Bolton á morgun

Síðast þegar okkar menn spiluðu þá var mánudagur. Eins og allir (nema þessir kanabjánar) vita þá eru mánudagar verstu dagar vikunnar og því auðvitað fáránlegt að bæta tapleik í fótbolta ofan á.

Liverpool átti 11 skot á Villa markið (þeir 4). Við áttum 8 skot framhjá marki Villa (þeir eitt). Við áttum 10 horn (þeir 4) og við vorum með boltn í 68% af leiknum. M.ö.o. Villa stálu sigri frá okkur, sama hversu mikið þeirra taktík er hrósað þá gekk óvenju margt með þeim og eina heppnin okkar var óheppni á þessu bölvaða mánudagskvöldi.
Sjálfsmark og mark eftir horn 2:30 mín. inn í uppbótartíma (sem var bara mínúta) var það sem braut ísinn fyrir Villa. Þökk sé mánudegi auðvitað.

Ég neita að trúa að við fáum að upplifa svona leik tvisvar í röð og er handviss um að með sömu spilamennsku og gegn Villa þá eigi Bolton ekki nokkurn einasta möguleika gegn okkar mönnum. Byggi það líka svolítið á því að Bolton er mun verra lið heldur en Villa.

Þetta er samt auðvitað ekki svona einfalt í fótbolta og guð má vita hvaða áhirf síðasti leikur kemur til með að hafa á liðið svo ekki sé talað um sú hrikalega pressa sem nú þegar er á okkar mönnum.

Bolton er heldur ekki beint léttasti staðurinn til að fara á þó að manni kvíði ekki eins mikið fyrir leikjum gegn þeim og þegar Very Big Mouth var að stjórna þeim. Leikmenn gestanna eru meira að segja af og til farnir að koma ómeiddir frá Reebook stadium undanfarið.

Liðið:

Það er varla að ég muni eftir eins miklum vangaveltum um liðsuppstillinguna fyrir nokkurn leik eins og þennan. Miðjan hefur verið að valda okkur áhyggjum, hún spilar of djúpt og Mascherano og Lucas virðast ekki ná saman sem skildi og ná ekki að stjórna miðjunni. Allskyns hugmyndir eru uppi, færa Gerrard niður, eða Benayoon, skipta í 4-4-2 o.s.frv.

Svo eigum við tvo aðra menn en Lucas sem geta fyllt gap-ið sem Alonso er að skilja eftir sig, augljósi kosturinn er Aquaman sem verður frumsýndur seinna í haust og helst VONANDI heill, hinn kosturinn gæti jafnvel verið Fabio Aurelio, en það er efni í aðra umræðu…

Ég held að Benitez haldi sig bara við sína upprunalegu áætlun og taki Mike Bassett á þetta og haldi sig við Lucas og leikkerfið.

Líklegt lið Liverpool:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Dossena

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

Bekkur: Kyrgiakos, Babel, Insua, Voronin, Degen, Benayoon, Cavalieri

Ekki að þeir hafi verið eitthvað slæmir þá hef ég sterkan grun um að eina breytingin verði vinstri vængurinn hjá okkur. Dossena hlítur að fara fá leik og sama á við um Riera. Insua er ungur og á líklega ekki eftir að spila alla leiki. Hvað Riera varðar þá vil ég hann ekkert sérstaklega frekrar en Benna Jón. Held bara að hann byrji þennan leik. Guðmávitahvaðopolus kemur svo á bekkinn að ég held, þ.e. ekki í byrjunarliðið.

Eins og ég sagði, sama spilamennska og liðið sýndi á mánudaginn myndi skila þremur stigum í hús gegn Bolton. Raunar held ég að hún myndi gera það í ca. 8 af hverjum 10 skiptum gegn þessu Villa liðið líka. Eina sem við VERÐUM AÐ LAGA eru þessu andsvítans föstu leikatriði, fimm mörk og ekki eitt úr open play er hræðileg tölfræði… en sýnir á móti að varnarleikurinn sem slíkur er ekki alslæmur.

