Xabi vill fara

Jæja, þetta verður ekki mikið skýrara. Echo segja frá því að

>XABI ALONSO has told Rafa Benitez he wants to quit Anfield and sign for Real Madrid – but Liverpool will not grant his wish unless the Spanish giants come up with a fee in the region of £35m.

>Alonso has stopped short of putting in an official written transfer request but he has made it clear to Benitez that his future lies in La Liga rather than the Premier League.

Marca höfðu sagt frá þessu á laugardaginn, en ég vildi ekki setja inn frétt frá þeim þar sem að þeir hafa verið þekktir sem málgagn Real Madrid og hafa verið óáreiðanlegir í þeirra málefnum hingað til.

Boltinn er því núna hjá Real Madrid, sem hafa ekki viljað borga þær 35 milljónir punda, sem að Liverpool hafa sett upp.

Þetta er auðvitað leiðinlegt mál, en það er erfitt að vera mjög bitur útí Xabi Alonso, sem hefur verið hjá okkur í fimm ár (bara Carra og Gerrard hafa verið lengur af núverandi hóp), unnið með okkur titla og átt marga frábæra leiki. Núna býðst honum tækifæri til að fara aftur til síns heimalands og spila með Real Madrid. Það er erfitt að reiðast honum slíkt.

Núna er bara að vona að Rafa standi harður á upphæðinni og að hann hafi einhverjar lausnir á miðjumálum okkar í erminni.

76 Comments

  1. Er ekki málið að fá 20-25 mills og Sneijder í kaupbæti. Nota svo peninginn í að kaupa David Silva. Ég væri til í það allaveganna..

  2. Þetta er mjög skýrt, alveg óþarfi að vera fúll útí Alonso finnst mér. Hann hefur staðið sig vel hjá okkur, tala nú ekki um ef hann skilar góðum skildingi í kassann.
    Þá finnst mér Benitez ætti að reyna að stela Sneijder frá Real. Hef undanfarið reynt að stilla RM upp með öllum þessum nýju mönnum og sé ekki mikið pláss í byrjunarliðinu:
    Casillas
    Ramos – Pepe – Abiol – Heinze
    Diarra
    Alonso – Kaka?
    Raul – Benzema – Ronaldo

    Hvar ætla þeir að koma Hollendingumun fyrir? maður bara spyr…

  3. hræðilegar fréttir. Sorglegt að sjá enn einn leikmanninn falla fyrir þessari taktík realmanna. Við fáum aldrei 35 m. fyrir hann úr þessu, einhvað í kringum 20 -25 í mesta lagi. Veður mjög erfitt að finna einhvern staðgengil. Þetta á eftir að veikja liðið mikið.

  4. Sneijder Jesús komst ekki í liðið hjá Real Madrid hvað höfum við með svoleiðis menn að gera ?

  5. Já núna hefði verið flott að vera búnir að kaupa Barry þá værum við búnir að fjölga Englendingunum um helming með honum og Johnson en þvi´miður þá er það búið og gleymt.
    En núna held ég að Alonso muni fara á rúmar 20 millur og það verður örugglega nær 20 heldur en 30 vegna þess að núna segist hann vilja fara og það lækkar verðið.
    Ég segi bara so be it, Alonso er alls ekki ómissanlegur og ég treysti Benitez 100% til þess að finna rétta mannin fyrir Alonso.
    Ég væri til í að reyna að fá Flamini hjá Milan ef þeir hafa ekki not fyrir hann, eða að fá Marek Hamsik frá Napoli.

  6. Ég þori varla að segja það, en ég held að Rafa ætli að nota Voronin á miðjuna. Já hann heldur bolta vel, er með góðar sendingar, hann skorar,hann væri flottur með Gerrard þarna, þeir gætu skipts á að vera í holunni eða þannig, því ekki. 😉

  7. Fyrir mér er þetta einfalt, hvort sem hann vill burt eða ekki fer hann ekki rassgat. Er mjög mikilvægur okkar liði. Látum ekkert kúga okkur svona. Maðurinn á nóg eftir að samningi sínum og verður að spila á fullu með okkur næsta season hvort sem honum líkar betur eða verr þar sem hann vill vera í HM hópi spánar. Svo hægt að vinna að því í vetur bak við tjöldin í rólegheitum að semja um sölu hans og finna arftaka. Ekki í einhverju stressi þegar mánuður er í season að setja allt á fullt og kaupa þann sem býðst en er ekki endilega top target Rafa. Rétt eins og man utd, vissu að Ronaldo færi, héldu honum í eitt season og fundu staðgengil bak við tjöldin, Valencia hefur jú sagt í viðtölum að hann hafi vitað frá síðustu áramótum að hann færi til man utd. Gerum þetta svona, nú og ef enginn vil kaupa eftir næsta season þá er það bara hið besta mál og við höldum Alonso en playmaker í hans gæðaflokki er vandfundinn.

