Unirea Urziceni og Liverpool í UEFA Cup

Mikið vona ég nú heitt og innilega að ég þurfi ekki að gera margar fleiri upphitanir um lið á borð við Unirea Urziceni á þessum tíma árs, ekki frekar en aðra leiki í UEFA Cup. En UEFA Cup er staðreynd í ár eftir hörmulegan endi á síðasta ári og við verðum að gera eins vel úr því og við getum. Þannig að ef við lítum á björtu hliðarnar þá vita allir að þessi “Meistara”deild er orðin frekar þreytt dæmi og hefur verið það síðan 2005 á meðan Europa League er á hraðri uppleið og skákar Meistaradeildinni innan fárra mánaða (meðan Liverpool er þar auðvitað). Eins þarf það ekki að koma nokkrum manni á óvart að þegar við lítum aðeins til baka þá er Liverpool auðvitað langbesta liðið í þessari keppni líka, klárlega ef litið er til sögu enskra liða í keppninni og eins ef litið er á keppnina í heild. Sömu sögu er auðvitað að segja ef litið er á sögu okkar í keppninni fyrir ofan, meistaradeildinni.

Liverpool hefur unnið keppnina þrisvar, líkt og Juventus og Inter. Fyrsti sigur liðsins í keppninni kom árið 1973 eftir sigur í endurteknum leik gegn einum elsta vinaklúbbi félagsins, þjóðverjunum í Borusia Moenchengladbach. Fyrri leikurinn var flautaður af eftir 27.mínútur og því spilaður daginn eftir. Á þessum sólarhring sem leið milli leikja fann Bill Shankly veikleika á liði  Moenchengladbach og setti hinn stóra John Toshack í liðið fyrir Brian Hall. Það skilaði sér í marki og stoðsendingu frá Walesverjanum áður en Larry Loyd kláraði leikinn 3-0 á Anfield. Seinni leikurinn tapaðist síðan 2-0 og Liverpool því meistarar. (4 árum seinna kepptu þessi lið síðan í úrslitum Meistaradeildarinnar með sömu niðurstöðu).

Annar titillinn kom síðan árið 1976 og aftur voru það mótherjar sem Liverpool lék gegn í úrslitum Meistaradeildarinnar stuttu seinna, eða Belgíska liðið Bruges. Fyrri leikurinn byrjaði herfilega og Liverpool lenti 2-0 undir eftir korter, en liðið jafnaði sig fljótt á því og vann leikinn 3-2 á Anfield. Seinni leikurinn fór síðan 1-1 og þar með fyrsti titill Bob Paisley í Evrópu kominn í hús.

Þriðja titlinum muna síðan flestir eftir en það var stórkostlegur 5-4 sigur á Real Alaves í Dortmund í líklega besta úrslitaleik í sögu þessarar keppni (rétt eins og úrslitaleikir í Meistaradeildarinnar 2005 og FA Cup 2006 eru með allra bestu úrslitaleikja í sögu þeirra keppna).

Þannig að saga klúbbsins í þessari keppni er alveg til og er betri en flestra annara. Það breytir því ekkert að UEFA Cup er ekkert CL og í þessari keppni viljum við ekki vera og teljum liðið alls ekki eiga að vera. En þar sem þetta er nú orðið staðreynd er ekkert annað í stöðunni heldur en að stefna á úrslitaleikinn í Hamborg og auðvitað sigur þar. Ef við vinnum Rúmenana þá eru það Lille eða Fenerbache í næstu umferð.

Síðast þegar við kepptum í UEFA Cup (03/04) duttum við út á afar pirrandi hátt gegn afar pirrandi liði sem leitt var af afar pirrandi leikmanni sem var og er óþólandi góður. Sá heitir Didier Drogba og spilaði fyrir Marseille. Leikmenn Liverpool áttu ekki séns í hann í því einvígi.

Sigurvegar undanfarinna ára í þessari keppni  hafa verið eftirfarandi: 2003 – Porto, 2004 – Valencia, 2005 – CSKA Moscow, 2006 – Sevilla, 2007 – Espanyol, 2008 – Zenit St Petersburg, 2009 – Shakthar Donetsk

Liverpool – Unirea Urziceni

En þá að leiknum sjálfum sem spilaður verður á fimmtudaginn. Bæði lið koma beint inn í útsláttarkeppnina (32 liða úrslit) sem liðin sem lentu í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni.