Gestirnir

Ef við kíkjum svo snöggvast á lið Bolton þá hafa þeir byrjað jafnvel verr heldur en við. Tvö töp gegn liðum sem þeir eiga að ráða við og sjálfstraustið ekki upp á marga fiska. Megson ákvað að versla sér bakverði fyrir tímabilið (ég sem hélt að Grétar Rafn hefði staðið sig svo vel) og það hefur ekki verið að skila liðinu miklu. Gréskó hefur verið á bekknum í upphafi móts í stað einhvers ullarhatts frá Hull sem ekki hefur getað mikið.
Ég spái þó að “okkar” maður komi nú inn á nýjan leik gegn Liverpool og liðið verði svona.

Líklegt lið Bolton:

Jaaskelainen

Grétar Rafn – Ricketts – Knight – Cahill

Taylor – Muamba – Davis – M Davies

K Davies – Elmander

Bekkur: Bergsson, Gunnlaugsson, Eiður Smári, Ólafur Páll og Ivan Shampoo já og Tamir Cohen.

Það er auðvitað gefið að alveg eins og með Fridel þá kemur Jussi Jaaskelainen alveg pottþétt til með að eiga stórleik. Frábær markvörður sem hefur verið ótrúlega tryggur Bolton.

Eins óttast maður Elemander og Davies í framlínunni svolítið… en á móti kemur þó að Elli hefur ekki skorað í rúmlega 20 leikjum og Davies hefur ekki sýnt mikið í upphafi móts, las einhversstaðar að hann hefði verið á hægri kanntinum (a la Kuyt) núna í upphafi móts algjörlega án árangurs.

Spá:

Hvað um það, ég er (að reyna vera) bjartsýnn fyrir þennan leik og því spái ég okkar mönnum öruggum 0-3 sigri, Torres, Gerrard og Babel skora mörkin.

44 Comments

 1. Ég spái okkur 1-3 sigri. Eigum við að segja að Riera verði á v-kanti og Benayoun komi inná miðjuna í stað Lucas. Why not ?

  Koma svo Liverpooooool.
  YNWA…

  C.B

 2. Vonandi sér hann það sem allir sjá og kippir þessum Lucas út úr liðinu og sparkar honum út af Melwood for good. Gerrard djúpur og Benayoun í holuna. Með því er þetta klár 0-3 sigur og Torres með 3.

 3. Sammála Carl Berg. Lucas á bekkinn. Gerrard og Mascherano á miðjuna og Kuyt, Benayoun og Riera fyrir framan þá.

 4. Skemmtileg tölfræði sem boðið er upp á í upphituninni.

  5 mörk úr open play er óþolandi staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekki verið að spila illa og verið lakari aðilinn í leikjunum (mín persónulega skoðun).

  Það væri gaman að sjá tölfræði um hvað Liverpool fær hlutfallslega mörg mörk á sig úr hornum miðað við fjölda hornspyrna sem það fær á sig. Þá tölfræði þarf að bera saman við önnur lið. Hef einhversstaðar séð hana (líklega hjá Tomkins), minnir að Liverpool (svæðisvörnin) hafi komið vel út.

  Rafa veit hvað hann er að gera.

 5. Held að það sé nokk ljóst að Kyrgiakos spili þennan leik fyrir Skrtel. Held að Benítez haldi tryggð við Lucas en annars er ég sammála liðinu og því að við vinnum þetta. Sannfærandi.

 6. Eru menn svona fúlir út í Lucas út af þessu sjálfsmarki? Fyrir utan það er maðurinn bara buin að spila feikna vel. Ég vil hafa hann inni.

 7. ef þessi leikur tapast þá er ég kominn með gjörsamlega nóg af þessu kjaftæði þá er ég einfaldlega hættur að horfa á enska boltann en eg spai okkar mönnum samt 3-0 sigur

  • 5 mörk úr open play er óþolandi staðreynd

  Nei, ertu ekki að meina ekkert þeirra úr open play heldur bara föstum leikatriðum? 😉

 8. Verð staddur á Selfossi á morgun, veit einhver hvor hægt sé að horfa á leikinn á einhverjum pöbb þar?

 9. Hann er sýndur á 800 bar á Selfossi. Hef nokkrum sinnum horft á leiki þar. Annars tel ég að Liverpool sigri nokkuð örugglega á morgun. Liðið var alls ekkert að spila illa í síðsta leik heldur vantaði bara smá upp á hugmyndaflugið í sóknarleiknum og að klára færin. Ég er búinn að gleyma síðasta mánudegi og horfi bara fram á veginn.
  Forza Liverpool.