  8. Bara sorglegt að alonso velji frekar að fara Kristjönu og Kaká en liverpool.
    Það segir bara sjálft að við unnum Real Madrid samanlagt 5-0

  9. Sorglegt ef þetta sé rétt. Alonso er stór hlekkur í liðinu og við megum alls ekki missa hann ef vinna á deildina á næsta ári.

  10. Voronin á miðjuna …. hvað næst, Carra fram ?

    Annars eru þetta hræðilegar fréttir, styttist í mót – nú er bara að vona að þetta gangi hratt fyrir sig og að Rafa hitti naglann á höfuðið hvað varðar eftirmann Alonso.

  11. Sammála Davíð í #9, það er ekki nokkur ástæða til að hendast í það núna að selja Xabi, bara ekki nokkur. Nema að Rafa sé tilbúinn með mann til að taka við hlutverki hans.

    Fótboltamenn gera samninga, í tilviki Xabi Alonso á hann FJÖGUR ár eftir af samningi sínum, sem er töluvert langur tími. Hann verður auðvitað að átta sig á því að liðið getur ekki bara skúbbað lykilmanni burt rétt fyrir mót! Held að margt snúist líka um endalok Masch-málsins, ef Javier verður áfram er ég á því að Rafa geti leyst miðjuna á einhvern hátt, ef Javier fer mun Rafa halda Alonso.

    Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að ég vill halda Xabi en til í að missa Masch. Sjáum hvað verður!

    Hins vegar er ég handviss um að þetta mál var að gerjast leiktímabilið 2007 – 2008. Þá var ég tvisvar úti í Liverpool og “localarnir” þar sögðu mér undantekningalítið að flestir Spánverjarnir vildu fara heim, fylgja fordæmi Luis Garcia og hlýða konunum sínum. Leigubílstjóri sem mikið hefur verið notaður í að keyra fótboltamenn gekk svo langt að segja það að Xabi hefði viljað fara sumarið 2007, en þá hafi hann verið keyptur til baka með nýjum samningi.

    Þetta held ég að hafi verið ástæða þess að Rafa vildi selja Xabi í fyrra, hann vissi að hann myndi missa hann fljótlega og vildi fá Barry, alvöru enskan miðjumann, í staðinn. Núna er verið að reyna snúa málinu á þann hátt að Xabi hafi móðgast þá, en ég trúi því bara alls ekki. Enda notaði Rafa hann í allan vetur sem lykilmann.

    En ef við ætlum okkur að halda möguleikanum á að verða meistarar í vetur tel ég ómögulegt að missa bæði Xabi og Masch.

    En sá peningur sem fyrir annan kemur (vonandi ekki báða) á að fara í að auka sóknarmöguleikana í framliggjandi miðjumönnunum, ég er t.d. alveg til í Sneijder, fannst hann með sterkari mönnum Real þegar hann fékk að spila.

  12. Alonso lýsir yfir að hann vilji fara og þá lækka R.MAdrid tilboð sitt? Þetta er einkennilegt, og gæti virkað ef farið væri að styttast í samningnum hjá Alonso. R.Madrid eru sem betur fer ekki í stöðu til að fífla okkur uppúr skónum, (eins og þeir hafa áður gert í tvígang), og ef þeir geta ekki drullast til að reiða fram viðunnandi tilboð þá er það bara miður fyrir þá og Alonso. Minni líka á hvernig Aston Villa fóru með Barry sl. sumar.

    Berist viðunandi tilboð, býst maður við að því verði tekið. Það yrði aldrei undir 30 milljón pundum, nema einhverjir leikmenn verða boðnir í skiptum. Óþarfi að örvænta, (held ég).