Af okkar mönnum er ekki mikið að frétta fyrir þennan leik og búist er við að Benitez komi til með að hefja þetta einvígi með flest alla okkar lykilmenn í byrjunarliðinu. Hann hefur þó valið töluvert af ungun leikmönnum í hópinn sem gætu fengið tækifæri. Hér eru þeir leikmenn sem benitez bætti við hópinn: Nabil El Zhar, Philipp Degen, Stephen Darby, Steven Irwin, Alexander Kacaniklic, Robert Threlfall

Eins og undanfarið eru allir klárir nema Torres, Johnson og Benayoun sem eru allir meiddir en Hercules kemur reyndar úr banni fyrir þennan leik og líklega bara beint inn í byrjunarliðið, sem ég tippa á að verði svona:

Reina

Carragher – Kyrgiakos- Agger – Insua

Aquilani – Mascherano
Kuyt – Gerrard – MaxiRiera
Babel

Þetta er bara skot út í loftið. Carragher ætti að vera orðinn góður eftir hnjask gegn Arsenal, væri þó meira til í að sjá Martin Kelly í hægri bakverðinum. Eins held ég að Kyrgiakos verði í liðinu á kostnað Skrtel. Þetta lítur út fyrir að vera kjörinn leikur til að láta Aquilani spila og að sama skapi mjög mikill óþarfi að hefta miðjuna einn leikinn enn með samstarfi Lucas og Mascherano. Kuyt er alltaf í liðinu og Gerrard er heill þannig að þeir verða þarna. Maxi hefur klárað síðustu leiki án þess að sína nokkurn skapaðan hlut og verður því líklega áfram í liðinu í þessum leik (skil ekki hvað varð um Riera). Á toppnum sé ég síðan fyrir mér að hann leyfi Babel að byrja, Benitez hefur alltaf af og til verið að tala um Babel og hvernig hann gæti nýst okkur og komið til, það gerir hann ekki sem varamaður endalaust og þarf að fá að byrja leiki og það oft. Sérstaklega þegar Torres er frá og ekkert annað af viti í boði í staðin.

En nóg um okkar menn, hverjir í andskotanum eru andstæðingarnir núna?

Unirea Urziceni


Saga klúbbsins getur hvorki talist löng né mjög merkileg þannig séð. Þetta litla lið frá suðurhluta Rúmeníu var stofnað árið 1954. Liðið var fastagestur í neðrideildum Rúmeníu allt þar til árið 2006 að þeir fóru loksins í efstu deild. Fjörum árum áður fékk liðið nýjan styrktaraðila er heitir Valahorum og má guð vita hvað þeir sérhæfa sig í.

Þeir hristu allavega vel upp í liðinu og sex mánuðum seinna var ný 7.000 manna stúka tekin í notkun við völlinn og öll aðstaða bætt til muna. Ári seinna, 2003, var liðið komið upp í næst efstu deild í fyrsta skipti í sögu klúbbsins.

Árið 2006 spilaði liðið í fyrsta skipti í efstu deild en þá tók fyrrvernadi landsliðsmaður úr gullaldarliði Rúmena, þjóðhetja og leikmaður úr enska boltanum, Dan Petrescu við liðinu. Hann var rekinn sem þjálfari Wisla Krakow í Póllandi 18.september 2006 og tók við nýliðum Unirea viku seinna. Að auki tók  Mihai Stoica fyrrum forseti Steaua Bucharest (eins af risunum í Rúmeníu) við embætti forseta hjá Unierea.

Þeir umbreyttu liðinu svo gjörsamlega að í dag er aðeins einn leikmaður eftir af liðinu sem kom þeim upp um deild. En árangurinn lét ekki á sér standa og uppgangur liðsins hefur verið ævintýralegur undanfarin ár,

10.sæti hjá þessum nýliðum tímabilið 2006/2007 og 5.sæti og bikarúrslit tímabilið 2007/2008.

Síðasta tímabil var síðan ótrúlegt þegar þetta litla lið með frekar óþekkta leikmenn jafnvel á Rúmenskan mælikvaðara vann deildina með þremur stigum og það á aðeins sínu þriðja ári í efstu deild.