 10. Rafa í dag: Asked if there would be any new signings, he added: “I don’t think so.”

 11. Sneijder og Robben voru seldir í dag frá RM og m.v. söluverð þeirra (samtals um 35 millj. punda (13mill og 22mill)) þá hefði kannski verið hægt að fá þá báða fyrir Xabi. Hefði klárlega verið til í það enn maður getur víst gleymt því núna.

  Enn að leiknum þá er ég ekkert voðalega bjartsýnn fyrir hann, ástæðan er einföld spilamennskan hefur ekki verið uppá marga fiska og lykilmenn þurfa að fara að hysja upp um sig buxurnar. “Tuggan” fyrir mótið var að í fyrra spiluðu/byrjuðu G&T aðeins 12 leiki saman, ef þeir héldust heilir þessa leiktíðina og spiluðu fleiri leiki saman þá yrðu Liverpool sennilega meistarar. Nú hafa þeir byrjað fyrstu þrjá leikina og tveir hafa tapast. Himinn og jörð eru ekki að farast ennþá, en samt sem áður þarf liðið að komast á skrið og fara að vinna leiki það þýðir ekkert annað. Spái samt 0-1 sigri með marki El Nino.

 12. Ég held að Gerrard hysji upp um sig buxurnar og sýni af hverju hann er fyrirliði. Spái 4-1 sigri okkar manna, og Gerrard verður með 2. Torres skorar a.m.k. eitt.

 13. ég er sammála jónsa útafhverju voru þessir karlar ekki að koma til okkar eða hann R.vander vaart útafhverju reynum við ekki að fá einhvern af þessum körlum ég botna ekki i þessu sko er ekki alveg ánægður með hvernig þetta sumar fór

 14. Strákar mínir, ‘menn’ eins og Arjen Robben eiga ekkert erindi í fjölskylduna okkar, væri jafnvel frekar til í að fá Roy Keane heldur en hann, ef sá væri enn að spila. Og ég hata Roy Keane.

  Áfram, elsku Liverpool.

 15. sma uturdur, en hvad med ad fa Sheva fra Chelsea, hann vill fara. Eg held ad tad vaeri upplagt. Frekar ad hafa hann sem varamann en Voronin. Stadreyndin er su ad ef vid erum med saemilegan leikmann sem varamann fyrir Torres ta mun han fa ad spila allveg slatta.

  1) Torres fer ut af a 75min til ad friska uppa soknina
  2) Midjumadur eda kantamadur er tekinn utaf til ad baeta soknartunga
  3) Torres er meiddur eda hvildur

  Tad er hrikalegt ad hafa Voronin sem tennann mann. Sheva er buin ad vera slakur, ja, en hann gaeti allveg blomstrad vid ad fa sens annars stadar. Liverpool tarf eitthvad svona nuna, til ad lyfta lidinu upp.

  Hvad segja menn…

 16. hvað með að fá Eið þarna inn? nú er hann að fara til Monaco frítt!!
  Hann er maður með reynslu getur spilað á miðju og frammi og er alls ekki óvanur því að sitja á bekknum fyrir aðeins stærri nöfn.
  Benites er með allt niðrum sig þessa dagana og virðist ekki vera með opin augun fyrir álitlegum kostum sem ekki þurfa að koma illilega við budduna hjá þessum kana skröttum.Bolton 0-3 Liverpool!

  • Benites er með allt niðrum sig þessa dagana og virðist ekki vera með opin augun fyrir álitlegum kostum sem ekki þurfa að koma illilega við budduna hjá þessum kana skröttum

  Hvernig væri að slappa aðeins af í bullinu. Við töpuðum fyrstu 2 leikjunum, það er fúlt, shit happens. Við erum engu að síður nánast með sama lið og fór næst því að vinna EPL af öllum Liverpool liðum síðan við actually unnum síðast. Bakvarðarstðan er mikið sterkari núna og enn eigum við eftir að sjá þann sem var jú keyptur til að fylla skarð Alonso.

  Þetta lið á HELLING inni og það er alveg fáránlegt að fara halda því fram að Benitez sé með allt niður um sig þú hann vilji ekki fylla liðið af einhverjum meðal skussum sem hann vill ekki fá, passa ekki í hans plön og (að hans mati allavega) er ekki þörf á. Ég treysti honum allavega best fyrir þessu.