  13. Annað þráðrán 😉
    http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=78466

    Greinilegt hvað peningarnir sem fengust fyrir Ronaldo eiga að fara í! Að dekka hluta af lánunum sem Glazer tók til að fjármagna kaupin á félaginu. Ég neita að trúa því að hann vilji ekki fá fleiri leikmenn. Hann missir bæði Ronaldo og Tevez, fær í staðinn Owen, Valencia og Obertan. Man Utd er að veikjast að mínu mati gríðarlega og verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta verður á nýju tímabili

  14. Þetta eru ekki góðar fréttir með hann Alonso okkar ef rétt reynist. Annars vona ég að Benitez verði jafn ákveðinn með verðið og manu var með veðmiðan á Ronaldo. Hvernig ætlar Real að réttlæta undirverð fyrir Alonso eftir að hafa borgar yfirverð fyrir 3 leikmenn síðustu 2 vikur. Í þessu tilfelli á ekki að gefa krónu eftir og ef ekki næst samkomulag þá spilar einfaldlega Alonso með liðinu í vetur og málið verður skoða aftur næsta sumar.

    Eins og Benitez hefur sagt þá á hann að sína Liverpool hollustu, auk þess eru eftir 4 ár af samningi hans. Það er langur samningur svo pressan ætti ekki að vera á Liverpool í þessum samningaviðræðum. Ég hef mikla trú á Benna í þessu máli, nú kemur sér vel að hafa ákveðinn/þrjóskan framkvæmdastjóra.

    Krizzi

  15. Úff.

    Þetta verður sárt.

    Þegar ég Steve Gerrard var með sinn sirkus á sínum tíma, sagði ég fokk him! Fari þeir sem vilji fara. Mér var skítsama þegar ég sá á liverpool.is daginn eftir að hann hefði ákveðið að vera.

    Yfir brottför Xabi fer ég hinsvegar í fýlu. Vilji hann vera lengur mun ég gleðjast mjög.

    Ef hann fer vona ég að dyrnar muni standa honum opnar að ári líkt, og líkt Rush og Fowler – verði tekið á móti honum aftur sem týnda syninum sem snýr aftur.

  16. Rafa VERÐUR að standa fast á upphæðinni sem hann vill fá fyrir hann. Maður með þessa hæfileika og með svona langan samning má bara ekki fara á slikk. Látum ekki kúga okkur undir 35 mills.

  17. Bjóða team Franco bara Xabi og Arbeloa og fá í staðinn nokkra af þessum, Drenthe, Sneijder, Múhammed Diarra, Vaart, Robben. T.d. Sneijder, Drenthe og Vaart. Allir eru þeir góðir og til sölu og því ætti að vera hægt að gera fínan díl á skiptmarkaði Real.

  18. Eigum að reyna allt til að halda honum, megum bara ekki missa hann. Ef það gengur ekki þá er ég sammála því að fá í staðinn menn frá Real. 20 kúlur og Vaart og Sneijder. Það myndi lágmarka tjónið.

  19. Owen til United og Nistelroyy til Liverpool… það væri sniðugt combo!

  20. Sma uturdur…

    Eg er a tvi ad tad turfi ad breyta transfer policy, setja launatak eda setja eitthvad max a hvad lid geta bodid.

    Tokum John Terry sem daemi. Hann er 28ara med 130.000 a viku sem er sturlun. Man Citi er ad bjoda i hann 32M og gefa honum 250.000 i vikulaun. Svo faer hann allaveganna 10% af total transfer i signing on fee sem er min 3.2M. Eg held reyndar ad hann fengi meira en 10%. Segjum ad hann geri 5 ara samning, ta er hann med 12M a ari. Semsagt total 63.2M fyrir ad faera sig yfir. Ef hann er ennta hja Chelsea ta vaeri hann med 31.2M.

    Tetta er svaka mismunur, fra tvi ad fara fra “naest rikasta” yfir i “rikasta” klubbinn. Fyrir fotboltamenn sem hafa feril sem endar tegar teir eru 33-35ara ta er audvelt ad rettlaeta svona move (ekki tad ad eg haldi ad hann fari).

    Tad verdur ad setja stop a tetta, tetta er ekki tolvuleikur, transfer fee og laun eiga ad vera i samhengi. Tad meikar ekki sens ad 1-2 klubbar geti breytt launa og transfer landslaginu a einu bretti (Man city og Real Madrid). Laun og transfer fee verda ad vera i samhengi vid hvad klubbar tena.

    Tad tarf ad setja reglur sem gera tad ad verkum ad klubbar turfi ad geta gengid undir sjalfum ser, eda hafa business model sem er raunhaeft til ad hugsanlega geta stadid undir sjalfu ser, og unnid upp tap fyrstu aranna.

