Fulham á morgun

Ojæja, það er komið að næstu umferð í boltanum, ár og dagar síðan við rassskelltum Aston Villa á heimavelli 5-0. Nú verður fróðlegt að sjá hversu mikið af sjálfstraustinu sem einkenndi liðið áður en kom að þessu hléi, sé ennþá til staðar. Ég fer ekki ofan af því að þetta hlé gat ekki komið á verri tíma, liðið var í þvílíka gírnum og svo sundruðust menn út um allan heim í landsleiki. Sem betur fer var þetta ekki eitt af þessum bjánalegu vináttuleikjahléum. En það hefur talsvert gerst síðan síðasti leikur var leikinn, og þá aðallega í dag. Stevie G hripaði nafn sitt á nýjan samning, sem og gerði Dirk Kuyt. Svo var þetta allt toppað með því að þeir Stevie og Rafa voru valdir leikmaður og stjóri mánaðarins fyrir mars mánuð. Bravó fyrir þeim og vonandi að gamla jinx-ið fyrir stjóra mánaðarins taki sig ekki upp.

Lið Fulham eru ekki auðveldir heim að sækja. Þeir hafa verið alveg ferlega sterkir á heimavelli og það er nóg að líta á árangur liða eins og Arsenal, Chelsea og Man.Utd þar í deildinni á þessu tímabili. Þessi þrjú lið hafa aðeins náð í eitt stig á móti Fulham á þeirra heimavelli á þessu tímabili. Þetta verður því alls ekkert walk in the park hjá okkar mönnum. Fulham geta verið þrjóskari en andskotinn og stundum bara hreinlega neita þeir að fá á sig mörk, sem er sérlega leiðinleg árátta þegar Liverpool á í hlut gegn þeim. Þeir eru leiddir áfram af manni sem við þekkjum mjög vel, Danny nokkrum Murphy. Hann gerði okkur stóran greiða í síðustu umferð og vonandi halda hann og félagar hans áfram að gera okkur greiða núna og horfi aðeins framhjá nokkrum mörkum í netið hjá sér. Annars hef ég aldrei góða tilfinningu þegar Mark Schwarzer er í marki andstæðinganna. Hann virðist alltaf hitta á leik lífs síns á móti okkur (já, reyndar orðnir nokkrir slíkir núna). Það er mikill risi í vörninni hjá þeim sem heitir Bred og hefur átt skínandi tímabil, en sá er ekki snöggur og vona ég að Stevie og Fernando í sínum gír komi til með að hrella hann mjög.

En hvað um það, á venjulegum degi á þetta Fulham lið ekki að eiga break í okkur. En eins og sást í síðustu umferð, þá er ekkert alltaf hægt að gera bara ráð fyrir venjulegum degi. Þeir hafa sýnt það að þeir rísa upp gegn stóru liðunum og berjast til síðasta blóðdropa, en gæðin hjá okkur ættu að vera nægilega mikil til að klára þennan leik. Og ég er ekki í einum einasta vafa með það (þó svo að ég sé svolítið hræddur við þennan leik undir niðri) að við vinnum hann. Til þess að það sé hægt þá verðum við að hefja leikinn eins og við höfum gert undanfarið. Þ.e. að keyra á þá frá fyrstu mínútu, brjóta þá niður og setja mark snemma. Gerum við það þá verður þetta nokkuð létt. Fái þeir aftur á móti blóðbragð í munn og það vefjist fyrir okkar mönnum að setja mark, þá gæti voðinn verið vís.

Það virðast núna allir okkar menn vera heilir af aðalliðshópnum fyrir utan Degen, Sami og svo skilst mér að Yossi sé mjög tæpur að ná leiknum. Þetta er ekkert flókið, allir leikir sem eftir eru af tímabilinu eru ÚRSLITALEIKIR og ég vil bara fá að sjá okkar sterkasta fokkings lið í hverjum einasta helvítis leik. Ég er hlynntur því yfir tímabilið að hvíla menn til að halda þeim ferskum, en ég er það akkúrat vegna þess að ég vil geta treyst á þá í lok tímabilsins. Bara keyra á þetta, allt í botn, fulla ferð, berjumst um þennan titil allt til enda. Ég vil allavega geta sagt (hvernig sem fer) að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að næla í titilinn. Þetta er ekki í okkar höndum að öðru leiti en því að við þurfum að vinna okkar leiki og treysta á að ManYoo tapi stigum. Ég er reyndar sannfærður um að þeir gera það á sunnudaginn, alveg sannfærður um það. Hversu spennandi yrði það að vera komnir í toppsætið á ný eftir helgina? Úff, what a thought, ekki svo fjarlæg, ekki bara draumsýn, gæti allt eins orðið að veruleika. En að liðinu okkar.

