með A.Madríd í evrópukeppni á þessu tímabili. Aquilani er á miðjunni með Mascherano og N´Gog einn upp á topp.

Byrjunarliðið:

Reina

Carragher – Skrtel- Agger – Aurelio

Aquilani – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera
N´Gog

Bekkur : Cavalieri, Kyrgiakos, Babel, Lucas, Insua, Degen, Pacheco

Nokkuð sáttur við þetta lið og þá sérstaklega vinstri vænginn og miðjuna. Eins og ég sagði upphtun hefði ég viljað Babel upp á topp og einhvern annan en Carra í bakverði en sjáum hvað setur. Nokkuð sterkur bekkur í kvöld og ég væri mikið til í að sjá Pacheco fá séns í seinni hálfleik.

68 Comments

  1. Er þetta ekki fyrsti leikurinn sem að Aquilani og Gerrard spila saman eða er ég eitthvað að rugla ?
    Ég hefði reyndar viljað sjá Babel frammi í staðinn fyrir N’Gog en ég held samt að N’Gog setji markí kvöld.
    Ég spái þessu 5-0

  2. Helv…. Kyrgiakos er ekki í byrjunarliðinu. Annars allt annað ágætt.

  3. Maxi er ekki beint í banni heldur er hann ólöglegur í þessari keppni með Liverpool.

  4. Líst vel á liðið þótt ég myndi frekar vilja sjá Insua inni í stað Skrtel, jákvætt að sjá að Mascherano og Lucas eru ekki báðir inná.

    Ég spái 5-0 í kvöld og Pacheco skorar eftirminnilegt mark í uppbótartíma. Annars skiptast mörkin bróðurlega milli Gerrard, Kuyt, Aquilani og N’gog. Amen!

  5. Það er fínt að Kyrgiakos sé ekki í liðinu enda verða Agger og Skrtel að stilla saman strengina fyrir leikinn á móti City.

  6. Helg og MaggiR… þið eruð of fljótir að lesa þetta hjá mér 😉
    Sá þetta þegar ég fór lokayfirferð.

  7. Veit það einhver hérna, hvort að Aquilani og Gerrard hafi spilað saman á þessari leiktíð.

  8. Þetta er nokkuð flott lið. Það verður gaman að sjá leikinn á eftir, og ég er nokkuð sannfærður um öruggan sigur. Ég er sammála Helga J. um að það væri gaman að sjá Pacheco spreyta sig í kvöld.

  9. veit einhver um sopCast link á leikinn ?

    virðist ekki vera meinn á MyP2P

  10. Lýst virkilega vel á þetta lið, gerist ekki mikið betra hjá okkur og svona vil ég sjá það með Torres á toppnum þegar hann kemur til baka. Í fyrsta skipti í langan tíma sér maður fram á það að verða í vandræðum með að velja í óska byrjunarlið þegar allir verða heilir, þeas ef það verður einhverntímann.

    Spái þessum leik 3 – 1 fyrir okkur, þeir hljóta að grísa einu marki inn hjá okkur. Væri gaman að sjá Aquilini setja eitt og líka kominn tími á Gerrard. Setjum svo Agger á þriðja markið !

  11. hvad er malið fær babel aldrei sjens hann er miklu betri en goggarinn sem vantar likamlegan styrk til ad spila einn frammi verdur ann efa leidinlegur leikur

  12. Maður er búinn að vera svo þunglyndur yfir að Liverpool sé í þessari keppni að maður hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi. Erum við í útsláttarkeppni? eða erum við í einhverjum riðli?

  13. Mehhh hefði viljað sjá El babe og Zeus í byrjunarliðinu en kannski voru það bara of high hopes ! spái þessu enn 2-1 ! Balisco, Gerrad og Kuyt með mörkin !!!

  14. Hvað er með þessa gaura á endalínunni og inni á vítateig? Er e-r handboltadómarastemmning í þessari keppni?

  15. Ertu að tala um fjórða og fimmta dómarann sem átti að sjá hvort boltinn færi yfir línuna eða ekki og taka á álitamálum inni í teig??
    Hélt reyndar að þeir ættu bara að vera kjurrir fyrir aftan markið en ekki á ferðinni eins og asnar þarna 🙂

  16. Nkl Sigurgeir, þetta er bara truflandi að þeir séu hangandi langt inná velli alltaf.

  17. Það sem er truflandi í þessum leik er Gaupi. Spekin sem vellur upp úr honum er á vitorði fimm ára united stuðningsmanns.