    Tokum Chelsea sem daemi, teir spredudu rugl mikid, unnu deildina tvisvar, FA cup tvisvar (alla veganna), og komust i undanurslit/urslit meistardeildarinnar nokkrum sinnum. Tetta er godur arangur, en tratt fyrir tad er tetta buin ad vera svaka minus fyrir Abramovich. Teir hafa ennta ekki verid i plus (ad eg held), en hafa eitt svona 400M. Tetta synir ad tetta business model ad kaupa bestu leikmennina a yfirverdi og bjoda rugl laun virkar ekki tratt fyrir ad teir hafi nad godum arangri. Tad er semsagt buid ad syna tad ad tetta virkar ekki businesslega sed sem synir ad tetta er einungis play money fyrir tessa riku kalla.

    Ameriska modelid er miklu betra, tar hafa teir launatok sem gera tad ad verkum ad tu getir ekki keypt allt og skemmt markadinn. Lengri tima sed ta mun tetta hafa mjog slaemar afleidingar. Vid hofum tegar sed top 4 skera sig ur. Tad er miklu skemmtilegra ad hafa jafnari deild. Hver horfir a Lyon vinna 6 ar i rod i Fronsku. Hvad verda morg stig a milli 3 saetis i spaensku deildinni og 2 saetis a naesta timabili. A endanum mun folk fa leid a tessu ef tetta heldur svona afram.

  21. Vá.. er það nú tímasetning Alonso, sumarið sem Liverpool virðist ætla að byrja tímabilið með sterkasta liðið viltu fara í einhvern bjána sirkúsklúbb. Thanks for nothing.

  22. 4 Rósi
    “Sneijder Jesús komst ekki í liðið hjá Real Madrid hvað höfum við með svoleiðis menn að gera ?”

    Þetta er ótrúlega vinsæl “röksemdafærsla” miðað við hve heimskuleg hún er. Það að Sneijder “komist ekki einu sinni” í liðið hjás Real Madrid segir ekki að hann sé of lélegur fyrir Liverpool. Í fyrsta lagi eru þjálfarar ekki óskeikulir í byrjunarliðsvali, hvorki Benitez, þjálfari RM, eða hver sem er. Í öðru lagi er óvíst að leikskipulag RM henti eins vel fyrir Sneijder, o.s.frv.

    Það væri óskandi að menn hættu að kasta fram svona heimskulegri rökleysu. Persónulegza líst mér nokkuð vel á að fá Sneijder, en vil reyndar frekar Silva.

  23. Er ekki gamla “góða” skítuga aðferð Real Madrid að virka einu sinni enn? Þeir nota fjölmiðlana og fleira í að kynda undir mönnum og liðum, tala við umboðsmenn þeirra og fleira bakvið tjöldin. Svo koma þeir með lækkað tilboð af því að þeir vita að þeir eru búnir að vinna leikmanninn á sitt band. Það er ekki séns í helvíti að þeir hefðu farið að lækka tilboðið annars. Ég tel engu síður nokkuð ljóst að Benitez lætur allt gerast frekar en að láta skítalið eins og RM þvinga sig til einhvers. Það er reyndar fátt verra í fótboltaliði en liðsmaður sem vill fara, en ég er nokkuð bjartsýnn á að Alonso sé það mikill atvinnumaður að hann myndi ekki setja það fyrir sig þótt hann “þyrfti” að vera í einhvern tíma í viðbót.
    Það skyldi þó ekki verða einhver Owen díll út úr þessu (fá gagnslausan leikmann sem RM vill ekki og pening).

  24. Hroðalegar fréttir og ég sé bara ekki nokkra ástæðu sem réttlætir það að fara lækka verðmiðann á honum umtalsvert þó að Real hafi sett ótrúlega pressu á hann (án þess að mega tala beint við hann) og að hann vilji fara.

    Hann skrifaði sæll og glaður undir langtímasamning svo boltinn ætti að öllu leiti að vera hjá Liverpool. Ef þeir vilja ekki selja hann (eða Real borga nóg) þá er bara að taka Aston Villa á hann og segja honum að standa við sinn samning.

  25. madrid virðast vera voðalega tregir að borga uppsett verð fyrir mann sem er að mínu mati er orðinn hetja á anfield. ættum að geta fengið dágóða summa plús 1-2 leikmenn með. sneijder, van der vaart svo eitthvað sé nefnt.

