Rafa talar…

Nokkrir áhugaverðir punktar frá Rafa, sem að Sky hafa eftir honum.

Fyrst að Liverpool hafi hafnað nokkrum risa-tilboðum í Fernando Torres. Fínt mál.

Svo talar hann aðeins um Michael Owen og segist hafa skoðað það mál. Niðurstaðan hafi verið sú að Owen hefði aldrei orðið byrjunarliðsmaður og hann taldi að það myndi Owen ekki sætta sig við ári fyrir HM. Hann nefnir sérstaklega að þetta sé ólíkt Robbie Fowler endurkomunni, en Fowler gerði sér klárlega grein fyrir því að hann væri ekki hugsaður sem byrjunarliðsmaður hjá okkur.

Einnig virðist hann útiloka frekari kaup á framherjum og það er augljóst að hann sér fyrir sér áfram að spila með sömu taktík og meirihluta síðasta tímabils með Gerrard og Torres frammi. En einnig tekur hann fram að hann hafi mikið traust á Kuyt, Babel, NGog og Voronin. Nöfn Kuyt og N’Gog koma ekki á óvart, en það er athyglisvert að Rafa minnist sérstaklega á Babel og Voronin. Ég taldi það í lok síðasta tímabils að Babel myndi fara, en það var alveg ljóst að það hefði verið fyrir mikil afsláttarkjör eftir slakt síðasta tímabil. Það er vonandi að Babel taki þessu sem hvatningu og hann fari aftur að sýna okkur hvað við vorum svona spennt yfir fyrir rúmu ári.

30 Comments

  1. Já, vona bara að þetta sé rétt ákvörðun hjá honum, með að kaupa ekki fleiri leikmenn.. En við vorum rétt hjá fyrsta sætinu í ár, og núna erum við komnir með Voronin og Johnson að auki, meðan United hafa misst Ronaldo og Tevez, og bara fengið Owen og Valencia..

  2. eru united bara komnir með owen og valencia?? afþví að þeir eru svo svakalega lélegir miðað við voronin!!

  3. Mér finnst allt í lagi að gefa Voronin séns miðað við spilamennskuna hjá honum í Þýskalandi á síðasta tímabili, en ég myndi ekki ábyrgjast hann. Enda ekki mitt hlutverk heldur hlutverk Benitez, og ef ég treysti einhverjum fyrir þessu liði þá er það hann. Við erum með Babel sem getur ekki annað en skánað frá síðasta tímabili. N´Gog og Kuyt sem geta allir leyst Torres af ef hann meiðist.

    Það vantaði svo lítið uppá á síðasta tímabili, að mín skoðun er sú að breyta sem allra minnstu og vona að leikmenn bæti sig frá síðasta tímabili og sleppi við alvarleg meiðsli. Þetta er líka spurning um heppni.

    • eru united bara komnir með owen og valencia?? afþví að þeir eru svo svakalega lélegir miðað við voronin!!

    Nei afþví þeir eru lélegir miðað við Ronaldo og Tevez.

    Hann var einfaldlega að benda á að Liverpool er búið að fá inn 2 leikmenn, annar af þeim kemur líklega inn í byrjunarliðið í svona 75-85% leikjanna og hinn er ágætis varamaður.

    United missir Ronaldo (sem tók næstum öll föst leikatriði og var markahæstur í liðinu síðustu 2 tímabil) og Tevez sem kom oft inn á og skoraði sigurmark. Þeir fá inn Valencia sem er algjörlega óskrifað blað með liði í toppbaráttu og mann sem hefur fætur sem eru álíka áræðanlegir og minni Alzheimersjúklings.

  4. Ég er samt ekki nægilega sáttur með þetta svar hjá Rafa. Owen lætur hafa eftir sér (hef því miður ekki heimildir) að hann hafi beðið um að fá að koma aftur á Anfield en að svörin þar hafi verið skýr. Þannig að út frá því að dæma þá virtist ekki vera NEINN áhugi á fá hann aftur.

    Hvað er Rafa að spá í því Owen vilji komast í landsliðshópinn fyrir HM á næsta ári, ef Owen vill aftur til okkar þá fáum við hann til okkar ef við höfum áhuga á honum. Ég tel að hann sé talsvert betri backup leikmaður en þessir leikmenn sem taldir voru upp.