Þetta hlítur að þýða að Dan Petrescu sé einhverskonar guð á þessum slóðum, en því miður fyrir Rúmenana þá hefur hann nú yfirgefið félagið og haldið til Rússlands og í gullið þar. Hann fór núna í desember síðastliðinum eftir að þetta smálið, á sínu fyrsta ári í meistaradeildinni, náði sér í 8 stig í sínum riðli og vann t.a.m. Rangers úti 1-4 og tók Sevilla á heimavelli 1-0. Alls ekki ónýtur árangur það.

Hér er myndbrot úr leik þeirra gegn Rangers á Ibrox þar sem þeir lentu undir og fengu víti á sig:

Eftir að Petrescu hætti tók ísraelinn Ronny Levy við stjórnvölunum en sá kappi hefur mætt Liverpool áður sem þjálfari. Það gerði hann sem þjálfari Maccabi Haifa tímabilið 06/07 í forkeppni meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn ósannfærandi 2-1 með sigurmarki frá engum örðum en Mark Gonzalez. Seinni leikurinn fór 1-1 og því skriðum við áfram 3-2 samanlagt (og fórum í úrslit). Ronny þessi þjálfaði annars Yossi Benayoun þegar hann var pjakkur í Maccabi Haifa.

Liðið

Eins og áður hefur verið komið inn á þá er þetta lið ekki skipað þekktustu nöfnunum í knattspyrnheiminum og það er enginn í þessu liði sem hinn venjulegi knattspyrnuáhugamaður hér á landi kannast við. Þó eru nokkrir sem talið er vert að fylgjast sérstaklega með.

Markmaðurinn, hinn 21 árs gamli Lithái Giedrius Arlaukis þykir vera eitt mesta markmannsefni í boltanum í dag. Varnarmaðurinn Vasile Maftei er fyrrum fyrirliði Rapid Bucharest og gekk til liðs við Unirea í sumar. Á miðjunni er síðan hinn líflegi Iulian Apostol en hann hefur unnið sig inn í Rúmenska landsliðið með frammistöðu sinni með Unirea.

En eins og ég segi ekki frægasta liðið. Hvernig líklegt byrjunarlið verður er með öllu ómögulegt að segja en með smá leit á netinu og viðmið við leiki þeirra frá því í desember náði ég að smíða þetta lið saman:

Arlaukis

Nicu – Maftei – Galamaz – Bordeanu

B?lan – Apostol -Vilana – Brandán

Frunz? – Bilasco

Hef alveg sérstaklega trú á Frunza!

Þetta lið er svo sannarlega sýnd veiði en alls ekki gefin og það er ekki í boði að fara með eitthvað kæruleysi inn í þennan leik. Rúmenarnir kortlögðu Stuttgart í þaula fyrir loka leik þetta í riðlakeppninni (hefðu farið áfram með sigri) og voru óheppnir að sigra ekki í leik sem þeir stjórnuðu alveg. Leikurinn endaði hinsvegar 1-1.

Spá: Það er vonlaust að átta sig á því hvernig okkar menn koma stemmdir í þennan leik en ég ætla að skjóta á að vélin hrökkvi í gang í þessum leik og við tökum þá 3-0.

Að lokum eru hér síðan mikilvæg skilaboð frá leikmönnum Unirea Urziceni

Babu

38 Comments

  1. Takk fyrir frábæra upphitun… 10 þumlar upp!!

    Koma svo Liverpool… ekkert bull… taka þetta sannfærandi og klára dæmið.

    YNWA

  2. Þar sem ég var að koma heim og vissi ekkert fyrr en nú hvernig leikur Man City og Stoke fór, og fór auðvitað beint hingað til að kýkja á spjallið þá verð ég að furðast á því að ekkert er minnst á það að Stoke sáu til þess að City menn fengu aðeins 1 stig í kvöld 🙂

    Svo vinnum við þá um helgina, eftir frækilegan 3-0 sigur gegn Júrenal og verðum í svaka stuði 🙂 Jeiiiiii

  3. Hafliði það segir kannski mikið um spenninginn fyrir CL ég eyddi kvöldinu í að skrifa þetta og var með Stoke – Man City í imbanum á meðan. Þetta var gríðarleg heppni hjá City sem voru manni fleiri þegar Stoke komst í 1-0. Barry jafnaði síðan með flottu grísamarki en Stoke hefði átt að vinna þetta á 94.mín er mark var dæmt að þeim sem virtist alveg fullkomlega löglegt.