Pepe heldur auðvitað sínu striki í markinu, Arbeloa er búinn að vera flottur hægra megin og Rafa fer ekki að brjóta upp Carra og Skrtel á þessum tímapunkti þrátt fyrir að Agger sé nú orðinn heill heilsu. Vinstra megin væri það svo algjör glæpur að taka Aurelio út, því fyrir utan Stevie, þá er hann búinn að vera okkar jafnbesti maður undanfarið, frábær vinstri bakvörður og nú þekki ég minn mann. Dirk fagnar nýjum samningi á hægri vængnum og Riera kemur fullur sjálfstrausts á þann vinstri. Á miðjunni verða það Xabi og Javier sem stjórna umferðinni fyrir aftan Stevie og Fernando. Þetta er einfaldlega okkar sterkasta lið í dag, á því er enginn vafi í mínum huga. Liðið verður þá svona (það er bara skylda):

Reina

Arbeloa – Skrtel – Carragher – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Agger, Dossena, Lucas, Babel, El Zhar og Ngog

Strákar mínir, þetta er ekki flókið. Við viljum bara sigur. Ég talaði um það fyrir tímabilið að ég yrði nokkuð sáttur við verulega framför hjá liðinu og að það myndi allavega blanda sér á einhvern hátt í toppbaráttuna. Þetta er svo sannarlega búið að vera að þróast í þá átt og maður er hreinlega farinn að fyllast bjartsýni, og þá er ég ekki bara að tala um þetta tímabil, heldur almennt gagnvart þessu félagi okkar. Klárum þennan Fulham leik og stimplum okkur endanlega inn í baráttuna um titilinn góða. Við megum ekki gefa hann eftir baráttulaust. Ég ætla að vera bjartur og spá okkur 0-3 sigri. Ég hef sem sagt trú á því að sjálfstraustið haldi áfram að geisla af okkar mönnum og að við klárum þetta. Stevie og Dirk fagna báðir nýjum samningi með mörkum og svo verður það Riera sem setur eitt. Bring it on.

30 Comments

 1. Er ekk viss með Mascherano. Er hann ekki bara ný lenntur á Englandi eftir fáránlega erfiða ferð frá Bolivíu. Gæti alveg séð Lucas þarna þar sem Mascherano gæti verið þreyttur og nýtist okkur oftast ekki eins vel gegn varnarsinnuðum smáliðum og hann gerir á móti stóru sóknarliðunum.

 2. Flott upphitun, fyllilega sammála henni að öllu leyti nema einu: það er ekki séns í helvíti að JM byrji þennan leik. Hann lék tvo leiki með Argentínu á fjórum dögum í Suður-Ameríku og sá síðari af þeim var leikinn í 3600 km hæð í La Paz, Bólivíu. Fimmtudagurinn hefur svo farið í að ferðast til baka hjá honum og í dag er hann sennilega enn að jafna tímamismuninn og annað slíkt. Menn koma oft þreyttir til baka eftir landsleikjahlé en hann bara hlýtur að vera þreyttastur.

  Lucas byrjar í hans stað, fógetinn á bekknum ef þörf er á seinna í leiknum og svo verður hann ferskleikinn uppmálaður gegn Chelsea í næstu viku. Restin af liðinu er hins vegar sjálfvalin.

  Vonandi gengur þetta vel hjá okkar mönnum. Fyrir mér er þessi leikur alls ekki skyldusigur, þar sem Arse og Utd hafa tapað þarna og Chelsea rétt skrimt í jafntefli í vetur, en við erum náttúrulega í þeirri stöðu að við bara verðum að vinna. Þetta verður samt erfiður leikur, Hodgson er snjall stjóri og hefur haft mest allt liðið sitt í undirbúningi fyrir þennan leik sl. tvær vikur á meðan Rafa missti sína menn út um allar trissur í landsleiki.