    Varla er Owen lofað byrjunarliðssæti hjá United? ég á bágt með að trúa því

  5. http://liverpool.is/News/Item/12703

    Miðað við þessa grein þá er morgun ljóst að Benni hafði aldrei neinn áhuga á því að fá Owen aftur. Það er kannski einn af fáum göllum við Benna kallinn hvað hann er þrjóskur ef þessar ástæður sem Chris Bascombe telur upp eigi stoð í raunveruleikanum. Held að flestir yrðu sammála því að Owen væri talsvert betri þriðji striker heldur en Ngog, Voronin og fleiri.

  6. Við lentum í öðru sæti með 86 stig, á eftir United með 90 stig. Við erum bara búnir að styrkja liðið, með því að kaupa Glen Johnson (og þó nokkra unga) og svo fá Voronin Aftur. Það sama má ekki segja um United, sem eins og komið er, eru búnir að selja 2 mjög góða leikmenn, Ronaldo, sem er búinn að vera markahæsti og besti leikmaður þeirra síðastliðin ár, og Tevez, sem hefur oftar en ekki unnið þessa leiki sem við gerðum jafntefli. Svo eru þeir búnir að kaupa Valencia og Owen. Ef tímabilið myndi byrja svona, og engin frekari kaup yrðu gerð, þá held ég að það sé augljóst að við værum sterkara liðið, miðað við það að við unnum United bæði heima og úti (2-1 og 4-1) og vorum bara rétt í rassgatinu á þeim síðast á tímabilinu. Og þá voru þeir með Ronaldo og Tevez. Ég held bara að þetta sé að fara mjög vel í ár, og vona að hvorugt liðið eigi eftir að kaupa eitthvað að viti. (þó slúðrið segi að Eto´o sé að fara til þeirra..)

    Maður vonar bara það besta!

  7. Varðandi hugsanlega endurkomu Owen til Liverpool þá var það skoða af Liverpoolmönnum og Bentitez segir ,, … that he flirted with the idea of bringing the forward back to Liverpool but did not feel he would dislodge Fernando Torres and Steven Gerrard up front. We had contact with different people and were analysing the situation, but if you want to play Torres and Gerrard there is not always a lot of space for other players.” [http://www.skysports.com/story/0,19528,12876_5426829,00.html]

    Benitez mat það sem sagt svo að liðið hefði ekki þörf fyrir Owen eins og staðan er í dag enda spurning hvaða stöðu Owen ætti að spila með Gerrard og Torres á sínu flugi.

  8. Miðað við hvernig Torres hefur verið að meiðast undanfarið þá hefði Owen alveg getað fengið helling af leikjum.
    En hvers vegna að vera að tala um einhvern United mann ???

  9. Hvort sem Benitez hefur haft áhuga á að fá hann eða ekki (mér sýnist ekki þessum tveimur greinum bera saman hvað það varðar (SkyNews og þeirri sem Helgi Þór (6) bendir á)), þá get ég ekki séð að Owen fái einhverja fleiri byrjunarleiki hjá Manchester United, … tja, ekki nema Sir Fergie sé að taka rosalegan séns og þá vona ég að form Owen breytist ekkert miðað við síðustu 3 ár.

    En þessi fyrrum hetja í mínum augum dissaði félagið ekki bara einu sinni heldur tvisvar og getur því ekki ætlast til þess að félagið/þjálfarinn setji hann í heilmikið spilerí. Owen hefði kannski getað reynt meir við Liverpool… ég veit það ekki. En þetta er niðurstaðan og svona gerir maður bara ekki.

    Annars finnst mér Rafa vera að gera réttu hlutina og miðað við liðið eins og það er í dag, þá er ég rosalega bjartsýnn á að við lendum sæti ofar næstkomandi keppnistímabil!

  10. Owen hefur alltaf tekið landsliðið fram yfir félagsliðið svo að fyrir hann að koma til Liverpool og sitja á bekknum gæti orðið móralsdrepandi fyrir hópinn. Í raun er það svipað og gerðist fyrir Robbie Keane, Torres og Gerrard combo-ið er það sterkt að það verða fá önnur kerfi spiluð í svona 80% af leikjunum. Þar af leiðandi þarf meiðsli til að Owen fái að spila eitthvað af ráði. Það er betra að hafa mann sem sættir sig við bekkjarsetu, eða sem getur spilað fleirri stöður á vellinum í hópnum (t.d. Kyut, Babel, Voronin).