  26. Á eftir að sakna hans og vona að hann standi sig með prýði eftir frábæra frammistöðu síðustu fimm ár. Ef Real vill fá hann þá væri kjörið fyrir okkur að fá leikmann (sneijder, van der vaart , robben) í skipti og smá pening (10 – 15m) eða nota peninginn til þess að krækja í Cambiasso frá real sem benni á að vera mikill aðdáandi af.

  27. Er einhver hér sem kann reglu FIFA varðandi það að leikmaður sem hefur verið í 3 ár að lágmarki hjá liði geti rift samningi sínum við liðið. Hef aldrei heyrt að þessari reglu og er kannski að misskilja eitthvað en á Fótbolti.net má sjá að Ribery mun hugsanlega beita þessu vopni til að reyna að komast til Barcelona, er þetta eitthvað sem Alonso getur beitt!

  28. Sneijder spilaði þó 22 leiki í spænsku deildinni í fyrra. En hrærigrauturinn af leikmönnum hjá Real er þvílíkur að fyrir mér er algerlega óskiljanlegt að nokkur leikmaður vill ganga til liðs við lið sem endurnýjar þjálfara á hverju ári og 5-10 leikmenn. Þess má líka geta að Javier Macherano komst heldur ekki í West Ham liðið þegar Liverpool keypti hann. Sneijder gætu orðið snjöll kaup.

  29. Væri tilí að skipta honum út fyrir þá frændur sneijder og van der vaart ásamt nokkrum kúlum. Hann átti gott tímabil í vetur en ef við tökum meðaltalið þá er hann kannski rétt undir parinu. Trúi ekki að mönnum langi í Robben það yrði hryllingur að fá það gerpi.

  30. Van Der Vaart og Sneijder plús 15-20 mills er fáránlega góður díll fyrir okkur

  31. Xabi Alonso hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, og þess vegna þætti mér leitt að þurfa að kveðja hann. En ég er nokkuð viss um að hann hafi toppað í fyrra, og hef sagt áður að ef við ætlum einhvern tímann að selja hann, þá er það núna. Ef hann fer, þá vona ég bara að honum gangi vel þar í Madríd.

    Varðandi tillögur um að fá Robben, segi ég nei takk strax. Ekki séns, ég vil ekki sjá hann á Anfield í rauðu. Sneijder og Van der Vaart væri ágætt, en bara ekki Sneijder.

    Gott hjá Rafa að setja verðmiða á hann, og ég held ekki, annað en flestir hérna, að hann fari fyrir minna en það. Vona allavega ekki.

  32. Mikið er ég sammála þér Sigmar og tek undir með þér í einu og öllu. Ég hef haft svipaða tilfinningu fyrir þessari Alonso sölu þó svo að mér finnist sárt að horfa á eftir honum, en Liverpool verður líka að standa á sínu varðandi verðmiðann. Mér finnst það skjóta skökku við að Real Madrid segjast ekki vilja borga of hátt verð, en það eru einmitt þeir sem hafa keyrt markaðinn upp og eru að falla fyrir eigin bragði.

  33. Góður 22.Atli Nistelroy er útbruninn

    Við þurfum menn með hjarta eins og Torres, baráttu eins og Kuyt, með sendinga- og tæklingagetu eins og Gerrard, og með vasan fullann af heppni og hraða.

  34. Rósi.. Mascherano komst ekki einu sinni í liðið hjá west ham! þó svo að Snijder hefur ekki mikið verið að byrja inná í liði Real Madrid þá er hann frábær leikmaður og gæti alveg eins hentað okkar leikstíl!

  35. @Raggi #33 “Van Der Vaart og Sneijder plús 15-20 mills er fáránlega góður díll fyrir okkur”

    Ronaldo + Kaka fyrir Alonso yrði líka góður díll fyrir okkur, en er álíka líklegur og það sem þú varst að nefna.

  36. Er ekki bara málið að færa Gerrard aðeins aftar of setja Benayun í holuna, og láta þá svo rótera þessum stöðum. Málið dautt.