 17. Elli, leikurinn er 100% sýndur á hvíta húsinu og 800bar. Annars virkaði Lucas og Masch aldrei í fyrra og eru ekkert að fara gera það nuna. Synd að hafa ekki meiri breidd á miðjunni. Get bara ekki beðið eftir að Aquilani komi inn og fari að stjórna þessu

 18. Virkaði Lucas – Mascherano miðjan ekki ágætlega á móti ManU á Old Trafford?

 19. Sammála Babu Eskifjarðarfara um að menn ættu að slaka aðeins á í bullinu hérna.

  Einn talar um að hann vildi frekar Roy Keane heldur en Arjen Robben !! Kommon.. ég hefði ekkert endilega viljað fá Robben, en Roy fökkíng Kín ?? Eru menn dottnir ofan í bjórinn sinn ?

  Fá Sheva til að vera frekar á bekknum en Voronin? Halda menn virkilega að hann væri eitthvað frekar til í að vera á bekknum hjá okkur en hjá Chelsea ? Ahverju heldurðu að hann vilji fara frá Chelsea ? Gæti það verið af því að hann þarf að nudda botninum á sér við tréverkið hjá þeim ? Jú, endilega.. við skulum athuga hvort hann vilji frekar verma bekkinn hjá okkur !!

  Að endingu skulum við bara fá Eið smára af því hann er stöðugt að yngjast og auka hraðann. Mark my words, þar er á ferðinni frábær íþróttamaður, sem ég hef ekkert út á að setja, en við erum nú að reyna að halda í ákveðinn hraða í spilinu okkar, og helst ekki gera það mikið eldra en það er nú þegar.

  Insjallah… Carl Berg

 20. Já það er í lagi að gagnrýna af mjög mikilli hörku ef maður bendir á lausnir og lætur eitthvað uppbyggilegt fylgja með. – Umræðan hérna og úti í Englandi er undanfarið búin að svo mikið sandkassavæl að það hálfa væri miklu meira en nóg. 🙁

  Mér sýnist á öllu að enginn verði keyptur fyrir þriðjudaginn. Eigendurnir eru þá búnir að taka Benitez gjörsamlega ósmurt í og svíkja skýrt gefin loforð við hann í 2-3.skiptið. Svo maður tali ekki um Stanley Park-fíaskóið. “Sickening” eins og John Aldridge orðaði það.

  Nú er þó bara að senda góða strauma út. Við eigum fremur auðvelda leiki í deildinni og nú förum á hið fínasta sigurleikja run. Ég er algjörlega viss um það. Við eigum afburða knattspyrnulið þegar allir eru heilir sem getur unnið á hvaða útivelli sem er. Staðan verður allt önnur og betri eftir 1-2 mánuði. Við þurfum að halda í við toppliðin út haustið og þegar Aquilani og Aurelio koma tilbaka endurnærðir fær liðið mikið boost og sjálfstraust þess batnar til muna. Liðið fer alltaf á hærra flug þegar CL er í gangi og leikmenn fatta hversu tussugóðir þeir eru í evrópskum samanburði.

  24# Þú getur ekki borið saman leik á Old Trafford þegar við liggjum taktískt aftur og notum skyndisóknir… við leiki eins og heima gegn Aston Villa þar sem við erum með boltann 60-80% af leiktímanum. Lucas og Mascherano kombóið á miðjunni virkar bara ekki til að sækja hratt og verjast sem ein heild gegn hröðum liðum sem loka á bakverðina okkar. PUNKTUR OG BASTA.

 21. Lucas inni og ekkert múður. Við kláruðum ekki færin í síðasta leik, that’s it, og ef menn ætla að hengja Lucas áfram fyrir sjálfsmarkið, þá bara so be it. Vil sjá hann allra, allra, allra fyrstan á skýrslu. Hann er ungur, hann er Liverpoolmaður og hann leggur sig fram. Það ætti að vera eitthvað til að styðja við bakið á honum.

  Jónsi #16. Eru menn ekki farnir að sjá þetta? Kanarnir eru búnir að loka fyrir allt fjármagn út úr félaginu, eða öllu heldur, þá taka þeir innstreymið og nota það í að borga skuldir Kop Holding. Ekki flókið dæmi. Og svo talar þú um G&T og hvenær þeir spiluðu ekki í fyrra. Ég hef varla séð þá spila á þessu tímabili nema í Stoke leiknum. Í mínum kokkabókum voru þeir báðir fjarverandi.