    Fyrir Manu er staðan önnur, þeir voru að missa 2 mjög sterka sóknarmenn og það er ekki búið að ganga að finna staðgengil. Benzema, Ribery og fleirri hafa ekki áhuga á að fara þangað:) Að fá Owen er því í raun smá lausn fyrir þá. Það kemur í ljós hversu mikið hann fær að spila, ég sé hann ekki gera mikið á móti sterkum mótherjum, en hver veit.

    Fyrir Owen er þetta síðasti séns til að komast i landsliðið, það er erfiðara fyrir hann að fá náð fyrir augum Capello ef hann spilar með Hull. Lítil samkeppni, engin meistaradeild, og erfiðara að skapa sóknarfæri. Fyrir mér var hann löngu búin að sýna að hann er ekki alvöru Púlari. Hann dróg Liverpool á asnaeyrum þegar hann lét samninginn nánast renna út áður en hann fór til Madrid, og svo guggnaði hann á að pressa Madrid til að fara tilbaka til Liverpool í stað Newcastle. Það kemur því lítið á óvart að hann skuli semja við Manu.

    Hvað varðar hans getu, þá er hann mjög einhæfur. Þegar hann var með snerpu þá var hann stórhættulegur en það er liðin tíð. Menn tala um Arsenal FA cup double sem var rosalegt, en það var 2001. Semsagt hann toppaði fyrir 8 árum. Í dag er hann bara potari, hann getur ekki tekið menn á. Liverpool spilar fljótandi kerfi fram á við og ólíkt Houllier þá reyna þeir að pressa hátt upp. Það þýðir minna pláss bakvið vörn andstæðinganna. Þegar Owen var hjá Liverpool þá spilaði Liðið inní sínum eigin vítateig og sparkaði boltanum fram fyrir Owen að stinga sér inn. Hann fittar engan veginn inni núverandi liðið.

    Það er truflandi að hann sé hjá Manu en ég held að áhættan að fá hann til Liverpool hafi verið allt of mikil.

    Svenni

  11. Ég held einmitt að upp á móralinn hefði verið afar sterkt að fá Owen til baka, allavega ef eitthvað er að marka þær fregnir að bæði Gerrard og Carragher hafi viljað fá hann aftur.
    Ég tel einnig að ef Owen eigi eitthvað inni sem knattspyrnumaður að þá væri besti möguleikinn á að gera það hjá Liverpool. Hann hlýtur líka að hafa gert sér grein fyrir því að með því að koma aftur til Liverpool að þá væri hann ekki öruggur með byrjunarliðssæti, það segir sig bara sjálft. Maðurinn er ekki heimskur. Hann hefur eflaust talið sig fá leiki í ljósi þess að tímabilið er langt (um 60 leikir sirka) enda er hann að mínu mati talsvert betri knattspyrnumaður en bæði Voronin og Ngog.

    Ég verð hins vegar líkt og aðrir púllarar að treysta Benna líkt og ég hef gert hingað til. Ég vona bara að sú staða komi ekki upp hjá okkur í vetur að mikil framherja meiðsl geri vart við sig á meðan Owen raði inn mörkum fyrir haugana. Það yrði mín versta martröð……

  12. Owen er búinn að sýna vilja sinn í verki.

    Núna í þriðja skipti með stórri og ömurlegri ákvörðun! Ekki dettur mér í hug í meira en 3 sekúndur að verja hann og skamma Rafa fyrir að ná ekki í hann.

    Það að menn séu að biðja um hann sem “backup” senter. Já, alveg rétt. Af því að það var allt svo jákvætt í kringum Keane í þeirri stöðu! Torres er fyrsti kostur í striker og Gerrard undir honum. Meðan þeir eru heilir komast aðrir ekki í liðið í þessar stöður svo nú er bara að krossa fingur og sjá þá heila.

    Hættum að tala um Owen sem annað en svikara. Sé ekki margar spjallsíður aðrar en okkar ennþá innihalda raddir sem verja hann. Ekki Liverpoolsíður allavega!!!