  37. Nú er bara að vona að Rafa beiti sannfæringarkrafti sínum og geri allt sitt til að halda Alonso, þar sem Xabi er einn af mikilvægustu hlekkjum þessa frábæra liðs okkar. En ef hann fer, þá vill maður ekkert minna en 30 millur. Ég get ekki verið annað en sorgmæddur ef Xabi fer, þar sem hann er einn af mínum uppáhaldsleikmönnum…hann er límið sem heldur þessu saman og með fáranlegt composure á erfiðum útivöllum. Því verður baráttan um titilinn mun erfiðari án hans!!! Maður getur bara beðið og vonað að Rafa sé með eitthvað tromp í höndinni til að halda Alonso!!!

  38. Það má ekki undir neinum kringumstæðum hræra í liðinu meira en nauðsynlegt er. Ef Xabi fer, sem ansi margt bendir til, þá er ekki lausnin á þeim vanda að færa Gerrard aftur á miðjuna. Það er enginn betri en Gerrard í holunni og þar á hann að vera!

  39. Rafa mun höndla þetta mál óaðfinnanlega. Hann lætur Alonso fara mjög erfiða leið með því að biðja um sölu og hann lætur Real ekki hafa verðlausa krónu í afslátt af honum. Það er klárt mál að ef Rafa fer í hart þá standast hvorki Alonso né Real honum snúning. Lausnin á málinu er einföld: Rafa býr svo um hnútana að Alonso fer ekki eitt eða neitt. Hann mætir á æfingar í kringum 20. júlí og eftir það verður ekki aftur snúið.
    Við höfum lítið við Sneijder og/eða Van der Vaart að gera því okkur mun fyrst og fremst vanta playmaker ef Alonso fer.

  40. Já og víst er hægt að vera bitur og reiður út í Alonso ef hann vill fara!!!

  41. Við höfum ekkert við leikmenn að gera sem vilja ekki spila fyrir okkar ástkæra liverpool lið sama hvað maðurinn heitir í þessu tilfelli..burt með alonso og þakka þér fyrir vel unninn störf

  42. Þið farið með þennan mann eins og þræl. Ótrúlegt að halda honum nauðugum í kolaborginni og rigningunni.

    /sarcasm off

  43. Ef Rafa “neyðir” Alonso að vera áfram, verðu þá ekki hættan sú að Alonso verður fúll og smitar fýlu á meðal leikmanna og verður kanski hálf slappu í leikjum svona annars slagið? Annars ef hann fer þá er ekki allt að fara norður og niður, Lukas var orðin þrusu fínn seinn part tímabils og svo er nokkrir sem geta verið þarna á miðjunni, spilaði ekki Arbeloa eða Aurelio (man ekki hvor) á miðjunni og gerði góða hluti í einum eða tveimur leikjum.

  44. Almenna reglan hlýtur jú alltaf að vera sú að vilji leikmaður fara þá á ekki að neyða hann til að vera áfram hjá félaginu. En þar sem Xabi er með 4 ára samning við Liverpool þá eru öll tromp á hendi Rafa og Liverpool FC.

    Xabi og Real verða að skilja að það er ekkert óeðlilegt að krefjast ákveðinnar upphæðar og ef liðin ná ekki saman um það þá er ekkert við því að gera. Real verður að sýna hug sinn í verki og setja 30 milljónir Punda á borðið. Það er næsti leikur í stöðunni.

  45. Nu sit eg herna i solinni a italiu i ca 32 stiga hita og les mer til dundurs itolsku blodin.
    Oll virdast thau a thvi mali ad Rafa horfi hyrum augum til Serie A ef Xabi fari. Their menn sem eru thar efst a bladi eru their Roma braedur De Rossi og Aquilani og madurinn sem Inter segjast ekki geta spilad an, Cambiasso.
    Personulega er eg a thvi ad ef Xabi vill raunverulega fara tha megi hann fara og tel eg a vid gaetum frekar notad Van der Vaart en Sneijder ef thau skipti vaeru eitthvad a bordinu.
    Af theim sem hafa verid titladir sem arftakar Xabi held eg ad Aquilani vaeri langbesti kosturinn. Gott auga fyrir sendingum, goda skottaekni, les leikinn vel og stjornar hradanum a alveg yndislegan mata. Helsti gallinn vid thad er ad italskir leikmenn utan italiu eru happa / glappa kaup, oft verda their haldnir heimthra og eiga erfitt med ad laera ensku.
    Vonum ad thad sem komi ur thessi mali henti LFC sem best.