  Þetta verður svakalegt. Með sigri getum við farið á toppinn í tæpan sólarhring og sett svaðalega pressu á United, með tapi fá þeir gullið tækifæri til að hverfa handan við hornið aftur. Come on you REDS!

 3. Kristján ég held að Bólivíu leikurinn hafi farið fram í 3600m hæð en ekki km.

  Ég held að Lucas byrji þennan leik þar sem að JM var í fáranlega löngu ferðalagi. En annars er ég sammála upphituninni og ég tel að þetta sé okkar sterkasta lið. Annars væri flott að sjá Yossi koma inn ef hann er nógu heill þar sem ég tel að hann gæti skapað einhvern usla í vörn Fulham manna.

 4. Tel Mascherano vera í liðinu þar sem hann spilar ekki á miðvikudaginn. Svo er kominn tími á að þetta lið skori einhver mörk, segjum 0-10.

 5. Tók einhver eftir þessu í fréttinni um SG og RB:

  “As part of the ongoing review of the structure of the Melwood backroom staff under Rafa Benitez in advance of the 2009-2010 season, following a mutual agreement the Club confirms it will not be renewing the contract of Angel Vales Vazquez as Head of Video Analysis and Reserve Team Coach next year”

  Takið eftir “under Rafa Benitez”. Í raun verið að segja að RB sé persónulega að reka hann. Ekki spurning hver er við stjórnvölinn núna!

 6. Við verðum einfaldlega að taka 3 stig úr þessum leik, með því setjum við svakalega pressu á haltrandi lið Man Utd.
  Ég er viss um sigur okkar manna og spái 0-2, Kuyt og Riera með mörkin.
  Kooooma svo!

 7. Frábær upphitun að vanda, takk fyrir!

  Ég er viss um að okkar menn mæti trylltir til leiks með blóðbragð í munni og að sama skapi munu manjúr lenda í miklum vandræðum með Villa!
  0-2, Fantastic Steven með bæði í seinni hálfleik.

 8. Mascherano byrjar ekki þennann leik, hreinlega trúi því ekki! Held að Lucas byrji en svo komi Masche inná snemma í fyrri hálfleik til að hvíla Lucas fyrir Chelsea leikinn.

 9. Þar sem maður giftir sig á morgun krefst ég þess að fá sigur 🙂
  Spái 0-2 þar sem heilaga tvenningin skorar.

  YNWA

  • Þar sem maður giftir sig á morgun krefst ég þess að fá sigur

  Jú jú til hamingju með giftinguna og allt það Lolli…………………en COME ON MAÐUR. Þú giftir þig ekkert á leikdegi!!! 😉

 10. Vona bara innilega að sterkasta liðinu verði teflt fram. Svo í hálfleik þegar staðan er orðin 0-3 má taka einhverja ása útaf.

 11. Ég fékk strax á tilfinninguna að landsleikjahléið yrði Liverpool til góða. Í stað þess að eitthvað hefði getað komið fyrir á Melwood (móralst séð) þá koma félagarnir saman, glaðir yfir endurfundunum – sérhver með sögu að segja…

  Meðan vita leikmenn Utd að þeir verða án 5 lykilmanna (leiðréttið mig ef ég fer rangt með(Scholes, Rooney, Vidic, Ferdinand og Berbatov(tveir síðastnefndu sökum hnjaska))) sem þeir hafa vitað allan tímann.

  Stevie G og Kátserinn með nýja samninga og viðræður við fleiri eru í ferli…

  Sálfræðilega hefur Liverpool forskotið… ég hlakka til lokasprettsins…

  Held mig þó á jörðinni…

  YNWA

 12. sammála Babu. Á leikdögum giftir maður sig ekki. En til hamingju með giftinguna. Megi Fowler blessa ykkur

 13. Ég held að þetta verður bara pott þéttur sigur því það er kominn tími til að liverpool vinni þessa helvítis deild og sýni það fram að þeir eru miklu berti en þessar svindlara mellur í man utd

 14. Ég er sammála uppstillingunni hjá pistlastjóranum,engin ástæða til að vera að pilla við sigurliði sem vann síðasta leik 5=0. En það gæti nú samt skeð að einhverjir séu þreyttir og verði þess vegna hvíldir. Ég ætla alla vega ekki að hafa skoðun á því hver á ekki að vera inná því síðast vildi ég að Riera yrði á bekknum, en hann var svo maður leiksins. Sem segir mér að ég hef ekkert vit á fótbolta en ég hef samt alveg ofboðslega gaman af þessu þegar vel gengur hjá LFC. Ég er samt svolítið stressaður út af þessum leik því Fulham hafa sýnt það að þeir eru mjög erfiðir heim að sækja fyrir stóru liðin ,svo þetta verður erfitt.