    Býð bara eftir að hann hrópi: “Honnnnspynnna á stórhættulegum stað”

  18. hálf fáranlegt að vera með þessa gaura á línunum, væri ekki einfaldara að vera með myndbandsupptökuvél

  19. ohh guð minn góður hvað N’Gog er vanhæfur þarna einn frammi, nær ekki að taka við neinum bolta inní teig og klúðrar alltaf fyrstu snertingu, afhverju sjá allir þetta nema benitez !

  20. Þetta UNIREA lið getur ekkert, hef ekki séð þá í sókn ennþá. Gaman að sjá Aquilani og liðið er að spila betur með hverri mínútunni. Væri fínt að nýta eitthvað af þessum hornum.

  21. erum búnnir að vera með boltan 90% af leiknum og ekkert bitastætt komið nema skotið á ramman á 30. sek

  22. Aldrei skilið þessa varkárni hjá Benitez! Við erum á heimavelli og með einn mann á toppnum! N´Gog lítur bara illa út þarna einn frammi.

  23. Í svona leik þar sem hitt liðið liggur í vörn og við þurfum að spila hratt er Kuyt vonlaus. Ekki sá hraðasti, fyrsta snerting yfirleitt slök, og ekki nógu ratvís með stuttu sendingarnar. Þá vil ég frekar Babel á hægri. Hann er þó alla vega fljótur.

  24. Mætti skipta Babel og jafnvel pacheco inn fljótlega, það er ekkert að gerast á síðasta þriðjungi vallarins.

  25. Vandinn er eins og vant er að boltinn gengur manna á milli of aftarlega á vellinum. Það sem vantar í liðið er leikmaður sem getur tekið menn á og gert óvænta hluti. Gerrard er í gæslu og hefur úr litlu að moða og Ngog vantar líkamsstyrk. Þetta hlýtur að koma eftir hlé:-)

  26. Ég mundi vilja sjá Kuyt fara útaf og setja Pacheco inná… Setja Gerrard út á hægri og svo þegar líður á henda babel inná.

  27. Úff, þetta var fkn dapurt. Eins og menn sögðu hér fyrir ofan þá erum við svona 90% leiksins með boltann og í sókn en samt gerist EKKERT, hvorki á miðjunni, né á köntunum né frammi.

    Þetta er svona leikur sem hrópar á einstaklingsframtak. Gerrard virðist hættur að framreiða þau og bæði Torres og Yossi eru fjarri góðu gamni. Spurning hvort Babel og/eða Pacheco fá séns þegar líður á seinni hálfleikinn.

    Það er allavega ekki mikill séns á tapi í kvöld þar sem Unirea sækir ekkert. Ekkert. Þetta endar annað hvort 0-0 (ekki verstu úrslitin, þannig lagað séð) eða svona 1-0 eða 2-0 fyrir okkar mönnum en það er allavega ljóst að fyrri hálfleikurinn mun gleymast fljótt hjá manni.

  28. ég vil nú bara benda mönnum á að það er ekki hægt að sækja með mann eins og carra fyrir aftan sig sorglegt að spila þessum tréhesti fram í þessa stöðu við erum ekki að setja pressu á þetta lið og það er bara stjóranum að kenna huglaus.
    Svo sá ég ekki betur en Kuyt hefði átt bestu sendinguna í leiknum á Gerrard:)

  29. Stórkostlegur sóknarbolti hjá Liverpool. Ég er virkilega ánægður með leik liðsins í fyrri hálfleik. Ngog er alveg frábær einn þarna frammi og hann er pottþétt að fara hitta á markið bráðum.
    Unirea spilar leikkerfið fræga “Jólatréð” 9-1-0 og leikaðferð Rafa Benitez gegn því að spila bara með 1 framherja er hárrétt enda skiptir langmestu máli í fótbolta að stjórna jafnvæginu á miðjunni og fá ekki á sig mark. Það má aldrei fá á sig mark í knattspyrnu því þá er svo rosalega erfitt að vinna leiki…

    Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

  30. Hööööööörmung….kominn heill hálfleikur og ekki almennilegt færi…..Og ekki fer þráhyggjuþjálfarinn að skipta inn á strax..Nei hjökkum í þessu sama fari fram á 65 min…..Mér finnst einhvernveginn ég hafa séð þennan leik áður!! PIRR,PIRR,PIRR

  31. sorglegur hálfleikur. Goggarin þarf að fara að sýna okkur eitthvað!