  46. nr. 48
    Ef Xabi verður nauðugur viljugur áfram rauður, þá væri það einkar óskynsamlegt af honum að spila ekki á 100% getu alla sína leiki, það er jú HM næsta sumar, og ég geri ráð fyrir því að allir leikmenn hafi það að markmiði sýna sig og sanna að þeir séu verðugir kandidatar í landslið sitt.

  47. Af hverju í ósköpunum kaupir Rafa ekki Beckham. Hann vill til Englands og við hæfi að hann spili þá fyrir Liverpool.

  48. Sammála varðandi það að ómögulegt sé að hafa leikmann sem vill fara annað. Þannig að ef að Rafa nær ekki að sannfæra Alonso um að vera áfram hjá okkur glaður í hjartanu, þá vil ég að við seljum hann. En það yrði samt mikill missir!!!

  49. Það væri reyndar heilmikill húmor í því að reyna að fá Beckham (þó maður viti að hann myndi aldrei ganga til liðs við Liverpool), þá væri búið að svara fyrir útspil Ferguson þegar hann fékk Owen – að öllum líkindum til þess eins að pirra Liverpoolaðdáendur

  50. En við eigum fínan leikmann til að leysa Alonso af hólmi….. Lucas 😉

    he he nú eiga einhverjir hérna eftir að drepa mig 🙂

    Samt sem áður ættum við að geta fengið ágætis leikmann fyrir þessa rosa upphæð ef Alonso verður seldur…. Ég held það.

  51. Alonso á eftir 4 ár af samningi sínum við Liverpool. Þó svo að hann vilji fara þá kemur það ekki til greina að hann fari fyrir eitthvað klink. Það má ekki gleyma því að það er Rafa sem hefur byggt upp þennan leikmann og gert hann að því sem hann er í dag. Ef hann vill fara þá fínt, það er enginn maður ómissandi. Hinsvegar ef það kemur að því þá eiga Real að borga uppsett verð þar sem Alonso á svo mikið eftir af samningi sínum. LFC á ekki að sjá á eftir einum af stjörnum sínum fyrir litlar upphæðir bara af því hann “vill fara” því þetta er fyrirtæki og menn eru ekki í neinni góðgerðarstarfsemi hérna. Svo er ég sammála nokkrum hérna með að ef hann er ekki með hjartað á réttum stað og tilbúinn til að deyja fyrir klúbbinn þá á hann ekkert heima á Anfield. En við þurfum klárlega mann í staðinn fyrir Alonso. Lucas er ekki málið og Gerrard ætti ekki að fara aftur á miðjuna. Hann var markahæsti maðurinn okkar í fyrra.

  52. Fói: hví ætti einhver að drepa þig, Lucas hefur verið að bæta sig og er efalaust að gera það enn þann dag í dag. Alonso er búinn að vera góður á síðustu leiktíð, en hvernig var hann þar áður, ekki sérstakur. Mér hefur stundum fundist Alonso vera “tja” kærulaus en auðvita er hann góður, og Rafa á að fá það sem hann setur upp og ekkert kjaftæææææði.

  53. Ein spurning varðandi enska boltann í íslensku sjónvarpi næsta vetur.
    Var Stöð2Sport ekki að breyta samningi sínum við ensku deildina upp á miklu lægri upphæð? Munu þeir lækka verðið fyrir áskrifendur í leiðinni?

  54. Alveg merkilegt að sjá þessa silkihanskameðferð sem Alonso fær hérna.

    Xabi er nýbúinn að skrifa undir fimm ára samning við Liverpool. Núna vill hann burt. Til að toppa vitleysuna, þá vill hann ekki leggja inn skriflega beiðni um að fara. Hvers vegna? Jú, hann vill auðvitað fá tíundina af söluverðmætinu. Ef svo ólíklega vildi til að ég myndi ráða hjá LFC, þá myndi ég segja honum að hoppa þangað sem sólin ekki skín.

    Það þarf að afnema þessa tíundareglu. Völdin hjá knattspyrnumönnum nú til dags eru allt of mikil. Hvernig stendur á því að þeir fái tíund af söluverðmætinu ef þeir leggja ekki inn skriflega beiðni um að fara á sölulista? Þeir hafa hvort eð er alltaf það val um að segja nei við tilboðum sem berast í þá. Er ekki nóg að þéna einhver hundruð þúsund pund á mánuði?

    Á meðan blæðir knattspyrnufélögum út, nema auðvitað hjá þeim félögum sem hafa sykurpabba. Þau verða að segja upp almennum starfsmönnum hjá klúbbunum sem þéna svipað mikið á ári og stjörnurnar gera á einni viku.

