Liðið gegn Bolton – Kyrgiakos byrjar, Leeds í deildarbikar

Í fyrsta lagi, þá var dregið í enska Deildarbikarnum í dag og fá okkar menn það skemmtilega hlutverk að mæta Leeds United á útivelli í næstu umferð. Leikurinn fer fram 21. sept. á Elland Road í Leeds og ætti að verða mesta skemmtun, þar sem Leeds hafa byrjað tímabilið í þriðju efstu deildinni af krafti og eru þar með fullt hús stiga.

En þá að leiknum í dag. Eins og búist var við verður Grikkinn Sotirios Kyrgiakos í byrjunarliðinu í dag en það kemur kannski nokkrum á óvart (þó ekki mér) að sjá að Lucas heldur sæti sínu í liðinu og Gerrard er enn í holunni fyrir aftan Torres. Liðið í heild sinni er svo hljóðandi:

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

**Bekkur:** Gulacsi, Kelly, Skrtel, Dossena, Plessis, Benayoun, Voronin.

Ekki sterkasti varamannabekkur sem ég hef séð (hvar eru Babel, Ngog, El Zhar, Spearing?) en byrjunarliðið er nógu gott til að vinna Bolton í dag. EF menn spila samkvæmt getu, sem hefur ekki verið raunin í byrjun leiktíðar. Vandinn er nefnilega ekki leikkerfið né geta leikmanna heldur það að þeir hafa ekki byrjað tímabilið eins vel og þeir ættu að geta gert. Vonandi breytist það í dag, vonandi stíga lykilmennirnir okkar loksins upp.

Sjáum hvað setur. ÁFRAM LIVERPOOL!

36 Comments

  1. Þrír varnarmenn á bekknum. Athyglisvert. Mér finnst líka alltaf skrýtið þegar menn eru tæpir, eins og Skrtel, en eru samt á bekknum. Af hverju er hann ekki bara í byrjunarliðinu? Varla tekur Rafa nýja leikmanninn framyfir hann í getu strax? Og ekki er SKrtel minni, en maður veit svosem ekkert um Kyrgiakos ennþá.

    Og nákvæmlega, hvar er Babel? Virkilega athyglisvert að hann sé ekki þarna.

  2. Ætlaði einmitt að minnast á líka að Gulcasi er á bekknum þegar ég sá þetta: Peter Gulacsi takes his place on the bench in place of Diego Cavalieri, with the Reds’ Brazilian goalkeeper having flown home following the death of his father.

  3. Leiðinlegt að heyra með faðir hans Cavalieri. En svo ég svari þér með El Zhar þá er hann ennþá meiddur, en hvar eru menn eins og N’Gog og Babel ? Er virkilega þörf á að vera með alla þessa varnarmenn á bekknum ?
    N’Gog hefur ótrúlega tölfræði miðað við spilaðar mín og ég bara skil ekki af hverju honum er ekki gefinn séns á að vera á bekknum í dag.

  4. Sammála síðasta ræðumanni, ég er ekki alveg að ná þessum varamannabekk

  5. Hvar er Jay Spearing? ég var með svo bjartar vonir, bjóst alveg við honum meira á bekknum og svona

  6. linkurinn að ofan virkaði í c.a 2 minutur, nógu lengi til að sjá þetta viðbjóðslega mark. hvað var vörnin að gera í þessu horni?!?!? Ekkert nema Bolton menn í teignum!! Það á greinilega að nauðga deginum hjá manni aftur.

  7. Þetta er nú meiri endalausa snilldin. Ég held að það sé að verða ljóst að Rafa á langt í land með þetta lið. Ég er að missa trúna á þetta og tel afar líklegt að stjóra skipti verði á næstunni, því miður og held ég þurfi ekki einu sinni að rökstyðja það.

  8. GLEN JÖHNSÖN JIHA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!11111

  9. Góð kaup í Johnson, engin spurning. En kannski þurfti að bæta hópinn enn frekar með fleiri gæðaleikmönnum. En það er ekki við Benitez að sakast með það ef peningamennirnir eru að eyða þeim í eitthvað annað.

  10. Það gengur bara einfaldlega ekki að hafa tvo takmarkaða sendingamenn á miðjunni (Lucas og Masch). Gerrard verður að fara niður á miðjuna, þetta er handónýtt, erum óöruggir og getum ekki spilað boltanum á miðjunni.