  Kobbi #21: Af hverju ekki bara Hemma fokking Gunn? Hann var einu sinni fínn í fótbolta, þrátt fyrir að vera feitur og áhugalaus í dag. Nei, Eiður Smári má halda sig eins fjarri Liverpool og nokkur möguleiki er á. Maðurinn hefur ekki beint talað vel um félagið okkar í gegnum tíðina. Hann er nú ekki einhver sem heldur uppi hraða. Hann er nú ekki einhver sem er í leikæfingu. Nei, Aquaman er í betri leikæfingu en hann og er hann nú samt meiddur.

  Og Selfoss? Hvíta Húsið er víst aðal málið þar, Liverpool pöbbinn á svæðinu.

 22. Liverpool 4 – 0 Bolton Torres með 2, Kuyt og Babel með eitt hvor.
  En mér finnst vanta Gary Speed á bekkinn hjá Bolton!

 23. Ég vona að menn fari að sjá að það er ekki til peningur í klúbbnum fyrir leikmönnum eins og robben, ribery, sneijder og öllum þessum “stjörnum” Við erum með hópinn sem við þarf að duga fram að áramótum, því miður.
  ÞAÐ ER EKKI TIL PENINGUR FYRIR LEIKMÖNNUM ! ! !

  Farið að átta ykkur á því.

  Ég vona bara að leikmenn eins og GERRARG og TORRES fari að spila að getu. Vill fá RIERA inní liðið, og fá almennilegt flæði í spilið.

  Ég vonast eftir 0-2 sigri , (hjartað) en býst við 1-1. (raunsær)

  Ömurleg spilamennska fram að þessu , 75%

 24. Sammála SSteinn að Lucas á að vera á skýrsluni og hann á að byrja inn á, leikmaður sem ég hef trú á… Ég trúi því að þetta verði leikurinn sem Torres opnar allar flóðgáttir og setji 3 hið minsta. Ég held að Eiður Smári yrði góður í Liverpool, eða réttara sagt betri en hann er, það er rétt að hann er ekki sá fljótasti, en hann hefur frábærar stasetnigar og mikin leikskilning og það er svoleiðis maður sem okkur vantar… Það er rétt að hann hefur ekki talað vel um Liverpool, og það hafa aðrir gert en séð eftir orðum sínum þegar þeir hafa gegið í klúbbinn… En svo við snúum okkur að alvörunni þá vinst þessi leikur 0 – 5 og vitið til að Torres á eftir að satanda vel undir gælunafninu í þessum leik “El nino” Eigið allir góðan dag og áfram Liverpool, kveðja frá Afríku…

 25. Ég segi enn og aftur NR 1 að vinna leiki, en alltaf gaman að vinna stórt. Eins og liðið var síðast þá gerðist ekkert fyrr en Voronin kom inná, eitthvað vantaði þarna frammi, vonandi fer einhver í þessa svokölluðu holu fyrir Gerrard og hann tekur við hlutverki Alonso. KOMASVOLIVERPOOL.

 26. Ég fer nú að hætta að nenna að skoða þetta spjall og lesa bara greinarnar sem strákarnir skrifa inn. Þvílíkt og annað eins bull. Vissulega hefði verið flott að fá Snejder eða Robben en einungis ef það hafi verið fyrir það fyrsta raunhæfur möguleiki og í annan stað að þeir myndu fitta inn í plön Rafa. Og guð minn góður Eiður Smári ?? Hann er sorglega ofmetinn leikmaður, nennir ekki einu sinni að spila almennilega fyrir þjóð sína !! Hvað haldið þið að hann muni gera hjá Liverpool annað en að verða áskrifandi að launum sínum !! Ég segi ekki neitt ! Ég skal alveg lofa ykkur svo því að Rafa verður fyrstur til að taka pokann sinn ef þetta tímabil verður slæmt. Hann kann að axla ábyrgð og það sést greinilega að hann kallar eftir því sama frá G & T . Sjá menn ekki muninn eða ?? Hann er opinberlega farinn að gagnrýna menn, Farinn að sýna mun meiri viðbrögð. Áttið ykkur hann er farinn að nota Ferguson taktíkina sem hefur virkað svo vel, tuða í dómaranum og láta vel í sér heyra !! Þetta er ALLT planað hjá honum og vitiði til við munum standa uppi með dolluna sem við þráum allir svo mikið á endanum. Smá trú er allt sem þarf og ekki síst frá okkur stuðningsmönnum !!