 15. Já já við verðum að vinna og gerum það. Torres klæjar að fara að skora 2-3 kvikindi. Ég hef sagt það áður og segi enn OKKAR TÍMI ER KOMINN. J – E – S – S.

 16. Flott upphitun og klárt mál að við VERÐUM að vinna. Þetta verður hörkuleikur eins og SSteinn segir og lykilatriðið er að halda hreinu.

  Ég er sammála byrjunarliðinu nema (líkt og áður hefur komið fram) verður JM klárlega ekki með.

  3 stig og mér er slétt sama þótt það verði ljótur sigur

 17. Ég gæti vel trúað að Lucas byrji og Spearing verði á bekknum, Mascherano var að ferðast aðeins of langt til að geta verið að hoppa inn í svona leik, eins sterkur hlekkur og hann er þá vil ég frekar 100% Lucas en 50% Mascherano

 18. Takk fyrir. Og með að gifta sig ekki á leikdögum veit ég vel á því en Liverpool átti að spila á mánudeginum en þökk sé Meistaradeildinni var hann færður til laugardagsins. Svo það mætti segja að ég sé að taka einn for the team.

  Reyndar er ég í þeirri aðstöðu að geta glápt á leikinn í veislunni, en veit ekki hvernig betri helmingurinn tekur í það. 🙂 Kannski kemur það bara í ljós.

 19. Í júní og júlí ár hvert eru engir Liverpool leikir. Menn eiga að nota þá mánuði til stórviðburða eins og að ganga í hjónaband 🙂

  Ég er skíthræddur við þennan leik. Fulham er sterkir heima fyrir og hafa tekið helling af stigum af stóru liðunum. En eigum við ekki að segja að þetta verði erfiður 1-0 sigur, Kuyt með markið.

 20. Lolli: viltu gera svo vel að fara og spyrja hinn helminginn NÚNA, hvort það sé í lagi að þú horfir á leikinn í veislunni!! Því klukkan er bara 10 að morgni, og þú getur ennþá hætt við, ef hún segir nei 🙂

  Annars flott upphitun, og ég hlakka til að sjá okkur takast á við þetta verkefni. Við höfum gæðin, við höfum sjálfstraustið…. nú er bara að fylgja því eftir og klára málið.

  Ég hjá einmitt eftir þessu með hæðina á LaPaz, og þó ég viti það fyrir víst, að þessi höfuðborg sé sú hæsta í heiminum yfir sjávarmáli, þá er hún nú ekki á tunglinu 😉 Skemmtileg innsláttarvilla sem kom mér til að brosa

  Bestu kveðjur strákar, og gangi okkur vel í dag….

  Carl Berg

 21. As for Rafael Benitez’s legions of foreign signings, what effect do the exchanges between the two managers have on them? “Half of them probably can’t even read the paper. They won’t be too bothered.”

  Carra í viðtali hjá LIVERPOOLFC.TV, greinilegt að húmorinn er í lagi.

 22. Þarna var auðvitað verið að ræða um skotin milli Benitez og Ferguson

 23. Því það er það sem Ferguson vildi.
  Einnig var Mark Lawrenson rétt í þessu að staðfesta snilli sína, framtíðar stjóri LFC segi ég: “Benitez must also change his outlook and go from being a defensive-minded coach first and foremost to one prepared to attack.”

 24. veit einhver kl hvað leikurinn er á íslenskum tíma ? þetta sumar dót í bretlandi er alveg að gera mig vitlausan 🙂

 25. The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Insua, Carragher, Skrtel, Lucas, Alonso, Kuyt, Dossena, Torres, Gerrard. Subs: Cavalieri, Agger, Ngog, Riera, Benayoun, Babel, Mascherano.

Stevie framlengir samningnum

Liðið gegn Fulham komið