    Þessi grikki er einnig mjög slakur fótboltamaður…sorry neikvæðnina drengir, en er massapirraður….

  11. Ég verð að vera ósammála þér Siggi #18 mér finnst Kyrgiakos vera að standa sig nokkuð vel bara.

  12. Þessi grikki er einnig mjög slakur fótboltamaður…

    Jesús Kristur. Erum við núna byrjuð að afskrifa leikmenn eftir 45 mínútur? Grikkinn var fínn. Hann gerði ein mistök, sem voru eftir misskilning við aðra leikmenn. Eitthvað sem menn sem hafa aldrei spilað saman í leik geta auðveldlega gert. Eftir það stressaðist hann í smá tíma.

    Slaka aðeins á þessari neikvæðni. Við vorum betra liðið, en fáum enn á okkur aulamörk úr föstum leikatriðum.

  13. Kyrgiakos er gríðarlega sterkur í loftinu, greinilega smá tense í fyrsta leik. Það þarf að virkja Steven Gerrard í seinni hálfleik, koma honum meira inn í leikinn jafnvel draga hann aftar og setja Benayoun fyrir aftan Torres. Síðan vill ég fá meira frá Riera, fá fleiri krossa frá vinstri.

  14. Er einhver með link á leikinn ?
    Alveg sama hvort að það sé kínverjar að lýsa :=(

  15. Sammála Einari Erni. Hann gerði ein mistök sem orsökuðust af samskiptaleysi hans og Carraghers. Stuttu eftir það kom ein slök sending frá honum sem var reyndar hættuleg en Bolton náðu ekki að gera sér mat úr því.
    Hann hefur verið að vinna bolta í loftinu (sem á að vera einn af hans helstu styrkleikum) og skilað sínu ágætlega.

    Finnst Carragher hins vegar vera að spila lélega vörn. Er farinn að selja sig alltof mikið og virkar ekki á 100% tempói eins og fleiri svosem.

  16. Ég held að það sé í lagi að vera neikvæður Siggi. Menn þurfa að vera staur-blindar pollýönur til að sjá ekki augljósa vankanta á þessu liði okkar. Gott mark hjá Johnson, hann hefur komið gríðarlega vel inní liðið. Ég vonast til að sjá eitthvað frá okkar mönnum í seinni hálfleik en er ekkert alltof bjartsýnn. Tel möguleika okkar, einna helst, felast í þvi að einhver fjúki útaf hjá Bolton og við fáum séns að spila 11 gegn 10….

  17. Það sem þarf i seinni er að losa Gerrard og Lucas og fá meiri hreyfingu á liðið. Megson er að lesa þetta mjög vel og Benites þarf að breyta sinni taktík og fá menn til að hreyfa sig og biðja um boltan. Ef liðið er ekki að hreyfa sig og opna svæðið þá að sjálfsögðu lítur það ekki vel út fyrir miðjuna.

  18. Sælir félagar

    Okkar menn ekki sannfærandi og leikurinn í járnum. Vonandi rífa þeir sig upp í seinni og klára þetta ömurlega Bolton lið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  19. Sælir aftur
    Drullan heldur áfram hjá okkar mönnum. Með þessu áframhaldi fer að hitna undir Rafal Benitez.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  20. Það er vonandi að þetta gangi þá eftir hjá mér…:)

  21. Þú jinxaðir þetta algjörlega Julian Dicks! Davis fauk útaf og Torres strax búinn að jafna. Þú ert sannarlega hetja!

    Nú er ég viss um að Lucas litli sýnir hvað í honum býr. Afburða leikmaður þar á ferðinni.

  22. nú vill ég sjá S Gerrard rifa liðið upp. útafhverju tekur hann ekki lucas útaf i staðinn fyrir riera við erum 1 fleiri og staðan er jöfn það er ekki eins og við séum að vinna leikinn, er að verða mjög þreyttur á þessum skiptingum hjá honum

  23. mér sýnist þessi skipting hafi skilað sér og þú þurfir bara ekkert að vera pirraður…. , þeir eiga náttúrulega að vera búnir að bæta við.

    Vonum að færeyingur eigi eftir að hafa rétt fyrir sér.

  24. Einhver Arsenal bragur á þessu undir lokin sem ég óttaðist að myndi koma í bakið á okkur. En sem betur fer mörðum við þetta. Vonandi eru Gerrard og Torres að fara klikka í gírinn!

Bolton á morgun

Bolton 2 – Liverpool 3