  32. Okkur vantar verulega upp á vængspilið í kvöld. Sakna Insua mikið á vinstri vængnum til að overlappa.

    Sjáum til, þetta rúmenska lið getur varla tjaldað svona í teignum í 90 mínútur…

  33. þessir auminjar ligja eins og hráviður um völlinn……. alltaf að grenja yfir eingu!!

  34. Jæja væri til í að sjá svona eins og þrjár skiptingar, hrista aðeins uppí þessu og fá ferska menn inná. Hef nú 100% trú á að við förum áfram gegn þessu liði hvernig sem fer í kvöld. Þeir hafa varla farið yfir miðju, 11 í vörn og það er alltaf erfitt.

  35. Hvað er málið með að klúðra svona mörgum dauðafærum…eina góða við þennan leik er að við erum að sýna að við kunnum að spila sóknarleik, slatti af færum og bara eitthvað getyleysi í að koma þessu á markið plús það að markmaðurinn þeirra hefur verið þokkalegur

  36. FHS það er ekkert gott við þennan leik, eina ástæðan fyrir því að við erum í sókn er að liðið sem við erum að spila á móti er svo rosalega lélegt að það hálfa væri nóg…
    Ef við værum að spila á móti aðeins sterkara liði þá væri þessi leikur ekki svona…

  37. Vantar að leikmenn trúi því að þeir geti brotið þetta utandeildar-lið á bak aftur. Of margar vonarstjörnur inná þarna sem eru meira að leita sér að reynslu en að reita hana af sér. Ég finn til með Gerrard og Carra sem hafa haldið trú við framtíðaráform tveggja manna sem einhvernveginn gerðu ekki það sem þeir hugsuðu eða sögðu.

  38. Flott fyrirgjöf frá Babel, Pacheco með flotta yfirsýn og skallaði fyrir og Ngog loksins á réttum stað 🙂

  39. Nr. 50, við erum ekki að spila við KR, erum vissulega að spila við lakari andstæðing, en er ekkert hægt að horfa fram hjá því að þetta lið var einu stigi frá því að komast áfram í 16 liða úrslit meistaradeildarinnar, erum áberandi betri og búnir að yfirspila þá allan tímann og núna búnir að skora, og þá úr færi sem var eiginlega ekki hægt að klúðra

    Jú þetta er lakara lið en við megum ekki vera með hroka, held þetta lið eins og það hefur verið að spila sé töluvert betra en mörg lið sem við höfum verið að spila við undanfarið og átt í erfiðleikum með (reading anyone?)

  40. Já, 2 hraðir, sókndjarfir og skapandi leikmenn settir inná á móti evrópsku jaðarliði sem hefur ekki spilað síðan um miðjan desember…. hvað gerist – auðvitað skorum við.

  41. Damn, nú fær Babel ekki að spila næstu 4 leiki þar sem hann átti alltof stóran þátt í markinu.

  42. KLárt brot á Masch, tilhvers að vera með 6 dómara ef enginn sér svona hluti.

    Ágætt að lauma inn einu marki, þýðir að Rúmenarnir verða að sækja eitthvað í næsta leik sem ætti að gera hann opnari og skemmtilegri.

  43. leiðindaleikur og liv er orðið leiðindalið sem varla er hægt að eyða tíma í að horfa á allavega er sá tími liðinn hjá mér vonandi verður breyting á þessu í sumar þegar karlinn hættir þvílíkt leiðinda spil

  44. ok…þetta fer 1-3 úti…Klassamunur á þessum liðum og varla fer Unirea að liggja í vörn allan seinni leikinn…Babel ferskur !

  45. 63 – Tja Ngog bað um skiptingu alveg í lokin á leiknum, hefði varla breytt þó cavalieri hefði komið inná í stað hans…

    En hrikalega sáttur með Babel ! Hann bara verðurverðurverður að byrja inná á móti man city, vil ekki sjá rafa fara refsa honum fyrir frammistöðuna í kvöld

Unirea Urziceni og Liverpool í UEFA Cup

Liverpool – Unirea 1-0