  4. Flottur pistill Babu !
    Enn Maxi er ekki löglegur í þessa keppni, spilaði með Atletico í meistaradeildinni 🙁
    Riera kemur sterkur inn í staðinn !

  5. Babu # 3 Nú ok, helv að city skyldu þá bara fá stig úr þessu, en þeir fá ekkert stig um næstu helgi, svo mikið er víst 🙂

    Snilldar pistill hjá þér b.t.w.

  6. Frábær pistill og fagleg vinnubrögð. Það er náttúrulega algjört must fyrir okkur að vinna þessa keppni og enda þetta hörmulega season með bikar í hendi. Ég vona að Rafael Benitez okkar virðulegi fótbolta hugaði manager taki þessa keppni alvarlega og spili með lykilmenn í hverri stöðu. En með því sagt á hann ekki að láta menn spila sem eru ekki 100%. Ég er komin með nóg af því að sjá Torres í einum leik og svo ekkert meira í mánuð. Það hlítur að vera eitthvað að hjá medical staffinu okkar víst að þessi blessuðu meiðslamál eru ekkert að minnka.

  7. Snilldar upphitun… gaman að hafa video með og smá upprifjun á sögunni.

    Annars langar mig að spyrja ykkur. Ég virka kannski eins og hálfviti 🙁
    En ég er alltaf að velta fyrir mér hvað það þýði að Ferguson “taki hárblásarann á þetta” í hálfleik. Endalaust verið að tönglast á þessu en ég hef aldrei skilið þetta. Af hverju missti ég?

    • Enn Maxi er ekki löglegur í þessa keppni

    Ahh auðvitað… sé það núna að ég las þetta en afrekaði að fatta það samt ekki þegar ég stillti upp liðinu nokkru seinna 🙂

    og Diddi, Ferguson er menntaður klippari og vel brúklegur snyrtifræðingur og hjálpar strákunum stundum að halda look-inu í hálfleik og er þá jafnan með hárblásarann á lofti.

  8. Frábær upphitun.

    Ég horfði einmitt líka á Stoke-Man City með öðru auganu. Þetta Man City lið er bara alls alls ekkert sannfærandi. En þeir hafa svo sem verið að stíga vel upp gegn stærri liðunum og þeir verða væntanlega brjálaðir á sunnudaginn.

    En þetta mark sem að Stoke skoraði á síðustu sekúndunum átti náttúrulega að standa – það var fáránlegt að dæma það af og auk þess var jöfnunarmarkið hjá Barry ferlega mikið grísamark (hann lá á jörðinni þegar hann skaut boltanum).

    En þetta þýðir allavegna að það er ekki jafn rosaleg pressa á okkur að vinna á sunnudaginn, heldur verður pressan aðallega á að tapa alls alls alls ekki.

    Varðandi Unirea þá sýnist mér áhuginn vera svo svakalegur fyrir þessum leik að ég finn ekki einn einasta pöbb í Stokkhólmi sem sýnir hann. Menn kjósa frekar að Hamburger SV – PSV Eindhoven – sem er svosem skiljanlegt. Maður verður því að vera fyrir framan tölvuna.

  9. Flott upphitun Babu, frábær vinnubrögð og þú náðir nú að gera mann frekar spenntan :0) Vonandi verður þetta stór og sannfærandi sigur okkar manna. Held að 3-1 verði niðurstaðan eða 2-0.

    “Diddi”, ég skil það þannig að Ferguson öskri svo mikið á menn í hálfleik að það líti út eins og menn séu með mikinn vind í andlitinu og hárið sleikt aftur af öskrunum frá Fergie.
    Hence “hárblásarinn”, hehehe.

    Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt skilið hjá mér.

  10. Flott upphitun en ég gæti vart verið meira ósammála byrjunarliðinu. Að mínu mati á Skrtel að halda áfram í liðinu enda góður í síðasta leik gegn Arsenal og búinn að ná sér eftir ælupestina. Kyrgiakos var góður fram að rauða spjaldinu en ekki það rosalega góður að hann eigi bara að labba aftur inn í liðið. Skrtel er málið.