  13. Til að kaupa mann inn í byrjunarlið þarf að finna afar góðan leikmann þ.s. hópurinn er þrælsterkur. En við vitum að okkur veitti líklega ekki af einum creative gæja, nema ef Riera nær að sýna aðeins meira stability, Yossi spilar jafn vel og á síðasta tímabili og Babel sýnir hvers vegna við keyptum hann. Ég tel að aðalmálið sé að halda lykilmönnunum og vekja Babel til lífsins. Varðandi Owen, þá hefði ég viljað sjá hann koma aftur en ég efast um að hann hefði sætt sig við mikla bekkjarsetu. Hann hefði samt örugglega fengið að spila slatta, enda margir leikir á tímabili.

  14. ég bara skil ekki Poolara sem vildu fá Owen aftur, hann er langt kominn yfir sinn besta tíma (hægri fóturinn búinn á því), ég spái því að hann skori 3-5 mörk á leiktíðinni og er frá vegna meiðsla í 5-7mán.

  15. Mér er nú alveg slétt sama þó svo Owen hafi farið til Man utd. Ekki langaði mig að fá hann aftur í Liverpool þó svo ég hafi haldið mjög upp á hann á sínum tíma. Málið er bara það að Liverpool liðið er á allt öðrum stað núna en þegar að hann var hjá okkur og einnig held ég að Kuyt sé full fær um að skora þessi 12-15 mörk fyrir okkur sem Owen kemur til með að skora fyrir Man. utd.

  16. Maggi: ég er sammála þér að það er erfitt að horfa á eftir honum í haugana en hvað átti hann að gera? velja Stoke eða Hull fram yfir Man Utd? Ef það hefðu verið fleiri alvöru lið á eftir honum þá hefði hann eflaust farið þangað frekar. Hann hefði alveg eins getað lagt skóna á hilluna eins og fara til liða líkt og Stoke og Hull.

    Addi: Það mun væntanlega koma í ljós í vetur hvort hann er kominn langt yfir sitt besta. Ég tel að hann eigi ennþá talsvert inn og hafi mikla þrá til að sýna það í verki. Það væri óskandi að hann skoraði ekki meira en 3-5 mörk á næsta tímabili en ég er ansi hræddur um að þau verði talsvert fleiri ef hann spilar eitthvað að ráði

  17. Helgi Þór: Til að reyna að komast í landslið þarf Owen meiri spilamennsku. Fabio landsliðsþjálfari hefur jú sagt að með færslu í Manure nái Owen að auka möguleikana á plássi í liðinu, en líttu líka á mennina sem Fabio hefur verið að velja. Var ekki Heskey að spila með Wigan þegar hann var valinn í landsliðið???

    Stoke og Hull eru jú ekki eins “spennandi” lið og Manure, en þar hefði hann t.d. fengið eflaust miklu fleiri tækifæri og verið meiri stjarna – og borið meira á honum. Tevez sá um að halda West Ham uppi með sinni spilamennsku, var hann þá ekki í argentínska landsliðinu?

    Að leggja endalok ferils til jafns við það að ganga til liðs við Hull og Stoke er fáránlegt. Ef allt gengur upp hjá Owen þá á hann eftir að slá í gegn hjá Manure, en miðað við söguna og miðað við þá staðreynd að hann er uppalinn Púllari, þá hefði hann verið miklu meiri maður í mínum augum að fara til “lakara” liðs en Manure (eins og Stoke eða Hull).

    Tek undir með Magga.

  18. Rafa vildi ekki fá Owen og Owen var líklega ekkert að grátbiðja um að koma. Eina ástæðan fyrir þessum ummælum er að pirra Ferguson og segja að Liverpool sé með sterkara lið, allavega sóknarlínu.
    Hann er ekki að gefa í skyn að Owen kæmist ekki nema á bekkinn hjá Liverpool en hann komist í byrjunarlið ManUtd.