 27. Hef trú á að við tökum þetta í dag, 2-1. En ég fer ekki ofan af því að Gerrard verður að fara á miðjuna þangað til Berti verður klár. Vil samt alls ekki afskrifa Lucas, hann á örugglega eftir að verða góður. Hinsvegar, er hann ekki enn orðinn klár í verkefnið og hann og Mascherano eru ekki að virka nógu vel saman. Við getum alveg unnið slatta leikja með þá saman en ég er hræddur um að við verðum ekki meistarar með þá á miðjunni.

 28. Veit einhver um stað í Álaborg þar sem hægt er að horfa á Liverpool leiki í vetur?

 29. Hvað með að taka Mascherano úr liðinu í dag og setja Gerrard með Lucas á miðjunni? Mér finnst Mascherano ekki geta neitt þegar hann er settur í það hlutverk að bera boltann fram á við. Vissulega er enginn betri en hann að stöðva sóknir andstæðingana en einhvern veginn finnst mér að þær verði ekki margar í dag.

 30. Hvað gæði hefur Lucas önnur en að vera góður í reitabolta ? hann er í dag tölvert frá því að vera af þeim styrk sem þarf til að spila í toppliði eins og Liverpool.Hann er þó mun skárri á boltanum en Argentínski fyrirliðin því vil ég gefa honum séns í dag með Gerard á miðjunni og Voronin í holunni, síðan myndi ég seta Benayoun á hægri og Riera á vinstri. skotheldur 3-1 sigur

 31. Ég væri alveg til í að sjá Voronin fá sjensinn. Og væri til í að sjá 442 uppstillingu:

  ————-Reina
  Johnson-Carragher, Kirgiakos-Insua
  ——–Macherano—Gerrard
  Benayoun———————-Riera
  ——Voronin—–Torres

  Ég vil sjá grikkjann inni vegna þess að lítil hætta hefur skapast úr föstum leikatriðum, og þessi maður er 2 metrar á hæð. Þessi uppstilling er heldur engin árás á hina viðkvæmu aðdáendur Lucasar,,, sem ég tel vera fínan leikmann, en ég tel Macherano og Gerrard henta betur í 442. Vil svo sjá Voronin frammi, aðallega vegna þess að hann virðist hungraður, og gaman væri að sjá hvað hann hefur uppá að bjóða eftir vel heppnaða dvöl í þýskalandi.

 32. Þó að það sé stutt búið að tímabilinu,þá er ég löngu búinn að missa trúnna á liverpool þetta tímabil..og afhverju jú við eru búnir að tapa jafn mörgum leikjum eftir 3 umferðir og eftir 38 á síðast tímabili..það er ekki flókknara en það,ég er farinn að setja í rauninni spurningarmerki við störf Benitez hjá liverpool maðurinn er bara ekki að skila neinum titlum fyrir klúbbinn,hvað er hann búinn að skila mörgum titlum síðan 2005 þegar við vorum evrópumeistarar,þeir eru svo fáir að ég man ekki eftir því í fljótu bragði kannski eru það einn eða tveir,veit ekki,en ættli ég sé nokkuð langt frá því.
  Það er einganveginn gott fyrir klúbb eins og liverpool það segir sig sjálft,en varðandi leikinn í dag við skulum vona það besta en jafntefli eru úrslit ssem ég spái enda hafa orðið nokkur jafntefli á þessum velli síðust árin minnir mig.

 33. Kyrgiakos er mættur í byrjunarliðið ásamt Riera gegn Bolton í dag. Athyglisvert svo ekki sé meira sagt

  Liverpool team in full: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Insua, Kuyt, Mascherano, Lucas, Riera, Gerrard, Torres. Subs: Gulacsi, Voronin, Benayoun, Plessis, Kelly, Skrtel, Dossena.

 34. strákar!!Voronin getur ekki jack og á ekki einu sinni að vera á bekknum!!hann gæti verið í sæmilegu 1 deildarliði en á ekki heima í lfc.Það er í það minnsta mitt álit

Nöfn og dagatöl

Liðið gegn Bolton – Kyrgiakos byrjar, Leeds í deildarbikar