    Eins með framlínuna. Af hverju í ósköpunum viltu meina, Babu, að Babel hljóti að byrja frammi af því að það sé ekkert annað af viti í boði í fjarveru Torres? Hefurðu ekki verið að horfa á leiki liðsins í vetur? Ég myndi segja að það sé klárlega meira vit í að byrja með Ngog en Babel, og í öllu falli myndi ég þá frekar byrja með Kuyt á toppnum og Babel á kanti en að leyfa Babel að vera fremsti maður.

    Svo nátt’lega er Maxi ólöglegur. Ég spái liðinu svona:

    Reina

    Carra – Skrtel – Agger – Insúa

    Lucas – Mascherano

    Kuyt – Gerrard – Riera/Babel

    Ngog

    Og hana nú! 😉

  11. kristján afhverju ertu svona harður á því að N’gog eigi að byrja einn fremstur ? hann hefur engan vegin stigið upp síðan Torres meiddist og skoraði síðast fyrir næstum 2 mánuðum á móti wigan ! 🙁
    Ég er sammála að Babel eigi að byrja einn fremstur, það sakar ekki að prufa það, og ég held að hann sé alltaf að verða æstari og æstari í að sanna sig.

  12. Hárblásarinn þýðir að hann öskri svo mikið á þá í hálfleiksræðunni að hárið á leikmönnum þeytist aftur eins og þegar hárblásara er beint að enni manna.

  13. Babel á klárlega að fá sénsinn frammi í kvöld annars verð ég virkilega vonsvikinn, hann kom nokkuð sterkur inn í seinasta leik og Benitez var að hrósa honum um daginn og hann hlýtur að fá 90 mín frammi og þá lofa ég því að hann skora eitt ef ekki tvö mörk í kvöld.

  14. ein nýjung sem ég vil sjá á síðunni. þegar það er verið að skrifa upphitanir fyrir leiki, þá væri mjög vel þegið að í fyrirsögninni standi leikur klukkan hvað hann byrjar.

    Það vita kannski flestir af því klukkan hvað hann byrjar með því að kíkja á það hægra megin klukkan hvað leikurinn byrjar en þetta væri samt betra eflaust fyrir einhverja að þetta mundi standa í fyrirsögninni líka.

  15. Persónulega held ég að það ætti nú alveg að vera nóg fyrir menn að kíkja bara á vel uppfærðan fídus (hjá Hauk) hægra megin á síðunni. En ég skal reyna að muna að bæta þessu við í upphitunum hjá mér líka.

  16. Sælir félagar

    Afar góður og innspírandi pistill og engu við hann að bæta. Ég er ammála honum í einu og öllu og því hlýtur hann að vera pottþéttur. 😉

    Það er nú þannig.

    YNWA

  17. a ekki að bæta einum domara við leikinn sem fylgist með tv og lætur domaraleiksins vita ef eitthvað skeður eg trui þvi ekki að leikurinn tefjist við það eg er komin með nett ogeð af þessum vanhæfudomurunum sem eru að eyðinlega þennan skemmtilega leik http://www.footballfancast.com/football-blogs/howard-webb-is-englands-top-referee-really?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+ffc_Premiership_Blogs+%28FFC_Premiership_Blogs%29

  18. Ég gæti trúað því að Pacheco byrji þennan leik. Á fréttum síðustu viku að dæma er hann við það að byrja leik og ég held að það geti vel gerst núna.

  19. Vá hvað væri gaman að fá Taiwo í Liverpool það vantar skrautlega (litríka) karaktera í liðið og það er skemmtilegra að horfa á fótbolta þegar e-r getur sent markvörð á Grensásdeildina með einni aukaspyrnu! Minnir á Eyþór Theódórs gamla félaga minn úr Fram : )

  20. við verðum að vinna þenna leik að minnsta kosti 3-0 svo við þurfum ekki að senda aðalliðið í seinni leikinn
    En eg mun ekki horfa á þennan leik ég ætla í bío í staðinn þvi eg held að þeir rusti þessum leik

  21. Frábær upphitun!
    Ég verð samt að segja að ég er ekki spenntur fyrir þessari keppni. Mér líður eins og þegar ég þurfti að fylgjast með Val í fyrstu deildinni í fótbolta og þegar Ísland vann B keppnina í handknattleik. Áhuginn minn er lítill og mér finnst við vera að keppa um eggjabikar sem hefur ekki alvöru vigt í knattspyrnuheiminum. Get ekki gírað mig upp fyrir þetta!