  19. Doddi: Mér finnt tvennt ólíkt að spila með West Ham/Wigan og svo Stoke og Hull. Hinn fyrrnefndu liðin eru að mínu mati talsvert “sterkari” þó svo að Stoke hafi komið mest á óvart á síðasta tímabili.
    Owen er væntanlega að horfa í það að fá að spila með sterkari leikmenn í kringum sig og þannig telji hann sig eiga meiri möguleika á því að ná sér á strik aftur. Hann er einmitt þannig leikmaður sem þarf að hafa góða og skapandi leikmenn í kringum sig. Svo á hann eftir að fá fullt af sénsum ef hann helst heill enda þétt leikjaprógrammið hjá toppliðunum.

    pan: Miðað við það sem maður hefur lesið á netinu (hvort sem það er satt eða ekki) þá virðist þetta hafa verið þannig að Owen hafði gríðarlegan áhuga á að koma aftur en Rafa vildi ekki sjá hann. Það er því ekki hægt að reyna að segja að Owen hafi ekki haft nægan vilja til að koma þegar það er búið að koma fram á fjölmörgum stöðum að hann var tilbúinn að taka á sig umtalsverða launalækkun til að fá að koma aftur, svo mikið langaði honum að koma aftur.

    Ég vona bara innilega að við púllarar sitjum ekki svekktir eftir næsta tímabil afþví að Owen skoraði einhver 15 mörk plús og láti menn éta ofan í sig að hann hafi verið útbrunninn leikmaður. Hann er eflaust ólmur í að sanna fyrir öllum að hann sé ekki á síðustu metrunum.

  20. Ef Owen er heill, þá er hann góður leikmaður, alls ekki útbrunninn, málið er að hann hefur verið meiddur undan farinn ár og ekki getað spilað. Sömu meiðslin hafa tekið sig upp aftur og aftur, og það er kanski ekki spennandi fyrir Liv, að fá hann til baka. Það er nóg að vera með Degan alltaf meiddan og Harry Kewell þar áður. Plús mér fynnst við hafa bærilega framherja og rúmlega það ef Torres þarf að hvíla sig eða þannig. Svo niður með Owensamræður. Eitt fatta ég ekki, R M er að bjóða í Alonso og tilboðið er lægra en síðasta boð sem Liv, neitaði?????????

  21. Já hvað vakir fyrir Real Madrid eiginlega? Ætla rétt að vona að við séum ekki að fara að selja nein stór nöfn í sumar….

  22. Var einmitt að pæla í þessu tilboði frá Real Madrid. Hvað meina þeir með þessu? Liverpool neita tilboði uppá 25 miljónir, og þá bjóða þeir 22??

  23. Það hljóta að vera prentvillur í þessu. R M hlýtur að hafa boðið 32 en ekki 22. 🙂

  24. það er bara greinilegt að hann vill fara frá Liverpool… og ef það er þá er hægt að bjóða minna… þannig eru bara viðskipti! ANDSKOTINNNNNNNNN

  25. Er þetta ekki bara vegna þess að klásúlan um að Real Sociedad fá einhverjar prósentur er runnin út?

  26. það er þá komið á hreint að Alonso vildi fara og er nú búinn að gefast upp á biðinni,svo að Rafa stendur þá eftir sem sigurvegari í þessu máli og nú þarf hann bara að pressa Real Madrid í botn og fá þessi 35 millionir punda sem hann vill fá. Það er enginn leikmaður stærri en klúbburinn og þess vegna er bara að láta drenginn fara og þetta er alls enginn heimsendir .Það væri verra ef Gerrard eða Torres væru að fara fram á sölu því þá er ekki hægt að bæta með kaupum á öðrum en ég held að Rafa verði ekki í neinum vandræðum með að finna mann fyrir Alonso.
    En Alonso má fá mínar þakkir fyrir síðasta tímabil sem var án efa hans besta. Far Vel Xabi Alonso.

  27. Allt í lagi, ef að Real Madrid þykjast ekki geta boðið meira en 22 mpunda, þá er það alveg í lagi svo lengi sem þeir bæta VD Vaart við þessa upphæð. Amk vil ég losna við Alonso, ef hugur hans er kominn hálfa leið til Madrid.

    Aðallega vegna þess að ég óttast að ef hann fer ekki þá myndi hann aftur missa áhugann fyrir að spila með LFC, og fara aftur í formið sem hann var í 2007.

  28. Fékk óbragð í munninn -bókstaflega- þegar ég sá Owen Scums búning.

    Owen er endanlega búinn að rústa arfleifð sinni á Anfield.

    Svona bara gera menn ekki!

Rafa mættur í vinnuna

Xabi vill fara