Stevie framlengir samningnum

Stevie G hefur framlengt samningi sínum við Liverpool til ársins 2013. Ef þetta eru ekki enn einu frábæru fregnirnar sem berast frá félaginu okkar þessa dagana þá veit ég ekki hvað. Drengurinn hefur verið fáránlega góður undanfarið og það er ekki út af neinu sem stærstu nöfnin í boltanum eru að tala um hann sem einn af þeim bestu í veröldinni og sumir segja hann þann allra besta.

Stevie er fyrirliði okkar og með þessum samningi er hann nánast að segja að hann muni aldrei spila annars staðar. Þetta eru forréttindi, hrein forréttindi að leikmaður í þessum gæðaflokki sé eins loyal og raun ber vitni. Það eru ekki margir knattspyrnumenn í veröldinni í dag í þessum háa gæðaflokki sem leikur með æskufélagi sínu út ferilinn. Takk fyrir Stevie.

Nú er bara að klára málin við Agger, Kuyt, Arbeloa og co. og þá er hægt að fara að huga að því hverjum á að bæta við hópinn í sumar.

Uppfært:

Dirk Kuyt hefur einnig skrifað undir framlengingu á sínum samningi sem átti að renna út sumarið 2010. Hann er núna samningsbundinn út árið 2012 sem eru einnig frábærar fréttir að mínu mati.

25 Comments

  1. Frábærar fréttir svo að ekki sé meira sagt. Nákvæmlega sú byrjun á helginni sem við þurftum =)

  2. Snildarfréttir, ikki það að maður efaðist um að þessi maður myndi gera eitthvað annað hann er jú Mr. Liverpool

  3. Snilldin ein. Ef þetta er ekki búst fyrir klúbbinn og fyrst og fremst aðra leikmenn þá veit ekki hvað. Stevie G er núna á besta aldri, orðinn hokinn af reynslu og ég er nokkuð viss um að enn fleiri toppspilarar eiga eftir að vilja koma til okkar, vitandi að þeir fái að spila með þessum öðlingi. Það er mikill meðbyr núna, sífellt góðar fréttir af klúbbnum öllum, þannig að ég er ekkert nema bjartsýnn. Þetta getur vel orðið okkar leiktíð, maður fær alveg í magann á að skrifa það því það er ansi langt síðan maður hefur getað sagt svoleiðis þegar svona lítið er eftir af leiktíðinni.
    Good times.

  4. Góðar og skemmtilegar fréttir að berast frá Liverpool þessar vikurnar. Það eru ekki að koma góðar fréttir frá mörgum stöðum í heiminum í dag! Gaman að það sé að koma frá klúbbnum okkar!

  5. Þetta eru frábærar fréttir og klárlega vitnisburður þess að liðið, undir stjórn Benitez, er á réttri leið að mati fyrirliðans. Það eru góðar fréttir.

  6. Frabaerar frettir. Svo tekur hann bara vid af benitez tegar spanverjin haettir.

  7. Frábært…..enn betra að maður á ekki eftir að þurfa lesa kjaftasögur í fjölmiðlum að Gerrard sé á leið til Chelsea og Benitez til Real M. enn eitt sumarið.

  8. Frábærar fréttir.

    Engin endalaus Gerrard saga í sumar reyndar sem er auðvitað leiðinlegt, enda slíkur orðrómur álíka skemmtilegur og lenda fimm ár í röð gegn Chelsea í CL.

    Ég reyndar velti fyrir mér hvert í fjandanum hann ætti að fara annað…..ekki er Real svo heillandi enda snýtti Liverpool því ágæta liði með vinstri, Ítalía er bara ekki nógu sterk, Barca kannski en það er ekki eins og þeim vanti Gerrard beint….og ekki fer hann til United.

    Hugsum þetta eins og Carra, hvert ætti hann svosem að fara?

  9. Já ég held að þetta sé góð vísbending um að við erum með þjálfara sem leikmenn virða og vilja fylgja.

    Áfram Liverpool.

    P.s. Arbeloa skorar með skalla sláin inn á loka mínútum leiksins við Tottenham sem tryggir okkur sigur í deildinni.
    Mig dreymdi þetta 🙂

  10. Algjör snilld að þetta sé orðið klárt og gekk svona smurt fyrir sig. Dýrka þennan snilling!

  11. Stórkostlegt!

    Mæli svo með þessu frá Guillem Balague. Hann talar um að Rafa vilji enn David Silva, og mér finnst hann gefa í skyn að hann muni reyna að kaupa hann. Balague segir að Voronin og kannski Benayoun verði boðnir upp í.

    Að lokum gefur hann líka í skyn að Rafa hafi í alvöru áhuga á Samuel Eto´o, sem ég trúði ekki að væri rétt. Man þó að Rafa sýndi honum áhuga áður.

    http://www.guillembalague.com/rumores_desp.php?id=184&titulo=Will%20Liverpool%20be%20signing%20David%20Silva?

  12. Jæja Kyut Búinn að framlengja um 2 ár líka. frábærar fréttir að mínu mati.

  13. Frábærar fréttir en kannski spurning um tímasetningu þar sem að menn ættu að vera með hugann við leikinn á morgun..

  14. Án þess að ætla að vera með leiðindi, þá er það Stevie G hefur framlengt samning sinn við Liverpool til 2013 ekki “Stevie G hefur framlengt samningi sínum við Liverpool til 2013” eins og stendur í færslunni.

    Eins og ég segi, ætla ekki að vera með nein leiðindi. Þetta pirrar mig bara rosalega 😛

    Batnandi mönnum er best að lifa 😉

  15. Strákar.. ég ætla ekkert að vera með neitt þráðrán, en er tímasetninginn hérna hægra meginn rétt ? Er Fullham leikurinn kl 17 :15 ?? Ég hélt að hann væri kl 16:30 ??

    Getur einhver sagt mér pottþétt hvenær hann er ?

    kv, Carl Berg

  16. 18

    Ég ber víst ábyrgð á þessum skráningum, þegar ég skráði hann á 17:15 fór ég eftir því sem stóð á Soccernet, en það var fyrir 1-2 vikum síðan þegar tímasetningin á þessum leik var eitthvað á reiki (Var t.d hvergi minnst á hann á skysports.com … ).

    Ég veit ekki betur núna en að 16:30 standi og ég er því búinn að uppfæra þetta 🙂

  17. átti hann bara ekki að vera 17:30 eins og vetrarkick-offið er, en vegna tímabreytingar Íslands er hann 16:30:)

    annars, frábærar fréttir, skv. einhverjum á ynwa var póstað á RAWK í gær að Gerrard, Kuyt, Torres, Agger og Fabio væru að skrifa undir nýja samninga, 2/5…

  18. Kiddi. Tímabreytingin er auðvitað hjá Bretunum en ekki íslandi. Bara hald því til haga 🙂

  19. afsakið það Jóhann, en punkturinn minn er að laugardagskick-offið var alltaf kl 17:30 en nuna 16:30 vegna timabreytinga 🙂

  20. Kiddi, maður á auðvitað ekki að vera með svona hártoganir á svona spjallsíðum en ég var nú bara í gamni að hnýta í að þú talar um tímabreytingu Íslands. Ég skildi samt punktinn alveg og held að allir aðrir hafi gert það. Vildi bara tryggja að þú hefðir ekki breytt klukkunni þinni neitt. Leiðinlegt ef þú hættir að mæta þangað sem þú mætir almennt á daginn á röngum tíma.

  21. Talar maður ekki um að framlengja samning? (en ekki að framlengja samningi)

Landsleikir kvöldsins

Fulham á morgun