  22. Mér finnst þetta nú samt skárri keppni en framrúðu deildarbikarinn á Englandi. En samt aldrei það sama og Champ League. Vona bara að þeir noti þessa keppni í að finna útsjónarsemina og sóknarboltann frá því á síðasta tímabili 😉

  23. Metnaðarfull upphitun. En Babu þú mátt alveg sleppa 5 aura bröndurunum. Ég hugsa að það mundu fleiri lesa síðuna ef það væru aðeins dýrari brandarar;-)

  24. Getum við ekki bara lagt krónu inná bók fyrir hverja 20 5-aura brandara sem Babu kemur með í upphitun. Ég er viss um að við náum að senda hann út á leik á næsta tímabili ef fram heldur sem horfir 😉

  25. 13 Kristján Atli “Af hverju í ósköpunum viltu meina, Babu, að Babel hljóti að byrja frammi af því að það sé ekkert annað af viti í boði í fjarveru Torres? Hefurðu ekki verið að horfa á leiki liðsins í vetur?”

    -Ég hef einmitt verið að horfa á þessa leiki sem þú spyrð hvort Babu hafi misst af og get ekki ekki skilið hvers vegna þú vilt sjá Ngog í framlínunni í stað þess að gefa Babel sénsinn. Ngog hefur fengið fullt af sénsum og í besta falli verið þokkalegur.
    Persónulega vil ég svo frekar sjá Kuyt í hægri bakverði en sem fremsta mann.
    Eins er það jafn furðulegt að spá/vilja stilla Lucas og Mascherano enn einn ganginn upp á miðjunni í heimaleik í stað þess að annar þeirra víki fyrir Aquilani eða setja hreinlega Gerrard niður á miðjuna.
    En vonandi snýr Torres aftur sem fyrst, þá þarf ekkert að vera að velta framherjastöðunni fyrir sér 🙂

  26. Babu, Sevilla vann tvö ár í röð, þ.e. 2006 og 2007 en spiluðu til úrslita við Espanyol leikurinn fór 2-2 en Sevilla vann í vítaspyrnu keppni. Sevilla er eina liðið sem hefur unnið þennan titil tvö ár í röð. Annars skemmtileg upphitun og verður gaman að sjá liðið í þessari keppni.
    YNWA

  27. Hahaha skoða það Jói, en þú verður að fjármagna það með Árna Leó!

    Bíddu, er eitthvað Selfoss lið búið að stela liðsuppstillingarvellinum mínum?

  28. JMB, ok ég sá þetta á annari síðu og trúði bara.

    og EÖE, you bet maður (“,) Reyndar er þetta aðeins að hefta leik liðsins eins og er þar sem Gummi Ben getur bara stillt upp í 4 línu kerfi (sbr. 4-4-2)

  29. Babel klárlega inn og N’Gog út. Hann hefur ekkert getað undanfarið og nú ætti að vera komið að Babel að fá einhverja 7-10 leiki í röð.

    Annars á þetta að vera walk in the park en eins og við öll vitum þá er þetta lið hans Benitez því miður þekkt fyrir að detta niður á sama plan og andstæðingurinn. Ég óttast það versta en vona það besta. 3-0 ef Rafa spilar djarft, 1-1 ef hann spilar huglaust.

  30. Vona innilega að liðið verði eins og þú stillir því upp Babu. Tökum þetta 2-0 Kuyt og Insúa með mörkin. YNWA

  31. Styttist í leik !!!!!!!!!!! 😀 spái 2-1 jébjéb held að unirea nái að setja eitt og þar verður klárlega Bila?co að verki, Gerrard setur loksins mark fyrir liverpool og El Babe setur hitt markið það er að segja ef hann byrjar inná ! annars að sjálfsögu kuyt. Ef þessi spá gengur ekki eftir skal ég ganga nakinn yfir Kjöl

  32. okei wtf setti á stöð 2 sport og það er golf í gangi … uhhh nei takk
    fótbolta takk
    átti leikurinn ekki að byrja klukkan 19:.30 á stöð 2 sport ?

One Ping

  1. Pingback:

Eruð þið spennt fyrir Man City?

Liðið gegn Unirea