  55. 40 Halldór, ég var meira að svara þeim sem voru búnir að skrifa fyrir ofan mig. Auðvitað er þetta ekki raunhæft það sé það hver heilvitamaður. Aðeins draumadíll. En skipti plús peningur er það sem við ættum klárlega að stefna að

  56. Makkari, ég er að mörgu leyti sammála þessu. Þegar ég skrifaði fréttina þá vissi ég ekki að Alonso ætti svona langt eftir af samningnum sínum.

    Það sem ég er hræddur við er að Liverpool verði voða harðir, en svo gefi allt sig á síðustu dögunum fyrir lok gluggans og við stöndum uppi með fullt af peningum, en engan leikmann í staðinn fyrir Alonso. Þess vegna tel ég að það verði að klára þetta mál strax.

    Tengt þessu sjá mál Ribery

  57. Nú hefur Mourinho ekki maður sem ég fýla en það er samt töggur í honum og á sínum tíma þegar Drogba vildi fara þá sagði hann ákveðið. Þú verður í varaliðinu næstu fjögur árin eða lærir að vera glaður í Chelsea.

    Væri ánægður með svona festu frá Rafa, líka bara sem skilaboð til annara liða að vera ekki að fokka í mönnum sem eru ekki til sölu

  58. Raggi 61
    Eflaust eru leikmannaskipti við Real draumórar. En þar sem liverpool er með tvo leikmenn sem real eru á eftir, ásamt því að real eru að reyna að selja hollendingana má eflaust láta sig dreyma um að liverpool séu í góðri samningsstöðu.
    Sagt er að liverpool vilji fá um 7millur evra fyrir Arbeloa og um 35 fyrir Alonso. Gefum okkur að þetta séu því 42 millur.
    Real hafa þegar samþykkt tilboð Fiorentina í Drenthe fyrir 7milljónir evra. Van der Vaart kom í fyrrasumar á 13 milljónir og hefur ekki staðið undir væntingum og því ekki mikið dýrari í ár. Þarna eru tveir á um 20 millur evra. Sneijder er eflaust mikið dýrari en hinir en þó ekki eins og hann sé aðalmaðurinn í liði real madrid og hann er til sölu. Þannig að það má alveg láta sig dreyma um að liverpool geti gert fín skipti við geðsjúklingana í Madrid.
    Það er nefninlega ekki mikið af góðum miðjumönnum í gangi og hvað þá til sölu. Læt hér flakka lista af netinu þar sem nokkrir eru nefndir sem hugsanlegir staðgenglar Xabi.

  59. 64 og 65: Snilldar komment…greinilega einn af þessum spark-spekingum sem maður heyrir oft minnst á í sjónvarpinu

  60. 65 Snorri, ég sagði aldrei að leikmannaskipti við Real væru draumórar! Sagði að það væri það sem Liverpool ætti að reyna stefna að. Fá pening plús leikmann/menn. Lestu aðeins betur

  61. Þhvi er eg ekki lengur með þetta dót þharna ég verrð btáðhum piraður og verðum að hallda alonson

  62. Mér finnst comment #70 frá Siggimey vera ekkert minna en meistaraverk

  63. “RAFA BENITEZ will tell Javier Mascherano he will not be allowed to leave Liverpool” -Liverpool Echo.

    Gott að það sé tekið hart í þetta!

  64. Ég væri mest til í Marek Hamsik. Hann hefur gott auga fyrir sendingum og getur tekið menn á og skorað líka, eitthvað sem Xabi gerði minna af…

  65. Fowler segir að hann hefði aldrei farið þá leið sem Owen fór. Þarna þorir Fowler að segja það sem Ian R þorði ekki að segja

  66. Mér þykir það nú hámark fórnfýsinnar að spila fyrir Stoke rugby-bolta frekar en Man U. Tek það fram að ég hef aldrei haft hlýjar tilfinningar til MU, en ber samt mikla virðingu fyrir Alex Ferguson sem er mesti refurinn í boltanum. Það ber líka að hafa í huga að Liverpool vildi ekki Owen aftur. Finnst þá ansi erfitt að álasa Owen, þó að Fowler sé að reyna að slá einhverjar vinsældakeilur hjá áhangendum Liverpool.

Rafa talar…

Boltinn byrjar að rúlla!!!